Lögberg - 06.03.1924, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. MARZ 1924
Eg held því sem
eg hef
Hún lét sandinn renna gegn um greipar sínar
hægt og hægt. “pú veizt, að eg vildi Iþað ekki,” svar-
aði hún. “Ekki þó eg ætti að deyja í nótt. En að-
eins—” Hún sneri sér frá mér og leit út á
hafið. Eg gat ekki séð andlit heijnar, heldur aðeins
hárið og brjóst hennar, sem bærðist upp og niður.
“Hendur þínar litast ef til vill )í 'blóði mínu; en
dauði þinn mun hvíla á sálu minni,” mælti hún.
Hún sneri sér enn meira undan og bar hendina
fyrir augun. Eg stóð upp og 'beygði mig niður yfir
hana, iþar til eg hefði getað snert höfuð hennar með j
~Vörum mínum. “Jocelyn,” mælti eg.
Grein af tré, hlaðin með gulum ávöxtu'm, féll
niður við hlið okkar og Carnal lávarður kom út úr
skóginum með fangið fult af marglitum blómum.
“Eg kom aftur, til þess að leggja fyrstu ávexti okk-
ar við fætur þínar,” mælti hann og Íhíorfði á okkur
bæði. “pað er gjöf eins vesalings fanga til annars.”
Hann lét blómin falla niður í kjöltu hennar. “Viltu
skreyta þig með þeim? pau eru næstum því eins
fögur og eg get óskað mér að þau væru.”
Hún snerti blómin, eins og henni stæði á sama
nm þau, og sagði að þau væru falleg. Svo stóð hún
■upp og lét þau falla niður í sandinn. “Eg skreyti mig
ekki með öðrum blómum en þeim, sem maðurinn
minn safnar,” sagði hún.
Rödd hennar var þreytuleg og raunaleg og tár
stóðu í augurn hennar. Hún hataði hann; en hún
elskaði mig ekki; en samt varð hún stöðugt að leita
minnar hjálpar. Vikujn saman hafði hún staðið
andspænis dauðanum og horft óhrædd ofan í djúp-
ið, sem gein við fætur hennar.
“Þér vitið, lávarður góður,” mælti eg, “í hvaða
átt séra Sparrow fór með mennina. Viljið þér fara
á eftir þeim og segja þeim að koma? Sólin er óðum
að lækka og bráðu’m kemur myrkrið.”
Hann leit af henni á mig ygldur á brún og njeð
sa’manbitnum munni. Hann beygði sig niður, tók
blómin upp og reitti þau sundur ögn fyrir ögn með
hægð, Iþar til krónublöð þeirra lágu um allan sand-
inn.
“Eg er orðinn þreyttur á bænum, sem eru ekk-
ert annað en þægilega orðaðar skipanir,” sagði
hann með hásum rómi. “Farðu og sæktu menn þína
sjálfur, ef þú vilt. Hér hefir þú ekkert vald yfir
'mér og eg hreyfi mig ekki. Eg verð þar, sem kon-
ungurinn myndi vilja að eg væri, við ihlið hinnar ó-
gæfufiömu konu, sem þú hefir gert að fanga á ræn-
ingjaskipi."
“Þér hafið ekkert sverð, Iherra lávarður,” mælti
eg eftir langa þögn, “og þess vegna getið þér logið,
án þess að taka um leið við afleiðingunum.”
“Þú getur útvegað mér sverð,” sagði hann og
átti erfitt með að hylja ákafa sinn.
Eg hló. “Eg er ekki fús til að aðstoða óvin
minn,” sagði eg. “Og eg mun ekki svifta séra
Sparrow sverði sínn.”
Fyr en mig varði, var hann kominn að mér og bú-
inn að slá mig í andlitið. “Gerir þetta þig viljugri
til þess?” spurði hann og beit saman tönnunum.
Eg greip um /handlegg hans og við stóðum þann-
ig báðir kyrrir, náfölir af reiði og drógum þungt
andann. Að lokum hratt eg honum frá mér og
færði mig aftur á bak. “Eg berst ekki við bandingja
minn,” sagði eg. “Og meðan kona þessi er á skip-
inu með þeim manni, sem á meiri sök á því að hún
er þar heldur en eg, stofna eg ekki lífi mínu í hættu
að óþörfu. Eg mun þola sársauka þenna, sem bezt
eg get, lávarður, þangað til betur stendur á, en þá
mun eg hefna hans vel.”
Eg sneri mér til konu minnar, rétti henni hend-
ina og leiddi hana niður að bátunum, því eg heyrði
að mennirnir, sem voru að safna ávöxtunum, voru
að koma í gegn um skóginn, og þeir sem fóru að
safna eggjunum, sáust álengdar bera við rautt
kvöldloftið, þar sem þeir komu eftir ströndinni. Við
vorum komnir út úr læginu áður en myrkrið var
komið og iþegar tunglið var komið upp leit eyjan út,
eins og silfurhvítt segl undir alstirndum himninum.
24. KAPITULI.
Af! tvennu illu kjósum við það skárra.
Lánið, sem hafði verið með okkur, varaði eklci
lengi; þegar um skifti, varð breytingin mikil.
Veðrið breyttist. Hvert ofviðrið rak annað og
það komu að eins einn eða tveir góðviðrisdagar á
milli. Margoft héldum við, að skipið myndi farast.
Við unnum allir eins og galeiðuþrælar; og skap ræn-
ingjanna versnaði eftir því, sem veðrið versnaði.
Við eltum barkskip í grend við Cuba. pað var
sólskin og sæmilega sléttur sjór, þegar það hóf
flóttann undan okkur. Okkur gekk betur, og það
var ekki míla milli skipanna, þegar ský dró fyrir
sólu. En á næstu mínútu höfðum við nóg að gera
við seglin á okkar skipi.*- Fellibylurinn sigraði bark-
skipið í okkar stað; það sökk og við heyrðum skelf-
ingaróp skipverjanna, þrátt fyrir stormgnýinn.
Tveimur dögu'm seinna börðumst við við stærra skip.
Það var nógu 'heppið til þess að skjóta niður fram-
sigluna á okkar skipí og sigldi svo burt, án þess að
hafa orðið fyrir nokkrum verulegum skaða. Allan
þann dag og næstu nótt var stormur og okkur hrakti
út af réttri leið; í dögun veltumst við á milli stór-
sjóanna. Við komumst af, en þegar vindinn lægði,
lagðist hræðileg þögn, sem ekki ‘boðaði neitt gott,
yfir ulla á skipinu.
Eg skaut á ráðstefnu í stórlyftingunni. Kon-
an mín sat við hlið mér, lagði handlegginn á borðið
og hélt annari ihendinni fyrir augun. Beint á *móti
henni sat lávarðurinn og hafði ekki af benni aug-
un, þótt hann hlustaði á staðhæfingar séra Spar-
rows um það, að þessi hættulegi leikur, sem við ihefð-
um verið að leika, hlyti að taka enda. Diccon, sem
stóð fyrir aftan Ihann, nagaði á sér neglurnar og
horfði á gólfið.
“Hvað sjálfum mér viðvíkur, stendur mér á
sama”, sagði presturinn að lokum. “Eg fyrirlít
þetta líf, en skoða það þó vel þess vert, að það sé
lifað, jafnvel þegar það gengur sem verst, samt sem
áður þegar Guði mínum þóknast, að kalla mig burt
héðan, mun eg fara eins og eg væri að ganga til
hátíða halds. Þú ert hermaður kafteinn Percy bæði
þú og Diccon, og Iþið vitið hvernig þið eigið að deyja.
Þér, herra lávarður eruð og hugrakkur maður, þótt
þér séuð vondur maður. Við fjórir getum drukkið
bikarinn, án mikils kvíða, þótt hann sé beiskur. En
hér með okkur er—” Hin djúpa og hreina rödd hans
brast og varð klökk og hann horfði ofan á borðið.
Skjólstæðingur konungsins tók hendina frá
augum sínum. “Þótt eg sé ekki karlmaður og her-
maður, séra Sparrow,” mælti faún “ er eg sa'mt af-
komandi margra djarfra manna. Eg skal deyja eins
og þeir faafa dáið á undan mér. Og mér sæmir að-
eins einn dauðdagi eins og ykkur.” Hún leit á ’mig
og forosti tígulega.
. “Aðeins einn,” sagði eg.
Lávarðurinn spratt upp úr sæti sínu og gekk
yfir að glugganum, þar stóð hann og sló fingrunum
á gluggaumgerðina. Eg sneri mér til hans. “Herra
lávarður,” mælti eg, “í gærkveldi voru 'menn heyrn-
arvottar að því að þú og Spánverjinn tókuð saman
ráð ykkar með að svíkja okkur.”
Hann Ihrökk við og þreif ósjálfrátt með hend-
inni þangað, sem sverð faans átti að vera, en fann
það ekki. Eg sá, að hann rendi augunum fram og
áftur um lyftinguna, sem hann væri að leita að ein-
hverju, sem hann gæti notað, sem vopn.
“Eg er enn foringi á þessu skipi,” mælti eg.
“Hvers vegna eg læt ekki fleygja yður í sjóinn og
verða hákörlum að bráð, þótt það væri það síðasta
bað, sem eg gæti gefið, er 'meira en eg skil sjálfur.”
Hann keyrði höfuðið aftur á bak og öll faans
gamla ósvífni stóð afmáluð í svip hans. “Eg er ekki
í neinni faættu.” mælti faann drembilega, “og eg vil
minna þig á það, að þú ert óvinur minn og eg er
ekki skyldugur að sýna þér neina hollustu.”
“Eg er ánægður með það að vera óvinur yðar,”
mælti eg.
“Pú skalt ekki voga þér að ráðast á mig,” hélt
hann áfram með sömu ósvífninni. “Ef eg kalla og
gef visst merki, þá koma þeir >á* augnablikinu og
'brjótast inn.”
“Merki!” endurtók eg. “Tundurkúlan hefir þá ver-
ið lögð, og það er aðeins beðið eftir því að hún
springi. Það er þá tími til þess kominn að við förum.
En þegar eg kveð þennan heim, ....................
Kveðja til Sigvalda G. Nordals
undir nafni nokkurra vina hans í Selkirk.
Nú fagna þér með hlýjum hug í kvöld.
sem heiðursgesti og kærum, félagsbróðir,
og endurkalla ótal minja fjöld
frá ykkar fyrri dögum vinir góðir.
pér ga'mlir vinir höndum taka tveim
og telja happ að kominn ert til baka;
þú leitaðir í hreiðrið gamla heim
er hafðir aftur fundið kæran maka.
Pú hefir tekið trygð við þenna bæ
og traustum höndum unnið margt til þarfa,
þar sem brýnust þörfin reyndist æ,
þú varst jafnan fúsastur til starfa.
Við þökkum fyrir fagran tekinn þátt
í félagsstarfi okkar mörgu sinni;
þig vantaði hvorki vilja eða mátt
og vékst ei heldur undan skyldu þinni.
Þín hagsæld ei á arfafé var bygð
og aldrei láns þú skreyttir þig með fjöðrum,
en hefir unnið alla tíð með dygð,
til arðs hjá foæði isjálfum þér og öðrum.
Að skylda sé að launa góðu gott,
við gjarnan vildum hafa reynt að Jsýna
og vonu'm að þú þiggir þenna vott,
sem þóknun upp í starfsemina þína.
J. Schram.
í dögun.
(Eftir “J” í Lögréttu.)
í Vökulok, er ljósið slökt
og leggur föli dagsins spor;
í liðna tímans sæ er sökt
hans söng og stríði,—en “faðir-vor”
er þulið hljó tt við faúmið dökt,
uns heimi dvínar vökuþor.
Svo ríkir nótt, en sefur sveit
við sortans foarm, en til er það,
. að stöku náttbæn, hljóð og faeit,
í himináttir brýzt á stað.
Sá leysi úr, sem lausn þess veit:
á lífið nokkra miskunn að?
Þögn.—Bíðum hægan, vonin veit
hvar veröld ljómar kærleiks glæst,
þótt mörg sé röst og löng sé leit
að landi því, sem blánar fjærst;
en gætu allir eygt þá sveit,
þá óðar mundi á vígin sæzt.
Sú bygð er guðs, þótt göfgi hans
menn gjarnan efi, þá er vist,
að sérhver tegund “syndugs manns”'
án sundurdráttar þar er hýst.
Að sjálfu hjarta sólgjafans,
mun sorgarbarni hverju þrýst.
Um flókin próf og drýldinn dóm,
þeir drtni helga ræðu og sálm,
hann folessi dygga, en reiðum róm
faann reki foreyzka í vos og hálm.
í nót jeg heyrt hef annan óm,
hef æðstan fundið kærleiks málm.
Sá mikli valdur lífs og ljóss
að líkn og mildi’ er öllumí jafn,
og hverju sýli syndar-óss
hinn sama ætlar skut og stafn.
Hann les ei vottorð hnjóðs né hróss,
og fairðir ei um flokk né nafn.
Nú dagar. — Guð eg þakka þér,
að þesisi nótt í landisýn gaf
þá óskafold, sem fegurst er,
því fært mun aftur sama haf.
Og hjartafriðinn færði mér
fain fyrsta nótt, sem efinn isvaf.
Hjá—
HOLLINS WOR TH
Einsdæma kjörkaup á
nýjustu fötum kvenna
Svo sem Yfirhöfnum, Alfatnaði og Kjólum o. fl.
Allra nýjustu gerðir, við ótrúlega lágu verði,
svo þarna getur hver einasta móðir, kona og
meyja, valið úr þeim fínustu vorfötum, sem
hugsanlegt er.
Nýjar Vor-Yfirhafnir
Fagurt snið og fyrirmynd-
ar efni, verð frá
$12.95 til $29.50
Nýir Vor-Alfatnaðir
kvenna úr alull, >Tricotine
Poiret Twills og Sport
Materials, verð frái
$25.00 til $39.50
Nýir Vorkjóiar
úr Canton Crepe, Flat
Crepe, Poiret Twill og al-
ullar Crepes, verð frá
$16.75 til $35.00
Lítil niðurborgun tryggir yður fötin
Vor Tricotine Fatnaðurbar lil bér takið bau‘
á $25.00
HOLLINS W ORTH6C O,
LIMITED
Eitt af vorum Tricotine
Yfirhöfnum á $29.50.
WHsrNIF*EGr
LADIES AND CHILDRENS READY-TO-WEAR AND FURS
386 and 390 Portage Avenue BOYD BUILDING
SVONA MEÐMÆLI
ERU GEFIN TANLAC
“Hefði það ekki verið Tanlac að þakka, væri eg enn veik og hug-
sjúk kona, því ekkert annað sýndist gera mér gott,” segir Mrs.
Edward Gibbs.
Allar auglýsingar í heimi og tiL
raunir til sölu, mundu ekki hafg
rutt TANLAC þá braut, sem nú
er raun orðin á , hefði það ekki
verið fyrir Ihina miklu lækninga
yfirburði þess. Meira en 40 mil-
jón flöskur seldar af Tanlac. Eft-
irspurnin meiri en nokkru sinni
fyr.
Gæði TANLAC sem meðals,
sannast foezt af vitnisfourðum
þeiirra 'mörgu þúsunda, sem hlotið
hafa heilsu sína við notkun þess.
Yfir 100,GOO vitnisburðir Iþafa
verið gefnir, er sanna yfirburði
þá, sem TANLAC hefir.
Hér eru nokkur dæmi af þessum
100,000 vitnisburðum:
Mrs. Edward Gibbe, Lancaster,
Pa.: >— “í tvö ár þjáðist eg aí
stíflu meltingarleysi, er eyðilagði
lífsgleði mína. Tanlac á eg það
að þakka, að vera nú\ komin til
heilsu, því öll önnur meðul brugð-
ust mér.”
Mrs. Mary A. Benson, Seattle,
Wash.: >— “Eftir uppskurð fékk
eg magaveiíki, sem alveg virtist
ætla að gera út af við mig. Loks-
ins tók eg að nota TANLAC, og
fór 'mér þá strax að batna og eg
þyngdist um 29 pund.”
O. E. Moore, Kansas City, Mo.:
“Eg þjáðist í maganum, gat litlu
haldið niðri og þembdist upp af
gasi, ihvað lítillar fæðu, sem eg
neytti. Tanlae kom mér innan
skamms tíma til hinnar beztu
iheilsu.”
Thomas Lucas, Petereboro, Ont-
ario: “Herrar mfnir, þegar eg
byrjaði að kaupa Tanlac, gerði
eg þau beztu kaup, ,sem eg hefi
nokkru sinni gert á æfi minni.
Það gersamlega foygði upp heilsu
mína.”
Mr. og Mrs. Joseph E. Kaake,
Detroit, Mich.: “í meira en ár
voru þrjú foörnin okkar, 2, 4 og 6
ára, svo heilsuveil og máttfarin,
að við vorum orðin sárhrædd um
líf þeirra. pau ihöfðu öll maga-
veiki og saffla sem enga matár-
lyst og voru föl og veikluleg. Og
ekkert gaman sýndust þau hafa
af að leika sér. Undir eins og við
fórum að gefa þeim Tanlac, fór
þeim að -batna, og nú eru þau heil-
brigðustu börnin í Detroit.”
Tanlac fæst hjá öllum ábyggi-
legum lyfsölum. M-eira en 40 mil-
jón flöskur seldar. Varist eftir-
stælingar.
Notið -Tanlac V-egetafole Pills.
BLUE MBBON
TEA
Því að greiða hátt verð, þegar
BLUE RIBBON, bezta te sem til er í
þessulandi eða nokkru öðru fæst
fyrir .
75
hvert pund
Meira Brauð Betra Brauð Ódýrasla og heilnæmasta fœðan er brauð- ið, ef það er réttilega tilbúið. Það sem vér höfum kappkostað, hefir ávaft verið það, að láta vörugæðin ganga á undan öllu öðru; þessvegna hafa brauð vor hlotið þá einróma viðurkenningu, sem raun er á. Efnisgœðin á undan nafninu, hefir ávalt verið kjörorð vort Canada Bread Company Limited PORTAGE 4 BURNELL, WINNIPEG, MAN. Talsími B 2017
RJÓMI * 1 ■1 - Styðjið b.eimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITKD