Lögberg - 28.08.1924, Side 7

Lögberg - 28.08.1924, Side 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 28. AGÚST 1924. Bls. 7 <s / TANLAC STENST YFIR 3. ARA REYNSLU “Því meira sem eg iþekki Tanlac, |þess Ibetur fellur mér það,“ segir iMrs. Samuel Shelliey að 56 Wood St., Ont. Canaíia. “Eg fer undir eins að nota Tanlac, þegar mér líður eittíhvað illa og það ihefir &- vallt komið heilsu minni í ákjósan. legt horf, síðastliðin þrjú ár, thvað ,sem að hefir amað. Fyrir fjórum árum var tauga- kerfi mitt orðið það veiklað, að eg gat ekki lengur sint heimilisstörf- um mínum. Matarlystin var sama sem engin, og þar af leiðandi var eg orðin lítið annað en beinagrind. Höfuðverkjarköst fékk eg svo á- Þann 17. júní síðastl. fór eg með farþegalestinni frá Ashern áleiðis' til Winnipeg. Næsta dag var eg staddur í Winnipegborg og var því svo heppinn að njóta þeirrar skemt- unar, að vera viöstaddur 50 ára afmælisfagnað borgarinnar. Þar mátti margt sjá, sem sýndi mismuninn á einu og öðru verklegu nú á þessari öld, eða þegar eg kom fyrst til Winnipeg fyrir nær 46 ár- un síðan. En mesta athygli vakti hjá mér sýnishom af vikingaskipi Leifs hins hepna, og óskaði eg með sjálfum mér, að það yrði okkar ís- lenzku þjóð til sóma, sem og líka varð, sem almenningur veit, þar sem að víkingaskipið fékk fyrstu verðlaun sýningarinnar. Og sann- arlega á það fólk stórar þakkir skilið af þjóðflokki vorum, sem lagði alt það, sem því var mögulegt i sölurnar svo sýning víkingaskips Leifs hepna væri sem myndarleg- ust í alla staði. Eg var sannarlega hrifinn af allri sýningunni, en ekki sízt af víkingaskipinu. Varð mér því á að segja við enskumælandi mann, sem stóð skamt frá mér og var að láta-áiit sitt í ljós um sýn- inguna við þá, sem voru honum næstir, að eg vonaði, að eftir þejsa sýningu myndi almenningur af hér- lendum mönnum komast að raun um, að við íslendingar ættum ekki skylt í þjóðernislegu tilHti við Eskimóa, eins og eg varð var við á mínum fyrstu árum hér í landi að sumt af hérlendu fólki ímyndaði sér. Hinn 19. júní fékk eg mér far með C. P. R. lestinni til Glenboro. Mig ,hafði lengi langað til að kynn- ast hinni blómlegu bygð landa okk- ar í Argyle. Og mér gafst tæki- færið, þar eð eg var einn í tölu þeirra, sem áttu sæti á síðast af- stöðnu kirkjuþingi Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, sem haldið var í Argyle- bygð í síðastliðnum júnímánuði. Að kirkjuþinginu loknu, ferðað- ist eg á meðal skyldfólks míns í Argyle og naut sérstakrar alúðar og gestrisni á meðal þess, sem og á meðal annara landa minna, sem mér'voru kunnugir. Sumt af þeim hafði eg þekt til á íslandi, og þar á meðal Markús Jónsson frá Spá- kellsstöðum í Laxárdalshrepp í Dalasýslu. Markús er sonur Jóns bónda, sem bjó allan sinn búskap að eg hygg á Spákellsstöðum og var einn. af þessum sérstöku íslenzku búhöldum, sem ætíð hafði nóg að bíta og brenna. Móðurafi Mark- úsar var Magnús Jónsson skáld, sem orti Bemótusar rímur, er víða voru þektar um ísland i minu ung- dæmi. Magnús var skáld ,gott, Hann bjó á Laugum mest af sínum búskap, þar sem Bölli og Guðrún Ósvífursdóttir bjuggu. Laugar eru býli í Hvammssveit í Dalasýslu, skamt frá Hvammi, þar setn Auð- ur hin djúpúðga nam fyrst land, og er Auður heygð undir stórum steini eftir beiðni hennar, að sögn, þar sem þá mættist flóð og fjara, við mynnið á svo kallaðri Hvamms- á, sem fellur ofan Skeggjadal og heldur leiðar sinnar til sjávar skamt frá kirkjustaðnum Hvammi. En þegar eg fór af Islandi, vár! steinn þessi, sem Auður hin djúp- úðga er heygð undir ýað sögn) unt 100 faðma frá þurru'landi, og hef.- ir því sjórinn gjört þetta landbrot, og var það haft fyrir merki, að þeg- ar sá á svo á svokallaðan Auðunn- ar-stein, þá var hálf útfallinn sjór, ef stórstreymt var. Eg býst við, að það megi segja, að það séu útúrdúrar, sem menn kalla, að vera að lýsa afstöðu gam- alla sveita á íslandi, í samræmi við ferð mina til Argyle. En það vakt- ist upp fyrir mér gömul endur- minning frá æskustöðvum mínum á okkar kæru feði-afold, þegar eg mintist á Magnús skáld, setn bjó á Laugum. Eg dvaldi tvo daga á heimili Markúsar Jónssonar og konu hans, og er hún ættuð og uppalin í sömu sveit og Markús, komin frá góðu köf, að eg ihafði helst ekkert við- Iþol. Nú eru taugarar komnar í hið ókjósanlegasta horf. Eg hefi þyngst um 14 pund við að nota Tanlac, sef vært á hverri einustu nóttu og vakna endur- hrest á hverjum morgni, með hug. ann þrunginn af starfslöngun." Tanlac fæst hjá öllum ábyggi- legum lyfsölum. Varist eftirlíking. ar. Meira en fjörutíu miljón flösk- ur seldar. Tanlac Vegetable Pills við stýflu hafa einnig hlotið meðmæli þeirra, er ibúa til Tanlac. bændafólki, og er óefað merk kona. Veittu þau hjón mér ágætis beina og er sannarlega íslenzk gestrisni þeim eiginleg, og hafa þau góðu hjón ekki skilið hana eftir á fóst- urjörðu sinni. Er það sannarlega erfðafé íslendinga, sem þeir hafa geymt sem dýran fjársjóð og flutt með sér hér vestur yfir hafið. Þessir tveir dagar, sem eg dvaldi á heimili Markúsar og konu hans, voru mér sérstaklega skemtilfgir, eins og nærri má geta, þegar riiað- ur hefir gott næði að ræða um forna viðburði frá æskustöðvum manna. Markús Jónsson og kona hans eru sannir íslendingar. Þau fluttu vist til Winnipeg frá Islandi 1883; þar höfðu þau heimili í 15 ár, og vann Markús á verkstæði þar sem búnar voru. til undirsængur og tjöld, og er hann vel fær í þeirri iðn.* Eyrir 26 árum síðan fluttust þau hjón, Markús og kona hans, til Argyle- bygðar þar kyeptu þau land það, sem þau nú búa á, ásamt öðru landi sem hliðar við heimilisland þeirra og sem Markús hefir yrikt, og er það sannarlega blómlegur bústað- ur til útsýnis, þegar að maður lítur yfir skrúðgræna akra, sem um- kringja bústað þeirra, þegar nátt- úran er í öllum sínum sumarskrúða. Gott íveruhús eiga þau hjón, sem stendur á hárri hæð og liggur skóg- ur að húsabaki, sem skýlir húsum þeirra fyrir vetrarkuldum. Einnig eiga þau hjón þriðja landið, sem þau hafa keypt, sem liggur, að mig minnir, til suðurs frá heimili þeirra og er á því lítið stöðuvatn, sem blasir við augum manna og gjörir útsýnina svo mikið skemtilegri frá íbúðarhúsi þeirra. Markús er góð- ur búhöldur, og sýnir það bezt regluleg og góð ufhgengni utanhúss hjá honum, því -húsbóndinn gjörir garðinn frægan; og sama má segja um innanhúss stjórn hjá þeim góðu hjónum, því alt mun þar í röð og reglu. Nautgriparækt hefir Markús og sauðfé líka, og er land það, sem liggur til suðurs frá heimili hans, inngirt fyrir beitiland, og mun töluverður skógur á því. Þau hjón eiga þrjú börn, tvær stúlkur og einn son ; er sonur þeirra giftur maður og býr í grend við foreldra sína; önnur dóttir Mark- úsar og konu hans er gift íslenzk- um bónda, er býr í nágrenni við þau hjón, en hin dóttir þeirra er heima í foreldrahúsum, og er hún, eftir því sem mér virtist, móður sinni til mikillar hjálpar við innan- hússtörf. Tvær stúlkur hafa þau góðu hjón alið upp og eru þær tvi- burar; þær mistu móður sína, þeg- ar þær voru kornungar, og getur hver maður séð, sem kynnist á heimili Markúsar og konu hans, að þær hafa verið aldar upp ásamt þeirra eigin börnum í guðsótta og góðum siðurn. — Árni Jónsson, faðir þessara stúlkna, sem Markús hefir alið upp, hefir landeign í grend við haml. Eg var vel kunn- ugur ættfólki hans á íslandi, og er hann kominn frá góðu bændafólki, sem var fremst í röð merkra bænda í minni gömlu sveit, og fyrir þenn- an stutta tíma, sem eg kyntist hon- um á heimili Markúsar, kom hann mér^svo fyrir sjónir, að hann væri prúðmenni í allri sinni framkomu, Svo þakka eg Markúsi Jónssyni og hans heiðruðu konu innilega fyrir þeirra alúðar gestrisni, sem þau veittu mér, á meðan eg dvaldi á heimili þeirra, og óska þeim til allrar hamingju og blessunar, á- samt öllum þeirra nákomnum á þeirra ófarinni æfibraut. Eg var málkunnugur herra Her- nit Christophersyni frá þeim tíma, sem við kyntumst á 'kirkjuþingi í Winnipeg. Hann bauð mér heim til sin og þáði eg feginsamlega hans góða heimboð. Hernit er, sem aðrir íslendingar, sérstaklega gest- risinn og hefir ætíð eitthvað á,tak- teinum til umræðu. Eg dvaldi á heimili hans nær tveimur dagstund- ! um og reyndi herra Christoplíerson og hans heiðraða kona að gjöra mér þann tíma sem ánægjulegastan. j Bústaður Hernits Christo^hersoriar j er §em annars staðar i Argylebygð sérstaklega skemtilegur. Blómleg- ir akrar blöstu þar á móti manni alls staðar út frá heimili Christoph- erssonar og er íbúðarhús þeirra góðu hjóna mjög snoturt á allan hátt. Eitt af því, sem mér þótti prýða heimili þeirra hjóna er all- stórt skógarbelti, sem liggur í grend við bústað þeirra. Þar hefir Chris- tophersson afgirt beitiland fyrir búpening sinn, og á hann luglegan hóp af sérstakléga góðu sauðfé, og búpening hygg eg hann hafi til góðra muna. Synir þeirra góðu hjóna stunda óefað heimili for- eldra sinna mæta vel, eftir öllu út- liti að dæma utanhúss. Dóttir þeirra hjóna, sem heima var, ung að aldri, var sérstaklega blátt á- fram og mun hún hafa notið góðs uppeldis og ekki sizt hjá móður sinni, sem er myndarkona í allri sinni framkomu, og er heimili þeirra góðu hjóná með sérstökum íslenz'k- um þjóðernisblæ, sem sýnir, að þau heiðruðu hjón láta §ér mjög ant um þjóðerni vort'og tungu. — Svo þakka eg herra Hernit Christopher- syni og hans heiðruðu konu hjart- anlega fyrir alla þeirra góðvild, mér auðsýnda, og óska þeim og öllum þeirra nákomnum til allrar lukku og blessunar. Þann típra, er kirkjuþingið stóð yfir í Argyle, var eg gestur herra Eldjárns Johnson, sem er búsettur í Glenboro. Heimili hans er hið myndarlegasta í alla staði, og er í- búðarhús hans sérstakt í sinni röð og sæmdi sér vel þótt það væri á meðal stórhýsa í hverri borg sem vera skal í þessu landi. Húsið er bygt af því efni, sem ekki tíðkast nema við byggingu á sérstaklega vönduðum húsum. Eldjárn John- son er tvígiftur og býr því nú með seinni konu sinni. Er það sann- arlega dugnaðarkona og myndarleg í framkomu sinni. Hún er ekki búin að vera í þessu landi nema nokkur ár, og er hún lærð hjúkr- unarkóna frá íslandi, og var það allstórt lán fyrir herra Johnson að kynnast sfikri konu, og ekki sízt vegna fyrri konu barna hans, sem mörg munu hafa verið mjög ung að aldri, þá móðir þeirra lézt. Og mun hin heiðraða kona Eldjáms Johnsons ganga stjúpbörnum sín- um í móður stað, og sannast því á mér sem rita þetta, hið fornkveðní': “Það er glögt gestsaugað.’’ Eldjárn Johnson er einn af þeim Islendingum, sem komist hefir á- fram, sem menn svo kalla í fjár- munalegu tilliti fyrir dugnað og út- sjón, og hefir hann á hendi marg- víslegan starfa í Glenboro fyrir ut- an töluverða jarðrækt á löndum hans, sem liggja í grend við heimili hans. Þann tíma, sem eg dvaldi á heimili herra Eldjrns Johnson og hans heiðruðu konu, naut eg hinn- ar alkunnu íslenzku gestrisni í ríkum mæli. Og þakka eg þeim góðu hjónum innilega fyrir alla meðferðina á mér, og óska þeim á- samt öllum þeirra alls hins bezta í bráð og lengd. Á meðan að kirkjuþingið stóð yfir í Argyle, kyntist eg mörgu góðu fólki þar, sem ekki lét sitt eftir liggja að gjöra kirkjuþings- fólkinu alt til geðs. Og vil eg þá fyrst og fremst minnast á kvenfé- lags konur íslendinga i Argyle, sem veittu okkur mat og drykk, þar sem að kirkjuþingið stóð yfir, af hinni alþektu íslenzku gtstrisni pg mynd- arskap, sem fylgdi veizlum þeim, sem við sátum áð undir merkjum ungra^ meyja og kvenfélags kona Argyle-bygðar. Þakka eg því mjög innilega hinum íslenzku kvenfé- lagskonum Argylebygðar fyrir all- ar' þeirra rausnarlegu veitingar og veizluhöld, er þær veittu mér af sinni alúðarfullu íslenzku gestrisni, og óska eg að félagsskapur þeirra’ blómgist og - blessist um ókominn tíma undir merkjum hins ev. Iút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi. Guð blessi og styðji starf ykkar, háttvirtu íslenzku kvenfé- lagskonur Argylebygðar. Ejnnig er eg þakklátur öllum þeim, sem sýndu mér á einn eður annan hátt velvild á meðan að kirkjuþingið var haldið. í Argyle. Eg vil með nokkrum orðum minnast á Glenboro bæinn. Það er mjög snotur bær, með sérstak- lega reglulegum sfrætum, sem öll eru mölborin og breið. Ræktaðar raðir af trjám eru víðast fram með strætum bæjarins, og er j)að stór prýði fyrir bæ Glenborobúa. Þar að auki er það ágætt skýli fyrir bæinn á vetrum, þar sem að Glen- boro'bær er umkringdur af sléttu- landi, seni alt er skóglaust nema það sem mannshöndin hefir rækt- að. Skrúðgrænir akrar liggja á alla vegu út frá bænum, þegar nátt- úran er í sínum veglega sumar- skrúða, og víst þótti mér fagurt að líta yfir þann part Argyle- bygðar, sem annars staðar þar sem að leið mín lá yfir hina blómlegu Argylesveit. Því miður hafði eg ekki eins gott tækifæri að veita athygli Baldur sem Glenboro, en óefað er það mjög snotur bær, og töluvert er þar af Ferðapistlar ræktuðum skógi, sem ætíð prýðir útsýn. Eftir því sem eg haföi tækifæri að kynnast í Glenboro munu Islend- ingar þar hafa alls konar starfa á hendi, svo sem verzlun í einum og öðrum stíl, og eru þar mjög við- kunnanlegar byggingar, og þar á meðal er kirkja Glenboro safnaðar, sem er í alla staði mjög skemtilegt •hús. Eg gat þess hér að framan, að eg hefði heimsótt skyldfólk mitt í Ar- gyle. Þessi ættmenni mín eru börn Stefáns Guðmundssonar, sem dá- inn er fyrir nokkrum árum síðan og bjó um eitt ára skeið í grend við Baldur. Hann var Breiðfirðingur sem eg að ætt og uppruna, og til leiðbeiningar þeim, sem eru ættaðir úr því bygðarlagi á íslandi og sem langa myndi til að vita meiri deili á Stefáni sál. og lesa þetta, skal þess getið, að hann var alinn upp í Rauðseyjum á Breiðafirði hjá Sturlaugi Einarssyni, langafa i móðurætt Dr. B. J. Brandsonar i Winnipeg. Börn hans eru öll bú- sett í Argylebygð, að undantekinni elztu dóttur Stefáns, sem nú er ekkja og býr í grend við Belmont, Man., og yngsta dóttir hans, sem nú er til heimilis í St. Boniface sjúkrahúsinu og er að læra hjúkr- unarkonu störf. — Þórdís heitir elzta dóttir Stefns og býr i grend við Belmont fsem áður er sagt) með fjórum börnum sínum, öllum mjög. ungum. Hún er tvígift og voru báðir menn hennar ensku- mælandi. Eg heimsótti hana, og ó- efað er hún dugnaðarkona, sýnir það með því hvað vel hún kemst af, og lýsti það sérstákri framtaks- semi og atorku, hvað heimili henn- ar kom mér vel fyrir sjónir, og ber það með sér, að hún er af íslenzku bergi brotin, því hún mun þraut- seig, sem flestir bændur vorir hafa sýnt sig sem frumbýlingar hér vest-' an hafs. Næst Þórdísi að aldri er Þuríð- ur Anna, gift Kára Johnson er býr í grend við Baldur. Faðir Kára var Jóhann Jónsson, sem var lengi búsettur i Argylebygð, en er nú dáinn, og mun hann hafa verið einn af eldri bændum Argyle bygð- ar. Kári Johnson og frændkona mín eiga þrjá syni, unga mjög og efnilega. Heimili Kára er sem annarstaðar í Argyle, mjög svo skemtilegt utan húss og innan. Ak- urlendi er þar fagurt, þegar það er i blóma sínum af náttúrunnar hendi, alsett einum og öðrum korn- tegundum. Kári er mjög viðkunn- enlegur maður, og er hann prúð- menni hversdagslega, og likaði mér hverjum deginum betur heimilis- háttur Kára Johnson og frænd- konu minnar. Þá er næst að aldri af börnum Stefáns sák Valgerður Maria. Er hún gift Stígi Sigurðssyni og búa þau í grend við Baldur. Faðir Stígs er Sigurður Antónusson, og búa þeir feðgar saman. Sigurð fiygg eg vera e>nn af eldri bændurn Argylesveitar. Er Sigurður vel ern enn og er þó við aldur hniginn, og hafði eg mikla skemtun af sam- ræðum okkar Sigurðar. Þeir feðg- ar búa nú á heimilisréttarlandi hans og er þar fagurt vjjnhorfs ut- anhúss, á hárri hæð ’öldumyndaðri og mun þar hafa verið fyrmeir töluvert af eikarskógi. Akrar liggja út frá býli þeirra feðga og er það sama sagan um þá náttúru- prýði sem annars staðar í Argyle. Stígur og frændkona mín eiga fjóra drengi, alla barnunga og efni- lega. Þann tíma, sem eg dvaldi á heimili þeirra feðga og frændkonu minnar, var mér alt gjört til góðs^, svo að dvöl mín þar yrði mér sem skemtilegust. Þá er Sturlaugur, sonur Stefáns sál. næstur að aldri við konu Stígs, að mig minnir. Hann er einnig bú- séttur í grend við Baldur, giftur enskumælandi konu, og eiga þau þrjá drengi, mjög unga og efni- lega. Sturlaugur hefir keypt land- eign þá, sem hann býr á, og man eg ekki fyrir víst hversu mikið land hann hefir að ekrutali. Sturlaugur er óefað duglegur bóndi og ræktar land sitt vel. Heimili hans er um- kringt blómlegum ökrum um sum- artimann, og er það sama fegurðin sem annars staðar í þeirri bygð. Eg sá viða háa hóla í Argyle- sveit, en óvíða eða hvergi eins háa sem hól þann, er diggur í grend við býli Sturlaugs fraenda mins, og hygg eg að hann mmii vera frá 20 til 30 feta hár frá sléttlendi, og var sannarlega víðsýnt af honum, og ekki sízt, ef maður hefði haft þar með sér sjónauka. — Eg naut al- úðar gestrisni á heimili Sturlaus. Snæbjörn er næstur að aldri við Sturlaug ,að mig minnir, af börnum Stefáns sál. Guðmundssonar. Er hann kvæntur islenzkri konu og eiga þau þrjú. börn, tvo drengi og eina stúlku, öll ung og efnileg eftir aldri.. Snæbjörn býr í grend við Kára tengdabróður sinn. Land Það sem hann býr á, hygg eg að sé ekki eins gott til akuryrkju og sumt af bezta landi i Argyle-sveit, enda mun hann ekki hafa haft jafn gott lán, með uppskeru slna og sumir aðrir, sem hepnastir hafa verið. Snæbjörn hefir keypt landeign þá, sem hann býr á, og hefir það verið fyrir hon- um sem öðrum fleirum undanfar- andi ár, erfiður baggi að lyfta, þar sem hefir komið til afborgunar á landeign þeirri, sem þau hjón búa á. Snæbjörn frændi minn er mjög vel liðinn maður að allra sögn, sem eg heyrði geta hans, og féll mér hverri stundinni betur, sem eg dvaldi á heimili hans og haris heiðr- uðu konu. — Að endingu óska eg frændfólki mínu í Argyle til lukku og blessunar nú og á öllum ókomn- um tíma og þakka því öllu fyrir alla þá velvild, sem það veitti mér þann tíma, sem eg dvaldi á heim- ilum þeirra. Eg býst við að þetta, sem eg hefi ritað hér að framan, muni máske ekki álítast til mikils fróðleiks eða skemtunar fyrir almenning, enda mun eg ekki vera einn af fáum eða fjöldanum í þessum heimi, sem breyti svo að öllum líki. Mér nægir, ef eg breyti svo í orði og á borði, að sumum líki breytni mín. Það sem yakti fyrir mér að rita þessa ferðapistla—sem eg kalla—, var til að íáta í ljós þakklæti mitt til fólks, sem sýndi mér sérstaka alúð á ferð minni í Argyle bygð. — Svo óska eg öllum löndum mínum í Argylebygð alls hins bezta, og óska að mér auðnist, þó gamall sé, að líta augum einu sinni enn hina blómlegu bygð landa minna í Ar- gyle-sveit. Dolly Bay, Man.f 14. ág. 1924. Olafur Thorlacius. Það kostaði yfir 500 dali að fá hárið. ,Eg var hartleikinn af verkjum í baki“ Mr. Alfrcd McNeill, Chapel Rock, Alta, skrifar: “Veturinn 1920-1921 þjáðist eg af sárum bakverk og gat við illan leik sint mínum daglegu störfum. Þvagið komst í þá ó- reglu, að eg varð iðulega að fara á fætur oft á nóttu. Eg reyndi árangurslaust fjölda meðala, þar til eg að lokum fór að nota Dr. Chase’s Kidney-Liver Pill* og þær læknuðu mig, áður en eg- var búinn úr fyrstu öskjunni. Mér hefir aldrei liðið betur á æfi mirini, en nú, og er eg þó á ___________ 67. árinu, get unnið frá morgni til kvelds, án þess að finria til þreytu. Dr. Case’s Kidney-Liver Pills 35 cents askjan af 35 plllunt, Edmanson, Bates & Co., litd., Toronto. Leyfið mér, Jón ritstjóri, að segja örfá orð viðeigjmdi til verð- ugs lofs hinum hárskeltu konum. Það þótti hreinustu undrum sæta árið 1914, þegar Irine Castle kom fram á sjónarsviðið með afskelta hárið, og sem almenningur þá kall- aði hið argasta skripi, ekki síður konur en menn, og kölluðu það herjans apaspil eitt, og ekki neinni siðsámri kojnu viðeigandi að vera þannig. En nú, eftir 10 ár, er búið að hárskera 45 af hundraði af öll- um konum í Ameríku, og þyki hefð mikil; og meira að segja, ef þessi afkáralegi siður heldur áfram næstu tvo mánuði, þá verður búið að hárskella 75 af hundraði af öll- um konum í Ameríku. Og hverjar verða svo afleiðingarnar aðrar með tímanum en að þær verði sköllótt- ar, eins og Jón ritstj. og fleiri rit- höfundar segja. Það væri, held eg, vel við eig- andi, að kennimenn kirkjunnar tækju duglega í strenginn, líkt eins og þeir gerðu í Róm ekki alls fyrir löngu, að auglýsa uppi yfir öllum kirkjudyrum, að hárskelt kven- fólk fengi ekki inngöngu. Á líkan hátt fóru prestarnir að i Milan. Þeir auglýstu uppi yfir öllum kirkjudyrum viðvíkjandi stuttpils- unum þar nú fyrir skemstu, að konum væri bannað að ganga til helgra tíða í þessum pilsdintum sem viðgengjust, og átti slíkt að varða frávikningu úr söfnuðinum. Auðvitað eru farin að opnast augun á kennimönnum víðsvegar, og betur hugsandi fólki, viðvíkjandi þessari og annari viðurstygð á ýmsan hátt. Það sér, að taka þarf til áhrifamikils átaks til að útrýma þessari afskræmis-sýki, sem á ýms- an rnáta flæðir yfir hugsunarhátt lýðsins likt og stórsjór eða bloss- andi skógareldur, sem ekkert fær stöðvað, nema ef vera skyldi eitt- ihvað frá helgidóms stöðunum. Segjum að prestarnir í Ameríku tæki sig saman um að vinna í líka átt, eins og eg hefi drepið á, og sjá svo hvort yrði metið meira, þessi afskræmis-tízka, hárskurður-1 inn, eða helgidómshúfeið. Og ef svo ólíklega kynni að ske, að tízkan yrði hlutdrýgri en helgidómsat- höfnin, þá liggur mér við að segja, í kirkjunnar orða stað, það sem Höskuldur sagði, þá þeir voru fimm búnir að særa liann: “Guð hjálpi mér, en fyrirgefi yður!” Hárfegurð konunnar .hefir frá byrjun veraldarsögunnar verið feg- urðarkóróna hennar, svo hún hefir líkst sannri gyðju, og þar af leið- andi dáleitt svo margan horskan hefðarmann, að hann hefir á kné kropið fyrir þeim friðleik, sem það hefir haft i för með sér, með öðr- um*kvenlegum kostum og prúðri framkomu og meira að segja, að margar 'konur, sem ekki hefir hlotnast tað fá gnægð af fallegu hári, hafa lagt alt mögulegt í söl- urnar til að fá mikið ,hár sér til fegurðarauka. En nú er öldin önnur. Bara að skella það í burtu, og mála það. jafnhliða augnabrúnum og vörum, og missa það svo í þokkabót og verða sköllóttar. Svo segir Mad- ama Laura Brown í New York, sem misti hárið í fyrra og kostaði $500 til að fáa það aftur. Orð hennar voru eitthvð í þessa átt; Að einn góðan veðurdag hafi hún sem oft- j ar litið í spegil, þá hafi hún tekið eftir því, að hárið væri farið að ronta af sér, og varð hún einkar gröm i skapi yfir ;fer hún þá auð- vitað hið 'bráðasta til hársérfræð- ings þess, er oftast hafði meðhöndl- að þessa hárhjúkrun hennar, og heimtar af honum skaðbætur. En •hann segir vitanlega, að slíkt sé ekki sér að kenna. En Madama Brown höfðar skaðabótamái á hendur honum og krefst $25,000 endurbótafjár fyrir að hann hafi eyðilagt hár hennar. En hármak- ari þessi gat varið sig með því, að hún hefði farið til fleiri hársér- fræðinga, svo konan tapaði málinu. Madama Brown bar sig þvi bág- indalega yfir öllum þessum leiks- lokum, bæði að tapa málsókninni og hárinu, og síðan standa sköllótt eftir í þokkbót, nú að endingu, sem var með öllu óbærileg kvöl og sál- arangist fyrir hana að líða. Loks tókst henni þó að fá lækni til að bæta úr þessu böli með þvi að láta hárið vaxa aftur, bæði riieð meðöl- um og rafmagnsáhöldum, svo nú er hún eftir heils árs stríð að fá þolanlegan karttbkoll og ætlar að láta hann halda áfram að vaxa eft- ir því sem hún á kost á. Hún seg- ir meðal annars, að þetta síðast- liðna ár sé það lengsta og þjáninga mesta, sem hún hafi lifað, með alla þá erfiðleika, sem það hafi í för með sér að græða hárið aftur, og þess utan, að þurfa að vera að basla við falska hárið—og aldrei hafi þessir rúmir $500 komið sér betur, en einmitt til að ná hárinu aftur, því samvizkubitið sé óbærilegt, og að vita til fullnustu, að þetta sé manni sjálfum að kenna, bara til að þóknast tízkunni. Jón ritstjóri læzt ekki vita neitt hvaðan þessi hárskurðar alda sé runnin. Ætli það geti ekki skeð, að hún eigi upptök sín i drykkju- krám hinna óðæri kvenna? Og ef svo, þá er eigi leiðum að líkjast! Sárgrætileg hörmung fyrir vel- vönduð íslenzk fljóð, að apa slíkt eftir eftirkomandi kynslóð til fyr- irmyndar. B. Rafnkelsson. ------------- þá er staðið ihafa heilbrigðum þjóðariþroska fyrir Iþrifum, en inn. leiða í þess stað nýja stefnu í toll- málum, sem byggist aðeins á jöfn. uði og mannréttindum. Vér ölum engan kala í brjósti til lögmætra iðnstofnana, þótt auðugar kunn! að vera, séu þær starfræktar á eðlilegum grundvelli. En því höld. um vér jáfnframt fast fram, að niðurjöfnun og innlheimta skatta, sé almenningsmjál, en ekki mál forréttinda flokksins sérstaklega, eða þeirra fáu útvöldu. Vér helt- um því ennfremur, að einokun á kostnað 'hinna fátæk^u stétta T hvaða mynd sem er^ skuli .hvergi finna griðland, ef vér fáum nokkru ráðið.’’ iStefnuskráratriði þetta er svo skýrt, að ekki verður á vflst. Það er sama atriðið sem leiddi til toll. lækkunarfrumvarps þess, sem kent er við JJnderwood." Litlum vafa er það bundið, að allstór meirilhluti hinnar cana- disku þjóðar myndi telja æskilegt, að samskonar stefna í tollmálun- um gæti orðið ofan á ihér. Það er í rauninni sama stefna og Laur. ier og frjálslyndi flokkurinn hefir altaf harist fyrir, stefnan, seiþ fyr eða síðar hlýtur að hafa í för með sér ggnskiftasamriinga milli Bandaríkjanna og Canada. Tollsamningar ( milli þessara tveggja nágrannaþjóða á grund- velli þeim, sem hér um ræðir, hlyti að verða báður þjóðum til ómetanlegra hagsmuna, þó . ekki síður Canada, eða canadiskum bændum sem komið gætu afgangl framleiðslu sinnar á markað í tit- tölulega fárra mílna fjarlægð, í stað þess að þurfa að leita marg- aðs fyrir vörur sínar til fjarlægra landa oig greiða ef til vill helming andvirðisins í flutningsgjald. Með tilliti til þessa máls, þó ekki væri vegna annars er ekki nema eðlillegt að canadiska þjóðin fylgi næstu forsetakosningum syðra með fullri athygli og eftirtekt. Demokratar ákveðnir í lœkkun verndartolla. Innbyrðisdeilur meðal stjórn. máliaflokka Bandarikjannaí eru vitanlega sérmál þeirrar þjóðar og koma þar af leiðandi Canadaibúum^ beinlínis ekkert við. En þegar á ferðinni eru beinar breytingatil. lögur í tollm., sem hljóta að hafa áhrif á viðsk.líf vort horfir málið nokkuð öðruvísi við. Afskifti Demokrataflokksins af tollmálunum, hljóta að yekja at- hygli allra (hugsandi Canada- manna, með því að þar er í raun- inni um sameiginlegan málstað að ræða. Hið nýja forsetaefni Demo. krata, Jolhn W. Davis, hefir lýst því yfir í ræðu, að flokkur sinn sé staðráðinn í að foerjast fyrir lækk- un verndartollanna, og í sumum tilfellum,( algerðu afnámi. Hann kemst meðal annars svo að orði: “Vafalaust eru það bændur Bandaríkjanna, sem sárar finna til þess, hvar skórinn kreppir að; sökum ranglátra skatta, en nokikur önnur stétt þjóðfélagsins.. Stétt, sem kaupa verður allar nauðsynj- ar sínar á tollvernduðum markaði, en selja afurðir á opnum .Þeir hafa verið neyddir til að auka á auðlegðj hinna auðugu, sjálfum sér til ómetanlegs tjóns. Reynsla liðinna ára, hefir ótvírætt leitt í ljós að allar þær mðrgu tilraunir, er til þess ihafa verið gerðar, að gylla fyrir bændum, ágæti toll- verndunarinnar hafa ekki verið annað en helbert yfirskin, eða pólitískt falls. Bændum er það full ljóst, að efnaleg velgengni þeirra er undir góðum markaðsskilyrðum komin, hvort iheldur er ihelma eða erlendis, og að verndartollar i& þar engu áorkað í áttina til góðs. Sú er skoðun vor, að engin þjóð ^ sé í sannleika frjáls, sem á við rangláta skattalöggjöf að búa. Það er því eindreginn ásetningur vor, að forjóta til grunna tollmúra Grænland. Mánudaginn 7. júlí hefir veriö birtur konungs úrskuröur um, að dönskum og íslenzkum skipum sé leyfilegt að sigla á austurströnd Grænlands og um landhelgina þar milli Lindovsfjarðar og Nordöst- rundingen að fráskilinni Angmag- salik og nágrenni. Farmönnum er gefið leyfi til að ganga á land, hafa vetursetu, stunda dýraveiðar og fiska á nefndum slóðum austur- strandarinnar, ef gætilega er að því farið. Danskir og íslenzkir rikis- borgarar og félög mega taka sér land til notkunar. Byggja má stöðvar til veðurfrétta, ritsíma oð talsima og enn fremur vísindalegar stöðvar og mannúðarverka. Þeg- ar samningurinn við Noreg gengur í gildi ná sömu réttindi enn fremur til norskra ríkisborgara og enn fremur til þegna þeirra ríkja ann- ara, sem danska stjómin gerir samninga um þetta við.—Isl. %

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.