Lögberg - 07.02.1924, Page 7

Lögberg - 07.02.1924, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, ■ 7. FEBRÚAR, 1924. Bls. 7 sT RJDMA Og verið Fulla Vigt og Vissir Rétta Flokkun, Um 24 kl.stunda ánægju. Canadian Packing Co. Li'mited Stofnaí 1852 eina grundvelli, -sem sönn hag- fræði hlýtur að byggjast á, og hann er sá, að eins gróði sá allra gróði, og eins tap sé allra tap. Heimurinn er Ihvort sem er sam- eiginlegt heimili okkar allra, og hversvegna ætti Ihann þá ekki að vera sameignar 'heimili okkar all- ra? Því J>að er enginn gróði fyrir heiminn þó einn hrifsi frá öðru'm. Þó við eyðum kröftum okkar í að toga hver á móti öðruvn, og rífa hvern annan í okkur. Heldur er eini sanni gróði fyrir heiminn sá að við togum sa'man, og í samein- ingu ihagnýtum okkur náttúruöfl- in og náttúrugæðin. WINNIPEG, CANADA EHBHMmmHi Erindi flutt í Vatna- bygðum. (Framhc. frá 5. bls.) hann var farið að langa til að sanna sjálfu'm sér og heiminum að hann væri meiri maður en .Rormóður, þá fór hróðurþel hans að sama skapi þverrandi, og þá var best að skilja hræðralag- ið sem fyrst. þetta nægir til þesis að sýna okkur og sanna að mönnum á öll- um öldum og af öllum stigum og stéttum hefir verið það ljóst, að það er enginn annars bróðir í leik. Að sa'múð og samkeppni eiga enga samleið. Að menningar stefnan og krisdndómsstefnan, eru þessvegna andvígar stefnur. Svo andvígar, að ef önnur er rétt, 'þá er 'hin óneitamlega röng, og þá jafnframt sérstök tálmun fyrir fra'mgangi hinnar. Eg lít þess- vegna svo leiðis á, að ef það eru aldahvörf í aðsigi, ef það er sann- leikur, að almenningur isé farinn að hugsa með alvöru um heims- málin, þá séu aldahvörfin, í því fólgin, að það 'muni opnast aug- un á almenningi fyrir því, að það sé kominn tími til að vélja og hafna. Að við getum ekki öllu lengur burðast með þessar tvær andvígu 'meginstefnur i lífi okk- ar. Við rekum okkur alment á þessi sannindi, sem við höfum 'heyrt svo oft, en gefið svo lítinn gaum: “Enginn kann tveimur herrum að þjóna", þegar þeir 'herrar eru andvígir Ihvor öðrum, og einnig þessa dásamllegu speki, sem kemur fram i þessum orðum meitarans, að það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykt getur ekki staðist. Við hljótum að finna til þesshvað það er nauðsynlegt, að við séum isjálfu'm okkur sam- kvæmir. Til þess að starf okkar geti borið árangur, verðum við að vinna að iþví af lífi og sál. pessvegna er það svo nauðsyn- legt og óihjákvæmilegt, að það sé samræ'mi í hugsjónum okkar og starfi, trú okkar og löggjöf, og af því að eg geng út frá því, að mað- urinn sé þó fremur maður iheldur en dýr. Og að allir menn 'með lífs reynslu, og ofurlitla þekkingu á sjálfutn sér og manneðlinu, hafi komist ag raun um það, að iþegar þeir eru að starfa í sa'mræmi við kristindóminn, þegar það er sam- úðin og velvildin, sem ríkir í hug- um þeirra o.g athöfum, þá eru þeir að gera það, se'm þeirra betri maður segir eins og við alment köllum það, en ísanleika eru þeir að gera það, sem 'þeirra innri 'maður, eða innsta eðli segir þeim pað, isem þeim er virkilega eðli- legast að gera. Eg er þessvegna ekki j neinum efa um, að þegar okkur verður fyllilega ljóst, að við verðum að velja og hafna hvor stefnan það verður, sem verður ofan á. Eg er ekki í nein- um efa um að þá verður menn- ingarstefnunni kastað fyrir borð. Hún er hvort sem er fúin og feig. • Og þá verður okkur það einnig Ijóst, að við verðum að ibyggja menningu okkar upp á grundvelli kristindómsins. Á grundvellli sam úðar og sa'mlyndis, sameignar og samvinmv. pá verður okkur það einnig ljóst, að við verðum að byggja hagfræði okkar á þeim I ýrur snxkk. Hið tvöfalda kraftinnihald ^t, Charles mjólkurinnar. borið saman við venjulega nýmjólk ,veitir nýjan og íjúfan smekk, ekki að eins í kökur, heldur alla aðra rétti, sem mjólk er notuð f. 'Skrifið eftir ókeypis Rereipe bók. ^T/ic ’jBottte-tt' Gy.J2miieí£ Montreal. St. C. 12-24 'Heimurinn þarf ætíð að reka sig á sannleikann til að sjá hann. En á síðari árum Ihefir hei'murinn verið hraðfara. Stórir atburð- ir hafa verið að gerast, á tiltölu- lega stuttum tíma, og það er af þei'm á;stæðun\ að heimurinn hef- ir rekið sig á meiri sannindi, á til tölulega fáum árum, en hann hef- ir stundu'm gert á álíka mörgum árum áður. Og eitt af því er einmitt þetta, sem eg var að benda ykkur á ihér að fra’man, að eins gróði er allra gróði, og eins tap er allra tap. Það er ekki ilangt síðan að Englendingar héldu því fram, svo að segja einum rómi, •>ð eini sjáJlfsagði vegurinn fyrir sig, til þess að komast i}t úr klíp- unni eftir stríðið mikla, væri það að láta pjóðverja borga sinn síð- asta eyrir. Helst að eyðileggja þá eins fra'marlega og unt væri.. Nú ihafa þeirra bestu og vitrustu menn komist á þá skoðun, af því þeir hafa rekið sig á þann sann- Ieika, að með því að eyileggja Þjóðverja væru þeir að eyðileggja sjálfa sig. Það má segja það sama u'm auðvaldið og verslunarstétt- ina ihér í Canada. Þeir hafa á undaförnum árum og áratugum, verið að vinna að því af kappi, að koma bóndanum á kné. Og þei'm hefir tekist það furðanlega vel. En hvað skeður? peir eru ekki fyr búnir að því, en þeir vakna við vondan draum, og þeir finna það út að þeir hafa unnið að að drepa gæsina, sem verpti gulleggjunum. Og nú hafa jafn- vel heyrst raddir um að þá sé far- ið að langa til að blása lífsand- anum á þesst gæs aftur, til þess að hún geti Ihaldið áfram að verpa fyrir þá gulleggju'm. petta sýnir okkur og sannar að heimurinn er smátt og smátt að reka sig á þessi sannindi, sem felast í þessum 'málshætti okkar fislendinga, að „sér grefur gröf þótt grafi“. Að í þessu sambýli, sem við köllum 'heim, getum við ekki unnið öðr- um tjón, án þess að vinna sjálf- u'm okkur að einhverju leyti tjón. Eg lít þessvegna svoleiðis á, að þó við sleppum öllum eilífðar- hugsjónum og eilífðarvonum (eg er ekki að segja að við ættu'm að gera það, eg er að segja þó við gerðum það) og beinum huga okkar ekkert úr fyrir takmörk þessal ífs, þá hljótum við sa'mt að viðurkenna, að kristindómurinn í undirstöðuatriðum sínum, eins og Kristur kendi hann, er eldci eðeins fegursta kenningin, sem okkur Ihefir verið kend heldur einnig sú sannasta og hagkvæm- asta, og eina úrræðið út úr þeim vandræðum, sem hei'murinn er í nú. Sumir segja sem svo að þetta sé náttúrulega fögur hugsjon. En hún sé barnaleg og jafnvel hei'mskuleg. Áður en hún geti orð ið nothæf, þyrftum við að breyta manneðlinu. pað sé þó óneitan- legt, að manneðlið sé bæði eig- ingjarnt og iilt, og að mennirnir þurfi að hafa persónulegann sér- 'hag af ölluþví, sem þeir geri, eða þeir geri ekki neitt. petta er væg- ast sagt hálfur isannleikur. pví hvar mundi mannkynið standa þann dag í dag ef alllir men hefðu •hugsað svo. Því verður ekki neit- að að þeir menn, isem stæstu spor in hafa-stigið, sem lengst hafa hrundið heiminu’m áfram hafa ekki verið menn, sem voru að hugsa um eigin ihagsmuni, 'held- ur þvert á 'móti, fórnað eigin hagsmunum, áliti og jafnvel lífi fyrir hugsjón sína og starf. 'Sumir kunna að segja sem svo, að þetta séu aðeins fáir af fjöld- anum. Það séu aðeins 'mikilmenn- in. Ög að jafnvel þeir kunni að hafa gert það af eigingjörnum hvötum, því á einum tíma þótti svo 'mfkið í það varið að verða frægur eftir dauðann, og að þess- ir menn hafi vitað, að með þessu imóti miundu þeir verða frægir eftir dauðann. Eg skal fúslega viðurkenna, að þeir, sem þetta hafa gert eru 'mikilmenni, en þeir eru ekki allir mikilmenni í aug- um heimsins. Á öllum tí'mum, og enn þann dag í dag hafa verið uppi menn, sem ávallt (hafa verið að fórna eigin hags'munum og á- liti fyrir hugsjón sína og starf. Fyrir það, sem þeir álitu sanna.st og réttast, og það er engu síður fólk, sem er lágt sett ií mannvirð- ingarstiganum, og veit vel að nöfn þeirra verða aldréi skráð í veraldarsöguna. Þið, sem eruð alin upp á ís- landi, kannist við að þar var oft talað um húsbóndáholl hjú, og mig langar til að spyrja ykkur: í hverju var sú ihúsbóndahollusta fólgin? Var ihún af eigingjörnum hvötum sprottin? pegar eg var drengur ,þekti eg nokkrar slíkar manneskjur. Og þær manneskj- ur sem eg þekti húsbóndahollast- ar voru jafnaðarlega manneskjur, sem höfðu lítið kaup og gerðu sér lítið far um að það yrði hækkað við 'sig, eða heldur að þau yrðu hækkuð í tigninni og sett yfir hin ‘hjúin, heldur unnu þau starf sitt með þessari elju og umhyggjust'mi aðeins af velvild til hemilisins og húsbændanna, og þau unnu starf sitt betur, en þau hefðu gert, ihefðu þau verið að ihugsa um eigin ihagsmuni aðeins. Mér kemur til hugar blaða- grein, sem eg las ’fyrir nokkrum árum, og sem eg býst við að flest af ykkur hafi lesið. Það er grein eftir dr. Guðm. Finmbogason, sem hann nefnir “Aktaskrift”. Grein- in er ádeilugrein, og eg er ekki að minnast á hana hér til að kveða upp neinn dóm. Eg er ekki að ha’da því fram að Guðm. hafi verið algjörlega Óhlutdrægur í garð þeirra mar^ta, sem ihann tal- ar um. Eg læt það algjörlega ó- dæmt. En það felst kenning í greininni, sem eg álít að hafi mik- ið sannleiksgildi, og á hana vildi eg benda. Guðmundur dregur þar fram mynd af tveknur ís- lenskum stórmennum. Tveimur mönnum, sem voru alkunnir í ís- lensku þjóðlífi. Hann lýsir þeim á þá ileið, að annar þeirra hafi ávalt verið að leitast við að skrifa aktaskrift. Aktasikriftin var í því fólgin að skrifa svo-svo marg- ar blaðsíður 'með svo-svo mörgum línum og svo-svo mörgum orðum í hverri Hnu fyrir ákveðna upp- hæð af peningu. pað var meining- in það minsta sem mátti gera fyrir vissa fjárupphæð. En maðurinn var mikilsvirtur og fljótvirkur, og hann finnur að honum er eðli- legt að skrifa bæði hraðara og þéttara en þetta. En ihann er svo gagnsýrður af iþeirri stefnu, sem þá var að ryðja sér til rúms 1 heiminum og sáðan hefir gagntek- ið heiminn, að það sé ótilhlýðilet að gera nokkurntfma 'meira en það allra minsta, sem þér er borgað fyrir, að hann leggur á sig sér- stakar 'hömlur till að gera ekki meira. Hinn 'maðurinn aftur á móti er aldrei að hugsa um neina aktasrift. Hann er bara að reyna að gera eins mikið og hann getur á þeim tí'ma, sem ihann getur til þess varið. Með öðrum orðum: Annar maðurinn virðist hafa all- an ihugann á laununum, en hinn á starfiu, og árangurinn af starfi þeirra verður algenlega eftir því. En það, se'm bendir á að maðurinn sem er að skrifa aktaskriftina gerir það ekki algjörlega af eigin gjörnum hvötum, heldur lætur 'hann af miklu leyti stjórnast af tískunni og t'íðarandanum, er ein- 'mitt það, að hann með minni á- reynslu hefði getað afkastað miklu meiru. Þetta finst mér aft- ur benda á það, að menirnir eru ekki í eðli sínu eins eigingjarnir og ili’.ir eins og oft virðist í fljótu bragði, 'heldur ræður tíðarandinn og kringumstæðurnar hér vnestu um. Eg liít svolieiðis á, að manneðl- ið, sé í sjálfu sér ekki ilt, 'heldur sé það margþætt, og það sé al- ment ekkert einsdæ'mi, is.em sagt var um Arnljót ólafsson í þessari vísu, sem þið kannist við svo mörg: “Mér er um og ó um Ljót. Eg ætla ’hann bæði dreng og þrjót. f ihonu'm er gulil og grjót. Sem getur unnið mein og bót.“ Eg álít að í öllu'm möjinum sé bæði gui’l og grjót, sem geti unn- ið mein og bót, og það sé að mestu leyti undir atvikum komið, hvor hliðin það er, sem snýr upp, hvort það er gullið eða grjótið. Við erum hvort sem er svo háð kringumstæðunum. Við erum herrar kringumstæðanna aðeins að því leyti, að við og foreldrar okkar höfum að miklu leyti skap- að þær kringumstæður, sem við búum við nú, en, sem einstakling- ar erum við algerlega á bandi þeirra, þvi við ráðym fyrst og fremst ekki hvort við fæðumst, fhivenær við fæðumst, af ihverjum við erum fædd, hvaða uppeldi við fáum, eða nema að litlu leyti hvaða umhverfi við búum í, en ef við viljurn öll eitt, þá gætum við að miklu leyti sett iþær kringum- stæður, sem okkur ihentar best. Og í því er ráðningin fólgin. Hún er fóilgin í breyttu'm kringum- istæðum og breyttu fyridkomulagi því þá Ibreytis manneðlið um leið. Að eg er ekki að tala hér beint út í bláinn, vildi eg biðja ykkur að prófa bara á sjálfum ykkur. pvi mér er sama hvað jafnlynd og skynsöm þið kunnið að vera, þá eruð þið samt sem áður mismun- andi manneskjur, eftir því hvað að ykkur snýr. pið eruð ekki al- gjörlega sömu manneskjurnar eft ir að afa mætt manni, sem sýnir ykkur samúð traust og velvild, eða manni, sem isýnir ykkur úlfúð óvild og tortryggni. Hvor maður- inn fyrir isig vekur að miklu leyti hjá ykkur, það sama og hann sýnir ykkur. pað er ekki til svo jafnlydur og góðlyndur maður, að það sé ekki 'hægt að reita hann til reiði, og með nógu mikilli ósvífni gera hann »vo að segja viti sínu fjær. En ef nú að augnabliks kringumstæður, geta á þann hátt umturnað eðli okkar svo að segja á svipstundu, Ihvaða áhrif haldið þið þá að allar venjur, alt and- rúmsloft, með öðrum orðum ahl- ar kringumstæður, hafi á hugsan ir okkar og líf? Sumir menn 'hafa líkt manns- sálinnni við hljóðfæri, og það er að mörgu leyti vel til valið. Hljóð færið er í sjálfu sér jafngott hvort það er klaufi eða suilling- ur, sem spilar á það, en tónarnir, sem ihljóðfærið framleiðiT verða mismunandi eftir því hvernig í strengina er tekið. Og það er eins með mannssálina. Tónar sem mannssálín framleiðir, verða mis- munandi, eftir því ihvaða öfl og kringumistæður það eru, sem á strengina leika, og eftir því ihvaða strengir það eru, sem fhrærðir eru. Ráðningin er því í því fólgin að ryðja úr vegi þeim öflum og þeim kringu'mstæðum, sem eru að vekja og knýja fram mikið af því versta, lægsta og dýrslegasta, se tiil er í mannseðlinu, og setja í staðinn kringumstæður, eem aft- ur á móti vekja og glæða, það besta, sem með mönnunum býr. Við þurfum að eyða úr vegi þeim öflum og þeim kringumstæðum, sem gera kristnum mönnum svo að segja ómögulegt að lifa kristnu lífi, áður en við getum búist við að það íhafi mikinn árangur, að prédika mönnum krTstindó'minn Við þurfum að gera mönnum mögulegt að „lifa tiil að skrifa", en neyða menn ekki til að „skrifa til að lifa, neyða menn ekki til að rífa hvern annan á hol, aðeins til þess að hafa eitthvað í sig og á. Og iþegar við förum að ryðja veginn, þá liggur beinast við, að ryðja fyrst úr vegi, því, sem and- ’stæðast er samúðinni, og það er samkeppnin. Eða kannske réttara sagt, jþví.sem samkeppninni veld- ur. pví, sem er bæði orsök og af- leiðing samkeppninnar, og það er auðurinn » einstakra manna höna um. pað er auðurinn í því hásæti, sem ’hann situr nú. Eg neita því ekki að auðurinn sé í sjálfu sér góður, og að mörgu leyti afl iþeirra ihlpta, sem gera skal, en það má •segja um ihann eins og um eldinn að hann er góður þjónn en harð- ur húsbóndi. En við höfum sett auðinn í húsbóndasætið, og við erum öllsaman orðin að ánauðug- um Iþrælum hans á einn eða ann- an hátt, og flest af okkur á 'marg víslegan Ihátt, og með ári hverju verður sú ánauð erfiðari að bera, og eg Í'ít svo leiðis á, að ef við ekki tökum fyrir kverkarnar á þeim iharðstjóra, þá verði þess ekki langt að bíða, að iþað fari fyrir okkur eins og það fór fyrir manninum í söguni íians Ander- sen’s um „Sku.ggann". Þið kannist sjálfsagt flest af ykkur við þessa sögu, sem í fljótu bragði virðist vera gamansaga en er í sannleika ein af sorgleg- ustu sögum, sem eg hefi ilesið, því mér finst hún fela í sér sorg- arsögu 'mannkynsins og menning- arinnar og slíkan fjölda einstak- linga. Ef það væri eitthvað af fólki hér, sem ekki hefði heyrt þessa sögu, eða þá nærri búinn að gleyma henni, þá ætía eg að segja ykkur útdrátt úr ihenni í örfáum ^standard^ ^?Rmaldehv?J " KILLS 100%Effeciive by aciual iest- SMUT í haust seldust 300 vagnhlöss af hveiti llc lægra mæl. en á markaðsverði— beint tap $41,672.40. Eitt cent af hverj- um dollar hefði borgað fyrir nóg af Standard Foi'mald'ehyde til að drepa myglugerlana í útsæðinu.— Formalde- hyde aðferðin er nú viðurkend af öll- um kornræktarmönnum. Álíka gott fyr- ir ávexti. sem Ihviti og annað korn.' — Pantið hjá kaupm. Leiðb. á krukkunum STANDARD CHEMICAL CO. LIMITED Monfreal WINNIPEG Toronto Verðlags breyting á Df. Chase’s med ulum Innihald meðala-askjanna er aukið, en neytendur greiða samt sarra verð ESSI breyting gildir að eins um þrjár tegundir af Dr. Chase’s meðulum — Kidney-Liver Pills, Nerve Food og Catarrh Powder. prátt fyrir hinn aukna starfrækslu- kostnað frá því að Dr. Chase’s meóulin fyrst komu á markaðinn fyrir mörgum árum, þá hefir verð þeirra samt haldist óbreytt. Nú er svo komið, að breyting var óhjá- kvæmileg, en henni hefir verið hagað þann- ig, að neytendur meðalanna greiða sama verð. Kjörorðið, sem nota skal, í sambandi við Dr. Ohase’s Kidney-Liver Pills, verður því: “Ein pilla í einu, eitt cent skamtur- inn”, því þótt verðið sé 35 cents í staðinn fyrir 25 cents, þá verður innihaldið 35 pillur í staðinn fyrir 25 áður. Hið sama gildir um Dr. Chase’s Nerve Food, er nú selst 60 cents í staðinn fyrir 50 ðents., innihaldið verður 60 pillur í staðinn fyrir 50. Að undanteknum Catarrh Powder, sem nú kostar 35 cents askjan, halda öll hin Dr. Chase’s meðölin sínu upprunalega verði. Dr. Chase’s Almanac er nú komið út og hefir verið sent á flestöll heimili í Canada, 1,550,000 eintök. Ef þér hafið ekki fengið það, þá skuluð þér láta oss vita og munum vér þá senda yður ókeypis bæklinginn með pósti. -Edmanson, Bates & Co., Limited. Dr. Chase’ Building, Toronto. orðum. Eg verð að fara fljóttl yfir sögu, því eg finn að eg er að| taka 'hér meiri ti’ma en góðu 'hófi i gegnir. pað var ungur gáfaður göfug- j ur maður, sem bjó í framandi; andi. Hann virðist hafa verið að reyna að brjóta til mergjar ein- hver erfið 'mannfélagsmál. Reyna að leysa einbverja erfiða Hfs- gátu. Það var eitt kvöld að hann, sem oftar sat úti á svölunum fyrir ut- an herbergi sitt, þreyttur eftir hita og þunga dagsins, að hann sá skuggann sinn teygja sig flat- ann við fætur sér og bann sá hann teygja sig frá sér legra og lengra, þangað til slðast að hannj varf. Og hann kom ekki aftur. Miörgum árum seinna, eftir að þessi 'maður var kominn heim til ættlands síns, þá vair iþað eitt kvöld, er ,hann sat heima í her- bergi sínu, þreyttur og lémagna, og í þungum þönkum, — ,því hann hafði orðið fyrir mik/lu'm von- brigðum. Hann hafði leitast við að segja fólki sannleikann, en fólk vildi ekki hlusta á hann, og 'hann var í fj'árþröng — að það kom til hans maður, ákaflega vel búinn, en mjög svo langur og 'mjór. Hann spyr komumann að heiti, en hinn svarar honum eitt- hvað á þá leið, að sig hafi lengi grunað, að hann mundi ekki þekkja sig aftur. Sjálfsagt sé hann orðinn mikið breyttur, enda bafi margt á dagana drifið, síðan þeir sáust síðast. Hann sé jafnvel orð- inn stórauðugdr af fé. Það sé eft- ir alt saman ekki svo erfitt að græða fé í bei'minum, en það sé ekki með þvi að reyna að segja fólki sannleikann eins og ihann ,sé að gera. Heldur sé það í iskúma- skotum heimsins, á bak við tjöfld- in, sem við gætu'm grætt fé. Segir hann ihonum að ihann sé skugginn han*, gamli. Maðurinn verður mjög hissa á þessu, en tekur hon- um þó vingjarnlega og finst að su’.nu leyti eins og 'hann hafi ihitt þarna gamlan kunningja. Og það tekst einskonar kunningsskapur með þeim á ný. Skugginn venur svo komur sínar til mannsins og hann fer svðátt og smátt að 'hafa orð á því við manninn 'hvað hann sé orðinn þreytulegur og .magur, og að 'hann þyrfti að taka sérl hvíld. Og besta hvíldin væri efa-J laust að taka sér ferð á bendur. j Segist vita vel að hann ihafi ekki mikil fararefni, en það geri ekki j svo mikið til, bann geti ferðast með sér upp á ga'mlan kunnings- J skap. Hann hafi nóg fyrir iþá báða að leggja. En þó með því iskilyrði, j að hann ferðaðist með sér, sem j iþjónn og skuggi. Maðurinn er eðlilega mjög tregur til þess. Finnur ihvað það er iMtlilækk-1 andi fyrir sig, sevn var þó maður j aðtaka á sig skuggamynd, og ekki síst að verða skuggi skugga síns, en eftir margítrekaðar tilraunir j lætur hann tilleiðast. Og sagan endar með því, að í framandi! (’andi kemur skugginn ár! sinni svo vel fyrir borð, að bann j giftist konugsdóttirinni og erfði ríkið, en ’maðurinn var tekinn af! lífi. Skugginn er nú búinn að sitjaf í hásætinu hjá okkur langan tima j og ef við látum bann ríkja mikið; lengur, verður þess ekki langt að bíða að maðurinn verði úr sög-, unni. Þetta er nú orðið lengra mi en eg ætlaðist til í fyrstu, og i LANDVINNIIFDLK UTVEEAD ÓKEYPIS ADSTOÐ ER BÆNDUM NÚ í TJE LÁTIN Canadian National Railways INNFLUTNINGA OG UMBÓTA-DEILDINNI StarfssviS deildar þessarar er nú ðtSum aS brei8ast út I Vestur-Can- ada og áherzla er lög8 á a8 hún ver8i almenningi sem notadrýgst; og í gegn um umboísmenn sína I Austur-Canada, á Bretlandi, í Noregi, Sví- þJóS, Danmörku og Ö8rum Evrópu löndum, ver8ur hún þess megnug a8 fá margt, fólk til þess a8 flytja búferlum til Canada, bæ8i karla og konur, sem innan lltils tíma munu ver8a aS gó8um búendum. Stærsta hindrun- in aS undanförnu fyrir sllku fólki hefir veriB atvinnu-óvissan er hinga8 kom, og bændur geta bætt úr þessu me8 þvl aS rá*a vinnufólk sitt gegn um innflutnings deild vora, og helzt til HEILS ÁRS. ASstoS deildarinn- ar er ókeypis, og engin fyrirfram borgun er heimtuS upp I farbréf þessa vinnufólks eSa fyrir aSra aSsteS. Allar upplýsingar eru til þ°ss ætlaSar aS aSstoBa þá innflytjendur er atvinnu þarfnast þegar I staS. HVER NÝR LANDTAKANDI LJETTIR YDUR BYRDINA ALLIR C.N.R. AGENTAR HAFA NAUDSYNLEG EYDUBLÖD OG TAKA PANTANIR UM VINNUFOLK, (Aa skrtftS D. R. JOHNSON, K. C. W. LETT, Gcneral Agricultural Agent General Agent, WINNIPEG HDMONTON. Colonizationa nd Oevelopment Department er ykkur 'mjög þakklátur fyrir þá ágætu áheyrn og þolinmæði, sem þið bafið sýnt mér. En að endingu vildi eg aðeins benda ykkur á eitt og það ‘er þetta: Ef það er sann- lei'kur, sem eg hefi verið að leit- ast við að benda ykkur á hér í kvöld, sem er í stuttu máli (þetta þrent: Fyrst; Að það er beimsku- legt og ótilhlýðilegt fyrir okkur, að vera að burðast með tvær and- vigar meginstefnur í lífi okkar, því við erum með iþví 'móti að gera það svo að segja tilgangslaust. Við erum að rífa niður jafn harð- an og við erum að byggja ^pp. Við erum að tína grjótið úr göt- unni með annari hendinni og henda því til baka með binni, og það sýnist vera mjög svo þýðing- arlítil vinna. Annað: Að manneðlið er í sjálfu sér ekki illt, 'hef.dur er það marg- þætt. En við höfum með heimsku- legri löggjöf, og óeðHlegum lifn- aðarháttuXi verið að framleiða kringumistæður, sem aftur á móti hafa vakið og knúð fram, mikið af þvi lægsta versta og dýrsleg- asta, sem til er í manneðlinu. Ráðningin er því í iþví fólgin, að setja í staðinn kringumstæður, er vekja og glæða það bezta, sem með mönnunum býr. Og það þriðja og þar veit eg að þið eruð mér öll samdóma, er: Að ef krist- indómurinn í undirstöðuatriðum sínum, eins og Kristur kendi hann er sannur og réttur. Ef 'hann er þess virði, að það sé varið til hans miljónum árl’.ega. Að hann sé prédikaður á bverjum sunnu- degi, og að bann sé inrættur börnum okkar frá blautu barns- beini. pá er hann iþess verður, að bann sé gerður að ráðandi aflinu 1 lifi O'kkar og löggjöf. Ef þetta er sannleikur. Og ef heiminum verðJ ur það ljóst að þetta sé sannleik- ur. pað er: Alþýðu manna þarf að verða það ljóst, þá er eg ekki í neinum efa um, að þá koma fram menn, sem kunna að ráða málum til lykta á ihagkvæm- ann og beillavæm’egann hátt. Menn, sem aftur mun takast, aö setja manninn í búsbóndasætið og skuggan undir fætur bans, þar sem hans rétta piláss er.— Eg þakka. SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ Ef |>ér liafi'ð ekki þegar SparisjóStereikning', t>á getiS |>ér ekki breytt liygírilegar, en að loergja peningn yðar inn á eittlivert af \or- nm næstu Utibúum. par liíða þeir yðar. |>egar r«*tti tíniinn kenmr til að nota þá yður til sem mests liagnaðar. Union Bank of Canada liefir starfað í 58 ár og liefir á þehn tínia komið npp 345 átibúuni frá ströml til strandar. Vér bjó'ðuni yður lipra og ábyggilega áfgreiðslu, livort sem þér gerið ínlkil eða lítil viðskifti. Vér bjóðiun yðnr að lieinisjvkja vort niesta f'tibó, ráðsinaðuriiin og starfsmenn bans, munu ftnna sér Ijúft og skylt að lelðbeina yður. ÚTTBC VOR KKU A Sargent Ave. og Slierbrooke Oslionie og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington I.ogan Ave og Slicrbrookc 4»1 Portage Ave. og 0 önnur útibú í Winnipcg ADAT.SKRI FSTOFA: UNION BANK OF CANADA MAIN and WILLIAM — — WINNIPF.G

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.