Lögberg


Lögberg - 17.07.1924, Qupperneq 5

Lögberg - 17.07.1924, Qupperneq 5
LötrUERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLÍ. 1924, Þér getið losnað við Dyspepsia. Með Því að Nota Ávaxta-Lyfið Nefnt ,rFruit-a-Tives.” Þér getið losnaö við sársauka, höfuðverk, þreytu og stíflu. Þetta fræga ávaxtameðal, sem unnið er úr epla-, appelsínu-, fíkju- og sveskju safa, — læknar ávait Dyspepsía. Mrs. Thomas Evans, Everett, Ont., segir: “Eg hafði þjáöst.árum saman af Dyspepsia, og nýrna og lifrarsjúk- dómum. Engin meðul dugðu, fyr en “Fruit-a-Tives” komu til sög- unnar. Þeim á eg heilsu mína að þakka.” Þetta er vitnisburður, sem ekki verður hrakinn. — Munið, að á- vaxta-lyfið “Fruit-a-tives” er selt hjá öllum lyfsölum, eða p>óstfrítt frá Fruita-tives Limited, Ottawa, Ont. gott. Þegar fólkið hættir að sækja kirkjur, en leitar sér andlegrar fæðu í blöðunum, þá er eðlilegt að . farið sé þangað með trúmálin. Og gott er það m. a. að því leyti, að þáð vekur umhugsun. I umræðun- um um þessi mál undanfarandi ber annarsvegar mikið á árásum á kirkjuna, þjóna kirkjunnar og ýms- ar kenningar hennar, en hins vegar kveða nýjar andlegar stefn- ur sér hljóðs og er talað hátt um ágæti þeirra. Eg skil það, að prest- arnir kynoki sér við að fara með þær kenningar sínar í blöðin, sem þeir eru jafnan að flytja í kirkj- unum og á kristilegum samkom- um, og að þeir vilja komast hjá þráttunum um þessi efni á þeim vettvangi. Þótt eg sé ekki kirkj- unnar þjónn, langar mig til að reyna að skýra frá afstöðu krist- indóms og kirkju til aldarfars og þekkingar vorra tíma, eins og hún kemur fyrir sjónir kristnum leik- manni, sem hefir fengið nokkra þékkingu á náttúruvísindunum. Jafnframt verður minst á hinar nýju stefnur, spiritisma og guð- speki í því sambandi. Það er von, að alvarlega hugs- andi mönnum blöskri andlega á- standið í hinum svo nefnda ment- aða heimi, einnig hér á landi, og vonandi koma nýir, gagnverkandi andlegir straumar fram, þjóðlífinu til viðreisnar. Spiritisminn eða andahyggjan og guðspekin hafa vakið marga til umhugsunar um eilífðarmálin, en það sannar auð- vitað ekki, hve hollar þær séu. Til þess að vekja menn úr dái er stund- um gott að ibera ammoniakvatn að vitum þeirra, en það er ekki þess- vegna ráðlegt að fara að nota ammoniak til innöndunar í stað lífsloftsins. Ekki hefi eg í hyggju að deila á þá menn persónulega, sem veitt hafa kirkjunni ákúrur. Eg kem hér ekki fram sem full- trúi hennar, og flest slikra um- mæla hafa lika sinn dóm með sér” þau benda sanngjörnum og ójil- höllum lesendum á líkinguna um flísina og bjálkann. Það heyrist oft, að mentun og lærdómur eigi ekki samleið með trúnni, þau séu andstæð. Margir trúaðir ungir menn hafa liðið skip- brot á trú sinni á námsárunum og ekki rétt við aftur. Ástæðan er sú. að þegar þeir fara að kynnast nátt- úruvísindunum og öðrum fræði- greinum, sjá þeir, að ekki iber sam- an kenningum biblíunnar og þeirri þekkingu, ' sem skólarnir veita. Með'því að þeim virðast skoðanir fræðiritanna sennilegri, í betra NOTIÐ HANA 1 HVERT SINN OG YÐUR ER SAGT AÐ NOTA MJÓLK. samræmi við skynsemina, þá kasta þeir frá sér því, sem þeim hefir verið kent í trúaréfnum, fyrst og fremst skoðunum biblíunnar á eðli og uppruna heimsins og síðan trúnni sjálfri, trúnni á Krist, á annað líf og jafnvel trúnni á guð. Auðvitað ganga menn mis- langt í þessu. En eftir því sém þekkingin á náttúrunni, á verkum guðs, vex, eftir því verður auðveld- ara að samrýma hana trúnni. Þótt ^rúarbrögðin séu ekki orðin til vegna umhugsunar og ályktunar, þá er það ekki að eins gott og gagn- legt, heldur nauðsynlegt, að líta á trúna frá skynseminnar sjónar- miði, athuga samræmið milli henn- ar og skynsemi og þekkingar vorr- ar. Það, sem vér vitum um heim- inn, þarf ekki að koma i bága við trú vora . í þessum greinum verð- ur fyrst litið á kristindóminn frá sjónarmiði þekkingarinnar, því- næst minst á afstöðu spiritisma og guðspeki /gagnvart 'kirkjunni, og loks drepið á, hvers kirkjan þarfn- ast á þessum tímum, til þess að áhrif hennar verði sem mest og víðtækust. 2- Guðstrú og vísindi. Alvarlegustu spurningar manns- andans eru og hafa ávalt verið þessar: IH]ver er uppruni heims- ins og af hverju stjórnast hann? Hvert er eðli og uppruni manns- ins? Hvert er takmatk jarðlífsins og hver verða örlög vor, þegar það hættir? — Trúarbrögðin, iheims- skoðanirnar og lífsskoðanirnar eru svörin við þessum og þvilíkum spurningum. Guðstrú vor krist- inna manna er svarið, sem vér höfum fengið við fyrstu spurning- unni. Eg ætla nú að reyna að at- huga lítið eitt sambandið á milli guðstrúarinnar og þekkingarinnar á heiminum, og verð þá fyrst að draga upp örlitla mynd af honum. Stjörnur himins, hinn mikli fjöldi, eru langflestar nefndar fasta- stjörnur. Þær eru sólir eins og sól vor. Sólin er hnöttur, sem er iýá miljón sinnum stærri en jörðin. Utan um hana snúast 8 dimmir hnettir, plánetur. Jörðin er ein þeirra. Um pláneturnar snúast tunglin og fylgir eitt jörðinni sem kunnugt er. Halastjörnurnar snú- ast lika um sólina. Fjarðlægð þeirra fastastjarna, sem oss eru næstar, er svo geysimikil, að vér eigum erfitt með að skilja hana. Hún er ekki mæld í mílum né miljónum mílna, heldur er notað- ur annar mælikvarði. Ljósið fer 40 þús. mílur á sekúndu. Á einu ári fer það því því i biljón og 260 þús. miljónir mílna. Fjarlægð fastastjarnanna er talin i ljósárum, en ljósár er ferð ljóssins á einu ári. Næsta fastastjarnan er þó ekki svo nálæg, heldur 4 ljósár frá oss. Sirius hátt i 9 ljósár, og ljósið frá pólstjörnunni þarf 46^2 ár til þess að komast til vor. Þessár stjörnur sjáum vér vel. Þó eru þær í vetr- arbrautinni, sem að áliti stjörnu- fræðinga er geysimikil sólna- kringla, sem sólkerfi vort er einn Iiður í. En svo eru til aðrar sólna- kringlur, “vetrarbrautir”, sem nefndar eru stjörnuþokur. Þær sjást í sjónaukum eins og þoku- hnoðrar. Ef vér hugleiðum, að þetta eru alt sólnakerfi og að hver veit, hvað mörg eru til, sem vér ekki sjáum grilla í, en stjörnurnar í hverju sólkerfi eru mörg ljósár hver frá annari, þá fer oss að skiljast, að alheimurinn er rúm- góður, og huga vom sundlar, er hann horfir út í hyldýpi ómælis- geimsins. Sól vor er ein hinna ó- tölulegu sólna í geimnum. Kring um hana snýst hnöttur, sem er ijá miljón sinnum minni, og þessi agn- arögn er jörð vor. Ef vér nú virðum fyrir oss jörðina, þá hlýða allir náttúruviðburðir þar ákveðn- um lögum. Þessi lög köllum vér náttúrulögin. Hlutir falla til jarð- ar, af því að hún dregur þá að sér, en það er eftir vissum lögum. En þyngdarlögmálið gildir víðar. Vegna þyngdaraflsins snýst tungl- ið kring um jörðina og hún og hin- ar pláneturnar kring Um sólina. Menn ætla, að þyngdarlögmálið gildi i alheiminum. Vér þekkjum fleiri öfl. Rafmagnið og segul- magnið fylgja sérstökum lögum, er menn nota eins og kunnugt er. Ljósið og hljóðið fylgja ákveðnum lögum og lengur má telja. Auk þessara og annara laga eðlisfræð- innar, eru svo öll lög efnafræðinn- ar. Alstaðar verður fyrir oss fuþ- komið samræmi og niðurröðun í náttúrunni, hvort sem vér lítum út í geiminn eða á það, sem næst oss er. Ef vér svo snúum oss frá hinni dauðu náttúru, sem kölluð er, og litum á lífið á jörðinni, þá finnum vér þar einnig samræmi og niður- röðun. Lægstu dýrin í dýraríkinu heita frumdýr. Hvert þeirra er ör- lítið korn eða kökkur úr efni, sem kallað er lífslím eða lifkvoða, og eru ósýnileg með iberum augum. Þau ihreyfast, taka i sig fæðu, og þeim fjölgar þannig, að þau skift- ast í sundur. Frumhlutar lægri og æðri dýra, og þá einnig manns- líkamans, eru likir þessu, og eru þessar lifandi agnir nefndar frum- ur eða cellur. Þetta á í aðalatrið- urium einnig við um líkamsgerð jurtanna. Frumurnar eru hinir lifandi og starfandi hlutar líkam- ans, en á milli þeirra er tengiefni. Frumurnar starfa saman í hópum, margar miljónir í hverjum. Það eru nefnd líffæri. Frumur ein- stakra líffæra eru misfunandi, eins og ráða má af mismun líffæranna. Starf hvers líffæris er summan af starfi frumanna í liffærinu Þess- ir örsmáu lifandi frumhlutar lik- amans, sem sjálfir eru líkamir, eru sameinaðir svo miljörðum skiftir og-verður þá lifandi vera á hærra stigi. Þær JfrumurnarJ starfa allar í samræmi í hverju líf- færi og líffærin starfa í samræmi undir aðalstjórn. Boð aðalstjórn- arinnar berast með taugunum frá aðalstöðvum taugakerfisins og með ýmsum efnum, sem berast frumunum með blóðinu. Þannig starfar heildin í aðdáanlegu sam- ræmi, eins og frumurnar væru skynsemi gæddar verur, er lifðu saman í þjóðfélögum, margar mil- jónir í hverju. Tökum svo þess- ar óendanlega samsettu heildir, til dæmis mennina. Þeir eru að ytra útliti allir likir, margir mjög líkir, ekki að eins líffærin og hin sýni- lega likamsgerð • í aðalatriðunum, heldur líka í aukaatriðum. Þegar kemur hærra í dýraríkið, frá frum- um og lægri dýrum, bætist við ný lífsstarfsemi, meðvitundarstarfsem- in, sem sérstakar frumur líkamans, frúmur í tatigakerfinu, virðast hafa á hendi. Og röðin nær lengra. Hjá mönnunum, æðstu verunni, kemur fram ný mynd meðvitundar- starfseminnar, andinn, mannsand- inn. Fyrir ofan þá meðvitundar- starfsemi, sem skynjanírnar bein- linis valda, stendur æðri lífsstarf- semi, sem lyftir sér upp fyrir tak- mörk skynjana heimsins. í með: vitundarstarfi dýranna er samræmi og skyldleiki. En hvernig er þá mannsandanum farið, sem ekki unir innan takmarka þess heims, sem er nefndur hinn raunverulegi heimur ? Er þar nokkurt samræmi ? Já, andi hinna mörgu miljóna, á öllum öldum, hefir starfað svo líkt, að furðu gegnir. Þegar manns- andinn hefir verið að reyna að svara spurningunum um upphaf sitt og alheimsins, um eðli hlutanna, um æðstu hugsjónir og æðsta gildi mannlifsins, þá er samræitiið al- staðar auðséð við nánari athugun. Vitrustu og beztu menn þjóðanna hafa verið þar sammála í aðalat- riðunum. Mörg fleiri atriði mætti nefna, en eg ætla að láta mér naégja eitt í viðbót. Mannsandinn hefir skoðað heiminn, hinn lifandi og liflausa, og reynt að þreifa fyr- ir sér leiðina að leyndardómum náttúrunnar. Til þess að reisa musteri vísindanna hefir hann bú- i5; sér til byggingarpalla. Þeir 'heita rannsóknaraðferðir og tilgát- ur. Ein slík smíði er stærðfræðin. Hún er í eðli sínu óháð efnisheim- inum, en mælingarnar og tilraun- irnar sýna gildi hennar. Þessi að- dáanlegi byggingarpallur, sem sjálf- ur er’sérstök bygging, hefir með- al annars verið notaður til þess að reisa einhvern tignarlegasta turn- inn á musteri vísindanna, stjörnu- fræðina. Stærðfræðin er hugar- smíði manna og mannsandinn hef- ir oftar komist til þekkingar á heiminum, með því að byggja á þvi, sem var hans eigin smíði. Að þessu leyti hefir alheimurinn legið opinberaður í .mannsandan- um, ef svo má að orði kveða. Mannsandinn er í samræmi við al- heiminn. Eigum vér þá að álíta, að í hugmyndinni um guð komi fram eina ósamræmið, þar og ein- ungis þar sé mannsandinn ósam- kvæmur sjálfum sér og alheimin- um? Brestur hið aðdáanlega sam- einmitt í iháleitustu atriðun- ? Nei, mannsandinn getur ekki sætt sig við þá hugsun. Guðstru- in er í samræmi við eðli hans og það er honum sönnun, ekki bein vísindasönnun, heldur óbein sönn- un. Hugsum oss eina frumu mannslikamans, t. d. lifrarfrum- una. Hún er starfandi lífsvera í einu líffæri líkamans, starfar eftir áhrifum frá stjórnarstöðvum lík- amans. Myndi hún vita, hvaðan boðin koma og hvers eðlis þau eru ? Myndi hún vita, að líkamanum er að miklu leyti stjórnað af frumun- um i taugakerfinu og hver feikna áhrif andinn hefir á gengi líkam- ans og alt jarðlífið? Myndi hún vita, að vilji vor ræður ’svo mörg- um störfum likamans og enda lifi hans, að því leyti, að hann getur svift hann lífinu með beinu ofbeldi eða næringarskorti ? Nei, j/ér bú- umst ekki við því, enda þótt hún hefði meðvitund á sama hátt sem hin lægri dýr, stm vér ekki einu sinni vitum til að frumur hafi. Hugsum oss, að fruman gæti sagt, að hún vissi ekkert annað, en að hún nærðist til þess að lifa, og lifði til þess að vinna sitt ákveðna starf í lifrinni, að hún skildi ekkert af því, sem vér nefndum, og tryði þess vegna engu af því. Myndi oss þykja það skynsamlegt? Sumum pf til vill, en enginn myndi álíta hana hafa á réttu að standa. E11 eg er þess fullviss, að þeim ferst ekki réttar, sem neita guði og leyndardómum hans. 3. Eilíf ðartrú og vísindi. í kaflanum á undan var reynt að benda á ósamræmið á milli guðs- trúar og heimsþekkingar vorrar, i nokkrum orðum. Þessu næst ætla eg, einnig í fáum orðum, að at- huga eilífðartrúna frá sama sjón- armiði. Vísindin viðurkenna tvent i heiminum, afl og efni. Vér verð- um varir við aflið að því leyti sem það verkar á efni. Eg ætla ekki að rekja hinar ýmsu myndir afls- ins, en að-eins nefna þyngdaraflið, rafmagnið, segulmagnið og afl það, sem kemur fram við efna- breytingar (t. d. dynamítspreng- ingarj). Vísindin segja, að aflið sé ævarandi, eilíft. Það verður ekki til af engu og það verður ald- rei að engu, eða að minsta kosti sjáum vér ekki upphaf þess né endi. Hér komum vér þá að mark- verðu atriði, eilífðarkenningu vís- indanna. En þessi kenning virðist koma i bága við daglega reynslu. Ef eg slæ hamri á steðja, þá virð- ist aflið hverfa, er hamarinn nem- ur staðar á steðjanum. En kraft- urinn í högginu hefir klofnað í tvent. Nokkuð fór til þess að hrista steðjann, en steðjinn hristi aftur jörðina og loftið í kring. Hinn hlutinn af kraftinum breytti mynd, breyttist í hita. Við höggið hitnaði steðjinn, ef til vill ómælilega litið, og sá hiti fór út i loffið og jörðina ; hann dreifðist þar út þang- að til hvorttveggja var komfð í jafnvægi. Þá erum vér komnir að einni mynd aflsins enn; hitinn er mynd, sem aflið tekur á sig. Áð- ur en vér skýrum þetta nánar fyr- ir oss, skulum vér athuga, hvernig menn hugsa sér efnin í eðli sínu. Vísindamenn hafa gizkað á, að öll efni séu sett saman úr ómælilega smáum ögnum, ódeilisögnum, en hver ódeilisögn úr enn minni ögn- um, frumögnum. Ekki hafa menn séð þessar agnir. Á síðustu timum hefir verið gizkað á, að þessar agn- ir væru samsettar úr enn smærri ögnuin, frumeindum svo nefndum, og að, þær séu allar eitt og sama efni, sem taki á sig ýmsar myndir. Ef til vill sé þetta frumefni, æter- inn eða iljósvakinn. Ljósvakinn er efnið, sem fyllir allan geiminn, en hann hefir enginn getað rannsak- að. Eins og ryk þyrlast eða hafið þyrlast upp í skýstrokka, þannig þyrlast þá frumagnir ætersins í sveipi og þessir sveipir eru frum- agnir allra efna. Snúum nú aftur að aflinu og hitanum. Að hlutur hitnar, hugsa menn sér þá að verði þannig, að frumagnirnar fari hraðar á hring- rás, en sá hraði felur í sér meira afl, en hinn minni hraði kaldara ræmi um? efnisins. En hvaða afl sveiflar frumeindunum í hring og heldur þeim saman ? Eru þær þá ekki lika aflsveipir? Veröur niðurstaðan þá ekki sú, að alt sé afl, en ekkert efni sé til, að alt efni sé missýningar? Inn á þessa braut eru vísindin að komast. En lítum nú á efnin al- ment. Frumefnin svo nefnd, sem menn geta ekki klofið^ sundur í önnur efni, eru talin einföldust að samsetningu, en önnur efni sam- bönd af þeim. Efnunum'er skift í ólífræn efni, t.d. málma og steina, og lífræn e.fni, en þau koma fyrir í hkömum dýra og jurta auk ann- ars. Aftur er annað lífrænt efni og lifandi efni. Sykur er t. d. líf- rænt efni. Lifandi efni er hlutur af lifandi veru og taka þátt í lífs- starfi hennar. Ólífrænu efnin eru einfaldari að samsetningu en líf- rænu efnin. Þau lífrænu efnin, sem hingað til hefir verið álitið að lífið sé bundið við, sum eggjahvítu efnin, eru þeirra allra flóknust að samsetningu. Á vissu stigi í efnis- heiminum verður þá fyrir oss þetta merkilega atriði, lífið. Vér vitum ekki hvað það er, en það starfar með þeim öflum og eftir þeim lög- um, sem eðlisfræðin og efnafræð- in fjalla um. Ef vér athugum líf- ið eins og efnið, þá verður fyrir oss mismunandi margbreytni og fullkomnun, röð af stigum lifsins. Á lægsta stiginu er lif án meðvit- undar, eins og vér skiljum það orð. Þegar komið er upp fyrir jurtir og hin lægstu dýr, kemur næsta stigið, verur með meðvitund. Tak- mörkin eru óglögg og vísindamenn greinir á um, ihvar eigi að telja með- vitund eða ekki og hvar hugsun eða ekki. Líklegt er, að meðvitund og taugakerfi fari saman. Það er ó- líklegt, að hjá lægri dýrunum sé sé um hugsun að ræða, heldur svara þau utan að komandi áhrif- um eftir eðlishvöt, án þess að á- hrifin risti dýpra. Hjá æðri dýr- unum ber á “ hugsunar starfsemi. Áhrifin frá umheiminum geymast, reynslunni er “safnað í sarpinn”, það verða til hugarmyndir. Æðri dýrin virðast hafa meðvitund, sam- setta úr skynjunum, tilfinningum og vilja, í líkingu við vora, og hún er bundin við heilafrumurnar. Meðvitundarstarfið gengur jafn- hliða starfi heilafrumanna. En þetta er ekki æðsta stigið. Dýrin eru nefnd skynlausar skepnur, og þótt það sé sjálfsagt rangt, að þau séu bugsunarlaus, þá dylst engum hinn mikli munur á þeim og mönn- um. Þau eru ekki gædd hinu æðsta þroskastigi sálarlífsins, þau geta ekki látið hugann starfa ó- háðan umheimsáhrifunum, finna ekki nautnir, sem ekki standa beint í sambandi við líkamsþarfimar, þau þekkja ekki hugsjónir, ekki hin æðstu andans gæði, þau lyfta ekki huganum útfyrir tíma og rúm til guðs og eilífðarinnar. í stuttu máli, þau hafa ekki anda. Það er að minsta kosti ekki hægt að kom- ast eftir honum né kenna þeim andleg fræði. Það sannar ekkert i þvi efni, að þau eru mállaus, því blindum, heyrnarlausum og mál- lausum unglingum má kenna ver- aldleg og andleg fræði. Meðvit- undarlíf manna og dýra er að sumu leyti líkt, svo sem vænta má, þar sem líkaminn er svo líkur. En mannsandinn, sem skygnist inn í leyndardóma náttúrunnar, leggur náttúruöflin undir sig, kemur auga á æðstu hugsjónir og gerir sér þær að lífsreynslu, þótt þær komi í bág við “dýrið í manninum”, hann virðist standa jafnhátt fyrir ofan meðvitundarlíf dýranna, eins og meðvitundin er miklu hærri en stigið fyrir neðan. , Þá er loks að minnast á það, hvernig vér þekkjum umheiminn. Vér þekkjum hann að eins svo, sem hann birtist meðvitund vorri gegn um skilningarvitin. Áhrifin frá umheiminum berast til skilningar- vitanna, þaðan til heilans. Heila- frumurnar taka til starfa og vér verðum áhrifanna varir í meðvit- undinni. Vér getum rannsakað þessar myndir, sem skilningarvit vor bregða upp fyrir meðvitund vorri, en enginn maður getur á annan hátt rannsakað, hvernig jarðneskir hlutir eru, né hvað þeir eru í eðli sínu. Vér sjáum þannig alla hluti fyrir líkamsaugum vor- um eins og í spegilmynd. Aldrei getum vér þreifað á spegilmynd né rannsakað hana efnafræðilega. Því er eins farið með heilann, aðset- ur sálarinnar, eins og aHa aðra hluti. Það má skoða hann *á likum og gera tilraunir með hann á lif- andi dýrum, en aldrei sjáum vér annað en spegilmynd, og 'hún er í vorum eigin heila. Að álíta efnið hið eina verulega, er því á sinn hátt sama og að álíta spegilmyndir hina emu verulegu hluti, og jafn- fjarstætt er að álita, að vér getum komist að hinn^ sönnu niðurstöðu um sálina með því að kryfja lík- amann! Sumir vilja ekki trúa á annað lif eftir þetta, af því að þeir get ekki hugsað sér efnislausa sál, þ. e. sál, sem ekki starfar í neinu efni er vér þekkjum. Allir sjáandi nmn játa því þó, að ljósið sé til, en það er efnislaust í orðsins venju- legu merkingu. Ljósið er álitið ölduhreyfing í ætemum, ljósvakan- um, sem nefndur er hér að framan, en það efni hefir enginn fundið né rannsakað, það er.tilgáta. Þegar litið er á hefir verið drepið á, þá verður oss að spyrja: Er það einungis aflið Á umheiminum, sem er ódauðlegt? Er efnisheimurinn gæddur eðli, sem mannsandann skortir ? Hefir mannsandinn fundið eiginleika í spegilmyndinni, efnisheiminum, sem hann sjálfur hefir ekki til að bera? Vísindin álíta, að meðvitundarstarf- ið sé bundið við starf heilafrum- anna. En hvað kemur þeim til að starfa? Er það ekki afl eða afla- samböndi Hvað er á móti því að Magic baking POWDER Magic bökunarduft, er ávalt það bezta í kökur og annað kaífi- brauð. það inniheldur ekkert alum.né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. álíta, að þótt frumurnar hætti að starfa, haldi það áfram, breyti um mynd og starfssvið? Þótt vér lít- um á lífið sömu augum og umheim- inn, lítum á sálina eins og aflið, þá er samræmi í því að hún sé ódauð- leg. Ef vér lítum á sálina frá and- legu Ihliðinni, þá er likaminn mynd, sem birtist sál vorri. Þegar hann deyr, þá hættir sálin að starfa í þeirri mynd, en heldur áfram að starfa i annari, æðri mynd, Breyt- ingin verður úr líkamlega sýnilegri mynd í ósýnilega, á sinn hétt eins og þegar hamarshögg breytist í hita.. Frá hvorri hliðinni, sem skoðað er, þá er eilífðartrúin í sam- ræmi við anda vorn og þekkingu á heiminum. Vér höfum óbeina sönnun fyrir eilífðinni eins og guði. Sumum kann að virðast hún Utils vera. En hvernig fer heiniurinn að þekkja gott frá illu, rétt frá röngu, fagurt frá ljótu? Þekkist það ekki það, sem hér ►einmitt á þvi, að hið góða, rétta og fagra er i samræmi við líf vort og eðli, en hið illa, ranga og ljóta er í samræmi við anda vorn, er hon- um andstætt, hnekkir honum og veldur illri líðan? Vér dæmum hér ósjálfrátt, en þeim dómi vill mannkynið þó með réttu hlíta. En sé þessi dómur um æðstu gæði og æðstu gildi jarðlífsins sannur, þá mun einnig vera ástæða til að taka mark á honum, þegar um æðstu sannindin er að ræða. fMeira). '*$^í^t^t^t^t^t^t^t^t^t^t^t^t^t^t^:^í^t^í^t~t~t^t^t^t^t^t^t^í^4í^t^t^^t^t^t^t^t^t~t^^t^t^t^íM^íM:<M:<M:,M,:M>t4 f f f f ♦!♦ f f ❖ f f V f f f f f V HOLLINS WOR TH i MIDSUMAR-SALA \ Sala, sem veitir Winnipeg-konum kost á að kaupa föt, við óheyrilega lágu verði. sumar- Sumar Dresses, Vanaverð er 7.50 til 9.75 Útsöluverð $5.00 Sumar Dresses, Vanav. 12.75 ÍJQ 7C til 16.75. Útsöluverð • • • . ^ Sumar Dresses, Vanav. 25 til 35.00. Útsöluverð . . $18.75 Ermalausar Suits, Vanaverð 12.95 til 15*00. Útsöluv. Tau Suits, Vanaverð 39-5° til 49,5°* Utsöluverð . Peysur, vanaverð 7,95 til 12.50. Útsöluverð . . $9.75 $25.00 $5.00 Pils, Vanaverð 6,95 til 10,00 Seljast nú á . $5.00 HOLUNSWORTHSCQ, LIMITED WHsTISrEPEGr LADIES AND CHILDRENS READY-TO WEAR AND FURS : f :í t f f f f f f f ♦> ♦♦♦ ♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.