Lögberg - 20.03.1924, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN,
20. MARZ 1924.
Bls. 7
Hér eru ummæli
móður.
‘Héðan i frá skoða eg Dodd’s
Kidney Pills eins og vin.”
Mrs. G. B. Albert skýrir frá ]>ví,
hve Dodd’s Kidney Pills bjálp-
uðu dóttur ihennar.
Le Bouthellier, N.B., 17. marz,
(einkafregn).
Hrifin af fögnuði yfir því, að
dóttir hennar læknaðist af höfuð-
veiki og hjartasjúkdómi, lýkur
Mrs. G. B. Albert lofsorð á Dodd’s
Kidney Pills.
“Dodd’s Kidney Pills hafa reynst
mér eins og bezti vinur. Magdal-
an dóttir mín, 17 ára gömul,
þjáðist af alvarlegum höfuðverk
°g hjartveiki, og svaf ekki nema
með köflum um nætur. Tvær
öskjur af Dodd’s Kid'ney Pills,
komu henni til fullrar heilsu.”
Dodd is Kidney Pills, eru reglu-
legt nýrnameðal. Þær styrkja
nýrun og koma þeim til að vinna
hlutverk sitt sleitlaust af hendi,
með öðrum orðu'm, þær Ihalda
blóðinu hreinu. Dodd’s Kidney
Pills eru góðar við bakverk. syk-
ursýki og gigt, þvagsjúkdómum
og öðrum þeim kvillum, er frá nýr-
unum stafa.
Fréttir frá íslandi.
Landsstjórnin hefir gefið út
nýtt símakort af íslandi. Er á-
nægjulegt að sjá aukninguna af
samanburði við ga'mla símakortið
Og á þessu korti eru ennfremur
markaðar þær símalínur, sem á-
formað er að leggja næst. Loft-
skeytastöðvarnar eru orðnar fimm,
á Heisteyri, Flatey á Breiðafirði,’
Reykjavík, Vestmannaeyjum og
Kirkjubæ á Síðu. Lengstu síma-
lausu svæðin í bygð eru nú í
Skaftafellssýslum, og Barða-
strandasýslu. Ljótt er orðið “lang-
drag”, sem stendur við allar loft-
kseytastöðvarnar. Á víst að vera
íslenska og segir frá á eftir hve
langt loftsbylgjur stövarinnar
nái. En annars ier kortið prýði-
iegt.—Nokkur eintök getur land-
simmn selt og kosta 10 kr. hvert.
Verðlaun fyrir framúrskarandi
bunaðarframkvæmdir, úr styrktar-
sjóði Kristjáns konungs 9. hafa
fengið í þetta sinn: Sæmundur
bondi Oddsson í Garðsauka í
Rangárvallasýslu og Friðrik Sæ-
mundsson á Efri-Hólum í Norður-
pingeyjarsýslu.
Námsskeið var haldið á Hvann-
dagana 20,—26. þ. m., mjög
fjölsótt. Héðan úr bænum fóru
meðal annara Sigurður búnaðar-
málastjóri, Guðmundur Finnboga-
^ son prófe&sor og Sigurður ráðu-
nautur, og fluttu þar fyrirlestra
Námsskeiðið hafði farið prýði-
lega fram.
Skemdir töluverðar hafa orðið
af óveðrunum undanf»ma daga.
Urðu skemdir á bátum víðsvegar
á Vestfjörðum og þrír mótorbát-
ar sukku einn á Álftafirði, annar
á Dýrafirði og þriðji á ísafirði. Á
Súgandafirði fauk íbúðanhús með
öltum innanstokksmunum í sjóinn,
en fólk bjargaðist með naumind-
um í kjallarann. Samkomuhús
Súgfirðinga fauk og af grunni, en
skemdist þó ekki mi'kið. Fjós fauk
þar einnig og heyhlaða, en gripir
og menn , sem inni voru, sluppu
við meiðsli. Er alt tjónið metið á
30—40 þús, kr.
Inflúensa er farin að ganga
um íbæinn. Legst veikin í meðal-
lagi þungt á menn. Enginn veit,
hvaðan veikin hefir borist til bæj-
arins.
Samnignanefnd Dana og Norð-
manna um Grænlandsmálið Iheflr
nú lokið störfum sínum. Verður
skýrt frá úrslitum upp úr mán-
aðamótunum.
Siglufjarðarkaupstaður hefir af-
hent stjórn Stúdentagarðsins 5000
kr. að gjöf. Er það skilyrði með, að
eitt 'herbergi á Stúdentagarðinum
verði heimkynni stúdents frá Siglu
firði öðrum fremur.
Liðin eru nú 25 ár síðan klæða-
verksmiðjan Gefjun á Akureyri
hóf star-f isitt. Gefur verksmiðjan
út vandað minnigarrit þess til-
efnis. Hefir Þorsteinn Thorla-
cius, bókari verksmiðjunnar, sam-
ið ritið. Átti verksmiðjan fyrst við
milka erfiðleika að istríða, en nú
er hagur hennar góður. Ánægju-
legt er að lesa sögu innlendra
fyrirtækja og um góðan þrifnað
þeirra. En þau þurfa að verða
■miklu fleiri og öflugri.
Bæjarstjórnarkosningar hér í
þænum fóru svo, sem allir gerðu
ráð fyrir. að B-listinn fékk 3237
atkvæði og kom að þremur mönn-
um, en A-listinn, jafnaðarmanna,
fékk 1729 atkvæði og kom að tveim
mönnum. priðji listinn fékk 102
atkv. og kom engum að.
Vélbátur sökk á Keflavík í of-
viðrinu hlaðinn salti. Menn björg-
uðust allir.
Stykkish. 19. febr.
María Jóhannesdóttir skáldkona
dó í nótt, eftir langa legu.
“Mjölnir” er hér staddur. Kom
hann vneð saltfarm frá Spáni og
tekur hér isaltfisk til útflutnings.
Árleg sýsluglíma Snæfellinga
var haldin hér á laugardaginn var
Fyrstu verðlaun hlaut Hjörtur
Guðmundsson; féll ihann aldrei.
Verðlaun fyrir fegurðarglímu
fékk Hallgrímur Oddsson, og önn-
ur verðlaun Björn Hildimundarson
í Ólafsvík og á Sandi er góður
afli hvenær sem gefur. Á föstu-
daginn gerði þar ofsarok, en bát-
arntr konust iþó allir til landS,
nema einn, vélbátur eign Árna
Daðasonar. Bjargaði botnvörp-
ungur honum.
Th. T-horsteinsson, kaupmaður,
andaðist að heimili sínu , hér í
bænum á niðnætti í nótt. Hann
var með elstu og kunnustu kaup-
mönnum þessa bæjar og hafði
rékið verslun og útgerð uto langt
skeið.
Látinn er hér í bænum 101. þ. m.
Jón Jónsson frá Vopnafirði hálf-
tíræður að aldri. Hann hafði fóta
vist til skamms tíma., lá að eins
vi kuog ihélt ráði og rænu fram í
andlátið.
Prír alþingismenn liggja í in-
flúensu og komu ekki til þing-
setningar í gær, ungfrú Ingibjörg
H. Bjarnason, Benedikt Sveinsson
og Hiákon Kristófersson.
Innbrot var framið í fyrrinótt í
verslun Ásg. G. Gunnlaugssonar í
Austurstræti. Stolið var um 140 kr.
úr peningakassa og peningakass-
inn brotinn. Órannsakað en hve
miklu var stolið af vöirum.
NOTIÐ
HANA í
HVERT
SljVN OG
YÐUR ER
SAGT AÐ
NOTA
MJÓLK.
Frá Alþingi.
Umræður um kosningakærurnar
hófust kl. 1 í fyrradag. Lögðu kjör-
bréfadeildknar til, að allar kosn-
ingarnar yrðu samþyktar. Þótt
nokkra galla mætti finna á þeim
kosningum, ,sem kærðar höfðu,
verið, þá væru þeir ekki svo
veigamiklir, að rétt væri að ó-
gilda kosningar. einkanlega vegna
þess, að nú 'hefði verið kosið í
fyrsta sinn eftir lögunum um
iheimakosningar. Væri þess að
vænta, að gengið yrði ríkt eftir
því framvegis, að slíkir gallar
kætou ekki fyrir. Um Eyjafjarð-
ar- og ISeyðisfjarðar-kosningarn-
ar urðu engar deilur, og tóiku ekki
aðrir til máls um þær, en fram-
sögumaður þeirrar kjördeildar,
sem um þær ifjallaði. Var Seyis-
fjarðaþ-koisningin síðan samþykt
með 30 atkv. og Eyjafjarðarkosn-
ingin með 26 atkv. en ekkert atkv.
greitt á móti. — Um ísafjarðar-
kosninguna urðu alllangar um-
ræður. Kjörbréfadeildin, s-em um
hana fjallaði, var nær einrótoa
fylgjandj því, að ihún yrði samþykt
og hafði Jón A. Jónsson fram-
sögu af ihennar hálfu. En þeirri
kosningu andmæltu þeir Jón
Baldvinsson og Magnús Torfason
en. málstað kjördeildar studdu
þeir: Jón Kjartansson, Jón Þor-
láksson og Magnús Guðmunds-
son. Að lókum var feld tillaga
fiá M. T. um, að' fresta úrskurði
um kosninguna og kosningin síð-
an samþykt að viðhöfðu nafna-
kalli. með 30 atkv. gegn 9.
Embættismannakosningar.
Síðan voru kosnir emættismenn
þingsiús.
Foirseti satoeinaðs þings var kos-
inn Jóhannes Jóhannesson með 21
atkv. — Einar Árnason fékk 14.
Varaforseti var kosinn Þórarinn
Jónsson með 20 atkv. — Sveinn
Ólafsson fékk 15.
Skrifarar voru kosnir: Jón A.
Jónsson og Ingólfur Bjarnason.
Þá voru þessir 8 þm. kosnir til
að taka sæti í efri deild:
Björn Kristjánsson, Einar Árna-
son, Eggert Pálsson, Guðm. Ólafs-
son, Halldór SteinsSon, Ingvar
Pálmason, Jóhannes Jóhannesson
og Jóhann] Júsefsson. —Síðan var
þessum þingfundi slitíð, en fundir
settir í báðum deildum, til að kjósa
embættismenn deildanna.
í neðri deild setti Klemems Jóns-
to ráðhenra, aildursforseti deild-
arinnar, fundinn og stýrði honum
þangað til kosningu forseta var
'kið.
Forseti þeirrar deildar var kos-
inn Benedikt Sveinsson toeð 15 atk.
- porl. Jónsson fékk 10.
1. varaforseti: Pétnr Ottesen,
með 13 atkv. — Jörundur Brynj-
ólfsson fékk 10 atkv.
Skrifarar voru kosnir: Magnús
Jónsson og Tryggvi Þórhallsson.
í efri deild var kosinn forseti
Halldór Steinsson toeð 9 atkv.
1. varaforseti: Eggert Pálsson
með 8 atkv,
2. varaforseti: Björn Kristjáns-
son með 7 atkv. *
Skrifarar: Hjörtur Snorrason og
Einar Árnason.
í gær var kosið í fastar nefndir
í báðum deildum þingsins, og féllu
þær kosningar þannig:
Fjárhagsn.: Nd.: Jón Þorláks-
son, Jör. Brynjólfsson, Jón A.
Jónsson, Halld. Stefánsson, Jak.
Möller, Ed.: Jón Magnússon, Ing-
var Pálmason, Björn KristjánSson.
Fjárveit.n. Nd.: Þórarinn Jónsson,
porl. Jónsson, Jón Sigurðsson,
Ingólfur Bjarnason, Pétur Otte-
sem, Tryggvi Þórhallsson, Magn-
ús Guðmundsson. Ed.: Jóh. Jó-
hannesson, Ein. Árnason, Ingi-
björg Bjarnason, Guðm. Ólafsson,
Hjörtur Snorrason.
Samgmn.: Nd.: Jón A. Jónsson,
Sveinn (Ólafsson, Hákon Kristó-
fersson, Pétur pórðarson, Árni
Jónsson, Ed.: Eggert Pálsson,
Einar Árnason, Jóh. Jósefsson,
-toðm. ólafsson, Hjörtur Snorra-
son.
Landbúnni.: Nd.: Hák. Kristó-
fersson, Pétur pórðarson, Árni
Jonsson, Halldór Stefánsson,
Björn Líndal. Ed.: Hjörtur Snorra-
son, Sigurður Jónsson, Eggert
Pálsson.
Sjávarútvn.: Nd.: Sigurjón
Jonsson, Ásg. Ásgeirsison, Ág
Flygerin-g, Jón Baldv., Björn
Lindal. Ed.: Björn Kristjánsson,
Ingvar Pálmarson, Jóh. Jósefs-
son.
Mentamálan.: Nd.: Magnús
Jonsson, Bernhard Stefánsson,
Siguijon Jónsson, Á-sgeir Ásgeirs-
son, Jón Kjartanslson. Ed.: Ingibj.
Bjarnason, Jónas Jónsson, Jón
Magn.
Allherjarn.: Nd.: Jón porl. Jör.
Br„ Jon Kjart., Jón Baldv., Magn-
us Jónsson. Ed.: Jón Magn. Jónas
Jonsson, Eggert Pálsson.
Stokkseyri 13. febr.
Sýslufundi Árnesinga, sem
haldinn var á Selfossi lauk á
laugardaginn var. Engar tillögur
voru þar samþyktar, sem nýlundu
þóttu sæta, nema sú, að skora á
stjórn og þing, að ihlutast til um,
að laxganga verði látin óhindruð
48 klst. á vibu og að veiðitíminn
verði lengdur um einn mánuð.
Flóaáveitufundur var íhaldinn
her i fyrradag og á Eyrarbakka í
gær. Samþyktar voru ýmsar sparn-
aðartillögur og á Eyarbakka-
fundinum tillaga um, að stjórnin
taki sölu fisks til útlanda undir
sína utosjá.
Bátar reru héðan í dag og afl-
aðist frá^5 15 í hlut af vænni
ýsu. Tveir mótorbátar reru og
fengu 100—-150 af þorski hver,
auk ýsu. Hér verða gerðir út 9
bátar á komandi vertíð.
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjala-
vörður Iést að heimili sínu Ihér í
bæ, kl. 11 í gærmorgun, eftir
langvarandi veikindi. Hans verð-
ur nánar minst síðar -hér í blaðinu.
Stykkish. 9. febr.
Stýrislhúsið af vélbátnum Blika
frá Stykkiislhólmi rak nýlega
við Bjarnareyjar á Breiðafirðí.
Bendir þetta til þess, að báturinn
Mars Vindar
gera
Hudlna
Veika
Til þess að vernda
hörundið gegn áhrif-
um vorvindanna, þák'
skuluð þér nota Zam-iBuk að kveld
inu. Það gerir ihörundið mjú'kt
og verndar það frá sprungum og
hrufum. Zam-Buk hefir inni að
halda marga lækninga eiginleika,
sem útrýma á svipstundu bólgu og
sárindum í hörundinu. pessi
anyrsl lækna útbrot og hverskon-
ar hörundskvilla.
Mrs. Rosa Wallace, að Merric,
Ont., skrifar: “Vorvindarnir
höfðu gert hendur mínar hrjúfar
og sárar. Zam-iBuk græddi þær á
skömmum tíma. Það eru beztu
smyrslin, sem eg hefi nokkru
sinni þekt.”
Allr lyfsalar selija Zam-Buk á
50 c. öskjuna. Zam-Buk Medical
Sápa kostar 25c., eða þrjú stykki
fyrir 70' cent. Beint frá Zam-Buk
Mfg. Co., Dupont St., Toronto.
hafi sokkið fremur en að hann
hafi rekið á sker, því að iþá mætti
gera ráð fyrir, að hann íhefði brotn
að mjög og meira rekald úr hon-
um fundist en þetta. Engan mann-
inn hefiir rekið enn, ,svo vart hafi
orðið.
Aðfaranótt 23. þ.m. lézt í sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki eftir lang-
vinn veikindl bændaöldungurinn
Björn Jónsson, hreppstjóri og
dbrm. frá Veðramóti í Skagafirði.
Gáfaður toaður og mikilhæfur.
Núna síðustu dagana hefir ís ■
lenska krónan hríðfallið, er nú
svo komið, að 33 kr. ísl. eru í sterl.
pd., rúmar 8 krónur g dollarnum,
2,12 í sænskri krónu, 126 í danskri,
og 1,10 j norskri króuu. Verðfall
krónunnar hefir í för með sér
hækkandi verð á útlendum vörum
sérstaklega gætir þess á enskum
og sænskum vörum tilfinnanlega,
svo sem kol og trjávið.
Á laugadaginn lést hér á sjúkra-
húsinu Einar Bjarnason úr 'berkla-
veiki. Einar heit. var hinn mesti
efnispiltur, og er foreldrunuto
þungur harmur kveðinn við fráfall
hans. Á mið'vikudagsmorguninh
andaðist Egill Sigurjónsson bóndi
að Laxamýri, 56 ára gamall. Merk-
ur maður og vinsæll. Banamein
hans var nýrnaveiki. Þá er og ný-
látinn öldungurinn Páll Pálsson á
Rauðalæk á pelamörk— um ní-
rætt. Hann var faðir Haraldar
bónda á Rauðalæk og Friðriks
bónda í brekku í Kaupangssveit
og þeirra systkina.
Látinn er fyrir skömmu Magn-
ús Jóhannsson læknir á Hofsós
úr iheilabólgu. Var maður rúmlega
fimtugur og hafði gegnr Hofsós-
héraði ihartnær aldarfjorðungi—
alla sína læknistíð.
Fiskafli dágóður er hér á inn-
firðinum. Hefir mörgum orðið það
drjúgur ibúbætir (hér í kaupstaðn-
um.
Gengi erl. myntar.
Sterl. pd................ 33.60'
Dollar .................... 8.02
Sænskar kr............... 201.30
Norskar kr......... ,... 107.65
Danskar kr. .:........... 123.15
Morgunblaðið. Reykjavík 14. febr
--------O'----*—
THEOPHILE BRAGA.
Dr. Th. Braga, alkunnur rithöf-
undur og fyrsti forseti portú-
galska lýðveldisins, andaðist í
Lissabon 28. janúar síðastliðinn.
Hann var tvímælalaust talinn einn
ihinn merkasti maður samtíðar
sinnar í rómönskum löndum, fjöl-
hæfur og afkastamikill rithöfund-
ur — eftir hann liggja um 100
bindi — og vel metinn stjórn-
málamaður.
Hann var fæddur á Azoreyjum
1843, stundaði nám við Coimbra-
háskólann og lagði einkum stund
á lög og stjórnfræði, en fór jafn
framt snemma að leggja stund á
skálskap, sagnfræði og heim-
speki. Hann gaf mjög ungur út
fyrstu ljóðabók sína' og rak síðan
hvert ritið annað. Hann varð pró
fessor í portúgölskum bókmentum
í Lissabon 1872. Sögurit hans eru
um 70 bindi, um stjórnmála, bók
menta og toenningarsögu Portú-
gala.
Meðal annars hefir hann skrif
að samfelda portúgalska bók
mentasögu í um 20 bindum. í heim-
spekisskoðunum sínum er hann í
meginatriðum lærisveinn Comtes
og einn helsti forvígismaður posi
tívans í Portúgal. í ýmsum atrið-
um þjóðfélagstaála var hann þó
ósammála Comte og kenningum
hans. í stjórnmálaskoðunum var
hann annars ákafur lýðveldismað-
ur og þegar breytingin varð
Potúgal 1910, og Manúel konungi
var vísað úr hásæti var Braga
kosinn bráðabirgðaforseti, án þess
að hann hefði þó tekið mikinn
beinan þátt í opinberu lífi áður.
pó hafði starfsemi hans öll vafa-
laust haft mikil óbein áhrif í þá
átt að undirbúa jarðveginn fyrir
þær stjórnmálahreyfingar, er þá
urðu ofan á. Eftir nokkurn tíma
fékk Braga þó istjórnina í hendur
öðrum manni, Aniago, en tók við
henni aftur um ,skeið seinna.
Fékst hann eftir það mest við rit-
störf, meðal annars heildarútgáf-
ur verka sinna.
Skáldskapur Braga kvað einnig
vera mótaður mikið af þjóðmála-
skoðunum hans. Hann ihefir ,sam-
ið bæði kvæði og leikrit, með efni
úr fortíð og nútíð. Eitt helsta rit
hans og stærsta er Visao dos
Tempos. — Ein helsta stjórnmála-
hugsjón hans ihafði lengi verið
einskonar latneskt samband, svip-
að því, seta nú er allmikið talað
um.
Hann var við dauða sinn heiðr-
aður af öllum flokkum, sem eitt
hið helsta afreksmenni þjóðar
sinnar.
Til
ALBERTS C. JOHNSON,
eftir að hafa lesið æfiminning
um Mrs. Deildal, í Lögbergi 21
febrúar 1924.
Ómissandi fyrir
viðskiftalíf vorL
Hér er annar vitnis-
burður frá Mr. A. W.
Williamson, fram-
kvœmdarstjóra Bell
Ewart fs-hússfélags-
ins í Toronto: “Vér
höfum notað Ford-
ár og teljum þá ger-
flutningsbíla í átta
samlega ómissándi”.
IVky Ford Ppedominates
Viðurkendir af
Öllum Eigendum.
Svo að segja hver einasta við-
skiftastofnun, isem þarf á fljótuto
og haglkvæmum fiutningum að
halda, hefir Ford flutningsbíla.
Reynsla Ro’bert Simpson félags-
ins er sláandi dæmi.
Robert Simpson félagið í Tor-
onto, hefir alls 55 Ford flutnings-
bíla.
Svo vel hafa bílar þessir gefist,
að stöðugt er verið að bæta við
töluna og ekki hefir verið skift á
einum einasta.
Vöruflutningar frá verzlun þess-
ari, eru einna þýðingarmesti hluti
hennar og hafa Ford flutninga-
bílarnir reynst þar öllu betur.
Allir treysta Ford bílunum, og
þess vegna eru svo margir, sem
nota þá.
Leit/ð upplýsinga hjá Ford-
kaupmönnum.
Handleggir þessa hrausta barns
voru útsteyptir í Eczema
Mrs. Alex Marshall, Sprucedale, Ont., skrifar:—
“Þegar sonur minn litli var um
þriggja mánaða, útsteyptist hann í
sárum um brjóst og handleggi. ViS
geröum alt, sem i okkar valdi stóð til
þess að lækna þessi hræðilegu sár, en
alt kom fyrir ekki. Að lokum reyndi
eg Dr. Chase’s Ointment og hélt á-
nota það. Fóru sárin þá að
smá gróa og áður en langt um
leið var drengurinn heill sára
sinna. Hann er nú þriggja ára
og hefir aldrei kent sér meins
síöan.-’
Baby Marsliall.
DR. CHASE’S OINTMENT
60c. askjan, hjá lyfsölum eða Edmanson. Bates & Oo., I4<1., Toronto
Æ)fiminning eina í ró,
Enn eg lesa nenni.
Þá konan góða, Dieildal, dó,
Þú dróst upp mynd af henni,
Við lestur þann, sá þíðleikann,
þekkan huga mínum —
Lýsng fann á ýmsu’ er ann,
og innra manni þínum.
Hartnær fyrir hálfri öldp—
pú hugsar um æskudaga,
Augljós verða endurgjöld,
—Einnig falleg saga.
Deildals hjóna heima á “Nöf”,
Hlýleik man.st frá æsku.
Seinna, fyrir handan höf,
Þeim hjálpar og sýnir gæzku.
Gæðum stýrði Guð á “Nöf”,
par gekstu sporin rauna;
Hann veitir þér mátt hér vest-
an höf,
Og vilja gott að launa.
Þeim mæðrum góðu’ á margri
“Nöf”
í minnum lengst skal haldið,
pær allar hljóta ofar gröf —
í eilífð—bezta gjaldið.
G. H. Hjaltalín.
JÓRUNN Á LÓNI.
Jæja, mín gamla, góða Jórunn,
guð hefir enn þá tekið í strengircn
og endað þínar karar kvalir,
klakabrautin öll er gengin.
Þér var aldrei kært að kvarta,
þá hvesti í seglin mótgangs þungu,
hjartans trygðar hetju raddir
hljómuðu æ á þinni tungu.
pú varst stöðugt alla æfi
uppfyllingin bjartra vona;
en það sem gleymist í þessu landi,
þreklynd, göfug, íslenzk kona.
Slíkt breytist ei þó háðgjarn
heimur
húmbúgs totur langar prjóni.
Heiður þeim, sem hlúðu að þér,
hjónunum, sem búa á Lóni.
Blíð þú varst við börnin ungu,
en bystir þig mót tímans væflum;
þú varst ei þeirra vildar vinur,
sem vildu ætíð lúra á isvæflum.
Sofðu nú í sólar friði,
og sjáðu fylling drauma og vona.
Eg tel mér happ að bafa kynst
þér,
höfðinglynda, góða kona.
Jón Stefánsson.
STAKAR STÖKUR.
prýtur vetrar þrautakíf,
þrálát hretin flýja,
þykir betra þetta líf,
er þróttipn letrar nýja.
Viðjur klaka verða hjóm,
vatns í þaki brestir,
vakna taka vorsins blóm,
víða kvaika þrestir.
1 vorkjólinn upp sig býr,
opnar skjólin moldar,
ylur sólar yndis-hlýr
andar á bólin foldar.
Daggar sáði drjúpa ský,
dáðum háð, frá hæðum
drottins náðin dýr og ný
dreypir á láðið gæðum .
, M. I.
$87 C&rs ofWheat
REJECTED —
on account
ofSMUT
pessi skýrsla er frá Winnipeg Grain Ex-
change fyrir þrjá mánuði, er enduðu 30.
nóv. 1923. — Þetta myglaða ihveiti seld-
ist llc lægra hver mælir.
petta $41,672.40 tap hefði ekki komið
fyrir, ef $393.75 virði af Standard For-
maldéhyde, hefði verið notað, og hreinn
ágóði ihefði orðið $41,278.65.
Spyrjið kaupmann yðar.
STANDARD CHEMICAL CO. LTD.
KILLS
SMUT
Montreal
WINNIPEG
Toronto
LANOVINNUrOLK UTVEGAD
ÓKEYPIS ADSTOÐ ER BffiNDUM NÚ í TJE LÁTIN
-AF-
Canadian National Failways
INNFLU TNINGA OG UMBÓTA-DEILDINNI
StarfssviS deildar þessarar er nfl óðum atS breiSast flt t Veslur-Can-
ada og áhérzia er lögS á aS hún verði alnienningi sem notadrýgst; og I
gegn um umbo'Ssmenn stna I Austur-Canada, á Bretiandi, t Noregí, Sví
þjóð, Danmörku og öörum Evrópu löndum, verCur hfln þess megnug a?S
fá margt fólk til þess aS flytja búferlum til Canada, bæ8i karla og konur,
sem innan Htiis tlma munu vertSa að góCum búendum. Stærsta hindrun-
in a8 undanförnu fyrir slíku fóiki hefir veriS atvinnu-óvissan er hingaC
kom, og bændur geta bætt flr þessu mefi þvt aíS rátia vinnufólk sitt gegn
um innflutnings deild vora, og helzt til HEILS AltS. ASstoS deiidarinn-
ar er ókeypis, og engin fyrirfram borgun er heimtuS upp I farbréf þessa
vinnufólks eSa fyrir aSra aSstoS. Allar upplýsingar eru til þ°ss ætlaSar
aS aSstoSa þá innflytjendur er atvinnu þarfnast þegar t staS.
HYER NÝR LANDTAK ANDI LJETTIR YDUR BYRDINA
A1jI.TR C.N.R. AGENTAr’hAFA NAUDSVNTjEG EYDTJBLön
OG TAKA PANTÁNIR UM VINNUFOIjK. eða skrllið
D. R. JOHNSON,
General Agricultural Agent
WINNIPEG
R. c. w. r.irrr,
General Agent,
HDMONTON.
Colonization and Development Department