Lögberg - 29.05.1924, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MAI. 1924.
Bls. 1
Hann segist vera
nýr maður.
Þess Vegna Lofar N'ova Scotia-
Maður Dodd’s Kidney Pills.
Mr. J. J. Comeau, sem þjáðist af
nýrnasjúkdómi, lækna'ðist meS
þvi a8 nota Dodd’s Kidney Pills.
Lower Saulnierville, N. S., 16.
maí (einkafregnj. —
Mr. Comeau, velmetinn borgari
hér á staönum, heldur mjög mikiö
af Dodd’s Kidney Pills. Hann
kemst þannig að orði:
“Eg er nú 6o ára að aldri og hefi
þjáðst mikið af nýrnasjúkdómi. —
Eftir aö eg tók að nota Dodd’s
Kidney Pills, læknaðist eg að fullu
og öllu. Eg mun ávalt mæla meö
Dodd’s Kidney Pills.”
Það er annars næstum ótrúlegt,
hve fólk þjáist oft árum saman af
gigt og bakverk án þess að vita um
að til er meðal, sem linað getur
kvalirnar. Styrkiö nýrun, og þá
láta hinir sjúkdómarnir fljótt und-
an og hverfa.
Dodd’s Kidney Pills styrkja veik
nýru. Þær eru notaöar um alla
víða veröld.
Vinarkveðja.
Heima, 23. apríl 1924.
Herra Stígur Thorwaldson!
Komdu blessaður og sæll!
Mig langar til að rétta þér hönd
mína, með alúöarþakklæti fyrir
alt, sem þú hefir látiö okkur sjá úr
fjarlægðinni', úr blessaðri fegurð-
inni vestursins. Festa og einlægni
skipar öndvegið i öllu þvi, sem þú
hefir ritað, og sannast þar á: “Oft
er það gott, sem gamlir kveða.”
Það var þessi allra síðasta rit-
gjörð núna í Lögbergi, 17. apríl,
sem ýtti við mér. Hugurinn
skreiddist á ról. Saga ofurlítil,
kom fram í minninu, ekki löng
samt, en hefir það við sig, að hún
er sönn.
Eg var nú á 14 árinu þá. Mér
var þá boðið að lyfta mér upp og
fara í kaupstaðarferð á Djúpavog.
Það voru smalalaunin mín. Sum-
arið var liðið, hið fyrsta mitt, sem
eg hafði setið yfir nótt og dag;
áliðið hausts, veturinn nýgenginn í
garð. Til kaupstaðar þurfti að
flytja haustull og tólg. Sem nærri
má geta, þáði eg boðið með undra-
gleði. Eg gat fengið að sitja á
hesti—á flatreiðfæri (dýnu)—suð-
ur. Enginn vissi, hvað hún var
sterk, hún gamla Skjóna hans föð-
ur míns. Eg vissi hún myndi ekki
fleygja mér af sér, þó eg settist of-
an á milli klyfjanna hennar yfir
lei’rurnar aftur til baka.
Snemma að morgni var snúið til
ferðar. Þó var komið rökkur, er
við komum á Teigana. Leiðin það-
an og í kaupstaðinn fanst mér ald-
rei ætla enda að taka. Um síðir
kom að þeirri lendingu, sem allri
annari1.. Já, öll þau ljós og öll sú
prýði. Seint myndi mér finnast
það með smámunum.
Næsti dagur rann mpp hreinn og
heiður. Komið var fram yfir miðj-
an dag, þegar alt var búið og hægt
að leggja heimleiðis. Við vorum
allmargir og þótti sjálfsagt, að hver
biði annars og allir fylgdust að.
Allmikið var því liöið af kvöldinu,
þegar komið var inn að Berufirði.
Lending þótti þar sjálfsögð. Höfn-
in var örugg, ei’ns og þú veizt. Með
því kvöldsett var, varð fátt til tals
um kvöldið. Borð var “dekkað”
auðvitað fyrir gesti, hlaðið vistum
Þ'ví gestrisni fylti hvern krók og
kima í ranni stór-höfðingjans séra
Þorsteins Þórarinssonar. Að lok-
inni máltíð gesta, las presturinn 4.
hugvekju hjá Pétri biskupi Péturs-
syni og söng i sálmum séra Guð-
mundar Einarssonar að Breiða-
bólsstað. Versið að tarna:
“Ó, Guð minn góði!
Göfga vil eg þig,
Hátt og í hljóði’,
Hátign föðurlig.
Þér, sem gott alt gjörðir,
Gjörðir jafnan enn;
kærleikans til kjörðir
kranz á alla menn.
Hjartað dansi og hugur minn,
hvarma glansi skuggsjáin.
Minn til anzi1 munnurinn,
magni lofsönginn.”
Meira man eg nú ekki af því, sem
farið var með. En bæði lestur og
söngur vöktu mér eftirtekt. Lest-
uiinn þó enn fremur, fyrir þá á-
stæðu, að mér þótti frábærlega vel
lesið. Enginn fanst mér áður hafa
íesiö svona vel, nema Daníel, sem
var í Tóarseli'. Þá tvo heyrði eg
lesa bezt.
Nóttin blessuð leið og næsti dag-
ur rann upp laugaður blíðu sólar-
innar. Enginn asi á prestinum að
losast við gestina. Dagurinn þótti
nægur fyrir þá að ná heim ýfir
skörðin tvö. Að tilreiða góðan
morgunverð þótti mestu skifta. Við
gestirnir höfðum nú skipað okkur
til sætis beggja megin á rúmum í
fram-baðstofunni. Sjálfur prest-
urinn hafði haslað sér völl a miðju
pallgólfi. Hans karlmannlegu fæt-
ur báru hann þar fram og til baka.
t annari hendi' bar hann vasaklút,
en í hinni silfurdósir, er hann opn-
aði við og við, og rétti til beggja
handa þeim er hafa vildu.
Og þá byrjar nú sögukornið, sem
eg mintist á x upphafi. Það er of-
urlítil mynd, sem eg bregð á loft.
Mynd af æsku-lieðtoganum ykkar,
Kelduskóga barna. Ó, þið sjáið
manninn, það veit eg ósköp vel. í
þetta skifti hefir hann alvörumál
á hjarta; alvörumál á tungu. Hann
er einmitt að segja gestum sinum
frá því, að bréf hafi komið vestan
um haf frá Kelduskóga fólkinu.
Safmt er það nú ekki aðalumræðu-
efnið, heldur hitt, hvílíkur harmur
sé kveðinn að slíkum manni, sem
Þorvaldi í Kelduskógum. Um það
fór hann mörgum orðum þrungn-
um alvöru. Að því mæltu sneri
hann máli sinu að konunni, svo-
mælandi: “Eg segi ykkur það satt.
Svo rnikill og ágætur í alla staði,
sem Þorvaldur var, þá var konan
engu minni. Hugsið yður bara!
Að vinda fram öllum þessum barna
hóp og kenna þeim svo sín kristi-
legu fræði, að þau standi öllum
börnum framar í mi'nni sókn, það
er þrekvirki, sem eg vona og veit
að ber þeim ávexti eilífs lífs.” Ó,
þið sjáið myndina. Alvara og ein-
lægnina í orðum. Fyrir auga —
sjóngóðu auga—-unglingsins leynd-
ust ekki tárin, eitt og ei'tt, er losn-
uðu af hvarmi og hnigu eins og í
felum niður með nefinu beggja
megin, meðan stórhöfðinginn tal-
aði. Eg mæli ekki um of, saman-
dregið í sem al'lra styztu máli: þá
var innihaldið hjá leiðtoganum
þetta: Konan ágæt, íslenzk; hún
hafði kent börnunum sínum höfuð-
lærdóma, þar á meðal þenna:
“Vertu trúr alt til dauðans, þá skal
eg gefa þér lífsins kórónu!”
Þetta er þá sagan; hún er ekki
lengri. En svo getum við bætt þvi
við, að vonin leiðtogans verðui
aldrei að lasti, hún er uppfylt. Hér
í landi hefi eg ekki' kynst nema
ykkur þremur af bræðrunum. En
eg veit, að sami kyndillinn lifir hjá
hinum, sem eg ekki hefi átt kost a
að kynnast. Trúmenskan! Trú-
menskan, það er hún, sem heldur
velli: henni' verða sigurlaunin
dæmd. Traustið til Guðs—sem rit-
gjörð þín sýnir—er sigur lífsins;
hinn sanni friður, fyrir blessaðan
kraftinn Krístsf
Siggi minn er í Everett. Hann
er gi'ftur fyrir réttu ári. Á inn-
dæla konu, hún heitir Rakel. Hann
sagði mér, hann séra Hjörtur—ó-
aðspurt—að Siggi hefði valið úr
þeim systrum. Eg er ekki að tala
við þig núna, Stígur; eg er að tala
við konuna þína. Guð blessi hana
fvrir öll gæði'n til mín.
Heilsaðu Sveini bróður þínum
frá mér, og skildu ekki eftir hann
Hóseas bróður þinn. Enn fremur
ekki hann Egil Skjöld, ef hann er
hjá þér. Og engan, alls engan,
sem heyrir til þinni ætt.
Guð blessi ykkur öll.
Þinn ei'nlægur.
Guðmundur Þórðarson,
Piney, Man.
------o------
Sendiferðin.
Eftir A. Conan Doyle.
Hann reif isig nú úr treyjunni.
Bullur hans og ibrækur voru á-
þekkar mínum, svo það var engin
ástæða til að .skifta þeim, en -g
fékk ihonum húsaratreyjuna og
heikluna mína oig húifu gullsnúraða
og belti, en tók í staðinn lamb-
skinnsíhúfu hans með gullskildin-
um treýju með loðskinnsfóðri og
bjúgsverð. Eg jþarf ekki að geta
þess að eg gleymdi ekki bréfinu,
þegar eg iskifti um treyjur.
— Nú ætla eg með þínu leyfi,
mælti eg, þegar iþetta var alt um
götur gert, að binda jþig við eina
tunnuna.
Hann tók illa í jþetta en eg lét
það ekki fyrir standa. Mér hefir
lærst það í hernaði, að hugsa fyr-
ir öllu, 0g vildi eg ekki eiga það
á hættu, hyað sem í skærist uppi,
að hann kæmi á hæla mér og i
opna skjöldu.
Hann stóð uipp við eina tunn-
una, svo að eg smeygði bandi yifir
hann og rígbatt hann við tunnuna.
Bf hann ætlaði sér að fara upp, þá
varð íhann að foera 20 vættir af
góðu frönsku víni á foakinu. ;Síð-
an lokaði eg kjaliaradyrunum á
eftir mér, fleygði kertinu og hélt
upp stigann upp á loftið.
pað voru eitthvað tuttugu tröpp-
ur upp að ganga og samt fanst
mér eg hafa tima til að renna
huganum yfir allar vonir mínar
og fyrirætlanir. Alveg það sama
kom yfir mig, þegar eg lá fótbrot-
inn á vígvellinum við Eylau og A
stórskotaliðið koma i loftinu og
stefna á mig. Eg mátti vitaskuld
ganga að því vísu, að ef eg yrðii
handtekinn, þá mundi eg verða
skotinn eins og hver og einn sem
finst dularfoúinn í óvinaliði. Hvað
um það, þar var dýrðlegur dauð-
dagi, í erindi sjálfs keisarans, og
eg hugsaði með sjálfum mér, að
min 'mundi verða minst í Moniteur
með 7 línum að minsta kosti. Þeg
ar Palaret féll, þá var foans minst.
með 8 línum, og eg er viss um að
foann vann sér ekki nærri eins mik-
ið til ágætir og eg.
honum rétt eins oig eg hefði erft
foann eftir föður minn. Stór drell-
ir með ránfeng var bundinn fyrir
framan hnakkinn; honum fleygði
eg á Violette og teymdi hana með
mér. Aldrei gat annan eins Kó-
sakka kominn af ránum. pað var
xægluleg sjón að sjá.
Jæja, nú var borgin orðin full
áf Prússum. Þeir stóðu í hópum
meðfram öllum stéttum, stóðu við
þegar þeir sáu mig koma og bentu
á 'mig og sögðu sín á milli eftir
pati þeirra að dæma: “Þarna fer
einn djangans Kósakkinn. Það eru
kallar, sem kunna að bjanga sér.”
Einn eða tveir fyrirliðar töluðu
til mín í alvarlegum hermannstón,
en eg Ihristi höfuðið brosandi og
svaraði: “Ef gott verður veðrið,
þá skulum við hittast undir eikí-
trénu en ef rigning verður, þá t
hlöðunni.” Þeir yptu öxlum við
þessu og gáfust upp við svo 'búið. j
Á þennan hátt potaði eg mér á-J
fram, þangað til eg var kominn útj
fyrir norðurjaðar borgarinnar. í
par sá eg framm undan mér á j
brautinni tvo útverði á hestbaki
með löng ispjót og hermerki á, j
hvítt og svart, og vissi eg, að ef
eg slyppi hjá þeim, þá væri eg
frjáls maður aftur. Eg reið á
brokk, en Violette hljóp meðfram,
og nuddaði snoppunni við hnéð á
mér, eins og hún vildi spyýja,
hvort hún Ihefði unnið til þess, að
þessi loðna dyramotta af skepnu til
vœri tekin fram yfir ihana. Þegar
eg var svo sem hundrað fet frá
varðmönnunu'm, sá eg hvar maður
kom ríðandi á móti mér hinum
Eg gekk út í forstofu hallarinn-
ar, ekki mjög niðurlútur eða þving-
aður í limaburðu'm vona eg, og
gekk þar fram á Bouvet dauðan;
hann lá á Ihliðinni með brotið
sverð í ihendinni og krepta fæt-
urna; ihann ihafði skotsár á gagn-
auganu og svart af púðurreyk óg
þvií vissi eg að foann hafði skot-
inn verið í návígi. Mig langaði til
að kveðja hann því hann var vask-
ur maður, en >eg óttaðist að ein-
hver kynni að taka eftir því og lét
eg |það vera.
Meðfram vegg forstofunnar var
alsett prússnesku fótgönguliðl;
þeir voru að brjóta veggina í
mesta -ákafa til skotvíga, eins og
þeir ættu von á nýju áhlaupi.
Foringi þeirra var lítill maður
hvatsbeytlegur og altaf á ferð-
nni milli manna sinna að segja
þeim fyrir verkum. peir ihömuð
ust að verkinu og gáfiu mér engan
gaum, en við dyrnar stóð annar
fyrirliði með langa pípu í munn-
inum; ihann gekk að mér og klapp.
aði mér á foerðarnar, benti á lík
vesalings dxængjanna okkar, og
sagði eitthvað á sínu máli, sem
víst hefir átt að vera fyndið, þvl
hann opnaði sitt síða skegg 0g sá
þá ihverja gemlu í hausnum og svar
um. Eg glotti við ihonum og svar-
aði á rúsSnesku þeim einu orðum,
siem eg kunni, og Sophia litla hafði
kent mér í Wilna. “Ef gott verður'
veðrið Iþá skulum við foittast hjá
eikinni, en ef rigning verður, þá í
hlöðunni.” Þýskarinn var nokkurn
veginn jafnnær hugsa eg, hann
klappaði mér á öxlina á ný, skelli -
folæjandi, og hefir víst haldið að
eg foaifi sagt eitthvað mjög kými-
legt. Eg kinkaði til hans kolli 0g
fetaði út úr höllinni, eins rólega
og eg ætti þar yfir öllu að segja.
Útifyrir stóð fjöldi hrossa, eri
vorir menn höfðu þangað haft. J
Aumingja Violette stóð þar og beið
ihjá hinu’m og kumraði þegar hún
sá mig koma. Eg fór samt ekki á
foak henni. Eg var of klókur til
þess. Nei, heldiir valdi eg þann
loðnasta og lúpulegasta Kósakka
klár, s'em eg fann og stökk á bak
megin við <þá, og var það regluleg-
ur Kósakki. pið megið nærri geta,
íhvernig mér varð við.
Ef þú, góður vinur, sem lest
þetta, Ihefir nokkra tilfinningu, þá
mun þig taka sárt til mín, að hafa
yfirstigið svo ’margar hættur og
mannraunix-, og mæta svo í enda-
Iokin þeim háska, sem ónýtti all-
an árangurinn. Eg skal játa, að eg
örvænti í svipinn og langaði til að
fleygja mér niður og kalla, að eg
íhefði svikinn verið. En eg foratt
því af mér, ennþá var eg ekki yf-
irstiginn. Eg losaði um treyju.
barminn svo ibréf keisarans væri
mér tiltækt, því að eg var fullráð-
inn í því, ef öll von vœri úti að
gleypa það og deyja með sverðið
í hendinni. Eg tók til bjúga sverðs -
ins og losaði urn það í sliðrum og
reið á forokki til útvarðanna. peír
gerðu sig líklega til að stöðva mig,
en eg benti til thins Kósakkans,
sem var á að giska 200 skref frá
okkur eins og eg ætlaði aðelns
að hitta hann, svo að þeir lyftu
hendinni til kveðju og létu mig
halda leiðar minnar.
Eg keyrði þá folann sporum, því
eg þóttist einfær um Kósakkann,
ef varðmennirnir skærust ekkl
í leikinn. Hann var herforingi
mikill vexti og hermannlegur með
sítt skegg og samskonar gull-
skjiöld á húfunni og eg hafði. peg-
ar eg kovn nær, þá nam hann stað-
ar og varð það mér að liði, því að
við það lengdist milli mín og
varðmannanna. Eg hleypti að hon-
um á harðaspxætti, og sá eg hvern-
ig furðusvipurinn varð að tor-
ÚTfígni, Iþegar hann virti mig fyr-
ir sér og búnað minn. Eg veit ekki
hvað það var, en eitthvað var
öðruvísi en vera átti. Hann kall.
aði á mig og brá sverði sínu, þegar
hann feíkk ekkert svarið. Eg varð
því feginn, því að eg vil foeldur
berjast við fjandmann minn en
drepa ihann óviðbúinn. Hann hjó
til mín, þegar eg ko'm í færi, en
eg foar af mér höggið og lagði
sverðinu í Ibrjóstið á ihonum, rétt
undir fjórða hnappinn á treyju
hans. Hann féll af baki svo snögg
lega að eg var rétt dottinn, áður
AUSTUR
CANADA
VESTUR
AD HAFI
VMLJIÐ f lí liIí VI TI M —
á IjANTTI oða bæði á IiANDI
og VATNT.
Canadian Pacific
Gufuskip
Sigla frá Fortj Wiliiam og
Port Arthur á Miðviku iUag,
Iiaugardag til Port McN’ick-
oll, Fimtudag til Owen Sotmcl.
VANCOUVER,
VIOTORIA og
ANNARA STADA
frá WINNLPF.O og
IIFIM AITIR.
Farið cina loið en komið til
haka á annari. Skoðið lJnnff.
liake Donis og liimi yndis-
legu Suniai-bústaðl í Kictta-
fjöllumun Oanadisku.
Fullkonmari upplýsingar gefnr Fmboðsmaður
CANADIAN PACIFIC
en eg gat dregið vopnið úr und-
inni. Eg leit ekki einu sinni á
hann hvort hann væri lifandi eða
daiuður, heldur stökk af folanum
og á Violette hristi tauminn og hún
af stað ; eg snéri mér við í 'hnakkn-
um oig kysti á fingur til varð-
mannanna, er nú hleyptu á eftir
mér með ópum 0g óhljóðum; en
Violette foafði fovílt sig og var
fult ein's snörp á sprettinum eins
og iþegar eg reið út af Iherbúðum !
keisarans, ag bar mig skjótt und’-
an. Eg fór fyrstu útúrgötu til
vesturs og síðan til suðurs í átt-'
ina til Parísar.
Þegar hættan var yfirstaðin,
ihægði eg ferðina og fór í makind-
um Oig lá nú vel á mér. pegar eg
hugsaði til þess að eg hefði fylgt
fyrirmælum keisarans nákvæ’m.
lega þá fyltist eg gleði og fögnuði.
Hvað skyldi Ihann segja þegar
hann sæi mig? Eg ihafði yfirstigið
allar þrautir með ótrúlegu móti,—
gat hann látáð mig' njóta sannmæi-
is fyrir það ? Hann hafði lagt fyr-
ir mig að ríða um Lermise Soisísons
og Senlis og ekki grunað að allir
þeir staðir væru á valdi óvinanna.
En eg foafði gert það samt, og bor-
ið bréf hans trúlega um alla þá
staði. Dragúnar 0g húsarar, Kó.
sakkar, spjótamenn Oig fótgöngu-
lið — eg atti kappi við þá alla og
bar hærra hlut frá foorði.
Þegar eg kom í námunda við i
Damartin kom eg fyrst auga á út-
verði vorra manna. pa rvar drag-
únalið á völlum nokkrum og sá eg
vitanlega strax af kömbum hjálm-
anna, að þeir voru franskir. Eg
reið til þeirx'a, til þess að spyrja
þá frétta, og var eg svo glaður
og upp með mér á þeirri fegins-
stund, að eg brá srverði mínu og
sveiflaði því yfir höfðinu á mér.
Þá sá eg Ihvar einn ungur fyrir-
liði tóík. sig út úr foópnum og reið
á móti mér með sverðið á loftl;
mér hitnaði ium hjartaræturnar,
að hann skyldi fagna mér með f
slíku fjöri og ifeginleik. Eg lét
Violette prjóna með vnig og sveifl-
aið sverðinu þegar hann kom I
námunda við mig, með meirl
prýði en nokkru sinni áður; þið
megið nærri geta, hvernig mér forá,
þegar hann hjó til mín alt í einu,
og foefði áreiðanlega höggvið af i
mér höfuðið, ef eg hefði ekki
fleyigt mér fram á makkann. Ma
ifoi, sverðið hvein ýfir höfðinu á
mér eins og stormþytur. Þetta
hlaust vitaskuld af bölvuðu-m Kó-
sakkaklæðunum; eg var alveg bú-
nn að gleyma því að eg var eíkki
í mínum eigin herklæðum og þessi
unigi dragúni hafði ætlað mig vera
rúsisneskan berserk, til þess kom
inn að skora á Ihól’m hinu fransl a
riddaraliði. Hann var smeykur,
megið þið vita, þegar hann fékk
að vita að hann hafði slegist upp
á hinn nafntogaða hreystimann,
Etienne Gerard.
Jæja, eg hélt beina leið til París-
ar; eg kom til St. Denis í mið-
miunda en -þaðan var eg tvær
stundir til foorgarinnar, með þvi
að krökt var á öllum götum af
vistakerrum og fallfoyssum á leið-
inni til Marmonts og Mortiers. pið
getið naumast gert ykkur í hug-
arlund hvílíkt uppistand varð i
París, þegar fólkið sá mig í þess-
uim búningi, og þegar eg loksins
náði til Rue de Rivoli ætla eg að
mannfjöldinn, sem elti mig ríð-
and o-g gangandi ihafi náð yfir
fullan fjórðung mílu. Tveir af
dragúnunum ihöfðu orðið mér
samferða og barst sagan frá þeim
u’m svaðilfarir mínar. Þetta var
sigurför — karlmennirnir hrópuðu
og kvenflókið veifaði og sendi mér
kosisa á fingrunum út um glugg.
ana.
)Eg er maður einstaklega yfir-
lætislaus, en samt verð eg að játa
að við þetta tækifœri gat eg ekki
annað en sýnt að mér þóttu góðar
þessar viðtökur. Eg þandi út bring
una svo að treyja Rússans stóð á
beinum þó víð væri. Og litla dýrið
prjónaði framfótunum og sló tagl-
inu eins og hún vildi segja: “Við
vorum tvö u'm að tarna. Okikur
skal fyrir sendiferðum trúa.” Eg
kysti hana á snoppuna, þegar eg
fór a baki fyrir fra'man keisara-
höllina; en lýðurinn laust upp
fagnaðarópi eins og lesin hefði
verið sigui-fregn frá hernum mikla-
Eg var varla tilkippilegur til
að ganga á konungsfund, en ef
maður er vel vaxinn og ber sig
hermannlega, þá má einu gilda um
klæðin. Eg var leiddur fyrir Jó-
sep umsvifalaust, og hafði eg oft
séð foann á Spáni. Hann virtist
rólegur og vingjarnlegur og eins
holdugur og Ihann átti að’sér að
vera. Talleyrand var ihjá konungi,
eg býst við að eg eigi að kalla
foann prins af Beneventum, en eg
kann foest við gö’mlu nöfnin. Jósep
Bonaparte rétti honum bréfið,
þegar hann var foúinn að lesa það.
en hann drap titlinga og leit á mxg
sínum kynlegu, tindrandi augum.
“Var enginn sendur annar en
þú ?”
“Jú, einn til, herra minn, öhar-
pentier majór úr liði ríðandi
grenadera.”
— Hann er óikominn ennþá,
mælti kounngur.
! — Það mundi engann furða á því,
1 hátign, sem hefði séð fæturna &
hestinum hans.
—- það geta ef til vill verið aðr-
i ar ástæður að því, -mælti Talley.
! rand glottandi.
Jæja, þeir mæltu til mín nokkr-
um lofsorðum, |þó þeir hefðu vel
mátt segja meira og þó tekið of
lítið af. Eg snéri burtu með hneig-
ingum og varð feginn að komast
út, því að eg uni mér betur í her.
búðum en hirðsölu'm. Eg fór til
gamals kunningja míns, sem bjó í
Rue Miromesnil og fékk lánað.x
foúsaratreyju hans, ,sem fór mér
1 vel. Eg foafði kveldverð í foei-
bergi hans með foonum og Betu
' og gleymdi öllum afstöðnum
þrautum. Morguninn .eftir hélt eg
af stað ag fann Violette albúna
til að trítla aðra þingmannleið-
ina til. Eg var fús til herlbúðanna
og keisarans, að heyra lofsorð
hans og taka við ei'indislaunum.
“Lœknaðist af galisteinum og
þrálátum höfuðverk
Mr. Alexander Bradlcy, R. R. No. 1, Carp, Ont., skrifar:
NEWBOX “Eg þjáðist af gallsteinum og
tók að nota Dr. Chase’s Kidney-
Liver Pills. Eg get meö góSri'
samvizkxx sagt. að þessar pillur
læknuðu mig gersamlega af
þessum kvilla. Síðan eru liðin
mörg ár og hefir þessi sjúkdóm-
ur aldrei gert vart við sig síðan.
Mér hefir einnig reynst Dr.
Chase’s Nerve Food ágætlega
við hjartveiklun og andarteppu.
DR. CHASE’S
KIDNEY-LIYER PILLS
35 cents askjan af 3-5 pilluin, Edmaiison, Bates & Co., Ijtd., Toronto.
Eg þarf ekki að geta þess, að eg
hélt aðra leið til Rheims, og foættu-
lausa og kom um kveldið til her-
búðanna. Þar voru orðin mikil um-
skifti. Valurinn var ruddur og
líkin færð til moldar, bæði Rús .-
ar og veslings drengirnir okkar.
Herinn ihafði og tekið stakkaskift-
u’m, riddaraliðið hafði fengið reið-
skjóta og alt var í foesta standi.
pað er aðdáanlegt hve miklu góð-
ur hershöfðingi fær orkað á tveim
dögum.
Eg var strax leiddur til foer-
bergja keisarans. Hann sat og var
að drekka kaffi við stórt skrif-
borð, með stór skjöl fyrir framan
sig, þar sem ráðagerðir hans voru
di'egnar á. Berthier og MacDon-
ald stóðu sitt hvoru megin við
hann og rýndu á pappírana, en
hann talaði svo hratt, að eg hugsa
að hvorugur þeiirra hafi skilið
helminginn af því sem hann sagði.
En þegar hann kom auga á mig,
þá fleygði hann frá sér pennanum
og spratt á fætur með reiðisvip,
og mælti ihátt:
— Hvern fjandann ertú að vilja
hérna?
— Eg hef þann heiður að skýra
frá því, hátign, að eg kom bréf-
inu með skilum til Spánarkonungs.
— Hvað? Röddin var þrumandl
og augnaráðið fór í gegnum mig
eins og biturt ,sverð. ó, þau ógur-
augu, sem skiptu litum, eins og
stál í sólargeisla. Eg sé þau fyrir
mér stundum ennþá, þegar mig
dreymir illa.
— Hvað er orðið af Oharpenti-
er ?
■— Hann er handtekinn svaraðl
MacDonald.
— Hverjir gerðu það?
— Rússar.
— Kósakkar?
— Nei, einn Kósakki.
>— Hann foefir gengið á vald
þeii-ra viljandi?
— Mútstöðulaust.
1— Hann er skymsamur fyrir-
liði. Sjáðu um að honum verði
foeiðursmeda'lían gefin.
— Hvað Iþig snertii’, mælti keis-
arinn til mín og óð að mér, eins
og ihann ætlaði að berja ’mig, þú
'héraihaus! Til hvers heldurðu að
þú Ihafir verið sendur í þessa för?
Heldurðu að eg mundi senda ann-
an eins mann og þig í árðandi er-.
indi og það urn öll þau þorp, sem
eru á valdi óvinanna? Hvernig þú
fórst að komast í gegnum þau
gengur yfir mig, en ef félagi þinn
hefði ekki haft meiri greind en
þú foafðir, þá foefðu allar ráða-
gerðir mínar orðið til ónýtis.
En er hlé varð á reiðimálum
keisarans, þá tók eg ‘móð í mig og
mælti á iþessa leið:
— Ef eg foefði vitað, að skjal
þetta var æt'lað óvinunum, þá hefði
eg vissulega séð svo um, að það
kæmist í þeirra foendur. En með
þVí að eg trúði því, sem þú sagðir,
hátign, þá ásetti eg mér að hlýða
skipun þinni og leggja þar við líf
mitt. Síðan taldi eg upp með
skjótum orðum þær hættur, sem
eg hafði vfirstaðið í þessarx
ocfl'diferð.
Þeir Napleon og Bertihier og Mae
Donald hlýddu á með furðusvip.
En er eg foætti, þá steig keisarinn
fi-am, klei.p mig í eyrað hýr á svip
og sagði alúðlega:
— Svona, svona, gleymdu því,
sem eg talaði til þín áðan. pað:
hefði verið réttara af mér að
treysta þér. Þú mátt fara.
Eg snéri til dyranna. Þá kallaði
keisai-inn til mín og mælti til her-
togans af Tarenlburn:
— Sjáðu u'm, að Gerard ofursti
fái heiðurspening úr gulli fyrir
ágæta framgöngu. Því að þó foann
sé ekki djúpsettur að viti, þá vil
eg 'láta svo um mælt, að ekki finn-
ist vaskari maður í mínum her.
------o------
Innkomið í líknarsjóð Nat. Luth.
Council.
Áður auglýst ............ $162.35
Blómsveigasjóður kvenfél.
Fr’ikirkju........... 10.00
C. B. Jónsson, Cypresis River 1.00
A. Oliver ................ 0.50
Mrs. A. Oli.ver .... • ..... 1.25
Friðf. Jofonson, Glenboro... 5.05
G. J. Oleson ............... 3.00
G. Backman.................. 1.00
G. Storm, .................. 1.00
Th. Guðmundsson .... •••• .... 0,50
B. G. Mýrdal, ............. 0.50
Tb. Johannsson ......... .... 1.00
J. Olafsson .............. 2.00
P. G. Magnús................. 1.00
A. Josephson, ..... •••• ... 1.00
Mrs. Christie og Mrs
Goodman ................. 3.00
Mrs. Gunnarsson .............. 0.50
O. S. Arason............ 1.00
H. Skaptason, .... •••• ..... 1.00
J. Goodman ................. 1.30
Guðbjörg Goodman ............ 0.50
Thor Goodman, ............... 1.00
Th. Thonsteinsson, ......... 0.25
Stefán Björnsson Baldur «... 1.00
J. K. Sigurdsson, ........... C.50
Sigurður Helgason, .......... 1.00
V. Peterson, .................0.50
Mrs. Arnleif Joihnson, ...... 1.00
Tryggvi Frederickson, ....... 1Í0O
Pá'll T. Frederickson ....... 1.00
F. Hallgrímisson............. 3.00
Samtals ..... 208,65
Finnur Johnson féh. K.féL
f-T i n «
Gjafir til Betel.
Lúterska kvenfél. í Glenoro $50.00
Leiðrétting við gjafalista. Stuttu
s'iðan í blaðinu stóð Mr,s. Guðlaug
Kristjánsson en átti að vera. Miss
Guðrún Kristjánsson Glenfooro.
petta er Miss Kristjánson beðin
að afsaka.
Með þakklæti fyrir gjöfina
J. Joha.messon féh.
675 McDermot Wpeg.
Sérhver húsmóðir
œtti að vita
að Zam-Buk inniheldur öll hirr
nauösynlegustu lækningaefni við
húðsjúkdómum.
Þessi stórnxerku jurtasmyrsl,
eru framúrskarandi mýkjandi og
græðandi'. ef um er að í'æða skurði,
sprungur og hrufur. Þau fyrir-
byggja, að spilling geti komist x
sár og grœða alveg óvanalega
fljótt.
ZAM-BUK er nokkurs konar
“uppskurðarstofa í tveggja þutnl-
unga kassa’, ómissandi lyfvið húð-
sjúkdómum og slysum.