Lögberg - 03.04.1924, Blaðsíða 6
*
LÖGBERG, MMTUl/AGINN, 3. APRiL 1924.
Eg held því sem
eg hef
# *
Mennirnir umhverfis borðið stóðu á öndinnl
af undrun og einn eða tveir iþeirra spruttu á fætur.
Lávarðurinn hló aftur. ‘ Hafið þið séð hinn guð-
'hrædda mann, sem fór frá Ja'mestown og um borð í
ræningjaskýp, sem aðstoðarmaður iþessa manns?
Hann er sterkur, sem naut. Kafteinn Percy þurfti
ékiki annað en að kinka kolli og á augabragði var
sá, semt við stýrið sat sleginn í rot og þresturinn
tók stýrið í sínar hendur. Skipið rakst á, ræningj-
arnir fóru til ihelvítis, og þið herrar mínir björguð-
ust til þess að stjóna öllu vel í Virginíu. Megi fólk-
ið iþar lengi vera forsjóninni þakklátt. IMaðurinn,
sem kaus dauðann heldur en að ráðast á skip, sevn
hann hélt að væri eign félagsins, er svarinn óvinur
minn — og eg skal ryðja honum úr vegi mínum, en
hann er ekki ræningi. Já, ritaðu það niður, herra
skrifari. Eg yfirgef mjög góða aðstöðu, en hvað
kæri eg mig um það? Eg get séð aðra aðstöðu, sem
er meira að mínu skapi. Eg ihefi ef til vill tapað í
þessu teningskasti, en þótt ,það tap væri tifa.lt, bætti
einn koss, eins og sá, sem eg á von á, það 'upp að
fullu.— Með þínu leyfi.”
Hann gekk að konunni 'minni, þar sem hún
stóð og lét hendurnar hanga máttlausar niður með
síðunum; höfuð hennar beygðist lítið eitt niður og
hún var eins og hún væri úr ís, svo köld og hvít var
hún. Hann horfði á hana eitt augnablik með girnd-
arsvip í augunum og á fölu, fríðu andlitinu; svo
iþrýsti hann ihenhi að sér.
Eg hefði drepið 'hann hefði eg getað. Hún los-
aði sig úr faðmi hans hægt og með viðeigandi sjálfs-
virðingu, Iþegar hún hafði uppfylt loforð sitt. Hann
reikaði afturábak og hneig niður í stólinn við -
hlið landstjórans; studdi olnboganum á borðið og
huldi augun með annari hendinni, sem skalf eins og
hrísla.
Landstjórinn stóð upp og gaf hásetunum, sem
héldu mér bendingu. ‘‘pað verður enginn hengdur í
dag, herrar ’mínir,” mælti hann. „Eg bið ,þig fyrir-
gefningar, kafteinn Percy, á orðum, sem ekki voru
ætluð 'hugrökkum og heiðvirðum manni, heldur
ræningja, sem eg hefi komist að raun um að er ekki
tii. Eg 'bið þig að gleyma þeim að fullu og öllu.”
Eg hneigði mig fyrir ihonum, er hann hafði
hneigt sig fyrir mér, en eg horfði fra-m hjá honum. ^
“Eg leyfi þér ekki að eiga nein orðaskifti við
Carnal lávarð,” mælti hann; “með konu þína er
öðru máli að gegna.” Hann vék sér til hliðar og
brosti.
Hún stóð föl og niðurlút þar sem lávarðurinn
' hafði skilið við hana. “Jocelyn”, sagði eg. Hún snéri
sér að mér og roðnaði; hún rak upp hljóð, sem
var bæði hlátur-fig grátkent; svo huldi hún andlitið
með höndum sínum. Eg lyfti höndunum frá andlit-
inu og nefndi nafn hennar aftur. Þá huldi hún and-
litið við barm minn. Þannig hvíldi hún .eitt augna-
blik. Augu allíra, sem inni voru hvíldu á okkur. Eg
jyfti 'höfði hennar, kysti hana og fékk hana svo í
heridur frú 'Wyatt, sem stóð við hliðina á mér. “Eg
fæ þér konu mína til varðveitslu,” mælti eg. par
sem þú ert lika kona, vona eg að þú verðir henni
sem systir.
S “pú mátt treystá mér til þess,” svaraði hún.
Kinnar hennar voru tárvotar. “Eg vissi ekki — eg
skildi ekki. Komdu með mér, góða mín, komdu vneð
Margréti Wyatt.”
Clayborne opnaði hurðina, véík sér til hliðar og
hneigði sig djúpt. Mennirnir, sem höfðu setið þarna
í dómarasætinu , stóðu upp; aðeins vildarmaður
konungsins sat kyr. Frú Wyatt lagði handlegginn
utín um konuna mína og leiddi hana að^yrunum
milli tveggja raða Lf karlpiönnu'm, se^m stóðu.
Þegar þær komu að dyrunum, hikaði konan mín
dálítið, snéri sér við og hneigði '.sig fyrir
þeim þar til hné hennar næstum námu við góhfið.
í svip hennar var dramb og blygðun, bæn og ögrun
um áð treysta henni, sem var fegurst allra kvenna.
Svo fór hún og iþað var sem aólskin ihyrfi með henni.
Eg snéri mér að hinum ósvífna lávarði, þar sem
hann sat fríður en illur, og gersneyddur öllum
heiðri, en aðrir gengu fljótt á milli okkar. Eg ýtti
þeim til hliðar hlæjandi. Eg vildi ekkert annað en
að líta á hann — hann var langt fyrir neðan það, að
eg skofaði á þann að mæta mér; og eintóm orð hafa
lítinn mátt.
Loksins stóð hann upp og bar sig eins drembi-
lega og hann var vanur, hann var jafn fyrirmann-
legur og hann hafði verið með sínu mannvonsku-
lega dramlbi og eins merkilega skeytingarlaus um
hugsanir 'þeirra manna, er ekki voru jygarar. “Eg
e orðinn þreyttur á iþessu,” sagði hann. “Eg ætla að
leggjast niður og hvíla mig um stund og láta mig
dreyma um nýliðna sælu. Megi dagurinn verða
ykkur ánægjulegur, herrar mínir. Sir Fancis Wyatt,
mundu eftir því, að þessi sómamaður hefir veitt
mótspyrnu, er átti að handtaka hann, og að hann er
í ónáð konungsins!” Hann setti hattinn á höfuð s*ér,
er hann hafði sagt þetta, og gekk út úr lyftingunni.
Embættismönnum félagsins varð léttara um andar-
dráttinn, er hann var farinn, eins og hreint loft
hefði streymt inn í lyftinguría, er hann fór út.
Eg verð nauðugur viljugur, að hafa þig undir
eftirliti enn, bæði hér og þegar við komum til
Jamestown, kafteinn Percy”, mælti landstjórinn.S
“Alt, sem eg get gert í nafni félagsins og í sam-
ræmi við skyldur mínar við konunginn, til þess að
gera þér fangavistina viðunanlega, skal verða gert.
“Sendið hann þá ekki aftur niður í lestina, Sir
Francis!” hrópaði gjaldkerinn og gretti sig.
Landstjórinn hló. “Bjartari og loftbetri veru-
staður mun verða fundinn. Þú átt hugrakka konu,
kafteinn Percy.”
"Og fagra,” mæltf Cjayborne l'ágt.
“Eg skildi. við vin minn niðri í lest-
inni, herra landstjóri,” mælti eg. “Hann kom með
mér frá Jamestown af því að hann var vinur minn.
Konungurinn hefir aldrei heyrt hans getið og hann
er ekki rænigi fremur en við. Hann'er prestur —al-
varlegur, auðmjúkur og góður maður.”
Fyrir aftan skrifarann heyrðist söngrödd*
mannsins, sem eg hafði kynst í lestinni, doktors
John Pott. “Hann er Jeremías, herra landstjóri, sá
Jeremías, sem skemti Lundúnabúum í Blackfriars-
leikhúsinu. tpú manst sjálfsagt eftir honum. Hann
veiktist og hætti við leikmenskuna og fór út í sveit.
Prófasturinn við San-kti Páls kirkjuna þekti hann.
það hl^u allir að þvi, að hann skyldi hafa látið
vígja sig til prests.”
"Jeremias!” hrópaði gjaldkerinn.
“Nick Bottom. Christopher Sly! Sir Toby Belch!
Gefið mér Jeremías, svo eg geti haft hann ihjá mér”.
Landnstjórinn hló. “Hann skal fylgja vini sín-
urn, sem hér er, og hann skal ekki skorta samfagn-
að, það skal eg ábyrgjast. Jeremías! Uppáhald Ben
Jonsons. peir voru vanir að drekka saman í Mer-
maid- veitingahúsinu.
Lítilli stundu síðar var gjaldkerinn að fara út
úr klefanum, sem mér hafði verið vísað í — ihann
hafði farið þangað með mér. Hann leit á mennina,
sem 'biðu hans fyrir utan. Það var ekki enn búið að
sækja séra Jeremías ofah í lestina. Hann færði sig
nær mér og sagði með lágri rödd, en, þó með áherslu;
“Það er langt síðan þú hefir fengið fréttir að heim-
an — frá Englandi. Hvað fýsir þig mest að vita?”
“Um það hvernig hans háverðugheitum, lávarð-
inum af Buc'kingham vegnar,” svaraði eg.
Hann brósti. “Honum líður eins og best verður
á kosið, og hann er jafnvoldugur. Hundur drotn-
ingarinnar dregur gyltuna á eyrunum hvert sem
bonum þóknast. úr því við hengjum þig ekki sem
sjóræningja, kafteinn Percy, er mér nær að halda.
að þinn málstaður standi betuil nú, heldur en þegar
þú fórst hurt úr Virginíu.”
“Eg helid það líka,” sagði eg og þakkaði honum
fyrir hugulsemi hans. Svo óskaði eg honum góðrar
líðanar yfir daginn, því eg vildi sitjal kyr og þakka
Guði með andlitið falið í höndum mínum og sólskin
í hjartanu.
28. Kapítuli.
Vorið kemur.
Eg var orðinn þreyttur af að kasta teningnum
á móti sjálfum mér og lesa í bókunum, sem Rolfe
hafði sent mér, svo eg gekk að fangelsisglugganum
og hallaði mér upp að járngrindunum, til að vita
hvort eg sæi nokkuð, sem eg hefði skemtun af. Það
næsta ef.'ekki það skemilegasta, sem eg gat komið
auga á, <var gapastokkurinn. Hann var svo hár, að
hann var lítið eitt lægri en lága fangelsisloftið og
hann snéri beint að glugganum mínum og var ekki
lengra burtu en svo að eg gat heyrt þunga, suðandi
andardráttinn í mannræflinuín, sem var í honum.
Það var óskemtilegt hljóð og ekki var andlitið á
bonum skemtilegri sjón; stórt R hafði verjð brent
á kinnina á honum og blóðið úr eyrunum, sem höfðu
verið skorin af honum, rann niður og litaði rautt
borðið, sem ’héilt höfðinu á bonum í þeim stelli-ngum
að hann gat ekki hreyft það. Lítið eitt til hliðar frá
gapastokknum stóð þýðingarstaurinn. Þar hafði
kona ein verið hýdd u'm morguninn, og hljóðin úr
henni höfðu fylt loftið enn meira, ef unt var, heldur
en lyktin af úldnum óþverra, sem smástrákar höfðu
kastað á strokumanninn í gapastokknum. Eg leit af
vesalings sökudólgnum í gapastokknum út í heið-
blátt og svalt marsmánaðarloftið og eg var hjartan-
lega þreyttur af að vera lokaður inni í slíku veðri.
Vindur var allhvass; loftið var óvenjulega blátt, og
áin var eins og blátt bandí sett demöntum. Allir lit-
ir voru sterkir og fjarlægir hlutir sýndust nálægir.
Það var engin móða yfir skóginum, hann bar dökk-
an og blaðlausan við bláa heiðríkjuna. Flóinn var
grænn og furutrén dökkgræn, en mö-surtrén, sem
blaðknapparnir voru byrjaðir að spinga út á, voru
rauð eins og kóralgreinar. Kirkjan með lágu grænu
leiðunum umhverfis sýndist ekki vera nema stein-
snar frá mér, og raddir barnanna, sem voru að
leika ^ér til og frá um strætið, heyrðust svo glögt,
að það var rétt, sem þau væru fyrir néðan gluggan,
sem eg stóð við. Þegar bumban var barin um hádeg-
ið, heyrði eg drunurnar í henni ieins og hún væri
fast við eyrað á mér. Allur heimurinn var svo bjart-
ur og ferskur að það var rétt eins og hann væri
pýskapaður, og ibjarta sólskinið og svali vindurinn
örfuðu blóðið, eins og vín.
Við og við gengu karlmenn eða konur um
strætisferhyrninginn fyrir neðan. Næstum allir litu
u>pp í gluggan og augnaráð þeirra voru vingjarnleg.
Menn vissu nú, að Buckingham hefði mikið vald
heima og fylgi Carnals lávarðar í Virginíu ’hafði
rýrnað mikið. Haraor gekk fram hjá, vel klæddur eft-
ir föngum og hvíslaði glaðlega. Hann tók ofan hatt-
inn með brotinni fjöður í og kallaði til mín: “Við
ætlum að fara að egpa björn hérna fyrir neðan víg-
ið. Það er slæmt að þú getur ekki verið með í þeirri
skemtun. pað verða allir þar — og Carnal lávarður”.
Hann hélt áfram 'blístrandi og rétt á eftir honum
kom 'herra Edward Sharpless. Hann stóð og horfði
á sakamanninn í gapastokknum. Hann hefði ekki
grunað að ,hann myndi sjálfur verða í hans sporum
síðar meir; svo leit hann upp til mín og svipur hans
var eins illgirnislegur og hin smáa sál hans gat
framast sýnt á auðvirðilegu andltinu. Hann var
þreytulegur að sjá og fötin hans voru með ‘leirslett-
um og kápan hafði rifnað af að festast á hríslum í
skóglnum. “Hvað varst þú að gera úti í skpgi?”
sagði eg'T hálfum hjóðum.
Lykillinn snérist í skránni á bak við mig og inn
kom fangavörðurinn og Diccon með miðdegisverð
minn, sem eg varð feginn að fá. “Sir George sen^ir
þetta dýrakjöt,” sagði fangavörðurinn og brosti,
“herra Percý fuglakjötið, frú West skorpusteikina
og brauðið og herra Pory spanska vínið. Er nokkuð,
sem þig skortir?”
“Ekkert, sem þú getur látið í té,"” svaraði eg
þurlega.
Hann brosti aftur, lagaði til á borðinu og gekk
svo að dyrunum. “pú getur beðið þangað til eg
kem eftir diskunum,” sagði hann við Diccon, fór út
og lokaði hurðinni á eftir sér með stærilæti.
Eg fór að borða, en Diccon gekk að glugganum
og horfði út í blátt loftið og manninn í gapastokkn-
um. Hann fékk að ganga laus innan um fangelsið
en það voru hafðar strangar gætur á mér. Séra
Jeremías Sparrow hafði verið einn sólarhring í
fangelsi, en þá hafði frú West fengið þunglyndis-
kast og haldið að hún 'myndi deyja og 'hún hafði
heimta að séra Jeremías kæmi og veitti sér huggun
undir dauðann, því séra Bucke var farinn upp til
Henricus í einhverjum erindum fyrir skólann. Með-
an séra Jeremías var yfir frúnni var hann sóttur til
þess að jarðsyngja mann hinum megin við ána og
þaðan var hahn boðaður til þess að gifta hjón
á Mulberry-eyjunni. Næsti dagur var supnudagur,
og þar sem enginn prestur var í ibænum; annar en
hann, steig hann í stólinn, og hélt svo þrumandi
ræðu, að önnur eins hafði aldrei heyrst í Virginíu.
Þeir fóru ekki 'með hann í tukthúsið úr prédikunar-
stólnum. Það voru áðeins fimm prestar í allri Vir-
giníu, og það voru ekki svo fáir veikir, sem þurfti
að heimsækja og dánir, sem þurfti að grafa. Séra
Bucke, sem var enn fremur lasburða, kom ekki strax
ofan eftir aftur, heldur dvaldi hjá Thorpe og ræddi
við hann um mál, sem var Thorpe mjög hjartfólgið
en það var að kristna hvern einasta Indíána, setm tit
væri hérna megin við suðurhöfin. Séra Jeremías
komst þess vegna aftur svona þegjandi og umtals-
laust i sína fyrri istöðu. Eittvhað var talað um að
halda yfir honum opinbera ávítunarræðu, en það
varð ekkert úr því.
pegar eg var búinn að borða, gekk eg til sætis
míns og ávarpaði Diccon: “Eg var að horfa eftir
Rolfe í dag. Hefir þú frétt nokkuð af honum?”
“N^i” sivaraði hann. En um leið og hann slepti
orðinu, var hurðinni lokið upp og fangavörðurinn
stakk höfðinu inn í gættina. “Sendimaður frá herra
Rolfe, kafteinn.” Svo fór hann en Indíáninn Nan-
touguas, kom inn.
Eg ihafði séð Rolfe tvisvar siðan eg kom aftur
til Jamestown, en Indíáninn hafði eííki verið 'með
honum. Hann kom nú til mín og snart hönd mína,
sem eg rétti út á móti honum. “Bróðir minn verður
kominn hingað áður en sój skín á ihæstu trjátopp-
ana,” sagði hann með sinni alvarlegu og rólegur
rödd. “Hann 'biður kaftein Percy að sinna engum
öðrum, sem kunni að koma; hann: óskar að tala við
hann í einrúmi.” “Eg mun varla hafa heimsækjend-
ur,” sagði eg. “Það á bráðum að ibyrja leikur með
bjarndýr.” Nantanguas brosti. “Bróðir minn íbað mig
aði finna björn fyrir daginn í dag. Eg keypti björn
af Paspaheghinum fyrir stykki af kopar, og fór með
hann í girðinguna fyrir neðan vígið.”
“Og þangað fara allir bæjarbúar bráðum, ’
sagði eg. “í hvaða tilgangi skyldi Rolfe hafa gjört
það?”
Eg fylti bikar með víni og ýtti honum yfir borð-
ið til Indíánans. “pú heldur þig ekki 'mikið í skógir-
um nú á dögum, Nantauguas”. paf> var sem ofurlitj-
um skugga brigði fyrir á andliti hans. “Opechancan-
ough hefir dreymt að eg sé ekki lengur Indíáni
Syngjandi fuglar hafa logið að honum, þeir hafa
sagt honum, að eg elski hvitu mennina en hati þá,
sem hafa sama lit og eg. Hann kallar mig ekki leAg-
ur hetju og son síns kæra bróður, Powhatans. Eg
sit ekki framar við eld hans á ráðstefnum og eg
stjórna ekki 'mönnum hans á herferðum. pegar eg
fór siðast til tjalds hans og stóð frammi fyrir hon-
um, brendu augu hans mig eins og kolin, sem
Monacanarnir einu sinni létu milli handa minna.
Hann vildi ekki tala við mig.” ,
Það ylli mér engrar áhyggju, þótt hann talaðl
aldrei framar,” mælti eg. “Þú hefir verið í skógin-
um í dag?”
“Já,’ svaraði hann og íeit á moldarslettu, se'm
var á eltiskinnsskónum hans. “Kafteinn Percy hef-
ir augu, sem eru fljót að taka eftir, hann hefði átt
að vera Indíáni. Eg fór tij Paspaheghanna með
koparinn. Eg gæti sagt frá nokkru undarlegu.”
"Hverjú þá?” spurði eg, er hann þagnaði.
“Eg fór til tjalds foringjans með koparinn, en
hann var ekki heima. Gömlu mennirnir, sem voru
þar, sögðu, að hann ihefði farið með tíu af mönnum
sínum til fisikagildranna í ánni til þess að ná fisk-
uvn. peir lugu. Eg hafði farið fram hjá fiskagildr-
um þeirra og þar var enginn maður. Eg sat fyrir
framan tjaldið og reykti og meyjar þeirra færðu
mér hnotubrauð og drykk; því Nantauguas er höfð-
ingjaættar og öllum velkominn nema Opechancan-
ough. Gömlu mennirnir reyiktu og horfðu ofan á
jörðina. peir voru að hugsa um þá daga, er þeir
voru líkir Nantauguas. peir vissu ekkert um það, að
kona foringjans, sem varð eins og ibarn vegna
dra'mbs síns, fjetti í sundur dýrsskinni og sýndi
Nantanguas silfurbikar, sem var allur grafinn og
settur með marglitum steinum.”
“Hm!”
“Bikarinn var hátt verð fyrir hvað se^n hann
'hefir verið borgaður, og ekki veit eg hvað það hefir
verið.”
“Hm-” sagði eg aítur. “Mættir þú Edward
Sharpless í skóginum?”
Hann hristi höfuðið. “Skógurinn er stór og það
Iiggja margar slóðir um hann. Nantanguas leitaði
aðeins'að slóð foringjans en fann hana ekki. Hann
gat engum tíma eytt til.þess að leita að hvítum
manni.”
Hann vafði um sig oturskinnskápu sinni og
bjóst til að fara. Eg stóð upp og rétti honum hend-
ina, því mér féll hann mjög vel í geð og hann hafði
gjört mér greiða. “Segðu Ro]fe, að hann muni finna
mig einan,” sagði eg, “og hafðu þökk fyrir fyrihöfn
þína Nantanguas. Eg vildi óska að eg gæti orðið
þér að liði, ef við verðum nokkurn tíma aftur sam-
an á veiðum. Eg ber enn örin eftir tennur úlfsins;
þú máttir ekki seinna koma þann dag.”
Indíáninn brosti. “Það var grimmur úlfur. Eg
óska af öllu hjarta, að kafteinn Percy verði látinn
laus, og þá munum við veiða fleiri úlfa saman,
hann og eg.” ,
Þegar hann var farinn og fangavörðurinn og
Diccon með honum, gekk eg aftur að glugganum.
Það var búið að losa strokumanninn úr gapastokkn-
um og hann skjögraði heimleiðis við hliðina á hesti
húsbónda síns. .Það sáust stöðugt færri og færri
fara um strætið, en að neðan heyrðust hlátrar og
húrraóp; menn höfðu góða skemtun af birninum.
Eg gat séð hájfmánann og fallibyssurnar og fánann,
sem blakti í vindinum, og 4 ánni gat að líta eitt eHa
tvö segl snjóhvít í sólskininu, eins og vængir sjó-
fuglanna, sem flugu framhjá. par fyrir utan voru
siglutrén á skipinu^ sem ihafði flutt okkur heim.
0
\
)
Santa Teresa lá ekki lengur við akkeri á ánni. Kon-
ungsskipið ihafði siglt heim til kooiungsina, en ekki
með þann farm, sem hann hafði búist við. Eftir þrjá
daga myndu og seglin verða dregin að hún á George
og hann myndi sigla niður ána með mig og skjól-
stæðing konungsins og fyrrurn vildarmann hans.
Eg leit niður eftir ánni, sem var úfin af storminum,
fram á flóann, sem tók við af henni, og þar fyrir
utan var hafið síkvikt, ýmist dimt eða bjart; marg-
ar margar mílur á 'breidd, og svo England með
skrúðgræna skóga og engi, og Lundúnir og Lund-
únakastali. Umhugsunin um þetta olli mér minna
•hugarangurs nú en* hún hafði gert. IMenn, sem eg
þekti og 'bar traust til myndu verða farþegar á skip-
inu, ásamt einum, sem.eg þekti, en bar ekki traust
til. Og þótt eg við enda ferðarinnar sæi kastalann,
þá sá eg lfka um leið Buckingha'm lávarð. Hann hat-
aði þá, sem eg hataði, og hann hafði valdið til þess
að reiða til höggs gegn óvini sínum.
Vindurinn blés af vestri, frá ókunnum stöðum.
Eg snéri mér við og hann blés á enmið á mér sval-
ur og þrunginn af skógarilm — ilm af furutrjám og
sedrusviði, visnuðum laufum og svartri 'mold, mýr-
um og lægðum og hæðum — hann bar ilm úr ríki
skóganna, sem hann hafði ferðast yfir. Svipir þess,
sem er dáið og gleymt, og sem hvorki andlit né
rödd gæti vakið upp, vakna stundum við ilm. Eg
mundi alt í einu eftir einum degi hallærisárið. Eg
hafði dregist með veikum burðum út úr hálfniður-
fallinni víggirðingunni og kofaræflunum okkar, burt
fá stunum hinna hungruðu og sjúku, burt frá hin-
um dauðu, sem lágu ógrafnir, yfir nesið, út í skóg-
inn og lagst þar niður til að bíða dauða míns. Eg
var hræddur og mér hraus hugur við mannætubæl-
inu á ibak við mig og eg var orðinn svo máttfarinn,
að 'rnér stóð á sama um alt. Eg hafði verið hraustur
maður, en nú var sivona komið og eg var ánægður
með að láta fara sem fara vildi. Ilmur skógarins
þann dag, dökk moldin, sem eg lá á, langt útsýnið
yfir iblikandi ána milli trjánna — og ekíki mjög
langt í burtu hvít seglin á skipunum Patience og
Deliverance — þetta alt stóð mér fyrir hugarsjónum
rétt eins og það hefði verið, þar sem eg stóð við
glúggan.
Eg hafði þá verið svo langt leiddur, að 'mér
hafði næstum staðið á sama, hvort mér var1 bjargað
eða ekki; en nú þakkaði eg guði fyrir líf mitt. Hvað
sem framtíðin bæri í skauti sínu, var þó liðni tím-
inn minn. pótt eg sæi konuna mina aldrei aftur,
átti eg samt endurminninguna um þá stund, er við
stóðum bæði í stórlyftingunni í skipinu. Eg elskaði
og ást mín var endurgoldin.
pað iheyrðist háreysti fyrir utan dyrpar; það
var Rolfe, sem var að tala við fangavörinn. Eg var
óþolinmóður eftir að sjá ihann og gekk að dyruntfm,
en þegar hurðin var opnuð, kom hann ©kki inn. “Eg
ætla ekki að koma inn”, sagði hann og reyndi að
sýnast alvarlegur, “eg kom hingað með öðrum.”
Hann vék sér til hliðar, og kona klædd í stóra kápu
og með hettu á höfðinu komj inn um dyrnar. Hurð-
inni var lokað á eftir henni og við vorum ein sam-
an. Auk kápunnar og hettunnar hafði hún blæju
f.vrir andlitinu. “Veistu hver eg er?” sipurði hún,
þegar hún hafði staðið þarna nokkra stund í þessum
dularlbúningi og eg var enn ekki farinn að fimna
orð til þess að bjóða hana velkomna.
“Já”, svaraði eg. Þú ert prinsessan í æfintýr-
inu.”
i
ngurmn
og fáið stærsta
og fjöllesnasta
í, s 1 e n z k a
blaðið í heimi
eitthvað, þá komið með það til
Th«r Columbia Press, L
Cor. Saréen* & Toronto
RJÓMI
Styðjið heimaiðnað með þvi að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
I
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framíaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
The Manitoba Co-operative Dairies
LIMITKD