Lögberg - 07.02.1924, Page 6

Lögberg - 07.02.1924, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. FEBRÚAR, 1924. Eg held því sem eg hef 20. Kapítulli. Vi8 komumst í hann krappann. ‘Kluð gengur á sjónum eins og á landi”, sagði presturinn . Sj'órinn er 'hans og við erum hans. Hann mun fara -sem honum þóknast með sína.“ Með- an hann talaði þessi orð, horfði ihann rólegur á holskefluna, se*m gnæfði yfir okkur, og sem við ótt- uðumst að myndi færa bátinn í kaf. Holskeflan brotnaði en báturinn flaut enn. Við lyftumst íhátt upp á Ikambinn á næstu öldu og litum í allar áttir en sáum ekkert nöna endalaust haf af blýgráum öldum, sem risu og féllu, grátt loft, sem dökkgráir skýjaflókar svifu um, og sjónarhring, sem var svo svartur á allar hliðar, að hvergi sást sk.Tgreining á neinu. Við vissum ekki bvar við vor- um staddir í hinum stóra flóa, né í hvaða átt við hröktumst, né hversu nálægt við værirm opnu hafi eða hættulegri strönd. Báðar siglurnar voru brotn- ar og það var ljóst að við yrðum að ausa bátinn, án afláts, til þess að halda honum á floti; vindurinn var að aukast þótt ómögulegt virtist að hann gæti aukist og öldurnar, sem köstuðu okkutr á ‘milli sín, voru stöðugt að verða risavaxnari. Við höfðum komið út á flóann í dagrenning og höfðum -þá enn segl uppi. Einni stundu síðar, er við vorum á ‘móts við Point Comfort þoldi báturinn ekki nema bera sigluna; og við höfðum naumast haft tíma til að taka seglið niður, þegar sigfan brotnaði og alt fór útbyrðis. Síðan voru liðnar marg ar klukkustundir. Sameiginleg hætta kemur okkur til þess .að gleyma jþví öllum stéttamun, þarna i bátnu'm var ekki tími til að hugsa um það, hver væri viriur og hver óvinur. Við börðumst allir, som einn maður á móti höfuðskepnunni, sem vildi gleypa okkur í sig. Við skiftumst á að vera á verði fyrir næsta brot- sjónum er við þurftum öjl að halda okkur dauða- haldi ‘með köTdum fingrum í borðstokkana og 'þóft- urnar. pað gekk eit.t yfir okkur öll; við erfiðuðum saman og þoldum kuldann og vosið saman, en að- eins eg og presturinn litum eftir konunni og báðum hina ekki u‘m hjálp til þess. Hún þoldi þetta alt án iþess að mæla eitt æðru- orð. Henni var kalt og ihún var þreytt af vöku og hræðslu; hún var særð og hún var í hinni mestu lífshættu; en Ihún hræddist ekki, hún sat og horfð- ist í augu við dauðann með bros á vörum. Hefðum við gefist upp örmagna, þá hefði augnatillit hennar knúð okkur til að berjast við hættuna fra'm í rauð- an dauðan Hún sat á milli mín og prestsins og við reyndum sem best við gátum að skýf.a henni fvrir ágjöfinni og ísköldum vindinu'xn. Eg hafði séð blóð- ið á ermi hennar, þegar birti og eg iskar stykki lúr erminni, þvoði sárið upp úr víni og batt um það. Má vera að eg hafi þráð að meiga þrýsta vörum ‘mín- um á marmarahvítt hörundið.sem laun fyrir lækn- ishjálpina, en eg gerði það ekki. pegar eg viku áður hafði iagt 'mat og drykk í bátinn og farið með 'hann yfir að ónotuðu bryggj- unni, hafði eg hugsað mér, ef konan mín að síðustu féllist á að flýja, að reyna að komast út á flóann og halda svo noi'ður eftir að eg væri kominn út á ■milli höfðanna. Það var ekki álveg vonlaust að mér tækist að komast í opnum bát í nóvembermánuði norður til Manhattan til Hollendinganna þar, sem eg átti rj'ls ekki v'íst að vildu veita okkur 'móttöku. Hún hafði viljað flýja og nú vorum við á leiðinni, en eini möguleikinn að bjargast var horfinn. Kuld- inn óaflátanlegur og iþokumyríkrið höfðu lagst utao um okkur eins og líkklæði, og opin gröfin gein við okkur. Dagurinn leið og nóttin kom, og enn börðu'mst við við hættuna og enn hröktumst við undan vind- inum. Nóttin leið og næsta morgun, sem var annar 'morgun okkar í bátnum, vorum við enn á lífi. Kon- an mín lá nú við fætur mér og höfuð hennar hvíldi á böglinum, sem hún hafði kovnið með með sér úr prestshúsinu. Hún var svo máttfarin að hún gat ekki talað og lá þar kcfd og særð o.g hrædd og beið þess að dauðinn færði henni yl og nýtt líf; í augum hennar var samt enn sa'mi fyrirmannlegi svipurinn og hún brosti, er eg beygði mig niður að henni og dreypti á hana víni. Loks kom óráð á ihana og hún fór að tala um sumardaga og blóm. Mér var innan- ■brjósts eins og járnköld hönd tæki utan u'm hjarta mitt og kreysti það fastar og fastar, og tárin runnu niður kinnair prestsins. Maðurinn, sem hafði kom- ið henni i þessa ihættu og varpað skugga á líf henn- ar, horfði á hana fölur se?m nár. Þegar leið á daginn varð loftið ljósgrárra á lit og vindinn lægði ögn, en öldurnar voru enn fjalll- háar. Aðra stundina svifum við uppi á ölduhryggj- unum eins og sjófuglarnir, se,n flugu gargandi kringum okkur, hina stundina steyptumst við niður í dökkgræna öldudaíli. Vindinn lægði alt í einu, svo byrjaði hann aftur að blása af annari átt með endurnýjuðum jötunstyrk. Diccon hrokk við, lagði hendina við eyrað og stökk upp, „Brim!“ íhrópaði hann 'með hásum rómi. Við hlustuðum. Hann hafði rétt að mæla. Við heyrum fyrst lágar drunur í fjarska, sem smám sam- an urðu hærri og hærri, uns auðheyrt var að við vorum ekki langt frá llandi. „Það hlýtur að vera sandeyjan fram undan Charles höfða,“ sagði ihann. Eg kinkaði kolli til sam þykkis. Við vissu'm báðir að það var þýðingarlaust að segja meira um það. Loftið var ögn bjartara og brátt sást daufur gulur blettur á loftinu í gegnum skýin, þar sem sólin átti að vera. Þokunni létti upp og það sást langt út yfir hið eyðilega yfirborð hafsins. Tvær emáeyjar sáust framundan, ofurlitlir sandblettir, se'.n i’águ þar- saman, umgirtir af opnu hafi á aðra hlið, en á hina af sandrifjum og stairhólmum og var sjórinn lygnari milli þeirra og eyjanna. Ofur- lítið af grófu grasi og fáein kyrkingsleg tré, sem uxu undan hafvindunum voru á eyjunirm. Ótöluleg- ur fjöldi hvítra sjófugla flögruðu yfir eyjunum og sandrifjunum. Við heyrðum gargið í þeim álengdar og það gerði auðn hafs og lofts ennþá meiri. Milli okkar og strandarinnar á ytri eynni, sem var öli’ stráð skeljum, risu langar brimöldur, sem æddu upp að ströndinni. pær brotnuðu með feyki- legum drunum á sandrifinu.. Vindurinn hrakti okk- ' ur beint upp á rifið. Við vortfxn í mestu lífsíhættu; báturinn stóð á rifinu; það hélt okkur föstum handa öldunum til þess að berja okkur til dauðs. Báturinn lagðist á hliðina, lá svo kyr og það hrikti í hverju tré í honum. öldurnar skullu látlaust á hliðinni á honum, skvettust og þyrluðust upp í loft- ið. Báturinn stóðst enn brimskelilina og. við héldum lífi. Hversu legni það mundi verða vissum við ekki, en við vissum að það mundi ekki verða lengi. Bát- urinn hallaðist ekki meira en svo að við gætum hreyft okkur um hann með því að fara varlega. f bátnu'm var öxi og kaðall. Eg ihjó þóftuna úr bátn- um með öxinni og hálfþiljurnar, sem voru fremst í öátnum og úr þessu bjó eg til flelka með hjálp Diccons. pegar því var lokið tók eg konu 'mína upp og lagði hana á flekann og batt hana við hann með kaðlinum. Hún brosti eins og barn og lokaði svo augunum. „Eg er búin að tína ti’.óm þangað til eg er orðin þreytt,“ mælti hún, ognú ætla eg að hvíla mig dálítið hérna í sólskininu, og þegar eg vakna skal eg binda þér krans úr blómunum." Enn leið nokkur stund og enn var báturinn heill. Vindinn lægði, loftið varð blátt og sólin sendi geisla sína niður á okkur. Svo fór smám saman að draga úr briminu og öldurnar, sem lömdust á bátnum urðu minni. Ný von lifnaði í brjóstum okkar. Vega- lengdin upp að ströndinni var ekki mikiit fyrir góð- an sunö'mann, og það var ekki óhugsandi að við r^eðum landi, ef báturinn liðaðist ekki í sundur áður en sjórinn yrði svo lygn að hægt væri að synda. Við höfðum engann tíma til þess að 'hugsa um hvað við ætum að gera á þessum óbygða sand- 'hótma, þar sem hvorki voru menn né dýr og ó- mögulegt að fá fæðu eða vatn, við þráðum það eitt að ná landi. Ein klukkustund leið, sjórinn lækkaði. Svo önn- ur, og þá skall alda á bátinn að nýju með allmiklu afli. „pað er byrjað að fafla að aftur,“ sagði prest- urinn. „Já“ svaraði eg. „Báturinn brotnar í spón bráð- um, Presturinn stóð á fætur. „Eg er enginn sjómað- ur“, mælti hann, „ en eg get synt eins og fiskur, þegar eg er einu sinni kominn í sjóinn. Stundum hefi eg álasað dottrni fyrir ’það að hann gaf mér, aumum og fávísum prédikara, víkingskraft, en stundum hefi eg lika þakkað honum fyrir það. Eg þakka honum nú. Ef þú vilt trq^sta mér kafteinn Percy, skal eg bjarga konunni til lands.“ Eg var að stumra yfir henni, sem lá þar hreyf- ingarlaus, og rétti úr mér og leit fyrst á sjóinn, sem enn var úfinn, og svo á hinn burðulega líka'ma prestsins. pegar við bjuggum flekann til var engin von fyrir nokkurn 'mann, sem hefði hætt sér út í að synda í því brimi; nú var ekki vonlaust un#að okk- ur tækist að bjarga okkur á sundi, og 'xneð prestinn var það meira að segja líkegt, því ihann hafði þann kraftegasta vöxt, sem eg ihefi séð á nokkrum manni. Eg tók hana af flekanum og lagði hana í arma hans Einni 'xnínútu síðar brotnaði báturinn í spón. Við séra Sparrow syntum hvor við annars hlið. Hann héft skjólstæðingi konungsins með annari hendi og synti með ihana sterklega gegnum öldurnar og brimlöðrið. Eg mátti þakka guði fyrir hinn 'xnikla styrk hans og eg gat treyst honum. Við hinir þrír vorum allir góðir sundmenn og þótt öldurnar köst- uðu oklkur til, héldum við í áttina. Hver aldan, sefm við afbárum, færði okkur nær ströndinni, og innan skamms kendum við grunns með fótunu'xu. Við börð- umst um istutta stund í bri'zngarðinum við landið og svo íhöfðum við þurt land undir fótunum. En land það, sem við höfðum undir fótu'xn okkar var eyðiey, þverhandarbreidd af sandi og skeljum úti í hafi, hér um bil fimmtíu 'xnílur frá meginlandinu við Accomac, og þar var íhvorki hægt að fá vatn né vistir. Við höfðum ekkert nema fötin, sem við stóð- um í. Eg og lávarðurinn ihöfðum sverð okkar. Eg hafði líka hníf og Diccon var að ci’.lum líkindum líka vopnaður. Stál og tinna og tundur, sem eg hafði í pyngju minni, var það eina, sem við höfum okkur til lífsviðurværis. Presturinn lagði konuna, sem hann bar, niður á mölina og féll á kné og leit til ihimins. Eg féll einn- ig á kné, lagði hönd á hjartað og bað á Yninn hátt. og stari á hið kyrra föla andlit; en Diccon gekk skjótlega burt upp á ofurlitla sandhæð, þaðan sem sjá mátti yfir ailla eyna. Hann kom aftur eftir tvær mínútur. „Það er nóg ag refcviði og þurru þangi skamt héðan burt.“ mælti íhann. Okkur þarf að 'minsta kosti ekki að vera kalt.” pað brakaði og snarkaði í eldinum, sem við kyntum, og það lagði frá frá honum hressandi yl og birtu. Það fór að færast roði í varir og fcinn- ar konu minnar, við hlýindin og hjarta hennair fór að slá örar. Eftir ofurlitla stund ru'mskaði hún, sneri sér við og stundi og sofnaði svo aftur í ylnum eins og barn. Ofckur hinum kom ekki jtil hugar að isofna. Við sátum og Ihorfðum á sólina setjast bak við dökk rönd af megirtlandinu, sttm eygðist nú í hreinviðrinu. Stólin litaði öldurnar rauðar sem blóð og ofurlítið ský, sem sýndist ekki vera stærra en mannshond og sveif uppi í ihreinu blálloftinu, var Mka með blóðlit. Ótölulegur grúi af sjófuglum flugu gargandi fra'm og aftur milli starhólmans og eyj- arinnar. Starhólmarnir voru -enn grænir og voru líkir hálfmána í lögun og milli þeirra var sjórinn ljósrauður á lit Fyrir handan þá var sundið, sem aðskildi okkur frá meginlandinu; það var níu míl- ur á breidd þar sem það var mjóst. Við snérum okk- ur við og litum til hafs. par sást ekkert nema hvít- fyssandi öldur eins langt og augað eygði. „Við komum hér við þegar við fórum að berjast vð Frakka í Port Royal og á St. Croix”, isagði eg. Við höfðurn heyrt einhverjar flugufregnir um iþað, að sjótræningjar frá Bermunda eyjunum hefðu falið gull hér. Eg og Argall gengum þá um alla eyna og könnuðum (hana nákvæ*mlega.“ „Og þið funduð efckert vatn?" spurði prestur- inn „Nei, við fundum ekkert vatn.“ Birtan í vestrinu fór þverrandi og náttmyrkrið féll yfir. Sjófuglarnir hættu að garga um leið og dimmdi, og ógurleg þögn ríkti skyndilega alt í kring u'm okkur. Brimgnýrinn hafði engin áhrif á þögn- ina; eyrað heyrði hann að vísu en isamt ríkti dauða- þögn í hugum okkar. Það var stjörnubjart í lofti og á 'hverju augnbliki hrapaði stjarna, sem dróg ljósrák um loftið, er sindraði og hvarf hljóðlaust ? út í myrlkrið eins og örsmá snjókorn. Það var logn. J Tunglið steig úr 'hafi og varpaði mjög daufri birtu yfir eyna. Hér og þar á sandinum stóðu kræklótt og blaðlaus tré, sem réttu naktar greinarnar upp í loftið, eins og þær væru dökkir fingur réttir upp úr kaldri og dauðri jörðinni. Hafið var nú orðið fcyrt. pað lá sem í draumi í tunglsljósinu og virti að vett- ugi þessi fimm 'mannslíf, sem það hafði hrakið upp á þennan lófastóra sandhó’ma. Við bárum flyksur af þangi og rekaviði á eld- inn og hann brann með mikilu'm hávaða, sem rauf þögnina. Diccon gekk eftir eynni landmegin og fann þar nokkrar ostrur, stm við steiktum í eldinum og átu'm. En við höfðum ihvorki vatn né vín til þess að renna þeim niður með. „Það eru að min^ta kosti engir óvini^ hér, til að vera hræddur við," sagði lávarðurinn. Við get- um allir sofið 1 nótt. og við sannarlega þurfum þess með.’ Hann talaði 'blátt áfram og hreinskilnis- lega. „Eg istkal vaka ihálfa nóttina, ef þú vilt vaka hinn hd’minginn," sagði eg við prestinn. Hann kinkaði kolli og kvaðst skyldi vaka til miðnættis. Það var fcomið langt fram yfir miðnætti, er hann vakti mig, þar sem eg lá við fætur konu minn- ar. „Eg hefði átt að vera vaknaður fyrir löngu," sagði eg. Hann brosti. Tunglið, sem var nú hátt á lofti, skein á andlit ihonum og gerði það blíðlegra á svip en það átti að sér að vera. Mér fanst sem eg íhefði aldrei fyr séð andlit, isem var svo mildilegt, svo vonandi og svo ríkt af þreki þolinroæðinnar, sem 'hans var. „Eg befi verið hjá Guði,“ sagði bann blátt áfram. ‘Hinn fjölstirndi himinn, hafið og þessar smáskd’.jar undir hendi minni — hversu dá- samleg eru ekki verk þín, ó drottinn! Rignoll W, 22. jan. 1924. Herra ritstjóri Lögbergs! Eg sendi yður hér Vneð svolítið Sólarljóð, ef yður þykir það þess virði að isetja það í yðar heiðr- aða blað, þá fæ eg að sjá það við tækifæri. — Mrs. Borgfjörð biður mig að geta þess að hún vilji held- ur hlaðið í fullri stærð og bæta við $1.00. Sólskins blaðið má ekki missast. Yðar einlægur jbM Borgfjörð. , Sólarljóð. I. Árdags sól á austur leiðum uppl’jómandi bygð og lönd yfir fanna fellu'xn breiðum fléttar dýrðleg geislabönd, ljóss á bárum beint frá hæðu'xn berst oss líf og gleði ný dreyra rauðum rósaklæðum ireifar oft hin dim'mu ský II. pú burt skuggum hlíða Ihrindir hi'minljóma gyðjan björt, Unaðsfagran eld þú kyndir, án þín væri jörðin svört. Ef þú hyldir ásjón þína yndi lífsins hyrfi skjótt. Ef þú hættir oss að skína eilíf mundi verða nótt. — - ' *-7j III. Alt vill þinni elsku reifast, alt þú vermir nú og fyr; kringum þína hátign hreyfast hnatta kerfa mrljónir. i Geislar iþínir hrinda hörmum, hugga, gleðja mann og víf, í þínum hlýju ástarörmum öðlast smáa blómið líf. Höf. porsteinn M. Borgfjörð. Herra ritstjóri Lögbergs! Má eg biðja yður að gefa mér rú’m í yðar heiðr- aða blaði fyrir minningarorð þessi eftir syistur m'ína elskulega. Hún var góð og göfug kona. Eg er yður fyrirfram þakklát Yðar með virðingu — .......Guðrún Cristiansson. Mrs. Þorbjörg Guðmundsdóttir, dáin 27. nóvember 1923 að Oak Point Manitoba Undir nafni Guðrúnar Guðmundsdóttur Kristjánson systur hinnar látnu: I. 901 skín á duftið og duftið fær líf í dýrð þeirri vorblómið grær, þá sól kallar geislann til sín aftur heim fiáir kuldi rósina slær. pannig kom lífið og lífi$ svo fer, sem ljósið á hæðunum blá, er hverfur aftur í eilífa sól, því eitt sinn það kom ihenni frá. II. Þú varst einn geislinn frá guðlegri sól, því göfug og hrein var þín sál, þú unnir því fagra og undir því best við elskunnar dulspekismál. Nú ert þú horfin úr 'heiminum „heim“ og hismið og gröfin er köld, á eiíífðærlandið hvar engin er sorg, í ótölu ljósanna fjöld. III. Sorgirnar gleyinast þá gengin er stund, og gott er að eiga sér trú, ið eina er flýsir upp lendingarstað, þá leiðina farin ert þú. Eg syrgi iþví ekki systir mín góð, í sál minni vonarljóis skín. Eg er að fjarlægjast freðkalda jörð, og ferðinni er heitið til þín. Höf. porsteinn M. Borgfjörð...... BLUE RIBBON TEA. Því að greiða hátt verð, þegar BLUE RIBBON, bezta te sem til er í þessulandi eða nokkru öðru fæst fyrir 75 hvert pund Meira Brauð Betra Brauð t Ódýrasta og heilnæmasta fœðan er brauð- ið, ef það er réttilega tilbúið. Það sem vér höfum kappkostað, hefir ávalt - verið það, að láta vörugæðin ganga á undan öllu öðru; þessvegna hafa brauð vor hlotið þá einróma viðurkenningu, sem raun er á. Efnisgœðin á undan nafninu, hefir ávalt verið kjörorð vort Canada Bread Company Limited PORTAGE & BURNELL, WINNIPEG, MAN. Talsími B 2017 Do/?7 lef/foi/seu/ork ffuin ¥ourffands TIL ÞESS að lækna og.mýkja sárt 'hörund, eru Zam-Buk smyrsllin óviðjafnanleg. pessi dása'mlegu jurtasmyrsl þrýsta sér inn í svitaholurnar, steindrepa alla gerla og mýkja og endurnýja 'hörundiö. pað eru læknandi, græðandi og gerileyðandi efni í Zam- Buk, sem ekki finnast í nokkrum öðrum s'xnyrslum. Þess vegna hafa Zam-CBuk smyrslin hlotið almenninga hylli. Zam-Buk smyrsl eru álíka góð við útbrotum, blöðru'm, hringormum, blóðeitrun, frostbólgu og öðrum þvíu líkum ó- (bræsis kvillum. ramBuk FREE BOXESt Vcr sendum með ánœgju hvcrjum, er less þetta og skrifar, ókeyþis öskju til reynslu. Zam-fíuk Mjg. Co., Toronto. Gœtið áhrtfanna af Zam-Buk á sár. __- A 1— L.J rn RJÖMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að sam\innumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.