Lögberg - 15.05.1924, Blaðsíða 8
Bls. 8
LöGBERG, FÍMTUDAGINN 15. MAÍ. 1924.
Úr Bænum.
J. K. Jo/hnson frá Hecla P. 0.
Man., var á ferð í hænum í vik-
unni, sem leið.
Miiss Olavia Markússon, dóttir
Magnúsar Markússonar skálds,
lagði af stað síðastliðinn mánu-
dag, suður til Cincinnaíi í Ohio
ríkinu í kynnisför til systur sinn-
ar Mrs. De Haven, er 'þar á heima.
Hygst ihún að dvelja þar um 'hríð.
---------o---------
Guðjón Einárson frá Framnes,
P. O. Man., kom snögga íerð til
bæjarins s. 1. mánudag. Kvað
hann sáningu trauðla byrjaða enn
þá í sinni bygð. Kuldar og ótíð
hafa ha'mlað. Heilsu fólks sagðl
hann góða þar að isvo miklu leyti
sem hann til vissi.
MiÖvikudaginn 7. þ.m. voru gef-
in saman í hjónaband Richard Ser-
hey og Petrea K. Brandson. Athöfn-
in fór fram á heimili dr. O. Björn-
son og konu hans, sem er systir
brúðurinnar. Hjónavígsluna fram-
kvæmdi séra Bjöm B. Jónsson, D.
D.. Ungu hjónin héldu samdæg
urs á stað véstur til Vancouver, og
þaðan ráðgjöta þau að fara suSur
með Kyrrahafsströnd til California
og á heimleið ætla þau að koma
við í Yellowstone Park. Fram
tiðarheiniili þeirra verður í Winni-
peg-
Góð skemtun.
f síðustu vikunni í marzmánuði
andaðjist í Pemibina N. D. ekkjan
Kristín Hallson, að heimili Mrs.
Guðrúnar Joihnson. Hin framliðna
vat um sjötugsaldur og hafði verið
blind í nokkur ár. Hún var jarð.
sett af K. K. Ólafssyni, fonseta
Kirkjufélagsins, í grafreit ís-
lendinga þar við bæinn.
Skólaráðsnefnd Jóns Bjarna
sonar skóla, átti fund með ,sér í
hinu nýja og veglega Ihúsi sikólans
síðastliðið mánudíagisikvéld. 'pesls-
tr sátu fundinn: 'Forseti
Kirkjufélagsins, séra Kristinn K.
Ólafsson frá Mountain N. D. og
séra Jónas A. Sigurðsson frá
Ohurdhibridge, Dr. Björn B. Jóns-
son, séra Adam porgrímsson frá
Lundar, Sigurður Melsted, Jón J.
Bíldfell, Arinbjörn S. Bardal og
Dr. Jón Stefánsson.
Að kveldi dags þann 30. apríl
voru Magnús Wlalter Dalmann og
Dagbjört Lilja Sölvason bæði frá
Wpeg. gefin saman í ihjónaband
af séra N. Steingrimi porláksson,
að heimili foréldra brúðurinnar,
778 Victor street. Viðstaddir voru
vandamenn brúðhjónanna og
nokkrir nánUstu vinir. Að lokinni
hjónavígslunni fóru fram ágætar
veitingar. Framtíðarlheimili ungu
hjónanna verður fyrst um sinn að
778 Victor str. Winnipeg.
f síðast liðnum mánuði útskrif-
aðist Theodor William Eýjólfsson
frá húskcllanum í Saskatoon í
lyfjafræði með ágætisein'kun.
Tlheodor fékk undirbúningsment-
un sína í Park River N. D. og gat
sér iþegar ágætan orðstýr, sem
mikill námsmaður. Svo ihélt þessi
ungi efnilegi maður áfram námi
sínu við háskólann í Saskatoon
eins og sagt hefir verið og lauk
því með sóma, aðeins 22 ára gam-
all. Hann er sonur Mr.s. Jónínu
Eyjólfsson í Wynyard Sask. Tvo
bræður á Tiheodor, sem líka eru
útlærðir í lyfjafræði, ,þeir heita
Jónas og Árni.
Kveldskemtun ,sú, er Leikfélag
íslendinga í Winnipeg stofnaði til
í Goodtemplaralhúsinu síðastliðið
mánudagskvöld, tókst mætavel og
var ihin ánægjulegasta í alla staði.
Hinn góðkunni leikari, hr. Ólafur
Eggertsson sýndi tvo léixi: “Síð
asta fullið,” er hann hafði snúíð
í leik úr hinni snildarlega ritnu
sögu Sigurðar prófessors Nordal.
Efni þes® leiks var lýst svo ítar-
lega í síðasta Iblaði að ekki gerist
þess þörf, að fara um það fleir
um orðum. Meðferð Ólafs á við-
fangsefninu var yfirleitt góð og
víða hrífandi og tilþrifamikil,
enda láta ihonum hin alvarlegri
hlutverk sem þetta, alla jafna besl
Hitt leikritið, sem nefnist “Bið-
illinn”, ihefir Ólafur samið sjálf-
ur fyrir nokkrum árum, en breytt
því nokkuð síðan isvo nú mun það
all mjög fullkomnara. Það er skop-
lei'kur, að vísu ekki efnismikill,
en víða er þar meinhnyttilega að
orði komist. Enda ihlóu áhorfend-
ur dátt.
Ólafur Eggertsson hefir lagt
mikið á ,sig í þarfir íslenskrar
leikmenningar, Ihér í landi og verð-
skuldar einlæga þökk þjóðarbrots-
ins vestræna.
Hr. Halldór Þórólfsson söng
fjölda laga, flest, íslensk þjóðlög,
raddsett af prófeslsor Svb. Svein-
björnssyni, ásamt laginu Sverri
konungur, eftir sama höfund. Enn-
fremur “Um sumardag er sólin
skín, eftir Franz Abt og loks
Vögguljððin eftir Jón tónskáld
Friðfimniss. Söngurinn tókst mæta
vel. Rödd Halldórs er hrein og
karlmannleg og ihann lifir sig á-
valt inn í efni lags og ljóðs. Dótt-
ir hans, ungfrú Pearl Þórólfsson,
lék undirspilin og spilaði auk þess
piano^solo og sýndi verulega
smekk'vísi í Ihivortveggja.
Þorsteinn Joihnson frá Otto,
Man., er um tveggja mánaða tíma
ihefir divalið í Seattle kom til bæj-
arins s. 1. laugardag. Hann stund-
aði húsasmíðar vestra þessa tvo
mánuði; kaup er þar 75c til $1.00
á klukkustund. Sagðist hann hefðl
verið í Seattle í sumar, ef veiki,
sem hann kennir í fótu’m, hefði
ekki ágerst vegna raka loftsins að
hann hélt. Nokkuð af íveruhúsu’m
kvað hann verið að reisa í Seattle
ogþar væri því atvinna fyrir smiði
sem stæði. En erfiðiisvinnu kvað
hann lítið um og fjöida af vinnu
leysingjum í þeirri grein. Sögun
armyllur Ihættu þar starfi nýlega
og ihalda menn það vott þesis, að
húsasmíði sé í rénun í Bandaríkj-
unum. Frá California kvað hann
menn þyrpast til Seattle í atvinnu-
leit. Þá hugmynd kvað hann ríkja
syðra ,að í Canada yrði senn
meira um atvinnu em annarsstaðar,
Nokkra nýkomna fslendinga
'héðan hitti íhann og fanist honum
hugur þeirra hvarfla hingað eða
til austunferðar.
Fyrirlestur.
um grafir Faraóanna á Egypta-
landi, einkum gröf Tut-Amk-Am-
ens, flytur séra Gu&m. Árnason í
samkomusal ISambandiskirkjunnar
á Banning St. í Winnipeg fimtu
dagskvöldið 22. þ. vn. Yfir 60 á-
gætar skuggamyndir af konunga-
gröfunum og öðrum minnismerkj
um Forn-Egypta verða sýndar.
Yfirlit verður gefið yfir menn-
ingu Forn-Egypta, trúarbrögð o.
fl.
Inngangur 25 cents. Aðgöngu
miðar fásthjá Finni Jónssyni bók-
sala.
Þegar sumarið kemur
Við árstíðaskiftin er mjög
áríðandi að vera varfærinn
að því er snertir mjólk þá,
er nota skal. Heitu dag-
arnir valda því að mjög
erfitt er að geyma mjólk,
sem ekki er hreinsuð á vís-
indalegan hátt. Enginn
vill eiga á hættunni nokk-
uð meira en hann frekast
þarf. Hygnar mæður
kaupa því ávalt Crescent
mjólk, hvern einasta dag
ársins, þær vita að hún er
ávalt jafnhrein, sæt og
heilnæm. Ef þér eruð eigi
rétt vel ánægðir með mjólk
þá, er þér notið.skuluðþér
hringja upp B 1000 og
biðja einn af mjólkur-
sölumönnum vorum að
koma við í húsi yðar.
Gjafir til Betel.
Frá Grunnavatresisöfnuði Stony
Hill. •••• .............. $23.75
Gefið að Betel í apríl.
Ólafur Egilson Lagniruth .... 1.00
Mrs G. Fjeldsted Gimli P. O.
12 dúis. egg.
Mrs. Friðfinnur Einarsson
Gi’mli, P. O. 12 dús. egg.
Mrs. Halldór Halldórsson
Selkirk ................... 4.00
Mr. Thoirleifur Thorvaldsson
Brendenbury ............... 5.00
Kvenfélag Erelsis-isafnaðar 1
Argyle til minningar um Mrs
'Guðrúnu sá'l. Sigmar... $25.0U
Kærar þakkir fyrir Iþessar gjafir
J. Jóhannesson féh.
675 McDermot. Wpeg.
Winnipegosis 9. maí ’24
Kæri 'herra ritstj. Lögbergs!
Viltu prenta eftirfylgjandi vísu
til 'þesisa S. R. móti vísunni hans
í síðaista Lögbergi “Klerkurinn að
Kirkju Brú.”
Wísan er svona:
Ef að list þú lærðir nú,
lesa úr — þankastrikum,
mikið síður þektist þú
af þínum hvefsnis vikum
Þinn með vinsemd F. H.
F. Hjálmarsson.
SKEM riSAMKOMA
Kvenfclag Ardalssafnaðar efnir til
skemtisamkonni hinn 23. mai kl.
8:30 að kveldi.
Kaipprœða: Ber mannfélagsá
stand nútíðarinnar vott um minni
þroska en fyrir fimtíu .árurn eða
fvr ?—
Játandi hliðin:
Séra H. J. Leó, og
Kristján Bjarnason.
N’eitandi:
Séra Jóhann Bjarnason og
Björn Sigvaldason.
Söngflokkur Arborgar skemtir
þar einnig.
Hér er um fyrirtæki að ræða,
sem almenningi ber að styðja.
Fjölmennið á skemtunina þann 23.
[>essa mánaðar í Árborg.
Ferðamenn frá búnaðar
skclanum í Fargo, N.O.
Á laugardaginn annan en var,
kjomu til foæjarins 11 ferðavnenn
eftir a'lllanga og Iharða útivist
voru það tveiir kennarar frá bún-
aðarskólanum í Fargo í N. D., og
níu stúdentar — verkfræðingar,
sem .samkvæmt reglugjörð skólans
fara árlega til bæja eða ibygða,
þar sem er um meiri mannvirkl
að ræða en í Fargo. Á meðan
þessir ferðamenn dvöldu hér
nyrðra voru þeir gestir bæjar-
stjórnarinnar , ;se,n auk þess, sem
að isjá var hér í bænum sýndi
þeim rafstöð bæjarins í Pointe du
Bois og vatnsleiðslufyririkomu-
lag ibæarinis og þótti gestunum
mikið til koma og furðuðu sig a
hve afaródýrt rafurmagnið væri,
ekki síst þegar það var borið sam-
an við það, sem þeir þyrftu að
borga í Fargo, þar sem það er
þrefalt dýrara til ljósanotkunar.
Á meðal þðslsara gesta var einn ís-
lendingur, Árni Helgaison frá
Henisel N. D. bráðefnilegur mað-
ur, sem 'hefir drifið sig áfram hér
með dugnaði og framsýni. Árni
kom alll'slaus frá íslandi árið 1912
dvaldi eitt ár í Nýja-Jslanidi og fór
svb suður til Dakota og tók að
stunda nám við mentastofnanir í
N. D. Þegar stríðið kom fór hann í
það, en að því loknu ihélt hann á-
fram námi sínu og útskrifast nú
í vor í verkfræði og hefir fengið
sökum hæfileika isinna og dugnað-
ar “fellowslhip” eða námsstyrk sem
Wisconsin háskólinn veitir náms-
mönnum, isem fram úr skara, sem
nemur $500 til þess að halda á-
fram námi isínu við þann skóla I
raffræði. petta er myndarlega
gjört af Árna, ekki isíst þegar til-
lit er tekið til þess, að hann hefir
orðið að vinna fyrirsér sjálfur. En
nokkuð ihjálpaði það Ihonum, að
hann fékk undirbúningsfmentun
iheima á felandi, var útskrifaður
úr FleniSborgar-vskóla
Fjórir íslendingar útskrifast
frá þeim sama iskóla í vor, eru
það Mrs. Katrín Thorsteinsson frá
Gardar í vísindum og bókmentum.
Kristján ©enson frá Bantry N. D.
í búfræði.
Snorri Thorfinnlsson frá Moun-
tain N. D. og Jónas Sturlaugsson
frá Svold og Ihefir sá síðastnefndi
hrept “soholarsihip” $250 fyrlr
framúrskarandi námslhæfileika.
Er garðurinn yðar
tekjulind
eða BYRÐI?
PramleiíSir hann þroskaSa og heil-
hrigta ávexti og fögur bl6m ? EKa
er hann niSurnlddur sökum illgresis
og framleiSir þar af leiSandi minna
en ekki neitit?
AVFA'TTH—Nú er rf-tti tíminn til aS
rækta lauk, næpur, lettuce, radish,
spinach, baunir, rófur og þar frtam
eftir göttunum
IiAWN GBASS.—Viort eigiS Prairie
Mixture. er vandlega blandaS og
skreytir blattinn framan viS húsiS á
skömimum tlma.
SAVISET PEAS—Blðm sem eru eink-
ar vel fallin til skrauts. Vaxa fljðtt.
Ein únza nægir I tuittugu og fimm
feta lainga röS.
STJMARBIiÖMA BEl/BS—Sérstakt úr-
val af Dahlias, Begonias, Gladioli,
Iris, Bleedtng Hearts, o. ffl., alt við
bezta verSi.
BúSin o,pin I aprll og maí frá 8 f.h.
til 6 e.h., á laugardögum eins.
Skriíið eða sfmið eftir Verðskrá.
MXJNIÐ STADINN
Steel Briggs Seed Co.
Idmited
Stærsta fræsöluverzlun I Canada.
139 Market St., One Block
East of Main. Sfmi A-8541
WINNIPEG, MAN.
THE LINGERIE SHOP
Mrs. S. Gunnlangsson.
Gerir Hemstiching fljðtt og vel og
með lægsta verSi. Pegar kvenfðlkiS
þarfnast skrautfatnaSar, er bezt aS
leita til litlu búSarinnar á Victor og
Sargent. par eru allar sllkar gátur
ráSnar tafarlaust. par fást fagrir og
nytsamir munir fyrir hvert heimili.
MuniS Bingerle-búSina aS 687 Sar
gent Ave., áSur en þér leitiS lengra.
Dr. Cecil D. McLeod
TANNLÆKNIR
Union Ðank Bid. Sargent & Sherbrook
Tal*. B 6994 Winnipeg
Islenzka Bakaríið
Selur beztu vörur fyrir lægst
verS. Pantanir afgreiddai bæði
fljótt og vel. Fjölbreytt úrval.
..Hrein og lipur viðskifti...
Bjarnason Baking Co.
631 Sargent Avu Sími A-5638
THE PALMER WET WASH
LAUNDRY—Sími: A-9610
Vér ábyrgjumst gott verk og
verkið gert innan 24 kl.stunda.
Vanir verkamenn, bezta sápa
6c fyrir pundið.
1182 Garfield St., Winnipeg
Hinn óháði merkisberi.
Einhver óháður náungi ritar i
síðustu Heimskringlu og er að
segja ribstjóranum frá ihvernig
hinir oftnefndu 23 séu innrættir.
Mér líkar að sumu leyti ekki
sem verst við þennan náunga.
Hann ritar fre’mur “stutt” mál,
talar isköruglega og toýsna ljóst.
Alt sem hann segir skilst vel nema
fyrirsögnin, ihana skilur víst eng-
inn sem ísilensku. pað er víst nýtt
orð. Hann ætlast víst til að það
sé skilið sem fslenska, því ekki er
það merkt á neinn hátt. En slepp-
um því, það getur skoðast sem
iskjaldarmerki hins “óháða”. Alt
annað í greininni skilst vel.
Hann foyrjar á því að segja:
“pað er ekkert annað en hatur
heift og hefnigirni er knúð hefir
23 meninngana . . . 0. s. frv.
pað Ihefir gleymst að sýna fram
á að á/varp þessara 23ja manna
til pjóðræknisfélagsins foeri með
sér þetta hatur og heift, sem höf-
undur dróttar að okkur (eg er
auðvitað í hópnum) en líklega er
hann þó að tala um það. Það er
óhugsandi, að foann sé að gefa i
skyn, að hér isé um goðgá að ræða
—að hér sé tfm mann eða menn að
ræða, sem ekki megi tala við eða
um eins 0g hverja aðra menn. Nei,
það getur ekki verið. Hann meinar
jíklega að ávarpið frá þesisum 23
foeri það með sér, að þeim gangl
illt eitt til. Ekki þarf nema lesa á-
varpið í Heimskringlu, til þess að
sannfærast um Iþað, se,m hann vill
vera láta, 'eða um það gagnstæða.
Ávarpið er hógværðin isjákf að
mínu áliti. Þar er ekki mögulegt
að lesa ihatur nokkurstaðar, jafn-
vel ekki milli línanna. Eg get ekki
hælt mér af því að hafa samið a-
varpið, en «g var því samþylekur,
það hefði sjálfsagt orðið talsvert
verra, ef eg hefði samið það, þv!
eg er engnn engill. En eg þykist
eiga rétt á mínuvn skoðunum þót.t
þær falli ekki í smekk hins nýia
“ó’háða” merkisbera.
Svo heldur náunginn áfram og
segir; “Ástæður þær, sem 23 menn-
ingarnir ihafa, eru litlar og létt-
vægar,” og svo sem til þess að
sanna að svo sé, segir hann:
“Tímaritið er prýðilega vandað
rit, skemtilegt og uppfoyggjandl,
prentað á góðan pappír og frá-
gangur foinn besti.”Og ennfremur:
’ Hafa í það ritað prófessorar,
skáld og aðrir gáfu’menn.”
pað er ekki eitt einasta orð um
það í ávarpinu margnefnda, að
frágangur, að því er snertir
pappír 'hafi verið eða sé vítaverð-
ur á Tímaritinu. En svo sé eg
M."* . ___L!___timbur, fjalviður af öllum
A'ýlRL vorubirgchr teguRdum, geirettur og ak-
konar aðnr strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Koiráð og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðit
að sýna þó ekkert sé keypt.
ekki að það komi málinu við. Rit-
stjórinn hefir aldrei gefið sig út
sem pappírsgerðarmann. Ef eitt-
hvað hefði verið að pappírnum,
þá hefði það ekki verið ’hans sök.
Og svo foitt. Hvar er það tekið
fram í ávarpinu, að það hafi ekki
verið gáfumenni, sem ritað hafa
í Tívnaritið eða gefið í skyn, að
þeir foafi verið hálfgerðir ómerk-
ingar?. Það er ekki sjáanlegt það,i
og Ihefði því merkiisfoerinn getað,
stytt ritgerð sína sem svaraði því^
máli. Það er þýðinarlaust að vera(
að neita því, sem enginn ‘hefirj
ha'ldið fram.
Svó keraur að því, að hann ætl-
ar að ná sér niðri á ritvellinum,
þar isem hann segir: Ritstjóri á
ekki þesisa ritgerð og foer því enga
ábyrgð á henni nema . . .0. s. frv.
og óíklegt að ritstjóri hafi fengið
höfundinn til að semja ritgerð
þessa til að hefna sín á öðruvn. . . .
o. s. frv. Hinn ólháði hefði getað
sparað sér ómakið við þessar skýr-
ingar al.lar, þetta atriði er mjög
einfalt, ;þar .sem ritstjóri eins
tímarits er einráður og einvaldur
um ihvað foirtist í því riti, sem um
er að ræða, hvert svo sem ritið er
þá ber Ihann enga ábyrgð á því,
sem þar toirtist, að minsta kosti
lagalega og ekki síður siðferðis
ilega. Þetta mas u'm það, sem rit-
stjóri eða höfundurinn hafa lík-
lega gjört, eða ekki gjört, skýrir
málið ekki ministu vitund.
Að endingu segir náunginn'
“ . . . enda eru 23 mennngarnir
ekki búnir að útvega færari mann
til þess starfa.” Þetta er Ihárrétt,
við erum ekkí búnir að því. pað
sannast víst hér, sem einhver
sagði að “íslenskan væri svo ‘hlá-
leg, að misskilningi gæti valdið.
Sá óiháði. þurfti ekki að taka það
fram, menn vissu það áður. Meira
að segja við þessir 23 foúumst ekkij
við að fá annan. Við göngtfm út|
frá iþví sem vísu, sem sjálfsögðu,
að eins og sakir standa muni Þjóð-
ræknisfélagið halda og kjósa nú-
verandi ritstjóra Tímaritsins —
eims lengi og leiðandi mönnum
þess sýnist, án þess að spyrja
okkur til ráða og máské án þess
að ráðgast 'um við hinn ó'háðaj
1 merkisfoera. pað skoðum við semi
eðlilegt.
Helst vildi eg óska, að sá óháði
líti ise'm minst á séhhera og væri
ekki að veifa þessu merki með
hnni leyndardómsfullu yfirskrift
“Spite.” Slíkt rafstur getur varía
leitt gull af sér; en ef hann kem-
ur aftur í ljós, neyðist eg til að
áíta, að hann sé ekki óháður held-
ur háður eirihverju valdi, annað-
hvort aðfengnu eða foeimaöldu.
Jóhannes Eiríksson.
The Empire Sash & Door Co.
Limttad
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
AUGLYSIÐ I L0GBERGI
Dir. Tweed tannlæknir verður
staddur í Árlborg þriðjudaginn og
miðvikudaginn hinn 20. og 21. þ.
m. en á Gimli fimtudaginn og
föstudaginn 29. og 30. Þetta eru
íslendingar í Nýja íslandi vin-
samlega Ibeðnir að athuga.
’Sökul forottferðar verður engln
guðsþjónusta í kirikjunni á A'lver-
stone stræti nr. 6C3, næstkomandi
sunnudag. Virðingarfylst
Davíð Guðbrandsson.
Móiorbáta eigendur.
Til sölu ein Cadillac 4-Cylinder,
50 hestafla gasolínvél (high ten-
^sion Magneto new pointsj, Márine
kæli aðferð, ekta motor, til fiskr
veiða eða skemtana, verð $150. —
Einnig nýir Hupmobiles og allar
tegundir brúkaðra bifreiöa.
KomiÖ eða skrifið til 127 Har-
row St., Winnipeg. Sími F 4664
eða B 4163. Spyrjið eftir Mr. C.
Hkrpell.
Ef oinihver vissi um utanáskrift
Pálmeyjar Eiriksdóttur frá Sæbóli á
Ingjaldssandi, ÖnundarfirÖi, Isa-
fjarðarsýslu á íslandi, væri sá eða sú
hin sama beðin að gjöra svo vel og
koma utanáskrift hennar til: M.
Magnússonar, Hnausa P. O., Man.,
Can., fyrir hönd Jónínu systur hennar
á ísiandi.
BÖKBAND.
peir, sem óska að fá bundið
Tímaritið, 4 árg., í eina bók, geta
fengið það gert hjá Columbia
Press, Cor. Toronto og Sargent,
fyrir %$1,50 í léreftsbandi.
gylt í kjöl, en fyrir $2,25 fyrir
leður á kjöl og horn og bestu
tegund gyllingar. — Komið hing-
að með bækur yðar, sem þér þurf-
ið að iáta binda.
Consumers Company Limited
Aðalskrifstofur: 649 Somerset Bldg.
Þann !. Maí byrjum vér að flytja ís heim til fólks, Veitið GULA VAGN-
INUM athygli. Viðskifti vor hafa aukist stórkostlega undanfarin tvö ár. Er
það að þakka vörugaeðunum, ásamt ábyggilegri afgreiðslu.
Verzlum aðeins með fyrsta flokks ís, unnin úr síuðu Shoal Lake vatni. Ef
þér hafið ekki áður keypt ís af oss, þá er nú rétti tíminn til að byrja.
Umboðsmenn vorir munu heimsækja yður. Eða hringið upp A632I,
CONSUMERS GOMPANY Limited
649 Soinerset Building, Winnipeé
Th. Johnson & Son
T?r og Gullsmiðir
264 Main St.
Selja Gullstáss, giftingaleyf-
isbréf, Gleraugu o. fl.
Tals.: A-4637
Slrni: A4153 IbI. Myndastofa
WALTER’S PHOTO STUDIO
Krintin Bjarnason eigandl
Næst við Lyceum ’ háoiC
290 Portage Ave. Winnipeg.
J. H. Ashdown
Áttræður kallaðist, Ashdown frá,
unaðsbrag heimsins og sorgar, —
mannfélagsstoð var maðurinn sá,
og miljóner Winnipeg borgar.
Hans var með bindindi hugarþel,
hjálp góðra stofnana lengi: —•
í Winnipeg eyddi hann æfinni vel, j
þó aðkast í heiminum fengi.
Hann foyrjaði fátækyr blikksölu
um torg,
og bjó þá til könnur og fötur, —
ei var þá Winnipeg útmæld sem
iborg,
og örfáar sléttaðar götur.
Ákafur, framsýnn 0g iðinn vann,
altaf vel centanna gætti, —
— sumir af öfund sögðu hann,
svíðing með nurlarahætti.
Á byggingum flöggin hér birtu
sorg,
við burtköllun frumherjans slíka.
Margt er nú veglegra’ í Winnipeg
borg
fyrir’ vit og starf Asihdowns ríka.
G. H. Hjaltalín.
Brauðsöluhús
Beztu kökur, tvíbökur og
rúgbrauð, sem fæst í allri
borginni. Einnig allskonar
ávextir, svaladrykkir. ísrjómi
The Home Bakery
653-655 Sargent Ave. Cor. Agnes
Mobile, Polarine Olía GasoLin.
RecTs Service Station
milli Furby og Langside á Sargent
A. BKRGMAN, Prop.
FBEB 8KRVICK ON BUNWAY
CUP AN DIFFEBENTIAX OBEA8R
Eina litunarhúsið
íslenzka í horginni
Heimeækið ávalt
Duhois Limited
Lita og hreinsa allar tegundir fata, svo
þau líta út sem ný. Vér erum þeir einu
í borginni er lita hattfjaðrir.— Lipur af
greiðsla. vönduð vinna.
Eigendur:
Arni Goodman, RagnarSwanson
276 Hargrave St. Sími A3763
Winn peg
The New York Tailoring Co.
Er þekt um alla Winnipeg fyrir
lipurS og sanngirni í vitSskiftum.
Vér snlSum og saumum karlmanna
föt og kvenmanna föt af nýjustu
tízku fyrir eins lágt verS og hugs-
ast getur. Einnig föt pressuS og
hreinsuS og gert við alls iags loSföt
639 Sargcnt Ave., rétt viS Good-
templarahúsIS.
Office: Cor. King og Alexander
Kinú Georúe
TAXI
Phone; A 5 7 8 O
Ðifreiðar við hendina dag og nótt.
C. Goodman.
Manager
Th. fijarnnson
President
SIGMAR BR0S.
—Room 3—
Home Investment Bldg.
468 Main Street, Wpg.
Selja hús, lóðir og bújarðir.
tJtvega lán og eldsábyrgð.
Byggja fyrir þá, sem þess óska.
Phone: A-4963
EMitJOHNSON og A. THOMAS
Service Electric
Rafmagns Contracting — Alls-
kyns rafmagnsáhöld seld og við
þau gert — Seljum Moffat og
McOlary Eldavélar og höfum
þær til sýnis á verikstæði voru.
524 Sargent Ave. (gamla John-
sons byggingin við Young St.
Verkst. B-1507. Heim. A-7286
VICTOR ANDERSON
Skósmiður
Cor. Arlington og Sargent
Komið með skóna yðar til við-
gerða snemma í vikunni.
Opið á kvöldin. Verk ábyrgst
Lokað á laugardögum þar til
eftir sólsetur.
Wevel Cafe
Ef það er MÁLTÍÐ sem þú þarft
sem seður hungraðan maga, þá komdu
inn á Wevel Café. Par fást máltíðir á
öllum tímum dags—bæði nógar og góð-
ar. Kaffibolla og pönnukökur og als-
konar sætindi og vindla. MRS .F. JACOBS
Christian Johason
Nu er rétti tíminn til að láta
endurfegra oz hressa uop á
arömlu húsgöamin og láta
nra ut eins og þ*iu væru gersam-
lega ný. Eg er eini íslendingur-
inn í borginni, sem annast um
fóðrun og stoppun stóla og legu-
bekkja og ábyrgist vandaða
vinnu og fljóta afgreiðslu. Mhm-
ið staðinn og símanúmerið: —
311 Stradbrook Ave., Wiimipe«
Tls. FJR.7487
^oAmaá
gjörir við klukkur yðar og úr
ef aflaga fer Einnig býr þann
til og gerir við allskonar gull
og silfurstáss. — Sendið að-
gerðir yðar og pantanir beint
á verkstofu mína og skal það
afgreitt eins fljótt og unt er,
og vel frá öllu gengið. — Verk-
stofa mín er að:
676 Sargent Ave.,
Phone B-805
A. C. JOHNSON
907 C’onfederation Life BkL
WINNIPEG.
Annast um fasteignir mann&,
Tekur að sér að ávaxta spartfé
fólks. Selur eldábyrgðir og blf-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrtp-
spurnum svarað samstundls.
Skrifstofusími A4263
Húasimi
Arni Eggertson
1101 McArthur Bldg., Wiunipeg
Telephone A3637
Telegraph Address:
‘EGGERTSON ÍVINNIPEG”
Verzla með Kús, lönd og lóð-
ir. Utvega peningalán, elds-
ábyrgð og fleira.
King George Hotel
(Cor. King & Alexander)
Vér höfum tekið þetta ágæt*
Hotel á leigu og veitum við-
ski'ftavínum öll nýtízku þæg-
indi. Skemtileg herbergi til
leigu fyrir lengri eða skemri
tíma, fyrir mjög sanngjarnt
verð. petta er eina hótelið 1
borginni, sem íslendingar
stjórna.
Th. Bjamason,
Mrs. Swainson,
að 627 Sargent Avenue, W.peg,
hefir íval íyrirliggjandi úrvalsbirgðir
af nýtízku kvenhöttum, Hún er eina
íal. konan sem slfka verzlun rekur í
Winnipg. Islendingar, látið Mrs. Swain-
son njóta viðskifta yðar.
Tals. Heima: B 3075