Lögberg - 28.08.1924, Page 2

Lögberg - 28.08.1924, Page 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. ÁJGÚST 1924. Minni Canada. 2. ágúst 1924 á Gimli. Eftir séra Sigurð Ólafsson. Inngcmgsorð: Herra forseti! Híáttvirtu tilheyrendur! Það, aö eg á aS taka til máls hér í dag, er eg hræddur um aS verði í áhrifum sínum líkt og álit ungs Ameríku hermanns, sem á stríSs timunum hafÖi fengið leyfi til dval- ar á Englandi og notað tíma sinn sem bezt hann gat að svala amer íkanskri forvitni sinni. MeSal ann- ars skoðaSi hann gamla og merki- lega kirkju, þar sem fjöldi fólks íhafði i liðinni tíS veriS jarðað und- ir kórnum; leiðsögumaSurinn vildi vekja aðdáun hjá hermanninum og sagði, um leið og hann benti með hendinni til gólfsins, þar sem nöfn þeirra voru skráS: “Innan þessara veggja sofa margir.” “Já, einmitt þaS,” sagði Ameriku maSurinn, “en að þið skulið ekki fá betri ræSumann.” ÞaS er spurning, sem eg i hug- anum beini að íslendingadagsnefnd- inni hér; en enga ábyrgð bera þeir á því, ef hiS sama skeSur hér og í hinni fornu ensku kirkju: að inn- an vébanda þessa skemtistaðar sofi margir, áður en eg lýk máli mínu. — Þegar ungur maður leggur á staS að heiman, og kveSur ástkæra vini, er við burtför hans ganga hljóðir til starfa sinna, skapast mynd í huga hans, sem er greypt þar með óafmáanlegum litum. MóSir hans fylgir honum áleiSis aS fornum ísl. sið, kveður hann þar sem enginn er vottur aS hugstriði hennar né tár- um. Sonur fer út i framandi land, en hvert sem leiSir hans liggja, “bera hugur og hjarta, síns heima- landsmót”. Endurminningin um ástvini og æskustöðvar verða hon- um meS öllu ógleymanlegar. Trygð- in viS það verÖur ef til vill traust- asti þátturinn i thans eigin eðli. Ást móðurinnar lifir aldrei ljósar fyrir augum hans, en þegar hann er sjálfur aS stófna til heimilis. Endurminning um hana, gerir hann aS betri heimilisföSur, en ella myndi og gefur byr, til betri þroska, þvi bezta, sem sál hans býr yfir. Við erum stödd hér í dag til þess að minnast hins liðna, og í ljósi þess gerum viS okkur fagrar von- ir. Ókleift er að hefja Canada- minni án þess einnig að minnast íslands; því að við, sem þar erum fæddir, eða höfum alist upp undir al-íslenzkum áhrifum, getum heim- fært til okkar það, sem skáldið segir: “Oft minnist þin, Island, á er- lendri slóð, þeir arfar, er fjarvistum dve^a, og syngjandi kveða sín land- nemaljós, og Ijúfan þér minnisdag velja. Þó að milli sé úthafs ómælisröst. þú ei hefir slept oss, þín tök eru X föst.” Þegar við minnumst Canada, viröist að við stöndum líkt að vígi eins og sonur sá, er skilið hefir við móður og á sínum tima efnt til heimilis á ný, fjarri æskustöðvum sinum. z Börn íslands voru þeir, sem hér námu land á íslenzkri landnámstíð. Ávalt hefir það legiÖ í landi meðal Vestur-íslendinga, að þótt við dveljum í fjarlægð við ættjörðina í framandi landi, þótt við hljótum að bindast þjóðfélagsböndum hér- lendum, þá lifir i hjarta innflytj- andans ást til ættlands síns, en sem má með engu móti hindra hann í skyldum hans í hinu nýja heim- kynni hans. Canada stendur þá í dag fyrir sjónum vorum, sveipuð fögru ljósi liðins tima; af þvi ljósi birtir þar sem við nú stöndum, og það ljós varpar vermandi geislum á ófarna braut. En spurningin, sem eðli lega -vaknar á þjóðminningardegi eins og þessum, er þessi: hvert stefnir þjóð vor, i. hvaða átt á þros'ki hennar að verða? Hvert er markmiðið ? Og svörin veröa ýms og með mjög mismunandi móti, sem eðli- legt er. Englendingar* vilja, að Canada verði nýtt England—þjóð, sem i öllum meginatriðum líkist ensku fyrirkomulagi, eftir því sem að kringumstæður og staðhættir leyfa. Lík hugsjón vakir fyrir þeim, er mæla á franska tungu. Þeir vilja óefað, að hvarvetna sé fyrirkomulag alt likast þvi, sem að á sér stað i Quebec-fylki. Irar út- fluttir til Canada vilja, að Canada verði nýtt írland. SJcotar vilja, aS L I n / i Rfi H Vú serir enga til- F yjLL Ifl fl raun öt í bl&inn I metS þvt atS nota ■i Dr. Chase’s Olntment við Eozema og ö&rum húðsJúkdSmum. J>aS «ræ8tr undir eins alt þesskonar. Ein aekja til reynslu at Dr. tChase's Oint- ment send frl gegn 2c frímerki, ef nafn þessa blaSs er nefnt. 60c. askj- an I ölium lyfjabúSum, eSa frá Ed- »<\a.nson, M/ites & Co.. lAá., Toronto. sem flest hérlent verði likast því, sem títt er á ættjörð þeirra. Ame- ríkumenn innfluttir tjl Canada virðast margir þeirrar skoðunar, að það sé lifsspursmál að canad- iskt þjóðlif verði sem mest mótað af Bandaríkja hugsjónum. Þeir vilja, að hér verði litil og ódýr, en þó virðuleg eítirliking sinnar vold- ugu þjóðar. Lík hugsjón hefir vakað fyrir Úkraníumönnum, Þjóð- verjum og fleirum. Við getum ekki heldur varist því sem íslendingar, að eðlilega vaktf það fyrir útflytjendunum islnezku að gera sitt takmarkaða umhverfi einnig að nýju íslandi. ■ Og þetta er i sjálfu sér mjög eðlilegt í fari vorrar eigin þjóðar, en einnig hjá öllum öðrum. Hver og einn vill halda sem lengst í þaÖ einkennið arfþegna, sem honum þykir mest varið i. Faðir gleðst af því, að barnið hans beri svip ættar sinnar, og hrósar happi yfir ,og segir: “Ekki fellur eplið langt frá eikinni”, eða: “chip of the old stock”— eins og þar stendur. En þjóðin vor hefir liðið einmitt vegna þess. Því þar sem ást, jafn vel föðurlandsást, blindar augu og verður nœrsýn, er hætt við öfgum En öfgarnar í þessu efni hafa með al íslendinga stundum verið í því fólgnar, að álita dvölina hér útlegð í aílri merkingu. Þótt nú einmana tilfinningin hreyfi sér i brjósti út lendingsins og hann finni sig í hinu nýja landi rótarkvist úr framandi mold, — þótt barnið sakni móður sinnar, er ekki réttmætt að góð fóstra gjaldi. Við verðum, Sökum þess sem er, sökum hins ókomna, að varast að græta “komandi tíma’* því hvað sem endurminningum lið ur, þá er það satt, sem amerík- anska skáldkonan Ella Wheeler Wilcox kveður: “All the yesterdays are not worth one to-day.” Canadiskt þjóðlíf hefir átt í vök að verjast gegn erlendum áhrifum sem hafa verið hvorttevggja senn: hjálp og hindrun. Eðlilegt er það, að áhrifin frá Englandi hafi verið sterk. Ekki eru Bandaríkja-áhrifin þaö síður. Þessi volduga nábúaþjóð okkar hefir tólf sinnum meiri íbúatölu og meira en tólf-falt fjármagn. En þó dettur engum sönnum Canada- manni það i hug, að það verði heillavænlegt að reyna að líkjast henni í öllu. öðru vísi háttar hér til, og það er hlutverk að byggja á niý þannig, að hægt sé að græða á reynslu annara. Við eigum að ala á þeirri hugsjón, að við höfum hér í landi grundvallaratriði, sem eru helg; við trúum því, að þjóð vor, er aldir renna, verði þannig til mestrar blessunar, að hún sé sjálfri sér trú — haldi sína leið til þroska og framfara. Þar með er ekki neitað þýðingu þeirri, sem reynsla eldri þjóða hefir að færa; hún er gull, sem hreinsast hefir við rauðablástur hins liðna tíma. Það hlýtur hver Canadamaður að taka til greina Flón ein og óreyndir æskumenn eru hirðulausir um slíka fjársjóði. En dýrmæt er reynsla þjóða til eft- irbreytni eða þá til viðvörunar. Það er ný hugsjón, sem hefir heillað hjörtu íslendinga að fornu og nýju, með landnámi þeirra í Norður-Ameríku. Vinland hið góða var vermireitur hinna feg- urstu vona. Slikar vonir hrifu hjarta Leifs heppna, er hann sá strendur lands- ins blasa við sjónum. íslenzk út- þrá hefir fengiö fullnægt bardaga- löngun sinni í erfiðleikum þeim, sem hér hefir verið og er við að stríða. Þegar svalinn af úthafinu barst á hlýjum sumardegi til af- dala ættlands vors, þar sem feður og forfeður stóöu að verkum á engjum, þá hvislaði hann að þeim fögrum vonum um framtíð þeirra og afkomendanna í ninu vestræna landi. Ný hugsjón fæddist, hita- magn fór um önd. För var hafin. Margt var striðið. Mikil var bar- áttan. Ýms voru vonbrigðin. En vonir eru tíðum lengi að rætast Canada hefir ekki verið land von- svikanna. Þær hafa ræzt og eru að rætast vonir íslenzku landnem anna. Við erum lítið meira en komnir úr eyðimörkinni, þrátt fyrir vor fimtiu ár hér i landi. Fyrirheitna landið blasir við. Fóstran okkar vestræna er oft nefnd Lady of the Snows”. Hvilik fegurð, hreinleiki, styr’kur, hve mikils vert að eiga að heimkynni það land, sem enn er hvergi nærri fullnumið, sem er að byggjast, myndast, skapast—undra land, fagurt, svipmikið, ungtt Til þessa lands komu íslending- ar—fátækir til framtiðarlandsins unga. Landið var þá lítt bygt, og fátækt að sonum og dætrum. Þog ulir, fátækir, fákunnandi voru þeir margír, en þeir bjuggu yfir þekk- ingu á bókmentum og sögu sinnar frægu feðraþjóðar. Og fóstran unga tók þá í faðm sér. Hún kendi þeim, eftir þvi sem tök voru til. Þeir áttu styrk, þolinmæði, þrautseigju, gáfur; hún átti gull grafið í jörðu; hefði það legið of- an jarðar, myndi sagan af baráttu þeirra ekki jafn dýrmætur arfur. Canada gaf tœkifœrin. Þau skorti á ættlandinu kæra á þeirri tíð. Is- lendingar lærðu hér í reynslunnar gagnfræðaskóla. Slíkar eldraunir gera menn lærða í sannri merk- I ingu. “Vér þökkum þér, Canada, kensl- una þá, og kjósum þér allir að gjalda, þær heitustu óskir, sem hugur vor á, í hásæti komandi alda. Sem menningar drotning þu ræður og ríkir, en rekur alt brott, sem eitrar og sýkir.” Á altari þessarar þjóðar hafa íslendingar fórnað um fimtíu ára kröftum, þreki, þolgæði, lifi sínu. Sú fórn hefir oft kostað mikla mæðu og mikiðreynslustríð. En hún hefir blessast! íslendingar hafa hlotið viðurkenningu sem heiðvirðir, ábyggilegir menn. Slika viðurkenningu hafa íslend- ingar líka átt skilið. Þeim hefir ekki verið gefin viðurkenning af hérlendri þjóð af eintómri góðvild, heldur af því, að ekki varð hjá þvi komist, því þeir hafa að ýmsu leyti staðið framarlega i fylkingu. Þess vegna er það, að saga þessara fim- tíu ára er meira en gulls ígildi fyr- ir ókominn tima. _ 4 En Islendingar mega líka vara sig. Þeir mega ekki láta hugsjónir sínar deyja, né láta stinga sérkenn- um sínum svefnþorn. Enginn lif- ir lengi á frægð feðranna einm saman. Mælt ef, að Ford-“bíH” geti farið 17 mílur á orðstír einum, er olíu þrýtur. Varasamt er fyrir okkur nútíðarfólkið að státa af því, að við «séum íslendingar, ef við nennum ekki að leggja rækt vjð beztu' einkennin, þótt hér séu æfi- sporin gengin. Við eigum hlutverk að inna af hendi, sem Canadaþegnar, en það ef að vernda þær fegurstu hug- sjónir, sem fóstran vor á. Við er- um hluthafar í frelsi, en einnig i á- byrgð á framtíð þjóðar vorrar. Frelsi í brezkum löndum hefir jafnan verið affarasælt. Það hef- ir verið öfgalaust og havaðalaust. Réttlæti, “justice”, hefir jafnan náð til fjöldans. Slíkt þurfum við að vernda. Að slíku þurfum við að vinna. Tryggastir synir Canada erum vér með því að vér berum í brjósti og verndum sem helgan arf, sér- kenni hins norræna þjóðstofns vors, gáfur, mentalöngun, hugsjónir, og metum slikan helgidóm, án þess að láta það skyggja á ágæti meðbræðra vorra, hvaðan sem þeir eru runnir, hvort sem þeir eru Bretar, Bæ- heimsmenn, Grikkir Gyðingar, eða “Gallar”. Hjálpum til að byggja grundvöll þjóðar vorrar sem traust- astan, með því að leggja til slíkr- ar byggingar það bezta, sem vér höfum að arfi þegið. Verum vest- rænu fóstrunni trúir, án þess að gleyma Fjallkonunni. Til er frásaga um Kínverja einn, er kom inn í verzlunarbúð og, , _ ... , ..... ,, , ., , , , , ^ I einveldi. Sejrijanda oldm skin 1 keypti þar sko, borgaði $3.00, en , . . t'i , •« • rv • tign og agæti emvaldsstjornannn. for stðan leiðar smnar. Degi eða | f, . . , , 7 . . 1 u____; i ar, sem ekkert annað vald dirfðist tveimur siðar kemur hann aftur 11 .. _. , ,v. ... ... >c 1 1 að motmæla eða hreyfa við. Em- buðma, vill nfta gerðum kaupum , . . . „ drægm, regla og agi ríkti hvar.. vetna innan vétoanda ihennar. öfl- um, þeim, sem áður var eytt í [ pólitískar deilur snérust nú að bókmentum og listum og náðu há- marki fegurðar og snildar. Árin líða og ihugsjónin tekur enn breytingum. Eftir einveldi seytjándu aldarinnar? tekur við gagnrýnandi andi átjándu aldar- innar. Alt er dregið í efa. Ein- valdsskipulaginu hnignar, og meistararnir gömlu tapa því áliti, tím^ar leiða fram á sjónarsviðið sívaxandi toaráttu andvígra hug- sjóna. Vald gamalla trúarlegra og stjórnarfarslegra hugmynda er í rénun, ogí sannleika sagt; jþá eru nýjar Ihugsjónir að rísa upp í and- stððu við þær og leitast við að rýma jþeim eldri úr sessi og setj- ast sjálfur 1 iþeirra sæti. Sagan sýnir það glögt og á- þ-rieifanlega, sú þjóð, sem á engin sameiginleg áhugamál, trú- arhugmyndir, eða tilfinningar, er ekkert annað en sambandslaus, staðlaus og máttlaus duftkorn af einstaklingum. Það sem, sameinar ihvern þjóð- flokk og hrífur hann úr villiá- standinu rtjil meímingar og jsið- fágunar, er ein allsherjar hugsjón. Áihættur toai-daga og sigurvinn- inga gera það ekki. 'Hugsjónir, sem megnugar eru að sameina iþjóðarsálina eru af ýmsu tagi, svo sem katólska, dýrk. un Alla, annars lífs von^ 0. s. frv. Hvaða aðferð notuð ér til að kom- ast að markmiðinu, kemur í sama stað niður, eftir að þessar hug- sjónir ihafa náð föstum tökum á hjörtum þjóðarinnar. Hvar sem áhrifum hugsjónanna slær niður í sál fólksins, þar dafn- ar þjóðin og blómgast. Hnignun Rómaveldis toyrjaði á þeim tíma, þegar þjóðin hætti að virða og els’ka stofnanir sínar og guði. Hugsjón hverrar þjóðar hefir I sér fólgnar vanalegar frum-undir- stðður, t. d. ættjarðarást og ýmls konar aðrar, sem þó af og til geta toreyst, samkvæmt líkamleigum þörfum( hagsmunum og hugsana- stefnum ihvers tímatoils. Lítum á Frakkland eitt út af fyrir sig, síðastliðin þúsund ár. Það er í augum uppi, að frum- undirstöður hugsjóna þess hafa oft og tíðum toreyst. Þær halda enn áfram að Ibreytast. Á mliðöldunum höfðu guðfræð- islegar hugmyndir yfirráðin, en lénsvaldið, riddaratímatoilið og krossferðirnar gáfu þeim sérstök einkenni. Hugsjónin tojó samt sem áður uppi í himninum, og var leiðarvísirinn. Hugmyndirnar breyttúst með endurfæðingartímabilinu. Forn- heimurinn reis úr gleymteku og breytti sjóndeildarhring hugsjön- arinnar. IStjörn'ufræðjín víkkaðl toann með því, að sanna, að jörð- in, sem upp að þeim tíma, var álitin miðpunktur alheimsins væri aðeins himinhnðttur, örlítill ummáls, umluktur ómæBsdjúpl himinfestingarinnar. Hin guðdóm- lega hugsjón ihélt þó vafalaust á- fram að vera til, en var ekki leng. ur einstæð. Margskonar jarðnesk- ar hugsanir og athafnir ófust inn í hana. Listir og vísindi ihöfðu stundum hærri og dýpri þýðingu en guðfræðin. Tímar líða og hugsjónin sveifl- ast aftur til. Váld konunganna, sem páfar og aðall ihöfðu fyr meir sett takmörk, endaði í algerðu gæti eignast mannvits-yfirtourðl framúrskarandi manna. En í dag er það óyggjandi staðreynd; að það hefir steypt því í afgrunn van- máttar og dáðleysis. Einn af þeim arfiðleikum, sem nútíðarkynslóðin á við að stríða er sá, að engin sú hugsjón hefir ennþá fundist sem tengt gæti sam. an ihugi og hjörtu fjöldans. Sigurlhrósandi lýðveldisþjóðlr leita þessarar afar nauðsynlegu hugsjónar, en finna ihana ekkl. Engin þessara 'hugsjóna, sem ibtent hefir verið á, ihefir verið nógu öfl- ug til að draga að sér nógu margc fylgjendur, og þrengja sér upp á heiminn. ’Síðan Ihendir sósíalistinn Isér mitt inn í allar þessar hringiður og uppþot og ‘hygst að sölsa undir sig stjórn þjóðanna^ en af fáfræðí háns á frum-undirstöðum sálar- fræðinnar og stjórnmálanna, ræðst hann á þær tálmanir, sem að eins og nú stendur á, verða ekki yfirstignar með ákvörðunum einumL Sú hugsjón fær því ekki skipað fornum hugsjónum í það öndvegi, sem þær fyr meir skip. uðu.. 1 hellisskúta, sem gnæfði yfir veginn til Þetoutoorgar í Boeótiu hafðist við, endur fyrir löngu, eftir því sem sagan segir, dular- full vera, sem lagði gátur til ráðn- ingar fyrir mannlegt hyggjuvit, 0g dæmdi þá alla til dauða, sem ekki fengu ráðið þær. Dæmisaga þessi lýsir nákvæm- lega því örlagaþrungna hlut- verki —- ráddu gátuna, eða þú skalt deyja, — sem oft og tíðum á alvarlegustu tímum, endurtekur sig í sögu þjóðanna. Ef til vill hafa aldrei, stærstu vandamál, sem ráðið geta örlögum þjóðanna, verið eins erfið viðfangs eins og þau sem í dag liggja fyrir oss til úrlausnar. Þrátt fyrir það að sú stund er enn ekki komin til að leiða nýja hugsjón í öndvegi, þá er þó þegar að því komið, að oss ber að á_ kveða, hver meginatriði hennar skuli vera, og eins það, að gera oss ljóst hvaða atriðum skuli sleppa. Nokkrum tolaðsíðum þessarar toókar, verður varið til rannsókn- ar þessa viðfangisefnis. , Kosningar í Nýja Sjá- landi í aðsígi. Búist er við að. Mr. Massey, stjórnarformaður Nýja-Sjálands, muni innan skams rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Hefir hann átt fremur örðugt upp á síð. kastið í pólitískum skilningi, enda verið strangt tekið í minnihluta á þingi. Afstaða hér segir: þingflokkanna er sem Framsóknarflokkur, 38; frjáls- lyndir, 21; verkamenn 17; og 4 utan flokka. Allir þingmenn þess- ara flokka, að undanksildum þeim óháðu, hafa verið á ferð og flugi um landið þvert og endilangt, allir verið að gyl’la Ihinn pólitíska varn- ing sinn í augumj kjósenda. Frjálslyndi flokkurinn þykist nokkurnveginn Ihárviss með að geta ihrint Massey stjórninni af stóli með aðstoð nokkurs torots úr hópi hinna hægfara verkamanna, sem alla jafnan ihefir fylgt honum að málum. Ekki væri óhugsandi að svo gæti farið en fremur munu þó úrslitin vafasöm, einkum og sér 1 lagi af þeint ástæðum að foringl flokksins Mr. T. M. Wilford nýtur að sögn all misjafnra vinsælda. Þykir hann toæði einráður og eig- ingjarn. Mr. Wilford, átti um hríð sæti í toræðingsstjórn þeirra Mass. ey og Sir Josephs Ward, meðan á ófriðnum mikla stóð. Verkamanna flokkurinn telur eins og áður var getið seytján fulltrúa á þingi. Er því ærið alment spáð, að fátt sé líklegra en það, að honum vaxi svo fiskur um Ihrygg, að hann nái völdunum í hendur sínar, við næstu kosningar. Mr. Massey heitir iþví, að lækka svo skatta, að þeir verði eigi hærri en þeir voru 1914, um þær mundír, er ófriðurinn ihófst. En vafamál mun íhitt, hve vel honum gengur að efna það, eins og fjár- hag þjóðarinnar er farið. Hin sameinuðu toændafélög á Nýja-Sjálandi, eru að toerjast fyrir því að koma á fót landbúnaðar- Avaxtasafi við gigt. Stórmerkur árangur af því að nota — “Fruit-a-tjves.” Hér er atugaverður vitnisburð- ur frá manni, sem þjáðiist af gigt í fimm ár og læknaðist við að nota ávaxtalyfið fræga. Mr. Jams Dolbson frá Bronte Ont. segir; “Gigtin þjáði mig mest í mjöðmum og öxlum; verkirnir voru óþolandi. Eftir að hafa notað ávaxtalyfið “Fruit-a-tives” í sex mánuði var eg orðinn heiAI heilsu.’* Þetta er reynslu sannleikur, viðurkendur af þúsundum manna, sem notað hafa “Fruit-a-tives við gigt, bakverk, magnleysi, höfuð- verk, sem orsakast hefir af lifrar eða nýrnasljúkdómum. 2öc g 50c aiskjan — hjá öllum lyf. sölum eða frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa. Ont. banka með fimtán miljón dala höfuðstól, segjast þau geta fengið fé þetta á Englandi, gegn ábyrgð stjórnarinnar, en slíkt vill Mr. Massey ekki ganga inn á að sinnl. Kveðst Ihann skulu annast um að þingið afgreiði hina nauðsynleg- ustu löggjöf toankahugmynd þess- ari viðvíkjandi, en toændasamtök- in verði sjálf að toera alla átoyrgð á fjárhag bankans. Má fullyrða að þessi afstaða verði til þess að rýra mjög fylgi stjórnarformanns meðal toænda. Annað vandamálið, sem Mr. Massey ^erður að ráða fram úr, er endurbætur þjóðvega. Eru vegir á Nýja-lSljálanid svo illir yfirferðar, að einstætt mun vera í víðri veröld. Þyrfti stjórnin að verja til þeirra fé svo miörgum miljónum skifti. En slíkt fé er ekki fyrir hendi, og vafasamt hversu auðvelt kynni að vera að afla þess um þessar mundir, eins og margt kallar að, sem hárra út- gjalda krefst. og skila skónum aftur. Verzlunar- stjórinn skildi ekki hvernig á þessu stæði. Skórnir voru af réttri stærð og úr góðu efni. Spurði hann þá Kínverjann, hverju slikt sætti, en fékk það svar, að ekkert heyröist í skónum, er á þeim væri gengið, en það skoöaði Kínverjinn sönnun fyrir því, að skórnir væru lélegir, og til að fullvissa kaupmanninn, sagði hann: “Me like Sing-song shoes.” Kaupmaðurinn vissi, að hann átti slíka skótegund til, sem , , . var nógu ódýr og óhaldgóð að efni J .sem Þe*r böfðu dregið meginstyrk til, að i þeim heyrðist, er til jaröar sinn frá’ Af Sömlu valdetéttunum: var stigið. Slíka skó valdi hann konuugdóminum, __ aðlinum og Kínverjanum, sem nú hneigði sig 1 klerimstéttinni, taka aðrar stétt- fyrir honum, og fór svo leiðar jir vi^< sem einnií^ ná fullum^ völd- sinnar meö viöeigandi hávaða í Ulri- f’ær ‘boða nýjan sið, jöfnuð ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*:'^:,**:m>:<m>** Ý ^ ❖ * Islendingadags-kvæði 2. ág. 24 flutt á Gimli, Manitoba. x T t t t ♦> hverju spori og sýnilegan ánægju- svip á andliti sínu. Látum vort norræna eðli koma 1 ljós í því, að standa framariega í fylkingu til þjóöþrifa, landi og lýð til blessunar. Viö stöndum í ógreiddri þákklætisskuld. Sýnum ágæti vors norræna eðl- is með þörfum verkum, með þjón- ustu, með því að vera, en ekki að sýnast. Þannig verðum við Fjallkonunni til sæmdar, og fóstru vorri til blessunar. — Látum þá, sem vilja, líkjast Kínverjanum, en gerum þaö ekki sjálfir. Blessun guös hvíli yfir canadisku þjóðlifi! ------o------ Framþróun hugsjónar- innar. Úr “The World Untoalanced”. Eftir Gustave Ie Bon. íslenzkað hefir Sigtr. Ágústsson. um fram alt, sem Ibreiðist út um alla Norðurálfuna og breytír henni í stríðsvöll í tuttugu ár. En eins og fortíðin er lífseig i þjóðarsálinni, eins íbrutust hinar gömlu hugsjónir fram á ný. Göml- um og nýjum hugsjónum lentl sam|an. Viðreisnir og toreytingar tóku hvor við af annari næstum heila öld. Það, sem eftir lifði af fornum hugsjónum var smám saman rýmt á burt. Byltingar þær, sem nýlega höfðu sett Iheiminn í uppnám drógu úr áhrifum þeirra. Guðirnir auð- sjáanlega orðnir og máttfarnir tri að laga og umfskapa háttu og líf- erni þjóðanna, urðu aðeins hálf- gleymdih skuggar. Hinum1 fornu einveldum, sem mist höfðu mátt og vald var kollvarpað af tryllingsæði fólksins. Enn breyttist allsherjar hugisjónin. Hinar vonsviknu þjóðir leitast við að vernda sig sjálfar. f stað ræðisvalda guða og konunga, setja þær öreiga lýðinn til reynslu. t t ♦!♦ Þessari hugsjón er svo gefinn i t t T T i t i T t t T t t T t ♦!♦ ♦♦♦ byr undir vængi, því miður á þeim tíma, þá Iheimurinn er unynynd- %>♦ ♦> Eg hefi oft í bókum mínum, tek. ið til yfirvegunar þýðignarmeiri atriði hugsjónarinnar í lífi þ<óð- anna. Eg verð samt cem áður að hverfa ennþá einu sinni að þessu1 unum. Fyr á tímum varðaði það T T aður af framförum vísindanna og *■£ getur með engu móti tekið frekarl framförum nema frá toeztu mönfl- %♦ ♦:♦ Minni Islands. • / Vor fiósturjörð, og feðragrund, — í fjarlægð þó vér toúium, — nú heim til þín, um íhálfa stund, á Ihugartoifreið snúum. Þeim eldir, sem eru hér, þú ert í fersku minni, þér enginn gleymir, sem þig sér í sumarlhátign þinni. Og margt vér eigum minja val frá mildum vorsins dögum. Hvern fjörð og ás og fjalladal og fé í grænum h'ögum. Dg lækjarnið og iindarhjal, í láigum hlíðardrögum. Og straumaþul í þröngum sal, með þungum hjartaslögum. Og alt sem drauma finnur frið í faðmi dagis og nætur.^ Og sumarfugla sætan klið, þá sólin rís á fætur, Og hvítt á jökuls Ihöfuðið hún hattinn gullna lætur. Svo dýrðlegt er það sjónarsvið að sál af hrifning grætur. Vér unnum landi oig lýði hér, sem lagaskyldur torýna, en elskum þig þó eins og ,toer, og unaðsfegurð þína. Svo lengi, sem þitt lesum mál og lífs ei fölna glóðir, þú átt vort hjarta, hug og isál að ihálfu leyti — móðir! Og þó vér toyggjum þetta láð og þess að framför vinnum^ frá einni þér vorn eðlisþráð í insta leyni finnum. En, sannarlega vonum vér, af vandlætara’ ei neinum Isú ást; sem höfum öll á þér sé álitin í meinum. Vér biðjum, æ þér blómgist hjá hið toesta’ í hugsun manna. Hver lífsins ment og liistaþrá á leið hins fagra og sanna. Að haf og loft og himinvöld ’svo hagi störfum sínum, að náttúran sín greiði gjöld með góðu börnum þínum. Þorskabítur. Minni Vestur-lslendinga. Hvar sem íslenskt hljómar mál — hundrað eða tveggja —• þar er ísland þér í sál, þinna innan iveggja. Þjóðin sjálf og mállsins ment mynda tengitoandíð, — þvi er jafn vel þetta tvent þyngra á vog en landið. Islensk þjóð á engin bönd utan sðgu og tungu, því eru fleiri fósturlönd frjáls til náras þeim ungu. íslensk frjómögn, ísleniskt vor arfar Vínlands geyma, íslenskt táp og íslenskt þor — íslemskara en heima. Bygt vér höfum hálfa öld Ihér og ræktað lendur; sumra æfi komið kvöld, kaldar margra ihendur. Þó er vor á vorri fold — vor sem ávöxt gefur. Akarn fleygt í frjóga mold framtíð eikum vefur. Yfir lands vors æsku er Ibjart og þeiss bestu sonum, osis hefir farist furðu margt framar öllum vonum. Þó ei sæmir sífelt lof sjálfra vor á hendur. Vort ið skársta er ei um of og til bóta stendur. Vér, sem, Ihöfum hér um skeið hugsjón þráð í verki, vOnum æskan lýsi leið, lyfti hærra merki. Þá mun sveit um sæ og storð seinna, er aldir repna, heyra íslensk hreystiorð hvar öem vitar brenna. t t T T T T T T T T T T T T 1 efm, vegna þess að yfirstandandi Rússland ekki miklú, þó það ekki

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.