Lögberg - 14.08.1924, Side 4

Lögberg - 14.08.1924, Side 4
Bla. 4 LO&BERG, BIMTUDAGINN14. ÁGÚST. 1924. é it i' TM"1 l 1 I ra> IJögberg Gef® út Kvem Fimtudag af Tlie Col- umbia Pre**, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Taialmari N-6327 oi N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáskríft til blaðsins: TK,£ GOIUMBI^ PgESS, Ltd., Box 3172, Winnlpsg, Man- Utanáskrift ritstjórans: éOiTOR LOGBERC, Box 3172 Winnipog, IVlan. The •'Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Bulldlng, 695 Sargent Ave , Wlnnipeg, Manitoba. Hér og þar. Fáir eru þeir, sem eru reiðubúnir at> fóma sjálfum sér fyrir velfertSarmál manna og þjóða, en margir sækjast eftir aS nota 'þau til þess aS auka veldi sitt og persónulegan hagnaö. Hvérnig má það veröa “kristnum söfnuSi, Sam- bandssöfnuSinum’’, til vanvirSu, þó sagt sé frá fund- arsamþykt, sem gerö var á þingi Únítara í Boston? ÁSur fyr var oss kent, aö laun syndarinnar væri dauSi. Nú bera dagblöSin orSstýr þeirra, sem syndir og glæpi fremja, til yztu takmarka heimsins. í sumar eru liðin 400 ár síSan cocoa var fyrst flutt til Evrópu; þrjú hundruö þrjátíu og sex ár síSan te var flutt þangaS inn, og tvö hundruS ár siSan kaffi þektist þar, eftir því sem Glasgow Her- ald segir. Þessa fjögur hundruð ára afmælis hins vinsæla og ljúffenga drykkjar, var minst í Lundún- um meö þingi, er þar var haldiS og sótt af Cocoa- kaupmönnum víSsvegar aö úr hinu brezka ríki. ----------------------o------ Sjálfsagt er ekkert dýr til á jaröríki, sem mönn- um hefir orSiS eins tíörætt um eins og apana, sem margir af visindamönnum hafa veriS aö telja fólki trú um, aS væru ættfeður þess, nú upp í meir en fjörutíu ár, meö svo miklum áhuga og sannleiksafli, aS þaS leit ekki út fyrir annað um tíma, en aS öpun- um yrSi dænidur sá heiSur, þó æfinlega hafi veriS margir menn, eins og William Jennings Bryan, sem hafa þverneitaö þessari apa-kenningu og aldrei vilj- aö kannast viS, aS þeir væru apa-synir. Á þingi brezkra vísindamanna, sem stendur yfir í Foronto þésSa dagana, kemur nú einn vísindamaS- urinn fram, C. Hill-Tout , fyrverandi prófessor í sögu og mannfræöi viS Royal Society of Canada, og heldur því ákveðiS fram, aö mennirnir séu alls ekki komnir af öpum. Segir, aS samanburö á hauskúpum manna og þeirra tegunda apa, sem mest líkjast mönnum, sé ekki hægt að gjöra svo ábyggilegt sé, nema á meðan fóstur sé að myndast. Þá staðhæf- ingu sina byggnir hann á hinu svokallaSa “embryonic” lögmáli, seni heldur fram, aS á meðan fóstur sé aö þroskast, þá taki þaS á sig myndir þær allar, sem ættliSir þess hafi boriö frá fyrstu tíS, en apa-myndina er þar ekki aö finna. Aö þessum boðskap gjöröu ihargir góðan róm. ASrir voru þögulir og enn aðrir hristu höfuSin, eins og þeim væri meinilla viS þessi ónot í garS apanna. ------0------ í langa tíð hafa menn verið að tala um og leita eftir ódáinsveigum (^lífs elixir), en fram aS þessu hefir engum tekist aS finna þær. Nú virðist að jafnvel þessi draumur mannanna sé aö rætast, aS minsta kosti aS nokkru leyti, því á þingi vísinda- manna, sem stendur yfir í borginni Toronto, lýsir Prof. Huxley frá Obcford yfir því, aö fundin sé að- ferS til þess að lengja líf skorkvikinda í þaö óend- anlega. Ekki hafa neinir rnenn enn bergt á þessum ódáinsveigum, en eftir því sem Prof. Húxley farast orð, er sízt fyrir aS synja, aS þetta undralyf nái til þeirra líka áöur en langt um liður. Vísindamenn í borginni Chicago eiga aö hafa fundiS upp þessar ó- dáinsveigar, eftir þvi sem Prof. Huxley segir. ----------------------o------ Grundvöllurinn undir velmegun Dana. Bók ein litil er nýkomin út á Englandi, eftir W. Meakin, sem hljóðar um samvinnu og samvinnufé- lög Dana, og sem höfundurinn segir aS sé undirstaS- an undir velmegun þeirrar þjóöar. Mr. Meakin bendir á hinn vaxandi þroska og þekkingu bændalýðsins danska, er sé hinni hagnýtu mentun þeirra aS þakka —þeirri heppilegu stefnu Dana, að veita bændalýö sínum mentun án þess aö slíta samband þeirra eöa hugsjónir frá landbúnaðinum. Og þeir láta ekki heldur sitja viS miðskóla eða lýðskólanámið eitt, heldur halda sífelt áfram aS þroska sjálfa sig mcö lestri góðra blaða og bóka. ÞaS er sagt, aS ekki sé þaS heimili til i Danmörku, þar sem ekki er haldið að minsta kosti eitt gott vikublaö. Búnaðarfélögin styrkja sérfræðinga í landbúnaöi til þess aS flytja fyrirlestra, og bókasöfn segir Mr. Meakin að séu að finna þar í hverri sókn. Þar scm landbúnaSurinn borgar sig. SíSan aS striðinu lauk, hefir heyrst almenn kvörtun yfir því, aS ekki hafi verið hægt að láta lnadbúnaSinn borga sig. Frá þessari almennu plágu er þó Danmörk undantekning, eftir því sem Mr. Meakin segir. Hann segir, að landbúnaðurinn í Danmörku hafi ekki að eins borgað sig, heldur aö hann hafi borgað sig vel, og þakkar hann það þekk- ing þjóðarinnar á landbúnaöi og á samvinnu fyrir- komulaginu. Mr. Meakin kemst svo aö orSi: “Þessi iSnaðargrein (landbúnaSurinn) undir hinu hagkvæmlegasta og bezta samvinnu fyrirkomulagi, sem þekt er, fullnægir tiltölulega háum lífskröfum bæði bænda og bæjarmanna. Hin fullkomna og hag- nýta menning bændalýSsins verður manni ekki skilj- anleg, fyr en maSur fer að kynnast þeim presónulega og aðferðum þeirra. Danir hafa öðruvísi mentunar- fyrirkomulag en nokkur önnur þjóö í heimi, sem er sérstaklega lagaS til þess að veita bændum þessa sér- stöku búnaöarmentun, og þeir hafa þroskaö hjá sér lýðveldis fyrirkomulag, fullkomnará en finna er hjá nokkurri annari þjóS.” En það eru ekki aS eins búnaðar, eða bændafé- lögin í Danmörku, sem láta sér ant um landbúnaS- inn. Stjórn landsins gjörir það líka. í ár leggur stjórnin fram einn fimta af öllum tekjum sínum til hærri og lægri skóla, til landbúnaSarmentunar og rannsókna í sambandi við hann, þrátt fyrir tilfinn- anlegar afleiSingar stríösins, og er þaS tillag um- fram tillög þau, sem koma frá öðrum félögum og einstaklingum til þeirra þarfa. 1 sambandi við afkomuna, segir Mr. Meakin: “LeyndarmáliS í sambandi við afkomu bændanna, er fólgið í þekkingu og samtökum, í hagkvæmu verzl- unar fyrirkomulagi, afnámi alls okurs og í notkun síðustu visindalegra uppfyndinga í sambandi við þá atvinnugrein.” I einum kafla bókar þessarar lýsir Mr. Meakin rjómabúinu í Hasler: “Manni verður minnisstætt aö sjá slík rjómabú. Þó var eg nærri hrifnari af hinu smærra rjómabúi i Skovsgaarde, því það var eins og þau gerast þar á meöal bænda—það er eins og þau sem þeir sjálfir byggja og starfrækja, þessir dönsku bændur, eins og þeir gerast upp og ofan, sem hafa haft gáfur sínar skerptar og sjóndeildarhring sinn færSan út i lýðskólunum og landbúnaSarskól- unum.” I sambandi við þessi mjólkur og rjómabú í Dan- mörku, er samvinnufélagsskapurinn kominn, ef til vill, á sitt hæsta stig. í sambandi viS Skovsgaarde rjómabúiS segir Mr. Meakin: “Þaö tekur á móti mjölk og rjóma frá 250 bændum, sem búa á fimm mílna svæöi umhverfis rjóma'búiS. Þessir bændur allir til samans hafa 1200 kýr mjólkandi; sumir þeirra fáar, 2—4, en aðrir alt upp að 30. En þeir eru allir samtaka í því, að starfrækja iðn sina á sem allra hagkvæmastan hátt. I þessu sambandi mætti taka fram, aö af 196,600 bújörSum í Danmörku, eru 85% af 75 ekru stærð og þar undir; það eru 50,000 bændur, sem búa á frá 4 ti‘l 12 ekrum, og þúsundir verkamanna, sem eiga frá hálfa til fjórar ekrur af landi, og það eru sárafáir verkamenn, sem ekki eiga einhvern landblett. Bændur þeir, sem búa á bújörS- um alt upp aö 50 ekrum að stærö, reiða sig aðallega á mjólkurbúin sér til lifsframfærslu. í þeim smærri vinna aS eins sex menn og unglingar. , öllu er sem þægi'legast fyrir komið. Gufuketill er þar til þess að framleiSa 'hreifiafl það, sem þörf er á, og eru þau hin minni að öllu leyti eins fullkomin og þau, sem starfrækt eru í hinum stærri bæjum. Smjöriö er sent tafarlaust til sölufélagssambandsins, og kemst þaS á þann hátt fljótlega og ódýrt í hendur neytendanna. ÞaS er erfitt að hugsa sér hagnýtari aðferð viö fram- leiSsluna eöa sö'luna.” “ÞaS er ánægjulegt,” segir Mr. Meakin, “aS sjá ráðsmanninn og fólk hans við vinnu. Ferskt vatn flóir yfir gólf og verkfæri stöSugt af og til, svo þar sezt aldrei ryk. Þar er gnægö af heitu og sjóðandi vatni til þvotta og gerlahreinsunar. Hreinlætisnám formannsins frá búnaöarskólaárum hans er auSséð í hvívetna. Formanni slíkra rjómabúa í sveit eru borguS 250 pund sterling í árslaun, og má það heita vei sæmilegt.” t síSasta kafla bókarinnar minnir höfundurinn oss á, aS samvinnuhreyfingin hafi átt upptök sín hjá bændalýönum og að bændurnir hafi bygt hana upp án utan að komandi hjálpar, og oft gegn hinni megn- ustu mótspyrnu frá þeim, sem fanst slík samvinnu- hreyfing draga úr greipum ysér. AfstaSa stjórnar- innar gagnvart hreyfinguuni hefir verið vingjarnleg á síðari árum, sem er og eðlilegt, sökum þess, að bændurnir hafa veriö sterkir á þingi. Bændunum í Danmörku hefir skilist, aö eini vegurinn til þess að ná í markaö fyrir vörur sínar, er að framleiða óaðfinnanlegar vörur og eins ódýrt og mögulegt er. Danmörk ér nú auðugasta land i heimi, þegar miðað er við fólksfjölda, að undanteknu Englandi, segir irska blaðiS Statesman. ------o------- Jóns Bjarnasonar skóli. SiSasta kirkjuþing lúterskra íslendinga kVaddi mig til þess aö stýra Jóns Bjarnasonar skóla næsta starfsár hans. Sú samþykt felur í sér tvent: hún legg- ur mér skyldu á herðar aö annast málefni skólans—á allan hátt, utan hans og innan, eftir því sem sann- gjarnlega verður af mér krafist, og eg tel ekki sann- gjarnt af mér að leggja fram neitt minna en þaö bezta sem eg á, boriö fram í þeim ríkulegasta mæli, sem kraftar minir leyfa; og alveg_ eins áreiðanlega kannast þessi samþykt viS það, frammi fyrir öllum lýð, aS á kirkjufélaginu hvíli heilög skylda að veita mér til skólans allan þann styrk, sem hann þarf og meSlimirnir geta af fremsta megni veitt. Er þetta ekki sanngjarnt? Treystir nokkur maður sér til aö mótmæla því? Hvað er það þá, sem þér, kirkjufélags bræður og systur, eigið að veita honum, samkvæmt ákvörðun yðar aS stofna hann, að láta hann lifa og að fela manni það aS annast hann ? HiS fyrsta og inesta, sem hann þarfnast frá ySur, er vinarþel, en það hefir tvær uppsprettur. Áhrifin þau eru gagnverkandi. Jónatan og DavíS voru vinir af þvi, að hlýir straumar höfSu borist frá hvorum til hins. Þér elskiö skólann, ef þér finnið, hve hlýtt hann andar aö yður, ef þér sannfærist um það, aö hann leggur rækt við það, sem yður er kært, ef þér kynnist unglingunum, sem þar hafa verið, og komist að þvi, hversu þeim þykir vænt um hann. Undantekningar eru óefaS á því, að skólinn sé nemendunum kær, en ekki margar. MeS nemendunum hefir skólinn veriS ár frá ári, að senda hlýja strauma út um flesta söfn- uSi kirkjufélagsins. “En ef vér sjáum sólskinsblett í heiði, þá setjumst allir þar og gleðjum oss.” Þú getur ekki búist viö því, aö njóta sólarlagsins, ef þú neitar að viShafast annars staöar en í skugganum. Þér veröiö bæði aö veita eftirtekt og veita móttöku þeim hlýju straumum, sem frá skólanum koma. 1 Áhrifin í þessu tilliti, eins og öörum vinskap, verSa aS vera gagnverkandi. Sendum hvort öðru vinsemd- arylinn, skólinn og kirkjufélagsfólkiS. “Þá vaxa meiöir, þar vísir er nú.” Sé hið satina vinarþel fengiö, veröur ávöxtur þess margvíslegur og mikill. Þaö verSur framvegis, eins og það hefir verið í liðinni tíö, að hlýja vinarþelið fórnar af góöu hjarta fyrir skólann. Eg hefi marg- sinnis getið þess áSur, og mér verSur ef til vill fyrir- gefiö, þó eg endurtaki það nú, aS einlægara vinarþel, en skólinn hefir átt aö fagna hjá nokkrum hópi manna, get eg ekki hugsað mér. Má vera, að aðrar hreyfingar eigi fleiri vini, en ekki betri. ÞaS, sem eg biö góðan guð nú, er þaö, að sólskinshlýindin breiðist út, helzt að allur ís mætti bráöna, og að skólinn mætti tengjast vinarþelsböndum viS sérhvert hjarta í kirkju- félaginu. Má vera, að bezt væri aS láta hér staðar numið, biöja um vinarþelið eitt og láta þaö veita okkur alt, en sannleikurinn er sá, aö vinarþelið er bæði orsök og ávöxtur. ÞaS örfast viö að framkvæma, eins og þaS er orsök framkvæmdanna. Einnig er þaö tilfellið, aö vináttan spyr: hvað get eg gjört þér til greiða, vinur minn ? Þaö er samkvæmt minni reglu, að þeirri spurn- ingu þurfi aS svara. Þess vegna leyfi eg mér aS nefna þrjú atriði, sem mér skilst að eigi aö vera á- vöxtur vinarþelsins: barátta fyrir lífi skólans, nemendur, fjárstyrkur. LýSum er ljóst, að alls þessa þarf skólinn. Fyr- ir félagsfólkiö sjálft, sem veitir honum líf, að ganga fram hjá honum, er ósamræmi af því tægi, seni get- ur sligað hvaöa félagsskap, sem til er í heimi. Vér, lúterskir kirkjufélagsmenn, eigum vér að vera sjálfum oss samkvæmir? Til þess þurfum vér aö skilja og vilja. Eg vil leitast viS aö gjöra minn hluta af því, sem kirkjuþingiS samþykti í skólamálinu. Ef eg nú fram- kvæmi þaö, af ítrasta megni, get eg þá ekki sann- gjarnlega mælst til þess, að kirkjufélagsfólkið gjöri sinn hluta? Allir með ! Allir eitt I Enginn má bregðast. ÞaS sem eg biö um, vinir mínir, er þetta: Beitið áhrifum yðar fyrir skólann; sendiS honum nemendur; veitiö honum nægilegan fjárstyrk. Svo er annað, sem eg þrái að sjá í sambandi viS fjármál skólans, en það er vit. Má vera, aö þaS sé móðgandi, að nefna slíkt; en er ekki grátleg vöntun vits í meðferð mála um heim allan? Má vera, aö vitleysurnar skelfilegustu stjórnist af grimd og græSgi, aö ástríðurnar blindi skynsemina, en viður- kenning þess dregur enga fjöSur yfir vöntun vits í heiminum. Það er því ekki óskiljanlegt, þó þessi vöntun hafi einnig skemt meöferð skólamálsins með oss. Þaö, sem eg á viS, er ekki nein djúpsett vizka, heldur atriöi, sem eru svo einföld, aö viS athugun hljóta þau aö verða augljós hinni allra algengustu dóm- greind. Öllum skynbærum mönnum er þaS ljóst, að til viðurhalds lífsins þurfa menn nokkurn veginn reglulegar máltíðir á hverjum degi. Sömuleiöis vita allir, að skattinn til hins opinbera veröur að borga á hverju ári. Hver einasta verzlunarstofnun í heimi, þarf aö hafa tekjur sínar, sem næst reglubundnum tíma. Hafa þá ekki allir menn nógu mikið vit til aö sjá, aö Jóns Bjarnasonar skóli þarf sínar ábyggilegu, reglubundnu tekjur á hverju ári? Leiðin út úr erfiðleikum þessa máls er mjög einföld: 1. Allir gjöri sér það ljóst, að skólinn getur ekki lifað á kenslugjaldi nemendanna einu. Þess vegna er þörf á gjöfum almennings í kirkjufélaginu. 2. Þær gjafir veröa aS vera sem næst fastar á hverju ári. 3. Hvert einasta kvenfélag, ungmennafélag eða aSrar félagsheildir innan safnaðanna, tiltaki þá upp- hæð, sem þau vilja og geta lagt skólanum til á hverju ári og standi við þau loforS. 4. Sérhver söfnuður taki að sér, aö leggja skól- anum til árlegan styrk, eftir hverri þeirri aöferð, sem honum væri geöfeldust: (a) að söfnuðurinn borgi árlega upphæð úr safn- aðarsjóði, eSa (b) aö í söfnuSinum væri nefnd manna, til að safna fé til skólans frá sérhverjum meðlim. 5. Auk þess væru einstaklingar, sem væru fast- ir áskrifendur að tilteknum upphæSum til skólans á hverju ári. Alt þetta gæti veriS og ætti að vera regltlbundiö. Þetta gætu verið fastar, árlegar tekjur skólans. AuS- vitað er sjálfsagt aö kannast við, að hagur almenn- ings er stundum sérstaklega erfiður. ÞaS er ekki nema eðlilegt, að skólinn líði súrt og sætt með al- menningi; en þaö sem allir þurfa að skilja, er þetta: 1. Skólinn hefir árleg útgjöld. 2. Þess vegna þarf hann árlegar tekjur. 3. Til þess að þessu máli sé eins vel borgið og unt er, þurfa allir hlutar kirkjufélagsins að gjöra sitt bezta til aö láta fjárstyrkinn til hans veröa reglu- bundinn á hverju ári. Eitt enn þurfum vér að eignast í þessu niáli í miklu stærri stýl en verið hefir, en þaö er bjartsýni. Þegar góðæri er í landinu, er freistingin ægileg til þess aö hugsa, að þetta muni alt af haldast. Græðgi og gróðafíkn æða þá eins og logi yfir akur. Þá þyrftu menn að minnast þess, sem skáldiS segir: “Ei glóir æ á grænum lauki sú gullna dögg um morgunstund , né hneggjar loft af hrossagauki, né hlær viS sjór og brosir grund. GuS þaö hentast heimi fann, það hiS blíða blanda stríöu; alt er gott, sem gjörði hann.” Þegar, á hinn bóginn, eymd og andstreymi breið- ast yfir landið, verður freistingin einnig sú, að hugsa, aS þetta haldi ávalt áfram. Þá þurfa menn aö minnast: “Ei heldur él frá jökultindi sér jafnan eys á klakaö strá, né nötrar loft af noröanvindi, sem nístir jörð og djúpan sjá. GuS það hentast heimi fann, það hið stríða blanda blíöu; alt er gott, sem gjörði hann.” Hófsemi í velgengninni, ibjartsýni í erfiðleikum, mun ekki vera fjarri þvi, sem jafnvel heiönir forfeð- ur vorir kendu; og sjáum vér ekki þetta hvorttveggja birtast dásamlega í lífi Jesú Krists? Bjartsýni á sammerkt viö kristna trú, því í henni birtist hiS bezta ljós mannlegrar skynsemi, tendraö af hinum himneska ljósgjafa, Heilögum Anda. Þá verð- ur bjart í mannlegri sál, þá hvílir vonarbjarmi yfir framtiðinni, þá birtast manni möguleikar, sem áður voru huldir dimmum skugga. Þaö er ekki blind heimska, heldur skynsamleg bjartsýni sem segir: Þennan litla skóla getum vér látið lifa. Hjartkærir vinir, ibræður og systur í kirkjufélag- inu, höfum vér ekki boriö þetta málefni fram fyrir náðarstól Drottins í bæn, höfum vér ekki athugaS það í ljósi GuSs orðs, og höfum vér ekki sannfærst um, aö skólinn er bæði þörf og skylda vestur-íslenzkrar kristni ? Getum vér ekki allir, í hjarta, í orði, og í verki sagt: Jóns Bjarnasonar skóli lifi! Meö Drottins hjálp, Jóns Bjarnasonar skóli lifir. Nemendur, sendið umsóknir yðar til: 652 Home street, eSa 493 Lipton street ftals. B 3923J. Rúnólfur Marteinsson. Minni Vestur-Islendinga Flutt 2. ágúst í IVinnipeg af séra Friðrik Friðrikssyni frá Wynyard. f I. I Herra forseti! VirSulega “Fjall- kona”. Kæru íslenzku bræður og systur! Sum yðar hafiö án efa heyrt sög- una af dalamanninum, sem kom til klæSskerans til aö máta á sig ný föt- Þegar til kom, reyndust fötin alt crf þröng, og dalamaSurinn lét á sér skilja, aö hann vildi hafa þau víSari. “Víkkaö þau—get eg— ekki,” sagöi klæðskerinn, “en—en eg get haft þau þeim mun síöari, sem þau eru of þröng.” Á það sættist dalamaSurinn. — Kæru til- heyrendur! Ýmsra hluta vegna get eg ekki lofað yður góöri ræðu hér í dag, en—eg get haft hana þeim mun lengri, sem hún verSur léleg að efni og búningi. Og ef þér eigið nokkuö til af lofsverðri lipurS, hins gáfaða forfööur vors, dalamannsins,- þá ætti mér aS tak- ast aS gera yður sæmilega til hæfis. Mér dettur í hug önnur, enn þá lærdómsríkari smásaga. Fyrir nokkrum áratugum síöan bjó á Sel- tjarnarnesi viS Reykjavík hinn veðurglöggi formaður, Ólafur í Bygg-gar®>- Hans er að ýmsu get- ið, auk ágætrar sjómensku, — með- al annars að því, aö hann sagöi nágrönnum sinum fáheyrSar sögur. Þóttu sögur þessar sumar býsna ó- trúlegar, en var samt mikil eftir- tekt veitt, og mjög á lofti haldiö, og svo er enn. — lynu sinni var Ólafur staddur í rhargmenni, þar sem talið barst að stórfenglegum framförum nútímans, þar á meðal að hinum risavöxnu hafskipum er- lendis. En Olafur lét sér fátt um finnast og segir: Ekki þykir mér nú þetta mikið. Eg hefi séö svo strt skip, aS þaö var 14 daga að “venda”, og menn, sem sendir voru upp í siglutréS tuttugu ára gamlir, voru orönir fimtugir, þegar þeir komu til baka !v — Sagt er, að all- ir, sem til heyrðu, haft grunað Olaf um ýkjur, þótt eigi sæi þaö í svip hans. — Kæru landar! Eg vona, að þér grunið mig ekki um ýkjur, þó eg segi yður, að skipiö hans Olafs er reglulegt smásmíði hjá því skipi, sem eg hefi sjálfur séö. Því eg hefi séö svo stórt skip, að þaS hefir veriS að “venda” í meira en 50 síðastliöin ár og hefir ekki lokiS viö það enn þá, og menn- irnir, sem klifu upp í sigluna á þrí- tugsaldri, eru nú sem óöast að koma til baka á sjötugs eSa áttræðisaldri! Ef þér gætið að því, þá kannist þér vel viS þetta skip—þaö sem meira er, þér eruS þar sjálfir innanborös. Þetta stóra og svifaseina skip, er hvorki meira né minna en þjóðern- isfley Vestur-fslendinga! — Fyrir rúmum 50 árum síðan byrjaði stór hluti íslenzku þjóöarinnar að “venda” þjóÖernislega. Þeirri “vendingu” er alls ekki lokið enn- þá, og—“enginn segir: flýttu þér!”------- BeSinn var eg, og að mér var lagt, aö vera hér staddur í dag og helga mælsku mína minningu Vestur-lslendinga. MiðaS viö það, hve stuttan tíma eg hefi dvalið hér vestra, felst í þeirri bón traust, sem vert er aS þakka. Mætti eg þá fyrst gjöra þá per- sónulegu athugasemd, að mér þyk- ir mjög vænt um þá auknu þekk- ingu á Vestur-íslendingum, sem mér hefir hlotnast viö komu mína vestur um haf. Fyrir bragSið er eg án efa töluvert fróðari í því efni, en sumir jafnaldrar mínir og aSrir landar heima á Fróni. Þaö skal játað, aö hér áður vissi eg sárlítið um Vestur-íslendinga, — hafSi grun um, aö þeir væru til, vissi annars ekkert um hagi þeirra, atvinnuvegi né menningarástand,— og fann ekki heldur neina meðvit- aöa hvöt til þess að fræöast í þeim efnum. Slík vanþekking og hiröu- leysi gagnvart Vestur-íslendingum hefir verið býsna alment heima. AS eins sárfáir menn hafa haft hugmynd um alla þá viökvæmni, löngun og lotningu, sem, Islands vegna, hefir hreyft sér í brjóstum fjölmargra manna og kvenna, sem aS eins örlögin, en engin ótrygð kallaði—aö heiman! Lítið hafa menn þar gert sér grein fyrir því, aS stórmiklu fé og fyrirhöfn hefir veriS fórnað hér á altari íslenzks þjóSernis, — að þar hefir margur gengiS aS verki árum saman, laö- aður af ásthlýrri hugsjón og hrein- um hvötum. En, þaö er eins og sá skilningur hafi fest rætur hjá mörg- um heima, aö vesturfararnir væru fyrir fult og alt horfinn og týndur lýSur, algjörlega afhöggnir kvist- ir hins íslenzka þjóðmeiös. í þessu sambandi minnist eg atviks, sem kom fyrir mig síðasta sumarið, sem eg var á íslandi. Eg var á ferða- lagi austan úr Suöur-Múlasýslu, og kom á bæ austan undir Eyja- fjöllum og fékk þar mjög vinsam- legar viðtökur. HúsmóSirin, sem fremur var hnigin á efra aldur, sýndi mér ljósmyndasafn sitt. Þar voru m. a. myndir af ^veim sonum hennar. Annar var dáinn, hinn farinn til Ameríku. Af svip og látbragSi konunnar aö dæma, bjó hún yfir þessari venjulegu von trú- aðrar, íslenzkrar móSur, aö fá að sjá dána drenginn sinn aftur hjá guði, en—hinn var eins og algjör- lega horfinn henni inn í fjarlægð- armóöu ókunnra landa. Hún sakn- aöi hans alveg eins og hins, og mintist hans með tárvotum augum, en einhvern veginn geröi hún sér engar ákveðnar vonir um hann, og —talaði um hann í hálfum hljóð- um. — Eg 'hygg, að kona þessi hafi, í þessu tilliti, ekki veriö neitt eins- dæmi; miklu fremur hið gagn- stæSa. — En nú upp á síðkastið eru Vestur-íslendingar farnir að vekja á sér almennari eftirtekt heima, bæöi fyrir þjóðrækni sína og menningu. Og þeim fer án efa óöum fjölgandi, sem álíta þaS sannarlega ómaksins vert, að kynn- ast þeim, og fylgjast meö lífskjör- um þeirra og menningarmálum. Nú langar mig til aö fara nokkr- um orðum um þetta þrent: Afstööu Vestur-íslendinga til Islands, af- stöðu þeirra innbyrðis eða samlíf þeirra hér vestan hafsins, Og enn- fremur afstöðu þeirra til hins nýja fósturlands, Canada..

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.