Lögberg - 26.06.1924, Blaðsíða 7

Lögberg - 26.06.1924, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚNÍ 1924 Bla. ? Ekki unt að fá lækning. FYR EN HÚN TÓK AÐ NOTA “FRIUT-A-TIVES” Avaxta Lyfið Frœga. R. R. No. i, Everett, Ont. “Eg hafði þjáðst árum saman af Dyspepsia, og lifrar og nýrna sjúk- dómi, og öll meðul reyndist árang- urslaus, þar til “Fruit a-tives” komu til sögunnar. Þeim á eg að þakka heilsu mína.” Mrs. Thomas Evans. “Fruit-a-tives” er eina meðalið, sem veitir slíkan árangur, vegna þess, að “Fruit-a-tives” er frægt meðal, unnið úr jurtasafa. “Fruit-a-tives” eru góðir á bragð- ið og veita öruggaheilsubót, sé þeir teknir reglulega. 5oc askjan, 6 fyrir $2.50, skerf- ur til reynslu 25C. Hjá öllum lyf- sölum, eða frá Fruit-a-tives, Lim- ited, Ottawa, Ont. Fjallkonan sjálfkosin. Samkvæmt útliti að dæma, af Jæssum tíu myndum, sem birtust í síðustu blöðunum, sem eg fékk í gær, þann 9. þ.m., skil eg vart að nokkrum blandist hugur um, hver konan sé líklegust, það er ’nr. 3, og meira að segja sjálfsögð úr hópnum, þrátt fyrir það, þótt hin- ar hafi kannske fult eins mikla hæfileika til að verða aðnjótandi þess heiðurs, að verða merkisberi þjóðarinnar á hátíðinni. Eitt að- al skilyrði’, sem kona sú, er fram kemur í nafni Fjallkonunnar, verð- ur að hafa, er mittissítt hár, fyrir utan aðra eðlilega útsjón, sem ís- lenzkri konu ber, en burtkastar hin- um frá valinu. Hún þarf að geta komið fram sem sönn íslands- gyðja, því ekki mundi vel við eiga, að láta hana hafa kambkoll eða að fara að líma á hana falskt hár; það þætti Fjallkonunni hin arg- ast sneiþa og móðgun í fylsta máta, því hún er engin nýtizkudrós nú- tímans, konan sú. Hún er hin sama Eldgamla ísafold, með sér- einkenni, sem verða að bera sitt fulla merki, með fald og skaut og fráfléttað hár í mitti slegið, sem sönn gyðja. Hún þarf helzt að vera nokkuð við aldur, fremur há vexti og fríð og prúðmannleg á fæti og í allri framkomu; hispurs- laus og hrein í tali, vel greind og nægilega fróð, einkanlega um sín eigin málefni að heiman. Hún þarf að líkjast dálitið Elizabetu Eng- landsdrotningu eða Kristínu Svía- drotningu, til þess að geta fundið að því, sem henni þykir ábótavant og hún vill iagfæra til endurbóta. Þjóðhátíðin í heild sinni þarf að bera hátíðlega lotningu fyrir heið- ursgestinum, sem hefir hlotið þá sæmd, að vera útvalin til að bera faldinn. “Vandi fylgir vegsemd hverri, því Fjallkonan er sjálfsögð að mæla fyrir minni íslands. Betra að hafa séra Jónas til að- stoðar fyrst um sinn, og mun þá þeim lið á dagskránni vel borgið. Einnig þarf hún að vera góð söng- kona. Hin útvalda kona skal hafa sérstakt hásæti þennan dag, með þeim útbúnaði umhverfis, að hún gæti boðið gestum sínum til sætis, sem kynnu að vilja heimsækja hana á þessum heiðursdegi hennar. Mér finst auðvitað réttast, aö hún sé sjálfkjörinn forseti hátíðarinnar. Hugmyndin hjá ykkur finst mér einkar góS og vel viðeigandi, og ætti að vera upptekin hvar svo sem Islendingadags þjóðhátíð er hald- m i þessu landi, 0g ætti að vera haldin hinn eina og sama dag— annan ágúst. Bezt að lesa þjóðhá- tíðarræðu þá, er séra Jón Bjarna- son hélt í Wiisconsin og vita hvort ekki væri hægt að finna þar nægi- leg gullkorn með því sannleiks- gildi, sem erfitt yrði að andmæla, heldur en að vera að 'hringsólast með einn og annan dag, sem ekki hefir meira sannleiksgildi í för með sér heldur en annar ágúst. í sambandi við þetta finst mér eg verða að minnast með fám orð- [\\ JL Eagle Brand gerir börn heilbrigð, og er hollasta fæða, bezta fæða næst móðurmjólkinni sjálfri. Bæta má í hana dálitlu af sykri. Alt af eins auðveld og nærandi, segja læknar. Ókeypis Baby Book. sfá&lBonUn/ Gr.J2mited MONTREAL um á fyrstu þjóðhátíðina, sem var haldin heima á íslandi. Eg var þá dálitill drenghnokki og hafði auð- vitað ekkert vit á hvaða gildi hún hafði1. En einn hlutur var þó á- reiðanlegur, að það var um stórhá- tíð að ræða, í hvaða svo merkingu sem hún var, gjörði minst til fyrir mig. Þegar faðir minn fór á þessa hátíð spariklæddur, — og alt fólk- ið klæddist í sín hátiðaföt — og eg skal alveg fullvissa ykkur um, að þá var meira en litið um að vera, Jdví við unglingarnir fengum að fara i beztu leppana okkar, sem var óvanalegt um mitt sumar, því við fengum það aldrei nema á stórhá- tíðum, eða ef við fórum til messu, svo það hlaut að vera um eitthvað tilkomumikið að ræða. Síðan hef- ir annar ágúst haft hjartnæmt hug- tak hjá mér, og hverfur aldrei. Og i frekara sambandi við það verð eg að geta þess, að eg var staddur vestur í Rapid City, þegar íslenzku blöðin frá Winnipeg komu með þá frétt, að fyrst ætti að halda há- tíðlegan þjóðminningardag annan ágúst Jæss sumars í Winnipeg, og að það ættu allir þeir, sem vetlingi gætu valdið, að koma og skerast ekki úr leik. Mér fanst auðvitað J>etta gildandi sannleiki og lagði af stað frá Brandon um morguninn til að verða þessarar fyrstu stund- ar aðnjótandi mér til ánægju, með að sjá sem flesta íslendinga saman komna á einn stað, þó eg byggist ekki við að þekkja marga. — Eg kom auðvitað seinni part dagsins í Victoria Park f'mig minnir að há- tíðin væri’ haldin þar), og hið fyrsta, sem eg varð ásjáandi, var stór mannþyrping og einkar mynd- arlegan mann á ræðupalli; það var Jón Ólafsson; hann var að útskýra fyrir íslendingum hér í Canada, að þeir yrðu að vera saltið í þjóðern- isgrautinn hér, því annars yrði hann bragðdaufur, og ætla eg ekki að fara lengra út í það málefni. Sigurður læknir orti fyrir skömmu út af sögn Jóns Ólafssonar, og fanst mér Sigurði ekki takast sem bezt með sögnina hans Jóns um þjóð- grautarsaltið. Mjög fáa þekti eg. sem von var, nema séra Jón og lconu ’hans, sem alt af voru mér svo heilráð, holl, hrein og einlæg, eins og þau ávalt vildu vera öllum öðrum. Mér fanst þetta sannarleg gleði- stund, og það var, þrátt fyrir það þótt eg þekti fáa, þá viku sér marg- ir að mér mjög vingjarnlega. (Eg var auðvitað auðþektur frá bæjar- búum) ,og það virtist ánægju- og gleðibragur yfir öllu ríkjandi. *— Von er, þó að mér þyki vænt um annan ágúst, enda eru til þess nokkrar ástæður fleiri: fyrst, að verða aðnjótandi fyrstu ánægju- stundar i þessu landi á þeim degi, og sem margir af hinum eldri munu taka undir með mér. Annað það, að hann er fyrsti endurbótadagur fyrir hina íslenzku þjóð, og viður- kendur og upptekinn sem sjálfsagð- ur þjóðhátíðardagur. Þriðja, hann er valinn sem þjóðminningardagur hér af okkar fyrstu frumherjum með hina beztu menn í broddi fylkingar, sem vel mátti trúa fyrir að vita hvað þeir voru að gjöra, sem voru: séra Jón Bjarnason, Einar Hjörleifsson, Jón Ólafsson, frú Lára og margir fleiri, sem all- ir í eindrægni komu sér saman um annan ágúst. Og lítils eru verk þeirra metin með breytingunni og þeim ’háðung gjörð. — Fjórða á- stæðan er sú, sem vart verður hrak- in, að íslendingadagurinn var lang hátíðlegastur og tilkomumest- ur, meðan allir voru í einingu með einn dag—annan ágúst, og ekkert nema ilt eitt unnist með breyting- unni á deginum, þvi frá því að far- ið var að reyna að pota steytjánda júní inn í söguna, hefir aldrei um heilt sár gróið nú nær um 30 ár, og aldiei hefir sönn almenn ánægja verið eins og áður var. Því með 17. júní hugmyndinni byrjaði flokka dráttur og sundurlyndi, sem ekki hefir haft nema vanblessun i för með sér hátíðahaldinu viðvíkjandi. Mun nú flestum þykja eg hafa nóg sagt. Þið látið mig þá vita, ef svo er. Eg er þá tilbúinn að beið- ast afsökunar á því, sem rangt er hermt. Ekki skal eg mótmæla því, að 17. júní geti ’haft sögulegt gildi; en að sá dagur hafi nokkuð fram yfir annan ágúst, skulum við tala um síðar. Enda er það ekki það, sem er aðallega um að ræða í þessu efni, hvor dagurinn er, þvi ekkert verður áunnið með breyt- ingunni, heldur hitt aðallega: að allir, ungir og gamlir, taki höndum saman, og vinni sleitulaust í eining og einlægni sem sannir íslending- ar að málefninu, svo að hjá hinum yngri’ festist hjartnæmt hugtak til helgunar hátiðinni og þjóðfélaginu íslenzka í framtíðinni, til velvegn- unar; en ekki eins og að undan- förnu hefir verið, að sumu leyti; því vart mega menn mikils vænta af þeim uppvaxandi ungmennum, sem nú eru sum hver að taka við stjórn, þar sem hinir fullorðnu hafa ekki’ gefið myndarlegra eftirdæmi til að breyta eftir. Svo óska eg hinni fyrirhuguðu íslands drotningu góðs gengis, og að hún eigi langan aldur, en detti ekki úr sögunni eins lengi og hald- inn er Islendingadagur í Vestur- heimi. Duck Island, 10. júní 1924. B. Rafnkelsson. ------o------- Jórunn Jónsdcttir. Þann 12. jan. síðastliðinn and- aðist á hei'inili Gísla bónda Sveins- sonar á Lóni í grend við Gimll, Man., öldruð frændkona hans Jórunn Jónsdóttir, hefir umsögn um lát hennar áður birst í blöð- unum. ' Jórunn heitin var fædd 4 apríl 1834 í Kíiholti í Viðvíkursókn í Skagafjarðarsýslu. Faðir hennar var Jón ibóndi þar, sonur Páls hreppstjóra frá Viðvík, en moðir hennar var Guðrún Jónsdóttir, Péturssonar læknis, einnig frá Viðvík. Var Jórunn heitin af Skag- firskum ættum í föður og móður kyn. Hún var yn.gst af tíu systkin- um, voru ibræðurnir fjórir, en syBturnar sex. Sýstkini hennar voru sem hér segir: 1. Séra Páll prestur í Hvammi í Laxárdal, en síðar á Höskulds- stððum í Húnaþingi; kvæntur Steinunni dóttur séra Jóns Jón3- sonar á Miklasbæ í Skagafirði. Páll prestur, látinn árið 1868. 2. Jóhann, lærði snikkara-iðn í Noregi, einnig söðlasmíði, kvænt- ist hann Jólhönnu dóttur porbergs Þorbergssonar stóibónda á Sæ- unn arstöðum í Hallárdail í Húna- þingi; reistu þau Jóhann og kona hans fyrsta bú í Engihiíð í Lax- árdal,i en bjuggu síðar á Sæ- unnarstöðum. Þau ‘hjón voru foreldrar Johnston’s isystkina, sem kunn eru í Winnipeg ,eru þau, Jakob (Bob) Johnston og Mrs. Guðrún Jóhannsson, Mrs. Sigríður Johnson og Miss Kristín Johnston. Jóhann faðir þeirra dó árið 1877. 3. Gísli, látinn 1879, iærði garð- yrkjufræði í Noregi, ibjó í Hvammi í Laxárdal, kvæntur Ragnheiði Eggertsdóttur frá Skeifilsstöðum á Skaga: eitt af börnuvn hans Vestanhafs er Pálína gift ólafi Eggertssyni f'rá ‘Skeifilsstöðum, eru þau búsett í Selkink, Man.. 4. Jón, var bóndi en stundaði byggingavinnu og þótti mjög hag- sýnn verkmaður, vann oft á Höfn- um á Skaga. Látinn 1883, kvænt- ur Guðrúnu Halldórsdóttur. Börn hans Vetsanhafs: Jakolb fiskimað- ur við Winnipeg-vatn, og Þor- bjðrg Jóhannsison, ekkja í Wyn- yard, Sask. *— 5. Guðrún, dó um tvítugsaldur. 6. Elizabet, dváldi langdvölum í Höfnum í Húnavatnssýslu, dó árið 1877. Dóttuiibarn hennar er Anna kona Þórðar kaupmanns pórðar- sonar á Gimli, Man. 7. Sigríður gift Sveini Ásmunds- syni frá Irafelli í Skagafjarðar- dölu'm dó árið 1875. Meðal barna þeirra Vestanhafs þeir bræður: Gísli og Páll, báðir búsettir á Gimli; Björg kona Jóns Sölvason- ar, Marietta, Wash., og Seaselja Kristjánsson, látin fyrir nokkru í Wynyard, Sask. Sigurlaug gift í Chicago, manni af hérlendum ætt- um. 8. Hólmfríður, gift Guðjóni Jóns- syni, ibjuggu þau á ýmsum stöð- um í Skagafjarðarsýslu norðan- verðri, hún dó um 1868. Sonur þeirra hjóna er Páll Guðjónsson, búsettur í Winnipeg. 9. Helga, gift Hjálmari Guð- mundssyni, ibjuggu þau á ýmsum stöðum í Gönguskörðum. Hún andaðist árið 1884. öll voru þau 'syistkin mannvænleg og fögur að vallarsýn, þau voru af heiðvirðu, sjálfbjarga bændafólki komin, og áttu framsóknarþrá í hjörtum sínum, oá komust vel til menn- ingar, þegar miðað er við kring- umstæður þeirra tíma, er þau lifðu á. Jórunn heitin mun ‘hafa alist upp í grend við æskustöðvar sínar í Skagafirði, og þar dvaldi hún Iengstum æfi sinnar uns hún flutt- ist til Vesturheims árið 1889, þá 55 ára að aldri. Lá leið Ihennar fyrst til Dakota, en til Gimli, Man. fluttist hún ekki löngu isíð- ar. Fjórtán síðustu ár œfi sinnar dvaldi hún á Lópi hjá Gísla frænda sínum og Margréti konu hans, þar naut hún kærleiksríkr- ar umönnunar. Hún var blind all- an þann tíma en rúmföst og 0- sjálfbjarga síðustu fjögur ár æfi sinnar. Hún andaðist á heimili þeirra hjóna, laugardaginn 12. jan. síðastl. kl. 2 e. h. 'Slík er í fáum orðum hin ytri eaga hennar, fer jafnvel lítið fyr- ir, er lítt kunnugir segja frá, þvi hin innri saga, saga þroska og til- finninga, er ‘miður kunn, jafnvel samferðamönnunum. peir sem best þektu hina látnu, telja hana að hafa verið góðum gáfum gædda. Fróðleiksfýsn hennar, — þessi vöggugjöf fjölmargra ís- lendinga sljófgaðist lítt, þótt hrímfrost elli hjúpaði brá, __ og skildi aldrei við hana, þar sem hún lá ihjálparlaus í rúminu, enda var ekkert sparað af hálfu heim- ilisfólksins að hjálpa henni til að fylgjast ’með, og lesa fyrir hana. Ágætt skynbragð bar hún á marga hluti. Sjálfstæði átti hún víst á mjög háu stigi, mun hún lengst af æfi sinnar hafa verið sjálfri sér ráðandi. Með trúmensku og dygð vann hún víst stðrf sín meðan' dagur entist, með þolinmæði og ibófstiltri rósemi bar hún byrðl elli-áranna unz lífafl hennar fjaraði út, og hún (hlaut hina hinstu hvíld. Hún var jarðsungin þann 15. jan. síðastliðinn, fylgdu all-margir fornvinir henni til kirkju í síðasta sinn, þrátt fyrir afarmikið frost, sem var þann dag. Jarðarförin fór fravn frá lútersku kirkjunni á Gimlli. i— peir falla óðum í valinn hinir eldri íslendingar vor á meðal. — kvistirnir traustu úr framandi fold, konur og menn með augljós merki hins norræna hugarfars og fyrirmannssvip á brá, með ósval- aða útþrá eg mentalöngun, þótt að æfikveldi líði, en Guð ‘blessi okkur, sem yngri erum, minningu þeirra. í júní-mánuði 1924. Sig. Ólafsson. ------0------- Fljótandi eyja í Atlants- hafi. Það eru undraveriSar framfar- ir, sem loftsiglingarnar hafa tekið á síðustu árum, og margar og miklar eru torfærurnar, sem menn þeir, er fram sækja á því sviði, hafa orðið að mæta og verða að mæta, unz ferðalög með loftskipum eru trygg. Ein af þeim stóru, ef til vill stærsta torfæran, sem þeir hafa orðið við að stríöa, er flugið yfir höfin stóru ög ivíðáttumiklu, og geta hvergi náð lendnigu, þó eitt- hvað beri út af. Nú virðist, að á þeirri torfæru sé ráöin bót. Byggingameistara einum frönsk- um, Defrasse að nafni, hefir hug- kvæmst að byggja fljótandi eyjar úr steinlimi (sement steypu) og stjóra þær niður með vissu milli- bili i Atlantshafinu. Um þetta mál farast blaðinu Literary Digest orð á þessa leið: “Þessi hugmynd Mr. Defrasse, sem sérfræðingar flotamáladeildar frönsku stjórnarinnar hafa athug- að og fallist á, kemur til að kosta $12,500,000—það er kostnaður viö fyrstu eyjuna, sem búin er til. En þó láta þeir í ljós, að kostnaður sá geti orðið nokkuð minni, þegar virkilegar framkvæmdir verði hafðar i því efni. Þessi hugmynd um eyjamar fljótandi er ekki alveg ný og M. Defrasse því ekki höfundur henn- ar. Bandaríkjamaðurinn M. B. Armstrong var áður búinn að benda á þetta, þó hugmynd sú hafi hvilt á öðrum grundvelli en hug- mynd Defrasse. M. Defrasse heldur fram, að þessar eyjar þurfi að vera fjórar, en þó má náttúrlega taka af þeirri tölu eða bæta við hana eftir vild og eftir þörfum loftskipa þeirra, sem þá leið fara. Hver af þessum eyjum eiga að vera líkar skipi i laginu, steyptar úr cementi eins og sagt hefir ver- ið og svo sterklega bygðar, að þær geti staðist allan sjógang. Niður úr þeim standa stólpar, til þess að gjöra þær stöðugar, og innan í þeim s éhæfileg barlest. í þeim seu mót- orar nógu sterkir til þess að halda þeim við fyrir vindi, sjofalli og straumum og til þess að færa þær úr staö, ef skifta þarf um eyjar. Að innan eiga eyjar þessar að hafa göng, að minsta kosti 1000 fet á lengd, 30 til 35 fet á hæð og 300 fet á breidd. Inn í þessi göng eiga loftförin að geta srnogið að aft- anveröu, og er um op það búið svo að sjógangur getur þar engan ó- skunda gert, því ferlíki þetta sé bygt á þann hátt, að hvorki hæð né lengd sjóöldunnar hafi hin minstu áhrif á það. Á framparti fleka þessara eða eyja, sé pláss, þar sem loftför geti hvílt eða hangið. Aö aftan og framan séu rafljós svo sterk, að bjarminn frá þeim sjáist langar leiðir og þau því auðfundin veg- farendum. Með fram annari hlið þeirra hefir M. Defrasse gert ráð fyrir gistihúsi eða hóteli, loft- skeytastöðvum, veðurfræðisstöðv- um og skrifstofum umsjónarmann- anna, en við hina hliðina eru bygg- ingar til viðgerða á loftförum, verk- færastofur og svefnstofur. Áætl- aö er að 150 manns verði' á hverri eyju. Þar á meðal eru vélfræð- ingar, verkamenn símamenn, þjón- ustukonur og eftirlitsmenn o.s.frv. Kjöttollsmálið. Norðmenn slaka til. pau tíðindi gerðust í kjöttolls- málinu í lok fyrri viku, að norska stjórnin tilkynti íslensku stjórn- arvöldunum, að Ihún hefði orðið við kröfum íslendinga um lækkun kjöttollsins, hvað ,þá snerti, og yrði hann fyrst um sinn 38 aurar pr. kg., meðan viðbdtartollurinn og gulltollurinn stæðu óibeyttir, en hinn fastsetti gulltollur kjöts- ins yrði 15 aurar pr. kg. Gagn- kröfur gerði norska stjórnin eng- ar Norðmönnum til handa aðrar en þær, að þeir yrðu aðnjótandi sðmu góðvildar í fravnkvæmd fiskiveiðalaganna og verið befði síðan þau gengu ' í gildi fjrrir tveimur árum. Eru þetta mikil tíðindi og góð og efir ræst stórum mun betur úr málunum en áhorfðist. Að sönnu er kjöttbllurinn enn þá 28 aurum bærri en hann var fyrir þre'm árum síðan. Hann var þá að eins 10 aurar pr. kg En þá var heldur hvorki viðbótartollur eða gulltollur að foæta á Fyrir tveim áum er svo fastatollur hækkaður úr 10 aurum upp á 25 aura pr kg. Ári seinna er bráða- byrgða viðbótartolli bætt við, er nemur þriðjungi hundraðs, og swo í vetur gulltollinum bætt þar ofan á og ann reiknaður 90 af hundr. Var þá tollur kominn upp í rúma 62 aura norska eða 64 aura ís- lenzika, en þessi siðasta tollhækk- un skall ekki yfir íslenzka kjötið, þar sem það var selt áður en hún gekk í gildi. Eins og nú er komið málunum, reiknast tollurinn þannig af ís- lenzka kjötinu: Grunntollur...... 15 au. pr. kg, viðaukatollur .... 5 — — j— gulltollur....... 18 — — — AIls 38 au, pr. kg. Það liggur í hlutarins eðli, að bæði viðbótartollurinn og gulltoll- urinn eru að eins tfmabundnir og hljóta að hverfa úr sögunni fyr eða síðar. Verður þá grunntoll- urinn — 15 au pr kg — einn eftir, og undan foonum er ástæðulaust að kvarta. Og eftir kjðtflutningi þeim, sem verið hefir héðan til Noregs hin síðari árin, er með lækkun þeirri, 'sem nú er orðin, 3-4. miljón króna byrði létt af ísl. landbúnaði, og er það mikils virði á þessum þrengingatímum. iMeð þesisari tolllækkun veita Norðmenn okkur fullkomið jafn- rétti við aðra kjötinnflytjendur. Því þó þeirri ósk vorri,, að reikna tollinn eftir verðgildi, en ekki eftir þyngd, ' væri ekki gaumur gefinn, kemur tolllækkunin okikur hlutfallslega að hinu sama gagni, eins og sjá má t.d á því, að á síð- a = tliðnu 'hausti seldist nýtt kjöt frá Danmörku 90 prct dýrara í Noregi en saltkfjötið íslenzka, og tollurinn var sá sami. Nú verð- ur að greiða 62 'au. toll af danska kjötinu en 38 aura af saltkjötinu íslenzka. Komast ihér því á svip- uð hlutföll og ef verðtollurinn ihefði komist á. Eftir því stímabraki sem á und- an er gengið, mun mörgum hafa komið það á óvart, hve- norska stjórnin var væg 'í kröfum sínum fyrir tilslökuninni á kjöttollinum. Raunar engin krafa frá hennar hendi, að eins vonast eftir, að Norðmenn fái að vera 'sömu góð- vildar aðnjótandi í framkvæmd fiskiveiðalaganna og áður. En við hvað er átt með þessari góð- vild? Sýnilega þeirrar, að Norð- menn fái að verða þeirra undan- þágu aðnjótandi, er stjórninni ís- lenzku er heimilað að veita frá lögunu'm. Við að atihuga lögin sést það brátt, að foér er átt við 9. grein þeirra. En þar er abvinnumála- ráðerranum heimilað að veita verksmiðjum þeim, er vinna síld- arllýsi og sáldarmjöl lejrfi til .þess að mega nota erlend skip til þess að fiska fyrir verksmiðjurnar, þó svo að síldin sé veidd utan land- thelgi. Nú er það vitanlegt,, að flestar verksmiðjurnar af þessu tagi, eru norsk eign, og norskum útvegsmönnum mikill fengur í því, að geta komið aflanum af skipum sínum þangað, úr því þeim er bannað að landsetja síldina til söltunar eða gejmislu. pað, að Norðmenn verði góðvildar ísl. stjórnarinnar aðnjótandi fovað síldveiði til verksmiðjanna snert- ir, vegur upp á móti þeirri til- slökun, sem við foöfum fengið hjá 'þeim á kjöttollinum. Sjórninni ís- lenzku ber að sýna Norðmönnum þá góðvild, sem 9. gr. fiskiveiða- laganna foeimila þeim, — en fara ekki feti Hengra. Norðmenn eru mikilla hlunn- inda foér aðnjotandi. Hafa hér vezlun í stórum stíl og mikla flutninga til landsins og frá því, svo hefir hin lélega strandgæzla undanfarinna ára orðið iþeim mik- ils virði. Þeir hafa sópað upp auð foér við strendurnar og llátið lítið af mörkum á móti. Kjötmarkað- urinn er í rauninni það eina, sem við höfum þurft undir þá að sækja. Við höfum gert kröfu til þess, að vera ekki misrétti beittir, og eftir mikla vafninga hafa Norð- menn orðið við þeirri kröfu vorri og gefið okkur jafnrétti við aðra kjötframleiðendur. Og þá sanngirni viðurkennum við með því að sýna sangirni í móti.—íslendingur. “Eczema á andlitinu algerlega lœknuð,’’ Miss Winifred Ernest, Box 46, Blockhouse, N. S-, skrifar: “Frá því cg var bam, þjáðist eg af eczema á andlitinu og ' i reynt fjölda meðala, sem öll reyndust árangurslaus. Þannig var ástatt fyrir mér í tuttugu ár, Loks ráðlagði lyfsalinn mér að reyna Dr. j Chase’s Oint- ment. Eftir að hafa not- að meðal þetta í nokkra daga, voru sárin tekin að gróa og innan skamms tíma var eg með öllu laus við þenna þráláta sjúkdóm.’’ DR. CHASE’S OINTMENT 60c. askjan, hj& lyfsölum eða Bdmanson, Bates & Oo., T.td. Toronto. > - • voru Komm a pao stor sar. u,g naf 1 Vertíðin. Vertíðin er nú um garð gengin í ár. Þótt ónæðisöm og hörð veður hafi veriS með köflum, hefir ó- venjulega lítið verið um mannskaða hér sunnan- og vestanlands. I veiöi- stöðvunum frá Vestmannaeyjum ti( Keflavíkur hafa róSrar þó orðið ó- venjulega margir, einkum seinni- part vertíðar, og aflinn eftir því. Um síðustu mánaðarmót taldist svo til, að aflinn á öllu landinu væri orSinn um 10 þús. skpd. í Vest- mannaeyjum nálægt 25 þús. skpd. en í hinum veiðistöðvunum, frá Stokkseyri' til Akraness 65—68 þús. skpd. þar sem á vantar 10 þús. skift- ist þá á aðra landsf jórðunga, og er mest á Austurlandi. Mun þetta vera eins mikill afli og kominn var á land um þetta leyti í fyrra. Stafar þetta sumpart af þvi hve allflestir togararnir fóru snemma til veiða í ár. Aflinn á Vestur- Norðnr- og Austurlandi. Fram til þessa tíma hefir aflinn viðast hvar annarsstaðar á landinu veriS mjög rýr, einkum á Vestur- landi'. Er þaS óvenjulegt, því þar aflast oft vel frá nýjári og framúr. Nú hefir frést, að góður afli sé með öllu Vesturlandi. Er því ekki ó- hugsandi aS úr rakni fyrir mönnum þar enn. Mótorbátarnir afla nú vel í Jökuldjúpinu, en þangað sækja stóru vestfirsku mótorbátarnir að- allega afla sinn. Á Norðurlandi hefir verið reit- ingsafli, en þar er varla um neitt verulegt aS ræða, fyr en komið er fram í maí. Á Austurlandi hefir að- allega aflast á Suðurfjörðum og Hornafirði og mun aflinn hafa verið þar i meðallagi. Nú sem stendur er mikill fiskur fyrir Austurlandi, þorskur og smá- fiskur. I vertíSarlokin fóru flestir togararnir þangaS, og koma nú full- fermdir eftir 9—12 daga útivist. Eru þetta mikil viðbrigði frá því í fyrra, því þá varð ekki fiskvart á þeim slóðum. Þó fengu togararnir afla sinn fyrir Vesturlandi. En þar fengu þeir að miklu leyti ýsu og upsa, sem er verðminni fiskur. Útflutningur og markaðshorfur Bestu líkur eru til þess eins og nú horfir við, að heildaraflinn, verði góSur í ár, og heldur meiri en í fyrra. Maikaðshorfur eru taldar mun betri en þá. Munurinn er meÖ- al annars vegna þess að í fyrra var mikið óselt af aflanum frá því í hitteSfyrra, er síSastliðins ársafli var tilbúinn til útflutnings. Þá var og mikið um fisk á erlendum mark- aSi, og eftirspurnin eftir nýjum fiski því með daufara móti. Fiskur- j inn er þvi fluttur út nú nokkurn- j vegin jafnóðum og hann er tilbú-| inn. En þurkarnir nú undanfarið 1 hafa orðið til þess, að töluvert er þegar tilbúiS og farið af nýja fisk- inum, og enn mun talsvert bíða skipaferSa. En í fyrra var ekki far- ið að flytja ársaflann út fyr en í júlí til ágúst. MeS því lagi sem nú er dreifist ársframleiðslan mikiS betur á markaSinn enn ella, og þá betra útlit að gott verS haldist. Þó meira hafi aflast í ár, en í fyrra er því mun minna fyrirliggj- andi af fiski hér nú en var um þetta leyti þá. Auk þess sem nokkttð af þessa árs afla er þegar farið, þá ?r hér og minna um fisk fyrirliggj- andi, vegna þess að fyrraársfiskur, sem venjulega biður verkunar til vors í salti, hefir nú í marz og april verið seldur upp úr salti. Fiskur þessi fer mestmegnis til ítalíu og hefir fengist ágætis verð fyrir hann^ Þessi markaður á Italíu, fyrir fisk upp úr salti, fer vaxandi. og telja menn það mjög æskilegt, þvi með því dregur úr fiskmagni því, sem annars múndi lenda á Spánarmark- aðinn. Auk þessa gerir þessi nýi ttaliumarkaður það að verkum. að útflutningstími fisksins verður lengri á hverju ári. Áður var fiskur- inn fluttur aöallega út á 6—7 mán- uðum ársi’ns. Þurkhúsin gera og sitt til þess að útflutningurinn geti orðið jafnari. En framtið þessa blautfiskmark- aðs er aðallega undir þvi komin, að menn verki fiskinn ekki ver í saltið, en verið hefir, og ekkert lakar, en þótt menn ætli fiskinn til fullrar verkunar hér heima. Eins og nú horfir viö ,má vænta þess, aö fiskiveröið haldist nokk- urnveginn jafnt alt árið, ekki sízt vegna þess, að búast má viö eftir- spurn eftir fiski upp úr salti þegar líöur á sumarið. Þó verðið sé gott, og útlit fyrir að það haldist, mun síst veita af, því svo illa hefir útgeröin borið sig nú undanfarið, þar eð allur þorri útgerðarmanna hefir rekið atvinnu sína með meira eða minna tapi, en fæstir haft nokkurn hagnað. Fram til þessa hefir verðið á stórfiski verið um kr. 195 pr. skpd. á smáfiski kr. 185 pr. skpd. á Labrador og ýsu kr. 145—155 pr, skpd. fyrir nr. I og hlutfallslega minna fyrir lakari flokka. Fái út- gerðamenn líkt verð þessu fyrir árs- aflann, eru allar líkur til þess, að útgerðin beri sig vel í ár hjá flest- um. Fá þeir þá eitthvað upp i töpin og tjóniö, sem þeir hafa borið und- anfarin ár. En það hefir verið einna tilfinnanlegast á mótorbátaútvegn- um viðsvegar um land. Ofæsilegar horfur. Eins og áður er getið urn, mun aflinn á landinu hafa verið um 100 þús. skippund í mai byrjun og með því verði sem nú er, verður þessi afli um 17 miljónir króna virði kominn á skipsf jöl. Ef dæma rná af reynsla undanfarinna ára, er ekki ó- sennilegt, að annað eins aflist fram til áramóta, svo ársaflinn verði 200 þús. skpd., og með núverandi verði ætti að fást um 34 miljónir króna fyrir aflann kominn í skip. Þá hefir lýsi og aðrar afurðir, svo sem sundmagar, selst fyrir mjög hátt verð. Og gott útlit er talið að vera með síldarsölu. Þegar þess er gætt að góðar horf- ur eru og með landafurðir, mætti ætla að þessar 30—40 miljónir sem hér koma til sögunnar ættu að vera drjúgur skerfur til þess, að borga erlendar skuldir og þá um leið laga hið vesæla gengi krónunnar. En því aðeins koma þessar milj- ónir að notum, fyrir gengi krón- unnar og velgengni þjóðarinnar, að allir þeir, sem bera hagnað úr být- um, hvort heldur eru hundruð eða þúsundir króna, verði samtaka um það, að halda vel og sparlega á á- góðanum, laga skuldirnar og leggja til hliðar fyrir ókomnum erfiðleik- um. Þá mun “krónunni” okkar batna sinn vesaldómur og dýrtíðin minka, sem nú kreppir að almenningi. Morgbl. 16. maí. Mestur Ágóði og Fljót astur með því að senda oss Bændur hafta reynt af reynsl- umni aS afgreiSsla vor og vlfi- skifta aSferíir hafa orSiC þeim til mests hagnaSar og þess vegna senda þeir oss rjómann. Skrifið eftir merkiseðlum. Canadian Packing Co. I.IMTTF.D Stofnsett 1852 WINNIPEG OANADA Pegar þér pakkið niður fyrir sumarið er vissara að hafa meðal við sólbruna, pöddu- stungum, þymirispum og sár- um. Zam-Buk hefir ávalt reynst besta meðalið. Takið það með 50c askjan, hjá óllum lyfsöl- um og í búðum. AM-BUK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.