Lögberg - 21.02.1924, Síða 4

Lögberg - 21.02.1924, Síða 4
 BLb. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1924. t Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd., tCor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. T»l»ifTMirt N-6327 og N-6328 JÓN J. BILDFELL, Fditor Ijtanáakrift tii biaSsina: Tt(E C0UJ!HBW\ PF.ESS, Ltd., Box 317Í, Winnipeg. »tan- Utanáakrift ritstjórans: EDiTOR LCCBERC, Box 317£ Winnipeg, (tan. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. í afturelding. pað er nú loks, eftir nálega tíu ára náttvnyrkur, að farið er að rofa fyrir degi í Evrópu. Því þó stríðinu og blóðsúthelíingum í sinni ægilegustu mynd, hafi lint þar fyrir nokkru síðan, þá hefir öllum verið það ljóst, að eldur heiftar og hefndar hefir logað á milli þeirra þjóða, sem hvað mest reið á, að sáttar væru og séu, þegar uim vellíðan og framþróun Evrópuþjóðanna er að ræða. Sumir segja, að þetta sé eðileg afleiðing hlut- anna — að það hafi verið alveg náttúrlegt, að Frakk- ar ’étu kné fylgja kviði, iþegar þeir áttu kost á því, eðilegt, að þeir heimtuðu allar þær skaðabætur af pjóðverjum fyrir skaða þann hinn mikla, sem stríðið veitti þeivn, er :þeir gátu fengið samþyktan þeim á hendur, og þegar skaðabæturnar voru ekki iborgað- ar, að fara þá með her á hendur þeim og taka í sínar hendur aðal tekjulindir þjóðarinnar. Og í fljótu bragði verða margir til þess að fyrirgefa Frökkum þetta, því þeir höfðu liðið mikið. En við nánari athugun og reynslu, hafa Frakk- ar nú sjálfir komist að raun uvn, að þetta var ekki skynsamlegasta aðferðin, því forsætisráðherrann franski hefir viðurkent opinberlega, að herför sín á hendur pjóðverjum, sem hér er um að ræða, hafi ekki haft neitt í för með sér, annað en aukna óvild og helbert tap fyrir Frakka, og er nú fús á að halda heivn aftur með her sinn. En hvað er um pjóðverja að segja, mennina, sem bökuðu ökum heimi hið mesta tjón, stvn sögur fara af, en sem þrátt fyrir það mega ekki undir nokkrum kringuvnstæðum missast úr tölu þjóðanna? Þeir eru beygðir og brotnir svo gjörsamlega, að ástand þjóðarinnar, þrátt fyrir alt, rennur manni sárt til rifja. f blaðinu “Vossiche Zeitung”, sem gefið er út í Berlín, er því lýst á þessa leið, og mun sú lýs- ing sönn, að dómi þeirra, sem til þekkja: “Mig langar til þess að lýsa neyð okkar við þá, stvn eg veit að eru okkur vinveittir, og þá, sem láta ástand vort liggja á miFi hluta að mestu. Það er meiri partur þjóðarinnar, sem ekki hef- ir haft nóg í síðast liðin níu ár, til að seðja hungur sitt á. Blóðið í æðum okkar er orðið þunt og vatns- kent, og þeir af þjóðinni, sem ekki voru vanir við hina óbrotnu og sívarandi rétti, svo sevn kál, baunir og súrt rúgbrauð, hafa veikst af innvortis sjúk- dómum. En svo erum við orðin vön við þenna skorna skamt, sem hefir verið ónógur til þess að halda við líkamsþrótti fólksins, að ef við eigu'm kost á að neyta kraftfæðu, þá brestur okkur kjark, en beygjum höfuð okkar og grátum yfir borðum, þó einkum kvenfólkið og mæðurnar. Mönnum finst þetta ef til vill vera vamþakklæti við velgjörðamenn vora, eða þá blátt áfram brjái’.æði en taugar fólksins eru nú ekiki orðnar sterkari en þetta. Óteljandi fjöldi af mentuðustu konum þjóðar- innar, hafa ekki getað eignast ný föt síðan árið 1914. Ekki einu sinni nærklæði eða hatta. í níu löng ár, hefir smjör, kaffi og ávextir, ver- ið talið munaðarvara og nýnæmi. Kjöt hafa menn smkkað einu sinni á hverjum sex mánuðum. Við höfum séð andlitin á börnunum okkar þorna og skorpna af skorti á hollri fæðu, sem líka hefir háð vexti þeirra og þroska; þau hefir skort mjólk, feiti og sykur, og þau hafa líka farið á mis við hlýindi og lífsgleði. Og hvaða framtíð er það, sem bíður þeirra? Hverjir munu vetða til þess að veita þeim atvinnu á hinum takmarkaða atvinnumarkaði, þar sem samkepnin er eins miskunnarlaus og nú á sér stað? Og hverjir munu verða tiil þess að giftast dætrum ckkar, stm að eins megna að vinna sér inn frá 100 til 150 mörk mánaðarlega, Öll þægindi, öll trygging og öil gleði hefir verið tekin í burtu frá okkur. En við þráum fegurð. Hús- in okkar eru orðin að fangelsum, auðum og óað- gengilegum. Úr þeim er horfið alt það, sem prýddi þau og augað gladdi og við erfðum frá ættfólki okkar. Er þett^ nóg?” Svar allra hugsandi manna við þessari spurn- ingu, er ákveðið “já”. Ali’ur heimurinn hefir horft á viðureign þessara tveggja þjóða, þar til báðar þeirra eru að þrotum komnar, án þess að hann vildi eða gæti skorist í leikinn. En nú dugar það ekki lengur. Nú verða aðrar þjóðir að leggja hönd á plóg þann, sem unnið hefir til spellvirkja í öll þessi ár, og breyta stefnu hans— stýra honum inn á land friðarins og sáttfýsinnar. Enda koma nú á sama tíma og þrotabús yfirlýsing- arnar frá þessum ’tveim iþjóðum, fréttir frá nefnd þeirri, scm setið hefir undanfarandi til þess að kveða á um gjaldþol Þjóðverja, að hún sé búin að finna veg ti’ þess að greiða fram úr þessu vand- ræðamáli, sem allar hlutaðeigandi þjóðir sætti sig við. Ekki hefir enn verið auglýst, hver sá vegur er, en það á að gjörast fyrsta marz næstkomandi. Og væntum vér, að þá renni upp nýr dagur í sam- búð og samvinnu Evrópuþjóðanna, til heilla öllum þjóðum. Einkennileg bók, Á Englandi er komin út ibók, sem vakið hefir all- mikla eftirtekt, sem sendiherrum, þingmönnum, þingmannaefnum og öðrum hefir verið ráðlagt að lesa. í bókinni eru ræðustúfar, sumir stuttir, aðr- ir ílangir, eftir Elisabetu Englandsdrotningu, og er verulega hressandi að lesa suma þeirra. Hér er sýn- ishorn: Menn minnast þess, að þegar Elízabet drotning kom til valda, þá grúði vonleysi yfir ensku þjóðinni —hún hafði nálega mist móðinn. Og þegar þjóð- höfðingi ieinn, sem þótti voldugur, leitaði ráðahags við Elízabetu og þingið brezka skoraði á hana að taka því boði sökum hættu þeirrar, sem Englend- ingar væru í, ef á þá væri leitað, þá svaraði Elíza- bet drotning iþeim á þessa leið: “Það er bezt fyrir ykkur, að hugsa um ykkar eigin skyldur. Eg skal ihugsa um mínar. pið eruð aL’.ir hugsunarlausir stjórnmálamenn og ófærir til þess að dæma um slíka hluti.” í ávarpi til dómara þjóðarinnar, þegar hún var 25 ára, sagði hún: “Vakið yfir þjóðinni, og látið hana gjöra það til yðar, sem að eg myndi gjöra. Það er mitt fólk. Allir níðast á því og ofsækja það miskunnarlaust, og það getur ekki rétt hluta sinn. Vakið yfir því og látið yður ant uln það, því það er undir minni vernd. Eg trúi yður fyrir því, eins og Guð hefir trúað mér fyrir því. Um sjálfa mig kæri eg mig ekkert, né líf mitt. Umönnun ínín öll, er fyrir velferð þjóðar minnar. Eg bið Guð að veita,-að hver sem kemur á eftir mér, iláti sér eins hugarhaldið um þjóðina, eins og eg hefi gert.” Við fjármála ráðherra Bacon fórust henni þannig orð: “Eg hefi farið eftir ráðum þínum í tvö ár í öllu, er ríkismálin snertir, og afleiðingarnar hafa verið erfiðleikar, kostnaður og hættur. Frá þessari stundu ætla eg fylgja minni eigin dóm- greind og sjá, hvort að mér getur ekki tekist betur.” Einu sinni kvörtuðu þingmennirnir brezku um það við Elizabetu, að þeir fengju ekki að segja mein- ingu sína, og óskuðu eftir breytingu á því ástandi. Elízábet drotning svaraði þessari málaumleitan í ræðu til þingmanna, á þessa leið: "Málírelsi er yður veitt í þingræðum, en þér verðið að vita, hvaða málfrelsi það er, sem þið eigið skilið. Það er >ekki frelsi til þess að segja hvað sem yður lystir eða hvað sem yður dettur í hug. Það frelsi yðar nær ekki lengra en til að segja já og nei.” pegar Elísabet var 23 ára, sagði hún í samræðu. við sendiherra Spánverja: “Konungur Frakkland? er að því kominn að springa af reiði. Eg vildi ekki vera völd að því, að hann tútnaði meira út.” En við sendiherra Frakka fórust henni svo orð: ‘,Eg ótt- ast ekki Spánarkonung, sem þurfti tólf ár til þess að læra stafrofið.” í bréfi til Philips Frakka konungs, sem vildi ná ráðahag við Elísabetu, segir hún þegar hún frétti, að hann hefði skift um trúarbrögð: “Ó, hvílík sorg! “Ó, hvílik eftirsjón* Ó, hví- líku andans reiðarslagi eg hefi orðið fyrir út af fréttunum, sem Morland fæirði mér! Guð minn góð- ur! Er það mögulegt, að draumur um skamvinnan veraldarhagnað gæti gert þig tilfinningarlausan fyrir reiði þess hæsta? Getum við á nokkurn skyn- samlegan hátt vonast eftir, að si’ík svívirðing leiði nokkuð gott af sér? Hvernig gat þér komið til hug- ars að hann, sem hefir veitt þér fulltingi i málum þínum svo lengi, mundi bregðast, iþegar þér reið sem mest á? Það er fásinna að fremja það, sem ilt er, og ætlast til, að þar af geti komið nokkuð gott.” 1 fítilli vasabók, sem hún lét eftir sig, stendur þetta skrifað: “Veit mér að stjórna með sprota veldis míns, eins og eg sjálf læt stjórnast af sverði iþínu. Veit mér í allri ríkisstjórn, að sál mín vinni sigur yfir öllum fýsnum holdsins, trúin ráði hugsunum mín- um, miskunn þín trú minni, svo að ekkert sé mér vel- þdknanlegt, sem er á móti þínum vilja, og ekkert viturlegt í mínum huga, sem er gagnstætt 'þínu orði.” Síðustu orð Elízbetar drotningar, þegar erki- biskupinn af Canterbury sat við banabeð hennar, og var að minna hana á hinar miklu framkvæmdir rík- isára hennar, voru: “Herra minn! Kórónan, sem eg hefi borið svo lengi, hefir vakið nbgan hégóma á lifsleiðinni. Eg vil biðja yður, að bæta ekki þar við nú, þegar eg ligg við dauðans dyr.” Ástand þýzkra listamanna. Ummæli Kreislers. Sömu hörmungarnar virðast hafa dunið yfir Þýska listamenn eins og þá rússnesku. Fiðluleikar- inn 'heimsfrægi, Kreisler, sem nýkominn er til Banda- ríkjanna úr Evrópuferð, lætur aumlega af ástand- inu í Mið-Evropu, einkum þó í pýskalandi. Telur hann prófessora og listamenn lifa þar reglulegu sultarlífi. Rétt áður en Kreisler lagði af stað frá Lundúnum áleiðis til Ameríku, flutti blaðið London Evening Standard eftirfylgjandi ummæli hans um ástndið, eins og það kom honu'm fyrir sjónir. „Eg dvaldi mánaðartíma í Berlín, og efndi þar tvisvar sinnum til hljómleika. Einkenni skorts og hungurs mæta auganu í hvaða átt, sem litið er ekki sízt meða/1 listamanna. Dæmi til slíks muni ó- þekt með öllu. Margir listamenn lifa hálfgerðu betlara eða ölmusulífi. Hugsið yður annað eins og það, að maður, sem átti til dæ’mis tuttugu þús. punda höfuðstól fyrir stríðið, ásamt góðu heimili, getur nú ekki keypt sér farseðil með strætisvögnunum. pessi stétt líður blátt áfram hörmungar og þó heyrist þaðan sjandan æðruorð. Alt var veðsett, á’.t numið á 'brott, húsgögnin og fötin,, en við þröskuld- inn beið hungur og dauði. Eg heimsótti þar prófess- or í stjörnufræði, heimsfrægan mann, þessvegna má eg ekki nefna hann á/nafn í þessu sambandi. Eg hitti hann hálfnakinn, liggjandi á lélegu kofagólfi. Hvorki ábreiða né sæng, engin skyrta, öll hans klæði voru gömul gatslitin og snjáð kjólföt. Fréttaritari téðs blaðs leytaði upplýsinga hjá Kreisler um það, Ihvort nokkuð væri hæft í því, að fjöldi manna sæti veislur í Berlí», þar sem mál- tíðin kostaði 'hvern einstakling fjögur pund sterling. Svar hans var á iþessa leið: „Eitthvað kann að vera til í þessu, en þá mun það aðallega gilda um Ameríkumenn er þar dvelja, eða gesti þá, sem hingað koma og eru af þýzk-amerísku bergi brotnir. Eg held mér sé óhæt*: að fullyrða, að iþrír fjórðu hlutar þeirra manna, er eyða til muna fé í Berlín séu útlendingar. Sárfáir sannir Þjóðverj- ar mundu voga sér að viðhafa islíka 'bruðlun, eins og ástandi þjóðarinnar nú er farið. Menn þeir, er sak- aðir hafa verið um okurgróða á pýsklandi Ihafa flest ir verið útlendingar. Margir þeirra töpuðu fé sínu eins fljótt og þeir öfluðu þess. í Vínarborg var alt öðruvísi ástatt Hagur fólks •þar hefir breyst ótrúlega til hins betra. Má að miklu Leyti þakka það lánum, er bandamenn veittu þjóð- inni. þó ekki envörðungu, þjóðin hafði fundið að nýju sjálfstraust sitt, og Iþa® verður ekki til pen- inga metið. Fólkið er sparsamt og fer vel með. Sést þar hvergi verulegur vottur hungurs né hörmunga. Almennigur er nú hættur að eyða fé því, er hann átti á laugardagskveld í býtið á mánudags'morgun sökum þess að þá mundi það vera oröið alveg verð- laust. Um það er mér talsvert kunnugt af eigin reynslu." Að loknu samtalinu lét blaðamaðurinn þá skoðun sína í Ijósi, aö ef Þjóðverjar ættu marga talsmenn líka Kreisler út um (heim, mundi þess ekki langt að bíða, að þeir kæmust aftur fjárhagslega á laggirnar. Fjórtán frumskilyrði hamingj- unnar. eftir Dr. Frank Crane. Mannkynið þráir ihamingju fyrst og seinast. Allir vilja vera hamingjusamir. Hér fylgja á eftir fjór- tán hamingjuatriði. Ef til vill fullnægja iþau ekki kröfum allra, en þrátt fyrir þaö eru þau umhugsun- arverð. 1. Vertu eins og þú átt að þér. Náttúran sjálf hef- ir hagað því þannig til að sérhver sá er fylgir lög- um hennar, alla leið frá ketlingi til konungs, hlýtur að vera hamingjusamur. Allir þrá ánægjuna. í hvert sinn, er vér bnjótum náttúrulögin, verða þján- ingar hlutskifti vort. 2. Láttu áhyggjurnar ekki ræna lífsmagni þínu. 3. Starfaðu að einihverju því, sem fólk er viljugt að greiða þér borgun fyrir. Starfið á ekki áð vera bygt á nirfilshugsun, heldur á hinu sanna gildi. Að þjóna öðrum innifelur í sér ihina sönnustu hamingju. 4. Settu þér það mark aö verða hamingjusamur. Abráham Lincoln sagðist ihafa komist að þeirri nið- urstöðu, að flest fólk væri ál'íka hamingjusamt og það einsetti sér að vera. 5. Varastu blekkingar. Ein hættulegasta blekking- in, sú er aöeins veitir augnabliks hamingju, er á- féngi. Á þann öngulinn hafa altof margir hitið, 6. Hamingjufrumlan býr í þér sjálfum. 7. Vertu gætinn í ástum. Elskaðu og varðveittu ástina, jafnt manns og hunds. 8. Leitaðu að hinu rétta umhverfi. Eigirðu ekki heima á þessum staðnum, þá leitaöu að öðrum. Flutn- ingurinn kostar þig ekki mikið. Getirðu ekki breytt U'm verustað, þá skaltu breyta hugarfari þínu. pað er auðveldara að breyta sjálfum sér enn allri ver- öldinni. P. Tefldu djarft. Áhættan leiðir til sigurs. óhult- asta fólkig situr í fangelsinu, líklegast þó ekki ham- ingjusamara fyrir það. .10. Stuðlaðu að hamingju annara, eins og þér frékast er auðið. Sá, sem hélgar líf sitt þeirri göf- ugu 'hugsjón, siglir aldrei iskipi sínu í strand. 11. Fylgdu reglum og lögmáli ihvaða leiks se’m er. Fylgirðu ekki reglunum nýturöu engrar ánægju af leiknum. Enginn maður í víðri veröld vill leika við þig fótbolta ef þú vilt byrja á þriðja holtanu’m í stað þess fyrsta. Sama reglan gildir á hvaða sviði lífs- ins sem er. 12. Láttu ekki hafningjuna fara fram hjá þér. Finnirðu hana ekki í dag, er vafásamt hvort hún bíður eftir þér til morguns. 13. Vertu í samræmi við sjálfan þig. Hlýddu rödd samviskunnar og láttu hana vera leiðtoga þinn. Eng- inn sá, er breytir illa, getur orðið hamingjusamtír. 14. Settu þig í samband við Guð. ÞaS skiftir minstu í hvaða formi þú tiLbiður hann. Láttu hann verða ríkjandi aflið í lífi þínu. Kunnirðu ekki aö tilbiðja hann, geturðu lært það, eins og aðrir, sem á undan eru gengir. — Yfirlýsing. Herra ritstjóri Með því að þér hafið gert að umtalsefni í blaði yðar nr. 7 tþ.á., fjárhagsfyrirko’mulag Sambands- safnaðar og þér fullyrðið í því sambandi, að safnað- arlimir hans, sem “naumaist öfðu “í sig og á,” voru að leggja fram fé af sinni fátækt til styrktar stofn- un, sem þeir áttu ekki minstu vitund í né rétt til og eiga ekki enn í dag, að því er séð verður,” þá þykir oss hlýða að gefa efti'rfarandi upplýsingar í því máli: pessi staðæfing er að öllu leyti röng. Eigna- réttur isafnaðarins fyrir kirkjunni og prestshúsinu ásamt lóðinni, er Heimskringlubyggingin-stendur á, alt á horni Banning St. og Sargent Ave., er með þeim hætti er alment er í fylki þessu, og yður, herra rit- stjóri, er væntanlega ekki ókunnugt u'm. Lánveit- endur safnaðarins hafa enn eignarbréfið fyrir lóð- inni undir sínu nafni með þeim skilyrðum, að þegar skuldin borgast eða hvenær er söfnuðurinn óski þess, sé eignairbréfið skrásett í nafn safnaðarins, en hann gefi þá aftur veð (mortgage) í eigninni fyrir skuld- inni eða eftirstöðvum hennar. Söfnuðurinn hefir kosið það fyrirloomulagið, se'm nú er, af þeirri á stæðu, að honum þótti að öllu leyti þægilegra að þurfa ekki að fá einstaka menn til þess að taka á sig ábyrgð með veði (mortgage), sem óhjákvæmilegt hefði reynst, ef veðskrásetning hefði farið fram. Winnipeg, 16. febrúar, 1924. Safnaðarnefnd Samibandssafnaðar, M. B. Halldórsson. P. S. Pálsson. S. B. Stefánsson. H. Pétursson. Steindór Jakobsson. F. Kristjánsson. Jón Ásgeirsson. Athugasemd.—petta haggar ekki að neinu leyti því. stm í grein vorri stóð og verið er að mótmæla í ofanskráðri yfirlýsingu. Vér staðhæfðum að eins, að á landeignaskrifstofunni í Winnipeg væri ekkeit skrásett Cné heldur er það nú), sem sýni, að Heims- kringlufélagið, eða Sambandissöfnuðurinn í Winni- peg, eigi nokkurt tilkall til þessara eigna, eða eins og stendur í tilvitnuðum orðum í yfirlýsingunni, "að því er séð verðu'r”. En yfirlýsing safnaðarnefnd- arinnar staðfestir ákveðið það, sem vér héldum Eimskipa Farseðla CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS BEINAR FERÐIR MILLI BRETLANDS OG CANADA Ef þér ætlið að flytja fjölskyldu yðar, frændur eða vini til Canada, þá skul- uð þér gæta þess vandlega að á eimskipafarseðlinum standi CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS Það nafn tryggir yður beztu afgreiðslu, sem Kugsast getur. Eimskip vor sigla meö fárra daga millibili frá Glasgow og LiverpOol beint til Canada. Umboðsmenn vorirmæta íslenzkum farþegjum í Leith og fylgja þeim til Glas- gów^þar sem fullnaðarráðstafanir verða gerðar. Skrifið til H. S. BARDAL, 894 Sherhrook Street, eða W. C. CASEY, Gcneral Agent Canadian Pacific Steamships, 364 Main St., Winnipeg, Manitoba Sonur þinn og framtíð hans. Enginn unglingur lætur sér til hugar koma að hann verði undir í lífs baráttunni Œsk- an er þrungin af vonum, en vonin útaf fyr- ir sig, er ekki fullnaegjandi. Ef þú þráir að drengurinn þinn verði sjálfstæður, flestir þrá það, þótt færri nái því takmarki, þá skaltu kenna honum í æsku að spara eitthvað af hverjum dollar er hann kemst yflr. Sáveguiinn leiðir til fartældar THE ROYAL BANK O F CANADA Höfuöstóll og i viölagssj. .. $41,000.000 Allar eignir. . . . .. . ... $519,000,000 fram, þar sem sagt er, að lánveit- endur safnaðarinis hafi enn eign- arbréfið fyrir eignum þei'm, sem um er að ræða, í sínu nafni. En það er ekki rétt, sem safnaðar- nefndin; staðhæfir í yfirlýsing- unni, að þetta sé “með þeim hætti, semj al'ment er í fylki þeesu”. Sé að eins um lán að ræða, þá er það alls ekki alment, að lántakandi afsali sér eignarréttinum, jafnvel ekki um stundarsakir. Það, sefm alment tíðkast, er, að engin breyt- ing eigi sér stað, að því er eign- arréttinn snertir, heldur heldur ilántakandi honum áfram óskert- um, en gefur lánveitanda pant (mortgage) í eigninni. Sam- bandssöfnuður í Winnipeg hefir aldrei fengið eignarrétt fyrir eignum þeim, sem hér er um að; ræða. Lóðirnar, sem um er að ræða í þessu sa'bandi, eru á norð- vestur horninu á Banning Str. og Sargent Ave. í Winnipeg og eru fjórar að tölu. Númerin á iþeim þeim lóðum eru 36, 37, 38 og 39. Hornlóðin er nú'mer 36. Mr. Wil- liams varð eigandi að þeriri lóð, samkvæmt afsalsbréfi (Trans- fer), ;ekki frá Sambandssöfnuðin- um eða Heimskringlu félaginu, heldur frá Harris Lawver Ðm- mert, dagsettu 15. júlí 1921 og skrásettu 18. júli það sama ár. Samkvæmt því afsalsbréfi borg- aði Mr. Wiilliams $3,COO.OO fyrir þá i’.óð, og á því aifsalsbréfi er eið- fest vottorð (affidavit), sem Hannes Pétursson hefir gert sem “agent” Mr. Williams, að lóð þessi ásamt öllum byggingum og öllum u'mbótum, sé að eins $3,000 virði. Sama er að segja u'm hinar lóð- irnar, númer 37, 38 og 39, að Mr. Williams fékk ekki eignarrétt sinn á þeim frá Samlbandssöfnuð- inu'm, heldur frá John Wood Wil- son, samkvæmt afsalsbréfi frá 15. júlí 1921, skrásettu 18. júlí það sama ár. 'Samkvæmt því afsalsbréfi borg- aði Mr. Williams $2,650 fyrir þær lóðir, og er eiðfestur vitnisburð- ur Hannesar Péturssonar, sem “agent” Mr. Williams, á því eign- arbréfi um, að lóðirnar ásamt öll- um byggingum og umbótum, sem á þeim eru, iséu að eins $2,650.00 virði. Það er því svo að sjá, sem Mr. Williams hafi eignast þessar lóðir, áður en nokkuð var á þeiin 'bygt, og höfðum vér iþví algjörlega rétt fyrir oss í grein vórri. Sam- bandssöfnuður hefir aldrei íhaft eignarrétt fyrir þessum lóðum og hefir ekki enn í dag. Söfnuðurinn hefir ekki einusinni “Caveat” skrá- giett á landeigna skrifstofunni, til þess að sýna, að hann hafi nokk- urt tilkall til þessara eigna. Hafi Mr. Williams, sem umboðs- maður Únítara félagsins í Boston átt lóðir þessar allar, áður en nokkuð var á þeim bygt; hafi hann svo að 'mestu eða öllu leyti lagt til peninga þá, sem til bygginganna þurfti, er þá ekki nokkuð kátbros- legt að tala um, að þetta sé lán, ekki sízt þar sem safnaðarnefnd- in gefur fylliOega í skyn, að hvorki söfnuðurinn né heldur nokkur eða nokkrir safnaðarmeðlimir Sam- bandsSafnaðar séu ábyrgðarfullir ir fyrir borgun þess? Það væri nær að segja, að Mr. Williams gæfi söfnuðinum tækifæri á að kaupa þessar eignir fyrir eitt- hvert ákveðið verð, ef söfnuður- inn hefir annars nokkuirn skrif- legan bindandi samning við Mr. Williams, og er næsta eftirtekta- vert, að safnaðai'nefndin stað- hæfir ekki, að Sambandssöfnuðu'' hafi nokkurn slíkan lagalegan samning. Og þar sem Mr. Wil- liams hefir að eins eitt eignar- bréf (certificate of title) fyrir öllum þessum eignum, þá virðist helzt, að úr þessu verði eitt að ganga yfir Heimskringlu og Sam- bandssöfnuðinn sem iskjölstæðinga Únítara félagsins í Boston, því það er helzt svo að sjá, sem þau hafi orðið sameiginlegs “láns” aðnjótandi þaðan.—Ritstj. Bréfakaflar Ur gömlum minnisblöðum. -------Nú verð eg að segja þér frá því, sem fyrir mig bar fyr- ir skömmu síðan. Það er eins og ‘mig hafi dreymt það, þó var eg víst vakandi. Eg var staddur við eitthvert vatn eða sjó. Golan rök og svöl, AMERICAN ÍSLAND til CÁNADA um Kristjaníu eða K. höfn til Halifax, N.S. 6. mar., ‘Frederik III’ 20. mar., 3. apr., 15. og 29. maí, 3. júl. Næsta dag frá Kristj. Er þér sendið ættingjum yðar á íslandi fyrirfram greidda farseðla, þá verið vissir um að þeir hljóði upp á Scandinavian American Eimskipafélagið —eða Canada siglinngasambönd þess. Stór skip, með allra fullkomnasta útbúnaði. Yfir 40 ára æfing í fóLksflutningum. Úrvals fæði, ibúið til af reglulegum séfrræðingum. Leitið upplýsinga hjá járnbrautar eða eimskipa umboðs- mönnum, eða skrifið til aðal skrifstofu vorrar. Scandinavian-American Line, 123 S. Tlhird St., Minneapolis 1

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.