Lögberg


Lögberg - 21.02.1924, Qupperneq 6

Lögberg - 21.02.1924, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. FEBRÚAR 1924. Eg held því sem eg hef 22. KAPITULI. Eg skifti um nafn og atvinnu. “Mig verkjar í augun, að sjá sólina skína á svona mikið af köldu stáli,“ sagði eg. “Leggið þið niður vopnin, herrar mínir, leggið þið niður vopnin. Má ekki einn sjófarandi vera við jarðarför annars, án þess að iþyrpst sé utan um hann til svona og honum sýnd þessi éslköp af eggjárni? Ef þið vilduð líta í kring um ykkur, gætuð þið séð að eg kem aleinn tiil þess að vera við þessa útför.” peir létu sverðin og sveðjurnar síga smáím sam- an, færðu sig ögn fjær, skirptu, i’nreyttu úr sér blótsyrðum og hlógu. Maðurinn í svörtu fötunum með silfurborðunum gerði ekkert nera brosa þýtt og raunalega. “Dattstu ofan úr skýjunum?” spurði hann. “Eða kcmstu upp úr sjónum?” “Eg kom úr sjónum,” sagði eg. “Skipið mitt fórst í ofviðrinu í gær. Þessari skel ykkar hefir reitt betur af.” Eg benti með hendinni á þrjú hund- ruð smálesta skip iþeirra, sneri svo upp á efrivarar- skeggið og stóð og horfði á það. “Var þá skip þitt svona stórt?” spurði Paradís, en i'.ág aðdáunaróp blönduð með blótsyrðum heyrð- ust úr hópnum. “Það var feykilega stórt þríþiljað skip,” sagði eg og stundi af isöknuði eftir skipið, sem var farið. pað varð stundanþögn og þeir horfðu allir á mig. “Það ihefir þá verið stórt spánverskt skip,” sagði Paradís með hægð. “peir ,sem voru á því í gær, ihvílla nú á hafs- botni,” hélt eg áfra'm. “ög því er ver, að þrjú hund- ruð þúsund pesetra í gulli, þrjú þúsund silfurstang- ir, tíu körfur af perlum, ótölulega margir gimstein- ar og gullofð og isilfurofið klæði er líka á sjávar- botni. Já, það var nú fengur, þegar við náðum því skipi.” peir sitóðu á öndinni af undrun. “Alt á hafs- botni?” sagði Rauði Gil og horfði ágirndaraugum út á sjóinn. “Ekki einn einasti peningur eftir, ekki ein perla?” Eg hristi höfuðið og stundi þungan. “Fjár- sjóðirnir eru tapaðir,” sagði eg, “og sömuSeiðis mennirnir, sem öfluðu þeirra með mér. Eg er for- ingi, sem hefir hvorki menn né skip, og þið eruð vin- ir 'mínir að mér skilst foringjalausir. Það er auð- velt að sjá, hvað á ibezt við ihér.” Þeir gláptu á mig, steinhissa, svo heyrðust sjaldgæf iblótsyrði. Rauði Gil hló hátt og vonzku- lega og Spánverjinn horfði á 'mig eins og ljón, sem er reiðubúið að stökkva á bráð sína. “pú vilt þá verða kafteinn oikkar?” sagði Paradís, tók upp aðra skel og hélt á henni í Ihendinni, sem var smáger eins og kvenmanns hendi. „Þið gætuð sannarlega leitað lengra og haft verra upp úr krafsinu,” sagði eg og fór að raula lag. “Eg er Kirby,” sagði eg, þegar eg var búinn með lagið, og beið svo til að sjá, hvaða áhrif þetta hefði á þá. í tvær minátur heyrðist ekkert ne'ma brimgnýr- inn og gargið í fuglunum; svo alt í einu æptu þessir hálfnöktu þorparar “Kirby!” Leiðtogarnir þrír tóku ekki undir með þeim. Sá þeirra, sem hafði út- lit og látbragð herra'mánns, hneigði sig djúpt fyrir mér og sagði með sínum mjúka rómi: “Hittu’mst beilir, göfugi kafteinn. Þú sjálfsagt 'manst eftir mér; eg var með þér i Maracaibo, þegar þú söktir skipunum þar. Síðan eru liðin fimm ár, en sa'mt sýnist mér þú vera tíu árum yngri og þremur þuml- ungum hærri, en þú varst þá.” „Eg lenti einu sinni við Lucayas,“ sagði eg, „og fann þar lífslindina, sem De Leon leitaði að. Vatn- ið í henni hefir undarlegan kraft. Þótt það gefi rnanni ekki eilífa æsku, endurnýjar það mann samt.” “Það er sannarlega máttugt lífsins vatn,” svar- aði hann, enn með sama þunglyndissvipnum. “Eg sé að það hefir gert augu þín, sem voru svört, grá.” “pað hefir þann undra kraft,” mælti eg, “að það getur breytt svörtu í hvítt.” iMaðurinn í kvenmannskápunni ruddist nú fram. “Þetta er ekki Kirby!” öskraði han. “Hann er ekki Kirby fremur en eg! Eg sem sigldi með Kirby frá Sumareyjunum til Cartagena og aftur til ibaka! Hann er svikari og eg skal skera úr ihonum hjartað.” Hann æddi að mér með langa sveðju í hendinni og eg dró sverð mitt í einu vetfangi. “Er eg ekki Kirby, hundurinn þinn?” sagði eg og rak sverðið í gegnum herðarnar á honum. Hann datt niður og félagar hans ruddust fram með ópum og óihljóðum. “Hafið þið þolinmæði, góðir hálsar!” sagði Paradís og brýndi raustina; það var gletnissvipur í augum hans. “Það er satt að sá Kirby, sem bæði eg og vinur okkar, sem þarna liggur. sigldum með, var fremur lágur vexti og svartur á brún og brá eins og hrafn, hann hafði líka ör yfir þvert andlitið eftir högg, se?m hafði tekið í burtu nokkuð af vör- inni á honum og efri helminginn af öðru eyranu. pessi rnaður, sem kemur hér og segist vera Kirby, -hefir engin af einkennum hans. Eri við erum sann- gjarnir og til með að láta sannfærast. “Hann skal mega sannfæra þessa,” öskraði Rauði Gi'! og hristi sveðjuna. Eg sneri mér að Ihonum og sagði: “Og ef eg skyldi geta gert það, hvað þá? Og hvernig fer, ef líka skyldi yfirbuga sverð þitt, Spánverji góður, og þitt, 'minn svartklæddi og silfurlagði herra?” Spánverjinn horfði á mig. “Mitt sverð var allra sverða bezt í Lima,” sagði hann. “Með hjálp þess mun eg ekki skifta um skoðun." “Það er bezt, að hann reyni að sannfæra Para- dís; hann þykir ekki vera neinn snillingur með sverð!” hrópaði grafarinn með særða höfuðið. Hinir hlógu að þessari uppástungu, og eg skildi af b’.ótsyrðunum og ýmsu, sem þeir sögðu um vissa staði og tíma, að Paradís myndi ekki vera án orðstýrs. Eg sneri mér að honum. “Er eg Kirby, ef eg Iberst við ykkur alla þrjá, hvern á fætur öðrum, og vinn ykkur alla?” Hann athugaði skelina, sem hann hélt á hugs- andi og brosti. Hann hélt henni upp, til þess að láta Ijósið streyma í gagnum Ihana og svo muldi hann •hana í mél á mílli fingranna. “Já, sagði hann og blótaði um leið til áherzlu. “Ef þú sigrar Rauða Gil með sveðjuna, og hið bezta sverð, sem til var í Lima og Paradís með sitt sverð, þá máttu kalla þig sjálfan djöfuflinn eða ihvað sem þú vilt, og við skullum samþykkja það. Eg lyfti upp hendinni. “Og það verður ekki níðst á mér?” Allur þorparahópurinn sór þess dýran eið, sem einn maður, að það skyldu vera að eins þrír á móti einum. peim fanst nú þetta vera góð skemtun, betri en nautaat eða bjarnarat. Sjómenn, hvort sem þeir eru heiðarlegir menn eða verstU' fantar, eru 'barna- T.egir í sér og það er auðvelt að hafa áhrif á þá og auðvelt að gera þeim til geðs. Tilfinningar þeirra eru eins og vindurinn, fljótar að snúast, stundum æða þær eins. og fellibylur og stundu'm verða þær eins og léttasti vorblær. Eg hefi séð skipsöfn, sem var komin á fremsta hlunn með að gera uppreisn móti yfirmönnu’m sínum, snúast og verða að frið- sömustu mönnum út af ofurlitlu atviki, þangað ti'l að þeir breyttust aftur eins og vindurinn. Svo var og með þessa menn, þeir mynduðu hring á hvítum • sjávarsandinum. Sumir krupu á'kné, aðrir húktu og enn aðrir stóðu. Hendur þeirra, sem hefðu átt að vera blóði litaðar, voru spentar utan um hné þeirra eða studdust á mjaðimir þeim. Andlit þeirra voru öll eitt stórt bros og í augum þeirra, sem höfðu séð marga voðasýn, var ánægjulegur vonarsvipur, eins og á áhorfendum í leikhúsi, sem bíða þess að leikendurnir birtist á sviðinu. “1 raun réttri er engin ástæða til, að við látu'm þetta eftir þér,” sagði Paradís. “En það styttir tím- ann. Við sku'lum berjast við þig, hver á eftir öðrum.’’ “Og ef eg sigra?” Hann hló. “pá hefi eg drengskaparloforð um að þú skalt verða Kirby og foringi okkar. Ef þú tapar, skiljum við þig eftir Ihér þar sem þú stendur, og látu'm máfana grafa þig." “Eg geng að því,“ sagði eg og dró sverð mitt. “Eg fyrst,” hrópaði Rauði Gil. “'Og sem eg er lifandi maður, skal það duga.’’ Hann sveiflaði sveðjunni um leið og hann tal- aði, svo það sást blár hringur í iloftinu. í höndum hans varð vopnið að barefli, sem var voðalegt á að líta, en í rauninni ekki eins hættulegt og það sýnd- ist. Enginn algengur skil'mingamaður hefði getað staðist árásir hans, en eg var ekki einn Ihinna al- mennu, iMaður getur kannast við ófullkomleika sína í einu og öðru og samt vitað um yfirburði sína í einu eða tvennu, án þess að ’hafa of mikið sjálfsálit. Eg hefi ávailt kunnað vel að beita sverði, og það hef- ir ávalt hlýtt vilja mínum. par að auki sá eg hana, meðan eg barðist, eins og eg hafði séð hana síðast, þar sem hún hallaði sér upp að sandbakkanum, með dökka hárið hálffléttað hrynjandi niður um brjóst hennar og niður undir hnén. Augu hennar voru stöðugt í huga ’mér og eg fann snertingu handar hennar enn á vörum mínum. Eg barðistvel. Þögn- in, sem fylgdi á eftir hlátrum og blótsyrðum áhorf- endanna, bar vitni u'm það. prælmennið, sem eg áitti að berjast við, sogaði í sig loftið í stórum gusum. Hann var óþokkamenni, sem hvorki var hæft tii! þess að deyja né lifa, ekki þess verður, að vera veginn 'með sverði heiðarlegs manns. Eg rak hann í gegn eftir ofurlitla stund, án þess að finna til nokkurs minsta samvizkubits og með ánægju yfir því, að vera búinn að ljúka af ó- þverraverki, rétt eins og hann hefði verið hundur. Hann féll og nokkru síðar, er eg var að berjast við Spánverjann, fór sál hans í víti það, sem svo lengi hafði beðið hans gapandi. Félögum hans fanst ekki 'meira tíl um dauða hans, en honum myndi hafa fundist um dauða þeirra. í augum hinna tveggja leiðtoganna, sem vildu verða, var hann keppinaut- ur, sem nú var rutt úr vegi, og hinum, sem horfðii gapandi á ileikinn, þótti skemtunin ekki ihóti verri, þótit hann færi veg allrar veraldar. Eg var í augum þeirra orðinn betri maður en Rauði Gili—það var alt og sumt. Spánverjinn var hættulegri mótstöðumaður. Bezta sverðið í Lima var nokkuð, se?m betra var að lítilsvirða ekki um of; en Lima er lítil borg og sverð- in þar verða hæglega talin. Sverð það, sem um þrjú undanfarin ár hafði verið talið állra sverða bezt um öll Niðurlönd, var 'meira en jafningi þess. En eg var hálf máttvana af hungri, svo að munurinn var ef til vill ekki svo mikill þess vegna. Eg særði hann ofurlítið og rétt á eftir gat eg afvopnað hann. “Er eg Kirby?” spurði eg og rétti sverðsoddinn fyrir brjóst honum. “Já, auðvitað, senor,” sagði hann með ólundar- legu brosi og leit á blikandi blaðið. Eg lét sverðið síga og við hneigðum okkur hver fyrir öðru'm. Svo settist hann niður á sandinn og fór að reyna að stöðva blóðrásina úr sárinu. Ræn- ingjahópurinn skeytti honum ekkert og fór aftur að horfa á mig í staðinn. Eg var nú orðinn meiri mað- ur en Spánverjinn. Maðurinn í svörtu fötunum með silfurborðunu'm stóð nú upp, fór úr úlpu sinni og braut hana vand- lega saman. Hann lét fóðrið snúa út, svo að sand- urinn ekki skemdi flauelið. Svo dró hann sverð sitt úr slíðrum, leit á það með ánægjusvip og beygði blaðið á því þangað til oddurinn og ihjöltun næstum mættust. Síðan hneigði hann sig fyrir mér. “Þú ert búinn að berjast við tvo og hlýtur að vera orðinn þreyttur,” sagði hann. “Viltu ekki hvíla þig áður en við byrjum, eða verður hvíldin langa, sem þú færð á eftir, þér næg?” “Eg mun hvíla 'mig á skipi mínu,” svaraði eg; “og vegna þess að eg vil hraða mér að komast burt, skulum við byrja ^trax.” Við vorum ekki fyr byrjaðir, en eg fann að eg 'mundi þurfa að beita allri kunnáttu minni, öllu mínu snarræði og þori og öllum mínum kröftum. Hér hafði eg mætt jafningja 'mínum, og hann var ó- þreyttur en eg var þreyttur. Eg beit saman tönn- unum og bað af öllu hjarta, að mér auðnaðist að sigra; eg setti andlit hennar mér fyrir hugarsjónir og hugsaði um það, hve voðaleg yrðu örlög hennar, ef eg dygði ekki nú, og eg barðist betur en hafði bar- ist nokkru sinni áður. (Bri'mhljóðið varð að voða- legum gný í eyrum mínum, og sólskinið varð svo bjart, að eg gat ekki þolað það; bláloftið, sem var fyrir ofan mig og alt u'm kring, sýndist alt í einu vera komið við fætur mér líka. Við vorum að berj- ast í loftinu og mér fanst, að við hefðum barist svona 'marga mannsaldra. Eg vissi það, að hann gerði ekkert lag með sverðinu, sem eg gat ekki kom- ið af mér, enga sveiflu, sem eg gat ekki séð við í tíma. Augun í 'mér voru fljótari að sjá, en- þau höfðu nokkurn tíma áður verið, heilinn fljótari að skilja og hendurnar fljótari að framkvæma; en það var eins og að það væri einhver annar en eg sjálf- ur, sem væri að berjast, en eg væri langt I burtu, í Weyanóke, í garðinum prestsins eða í draugaskóg- inu'm, allsstaðar annarsstaðar, en þarna á sandeyj- I unni. lEg heyrði hann bölva í hálfum hljóðum, og augun urðu, að mér sýndist, bjartari í andlitinu, sem stóð mér fyrir hugarsjónum. Eg barðist fyrir hana, með öllum lífs og sálar kröftum, eins og hún hefði elskað mig. Hann bölvaði aftur, og mér hló hjarta í barmi. Brimhljóðið varð nú lægra, og eg fann hina kæru jörð undir fótunum á mér. Eg þreytti hann s'mátt og smátt, á því var enginn efi. Hann dró ótt andann og svitadropar stóðu á enninu á 'hon- um, en eg dró enn þá að sækja á. Hann lagði til mín með sverðinu eins og fimtán ára gamall drengur, og eg brosti um leið og eg bar af mér lagið. “Hvers vegna endarðu ekki þetta?” spurði hann móður. “Ljúktu við það og megi fjandinn hafa þig!” “Eg isló sverðið úr hendi hans svo hart, að það sentist alla leið yfir næsta sandhólinn. “Er eg Kir- by?” mælti eg. Hann hröklaðist aftur á bak í sand- inn og lá þar lafmóður og studdi hendinni á síð- una. “Kirbý eða djöfull,” svaraði hann. “Hafðu það eins og þér þóknast. Eg sneri mér nú að hinuvn þrjótunum, sem voru í uppnámi yfir þessu. “Ýtið bátunum á flot, einir sex af ykkur!” skipaði eg. “Nokkrir af hinum geta tekið hræið þarna og kastað því í sjóinn. Gullið, sem þið finnið á því, er ykkar fyrir fyrirhöfnina. Þú þarna með særðu öxlina, þú ert ekki hættulega særð- ur. Eg lækna sárið ’með itíu gullpeningum úr hlut kafteinsins, næst þegar við tökum skip.’ Hinir ráku upp óp til sámþykkis skipun minni, sem stygði upp sjófuglana. Þeir, sem fyrir ofurlít- illi stundu hefðu verið reiðubúnir til þess að Slíta mig sundur li*m fyrir lim, fögnuðu mér sem foringja sínum. Eg spurði ekki sjálfan mig að því hversu fljótt þeir gætu breytt um hugarfar aftur og orðið eins og þeir voru fyrst. Svartklæddi maðurinn var nú búinn að ná sér aftur og orðinn rólegur. ,JHefir iþú ekkert verk, sem þú getur heiðrað ‘mig með gofgi kapteinn," spurði hann með þýðum ásakandi rómi. „Ertu búinn að gleyma hversu oft þú fólst mér verk í hendur áður fyr á betri dögum, þegar hár þitt var svart?“ ,,Nei, enganvegin herra Paradís,*' svaraði eg kurteislega. ,yEg kýs 'mér fylgd þína og herramanns- ins frá Líma. Þið skuluð fara með mér og sækja fé- laga mína. pessir þrír skulu fylgja okkur: sá með særða höfiðið, sá með fellingarkragan, se'm eg verð að segja að fari honum einkarvel, og sá með særðu öxlina.“ „Félaga þína?“ sagði Paradís mjúklega. „Já“ svaraði eg eins og ekkert væri um að vera. „Þeir eru þarna hinum 'megin við oddan og verma sig þar................................ Upptýningur. pað hafa imargir verið að spyrja mig hvort eg væri orðinn klumsa, eða hvort það stæði í 'mér bein, en það er hvorugt. Ástæðan fyrir því að ekkert heyrist til mín, er sú, að flest, sem eg yrki nú ií elli minni er svo háfleygt, að mér finst það ekki eiga heima í fréttablöðu'm innanum allskonar hégóma. Samt eru heiðarlegar undantekningar, og ef eg get reitt eitthvað saman, þá er heiðruðum kjósendum ekki of gott að verða aðnjótandi þeirrar blessunar, sem iþað Ihefir í för með sér. , Heimspeki. Að njóta lífsins gæða er náttúrunnar þrá og nota tímann 'meðan að við lifum, þó að maður drekki og stansi stúlku hjá iþað stendur ekki neinum fyrir brifum. .S’iglingavísa. Ath. Eg var staddur uppi á einu afarháu húsi, og sá þessa siglingu niðri á gangstéttinni, en gat ekki áttað mig á henni fyrir hraðanum Litla stund ef stæði hún kyr Stefnið mundi eg þekkja Hleypir undan hægu’m byr Hraðskreið tundur-snekkja. I fjósinu. Hempan rauða hræðir þig Heimskur bolakálfur Ættir þó að þekkja mig og þú ert rauður sjálfur. Hringurinn. Um þig má eg mynda nú Mærðar þvingað stefið Flónið s'máa fyrst að þú Fékkst þér hring í nefið. ...Kaup — kaups. pessar vísur komu einu sinni fram á leiksviðið, en illa úr garði gerðar, eg býst ekki við að fyndnin sé mikil í þeim, en svona vildi eg iláta prenta þær. \ ! Orkti kisi orðaleik. „Aldrei eg því gleymi Mér finst vera músasteik iMisjafnt skift í hei'mi.” Mús í holu hlýddi á, „Hætt er oft við slysi, Músasteikar fy.lli fá Fleiri en eg og kisi." —i—t----'— -----—i— Valentine. Á stagbættum görmum u'm 3trætið eg gekk, og stillingar gætti. En titring í hjartað og taugarnar fékk, því tískunni eg mætti. Áfram hún tifaði ungleg og frjáls á örmjóu'm “pinnum”. í gagnsæu pilsi með gullband um háls, og glundroða í kinnum. En það sem var skrítnast og það sem var best að þetta var kona. Með leiftrandi augum — á litmynd það sést Hún leit til 'mín svona. Ath. Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka getur myndin ekki birst að þessu sinni, en vonandi verður bætt úr því seinna ef ekki rignir —t—t------------—.— Það minti á Jónas. Og þegar úr brúsanum þrotið var alt, Eg þarna lá fallinn í valnum Og inni var myrkur en mér var ei, kalt pað minti á Jónas í hvalnum. Pólitíkusinn. Mér geðjast ekki iþessi þóttasvipur né þetta glott eg kann ei heldur við 0g eitt er víst, að ihann er galilcgripur, sem galla sótti í vþriðja og fjórða lið. En hitt er rétt að hann er nógu lipur við höfðingjana og 'blessað kvenfólkið. Eg trúað gæti í þenna hærða haus, að heilan vanti og þar sé skrúfa laus. Ath. Þess vil eg geta að enginn landi er meng- aður með þessu, þó ólíklegt sé. Ath. Eg var að skoða ’mynd af gömlum félaga frá fyrri árum (nýlega) og kastaði þessu fra'm: Forðum var hann magur og vnjór mörgum finst það skrítið. Skrokkurinn er nú svo skratti stór, að skinnið er orðið of lítið. Nú býst eg við að nóg sé komið af svo góðu K. N. BLUE GIBBON TEA. Því að greiða hátt verð, þegar BLUE RIBBON, bezta te sem til er í þessulandi eða nokkru öðru fæst fyrir hvert pund LANDVINNUFDLK UTVEEAD ÓKEYPIS ADSTOÐ ER BÆNDUM NÚ í TJE LÁTIN ----AF---- Canadian National Railways INNFLUTNINGA OG UMBÓTA-DEILDINNI StarfssvlS delldar þessarar er nú 6Cum aS breiðast út i Vestur-Can- ada og áherzla er lögS á að hún verSi almenningi sem notadrýgst; og I gegn um umboiSsmenn slna I Austur-iCanada, á Bretlandi, í Noregi, Svl- þjóS, Danmörku og öðrum Evrópu Jöndum, verður hún þess megnug að fá margt fólk til þess a8 flytja búferlum til Canada, bæCi karla og konur, sem innan lítils tlma munu verSa aö gótSum búendum. .Stærsta hindrun- in ao undanförnu fyrir slíku fólki hefir veriS atvinnu-óvissan er hingaB kom, og bændur geta bætt úr þessu meC þvl aS rá$a vinnufólk sitt gegn um irmflutnings deild vora, og helzt til HEILS ÁRS. ASstoS deildarinn- ar er ókeypis, og engin fyrirfram borgun er heimtuS upp I farbréf þessa vinnufólks eSa fyrir aðra aSstoð. Allar upplýsingar eru til þ°ss ætlaSar aS aSstoSa þá innflytjendur er atvinnu þarfnast þegar i staS. HVER NÝR LANDTAKANDI LJETTIR YDUR BYRDINA ADDIK C.N.R. AGENTAR HAFA NAUDSYNDEG EYDUBI.ÖD OG TAKA PANTANIR UM VINNUFOUK, eða skrtfið D. R. JOIINSON, R. O. W. LETT, General Agricultural Agent General Agent, WINNIPEG HDMONTON. Coionization and Development Department RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RIÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.