Lögberg - 26.06.1924, Síða 6

Lögberg - 26.06.1924, Síða 6
LÖGBERG, MMTUDAGINN, 26. JúNí 1924 e Eg held því sem eg hef ‘“Guð 'hélt hönd sinni yfir okkur,” mælti hann hátíðlega. “pað skeði með iþessum hætti: Hún hafði verið veik, og nú nokkra síðustu dagana neytti hún hvorki svefns né matar; hún var svo máttfarin, að við urðum að fara hægt, og svo krókótt var leið okkar, ef segja mætti að við færum nokkra leið, að við komumst mjög skamma leið yfir daginn. Við komum að hjálkakofa í rjóðri, og þeir, sem áttu þar heima veittu okkur húsaskjól yfir náttina. U'm morg- uninn fylgdum við manninum, sem hjó þar, og synl hans til vinnu þeirra. Þegar (þeir komu að trjánum, sem iþeir ætluðu að fella, kvöddum við þá og héldum ein áfram leiðar okkar. Við vorum ekki komnir meira en hudrað skref frá þeim, «r við litum við og sáum þrjá Indíána, sem komu fram úr skóginum og réðust á feðgana og drápu Iþá. Þegar þeir voru Ibúnir að myrða þá, veittu þeir okkur eftirför. Eg tók kon- una þína í fang mér og hljóp eins og fætur toguðu. En eg sá að þeir voru fráir á fæti og að þeir myndu brátt ná okkur. Þá setti eg ihana niður og brá sverði, sem eg hafði með mér og snéri til móts við iþá, Eg drap þá alla þrjá, Ralph — drottinn miskunni sig yfir sál minni! Eg gat ekki gert mér grein fyrir þess- ari árás, því friðurinn við Indíánana var svo örugg- ur; en eg var hræddur um að konunni þinni væri hætta búin. Hún þekti ekki skóginn og eg gat komið því svo fyrir, að við fórum að ihalda aftur i áttina til Jamestown, án þess að hún vissi nokkuð af Iþví. pað var hérumbil um miðjan dag, sem við sáum ána milli trjánna fyrir fra'man okkur, en um leið heyrð- um við skothvelli og óp mikil. Eg lét hana skríða inn í kjarrið, meðan eg fór sjálfur að njósna um, bvað um væri að vera, og eg var rétt að segja fall- inn í hendurnar á heilum her manna. peir voru sem óðir, litaðir og æpandi og hristu vopn sín í áttina til Jamestown; sumir þeirra .höfðu blóðug höfuðleð- ur 'manna með hárinu áföstu hangandi við belti sér. 1 guðanna bænum, Ralph, hvað átti altiþetta að þýða” “pað þýðir það,’ svaraði eg, að þeir risu upp á móti okkur í gær og drápu mörg hundruð okkar. Bænum var gert aðvart og öllu er óhætt þar. Haltu áfram.” Eg fór aftur til konunnar þinnar og flýtti mér að koma henni burt úr þessari hættu. Við fundum runna sem voru góðir felustaðir og þar fólum við okkur. Og það mátti ekki seinna vera, því rétt á eftir kom stór hópur af Indiíánum að norðan. peir voru stórir og svartir með ótrúlegu fjaðraskrauti, ákafir S bardagann, hvers konar bardagi sem það hefir verið þarna á bakkanum og rétt á efitir heyrðum við meiri hávaða, skot og óp. Jæja, svo eg fari fljótt yfir sögu, láum við þarna þangð til komið var fram undir kvöld og þorðu’m ekki að hreifa okkur til þess að vita hvað um væri að vera. Konan, sem við gistum hjá, hafði gefið okkur brauð og ket í böggli, svo að við vorum ekki matarlaus, en tíminn var ógurlega lang- ur. Og svo fyltist skógurinn kringum okkur af þess- um heiðingjum; þeir komu hver hópurinn eftir ann- an upp frá ánni og læddust eins og höggormar hér og þar innan u*m skóginn. Þeir sáu okkur ekki í fylgsni okkar og það hefir ef til vill verið að þakka krafti bæna minna, því eg baðst fyrir af öllum lífs og sálar kröftum. Loksins hurfu þeir allir og skóg- urinn virtist vera tómur, því það heyrðist ekki nokk- urt hljóð og ekkert sást hreyfast. Við biðum lengi, en um sólarlagsbilið læddumst við fram úr fylgsni okkar og gengum niður á milli trjánna ofan að ánni. par á meðal nokkurra sedrustrjáa gengum við alveg fram á eina fimtíu villimenn—” Hann þagnaði dró þungt anrann og Iyfti upp augabrúnunum, sem var vani hans. “Haltu áfram, haltu áfram,” mælti eg, “Hvað gerðir þú? pú hefir sagt að hún sé á lífi og að henni sé óhætt.” “Hún er það” sagði hann. "En það er ekki mér að þakka. Eg reyndi aðvísu að berjast við þessa blóðhunda. En hver heldurðu að hafi verið foringi þeirra; hver heldurðu að hafi bjargað okkur úr greipum þeirra? Það var sem rynni upp ljós í huga mínum. “Eg veit það,” sagði eg. “Og hann kom með ykkur hing- að?” “Já, hann sedni burt þessa djöfla, sem hann er því miður samlitur. Hann sagði okkur að það væru Indíánar, sem ekki tilibeyirðu sínu’m flokki, milli okk- ar og bæjarins. Ef við héldum áfram myndum við falla I hendurnar á þeim, en hann sagði okkur að það væri til staðar, sem bæði Indíánar og hvítir menn forðuðust og þar gætum við verið til morguns; þá 'myndum við geta Ikomist hindrunarlaust gegnum skóginn. Svo fylgdi hann okkur á þennan eyðilega blett, sem okkur var að vísu með öllu ókunnugur. Já, og hann sagði henni að þú værir lifandi. Hann sagði sarnt sem áður ekkert nema það, og þegar við vorum komin hingað, hvarf Ihann frá okkur alt í einu og án þess að við vissum af.” Hann þagnaði og horfði á mig brosandi. Eg tók í hönd hans og bar hana upp að vörum mínumj “Eg á þér meira að þakka en eg fiæ nokkurntíma endur- goldið, sagði eg. “Hvar «r hún, vinur minn?” “Ekki langt Iburtu héðan,” svaraði hann. Við reyndum að komast sem lengst inn í skóginn, því ihenni var kalt og hún var þreytt, og eg þorði ekki að kveikja eld. Enginn óvinur hefir gert vart við slg, og við vorum að bíða þess að dimdi, svo að við gæt- um reynt að komast til bæjarins. Eg kom hér niður með læknum núna bara til þess að vita, ef eg gæti séð, hversu nálægt ánni við værum.” Hann þagnaði og benti með hendinni eftir ein- um hinum löngu göngum milli furutrjánna, sem voru þar, svo sagði hann svo lágt að verla heyrðist; “Guð blessi ykkur bæði,” og gekk burt frá mér dálítinn spöl niður með læknum og nam þar staðar; ihann studdi bakinu upp við strót tré og horfði irólegur niður í vatnið. Hún var að koma. Eg horfði á hana þar sem hún ko*m fram úr hálfdimmunni milli trjánna, og myrkr- ið hvarf úr sál •minni. Skógurinn, sem mér hafði þótt svo dimmur og ömurlegur, varð bjartur og fyltist af fuglasöng. Mér hefði ekki fundist það neitt und- arlegt, þó að rauðar rósir hefðu alt í einu sprottið upp úr jörðinni umihverfis mig. Hún kom hægt og hljóðlega og var niðurlút. Eg gekk ekki á móti henni. Hún vissi ekki að eg væri þarna. Eg vildi láta hana koma nær. En þegar hún leit upp og sá mig, féll eg á kné. Hún stóð kyr eitt augnablik og þrýsti ihöndun- um að brjósti sér; svo kom hún til mín hægt og studdi hendinni á öxlina á mér. “Ertu kominn til þessað fara heim með mig?” spurði :hún. “Eg hefi grátið og beðið og biðið lengi, en nú er vorið komið og skógarnir grænka.” Eg tó kum ihendur hennar og hneigði höfuð mitt yfir þær. “Eg hélt að þú værir dáin,” sagði eg. “Eg hélt að þú værir komin heim og eg væri einn eftir í heiminum. Eg get aldrei sagt þér hvað mikið eg elska þig.” “Þú þarft ekki að segja mér það,” svaraði hún. “Mér þykir vænt um, að eg gleymdi svo um stund sjálfri mér, að eg kom til Virginíu í þessum erindu'm; mér þykir vænt um að þeir hlóu að mér og hæddu mig. iþegar eg kom til Jamestown, því annars hefðir þú ekki skift þér neitt að mér; mér Iþykir vænt u'm það að þú keyptir mig fyrir handfylli af tóbaki. Eg elska þig af öllu mínu ihjarta, þú ert minn riddari, elskhugi, herra og efginmaður.” Rödd hennar varð klökk og eg fann að hún skalf. “Eg vil ekki finna tár þín væta hendur mínar. Eg hefi gengið langt og er þreytt. Viltu standa upp og styðja mig með arm- legg þínum og leiða 'mig heim?” Eg stóð upp, og hún leitaði skjóls í örmum mínum eins og þreyttur fugl í hreiðri sínu. Eg beygði höf- uð mitt og kysti hana á ennið, á augnalokin og var- irnar fögru. Eg elska þig,” mælti eg. “pesi orð eru gömul, en þau eru enn ljúf. Sjáðu, eg ber merki þitt.” Höndin, sem snerti borðann á erminni minni, færðist upp eftir upp að vörum mínum. “Gömul orð en ljúf,” sagði hún. “Eg elska þig og mun ávalt gera það, þótt höfuð mitt hvíli á brjósti þínu liggur hjarta mitt við fætur þínar." parna í þessum skógi, sem ’menn trúðu að væri fullur af alskyns ógnum. var gleði, friður, róleg þakklátssemi, -vorfögnuður í hjarta manns. pað var ekki hinn stjórnlausi gáski ihins unga vors, iheldur innileg og róleg gleði, eins og sólskinið nýtt og rnilt, seni skein ofar fuirutrjánum. Varir okkar mættust aftur, og svo lagði eg handleggina utan um hana bg við gengum sa'man að stóra trénu, sem presturinn horfði á okkur brosandi, en í augum Ihans stóðu tár. “Sorgin getur varað eina nótt,” sagði hann, “en með morgninum kemur fögnuður. Eg þakka guði fyrir ykkur bæði.” “í fyrra sumar krupum við á kné fyrir þér á grænni grundinni og þá lagðir þú blessun þína yfir okkur, Jeremías’,” rnælti eg. “Legg nú aftur blessun þína yfiir okkur því þú ert sannur vinur og guðsmað- ur.” Hann lagði hendur sínar á höfuð okkar og gaf okkur blessun sína, síðan gengum við öll þrjú niður með læknum, gegnum skóginn skuggalega, að ánni, sem lá spegilfögur og breið fyrir framan okkur. Áður en við komum fram á bakkann var hinn 'myrki skógur horfinn að baki okkar, og spor okkar láu gegnum töfraland grænkandi geina og fagurra blóma. Fyrir ofan okkur var heiðloftið blátt og bros-'* hýrt og sólin stráði gulli á leið okkar; áin skein sem silfur við fætur okkar og bærði sefið með lágum nið nið. Eg mundi eftir bátnum, sem eg u’m morguninn hafði bundið við tréð á árbakkanum nær ibænum en við vorum nú, og við gngum eftir árbakkanum þang- að til við komum að honum. Við sáu'm óvini ,þótt við værum á leið gegnum land óvinanna. Alstaðar um- ihverfis okkar var friður og kyrð; það var alt eins og fagur draumur, sem maður óttast að maður muni vakna af. Á leiðinni sagði eg þei'm í lágum ihljóðum — því enn vorum við ekki viss um að við værum óhult — frá blóðbaðinu og dauða Diccons. Frásögn mín fylti hana með hryllingu og hún grét, en presturinn dró þungt andann og ýmist krepti hnefiana eða opnaði þá. Hún spurði mig og eg sagði henni hvernig eg hefði verið tældur í kofann um nóttina og um alt sem skeði þar á eftir. Þegar eg hafði sagt henni það snéri hún sér við og hallaði sér upp að mér og grúfði andlit sitt við barm minn. Eg kystLhana og Ihughreysti. Innan lítillar stundar komum við ad trénu, þar sem báturinn var bundinn. pað var kcrmið nálægt sólsetri og vesturloftið var búið að fá ljósrauðan iblæ. Það var komið logn og áin lá eins og litað gler í dökkri umgerð skógar- ins. Loftið var blátt en í suðri risu upp ský sem voru eins og háar gullnar súlur tilsýndar. Loftið var hlýtt og ekkert hljóð heyrðist nema niður vatnsins við síður bátsins og árahljóðið: er þeim var difið í vatnið. Preturinn réri en eg sat við hlið konu minn- ar. Hann vildi hafa það þannig þótt eg mælti ofur- lítið á móti því. Við fárum frá bakkanum og héldum út í miðja ána, því það var vissara að vera ekki innan skot- máls við borgir Indíánanna. Um leið og báturinn snéri til vesturs sáum við þökin á húsunum í James- town lengst upp með á, dökk á lit, þar sem þau bar við rósrautt loftið. “Þarna er skip, se'm er að leggja af stað iheim,” sagði presturinn. Við litum með honum niður eftir ánni og sáum þar hámastrað skip, sem stefndi til hafs. öll segl þess voru dregin að hún, og síðustu geislar kvöld- sólarinnar skinu á lyftingargluggana, svo að þeir leiftruðu eins og logabjartir hálfmánar. Skipið skreið hægt, þv vindblærinn var mjög léttur, en stefnan var afráðin — iburt frá nýja landinu, til þess gamla, niður ána, breiða og stórkostlega, út fló- ann, út á hafið, á leið til ihinnar votu grafar, sem beið eins manns, er þar var innan borðs. Hvítu seglin og glampandi lyftingargluggamir fyrir neðan voru eins og ský, sem er að hverfa; innan lítillar stund- ar myndi það hverfa alveg út í myrkrið og fjar- lægðina. “petta er George,” mælti eg. Henni, sem sat við hliðina á mér, varð ihverft við. “Já, elskan mín,” mælti eg, hann flytur með sór mann, sem hann hefir verið að bíða efitir lengi. Við munum aldrei framar sjá þann mann.” Hún rak upp lágt hljóð og snéri sér að mér; varir hennar titruðu og ótti skein úr augum hennar. “Við skulum ekki tala um hann,” mælti eg; “við skulum láta nafn hans vera gleymt sem hann væri dauður maður. Eg hefi aðrar fréttir að færa þér, kæra — kæra hirðmær, sem gengur í gervi vinnu- stúlku, kæri skjólsteeðingur konungsins sjálfs, sem hann hefr látið ónáð isína bitna á svo lengi. “Væri það þér á móti skapi að fara heim?” “Heim?” spurði hún. “Til Weyanoke? Nei, það væri mér ekki óánægjuefni.” “Nei, ekki til iWeyanoke, heldur til Englands,” mælti eg. “George” er farinn, en “Esperance” kom inn fiyrir þremur dögum. Eg er hræddur um að við verðum að fara þegar ihún siglir.” Hún horfði á mig og fölnaði í framan. “Og þú?’ sagði hún lágt. “Hvernig ferð þú; í böndum?” Eg tók ihendur hennar, sem hún þrýsti saman og lagði þær um hálsinn á mér. “Já,” sagði eg, “ eg fer ibondum, sem eg vil ekki að séu leyst. Eg held að við eigum sumar í vændum. Hlustaðu á meðan eg segi þér fréttirnar, sem komu með ‘Esperance’.” Presturinn lagði upp árarnar og hlustaði með- an eg sagði henni frá hinni nýju iskipun félagsins til landstjóranis og brófinu frá Buckingham til mín. Þegar eg hætti að tala ibyrjaði hann afitur að róa og hið ójþreytandi afl hans knúði bátinn áfram yfiir sléttan vatsnflötinn til bæjarins, sem nú var ekki langt burtu. ”Eg er fiegnari þesisu'm fréttum en eg geti sagt ykkur frá því, Ralph og Jocelyn,” sagði ihann, og brosið, sem lék um varir hans, gjörði andllt hans frítt. Geislarnir sem skinu á okkur úr vestri, ibrugðu roða á kinnar iskjólstæðings konungsins, og vind- blærinn lyfti hárinu frá enni hennar. Höfuð hennar hvíldi við barm minn og eg hélt um hönd hennar. Við vildum ihelst njóta sælunnar þegjandi. Á fingri hennar var giíftingarhringurinn,, giftingarhringur, sem var ekkert annað en Ihlekkur slitinn af gull- keðju, isem prins Maurice hafði gefið mér. Þegar hún sá að eg horfði á hann, Iyfti hún fingrinum, 9em hann var á, upp að vörum sínum. Ljómi sólsetursins var enn á vatninu og loftinu og íljósbláu ihiminhvolfinu, fyrir ofan roðann og purpuralitinn, blikaði kvöldstjarnan. Skipið, sem við höfum verið að ihorfa á, var horfið eins og ský út í rökkrið og fjarlægðina, við vorum búin að missa sjónar af því. Fljótið lá breitt á milli dökkra bakk- anna og speglaði kvöldroðann í vestri, kvöldstjörn- urnar og Ijósin á Esperance, sem Iá milli okkar og bæjarins. Sjómennirnlr voru að syngja og söngur þeirra barst til okkar yfir vatnið, lúft og létt eins og ástarljóð. Við fórum firam hjá skipinu kveðjulaust og héldum áfiram að Iendingunni, sem við vildum ná. Söngurinn ihljóðnaði að baki okkar, en í hjörtum okkar var gleðisöngur, sem ekki gat þagnað. Sumir hlutir eru ævarandi: meðan sál lifir, lifir ástin; isöngurinn er stundum glaðlegur, stundum dapur- legur, en hann er ódauðlegur. Endir. Magnús sálarháski. Einstæðingur alla daga, aldrei neitt við svanna kendur, mestöll æfin sultarsaga, sokkaleysi, berar hendur, en hann garpur þótti þrekinn, þegna beztur sláttumaöur, liðlega skyldi ljárinn rekinn, lengi brýndur, snarpeggjaður. Illa séður víðast var hann, vikastirður, sinnisríkur, aleiguna á baki bar hann, brekan fornt og nokkrar flíkur. Þannig fór hann manna milli marga hreppa endilanga. Þó að gefist grautarfylli, gremur flesta þvílík ganga. í Illa þoldi’ hann allan gáska, enga mátti skemtun bjóða, mestan sagði hann sálarháska sjafnardrauma ungra fljóða, en ef fékk hann feitan bita, fríkkaði brún á rjóðum skolla, beztan, greindi’ hann, geyma hita gamalt skyr og bringukolla. Út hann lagðist einu sinni, ætlaði góða hvíld að taka, hafði fest í huga inni halda ekki fljótt til baka, valið haföi viku nesti, varpaði upp á skrokkinn breiða. Fyrir hann neginn flutti’ á hesti, farangurinn upp til heiða. Fremst á afrétt Iagði leiðir, lét mót sólu hötti'nn slúta, ofan á mosa brekan breiðir, bjó um sig í hellisskúta. Þama hraut hann löngum lotum, lá og mókti fjórtán dægur, vikunestið varð á þrotum, vanst ei hvíldartími nægur. Fór hann þá til fjár að ganga, fá sér vildi kjöt í búiS, golmögóttum gimbraranga, gat hann loks á helveg snúið, liðaveika lambið skar hann, laugar sá í fjarska rjúka, þangað skrokklnn bráðum bar hann, bjóst við sultarþraut að Iúka. Kjötinu oní hverinn stakk hann, hvarf þaS djúpt í glóSheitt flæði, þreyttur settist syo á bakkann, ■—i——^^—— suSu beið meS þolinmæði, ekkert sá hann af því meira, —ólguföll í hvernum þutu,— klóraði’ hann sér við annað eyra, , aðeins lungun hlaupin flutu. Voru þau næstu viku forSinn, var þá ekki neinn að biðja, svangur var hann eflaust orðinn upphaf þegar tók sú þriðja, og hún reyndist vikan versta, verri miklu öllu hinu, hélt hann lífsins böndin bresta á blessun guðs og munnvatninu. Þá til bygða leiS hann lagði, leizt þaS mundi öllu léttar, og hann farir sínar sagSi’ sannarlega ekki sléttar. Undi svo i heimahögum, heifii ljáinn vel í smiðju, teiga þrjá á tveimur dögum, túns hann sló í flæmi miSju. * * * Bágt er að þola alla æfi efnaskort og sleggjudóma, hafa þráS að gæfan gæfi, gull í mund og frægðarljóma. Verst er þó að mestu mönnum mörgum svo er stefnt til nauða, hljóta loks aS entum önnum ellikröm og sáran dauða. Emil Petersen. —Islendingur. r SIVAN RIVER DAUPHIM BUTTER FACTORIES REAUSEJOUK PORTACE LA PRAIRIE wnxiPEc Sendið allan rjómann yðar til næsta “Cresent” factory, og fáið fult verð fyrir. Crescent Creamery Company Limited AUSTUR CANADA VKI-TIÐ ÚR BRAXPTIJM — & LAM>I cða bæðl á LANDI og VATNI. Canadian Pacific Gufuskip Slgla frá Forti Willlam og Port Artliur á Mlðviku Hag, Laugardag til Port McNick- oU, Fimtudag tU Owen Sound. VESTUR AD HAFI VANCOUVER, VIOTOKIA og ANNARA STADA frá WINNIPEG og IIEIM AFTUR. Farið elna lelð en komlð tll baka á annari. Skoðlð Banff, Uako Uouls og hlna yndis- legu Sumarbústaði í Klctta- fjöUunum Oanadlsku. FJÓRAR FERÐIR DAGLEGA—BÁÐAR LEIÐIR SPYRJID GEGNUM FJÖLLIN Beztu Standard Svefnvagnar fylgja hverri Iest “The TRANS-CANADA Limited” Umboðtmenn vorir munn fúslega gefa allar nauðsyn- legar upplýsingar um ferðáætlun. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.