Lögberg - 28.08.1924, Síða 6

Lögberg - 28.08.1924, Síða 6
Bte. 6 LÖGBERG, MMTUDAGINN, 28. ÁGÚST 1924. Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. L_______________________I____ _____________' — X. KAPÍTULI. Litla húsið. 'Wlhipplc dómari sagði hara “uss, uss,’ þegar Stepihen reyndi að þaldca honum fyrir að hafu geng- ið í ábyrgð fyrir Hester. Dómarinn var vanur að fara á fætur klukkan sex á morgnana, eftir Iþví, sem þjónn ihans, Shadrach sagði Stephen. Hann borðaði morgunverð í Planters hótelinu klukkan sj6, las svo í hlaðinu Missouri Democrat og kom svo í skrifstofu sína klukkar átta. Stundium bauð Ihann þeim Steplhen og Richter góðan dag, en stundum ekki. Hann var mikið úti á dagin, og margir komu að finna Ihann; hann var alt af í önnum. Það var siður hans að tala aðeins við einn í einu, eins og sérfræðingur, sem hann og líka var. Og Steplhen komst brátt að raun um að húsbóndi sinn færi ekki í manngreinarálit eftir aldri kyni eða stöðu; skoðun hans á Ihonum breyttist ekki alllítið fyrstu vikuna. Hann sá fátækar konur og táðþrota menn ganga inn í skrifstofuna á undan ríkum 'borgurum, sem virtust gera sig ánægða með að bíða, 'þangað til röðin kæmi að ser, á hörðum tré- stólunum, sem var raðað meðfram veggnum í fremri skrifstofunni. Það var einkunj eiitt slíkt atrvik, sem Stephen mundi vel eftir. — Vel búinn maður gekk óíþolinmóðliega fram og aftur um skrifstofugólfið tvær langar klukku.stundir eftir að Shadraah hafði farið með nafnspjald Ihans inn í það allrahelgasta. Richter hvíslaði nafni hans að Stephen, þegar hann , var loksins kominn inn: hann var einn af helstu járnlbrautarkonungunum að austan. Það mátti heyra hvernig í öllu lá gegnum opna gluggann, sem var fyrir ofan IhurSina. “Bíddu nú við.Callender,” sagði dómarinn, “þér og þínu líkum er ekkert vel við miig, og þið kæmuð ekki til mín ef Iþið væruð ekki neyddir til þess; en þegar þið eruð komnir í kröggur með járnhbrautirn- ar ykkar þá komið þið og Iþá ætlið þið að vaða hér inn á undan vinum mínum. Nei, þú verður að gera svo vel og bíða ef iþú ætlar að tala við mig.’ (Herra Callender svaraði einhverju svo lágt að elcki Iheyrðist. “Peninga!” ihrópaði dómarinn. “Farðu með pen- ingana þíha til (Stetsons og sjáðu hvort þú vinnur málið.” Ridhter Ibrosti til íStephens af eintómri ánægju yfir iþví, að nú gæti hann séð að það hefði verið óþarfi fyrir isig að hæla húsbónda sínum. iStephen geðjaðist mæta vel að þessum unga Þjóðverja með örið á viðkunnarílega andlitinu. Hann sárlangaði til þess að fá að vita meira um örið. A hverjum degi, þegar Ricihter kom inn í skrifstofuna eftir miðdegisverð, kveilkti Ihann /í stórri brúnni merskúmspípu og las St. Louis Anzeiger og West- lidhe Post, og Ihann raulaði oft fyrir munni sér þýsk, an ættjarðarsöng og ýmsa fleiri söngva. Og það var eittlhvað í nöddinni, sem fylti mann með fagnaðar- tilfinningu, jafnvel þótt maður skildi ekki orðin. Richter ihafði engan grun um, að Stephen, sem sat með nefið niðri i bókinni, drykki í sig lögin. Og innan lítilis tíma komst Stephen að raun um, að þess- ir söngvar voru innblásnir. « Daginn, sem járnbrautarkonungurinn kom, og eftir að ihann og dómarinn voru farnir út, þiðnaðl ísinn. “Þið Norðanmenn eruð undarlegt fólk,’’ sagði Riehter um leið og hann fór í treyju sína; “þið sýnið ekki tilfinningar ykkar, þið skammist ykkar fyrir það. Eg skildi ékkert 1 dómaranum fyrst lengi vel, hann var altaf að rífast; en svo sá eg einn dag, Ihvað hann er hjartagóður og síðan hefir mlér þótt vænt um ihann. Hefirðu nokkurntíma borðað þýskan mið- dagverð, Brice? Aldréi? Þú mátt þá til með að koma með mér núna.’’ Það rigndi og forin á strætunum var ökla-dj>úp öldrykkjugarðurinn við hliðina á matsöluhúsinu, sem þeir fóru inn í, var eyðilegur og forugur en inni var hlýtt og glatt á hjalla, þar var sem maður væri kom. inn heim á sjálft Þýskaland. Húslbóndinn kom glaður og vingjarnlegur og heilsaði Ridhter með svo miklum virktum ,að hver sem hefði verið, hefði mátt þykj- ast fullsæmdur af. Stephen var kyntur fyrir ihonum. “Við vorum allir fram^ækjendur hver með öðr- um á Þýskalandi,’’ sagði Ridhter; “þeir heita því nafni í föðurlandinu, sem eru að reyna að berjast fyrir auknu frelsi og á móti kúguninni. Þessvegna var það að við börðumst 1848 og töpuðum, og þess. vegna komum við hingað í lýðveldið. Æ, eg er hrædd- ur um að eg verði aldrei mikill lögmaður, en fram- sækjandi verð eg ávalt Við verðum að berjast aftur, til þess að losaist við svörtu ófreskjuna, sem sýgur blóðið úr fredsinu — Iblóðsuguna. Er það ekki rétta nafnið á henni?’’ Stephen varð hissa á þessu. “Þú Iheldur þá að stríð sé í vændum?’’ “Já, eg er rhæddur um það,’’ sagði Þjóðverjinn og ihristi höfuðið. “Við erum hræddir og við erum farnir að undinbúa okkur.’’ , “Unóirbúa? Og ætlar þú að Iberjast, Richter? Þú, sem ert útlendingur.’’ „Útlendingur!’’hrópaði Richter og það var reiði. glampi í bláu augunum1, sem samt hvarf jafnskjótt og hann kom og varð að óánægjuvsip. „Kallaðu mig ekki útlending — við Þjóðverjar munum sýna það, hvort við erum útlendingar, þegar rétti tíminn er kominn. Þetta mikla land er land allra þeirra sem eru kúg. aðir. Forfeður þínir fundu það og börðust um það til þess að afkomendur forfeðra minna fyndu hér trygt hæli til þess að flýja í undan harðistjórn. Helmingurinn af íbúum þessarar borgar, vinur minn, „ er Þjóðverjar, og þeir munu bjarga henni, ef hætt- an dynur yfir. Þú verður að koma með mér eitthvert kvöld í suðurhluta bæjarins, svo að þú getir kynst okkur, og þá skilurðu okkur ef til vill, Steþhen. Þú skoðar okkur þá ekki sem útlendan skríl, heldur sem föðurlandsvini sem elska sitt nýja föðurland, eins og þú elskar það. Þú verður að koma í leikfimnis- salinn okkar, þar sem við æfum okkur fyrir þann tíma, er ríkjasamlbandið þarf okkar með.“ ,'Og þið eruð að æfa ykkur núna.’’ hrópaðl Steplhen hissa. Orð Þjóðverjans höfðu sams konar áhrif á hann og .söngur hans. “Verði þér drykkurinn að góðu,’’ svaraði Riihter broisandi og lyfti upp Ibjórglasi sínu. ,,Þú verður að koma í samdrykkju og sjá. Þetta er ekki sá ágæti Lichtenlhainer, sem við drekkum í Jena. Maður getur fengið heila mörk af Lidhtenhainer fyrir minna en eitt cent í Jena. En,’’ hætti hann við og stóð upp og Mó svo að .skein í sterklegar tennrnar, “við Ame- ríkumenn erum ríkir.“ Etir því sem aðdáun Stephens fyrir húsbónda sínum óx eftir því óx líka ótti hans við hann að isama skapi? Aðferð dómarans við lagakensluna var isannarlega ekki sú aðferð, 9em var notuð við Har- vard'iháskólann. Dómarinn gaf ekki iStephen meiri gaum fyrsta Ihálfan mánuðinn en sendimönnunum, sem komu að finna hann, og sem urðu að bíða I fremri skrifstofunni þangað til ihonum þóknaðist að tala við þá. Þetta var ekki isérlega uppörvandi fyrir Stephen, en hann hélt sér fast við lagabækur sínar. Riclhter ráðlagði honum að kaupa vissa Ibók og van. aði ihann við óbeit dómarans á nýju lagabókinni. Það var lán að hann gerði það, því stund reikningsskap- arins kom. Whipple dómari isteypti sér yfir hann eins og valur steypir sér úr heiðskíru lofti yfir ibráð, og íaga orðin fóru að hringla i höfðinu á Steph- en líkt og þurrar baunir í blikkbauk. í þetta skifti tók dómarinn upp gömlu málssóknaraðferðina, sem hann sagði að væri ®vo nauðsynleg, að sá , sem kynni hana ekki, ætti ekki að gera svo mikfð í lögum sem að skrifa út skjal, Og m/álssóknin, íhvernig á hún að fara fram?” spurði dómarinn. ,;Fyrst er yfirlýsingin,*‘ svaraði Stephen og málsvörnin er svar við Ihenni ; svo kemur gagnsvar. ið, svo seinna svar málsverjanda, svo andsvar við seinna svari, svo endurandsvar og svo svar á móti endurandsvari. En iþað er sjaldgæft að svo l.angt sé farið,“ bætti hann við, án þess að ihugsa sjg vel um. „Það er góð regla i lögum,“ hrópaði dómarinn, ,,að ibjóða eklki fram |það sem maður veit.“ Það lá ekki sem| best á Stephen þegar hann kom heim um kvoldið — þetta var laugardagskvöld. Har.n hafði ekki verið sérlega brattur þegar prófinu var lokið; honum höfðu ekki verið fengin nein málsskjöl til þess að skrifa upp og ÍWihipple hafði ekki svo mikið sem jbeitið því að hann myndi senda hann í smá sendiferðir. Hann var elkki enn búinn að kom- ast að raun um, hversu alvanalegt það er að ungum lögmönnum finnist þeir sjálfir allra manna gagn- lausastir í heiminum. Ogþar að auki rigndi stöðugt; þetta var fftnti rigningardagurinn. Móðir hans, sem sat með prjónana sína fyrir framan eldstæðið í herberginu sínu iheilsaði ihonum með sínu vanalega rólega Ibrosi, þegar hann kom iheim. Hann reyndi að segja henni frá prófinu í gamni, en hann gat það ekki. “Eg er alveg viss um að honum líkar ekki við mig “ sagði hann. Móðir ihans hélt áfram að brosa. „Hann myndi ekki sýna það, þó svo væri “ sa^ðí hún. “Eg get fundið það,“ sagði iStephen hryggur. “Dómarinn kom hingað í dag,“ sagði frú Brice. „Hvað?“ hrópaði íStephen. *‘Kom 'hann hér aftur þessa viku? Þeir segja, að hann heimsæki aldrei nokkurn að degi til og sjaldan á kvöldin. Hvað sagðl !hann?“ ’Hann sagði að það yrði að ná úr þér sumri þessari vitleysu frá Boston,“ svaraði frú Brice hlæjandi. „Hann sagði að þú værir of óþjáll ög þyrft- ir aÖ kom,ast í náin icynni við óbrotna menn, sem eru að setjast að hér í Vesturlandinu, og sem eru að gera upprunalega þrettán ríkja sambandið að~vold- ugu heimsveldi. Og Stephen,“ bætti hún við í einlæg. ari róm “eg veit ekki nema að ihann hafi rétt fyrir sér.” IStephen hló og svo sat hann og horfði Iengi i eldinn. Hvað meira sagði hann?“ spurði hanr. eftir nokkra stund. “Hann sagði mér frá litlu húsi, sem ihann sagði að við gætum leigt fyrir mjög lítið, fyrir of ,lítið að því er virðist. Húsið er á þessu stræti, næsta hús við Ihús herra Brinsmades og hann á það. Whipple kom með lykiilnn, svo að við gætum skoðað það á morgun. «®n hvað er um vinnukonu?” spurði Stephen. ,,Eg geri ráð fyrir að við verðum að hafa vinnu- konu.“ „Móðir 'hans lækkaði róminn. ,,Stúlkan, sem þú gafst frelsi, kemur ihir.gað á ihverjum degi að finna mig.’’ Nancy gamla þvær þvotta, en Hester hefir ekkert að gera, og hún er Whipple dómara til byrði.*Nei, nei,“ hélt hún áfram er ihann hafði litið á hana spyrjandi augum, “dóm- arinn mintist ekkert á það, en eg iheld að hann hafi haft það í huga, að Hester gæti farið til okkar. Og eg er alveg viss um; að hún myndi vilja það.“ Sunudagurinn rann upp bjartur og fagur. Eftir messu gengu þau frú Brice og Stephen niður eftir Olive-stræti og staðnæmdust fyrri framan litla hús- ið, ®em ‘Stóð inni á milli tveggja stórra húsa með skreyttumj framstöfnum, og horfðu á það. Sorglegar endurminningar frá Beaeon-stræti í Boston fyltu ihugi þeirra, er þau stóðu þarna, en hvorugt mælti orð til hins um það. Um leið og Stephen lagði höndina á lokuna á litla járnhliðinu, kom maður út úr næsta húsi. Han var rúmlega miðaldra maður vel klæddur eftir eldri tísku og með svart ihálabindi. Hann hafði nokkuð stóran munn og stórt nef, sem var ekki ó- svipað nefinu á Washington, svipurinn var allur góðmannlegur og góðmenskan skein út úr bláu aug. unum. Hann brosti til þeirra eins og hann væri gamall kuningi þeirra, og heimurinn sýndist verða allur ibjartari við það. Þau brostu á móti og maður. inn lyfti hattinum sínum og hneigði sig; og vclvildin og kurteisin. sem kom; í 1 jós í hneigingunni gerði þau sælli en þau hðfðu verið. “Langar yður til að skoða húsið, fn' ?“ spurði hann. “Já,“ sagði frú IBrice. “Lofið þér mér að opna það fyrir ýður,“ sagði Ihann og tók við lyklinum af henni með mestu kurt- eisi. “Eg er hræddur um, að yður finnist það bæði óþægilegt og þröngt. Eg væri sannarlega heppinn, ef eg fengi góðan leigjanda. Hann stakk lyklinum í skráargatið, en Stephen og móðir hans litu hvort á annað og brostu, er þau ihugsuðu til þess, hversu lág leigan væri eftir húsið Maðurinn opnaði hurðina og vék sér >svo til hliðat til þess að þau gætu gengið inn. Það var rétt eins og að hanft væri auðmjúkur umiboðsmaður einhvers ihúseiganda og væri að sýna þeim eitthvíð stórhýsi. Þau gengu inn í litla gestastofu, sem var srot- utlega búin með húsgögnum úr mahóní við og stól- arnir voru klæddr með hrosshárssetum. Bak við gestastofuna var lítil borðstofa og aftur af Ihenni ofurlitlar veggsvalir, sem lágu út að litlum garði bak við Ihúsið. Frú Brico hugsaði til stóru Iborðstofunnar eikarþiljuðu og háreistu, sem hún hafði vani'st við meðan hún var í hjónahandinu, og iborðsins, sem konunglegur landstjóri Massachusetts nýlendunnar og fleiri stóripenni höfðu borðað við. Svo var guði fyrirr að þakka, að hún hafði ekki þurft að selj’a það né Iheldur silfurborðbúnaðinn, r-em hafði staðið á iháa veggskápnum með úlfa og skjaldar- myndunum. Augu hennar fyltust af tárum. Henni ihafði ekki dottið í hug, að hún nokkurn tíma framar myndi eignast iheimili fyrir þessa hluti, né heldur fyrir hægindastól mannsins síns sálaða og nokkra aðra ættargripi, sem áttu að koma vestur yfir fjöllin. (Maðurinn sem var að sýna þeim húsið, var nógu nærgætinn til þess að segja fátt, en fylgdi þeim gegnum Iherbergin. Herbergin voru ekki m'örg. Hann nam staðar í eldhússdyrunum og lagði höndina á öxlina á Stephen. /■ “Hér megum við eMci fara inn,“ sagði hann. „Þetta heyrir þér til frú.” Þegar þau svo voru komin út og ibiðu eftir mann- inum, sem vildi sjálfur loka hurðinni, tóku þau eftir stúlku með rifið sjal á iherðunum, sem kom hlaup- andi eftir strætinu. Þegar ihún kom nær þeim, hafði hún ekki augun af stóra húsinu næst þeim; en alt í einu kom hún auga á manninn og rak upp fagnaðar. óp. Hún reif opið hliðið oð staðnæmdist fyrir framan hann. ,,Æ, herra BrinsmSade!" hrópaði hún, ^mamma mín er að deýja. Þú hefir gert svo mikið fyrir okkur. Gætir þú nú ekki komið og verið hjá henni ofurlicla stund? Hún heldur að íhún myndi deyja ánægð, ef hún fengi að sjá þig einu sinni enn.“ Rödd hennar kafnaði af grátekka. -Brinsmade tók í hönd stúlkunnar og snéri sér að frú Brice með sama hæglætinu og sömu kurteisinni sem fyr. “Viltu afsaka mig, frú min góð?“ sagði hann og tók ofan hattinn. Ekkjan gat engu >orði upp komið, en hún og sonur hennar horfðu á eftir Ihonum þar sem hann gekk niður strætið og leiddi stúlkuna þangað til þau hurfu. Svo gengu þau þegjandi heim. Var það ekki mögulegt, að það, hve lágt húsið var leigt? væri nokkur hluti af kæríeiksverkum Brinsmades? XI. KAPÍTULI. Boðsbréfið. EiLphalet Hopper klæædur í klæðisföt á sunnu- degi var eins óútásetjanliegur að ytri ásýndum og nokkur maður getur verið. Stephen sýndist andlit hans vera enn alvarlegra en það var vant að vera, þar sem hann stóð í dyrunum hjá ungfrú Crane og var að tína lóna af treyjuerminni sinni. Stephen ætlaði ekki að yrða á hann, en hann mundi eftir þvl sem dómarinn hafði sagt við móður hans og kinkaði Holli. Hversvegna ætti hann að vera að sýna nokk- urn þótta gagnvart þeasum manni, sem hafði komið allslaus, óþektur og meðmælalaus til St. Louis, og sem með stökustu iðni og ástundun hafði komist í ábyrgðarfulla stöðu í verslun Carvels og Co. ? Stephen sjálfur var ekki enn farinn að vinna fyrir mat sínum og átti alt undir velgerðarsemi Whipples dómara. “Hvernig gengur það, Brice?” spurði Hopper og leit á föt Stephens, sem voru þannig að erfitt er að lýsa þeim. iSkraddarinn hans ihefði víst undrast enn meir yfir þeim. “Ágætlega.“ „iGott er veðrið eftir rigninguna.” Stephen kinkaði kolli og Hopper gekk inn í hús- ið á eftir honum. “Er þér boðið í afmælisveislu ungfrú Virginíu Carvel?” spurði ihann. “Eg þekki ekki ungfrú Carvel,“ sagði Stephen, og honum flaug í hug, hvort Hopper myndi vera henni vel kunnugur sjálfur. Sannast að segja var ihonum ekkert um það gefið að heyra hann nefna nafn hennar svo kunnuglega. * “Það ætti ekki að gera neitt til,“ sagði Hopper og var ekki laust við að það væri óánægjuhreimur í rómnum. “Þau bjóða öllum, heim, eins og er sið,ur Sunnanmanna.“— Hopper hikaði dá'lítið — öllum sem koma með góð meðmæli. Eg var nærri búinn að gleyma því. Eg býst við að það sé dálítið öðru máli að gegna með þig. Eg var búinn að gleyma því að þú keyptir svertingjastúlkuna. Það er isagt að hún hafi verið mjög áfjáð með að ná í hana. Það var nú samf mátulegt handa henni, þótt Ihún fengi hana ekki. Mér þykir vænt um að hún fékk Ihana ekki, því það sýnir henni, að hún getur ekki haft alt 'eins og henni þóknast. Og heyrðu,” bætti hann við hlæjandi, „þú svei mér gaíst Colfax stráknuml ráðninguna. Hann fyrirgefur iþér það alderi fremur en hún. En,” bætti hann við hugsandi, ‘það var auðvitað alveg óskapleg vitleysa.” Stephen stilti skap sitt, þótt allir hljóti að við- urkenna, að hann hefði góða og gilda ástæðu til þess að reiðast. Hopper fanst víst, að hann hefði ipengið full langt. ,,Hún kærir sig ekkert um mig heldur,” sagði ihann. „Það ber vott um fremur litla dómgreind á hennar hlið.” “Það er víst, að hún er ekki hyggin,” sagði Hopper með áherslu. iStephen varð að hlusta á ennþá meira af þessu tægi við miðdagsverðariborðið. Hann afréð þá að gerast fréttaritari fyrir blöð til þess að afla sér fjár til að borga húsaleiguna. Það var afmælisveisla ung. frú Carvel, sem mest var talað um. “Það er sagt, að ofurstinn leggi mestu kynstur I kostnaðinn við þennan dansleik,“ sagði frú Abner Reed. ,,Það setur ihann víst ekki á höfuðið.” Hún leit á Eliphalet Hopper. “Eg geri nú ráð fyrir, að Ihann sé ekki í neinum vandræðum með peninga,’ sagði sá sómamaður. ,,Hann er góður maður og honum hefir farist vel við þig, Hopper.“ / “Já, svona og ,svona,“ sagði Hopper. Eg verð að segja, að eg hefi líka gert dálítið fýrir ofurstann. Eg hefi sparað honum hundrað sinnum kaupið mitt síðan eg sýndi Hood gamtla á hverju þeir tapa. Og núna þessa viku útvegaði eg honum þúsund dollara pöntun frá Wright og Co.“ ,'Eg er alveg viss um að þú lítur eftir útgjöld- unum,<‘ sagði ungfrú Crane ihálf háðslega en þó þannig að auðheyrt va'r, að hún dáðist að Hopper. ,,'Ef Carvel ofusrti verslaði í Nýja-Englandi, þá væri Ihann bominn á höfuðið fyrir löngu,’ sagði Hopper. ^ IClarence Colfax fær laglegan skilding, þegar hann giftist Virginíu Carvel,“ tók frú Abner Reed fram í. ,,Það er sagt, að móðir ihennar hafi skilið henni eftir nóg til að lifa af. Hvernig er með það, Hopper?“ Hopper varð Sbygginn á svip, eins og hann vissi meira en Ihann vildi segja. líánn svaraði ekki. “Og Colfax er heldur enginn fátæklingur,“ sagði ungfrú Carne. ,,Eg þyrði að veðja töluverðu um það, að hún giftist aldrei Colfax,“ sagði H'opper. ‘•‘Hvað ertu að segja?“ sagði frá Reed. “Það er þó ekki búið með það alt saman?“ ,,Nei,“ svaraði hann, „það er ekki búið með það. En eg geri ráð fyrir, að Ihún vilji ihann ekki, þegar á á að herða. Hún er of skynsöm til þess.“ iStephen var þungt í skapi þegar hann gekk upp stigann og hann þakkaði sínum sæla að Ihann Ihefði ekki lent inn í þessa þrætu. Hann var að Ibyrja að skilja Hopper að nokkru leyti. Hann grunaði að hann hefði fastráðið að komast yfir auð og að ná valdi því, sem auðnum fylgir, til þess að beita því gagnvart þeim, sem stæðu lægra í mannfélaginu en hann sjálfur. Og hann grunaði hann jafnvel um1 fleira þegar hann Ihugsaði nánar um hvað hann Ihefði sagt — ihann grunaði hann um að hann ætlaði sér að giftast Virginíu Carvel. iSagan mun leiða í ljós Ihvort grunur Steplhens var réttur eða rangur. Hann gekk sér til skemtunar þennan dag til staðar sem kallaður var Lindells lundur og sem með tímanum varð sögulegur staður. Þegar hann kom heim aftur, fékk móðir hans honum lítið, hvítt um. slag. ,,Það kom meðan þú var-st burtu,“ sagði hún. Hann snérii bréfinu við og horfði á nafn sitt„ sem var skrifað með kVenmanns hendi framan á umslagið. Hann horfði á bréfið og hugsaði. “Hver kom með það?” Hversvegna opnarðu það ekki, svo að þú getir séð það?“ spurði móðir hans brosandi. Hann fylgdi bendingu Ihennar. Okkur myndi nú á dögum þykja bréfið æði viðhafnarmikið og skrít- ið. í augumi Steplhens var það a'lt annað en skrítið. Hann tvílas það og svo gekk ihann loksins yfir að glugganum með bréfið í ihendinni. iSumar mæður hefðu orðið forvitnar; frú Brice varð það ekki, og í því sýndi hún, að hún var þeim flestum fremri í því að þekkja fólk. Stephen stóð þarna lengi og Ihorfði út í rökkrið, svo gekk hann að eldstæðinu og fór að rífa bréfið sundur í smásnepl^. Aðeins einu sinni hikaði hann og leit á nafn sitt á umslaginu. „Það er boðsbréf í veisluna hjá ungfrú Carvel,” sagði hann. Fimtudaginn í þessari viku voru þau mæðginin búin að flytja sig yfir í litla húsið íhans Brinismades og í huganum voru þau þakklát fyrir umskiftin. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvínnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJ6MANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.