Lögberg - 15.05.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.05.1924, Blaðsíða 4
Bls. 4 é LC&BERG, FIMTUDAGINN 15. MAÍ. 1924. Hin gamla og hin nýja tíð. ÞaÖ eru engin tímamót eins alvarleg, eins og tímamót hins gamla og nýja. Þaö er svo í vorri tifí og þaÖ hefir liklegast verið svo frá upphafi vega, og veröur um alla tíÖ. Vér, sem erum ímynd hinnar eldri eöa gömlu tiöar, eigum svo margt, sem oss er ant um—oss ’er heilagt, i ljóÖi, söng, sögu og venjum, sem vér meö sárum kvíða sjáum hina ungu tíÖ, unga fólkið, gefa sig lítið að, eða þá virða alveg aÖ vettugi, og oss finst, að alt sé af göflum aö ganga. Vér gáum ekki að því, að eitthvað nýtt verður að koma með hverri kynslóð, ef hún á að geta dafnað, — ef ekki nýtt, þá gamall sannleikur og gömul reynsla í nýjum bún- ingum. ÞaÖ hefir aldrei verið til neins fyrir hina gömlu tíð, að reyna að brjrrta þá nýju á bak aftur. Því htjn er eins og sólin, sem sendir blik geisla sinna að morgni dags inn yfir sjóndeildarhring mannanna, fyrst að eins á litlum bletti, svo yfir stærra og stærra svæði, unz hún vermir alla jörðina. Nei, gamla tíðin getur ekki varnað sól æskunnar að skína og á heldur ekki að gera það. Það sem hún á að gera, eg gerir lika sjálfsagt eftir mætti, er að stuðla að því, að hjálpa henni til að skína svo, að við yl hennar og áhuga verði lifið fegurra og þrótt- meira. Oss þykir máske fyrir þvi, að sjá þess ótvíræði- legan vott, að æskulýðurinn, vor íslendinga og ann- ara, er að falla frá hugsjónum feðra sinna, í því að leggja meiri áherzlu á efnalega velmegun, en andans atgjörvi. En æskan vill nú hafa það svona. Skyldi henni takast að gjöra lifið fegurra meÖ því, eða æskunnar menn að meiri mönnum? Vér búumst ekki við, að til neins sé að láta þá meiningu i ljós, að frá sjónarmiði hinnar gömlu tíðar þá er þess ekki að vænta. Æskan fer að öllum likindum sinu fram, og þaÖ er líka hún, sem á að bera ábyrgðina, það er hún, sem tekur launin, og það er hún líka, sem verður að líða tjónið af því, sem misráðið er. \ ér sjáum þvi tvær fylkingar—æskuna, sem i eldmóði veður fram i straumi lífsins, og hina gömlu tíð, gamla fólkið og miðaldra, sem er komið nær landi og horfir á hana og óskar henni af heilum hug fararheilla. Verkefnið, sem frami undan æskunni /liggur, hefir aldrei í sögu mannanna verið eins margbrotið og erfitt viðfangs, eins og það er nú, og heitasta ósk hinnar eldri tíðar er, að æskulýðurinn, sem nú er að taka ábyrgð brautryðjendanna i lífinu á herðar sér, megi reynast betur, en þeir, sem eru nú að draga sig i ‘hlé, eða verða að gjöra það innan skamms. ------o------ David Livingstone. Átjánda apríl síðastl. voru fimtíu ár liðin frá þvi, að David Livingstone var lagður til hvíldar í Westminster Abbey, og hafa sum blöðin á Englandi minst þess viðburðar. Blaðinu “Christian World” farast svo orð: “Það er ekkert til i mannkynssög- unni, sem borið verður saman við hinn angurblíða dauða Livingstones. Hjartað var grafið í mold lands þess, sem hann dó fyrir. Hinir tryggu vinir hans smurðu lik hans í brennandi sólarhitanum, og voru að því í fjórtán daga; og svo ferðin með likið i gegn um myrkviðarskóga, yfir fjöll og óbrúaðar ár, veglaust og nestislaust, héldu þessir fimtíu og sex vínir hans, undir stjórn Susi og Ghousa, áfram með vininn látna, þrátt fyrir megna mótstöðu frá hjátrú-* arfullum og óvinveittum mannflokkum, sem á vegi þeirra urðu, í niu mánuði, unz þeir lögðu byrði sina niður við dyrnar á húsi brezka konsúlsins i Zanzibar, ásamt öllum skjölum og verkfærum, sem Living- stone hafði átt.” Fimm vikum siðar stóð líkiÖ uppi í húsi hins konunglega landafræðifélags í Lundúnum. Utan um kistuna, sem líkið var flutt i frá Zanzibar, var blý- kassi, sem var látinn ofan i eikar kistu, er Englend- ingar lögðu til, og var hún klædd að utan með klæði. Einn af likmönnunum, þegar að hann var borinn til moldar, var kristinn slafi, sem Livingstone hafði varið fjörlesti í Afríku—sá er útfararminningu að kristnum sið flutti á bökkum Bangweolo vatnsins, þar sem hjarta Livingstones var grafið. ------o------ Aiheimsborgarar. Erindi flutt af J. J. Bildfell í Arborg, priðjudags- kvöldxð þ. 13. þ.m. ÞaÖ er naumast hægt að segja meira hrós um nokkurn mann, en að segja að hann sé góður borgari. Það felur i sér flest það, sem prýði er að og að gagni má verða á leið manna frá vöggunni til grafarinn- ar, og endar ekki heldur þar, því orðstír manna og áhrif !ifa löngu eítir þeirra dag, eða eins og sagt er í Hávamálum: “Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfr et sama. En eitt er það sem deyr aldregi: OrÖstír hveim sér góðan getr.” En einkenni flestra manna og kvenna eru bundin við tiltölulega lítið um- hverfi—umhverfi það, sem þau lifa í og er háð nátt- úru lands þess, sem hefir aliÖ það, eða eins og Fjallaskáldið kemst svo heppilega að orði: “Þótt þú langförull legðir, sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta, samt þíns heimalands mót.” Og flest okkar verða að gjöra sér það að góðu, að ná ekki út yfir takmörk síns eigin ættlands, og jafnvel ekki út yfir umhverfi, eða sveit þá, sem maður er búsettur í, og gjörir það ekki svo mikið til. Aðal atriðið er að vera maður — að vera góður borgari, — heill og einlægur liðsmaður i fylkingu einlægninnar, kærleikans og réttlætisins, hvort held- ur að umhverfi manns er mikið eða lítið, verkefnið stórt eða smátt. En það hafa verið til menn og eru máske enn, þó maður komi ekki auga á þá marga, sem hafa lyft sér upp og út yfir hinn þrengri verkahring manna,— lit yfir landamæri ættlanda sinna og upp yfir hinn sérgóða og takmarkaða hugsunarhátt og hugsunar- feril hinna einstöku þjóða, upp í æðra veldi, þar sem sama hugarhræringin fyllir hjörtu þeirra og býr í hjarta alheimsins, þar sem þeir þekkja engin landa- merki, ekkert sérstakt þjóðerni, engin sérréttindi, ekkert jarðneskt “heimalands mót”, heldur eru eitt með öllum, frá þeim lægsta til hins æðsta, frá þeim ríkasta til hins fátækasta, — eitt i von, trú og kær- leika. Siikir menn eru alheims borgarar. Eins og að líkindum lætur, þá er tala þessara manna og kvenna ekki há. Hún er ekki hærri en það, að hæglega má telja fingrum sér um 200 ára skeið aftur í tímann. En ljóminn af lifi þessara manna flestra, er svo mikill, að hann megnar að lýSa upp hugskot manna frá einu heimskauti til annars. Og þeir halda áfram að vera fyrirmynd allra þeirra, sem fögru og þróttmiklu lífi unna, um ókomn- ar aldir. ÞaÖ er ekki timi til þess að minnast allra þess- ara manna hér í kveld, þótt ekki' séu margir. En minna mætti eg á forsetann nafnfræga, Al)raham Lincoln. Manninn óeigingjarna, manninn, sem grét yfir skilningsleysi, ósanngirni og eigjngirni mann- anna. Manninn, sem einn gekk hinn átakanlega sorgarveg þegjandi, þegar aðrir spottuðu hann og hæddu. Manninn, sem aldrei vék af vegi sannleik- ans, sem skyldan bénti honum og hann sá réttastan í ljósi guðs orða, þrátt fyrir brigsl og spott sam- borgara sinna. Manninn, með hjartað viðkvæma, sem ekkert aumt gat séð án meðaumkvunar; og manninn, sem að síðustu staðfesti verk sín og hug- sjónir með lífi sínu. Og minna mætti á forsetann nýlátna, Woodrow Wilson, sem líka staðfesti hugsjónir sínar um frið, eining og góðvild á milli einstaklinga og þjóða, með lífi sínu. Að maður ekki gleymi David Livingstone, sem gaf. lif sitt til þess, að fólk landsins myrka mætti sjá 1 jós kærleikans. Allir þessir menn, og aðrir slíkir, gnæfa yfir alþýðu landa sinna, og lif þeirra, eins hreint og loft- blærinn, sem um þá leikur, talar til allra manna um allan heim á öllum tímum, um fullkomnun þá og fegurð í áformi og athöfn, sem lýður landanna lýt- ur ósjálfrátt í þögulli aðdáun. Á fleiri menn, á öðrum starfsviðum lífsins, er og hægt að benda; menn, sem gnæfa hátt yfir fjöld- ann og tala alþjóðarmáli með svo sterkri raust og svo miklu afli sannleikans, að lýður allra þjóða hlust- ar hugfanginn, eins og á skáldið Victor Hugo. I skáldsögu sinni, “Les Miserables, nær sá maður há- marki listarinnar, í framsetning, í mannlýsingum,'og máli, og þar leiðir hann líka fram fyrir lesendur sina eymd mannanna í sinni ægilegustu mynd, — ekki að eins einnar persónu, eða sérstakrar þjóðar, heldur eymdina, eins og hún blasir við öllum mönn- um og öllum þjóðum, afleiðingar hennar og sker- andi sálarkvöl þeirra, sem undir ofurþunga hennar eru seldir. En Hugo sýnir meira; hann sýnir lika hvernig að gullið í mannssálinni hreinsast í þeim eldi, og hvernig hiÖ góða og fagra í sál og sinni manna þroskast og eflist, unz að lokum það vinnur sigur. Söguhetjan í þessU merkilega skáldverki, Jean Val Jean, er svo stórkostleg, að í henni sjá allar þjóðar hinar skoplegu myndir lifsins, djúp eymdar og auðnuleysis, stríð sálar sinnar í hinni sárustu neyð, og sigur hennar yfir mótlæti, sorgum og and- streymi. Rússneska skáldið Tolstoi er ímynd hinnar leit- andi sálar allra manna. Hin mikla ráðgáta tilver- unnar og lifsins er stóra spursmálið, sem hin sam- eiginlega þjóðarsál hefir verið og er að reyna að gera sér grein fyrir, og það spursmál snýst aðal- hugsun ’þess stóra anda í gegn um alt lífið. Frá þröngum og óþolandi kirkjukreddum hverfur hann út í algjört trúleysi og finnur þar ekker nema auðn, meiningarleysi og kvöl. Frá nautnum manna og glysi snýr hann til einfaldleika lífs þess, sem náttúr- an boðar, en alt er tómt kolt. Ekkert af því leys- ir hina si-nagandi spurningu um það, hvað lífið sé, og hvaða meiningu að tilvera mannanna eiginlega hafi. Og eftir öll sín heilabrot og alla sína leit, kemst hann loks að þeirri niðurstöðu, að eina von mannanna sé Kristur—eina ljósið á hinni dimmu og torsóttu lifsleið þeirra, sé kærleikurinn, og eina fyr- irmyndin, sem sætt geti menn við lifið og héiminn, sé Krists-lífið í allri sinni fegurð og einfaldleika. — Eg vil ekki segja, að allir menn líti á þessi mál eins og þessi bókmentajöfur Rússlands, en þegar þau eru sett fram með eins mikilli snild eins og hann átti yfir að ráða og með eins miklu andans afli, þá hlusta allir—geta ekki látið vera að hlusta. Á fleiri menn mætti benda, sem á einn eða ann- an hátt hafa talað alþjóðamáli, svo sem skáldið og heimspekinginn þýzka Gotehe, tónsnillinginn Beet- hoven, skáldið William Shakespeare o. fl. En það var ekki um þessa menn, sem eg ætlaði mér sérstaklega að tala, heldur vildi eg að eins í fáar minútur minnast á snillinginn merka, glæsi- mennið frábæra, sem er, ef ekki fremstur i ljóðlist af skáldum Breta, þá að minsta kosti næstur þeim tremsta, Byron lávarð. Á þessu ári, 19. april 1924, voru liðin hundrað ár frá dauða þessa merka og einkennilega manns, og má teljast vafasamt, að á þeim hundrað árum hafi nokk- ur fæðst, sem eins miklu umtali hefir valdið og eins mis.jafna dóma hefir hlotið, eins og hann—ýmist lof- aður og dáður fyrir gáfur og glæsimensku, eða at- yrtur og fyrirlitinn fyrir framkomu sína. - Byron lávarður var fæddur i Lundúnaborg 22. janúar 1788. Foreldrar hans voru þau John Byron og Catherine Gordon, bæði af norrænu bergi brotin. Þau voru bæði allvel efnum búin, þó einkum móðir hans, sem tók allmikið fé i arf eftir ættmenni sín. Faðir Byrons lávarðar var frekar gallagripur, óeir- inn, uppstökkur, frekur og mesti eyðsluseggur. Móð- ir hans var skapvargur og óhemja, og svo kaldlynd, að þegar henni rann i skap, sem oftast nær var, þá var eins og hafísnæðingur stséði af orðum hennar, en hagl hryti úr augum. Slik voru áhrifin, sem hin viðkvæma og undur- fagra sál Byrons varð fyrir, þegar hún fyrst fór að mótast og hann að skynja, og það er eins og þau séu æ siðan förunautar hans i gegn um alt hans líf, og enginn er kominn til þess að segja, hve mikið böl þessum gáfaða og glæsilega manni stafáði frá ósam- ræmi, kulda og ósamkomulagi því, sem hann átti við að búa í æsku. Hafið þér séð nýgræðing á vordegi, þegar hann byrjar að breiða broddinn eða blöðin á móti sólinni? Og hafið þér tekið eftir því, hve undur viðkvæmur að harrn þá er, og hve undur lítið þá þarf til þess að eyðileggja hann, að eg tali ekki um að há honum svo, að hann aldrei framar beri’ sitt bar? Svo er hið unga mannslíf, nema hvað það er ef til vill enn þá næmara fyrir næðingi og kulda, heklur en blóm og jurtir náttúrunnar . Var það þá nokkur furða, þó hið viðkvæma og unga líf Byrons lávarðar bæri merki heimilisfrost- anna og næðingsins, sem um það lék frá blautu barnsbeini og réði svo miklu um örlög hans í lífinu síðar? Viljið þér, sem til mín heyrið, i eina mínútu hugsa um dregninn í vöggunni óvanalega fríð- an? Aðalssvipur andans er þegar skýr á litla and- litinu. Hann grætur beiskt og brosir blitt, sem hvorutveggja ber vott um mikið skap. Úr augum hans leiftrar eldur og á enni hans er tign. Hver hreifing hans ber vott um óvanalega mikið fjör, og tillitið um ])að andans afl, sem i honum bjó. Hví- likt verkefni var hér fyrir hendi, að leiða og laða þessa sál ? Hvilíkt verkefni er það ekki æfinlega, að leiða ag laða og móta sálirnar ungu? Og hve sárgrætflegt er það ekki, þegar það mistekst—mis- tekst eins hrapallega og átti' sér stað með Byron lávarð. Á einum sað talar skáldið Einar Hjörleifsson Kvaran um haustsálir og vorsálir. Byron lávarður varð að alast upp með einni slíkri haustsál, og haust- vindarnir og hausthretin léku stöðugt um þessa við- kvæmu, ungu sál, unz að örin eftir hausthöglin urðu svo áþreifanleg, að merki þeirra eru auðsjáanleg i gegnum alt hans lif. Hvílikt slys!—hvílíkt slys það er fyrir sálir allra barna, að þurfa að alast upp, mvndast og mótast með^haustsálum ? Hví geta ekki allar sálir verið vorsálir, sem þíða kuldann og klak- ann umhverfis sig í lifinu og verma alt, ungt oggam- alt, en einkum hin veiku og viðkvæmti mannlíf? Á skólaárum sínum var Byron enginn framúr- skarandi námsmaður. Hinn arnfráni andi undi þvi illa, að vera bundinn við sérstakar sVruddur eða námsfög. En að leikum var hann afburða maður, djarfur, áræðinn og óvæginn, einkenni’, sem síðar koma glögt fram í verkum hans. Það var ekki i rauninni fyr en hann sagði skilið við allar skólaregl- ur og fastákveðin námsfög, og tók að lesa það, sem honum sjálfum gott þótti, að hann fór að taka veru- legum framförum og sýna, hve skilningurinn var frábærlega skarpur og minnið óbilandi. Er Byron lávarður var nítján ára gamall, gaf hann út fyrstu ljóð sín, sem hann nefndi “Hours of Idleness”. Þótti litið til þeirra koma, enda fengu þau hinn harðasta dóm, eins og kunnugt er, í blaði einu, sem Edinburg Review nefndist. Og það fyrsta, sem vakti verulega eftirtekt á honum sem skáldi, var svar hans í ljóðum við þeim ritdómi; ljóð það nefndi hann “English Bards and Scotch Reviewers,” frá- bærlega biturt og vel ort kvæði. Og á þvr sama ári, 1809, tók hann sæti sitt í lávarðadeild brezka þings- ins. Það sama ár fór hann utan og dvaldi tvö ár í þeirri ferð. Þegar hann kom aftur heim, birtí hann part af hinu fagra kvæði sínu, “Pilgrimage of Child Harold,” sem gjörði hann að heimsfrægum manni. Árið 1816 kvæntist Byron, en skildi’ við konu sína eftir mjög stutta sambúð, og út úr þeim skiln- aði snerist almenningsálitið í hans eigin landi á móti honum, ekki að eins sem manni, heldur líka sem skáldi, og varð hann að flýja land og kom aldrei lif- ^ndi til ættlandsins aftur. En hann hætti ekki að yrkja. Hvert stórkvæð- ið rak annað. Þessi meistaraverk, sem mentamenn Evrópu dáðust að, en landar hans fyrirlitu. Gagn- rýnarinn franski, Taine, sagði: “Það er ekki form- fegurð á neinu nema því, sem Byron ritar.” Stór- skáldið Goethe sagði: “Englendingar hafa aldrei átt skáld, sem jafnast á við Byron.” Um þær mund- ir talaði Byron og öll Evrópa hlustaði hugfangin— hlustaði hugfangin af því, að þar talaði, maður, sem sagði sannleikann hispurslaust, eins og hann sá hann, hyer svo sem í hlut átti,. og talaði með meiri snild, en menn höfðu átt að venjast og með meira andans afli. Bókmentamennirnir i /Evrópu lutu þessum skáldajöfur og voru hrifnir af valdi því á anda og efni, sem hann átti yfir að ráða, og flestir andans menn í Evrópu tóku hann sér til fyrirmyndar og urðu snortnir af honum. Lífi Byrons í níu ár—útlegðarárin—, ætla eg ekki að lýsa. Flestir geta áttað sig á því, hve erfið þau hafa hlotið að vera, eins geðríkum og viðkvæmum manni Tig hann var. En eitt atriði er það í útlegð- inni, sem eg get ekki gengið fram hjá, úr því eg fór að minnast á hann á annað borð. Það er þátttaka hans í bvltingamálum Grikklands i sambandi við vin sinn Shelly og aðra fleiri. Grikkland var þá undir stjórn Tyrkja, eða óstjóm. Byron lá ekki á liði sinu i því máli. Með öllu þvi afli, sem hann átti til, og það var mikið, fleygði hann sér út í baráttuna, með Grikkjum og 4 móti Tyrkjum. Síðla á árinu 1823 var Byron boðaður á þing, sem Grikkir héldu i Salona, og má sjá hvaða álit að Grikkir höfðu á honum, af því, að á þessum fundi, eða þingi, höfðu ]>eir ákveðið að bjóða honum konungdóm á Grikk- landi. En þá tók annar í strenginn. Á leiðinni á þingið ofkældist hann, komst að eins til Missol- onghi og, lézt þar 19. april 1824. — Fyrir, náð fékst að flytja líkið til Englands og var það jarðsett þar í kirkju einni í Hucknalf—Torkard þÞórsgarðiJ, ná- lægt Newstead. En ljóðin hans fyrirlitu þeir og út- hýstu. Síðan að Byron lávarður dó, eru nú liðin hundr- að ár, eða voru 19. apríl siðastl, og enn læsa orð orð hans sig i gegn um líf og sál' mannanna, eins og ljós í gegn um myrkur. Enn ér framsetningin á hugsunum hans og ljóðum til fyrirmyndar. Enn er hugrekki hans í framsétning, dáð, og það meira en á meðan hann lifði. Og enn standa mannlífslýsingar hans sem hámark skáldlegrar listar, og standa eins lengi og menn kunna að meta það sem fagurt er og vel sagt i ljóði. Löng hefir útlegðin verið fyrir Byron frá ættlandi sínu, því þó líkami hans hafi notið þar hvíldar, þá hefir andi hans í ljóði og list verið útlægur þar til nú á síðustu árum, að Englend- ingar eru farnir að innhýsa hann og meta. — Leyfið mér að nefna Byron lávarð skáldið ó- dauðlega, sem einn á meðal alheimsborgaranna. Gjörið svo vel að ljá eftirfar- andi rúm í yðar heiðraða blaði Lögbergi. Ungtemplarastúkan “Gimli” no. 7 hefir fund í Town Hall á laug- ardaginn kl. 2 e. ih. Evnbættiismenn fyrir yfirstandandd ársfjórðung eru' þessir. Fyrrum Æ. T. Oscar Goodmann. Æ. T. Bennetta Benison. V. T. Freda Sólmundisson, Dr. Ruby Thorsteinsson. A. Dr. Fjóla Sólmundsson, Rit. Evangeline Olafsson. A. rit. Jótsep'hine Olafsson. F. rit. Helene Benson. Gjald. Aurora Magnuisson. Kap. Óiafur Sólmundsison. V. Kristin Benison. Ú. V. Gertrude Tihomson. Með vinisemd og (þakkæti, C. O. L. Chiswel.1. Frá Islandi. A.kureyri, 28. marz.—Spítalastöð- urnar, sem auglýstar voru lausar í blaðinu fyrir nokkru, eru nú veitt- ar. Ráðsmanns og gjaldkerastarfið veitt Lárusi J. Rist; yfirhjúkrunar- konustarfið, endurveitt frk. Þor- björgu Ásmundsdóttur; matreiðslu konustarfið frk. Guðrúnu Jóhanns- dóttur frá Auðunnarstöðum í Húnavantssýslu. Látinn er í sjúkrahúsinu Hauk- ur Sigtryggsson frá Lynghliði í Kræklingahlíð, úr krabbameini. — Þá er og látin Sigrún Sigurðardótt- ir frá Villingadal, úr berklaveiki.— Enn fremur er látinn frammi í Eyjafirði Olafur Benediktsson, er um eitt skeið var verzlunarmaður hjá Sigfúsi heitnum Jónssyni, um sextugt. 1 nótt andaðist á sóttvarn- arhúsinu Líney Björnsdóttir, úr taugaveiki.—Islendingur. t'Jr Svarfaðardal. Áður var getið um kynnisför nemenda og kennara Gagnfræða- skólans út í Svarfaðardal og hinar forkunnargóðu viðtökur dalbú- anna. Vegna þess, að Svarfaðar- dalur er að fornu og nýju ein af merkustu sveitum norðanlands, vill blaðið geta dalsins pokkru nánar. Dalurinn kom mjög við sögu landsins um það bil, er íslendinga- sögur gerðust, eins Svarfdæla og fleiri sögur sýna. Þá bygðu dalinn ýmsir merkir menn. Valla-Ljótur verður alt af talinn einn af ein- kennilegustu og giftusamlegustu Innan stál- hurðar. Heimilið er ekki rétti staðurinn fyrir verðbréf. Alveg sama, hverra varúðarregla er gætt, þér getiö aldrei verið vissir um, að þeim verði ekki stolið eða eyðilögð. Fyrir iitla upphæð, enn lægri en þvi svarar að fá skjöl endurnýjuð, getið þér fengið öryggis- hólf. Hvert hólf hefir tvo lykla, annan geymið þér sjálfir, en bankinh hinn. Sérhvert hlf er úr stáli og út af fyrir sig. Hólfin eru af mismunandi' stærð og kosta misjafnlega mikið. THE ROYAL BANK O F CANADA Höfuðstóll og viðlagssj. .. $41,000.000 Allar eignir.........$569,000,000 F319 SUMAR XCURSIONS Mai 15. til Sept. 30. Gott til afturkomu til 31. Okt: AUSTUR CANADA VESTUR AD KYRRAHAFI Fáa daga í Jasper National Park—Canadian Rockics Vér seljum farbréí til allra staða í heimi. Margar Brautir Úr að Velja Velja Með Canadian National og Öðrum Brautum Bœði á Sjó og Landi. Alla Lcið Mcð Brautum og Vötnum Ef þér hafið vini í Evrópu, sem þér vilduð hjálpa til að komast hingað, þá komið að sjá okkur. TOURIST and TRAVEL BUREAU N.W. Cor. Main and Portage 667 Main Street Phone A5891 Phone A 6861

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.