Lögberg - 14.08.1924, Side 2

Lögberg - 14.08.1924, Side 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. ÁGÚ1ST. 1924. Asthma gerði ekki framar vart við sig Eftir að farið var að nota ávaxta lyfið fræga, Fruit-a-tives. Lesið þetta bréf frá Mrs. J. M. Pennington, Box 58 Kingsbury, Que. “ÁriS 1919 veiktist eg af asthma og þjáðist svo mjög, að því veröur ekki me'ð oröum lýst, hve mikiö eg tók út yfir veturinn. Fékk oft svo harðar hóstahviður, að mér lá við köfnun. Læknirinn kvaðst ekkert geta gert fyrir mig. Um voriö 1920 tók eg aö nota “Fruit-a-tives’’ og fór mér svo að segja strax að létta og hefi ekki fengið hósta síðan 7. maí það ár. Þaö er ósegjanlega mikill mun- ur á því, aö ganga til hvílu með fulla vissu um væran svefn, eða á- hyggjur út af þvi, aö hrökkva má- ske upp þá og þegar við lítt þol- andi hósta. Eg tek eina “Fruit-a- tives’’ töflu á hverju kveldi og kenni mér ekki framar meins.’’ 250 og 50C. askjan, hjá öllum lyfsölum, eða póstfrítt frá “Fruit- a-tives” Limited, Ottawa, Ont. Fornleifafundurinn í gröf Tut-enkh-amons. Eftir T. George Allen. II. Fundur grafarinnar. Að nútiðar menn skyldu nokk- urn tíma augum líta það, sem að líkindum er sá sami hervagn, var að eins óljós von, eöa draumur, sem ólíklegt var að mundi rætast þar til 26. nóvember 1922, þegar að Howard Carter leit fyrst aug- um herbergið, er var fyrir framan sal þann, er lík Tutenkhamons konungs hvíldi í. Biban-el-Muluk dalurinn, sem liggur fyrir vestan Thebessléttuna, er stórkostlegur og hrikalegur, þar sem stórgerðar jarðbyltingar hafa átt sér stað. Síðan á átjánda kon- ungatímabilinu Tiafði Jjað verið siður manna, að flytja þangaö lík hinna látnu konunga og 'búa þeim grafir i hinum stórgrýttu hlíðum þess dals. Grafir þær voru gjörð- ar á þann hátt, að löng göng voru fyrsT grafin inn í hlíðina. Við enda þeirra voru salir gjörðir, einn eða fleiri, sem vera skyldu óhult hvílu- rúm þeirra. Þegar Howard Carter hóf starf sitt í þessum dal árið 1917, fyrir tilmæli Carnarvon lávarðar, var mönnum kunnugt um sextíu af gröfum þessum, og kom þeim, sem eftir þeim höfðu grafið, saman um, að þar væri ekki um fleiri grafir að ræða. En þó að lík Ik- hnatons konungs hefði fundist í sérstakri þró, og grafir þeirra Eye og Harmhafs, sem ríktu næstu ár á eftir Tutenkhamon, þá hafði gröf Tutenkahmons sjálfs ekki íqndist. Málmþynnurnar með bardaga- myndunum, dúkurinn frá sjötta ríkisári Tutenkhamons, og ýmsir aðrir munir, sem fundist höfðu frá hans tið, höfðu allir fundist um miðbik dalsins. Það var því þar, sem ensku leitarmennirnir báru niður og tóku til að hreinsa í burtu grjótið, sem fallið hafði úr hömrum dalsins, og hrúgur þær af sandi og leir, er fornfræðingar þeir, sem áður höfðu grafið þarna í jörðu, höfðu skilið eftir. En það var ekki fyr en eftir sex missiri — 1922—, þegar allir voru orðnir vonlausir um árangur, að síðasta atrennan leiddi í ljós grafar- munnann. Yfir gröfina, ofan á sand og grjót, sem fallið hafði yfir hana, höfðu hús verkamanna þeirra, er gjörðu gröf Ramsi VI., og þar er rétt hjá, verið bygð, auðsjáanlega til þess að villa ræningjum sjónar, sem gjörðu sér það að atvinnu að ræna konungagrafirnar, og voru einkum athafnamiklir við þá iðn á tíð tuttugustu konungaættarinn- ar, og eru til sagnir um það frá tíð Ramsi 19. og að gröf Tutenk- hamons hafi farið fram hjá þeim pú gerir enga til- raun út I bláinn með því að nota itment viS Eczema og öBrum húðsjúkdSmum. PaS grœðir undir eins alt þesskonar. Ein aekja til reynsiu at Dr. Chase 3 Oint- ment send fri gegn 2c írimerki, ef nafn þessa blaðs er nefnt. 60c. askj- an f öllum lyfjabúðum, eða frá Ed- wutneon, M/ites & Co.. L/td., Toronto. FCZEMA Dr. Chase’s Oi sýna innsigli konungsins sjálfs á grafarmunnanum. En þetta graf- arrán átti sér einnig stað á tíð 18. konungsættarinnar, sem sézt á því, að sum af innsiglunum, sem voru fyrir grafarmunnanum, höfðu ver- ið brotin, auðsjáanlega strax eftir að hann hafði verið innsiglaður í fyrstu, eða strax eftir jarðarför- ina, og er ekki ólíklegt, að það hafi verið einhverjir af þeim mönnum, sem vi ð grafargjörðina og greftr- anina voru. Því freistingin hefir hlotið að vera ægilega mikil, að snerta ekki við þeim feikna auði, sém þar var í gröf lagður. Það var ekki fyr en búið var að brjóta veggina, sem bæði voru að innan og utan við grafar opið, að Mr. Carter gat gjört sér hugmynd um hinn stórkostlega fund, sem þar beið hans og sem gerði hann alveg orðlausan við fyrstu sýn. Munir logagyltir og settir dýr- indis steinum og fagurlega gerðir, voru i hrúgum um alt herbergið: legubekkir, hervagnar, kistlar, stól- ar, myndastyttur, vopn, alabast- urs ker og jafnvel blómkransar, sem þar höfðu verið lagðir þegar Tutenkhamon var grafinn. Þrír stórir legubekkir stóðu með fram veggnum, sem var fjærstur dyrun- um. Umgjörð þeirra eða viðar- verk var meistaralega vel skorið út með dýramyndum. Á jíeim voru ljóns-, kýr- og nykur-höfuð, sem virðast eiga að tákna gyðjurnar þrjár: Sekmet, Hlathor og Töeris. Undir legubekknum með nykur- höfðinu, eða Töeris legubekknum, stóð hallar stóll fagurlega gjörð- ur í ljónsliki—í sama stíl og legu- bekkur sá, er ljónsmyndina bar, bilið á milli stálfótanna, sem hefi. verið klætt með plötum úr skír.. gulli og á það stimplað imynd sam- eining efri og neðri héraða Egypta- lands. Bakið sjálft höfðu grafar- þjófar rifið í burtu úr stólnum, en efri hluti hans hélt sér að öðru leyti, og var hann lagður gulli og settur gimsteinum, sem sýnir hina meistaralegu list Egyptanna. Brík- ur stólsins eru gerðar í líking höggorms þess, sem var ímynd valds egypzku konunganna, með vængjum, sem á er letrað nafn “konungs efri og neðri héraða Egyptalands”; að framan við stól- inn er gullrendur kassi, sem að- eins geymir hið upprunalega nafn Tutenkhamons konungs. Utan á loki kassans eru fjórir krýndir höggormar, haganlega gerðir og gullrendir. Yfir stólbakinu eru lotosblóm þvert yfir og neðan til á þeirri mynd eru ipappírsjurtir og yfir blómum jurtarinnar eru fugl- ar á flugi. Yfir uppistöndurum eða fótum stólsins þremur eru nöfn h'nna fyrri guða, herra efri og neðri héraða Egyptalands. Nebke- prure fnafn hásætisins), Sonur Re ‘Tutenkhamon) og nafn drotning- ar hans, Enkhosenpaaton. Dásamlegast af allri prýði stóls- ins er framhliðin á. bakinu. Auk mislits glers, postulíns og dýrra steina, sem hún er alsett, er mynd af hinum konunglegu klæðum úr silfri, sem nú er farin að upplitast, og gjörir heildaráhrifin enn til- komumeiri í augum vor Vestur- álfumanna. Konungurinn situr þar í súlnagöngum, sem sýnd eru á veggsvölum með hvelfdu þaki yfir, og drotning hans, ríkiserfing- inn og uppáhald þjóðarinnar. Kona blíð, yfirlætislaus og ástrík, drotn- ing hinna suðlægu og norðlægu héraða; kona landanna tveggja, Enkhosnamaan, sem lifir um alla eilifð, er við hlið hans. í gegn um op á grunni þeim, sem höggorms- myndin er á, fyrir ofan höfuðin á konungshjónunum, glitrar hinn máttugi Aton-diskur og enda geisl- arnir, sem frá honum stafa, í mannshöndum, sem íhMda i nas- irnar á konungshjónunum, og á það að tákna merki lífsins. í slíkri mynd hafði Ikhnaton imyndað sér guð sinn og föður, og við hlið sól- ardisksins er altari guðsins sjálfs, eins og það og hann var tilbeðið á síðustu ríkisárum Ikhnatons: “Lifi sólin, herra himinsins, á ferð sinni um geiminn, í sínu eldlega nafni, sem oss berst frá sólardiskinum.” Þessi stóll er því áreiðanlega frá Tell-el-Amerana og búinn til á meðan að hugsjónir Ikhnatons réðu hugsanastefnu manna, því Aton- hugsjóninni er gjört þar hærra und- ir höfði heldur en Amon stefn- unni, sem síðar náði yfirráðum í hornlnu vlnstra megin við dyrnar, var hrúga af hervögnum, sem höfðu verið teknir i sundur, sem voru einnig þaktir með gull- þynnum með allslags myndum á. Einn þeirra sýnir að utan geymslu- skrin konungsins, með Amon mynd nafns hans á. En að innan Núbíu og Asíu fangana, þar sem þeir eru bundnir við ímynd eða eftirlíking af hinu sameinaða egypzka riki, og Tutenkhamon sjálfan í ljónslíki, þar sem hann treður þessa óvini sína undir fótum sér, og langar raðir af föngum krjúpa fyrir valdi hans. Núbíufangarnir eru bundnir með suðurlanda liljum, en Asímennirn- ir með pappírs reyrstönguin úr hinum norðlægu löndum. Kjálkar hervagnsins eru tveir og er höfuð guðsins Bes skorið á enda þeirra; ber guðinn kórónu á höfði og út úr honum lafir rauð tungan. Auk þess, sem nú er getið, var í þessu herbergi á meðal annars nokkurs konar skápur með hólf- um, alsettur undursamlegum smá- myndum. Kista, með skrautklæð- um; ljósastjakar, þeir elztu, sem þektir eru. Alabasturs ker, með frábærlega vel skornum myndum á- samt smáborðum og smámunir, sem'vart verður tölu á komið. Verk það, sem fyrir hendi var, að greiða úr allri þeirri flækju, sem þarna var lögð upp í liendurn- urnar á leitarmönnunum, var ekki lítil. Að safna því saman, sem saman átti; ná heildarmynd af því, sem skemt hafði verið af grafar- ræningjum; semja skrá yfir hlut- ina og ártöl að svo miklu leyti, sem þeir gáfu hugmynd um þau, var afarmikið verk, og til þess að komast fram úr því, þurftum við að fá marga og æfða hjálparmenn, og er ekki gott að segja, hvað mörg ár slíkt tekur, áður því er til fulln- ustu lokið. Sem dæmi upp á víðtæka vís- indalega samvinnu, má sjá »if sam- tökum þeim, sem á greiðlegan hátt voru látin í té í þessu sambandi. Egypzka deild Metropolitan lista- safnsins sendi þá A. C. Mace forn- fræðing, Mr. Burton myndasmið og dráttlistarmennina Mr. Hall og Mr. Hauser, efnafræðinginn Mr. Luc- as, og svo voru þeir Dr. Gardiner og prófessor Breasted , sem að lík- indum standa fremstir á meðal Englendinga og Ameríkumanna að þekkingu í fornfræði Egypta. Hið' yfirnáttúrlega skraut, sem i þessu herbergi fanst, var að eins sýnishorn af því, sem beið manna i gröfinni sjálfri. Á veggnum sem fjærstur er, lítið eitt til vinstri handar, voru dyr. í gegn um þær hafði skarð verið brotið neðst, sem opið var, og herbergið, sem þær lágu inn í, er fult af ýmsum mun- um, sem ræningjar hafa auðsjáan- lega fært úr lagi, en ekki hefir enn unnist tími til að athuga, hvað þar er inni. Á veggnum til hægri eru aðrar dyr innsiglaðar, og sýna þær að þar hefir einnig verið brotist inn. Þó höfðu þeir, sem það hafa gert, hlaðið upp í skarðið aftur og innsiglað. Beggja megin við þess- ar dyr stóð líkneski konungsins í fullri stærð; var höfuðbúningurinn á því gyltur og búningur skraut- legur. Carnarvon lávarður var við- staddur, þegar dyr þær voru opnað- ar 16. febrúar 1923. Þar fyrir innan bar að líta mörg logagylt ölturu, sem var mönnum sönnun þess, að legstaður Tutenkhamons konungs var að síðustu fundinn, því dyr þær, sem úr því herbergi lágu, voru innsiglaðar með innsigli Tutenkhamons konungs óbrotnu. Úr grafarþrónni sjálfri eða sal þeim, sem lík konungsins hvíldi í, voru enn einar dyr, inn í sal, sem er fullur af allskonar skrautmun- um, og voru þær á framvegg her- bergisins, sem gerir fjórða salinn, er geymir dýrgripi frá ríkistíð hins látna konungs, en eklcert af þeim hefir enn verið rannsakað, að und- anteknum þeim, sem í fyrsta saln- um voru, fordyrinu, sem teknir voru þaðan i burtu sama missirið og þeir fundust. (Frh.) —------0------ Frá Gimli. Bréf til hr. Hálfdáns Sigmunds- sonar við íslendingafljót. Kæri vinur! Einmitt núna fyrir svo sem þremur mínútum er eg kominn inn og upp í herbergið mitt. Eg sat hér úti á neðri svölunum fyrir fram- an húsið hjá mörgum fleiri af hinum körlunum^ hver okkar öðr- um meiri og vitandi meira en hinn, töluðum um daginn og veginn, hitt og þetta, rán og istuld um all- an heim, ógn og skelfingar^ al- iheimsstríð og allheimsfrið^ og hvernig best mundi haga að Ihafa það alt saman, ef tekið væri nú duglega í taumana og sagt eins og kletturinn segir við hafið: “hingað og ekki lengra. Hér -skulu þínar háöldur brotna, og þínar stoltu bylgjur leggja sig.”— Og eftir að okkur kom saman um það; hvernig beist væri að kippa ó- stjórninni í ]ag, fóru hinir gömlu mennirnir smátt og smátt að tín- ast inn, hver eftir annan, þar til að eg sat einn eftir. Þá fór eg að horfa út á vatnið. Það ibreiddi sig sjálft fyrir augu mín sem mér ekki datt í hug að láta aftur, því eg elska ljósið meira en myrlkrið. Á vatninu voru tveir Ibátar á ferð fram og aftur? líklega með fólk, sem ihefir verið að reyna að skemta sér. Leita að einhverju, sem Iþað andlega þráði} leita að þv i sem ekki er til, og elta það, sem aldrei verður náð. — Það að horfa út á vatnið (Wpeg. vatn) vaktl at- hygli mína? eða minti mig á hið ógurlega og afarlhátignarlega ver- aldahhaf með öllu því óútmálan- lega í sér yfir og undir. — En upp frá þessari ihugsan minni vakti mig snögg og mikilfengleg rigningardemlba, og sýndi mér enn meiri mikilleik, dýrð og stórveldi. Það voru hin allavega löguðu bólstruðu hvítu ský} sem opunðu dyrnar og sýndu hina ljóisbláu og unaðsfögru Iheiðríkju, sem mlnti á hið stórkostlegasta af öllu. “Ei- lífð tbláa í endalausum geymi”. En svo lækkaði hugur minn von ibráð- ar flugið við lítinn og fagran blett, (hérað) sem eg var nýkom- inn frá úr ferðalagi eftir viku- dvöl þar, og sem eg frá fornu fari þekti svo vel, og hefir jafnan síðan verið mér kær. Þessi staður eða pósthérað, íhét áður á ensku máli Icelandic River (íslenska fljótið) en nú Riverton, eftir að járnbrautarstöðin kom þar. —iNú kom eg þangað eins og þú velst nálægt 20. júlí eftir að hafa ekkl komið þar í 6 ár, var heimili þitt eitt af Ihinum mörgu og mér kæru heimilum þar. En aldrei hefi eg fyr en nú} sent þér kvitteringu fyrir síðustu góðu og alúðlegu viðtökur, (eins og feg jafnan i gamla daga átti þar að fagna).— Bjálkahúisið þitt gamla, Isem þú, og þið öll nutuð svo margra glaðra og góðra stunda í var horfið. Heils'a konu þinnar horfin, fót- spor hennar utan ihúss og innan eikki lengur til og sponhljóð henn- ar sem áður oft hafði í svo mörgu að snúast, ekkj heyranlegt. Hún sat í nýlega húisdnu ykkar, á rúm- inu sínu uppi á lofti} og þar varð eg að heilsa henni og kveðja hana, lokkarnir á höfði þínu voru nokk- uð færri og gisnari,en þegar eg sá þig síðast áður, og andtökin við og við} nokkuð dýpri en áður. —• Þetta er gangur lífsins kæri minn. Eftir að Elli gamla hefir farið um veginn með vagninn sinn. Eins og Þorsteinn Erlingsson segir með vsu til vinar síns Gríms Thomsen, er þá var farinn að gerast gaml- aður og hvítur fyrir hærum: “Elli gamla fer um frón, fala marga gripi lætur, höfuðóra, svikna sjón, sálarkröm og valtar fætur.”i— i Eg sá börnin ykíkar tvö, (áður smá) en nú uppkomin og búandi, eigandi kaffikönnu og kaffiketil og margt, margt fleira, sem að gestrisni lýtur alúð og örlætl. Heilsaðu þeim ásamt konu þinní, sem ávalt var mér svo gestrisin og góð. Svo bið eg alla viúi mína þar norður við Fljótið Icelandic River, sem þetta bréf lesa — 'bæði þá, sem eg kom til, og eins hina, mörgu góðu, gömlu vini mína, sem eg l þetta sinn hafði ekki hentugleika til að heimsækja — að taka einn- ig til sín velvildarhug minn og kveðju mína. — í gamla daga töluðum við oft & meðal annars um andlega ihluti} en mintumst ekkert á neitt slfikt nú síðast, því œtla eg nú ofurlítið að salla á þig í þessu bréfi og það er svona: “Guð er algóður alistað- ar nálægur, alvitur, alt skapandi, öllu hjálpandi og alt verndandi. — Ekkert leyndarmál er til, alt verð- ur augljóst, ekkert er hægt að hylja. Enginn getur umflúið af- leiðingar þess, sem rangt er gjört. Og alstaðar mætir ihið réttgjörða og góða manninum, hvar sem hann er} og fer} ihann getur ekki heldur umflúið það. — Hvernlg væri að segja: “Bústu við þvi góða, isvo það illa skaði þig ekki.” Ef ætlar að fara að hallast á klárnum hið mótdræga að verða þyngra, en hið ákjósanlega, þá veist þú sem gamall og góður lestamaður heiman frá íslandi} hvernig fara skal að: fara af baki taka í léttari Ibaggann og láta sitja rétt á klárnum. Besta ráðið til þesis, er að muna þessa setn- ingu: “Það er meira komið undir 'þvl, hvernig maðurinn tekur þvl, isem honum mætir} heldur en hinu, 'hvað í sannleika mætir honum.— Og svo þessi setning: “Guð getur atl, sem hann vill, en vill það að- eins, sem hann sér okkur börnum sínum fyrir bestu.’ Þetta er nú held eg orðið lengra bréf en eg skrifa vanalega. Vertu svo blessaður og sæll. þinn einlægur^ J. Brjem. Eg set þetta bréf í folaðið, ekkl af því að eg sé montinn af því að hafa skrifað það, Sem í því stend- ur. — Langt frá því, Iheldur af því ef að einhverjir vinir mínir hefðu gaman af því að lesa það, og vildu þá um leið vera svo góðviljaðir, að tileinka sér frá mér vinsamlega, eittlhvað úr því. Því anda manns- ins er fovorki markaður tími né rúm, og getur með sömu hlýlegu tökum tekið yfir tvo vini, eins og einn} og tíu eins og tvo, þar er glögt dæmi móðirin og foörnin, þð það ekki eigi við mig Gimli 5. águst 1924. J. Briem. City Dairy Rjómaverð Gengur í gildi nú þegar og helst þangað til auglýst verður annað nýtt. Rjómaverð vort er þannig: Kaffirjómi...., 3Ócents pundiS B. F. Sérstakur rjómi .. .. 34 cents pundið B. F. ,No. 1..........32 cents pundið B. F. No. 2 ..,......29 cents pundið B. F. Þetta verð F.O.B. sendistöðvar. Tryggiö yður skjótan ágóöa og lipra afgreiðslu. Sendið rjómann til City Dairy Ltd., Winnipeg Frá íslandi. Akureyri 2. júlí Læknar álíta að um 50 tilfelli af mænusótt hafi komið fyrir í Akureyrarhéraði síðan veikin fór fyrst að gera vart við sig í vor og fram að þessu. Af þeim er þriðjungur alvarleg tilfelli, en 9 manns hafa dáiðu'T Svarfaðardal, Ólafsfirði, iSiglufirði og Höfða- hverfi hefir veikin gert vart við sig og eru nokkur alvarleg tilfelli á öllum stöðunum. Tvö börn hafa dáið á Siglufirði. Útgerðamannafélagið hér hefir isamþykt kauptakta yfir síldarver- tíðina því nær samhljóða taxta Sjómannafélags Reykjavíkur fyrir síldarfiski á mótorskipum. Fiskáfli hefir verið fremur tregur undanfarið, enda er hörg- ull á nýrri foeitu. Hákarlaskip hafa aflað heldur illa. /Hér er stöðug kuldatíð. ISeyðiisfirði 4. júlí. Þýska togarann Skagerak frá Gestemunde rak upp á sker und- an Austurfoorni í gær í miklli þoku. Menn fojörguðuist á skips- foátnum að Hvalsnesi og eru nú komnir til Eskifjarðar. Lýsisbræðslulhús Stangelands brann fyrir nokkru. Brann talávert af lýsistunnu’m. Vorið héfir verið hið erfiðasta til sveita. Eir veðrátta óvenju kðld og mikill grasbrestur fyrirsjáan- legur. I. Frá Danmörku. (Eftir Vísi.) Ríkisþinginu danska var slitiÖ 29. júni. Doktor Nielsen segist ætla að rannsaka'' og gera uppdrátt af Vatnajökli, einkum svæÖunum norðan hans og sunnan, ásamt Pálma Hannessyni. Warming foyggingameistari hef- ir gert uppdrætti aÖ hinni stóru til- raunastöð í lifeðlisfræði, sem Rockefeller stofnunin bauð í vor að stofna í Kaupmannahöfn og leggja rekstursfé til, og hafa þeir veriö sendir til New York til sam- þyktar. Húsasamstæða þessi verS- ur fjórlyft og er þar fyrirlestrar- salur, fimm rannsóknarstofur, bóka safnsstofur og íbúöir handa pró- fessorunum August Krogh, sem sæmdur var verölaunum Nobels, og V. Henriques. Stofnunin verð- ur bak við Ríkisspítalann og hefir K.hafnarborg gefið lóð undir hana og verður þar umhverfis skemti- garður með tjörnum fyrir sjávar- fisk og stöðuvatna, skúrar fyrir dýr þau, sem stofnunin gerir til- raunir á o.s.frv. Föstudaginn 4. júlí söfnuðust saman á Ræbild Bakken mörg þús- und manns með danska Ameríku- menn og söngvara þeirra, til þess a« halda hátíðlegan þjóðminning- ardag Bandaríkjanna. Ræður héldu sendíherra Bandaríkja Dr. Prince og Clan kammerherra, sem er for- maSur Dansk-ameriska félagsins, og ýmsir merkir Vestur-Danir. Söngvar voru sungnir og bezti rómur gerður að þeim. Coolidge forseti sendi samkomunni kveðju sina simleiðis. Amerísku ferðamenu- irnir. Um þá farast Visi 9. júlí orð á þessa leið meðal annars: Skipið Franconia, sem hingað kom á fimtudagskveldiö, fór héöan kl. 9 síðdegis á laugardag. Kveldið sem skipið kom, fóru fáir á land aðrir en forvígismenn fararinnar, til þess að gera ráðstaf- anir út af undirbúningi í þá tvo daga, sem skipið átti að standa hér við. Föstudgsmorguninn fóru því nær hundraö farþegar til Þing- valla og kl. 4 sama dag fór annar jafnstór hópur. Á lugardagsmorg- uninn fóru sextíu og fimm ffar- þegar, svo að alls hafa yfir tvö hundruð farþegar fariö til Þing- valla. Allir þeir, sem til Þingvalla fóru, létu hið bezta yfir ferðinni, enda mun í þetta skifti móttakan á Þingvöllum liafa verið betur und- irbúin en undanfarin ár, vegna þess, að valdir menn voru til þess að sýna farþegum staðinn og skýra fyrir þeim sögu hans. Auk þess hafði ‘Hekla’ látið prenta sérsták- ar leiöbeiningar handa farþegum, um Þingvelli, svo að þeir gætu bet- ur áttaö sig á staðnum. Þessa vaxandi þátttöku í Þing- vallaferðum má að ýmsu leyti víst þakka þvi, hversu mikiö þeir far- þegar, sem áöur hafa verið á skip- inu, höfðu látið af komu sinni þangað og þeirri einkennilegu nátt- úrufegurS, sem þar var að sjá. Enda höfðu fjöldamargir af far- þegunum orö á þvi, að þeir hefSu oft heyrt þessa staðar getið áöur en þeir lögðu af stað i ferðina. Til Þingvalla komust færri en vildu fyrsta daginn, sem stafaði af því, aö ekki er hægt að taka á móti nema áttatíu manns í einu, vegna þess, hvað húsrými er þar lítið, og er það mikill skaSi, þegar svona stendur á, en allir lofuðu mjög þær viStökur, sem þeir fengu þar. Auk þess, sem farþegarnir fóru til Þingvalla, lituðust þeir um hér í bænum og nágrenninu. Fyrsta daginn hafSi iferSamannáféíagið 10 bifreiðar, sem ekkert gerðu ann- aS en að aka farþegum milli bæj- arins og þvottalauganna, og fór þar hver sem vildi án endurgjalds. Margir fóru inn að ElliÖaám og suöur í Háfnarfjörð. Hér í bæn- um fóru farþegarnir á söfnin og iönsýningarnar og var nú sem fyr aS flestum þeirra þótti mest koma til safns Einars Jónssonar, og sætti furðu hversu margir þektu hann að nafni. Var þaö fyrsta verk margra, er þeir komu í land, að spyrja leiðsögumennina, hvar safn Einars væri. Feröamannafél. Ameriska gerir ráö fyrir að koma hingað næsta ár og veita farþegunum kost á, aS sjá hér meira en í þetta skifti. Mun ákveöið vera, aS nokkrir hópar fari austur á Kamba og að Reykj- um í ölfusi. Einnig til Hafnar- fjarSar og ef til vill lengra suður. Leiðrétting við frétt úr Hornafirði. Herra ritstjóri Lögbergs! Viljið þér gjöra svo vel og ljá eftirfylgjandi línum rúm í ySar heiðraSa blaði? í Lögbergi frá 17. júlí er grein meS fyrirsögn: “Frá íslandi” og undirskrifuð “HornfirSingur” — Vörður. Af því þar er farið í aðra heims- álfu til aö sverta velmetinn mann heima á íslandi og vitnað í tíma- bil, sem mér er mikiS kunnugra um en greinarhöf., þá ætla eg að leyfa mér aS fara nokkrum orðum um blaðagrein þes^a. Fyrsta part greinarinnar hefi eg ekkert við aö athuga. Greinarhöf. lýsir Þórh. Daníelssyni rétt, þar sem hann segir, að hann sé atorku- samur dugnaðarmaSur og njóti trausts almennings. Þórh. á það hrós skilið, og er þar að auki hinn bezti drengur, sem þó ekki altaf er samfara dugnaði verzlunarmanna. Við annan og þriöja prtinn hefi eg ýmislegt að athuga. Greinarhöf. segir, að Þorleifur alþingismaöur Jónsson sé “áhugalaus um öll fé- lagsmál”, og kveöi lítiö að honum i stjórn kaupfélags Hornfirðinga. Þó ekki sé eg kunnugur í Horna- firöi í seinni tíð, þá á eg bágt með að trúa þessu. I fyrsta lagi er hann aflþingismaður í sínu kjördæmi og hefir verið endurkosinn hvaS eftir annaö. Geta héraðsbúar sýnt hon- um meiri virðingu eSa tiltrú? I öðru lagi var hann, þegar eg þekti til, hreppstjóri í Nesjahreppi og hafði yfir höfuö á hendi flestöll ábyrgðarstörf héraðsins. Hafi Þorleifur sýnt tregSu við stofnun kaupfélagsins, þá mun það frekar hafa verið gætni og hygni hins þroskaða manns, heldur en hitt, aö hann hafi verið málefninu mót- fallinn. Eg þekti Þorleif um ell- efú ár og var honum nákunnugur; töluðum viS oft um samvinnustefn- una, sem þá var í byrjun, og var þ ðavátal txe ins 7890$.. ETA T það ávalt hans skoSun og okkar beggja, að það væri takmarkiö, sem stefna bæri að i viðskiftalífinu. Danir, sem eru eina þjóðin í heim- inum, sem hægt er aS segja aS geti sýnt verulegan árangur í þeirri grein, hafa verið að reyna fyrir sér í 60 ár, svo þaö er engum láandi, þó hann vilji fara varlega með það alvörumál. Greinarhöf. hefir rangt fyrir sér, er hann hyggur sam- vinnustefnuna sérstaklega málefni hinna yngri manna. Ekkert er fjarstæSara. Ef' ígreinarhöf. vill gjöra fyrirspurn t. d. í Danmörku, þá kemst hann að því, að þaS eru mest paút hinir svokölluðu eldri menn, sem standa og hafa staSið undir þeim félagsskap. Sléttufylkin þrjú hér í Canada hafa nú meðhöndum hveitisölu samvinnu, stjórn er kosin í hverju fylki og að svo miklu leyti sem mér er kunnugt, er enginn ungur mað- ur i stjórninni. — Greinarhöf. seg- ir: “Það er eölilegt aö hann ('Þor- leifur) ætti erfitt með að yfirgefa kaupmannsverzlijinina á HornafirSi, þar sem hann hafði verið stuön- ingsmaöur hennar í tíð Tuliníusar og eins eftir að Þórh. Daníelsson varð eigandi hennar.”— í þessu er ekki eitt satt orð. Eg var bókhaldari viö þessa verzlun, fyrst hjá Oífo Tulinius, síðan hjá Þórh. þegar hann stjórnaði verzl- uninni fyrir Thor E. Tulinius, og síðast eftir aö Þórh. Danielsson varð eigandi* hennar, eða hér um bil nár alls. Mér er því kunnugra en flestum öðrum hvað gjörSist viS þá verzlun. Þorleifur Jónsson var ekki frekar stuðningsmaður hennar heldur en aðrir viSskifta- menn, og þar eð hún var eina verzl- unin á stóru svæði, var ekki í ann- að hús aS venda. Menn voru nauð- beygðir til aö verzla þar, hvort þeim líkaði betur eða ver; Þorleif- ur haföi þar sömu kjör og aSrir viðskiftamenn. Af þvi að sýslumaSurinn, sem þá var, Guðl. Guðmundsson, var einnig alþingismaSur, var Þorleif- ur settur sýslum. í fjarveru hans, kom því oft til kauptúnsins í em- bættiserindum: tollheimtu o. fl. Var hann ávalt góður gestur, þvi hann er greindur og skemtilegur. Þar að auki strang-heiðarlegur og framúr skarandi prúSmenni í allri framkomu. Sá, sem þetta ritar, þekkir marga af beztu núlifandi mönnum á íslandi, og hikar ekki við aS skipa Þorleifi alþingismanni Jónssyni á bekk með þeim, hvenær sem vera skail. Það er sorglegt, að til skuli vera menn, sem fara meS loginn óhróð- ur um landa sína í útlent blaS, og foágt á eg með að trúa því, aö Hornfirðingur hafi skrifað grein- ina. Hornfirðingar voru, þegar eg þekti þá og eru, er eg viss um, enn einarðir og djarfir menn, og al- gjörlega ólíkt þeim, aS vega að mönnum á bak; eg dæmi hér engr an sleggjudóm, því þau eru ekki mörg heimilin milli Skeiðarársands og Lónsheiði, sem eg ekki hefi komið á og þekki því hugarfar fólksins í Hornafirði. ÞaS eru menn í öllum þjóSfé lögum og sveitafélögum, sem eru annaS hvort: of heimskir, latir eða eigingjarnir, eða alt þetta samlagt, þeir hafa hvorki vilja eða hæfileika til að iláta neitt gott af sér leiða til almenningsþarfa. Þeim er mein- illa við þá menn, sem verja meiri part æfi sinnar landi sínu og þjóS til gagns; þeir reyna aS eyðileggja öll velferðarmál og gjöra sem mest- an glundroða, því með því eina móti geta þeir sýnst eitthvaö. Þess- ir menn eru fúaraftarnir í þjóSfé- lagsbyggingunni. Maöurinn, sem greinina skrifar, segir, aö kaupfé- lagsskapurinn “grípi inn í tilfinn- ingalíf manna.” Nú vita allir, aö verzlunarmál er ekki tilfinninga- mál, er þaS ekki í eðli sínu og get- ur aldrei orðið um annað að tala þar en “cold facts”; en það er hægt aö gjöra það að æsingamáli, og það er þaS sem maöurinn er aS reyna. Fyrst eg er farinn að skrifa Homfirðingum á annaö borð, ætla eg að nota þetta tækifæri til að þakka þeim fyrir gamalt og gott og árna þeim hamingju meS Kaupfé- lagið, en jafnframt óska, að þeir láti ekki þar við lenda, heldur meö tíö og tíma hafi sinn eigin sam- vinnubanka, fSmjörbú, ^punavélat og fleira. Svo aS eins og Horna- fjöröur er eitthvert fegursta hérað landsins frá náttúrunnar hendi, eins verði það og hiö lífvænleg- asta. En varið ykkur á fúaröft- unum! 21. júli 1924. Carl O. Steinsen. Shell Lake, Sask.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.