Lögberg - 28.08.1924, Page 5
LöOaSEEG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST 1924.
6
landlbúnaðinum á hærra stig og að
afstýra allri Ihætbu við þessar
skuldir, þegar hún snýr sér að
því af alefli. Hún hefir iþegar unn.
ið miklu meira afreksverk en það.
Og þegar eg skil það á mönnum
að þeir halda, að “gamli tíminn’'
hafi verið talsvert betri en sá nýi
og “gömlu mennirnir” töluvert
meiri menn en isamtíðarmenn vor-
ir? þá kemur mér í hug gamla
spakmælið: “Góður er hver geng-
inn.’’ Og þegar eg heyri menn óska
þess, að vistarlband'stímarnir og
þeirra Ihlunnindi 'væru komin aft-
ur, þá finst mér eiga við þá þessi
orð Hallgríms Péturssonar:
‘Vér vitum ei hvers ibiðja ber.’
---------------o---------
Opið bréf
til sveitarstjórnarinnar í Loðmund-
arfirði í N-orðurmúlasýslu á aust-
anvcrðu íslandi.
Kæru herrar!
Sökum þess, að eg er nú seztur
í helgan stein og því hættur við
allar svaðilfarir, þá veitist mér tíð
og tími til þess að láta hugann
hvarfla heim á æskustöðvar mínar
—heim á ÁrnastaÖi, sem þiö mun-
uS kannast við.
ÞaS er mín bjargföst sannfær-
ing, að þar sé um að ræða merki-
legar fornleifar og sem mig grun-
ar sterklega aí5 aldrei hafi verið
rannsakaðar til hlitar, þó þær séu
vissulega þess virði að það sé gert.
Kippkorn fyrir norðan túnið er
móabarð, sem Hggur frá austri til
vesturs. Undir þvi er klöpp, að
líkindum víðáttumikil. Vestarlega
á þeirri klöpp stendur stór steinn
stakur, að líkindum sezt þar að um
lok isaldarinnarí og var í minu
ungdæmi kallaður Gullsteinn. Ut-
an um stein þenna hefir verið hlað-
inn hringmyndaður garður og er
allmikið bil á milli steinsins og
garðsins; og þó tímans tönn hafi
verið þar að verki eins og annars-
staðar, þá voru vegsummerki garðs
þessa auðsæ í ungdæmi minu og
sjást að líkindum enn, og mun það
klöppinni að þakka, sem undir
liggur, að hann var ekki sokkinn í
jörðu.
Það sést glögt móta fyrir hliði
á garðhring þessum, og snýr það
gegnt vestri.
Austan vert við steininn var
klöppin ber. Var ekki annað að
sjá en þar hefði verið klöppuð þró
í hana og sáust 'barmar hennar
glögt. Þró þessi var um þrjár
álnir á lengd og ein alin á breidd,
og minnir mig að faðir minn hefði
sagt, að dýptin væri upp fyrir hné
á meðalmanni.
Man eg eftir því, að faðir rninn
gróf einu sinni holu niður með
steininum að vestan verðu, ásamt
öðrum manni, niður á hellu. Var
hola sú lítil og ekki djúp, og man
eg eftir, að við krakkarnir fórum
að róta til i leirnum, sem upp kom,
og fundum dökkrauðan stein
hnöllóttan, hér urn bil þumlung að
þvermáli. Var hann sléttur sem
byssukúla, með gljáhúð og gati í
gegn urn miðjuna, sem reka mátti
prjón í gegn um, og var steinn sá
í fórum föður míns, þegar eg vissi
síðast.
Annan stein fundum við. Var
hann í lögun og að stærð áþekkur
stóru seláhagli. Hann var hvít-
blár að lit, gljáandi og utan á hon-
um var blei'krauður kross. Gat var
í miðjum steininum svo lítið, að i
það varð að eins stungið litlum
tituprjóni. Þeim steini týndum
við strákarnir. Líklegast hefir
steinn sá verið steinasörvi, sem
kallað var, og kvenfólk bar um
hálsinn til skrauts á þeirri tíð
Áreiðanlegt er, að sú hefir verið
tíðin, að meira eða minna hefir ver-
ið um að véra á þessum stað—í
kring um þennan einstaka stein,
það sýnir garðurinn, sem um hann
hefir verið hlaðinn, og steinar þeir
hinir gljáandi og fögru, sem í
leirnum fundust og minst hefir
verið á, auk þróarinnar, sem áður
er getið.
Er ekki liklegt, að steinn þessi
hafi í fyrndinni verið blótsteinn og
ýmsum munum hafi J>ar verið
fórnað, sem vel hafa geymst og
geymast enn í leirnum kring um
hinn helga stein?
Fyrst eg á annað borð fór að
tala um þessa hluti, þá vil eg
minnast á annað atriði. Fast við
túnfótinn á Árnastöðum að austan,
er pyttur, eða fen. Það er ekki
stórt um sig, en að líkindum nokk-
uð djúpt, og man eg eftir, að móð-
ir mín tók þar upp sortu til þess
að lita í voðir.
í sambandi við þann pytt lang-
ar mig til þess að segja frá dálitlu,
sem fyrir mig bar á unlingsárum
minurn. Það var einn sólskins-
bjartan blíðviðrisdag, milli hádeg-
is og nóns, að eg var að tína kræki-
ber á lyngholti fyrir austan túnið,
og sá eg þá glögt, að í miðju fen-
inu, sem var nálægt mér, stóð mað-
ur. Hann horfði til norðurs og
sneri að mér baki. Mikill maður
virtist mér hann vera og herða-
breiður. Hár hans var svart eða
dökt á lit, það var þykt og klipt
neðan af því, svo röndin að neðan
sást glögt; á höfði hafði hann
barðastóran hatt. Eg stóð all-
langa stund og horfði á hann, þar
sem hann stóð hreifinarlaus. Svo
hljóp eg heirn, því eg hefi víst orð-
ið hálf-hræddur, og á leiðinni heim
að bænum leit eg hvað eftir annað
um öxl mér og sá manninn standa
í sama stað. Þegar eg kom heim
að bænum, hljóp eg strax inn og
kallaði á móður mína og sagði henni |
frá því sem eg hafði séð. Við fór-
um bæði út tafarlaust, en þá var
maðurinn horfinp. En siðan hef-
ir það verið fast í huga minum, að
pyttur þessi eða fen, eigi líka sína
sögu.
Það eru nú tilmæli mín til ykk-
ar, gömlu sveitunga minna, að þið
látið kanna svæðið i kring um
steininn innan garðsins og þróna,
þvi þar tel eg líklegt að enn sé að
finna fornleifar, máske merkileg-
ar; og látið einnig kanna pyttinn,
því ekki er óhugsandi, að einhver
af fornmönnum hafi sökt þar nið-
ur dýrgripum sínum.
Lifið heilir og sælir.
Pétur Pálsson.
Gimli, í Manitoba, Canada.
Dánarfregnir frá Norð-
ur DakoU.
Þórleif Ingiríður Jónasson.
Á Deaconess spítalanum í Grand
Forks í Norður Dakota andaðist
þann 26. maí isíðastl- Þórleif Ingi-
ríður Jónaslson úr Hallsonbygð,
eftir þriggja mánaða veikinda-
stríð. Hafði ekki fram að þeim
tíma kent sér nokkurs meins, en
veiktist pá hastarlega af botn-
langabólgu og gekk undir hol-l
skurð, en varð ekki bjálpað, ogj
var )hún upp frá því rúmföst. Hún
var að stunda hjúkrunarfræðis-
nám við Deaconess spítalann er
hún veiktist. Hefði útskrifast það-
an síðastl. vor, ef henni hefði enst
heilsa og líf. En í stað þess var
þessi unga oig myndarlega stúlka
kv'ödd héðan einmitt þegar hún
var að Ijúka við undirbúning í
fagra og göfuga lífstöðu- Vegir
forsjónar guðs eru huldir, en t
slíkum vonbrigðum og sorg vill
hann láta lýsa von hins eilífa lífs.
Þórleif Ingiríður var dóttir Jó-
hanns Jónassonar í Hallsonbygð,
sem kendur er við Grænumörk og
konu hans Ingilbjargar Þorleifs-
dóttur. Munu þau vera foæði úr
Skagafirði. Inga, eins og hin látna
var oftast nefnd, var fædd 26.
ágúst 1897_ Hún ólst upp í for-
eldra húsum, og kom snemma í
ljós atgjörvi til líkama og sálar-
Eftir að hafa lokið barnaskóla-
námi, stundaði hún um hríð nám
við kennaraskólann í Mayville í
Norður Dakota. Kendi svo á barna
skóla í tvö ár og gekk það starf
vel. Kaus þó heldur hjúkrunar-
konustarf og var eins og þegar er
sagt,. langt komin með þriggja ára
undirbúning í þá stöðu, er hún
veiktist. Enginn, sem Ihana þekti,
efast víst um það að hún hefði
getið sér góðan orðstýr í þeirri
stöðu, ef líf ihefði enst. Hún naut
mlikilla vinsælda á spítalanum, þar
sem Ihún var viðí nám eins og al-
ment Ihjá þeim, ®em hana þektu.
Veikindin foar hún með frábærri
þolinmæði, og horfði mót dauðan-
um með öruggu trausti til Guðs-
Líkið var flutt til Hallson og
fór útförin þar fram á uppstign-
ingardag. Auk foreldranna syrgja
Ihana fimm systkini, fjórar systur
og einn bróðir. Vornirnar, sem
Þau höfðu gert sér um framtíð
hinnar látnu, hafa brugðiist. En
von frá Guði á þó að upplýsa
dimmu sorgarinnar_
Kristjana Björnson.
Þann 20. maí síðastl. andaðist
að heimili sínu í Hallsonbygð í
Norður Dakota húsfreyjan Krist-
jana Jófeeflsdóttir, kona Jóns
CSveinfojörnssonar) Björnson. Dó
hún af fearnsförum Hún var dótt-
ir Jósefs Jónslsonar, er dó í Pemfo.
ina fyrir nokkrum árum, og konu
hans Guðrúnar Kristjánsdóttur,
sem enn er á lífi- Kristján Hailson
faðir Guðrúnar, hefir orðið elstur
maður Ihér í sveit. Var hann 102
ára, er hann lést. En Rósa móðir
Guðrúnar, var systir Hólmfríðar,
ömmu Guðmundar skálds Frið-
jónssonar á Sandi og þeirra syst-
kina. Tvö systkini Kirstjönu sál.
eru á lífi; Eiður, bóndi í Pine
Valley, Man., og Guðný (Mrs.
Brims) gift innlendum manni I
Grafton, N. Dak. Tvö foörn hinnar
látnu eru á lífi, Teódór, nýlega
fermdur og Guðrún^ nokkrum ár-
umj yngri.
Það er svipiegt, þegar dauðinn
svo skjótlega tekur frá eigin-
manni og börnum unga heimilis.
móður. Kristjana sál. var fædd 30-
ágúlst 1892. Hún giftist ung eftir-
lifandi manni sínum, og Ihafa þau
altaf verið til| Iheimilis í Hallsön-
foyigð. Hún var táp og dugnaðar-
kona, og bjuggu þafl hjón góðu
búi. Það er þung sorg eiginmanns.
ins og barnanna, eins og líka
hinnar aldurhnignu móður. útför-
in fór fram þann 23. maí- Alménn
hluttekning er í hinni miklu sorg
ástvinanna
Aðalbj. Bjarnadóttir Kristjánsson.
Á síðastliðnum vetri var mikið
hrun eldra fólks í, mörgum byigð-
um íslendinga hér vestra. Leið isvo
varla noíkkur vika, að sá, er þetta
ritar ekki stæði yfir moldum ein-
hvers aldurhniginis manns eða
konu- Á eitt af þeim dauðsföllum,
sem enn þá hefir ekki verið getið
um í folöðunum, skal hér minst.
Þann 20 janúar þ á. andaðist að
heimili sínu á Garðar 1 Norður
Dakota, Aðalbjörg Bjarnadóttir
Kristjánsson, eiginkona Tryggva
Kriistjánssonar- Höfðu þau hjón
lengi verið búsebt þar í sveit, fyrst
all-lengi við ibú, en seldu fyrir
mörgum árum jörð sína, og voru
j upp frá því til heimilis í þorpinu
j á Garðar.
j Aðalfojörg sál. var fædd 1. júlí,
1854. Var hún ættuð ,úr Vopna.
firði- Árið 1880 giftist hún eftir-
lifandi manni sínum. Varð þeim
fjögra barna auðið. D-óu tveir
! drengir í barnæsku Iheima á fs-
j landi. Kristján son sinn mistu þau
I 19 ára í Garðarbygð- Ein dóttir
1 er á lífi, Rósa ekkja Þorláks Dal-
! mann, sem var einn af þeim er
; féllu í heimsstyrjöldinni miklu.
j Þau hjón Aðalbjörg og Tryggvi
i voru samtaka í því með dugnaði,
ráðvendni og sparsemi að sjá sér
og sínum borgið. Samfoúð þeirra
i var góð og voru þau vel metin í
sinu ná'grenni- Aðalfojörg var
glaðlynd og léttlynd, barnelsk og
ung í anda til hins síðasta Dóttir
hennar geymir minningu hennar
sem ástríkrar móður sem alt hafi
viljað fyrir sig gera. Dóttursynir
hennar, föðurlausir fóru heldur
ekki varhluta af móður.umhyggju
hennar.. Hún lét ekki mikið á sér
bera, en rækti sinn verkahring
með alúð og trúmensku. Allir, er
henni kyntust, munu hafa borið til
hennar ihlýlhug. — Hún var jarð-
sungin þriðjudaginn 22- janúar,
og heiðruðu margir minningu
ihennar með návist' .sinni.
Margrét Rjörnsdótjir Johnson.
Það hefir láðst að geta um fra-
fall þessarar konu, þó nú sé liðið
á annað ár síðan hún lést.
Hún andaðist þann 25. maí 1923
í iþorpinu Uplham í Norður Dakota,
þar sem hún .síðustu árin hafði
áét heimili með dætrum sínum
tveimur, Þórunni og Margréti
(Mrs. Smitfo)- Er hin síðarnefnda
ekkja, og voru tveir ungir synir
hennar einnig ihjá þeim mæðgum.
Stunduðu þær systur kennarastört
þar í Upfoam og héldu svo foeim-
ili með móður sinni. Hafði Mar-
grét sál. verið mj'ötg lasfourða um
lengri tíma áður en hún lést.
’Hún var fædd 20 marz 1848-
Hún var dóttir Björns bónda á
Bóndastöðum í iHjalitastaðaþing-
há, Björnsonar, Skúlasonar, og
konu Ihans önnu Jónsdóttur,
prests á Hjaltastað, Guðmundis-
sonar. Hún fluttist til Ameríku
árið 1876 og settist að í Nýja ís-
landi. Þar giftist ihún 1878 Pétrl
Jónssyni frá Bót í Hróarstungu,
sem andaðist í Winnipeg 1918. At
börnum þeirra eru einungis &
lífi þær itvær dætur, sem áður
eru nefndar, 'Tvo syni stálpaða
mistu þau í Norður Dakota, foáoa
mjög efnilega. Eitt foarn ungt
munu þau foafa miist í Nýja ís-
landi- Þau fluttu frá Nýja íslandi
þegar á landnámsárunum, og tóku
sér foólfestu á Pembfnafjölluin I
Norður Dakota. Þar bjuggu þau
þar til þau forugðu búi nokkrum
árum áður en Pétur lést. Hanu
var upp á það síðasta hjá Margréti
dóttur þeirra, er þá var búseitt með
manni isínum í Winnipeg. En
Margrét fylgdist með Þórunni
dóttur þeirra, sem þá og isíðar
fékst við kenslu.
Margrét sál. var góðum hæfi-
leikum gædd- Hún var ötul við
starf, en líka bókhneigð. Hún var
glaðleg í viðmóti, hreinlynd og
djarfileg í framkomu, en átti við-
kvæma lund, og hafði því fundið
sárt til Út af sorgum og von-
brigðum lífsins. Hún naut foinnar
nákvæmuktu umhyggju dætra
isinna í veikindum sínum og létu
þær flytja lík hennar austur i
grafreitinn íslenzka á Pembina-
fjöllum. Þær stöðvar vissu þær
að höfðu verið henni kærastar
Flutti sá er þetta ritar Ihúskveðju
á heimilinu í Upam. og svo fór
útförin fram þann 29- maí frá
kirkju Fjallasafnaðar.
K. K. O.
Stórstúkuþingið.
Störfum þinsins var lokið á föstu-
daginn, eins og gert var ráð fyrir
í síðasta blaði, — segir Dagur 17.
júlí. — Á föstudagskvöldið höfðu
fulltrúarnir sameiginlega kaffi-
drykkju og síðan dansleik á eftir.
Margir fulltrúarnir héldu síðan
heimleiðis með Botníu, sem fór á
laugardaginn vestur og suður um
land. Nokkrir fara landveg, aðrir
biða eftir Goðafossi.
Sú mikla breyting varð á, að Stór-
stúkan var flutt frá Reykjavík til
Akureyrar, og skipa nú fram-
kvæmdarnefndina þessir menn:
St.-Templar: Brynj. Tobíasson,
kennari, Akureyri.
St.-Kanslari: Þorst. M. Jónsson,
bóksali, Ak.
St. V. T.: frú Álfheiður Einars-
dóttir, Ak.
St. Gæzl. K.: Árni Jóhannsson,
verzlm. Ak.
St. Gæzl. U.T.: Steinþ. Guðm.
skólastj. Ak.
St. Rit.: Halldór Friðjónsson,
ritstj. Ak.
St. gjaldk.: Guðbj. Björnsson,
kaupm. Ak.
St. Frengrit.: Sig. Kristjánsson
kaupm. Sigluf.
St. Fræðslustj.: Jón Þ. Björns-
son, skólastj. Skrók.
St. Kap.: Sr Gunnar Benedikts-
son, Saurbæ.
Fyrv. Stórt.: Einar H. Kvaran.
Umboðsm. Alþjóða Hátemplars:
Indriði Einarsson Rvík.
Ein af fyrstu gerðum nýju fram-
kvæmdarnefndarinnar er sú, að
senda U .A. H. Indriða Einarsson
á þing bindindismanna Norður-
landa, sem verður i Noregi nú í
sumar.
Framkvæmdarnefndin óskar að
af gerðum þingsins verði birtar eft-
irfarandi ályktanir:
1. “Stórstúkuþingið mótmælir
fastlega aðgerðum landsstjórnar-
innar, að því er snertir áfengis-
verzlun ríkisins á Siglufirði, og
krefst þess, að landsstjórnin láti
birta samningana við Spánverja um
innflutning og sölu áfengra drykkja
ásamt skráðum skýringum á þeim,
og felur framkvæmdarnefnd sinni
að fylgja þessari kröfu af alefli.”
2. “Stórstúkuþingið lýsir megnri
óánægju yfir þvi, að landsstjórnin
hefir þvert ofan í yfirlýstan vilja
mikils meiri hluta Alþingiskjósenda
á Siglufirði, sent þangað nú nýlega
stærri vínbirgðir en nokkru sinni
fyr ,og skorar á stjórnina að flytja
meginhluta þeirra burtu af Siglu-
firði nú þegar.
Sömuleiðis skorar þingið á stjórn-
ina, að gefa nú þegar út skýlaus-
ar reglur um útsölu áfengis frá
ríkisverzluninni þar, sem takmarki
sem allra mest söluna og þar af
leiðandi drykkjuskap.”
3. “Stórstúkuþingið krefst þess,
að ítarlegar rannsóknir fari fram
á hneyksli því, er komst á loft við
áfengisverzlunina á síðastliðnum
vetri og á rekstri verzlunarinnar
yfirleitt.”
4. “Stórstúkuþingið mótmælir
fastlega þeim ósóma, að áfengis-
verzlun ríkisins sé gerð að gróða-
lind fyrir ríkissjóð, og felur fram-
kvæmdarnefnd sinni að beita áhrif-
um sínuin á þing og stjórn til þess
að áfengið. sé hið bráðasta gert
landrækt aftur, enda verði ágóða
af áfengisverzluninni varið til þess
að flýta fyrir útrýmingu áfengis.”
*
Ákveðið var, að næsta þing yrði
háð í Reykjavík.
Um störf þingsins viðkomandi
einkamálum stúkunnar er blaðinu
ekki kunnugt, en birtir það eitt, er
framkvæmdarnefndin telur rétt að
blirta. Flutningur .Stórstúkunnar
til Akureyrar er vafalaust einkum
gerður til þess áð kalla meiri krafta
o gnýja krafta til hinna vanda-
sömu starfá.. Vilji framkvæmdar
nefndin fá eitthvað það birt, sem
ekki er tekið fram hér, er blaðið
boðið og búið til þess að veita henni
rúm og hvers 'konar stuðning.
Að svo mæltu vill Dagur árna
hinni nýju framkvæmdarnefnd og
Stórstúkunni yfir höfuð allra heilla
í framtíðinni.
< * *
Bannlögin, eins og þau cru nú
framkvæmd, og einkum Spánar-
samningarnir, hafa lagt ógurlegar
tálmanir á leið bindindismálsins og
bannhreyfingarinnar í landinu. Er
framkvæmd bannlaganna nú orðin
svo örðug, síðan við vorum svín-
beygðir til þess að opna vínsölu-
búðir í bannlandinu, að sumir hin-
ir fremstu bindindis- og bannmenn
telja það sem eftir er af bannlög-
unum einskis nýtt eða verra en
einskis virði.
Sú skoðun er því farin að gera
vart við sig til muna, innan hreyf-
ingarinnar, að réttast muni að kann-
ast við það fyrir sjálfum sér og
öðrum, að ósigur sé beðinn í mál-
inu, vopnin að mestu fallin niður
og að nýtt viðhorf til málsins sé
nauðsynlegt, til þess að taka vopn-
in upp að nýju og beita þeim til
verulegs árangurs. Jafnvel sumir
fremstu bindindis og bannmenn
eru komnir á þá skoðun, að vegna
málsins sjálfs sé nú ráðlegast að
kasta þvi ræksni, sem eftir er af
bannlögunum, og hefja baráttuna
aftur frá rótum.
En það skal tekið skýrt fram að
þessi skoðun er bundin jæim skil-
yrðum, að við slíka ráðstöfun vinn-
ist að minsta kosti tvö stórvægileg
atriði:
1. Að við losnum úr taki Spán-
verja og getum lokað öllum vín-
sölubúðum í landinu, en leyft pönt-
un á vínum eftir ákveðnum reglum
gegnum ríkisverzlun.
2. Að við breytinguna komi nýtt
rót á málið í landinu og bæði regl-
an og bindindísfélög í sveitunum,
sem hvorttveggja lamaðist og hætti
víða störfum við bannlögin,—fær-
ist á ný í aukana, til þess að und-
>rbyggja nýjan og sterkari grund-
völl undir ný bannlög.
Að svo stöddu vill Dagur engan
dóm leggja á þessar skoðanir, en
telur nauðsynlegt, eins og þessum
málum er nú komið, að þau verði
skoðuð með gætni og að þau verði
rædd frá öllum hliðum, en með vin-
semd og skilningi á aðalmarkmiði
allra bindindis- og bannmanna. Er
blaðinu ljúft að veita rúm fyrir
slíkar umræður, innan slikrar um-
gerðar. En hafa verða menn hug-
fast, að rúmið hlýtur að takmark-
ast af stærð blaðsins.
Helge Petersen.
framkvæmdarstjóri Scandinavian-
American eimskipafél. í Winnipeg
GERIÐ HREINT FYRIR
YÐAR DYRUM
^JÚ er farið að líða á seinni hluta ársins,
og Lögberg, eins og önnur blöð, þarf að
fá sitt, ef það á að geta haldið áfram aðkoma
á heimili yðar.
Það eru því vinsamleg tilmœli vor, að
þér úr þessu farið að gera hreint fyrir yðar
dyrum með því nú þegar að borga fyrir
blaðið og að þér takið innköllunarmönnum
vorum vel þegar þeir koma að finna yður,
eða senda borgunina beint til skrifstofunnar.
The Columbia Press, Limited
Cor. Sargent og Toronto St. - Winnipeg
,M a g i c tökunarduft,
er ávalt það bezta í
kökur og annað kaifi-
brauð. það inniheldur
ekkert alum, né nokk-
ur önnur efni, sem
valdið gætu skemd.
Gjafir til Betel.
Mrs. G. Anderson
Pikes Peak, Sask.........$5-00
Ónefnd kona aS Milton. . . . 2.00
Kærar þakkir,
J. Jóhannesson.
675 McDermot Ave., Wpg.
Til landa minna á Kyrrahafs-
strönd.
Þakklæti mitt og alúíiarkveSju
vil eg undirrituÖ hér meS senda
öllum þeim þar vestra, er gerfou
mér dvöl mína meðal þeirra frá-
bærlega ánægjurika meiripart úr
síSastliðnum tveim árum. Veru-
staÖur minn var aðallega i Belling-
ham, þar sem dóttir mín og maður
hennar þá bjuggu. En í feröalög
litilsháttar fór eg þó um leið til ná-
lægra íslenzkra heimkynna, þar á
meSal til Marietta, Blaine, Point
Roberts og Seattle. Mætti eg al-
staðar frábærri gestrisni, ásamt
hlýleik og vinsemd, er gerði mér,
hálf-lasinni og Íítt ferSafærri,
heimsóknir þessar hreint makalaust
ánægjulegar. Nöfn allra þeirra, er
þannig sýndu mér hlýleik og ágæta
vinsemd, get eg ekki fcaliS. Færi
eg til þess, yrSi nafna upptalning
sú svo löng, að oflangt mál yrSi
það vafalaust, og þó um leið
gleymdust, ef til vill, einhver nöfn
góðs fólks, er eg sízt hefSi viljað
ótalin látin. Sleppi eg því nöfnum
öllum. Þrátt fyrir það eru þau
hjá sjálfri mér geymd í huga mín-
um og hjarta. Þakka eg nú einum
og öllum viðtökurnar hinar ágætu
og óska fólki öllu á Kyrrahafs-
strönd ríkulegrar blessunar drott-
ins. í
Árborg, Man., 23. ágúst 1924.
Ólína Erlendsson.
-------o------
Hæð íslendinga.
I Almanaki Þjóövinafélagsins
1925 er grein eftir hr. GuSniund
Hannesson, prófessor, um hæð ís-
lendinga. Hefir höfundurinn at-
hugað þetta efni aS undanförnu.
Mun margan stórfurða á niður-
stööinni, sem er sú, að íslending-
ar séu öllum mönnum hærri, svo
sem hér skal talið:
íslendingar...........173.55 cm.
Engilsaxar............172.5 —
Svíar...................1715 —
NorSmenn .. 171.5 —
Danir...................169.1 —
Hollendingar.............169. —
ÞjóSverjar (BadenJ 169.0 —
Svisslendingar..........167.0 —
Frakkar.......... ..... 166.0 —
Italir.. ‘..............166.0 —
Japanar.................159.3 —
Prófessorinn segir rannsókn sína
ekki svo almenna, að óhætt sé að
treysta henni til fulls, enda er ekki
langt siðan hann hóf þetta starf.
Hann bendir og á, aS rannsókn
yrSi að gera eftir landshlutum, sem
vart mun kostur á meS athugun í
Reykjavík einni, þótt aS visu margt
sé hér aðkomumanna á hverju ári.
Nú væri fróðlegt og skemtilegt,
að þetta yrði rannsakað til hlítar
og ætti það aö mega meS þvi, að
mæling landsmanna færi fram um
leið og manntal er tekið, og sér-
stakur dálkur haföur á eyðublöS-
unum, þar sem hæS allra ("aS
minsta kosti fullorðinna) væri skrá-
sett. Nokkurn veginn áreiðanlegt
manntal fer fram á hverju ári, og
alveg áreiðanlegt 10. hvert ár, svo
að no’kkur trygging er fyrir því, að
þessi skýrsla yrði rétt, að minsta
kosti meS æfingunni.—Vísir.