Lögberg


Lögberg - 14.08.1924, Qupperneq 5

Lögberg - 14.08.1924, Qupperneq 5
LÖLrðERG, FEMT CJDAGINN 14. AGtrST. 1924. « II. Hver er þá afstaSa Vestur-ís- lendinga til íslands? Sú, fyrst og fremst, aÖ þaðan eru þeir komnir, þangað teygja sig rætur ætternis þeirra og eðlis. Og hvers konar fólk var það, sem valdist til vestur- fararinnar ? Undan því hefir ver- ið kvartað hér vestra, að einstakir menn heima hafa látið i veðri vaka, að það hafi verið smælingjarnir, — snauðasti og ómannaðasti hluti þjóðarinnar, sem vestur hvarf. Auk þess, sem slík ummæli eru ó- vingjarnleg, eru þau vafalaust á- stæðulaus. Svo mjög finst mönn- um, sem vestur koma, til um lík- amlegt og andlegt atgjörvi alls lx>rra fólks 'hér, að annað hvort á- lykta þeir sem svo, að fólk þetta hafi upphaflega verið býsna vel af Guði gert, eða þá, að Vesturheim- ur ali betur upp iböm sín en ísland! Eg held mig að hinu fyrra. Þótt nokkrar gyllingar hafi verið hafð- ar í frammi til þessí að ýta undir fólk til vesturfararinnar, þurfti þá á sína vísu sjálfstæði og dugnað til þess að taka sig upp, Qg þegar á það er ltið, að nýja landnámið var í fyrstu geysilegum örðugleik- um háð, og eins á hitt, að sárfáar sögur fara af þvi, að menn hafi kiknað undir byrðunum, þá er sanngjarnt að gera sér all-háar hugmyndir um manndóm þessa fólks. Þegar alls er gáð, sverja þeir sig býsna glögt í ættina til þeirra, sem eitt sinn kvöddu ætt- land sitt, Noreg, vegna óánægju með lífskjör sín og gjörðust frum- úyggjar íslands. Þvi hefir stundum verið á lofti haldið, að forfeður íslendinga hafi yfirgefið ættland sitt í hollustu við háleita hugsjón, frelsishugsjónina; það sem hafi hins vegar dregið niðja þeirra vestur um haf, hafi verið hóglífis- og matarhugsjónir! Já, matarhugsjónir eru ekki æfin- lega lítilsvirðandi. í augum dreng- lundaðs heimilisföður, sem á hungr- aða og klæðlitla fjölskyldu, hlýtur skyldan að afla matar og klæða, að vera allheilög. Og sú frelsis-hug- sjón, sem kallar á menn undan oki örbyrgðarinnar, er ekki fjarskyld þeim hvötum, sem rísa gegn yfir- gangi og ofbeldi. Það vill löngum fara svo, að fé er vegur til valda, en örbirgðin gerir fólk að þrælum manna og örlaga. Og þótt hitt sé jafnsatt, að auðurinn tekur menn engu síður þrælataki en fátæktin, þá eru þeir þó ekki eins hræddir við það. Nú er því sízt að neita, að um það leyti, sem vesturferðir voru i stærstum stil, var Island fjölmörgum bömum sínum fátækt land, reglulega hörð fóstra, — svo hörð, að stór hópur þeirra, sem sögðu sig úr því fóstri, getur með engu móti tekið undir orðin al- kunnu: “Það agar oss strangt við sín ísiköldu jel, “en ásamt til blíðu, það meinar alt vel.” Fyrir bragðið eru einstöku menn, og það ekki svo fáir, óþreytandi við þær yfirlýsingar, að Island sé versta landið undir sólunni, að þeir hati ísland, og alt, sem því komi við. En þótt efalaust megi fullyrða, að þið, landarnir, séuð undantekn- ingarlítið sárfegnir að vera komnir að heiman—bet your life!—, þá er ykkur þó mörgum býsna hlýtt til gamla landsins. Ekki voru allir reiðir við það, er þeir kvöddu. Sumir ætluðu sér jafnvel að koma aftur, já, við fyrsta tækifæri, — sækja bara “gullna skinnið” og koma svo aftur. Og þegar hingað var komið, gerði fjarlægðin fjöllin blárri, og smám saman dró timinn mjúka blæju glyemskunnar yfir örðugleikana og sársaukann, sem eitt sinn var flúð frá. Góður er líka hver genginn, og enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir. Ög svo reyndist þá Amerika ekki öllum svo gjörsamlega gallalaus, undir eins, að einskis gæti verið að sakna, jafnvel frá Islandi. Ýmis- legt af þessu tagi hefir stuðlað að velvild allmargra Vestur-íslend- inga til íslands og þess, sem ís- lenzkt er. Að visu er sú velvild heldur grunn hjá sumum, eingöngu eigingjörn, þannig tilkomin, að hlutaðeigendum finst fullnærri sjálfmn scr höggið, að fyrirlíta það land og það þjóðerni, sem hefir klakið J>eim sjálfum út. Fyr- ir öðrum er velvildin fremur ósjálf- ráð en beint hugsuð, þ.e., á rót sína að rekja til uþplags, sem er yfirleitt þakklátt og ræktarsamt. Eoks eru þeir, sem tigna gamla landið í hug og hjarta, í vilja og verki. En— “þvi er nú ver, sem betur fer” að þeir eru teljandi, þótt ekki séu þeir svo sárafáir. Af hugsjónalegum ástæðum álita þeir það eitt merki- legasta og blessaðasta landið undir sólunni. Af því að þeir vilja feg- úrstu hugsjónum mannlífsins vel, finst þeim að þeir verði að vilja is- lenzku þjóðerni vel. Það getur verið, að þeim skjátlist þar ægilega, en þeir geta ekki að því gert. Millum aðal andstæðnanna, sem koma fram í afstöðu Vestur-íslend- inga til ættlands sins, eiga sér stað blæbrigði hugsunar og hjartalags, alt frá hirðuleysi kalans og fyrir- litningarinnar til inngróinnar vel- vildar og lotningar. 1 þessu sam- bandi mætti benda á það, að eins og vesturförin hefir vafalaust gjört yfirgnse|fandi meirihlutann óþjóð- ræknari og hirðulausari um íslenzk efni, svo hefir hún hins vegar vakið ekki allfáa til ákveðinnar hollustu og viðurkenningar á þjóð- erni sínu, en áður gjörði vart við sig hjá þeim. En ekki er eg viss um, kæru til- heyrendur, að eg sé íbúinn að mynda mér neina trausta skoðun á því, hvort það er rjóminn eða undan- rennan í vestur-íslenzka þjóðern- istroginu, sem mesta trygð festir við þjóðerni sitt og átthaga. Um það skuluð þér sjálf dæma hvort í hóp þjóðernisvinanna veljist yfir- leitt heimskari, eigingjarnari og duglausari hlutinn. Vel má vera að þeir, sem íslenzkir eru í anda, hafi reynst ögn lakari borgarar þessa lands, en hinir, sem flýttu sér að brjóta allar brýr að 'baki sér. En ekki væri það ófróðlegt, bæði fyrir mig og yður, að afla sér þekk- ingar í þessu efni, og það sem fyrst. Til allrar blessunar er afstaða Vestur-Islendinga til íslands ekki sá mælikvarði, sem beinast liggur við að meta þá á. — Sök sér væri, að gjöra afstöðu þeirra hvers til annars að slíkum mælikvarða. III. Um samlíf Islendinga vestan hafs hafa ýmsir ýmislegt að segja. Sagt er, að það samlíf hafi upphaflega verið aðdáanlega auðugt af góðvild og hverskonar mannúð, — að þar hafi ráðið íslenzk gestrisni og ætt- rækni í sínum göfugustu myndum. Jafnsatt mun hitt, að bróðurlegasti blærinn hafi sumstaðar horfið býsna snemma af viðskiftum blessaðra landanna. Og engum dylst, að á yfirstandandi tíð er inn- byrðis afstaða Vestur-Islendinga í meira lagi bágborin. Svo er kal- inn og kergjan mögnuð, að í sum- um bygðum er það rétt með skömm að menn geti unnið saman stórill- indalítið við Islendingadagshald, og það þótt þeir séu af báðum flokk- um allgóðir “Islendingar”. — Ým- islega gera menn sér grein fyrir orsökununt að þessu 'böli. Sumir taka hátíðlega til máls eitthvað á þessa leið: “Góðurinn minn, þessi ósköp liggja alment í eðli íslend- insins; hann er kappsfullur og metnaðargjarn, öfundssjúkur og hefnigjarn; gatgangi hann sína eigin skó, er hann ekki í rónni fyr en hann hefir troðið skóinn niður af nágranna sínum!!” Ljóti vitn- isburðurinn! Skyldi hann hafa rök við að styðjast? Islendingur- inn þá eftir alt saman hundheiðið ómenni? Já, — þegar sá gallinn er á honum, — þegar örlögin snara hinu snjalla og róttæka eðli hans til verri vegar! Úr höndum ment- aðra og glæsilegra, en hégómlyndra manna, glataðist eitt sinn sjálf- stæði íslands. Er þá rangsnúinn og heiðinglegur metnaður Sturlung- anna enn þá að verki meðal íslend- inga austæn hafs og vestan? Efa- laust fer dómur alls þorra alþýðu í þá átt. Þráfaldiega hefi eg orðið þess áskynja, að fólk álítur, að or- sökin til félagslegu meinsemdanna hér vestra sé eingöngu persónuleg- ur metnaður leiðtoganna, — að enginn verulegur skoðana- ué hug- sjónamunur eigi sér stað, •— að óheilbrigðar flokksæsingar og rit- stælur séu búnar að gera samlíf Vestur-íslendinga að þeirri “sökkv- andi Blótbjörk”, sem ekki verði framar bjargað. JSbr. þjóðsögunni um bæinn Björk,” sem annaðhvort vesturísl. blaðið flutti í veturj. — “Káinnn” kveður: “Þetta er ekki þjóðrækni og þaðan af síður guðrækni, heldur íslenzk heyptrækni og helvítis 'bölvuð langrækni.” Það er jafnt um efni sem orðfæri ljóðs þessa að segja, að það hefir hrifið marga að hjartarótum. En—, svo víða sem þessi hugsun- arháttur virðist fara um bygðir vorar hér vestra, þá er þó sann- leiksgildi hans ærið vafasamt. Senni legt er, að hann eigi að miklu leyti rót sína að rekja til þeirrar ógæfu, að menn hirða ekki um að gera sér fyllilega grein fyrir kjarna ágrein- ingsmálanna, og fjölyrða svo um, að hann sé enginn til! — Frá vissu sjónarmiði séð, eru umbrotin hér vestra einmitt þroskavottur. Ýms mál, sem heima á íslandi hafa um langan aldur legið í dvala hins frið- sælasta hlutleysis, hafa vestanhafs knúð margan landann til afskifta og athafna. Bæði þjóðernislegu og kirkjulegu vandamálin hafa mjög stuðlað að viðleitni manna til sjálf- stæðis í skoðunum. Það er þess vegna t. d. ekki bara spaug, að Vestur-íslendingar séu “guðfræð- ingar góðir”. Kringumstæður þeirra hafa gefið þeim almennara tilefni til trúmálahugleiðinga, en þjóðkirkjan íslenzka gerir. Og því er nú sem er. — Gætum þess enn fremur, að á landnámsárum íslendinga vestan hafs hefir mann- kynið rumskað alvarlegar en nokk- uru sinni áður til þeirrar meðvit- undar, að meðlimir þess séu stórum ósammála um mannlífsfyrirkomu- Iagið, eins og það hefir smámsam- an mótast undir áhrifum ríkisvalds og kirkjuvalds. Á þessum síðustu 50 árum eru mennirnir að skiftast í tvær megin fylkingar, og sú skift- ing fer ekki eftir þjóðerni, heldur eftir lífskjörum, lífsskoðun og lífsverðmætum. Er ekki ástæða til að ætla, að Islendingar, hér í álfu, séu rétt eins veðurglöggir á þessi efni eins og aðrar þjóðir, — að þeir finni hvað í loftinu liggur, og séu teknir að slæðast með í þann hóp- inn, sem lífskjör hvers eins og lífs- verðmæti benda honum? Það er “sundrungin mikla’ý sem öllu öðru fremur liggur til grundvallar fyrir skiftingu og skærum Vestur-Is- lendinga. Hvort sú skifting stefni aðallega í æskilega átt, skal verða ódæmt af mér að þessu sinni. Þér vitið, landar góðir, að eg er minni- hlutamaður á meðal yðar. Hætt er því við, að minn dómur yrði of fáum að skapi á svo hátíðlegri stundu sem þessari.------- Sagt er, að löndum vorum falli einkar vel, að hittast á förnum vegi, hvernig sem þeir kunna að vera gerðir, og hvaða flokki sem þeir fylgja. Eg hefi jafnvel reynslu fyrir því sjálfur. Deilu- málin koma þá ekki til greina. Gestrisni, ættrækni og fögnuður hjartans ríkja þá fyrir öllu öðru. Þrátt fyrir alt hafa Islendingar ríka tilfinningu fyrir þjóðbræðrum sín- um, og eru, út í frá, allajafna fús- ir til þess að láta hver annan njóta þjóðernis síns. Þeir eru eins og stórlynd og orðljót fjölskylda, sem bak við svarraháttin býr yfir furðu ræktarsömu eðli. tEn bara að það fari ekki óvart fyrir þeim eins og forðum fyrir Grafarbræðrum, sem voru hér um bil samtímamenn Ól- afs heitins í Bygg-garði og fyrstu íslenzku landnemanna hér í álfu. Grafarbræður voru hversdagslega mjög gæfir og góðlyndir menn, vel greindir, en dulir í lund og oft kyn- legir í háttum. Réru þeir jafuan tveir saman á sjó, voru tröllauknir að busðum, og aflamenn hinir beztu. Einn dag vildi nokkuð nýtt til: Á milli þeirra ris ágreiningur um lendingarstaðinn. Vildi sá, er sat að austanverðu, lenda vestau- vert við Grafarnesi, hinn hinu meg- in. Vildi hvorugur lina róðurinn, En báðir lögðust sem fastast á ár- arnar; hafði hvorugur betur, en bátinn keyrði af heljarkrafti upp í stórgrýtis urð fyrir miðju nesinu, og lauk þar við sína síðustu sæför. Þótti þar mega sjá dæmi upp á heimskulegan metning greindra manna. — Það kann að vera, að slíkur metingur stuðli að því, að stranda þjóðernisfleyi voru hér vestra. En, að honum sé einum um að kenna, er grunnfærnislega ályktað. Tákn timanna benda á aðrar alvarlegri og heiðarlegri or- sakir. IV. Mælikvarðinn, sem einkum ber að meta Vestur-íslendinga á, er hvorki afstaðan til íslands né inn- byrðis-afstaðan, heldur — afstað- an til Vesturheims. Hver er sú af- staða? Hvernig hafa Islendingar kynt sig gagnvart þessu nýja fóst- urlandi, sem þeir eru allflestir á- nægðir með og ætla að gera það að föður- og móður- og ættlandi niðja sinna ? Svarið er þetta: Á þess- um 50 landnámsárum, hafa hinar fáu þúsundir, vakið á sér eftirtekt og það lofsorð, sem víða fer. Heimskulegum og fáfræðilegum ummælum um ísland og Islend- inga hér í álfu, fer sífækkandi, þótt en eimi eftir af þeim. I ritgerð- um hérlendra manna, í ræðum sjálfra þingmannanna, en einkum um þó í munnmælum þeirra, er veita mentastofnununum forstöðu, er íslendingum haldið fram sem furðulega fjölhæfum og framúr- skarandi þjóðflokki. Meira að segja kynokar maður sér við að hafa sum lofsamlegustu ummælin eftir, af ótta við að verða brugðið um raup og þjóðernisgorgeir. — Það eru Vestur-íslendingar, sem hafa áunnið íslenzku þjóðinni slík- an orðstír. — Ef til vill er vitnis- burðurinn um Vestur-íslendinga hvergi eftirtektarverðari en í hinu alþekta fræðiriti “Book of Know- ledge”. Þar er beint tekið fram, að íslendingar séu beztu borgarar Canada. Dómur sá er bygður á sjálfum hagskýrslum landsins. Jafnt bamaskólar sem æðri menta- stofnanir bera því vitni. Viðburð- ur hefir það þótt, hafi íslendingar komist undir manna hendur. Og hin efnalega afkoma þeirra er yfir- leitt í góðu meðallagi. Á mæli- kvarða hérlendrar borgarastöðu, — þann mælikvarða, sem bezt á við,— lmfa landarnir staðið sig framúr- skarandi vel, kynt sig sem hæfa menn og góða. Hið litla þjóðar- brot hefir á þessum erfiðu land- námsdögum eignast ýmsa land- fræga og heimsfræga menn. Þann- ig mætti margt upp telja Vestur- Islendingum til verðugs hróss. En einkum skal þó á eitt bent. Það kemst ekki inn í hagskýrslurnar, á því ber mest í hversdagslegu sam- lífi fólks og viðskiftum. Ein er sú dygð, sem íslendingurinn hefir fengið orð á sig fyrir—fögur fé- lagsleg dygð. Sú dygð er trúmenska —trúmenska x verkum, samfara dugnaði, og trúmenska í orðum eða orðheldni. — Sagt er mér t. d. að snemma hafi hesta- og gripa- kuapmönnum lærst að gera undan- tekningar frá venjulegum varúðar- reglum, þegar íslendingar áttu í hlut. Fegursta hrósið, sem eg hefi sé, um íslenzkt þjóðerni, stóð í “Free Press” í fyrra, í grein um landana, sem lentu i lífsháskanum úti á vatni. Þeir höfðu hest með- ferðis; báðir hefðu líklega getað bjargað sér strax, hefði sá, er seinni varð til, ekki verið að hugsa um hestinn. “But the pony was bor- rowed, and the man was an Ice- lander.” Þetta er yndislegt hrós- yrði, svo stutt og látlaust sem það er—enn þá fegurra, en ummælin í “Þekkingarbókinni.” — Engir hafa eins útbreitt þekkinguna á íslandi og Islendingum, eins og Vestur - íslendingar! Island er í stórri þakkarskuld við þá, fyrir þá þekk- ingarútbreiðslu, svo góðrar tegund- ar sem hún hefir verið. Island hefir mist alt að þriðjungi barna sinna vestur um haf. En nokkur sona- og dætra-gjöld hefir hún fengið í þeirri viðurkenningu, sem íslendingar hér vestra hafa áunnið sér. Þótt þjóðemisfleyið þeirra sykki nú í saltan mar innan litils tíma, þá verður þeim ekki vamað þakkar fyrir það verk, sem þeir þegar hafa unnið fyrir íslenzkt þjóðemi. V. Ekki vil eg svo við þetta mál skiljast, að eg láti hugann ekki hvarfla til þessarar spurningar: Á hvaða undirstöðum hvílir nú alt gengi og öll hin lofsamlega viður- kenning íslendinga hér i álfu? Á engu öðru í veröldinni, en þjóðerni þeirra! Hafi þeir unnið fyrir ís- lenzkt þjóðerni, þá hefir, um leið, islenzkt þjóðerni engu síður uunið fyrir þá. Þegar landnemarnir koma vestUT um hafið, njóta þeir l>ess, að hafa verið fóstraðir upp við þá al- þýðumenningu, sem, eftir öllum táknum að dæma, var þá ein sú bezta, eða aTlra bezt í heimi. Þetta er alveg jafnsatt því, að ísland er sólskinsfátækt og harðbalalegt land, og hefir verið mörgum hörð fóstra. Vegna þess er íslendinga hér sérstaklega getið að dugnaði og trúmensku, að þessi stórmerka dygð var viðurkend og iðkuð landshornanna á milli heima á “gamla landinu”. Þess vegna hafa þeir reynst svo orðheldnir, að til er tekið, að heima á Islandi var andinn ejtt sinn sá, að frétt þótti það, sem víða fór, ef einhver sveik orð sín, og þótti það lítilmannlega að verið. — Með sorg og sársauka verður að játa, að þessar samfé- lagslegu höfuðdygðir, iðjusöm trú- menska og orðheldni, hafa minni byr “heima” nú en fyrir nokkrum áratugum. Erlent aldarfar og hugsunarháttur ræður þar um. Og vandséð er hvert stefnir, fyrir sár- fámennri þjóð, sem mjög er rót- tæk að eðlisfari, ef sanxlíf þjóðar- einstaklinganna eitrast af þvi ræningjaæði verzlunarmenningar- innar, að selja vöru sína og vinnu, án nokkurrar tilraunar til drengi- legrar sanngirni, með það eitt fyr- ir augunx, að komast yfir senx mest fyrir sem minst. — En hvað senx segja skal um félagslegt siðgæði Austur-íslendinga á yfirstandandi tíð, þá er víst um það, áð flestir Vestur-íslendingar eru arfþegar þeirrar menningar, senx telja má mjög ágæta i mörgum greinum. Það er þeirra styrkur og þeirra hrós. — Nú mun sagan fylgjast með niðjum yðar, landar góðir, í önnur 50 ár, og gá að því, hvort þeir halda áfram að ávinna sér samskonar orðstír og þann, sem feður þeirra, íslendingarnir, hafa áunnið sér “í augsýn allra þjóða”. Geri þeir það ekki, verður þó ekki hrjóstrunum heima á íslandi kent um það. En svo vona eg, og tel enda líklegt, að yfirleitt muni þeir gera það. Eg tel líklegt, að þessi tilfinnanlega blóðtaka, sem fá- menna íslenzka þjóðin hefir orðið að sæta vegna Vesturheims, sé að vilja og ráðstöfun forsjónarinnar, hinni verðandi, voldugu þjóð þessa meginlands til blessunar. Eg vona, að niðjar Vestur-íslendinga haldi áfram að líkjast fremur ljósi og salti mannlífsins, en myrkrasvepp- um þess og ýldusárum. Mættu þeir, hér vestra, hafa hlutverk saltsins, sem er svo nauðsynlegt i hverjum rétti, þótt það sé undur lítið að vöxtunum! Kæru tilheyrendur! Þótt eg sé raunar íslendingur að hugsunar- hætti, get eg vel og einlæglega ósk- að yður til hamingju, með þetta sólríka og auðuga land ykkar. Verði það niðjum yðar til sannrar farsældar, Vestur - íslendingar! Þökk sé yður og heiður fyrir dugn- að þann og drengskap, sem er að gjöra ágæti íslenzks þjóðemis að orðtaki. Verði afstaða yðar til Is- lands viturleg og heilbrigð. Verði afstaða yðar innbyrðis eins og þroskaríkum og kristnum mönnum og konum sæmir. Verði afstaða yðar til Canada sú, að í framtíð- inni geti allar “Bækur þekkingar- innar” bent á yður sem beztu borg- ara landsins,—auðuga af trúmensk- unni við Guð og menn! Lifi niðjar íslands, vestan hafs og austan! Prestastefnan 1924. Dagana 26.—28. júní var presta- stefnan haldin í Reykjavík. Hófst hún með guðsþjónustu í dómkirkj- unni, þar sem biskupinn prédikaði, en meirihluti synodusnxanna var til altaris á eftir; dómkirkjuprest- ur, séra Bjarnii Jónsson, þjónaði fyrir altari. Kl. 4 síðdegis byrjuðu fundar- höldin í fundarsal K . F. U. M. Voru þá kornnir til fundarins 5 prófastar, 16 sóknarprestar, 3 guðfræðikennarar háskólans, 2 uppgjafaprestar og 5 óvígðir kandidatar í guðfræði. Seinna bættust i hópinn 1 prófastur og 5 prestar. Var þvi synodussóknin nokkru minni að þessu sinni, en undanfarin ár, enda var hún þá með langmesta móti, sem hún nokkru sinni hafði verið. Eftir að biskup hafði sett fund- inn og kvatt til fundarskrifara þá séra Friðrik Rafnar og dosent Magnús Jónsson, gaf biskup allitar- legt yfirlit yfir viðburði umliðins fardagaárs, þá er kirkjuna varða. Mintist hann þar látinna presta: þriggja þjónandi fséra Björns Bjömssonar i Laufási, séra Odd- geirs Guðmundssonar á Ofanleiti og séra Sigurður Stefánsson i Vigurj og fim muppgjpafapresta, fþeirra prestanna séra Björns Jónssonar i Miklabæ, séra Sigurð- ar Jenssonar í Flatey og séra Jóns Halldórssonar á Sauðanesi, og þeirra prestarma séra Jóns Thor- stensen, á Þingvöllum og séra Þor- steins Benediktssonar í Landeyjar- þingumj. Einnig mintist biskup tveggja látinna prestsekna, frú Guð- rúnar Runólfsdóttur á Akureyri (ekkju séra Matthíasar Jochums- sonarj og frú Margrétar Erlends- dóttur i Laugardölum (ekkju séra Bjarna Sveinssonar á Stafafelli). Loks mintist haxm tveggja látinna eiginkvenna presta, frú Valgerðar Lárusdóttur Briem, konu séra Þor- steins Briem, og frú Sigriðar Jóns- dóttur, konu vigslubiskups, herra Geirs Sæmundssonar á Akureyri. Aðeins tveir prestar hefðu feng- ið lausn frá prestskap l>etta far- dagaár, þeir séra Helgi Árnason í Ólafsfirði eftir 42 ára prestskap, og dómkirkjuprestur Jóhann Þor- kelsson eftir 47 ára prestskap. Tveir þjónandi prestar hefðu á ár- inu orðið júbilprestar, þeir sra Páll próf. Olafsson í Vatnsfirði (vígð- ur 30. ág. 1873) og séra Jón Þor- steinsson á Möðruvöllum (vígður 3. mai 1874J. Tveir prestar hefðu verið vigðir á árinu (kandídatamir Hálfdán Helgason og Ragnar Ó- feigsson) og einn prófastur skipað- ur (séra Árni Þórarinsson i Snæf. prfd.J. Fimm prestakoll hefðu verið veitt og í hið sjötta settur prestur i bili þangað til öðru vísi yrði ákveðið. Þjónandi prestar væru í bili 105 og' 3 aðstoðarprest- ar, en allar likur til að tala hinna fyrnefndu ykist nú á næstunni urn tvo. Sem stæði væru 8 prestaköll óveitt, en þeim mundi áreiðanlega fækka á þessu sumri. Tvær steinkirkjur hefðu verið reistar á árinu, á Brimilsvöllum og á Kvennabrekku (hin síðarnefnda þó enn ekki fullgerj og í sunxar stæði til að reisa þrjár kirkjur (2 úr steini í Mælifelli og á Ríp og 1 úr timbri í Odda). Tvö steinsteypt prestseturshús hefðu verið reist, á Skeggjastöðum og Dvergasteini, Enn skýrði biskup frá afskiftum alþingis af kirkjulegum málum, frá yfiri-eið sinni um Norður ísafjarð- ar prfd. á næstliðnu sumri og frá utanför sinni og mintist kirkju- legrar starfsemi hér innanlands (t. d. sjómannastofunar hér í RvíkJ, útkomu rita er snertu kirkju vora (t.d. Menn og mentir Páls próf. Ólafssonar III, rit dr. Arne Möller um “Lofsöng íslands um 1000 ár”) Þá skýrði dómkirkjupr. Bjami Jónsson frá bókagjöf stiftprófasts Martensen-Larsen í Hróarskeldu til islenzkra presta, og sendi presta- stefnan gefanda þakkarskeyti. Þá kom til umræðu skifting styrktarfjár til uppgjafapresta og prestsekna . Var þar skift 9,290 kr. rnilli 4 uppgjafapresta og 46 prestsekkna. Loks var skýrt frá hag prestsekknasjóðins og reikn- ingur hans lesinn upp og samþykt- ur. I sjóði um nýár voru kr. 42,991.74. Var þá slitið fundi. Kr. 8.30 flutti séra Bjarni Jóns- son synoduserindi í dómkirkjunni: “Dr. John Mott, — eitt blað úr kirkjusögu vorra tíma.” Föstudag 27. hójfst fundur á ný kl. 9 árdegis með bænaflutningi og sálmasöng. Biskup gaf yfirlit yfir messu- gerðir og altarisgöngur á liðnu ári samkvæmt skýrslum presta. Messu- gerðir á sunnu- og helgidögum höfðu orðið 4,092, eða rúmar 100 fleiri en árið á undan, en tala alt- arisgesta 4,768, eða rúmum 600 fleiri en árið áður. Þá var skotið á prestafélags- fundi í sambandi við synodus og rædd þar ýmisleg mál eftir aö greð hafði verið grein fyrir hag félags- ins og lagður fram reikningur þess fyrir liðið ár. Var þar rætt um framhald Prestafélagsritsins, lagð- ar fram skýrslur um kirkjugarða, sem félagsstjórnin hafði útvegað frá prestum og sóknarprestum, og rædd dýrtíðarmál varðandi presta- stétt landsins, einkum að því er snertir misrétti það er sveitáprest- ar hafa orðið fyrir, þar sem þeim eru ætlaðir að eins tveir-þriðju uppbótar í samanburði við aðra starfsmenn þjóðfélagsins. Loks var stjórn félagsins endurkosin. Stóðu þessar umræður til hádegis, og var haldið áfram síðdegisfund- inum til kl. 5. Þá flutti Halldór Jónsson á Reynivöllum erindi um kirkjusöng: Hugsjónir. Þakkaði biskup fyr- irlesaranum og fóru unxræður fram á eftir. Kl. 8 flutti biskup synoduser- indi í dómkirkjunni: “Hvað er kristindómur?” Að því loknu dvöldu synodus- menn heima hjá biskupi fram und- ir miðnætti. Laugardaginn 28. júní kl. 9 var aftur settur fundur með bæna- flutningi og sálmasöng. Þá flutti séra Ragnar Ófeigsson erindi trúarsögulegs efnis: Buddha og andastefna hans. Að þvi Ioknu var 10 mínútna hlé. Þá flutti prófessor S. P. Sívert- sen erindi um kirkjulíf á Englandi. Þakkaði biskup fyrirlestrarmönn- um fyrir erindi þeirra, en umræð- ur fór engar fram. K1 4 og hálf fór fram lokafund- ur prestastefnunnar að þessi sinni. Þar var á dagskrá: Samband ís- lenzku kirkjunnar við kirkjur Norðurlanda. MáEhef jandi var séra Bjarni Jónsson. Skýrði hann frá prestafundi þeirn, er hann sótti í Danmörku á næstliðnu ári. Auk þess bar hann fram tilmæli um, að hér yrði stofnuð grein alheimsfé- lagsins til eflingar alþjóðafriðar fyrir tilstilli kirknanna og skýrði frá starfsemi þess félagsskapar. Enn fremur flutti biskup kveðju til íslenzkrar prestastéttar og kirkju bæði frá Noregi og Svíþjóð, sem hann hafði verið beðinn fyrir. Því næst vakti Kjartan prófast- ur Helgason máls á hver þöfr væri orðin á að endurskoða Helgisiða- bók vora og jafnvel einnig sálma- bókina. Urðu allmiklar umræður um þetta mál, og lofaði biskup að taka sérstakl. endurskoðun hand- bókar til athugunar fyrir næstu prestastefnu. Þá vakti biskup máls á því, að á næsta hausti (27. okt.) vru 250 ár liðin frá dauða Hallgríms Pét- urssonar og óskaði að þessa yrði rninst á prédikunarstólunum 19. sd. e. trín. (26. okt.J. Séra Böðvar Bjarnason mintist alheimsfundar “Faith and order” á næsta ári og lagði fram lista til áskriftar fyrir þá, er óskuðu að fá send rit þau, sem gefin væru út að tilhlutan þess alheimsfélagskapar. Loks talaði séra Friðrik Frið- riksson nokkur orð að skilnaði og flutti bæn. Var þá sunginn sálm- ur og sagði biskup síðan presta- stefnunni slitið.—Morgbl. ------o------ Frá tslandi. Jón 'Bergsson að Egilsstöðum í Héraði eystra er nýlátinn sam- kvæmt skeyti er Ibarst í gær. Var (hann einn Ihelsti ibóndinn aitstan landis og reyndar kunnur að af- spurn um land alt. Hann ivar son- ur merkisprestsins séra Bergs í Vallanesi og bió hinu mesta mynd- aribúi að Egilsistöðum um langt skeið, þar til isýnir bans tóku við fyrir nokkrum árum. Siðustu ár æfinnar var Jón nærri blindur og mun sú raun hafa unnið sitt til að flýta æfi Ihans. Sveitaverslun rak Jón lengi og ihúsaði staðinn betur en dæmi voru til þá á nokkr. um sveitaibæ. Orðlögð voru þau Jón og Margrét kona hanjs fyrir gestrisni og er þó umferð meiri um Egilsstaði en nokkurn annan ibæ austan lands. Auk íbúðarúss- ins er þar nú komið upp stórt gistibús úr steini. — Væntanlega gefst Mbl. kostur á að minnast nánar þepsa merkiismanns. Dáinn er norður á Siglufirði útgerðarmaðurinn H. Henriksen frá Haugasundi. Hann lést á sunnudagsnótt eftir mjög stutta Iegu, úr lungnabólgu. Þórarinn B. Þorláksson listmál- ari andaðist í gærmorgun. Bana- mein bans var bjartaibilun. Varð hann veikur í fyrrakvöld en þyngdi mjög er á nóttina leið og var ðrendur um morguninn. Þór- arinn Iheitin dvaldi í sumarbú- stað þeim, er hann bygði í fyrra austur á Laugarvatni og var fyrir skömmu fluttur þangað til oð mála, er hann lést. Þess mæta listamanns verður bráðlega m;nst nánar ihér í iblaðinu. (Mjóafj arðarpreistaka 11 var ný- lega veitt séra Haraldi Þórarins- syni að Hofteigi. Rannsóknarför til Hofsjökuls. Þeir nábtúrufræðingarnir cand. mag. NieSs Nielsen og Pálmi Hannesson, sem upprunalega höfðu ætlað að: leggja þepsa da>j- ana af istað upp í Kerlingafjöll, hafa orðið að fresta ferðinni vegna þess ihve illa befir vorað, og leggja ekki upp fyr en 25. þ. m. Tímann þangað til ætla þeir að nota til ferðalags austur í sveitlr. Mibl. hefir átt tal við br. Nielisen um Hofsjökulsförina, og segist bonum þannig frá ferðnáætlun- inni: Haldið verður á stað frá Þing- völllum um Hellisskarð, Hlöðufell Bláfell og að Hvítárvatni en þaðan til KerlingarfjaJja, Verður þar bækistöð nokkra hríð, ef veðrátta leyfir rannsóknii^ í nágrenninu. önnur aðalstöðin verður á Arnar- felli, austanverðu Hofsjðkuls. Tilgangur leiðangursins er sá, að mæla ómæld landsvæði — fylla út í landsuppdráttinn, sem fyrtr cr. Hafa leiðangunsmennirnir full- komin landmælingaáhöld með sér, en vitanlega er árangurinn mest undir því kominn, hvort veður verður heiðskýrt. Ennfremur að athuga jarðmyndanir og safna bergtegundum. Gert er ráð fyrir að ferðalag þetta standi 4 vikur, en 27. ágúsit gerir Nielsen ráð fyrir að hverra aftur til Damnerkur. Þeir ferðalangarnir hafa með sér vél til að taka kvikmyndir og á- gætar ljósmyndavélar og er því pennilegt að þeir eigi eftir að gera ódauðlegt ýmislegt það, eem mannsauga hefir aldrei fyr augum litið. Alls hafa þeir félagar 11 heista, þar af 4 undir á'burði. Fylgdar- maður þeirra verður bóndi ofan úr Borgarfirði, sem kunnugur er leiðum. Það er Carlsbergsjóðurlnn danski og Sáttmálasjóðurinn, sem kosta ferð þesisa og enn fremur hefir nokkur styrkur til bennar verið veittur úr minningansjóði Rask örsted. , Morguntblaðið. Frá Danmörku. Utanríkisráðberrann og norjski sendisveitarfulltrúinn í Kaupm. höfn, Ditleff, undirskrifuðu á mið- vikudaginn samning um Austur- Grænland, sem stódþingið og rík- isþingið hafa samþykt. Gekk hann í gildi 10. júlí. IMánaðaiiskýrsla Hafstofunnar dönlsku fyrir maí sýnir, að inn- flutningurinn var 219,3 milj. kr. og útflutningurinn 186.99 miljónir, þar af endurútflutt 14.5 miljónir. Fyrstu 5 mánuði ársins nam inn- flutningurinn 950.1 milj. kr„ en hann var á isama tima í fyirra 810.7 milj. Útflutningur og endur- útflutningur nam 854.2 miljónum en var á sama tíma í fyrra 635.9 milljónir. Málmforði þjóðbankans nemur 209.5 milj. kr. í gulli og 17.8 í silfri. Upphæð seðla í umferð er 468.3 milj. og málmtrygging 48.6%. Vísitala ‘Finandstidende’ fyrlr maí sýnir hækkun úr 219 upp 1 220 og er nú 6% hærri en á sama tíma í fyrra. Berlinske Tidende pegja frá því að Guðmundur IBárðarson jarð- fræðingur sem nú starfar að rann- sóknum isteinfræðissafninu i Khöfn, hafi skrifað ritgerð um íslenska jarðfræði, er vísindafé- lagið danska hafi tekið til birt- ingar, í ritum sínum. Morgunblaðið 12. júlí. —.. o--------

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.