Lögberg - 04.09.1924, Síða 2
*ls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. SEPTEiMJBER. 1924.
Trsyiti mjög á þetta áraxtalyf.
MRS.
LAURA
ALFORD
Þúsundir fólks hafa gersamlega
læknast viö að nota ávaxtalyfiö
fræga, “Fruit-a-tives”, og mæla
meö því viÖ hvern sem er.
Mrs. Laura Alford, aö 28 Flor-
ele Street, Ottawa, segir: “Ár-
um saman þjáÖist eg af stýflu og
Dyspepsia. Hafði reynt fjölda af
meöölum árangurslaust. AÖ lok-
um tók eg að nota “Fruit-a-tives”.
Nú hefi eg notað “Fruit-atfves”
ööru hvoru í sjö ár og er aröin al-
heil. Kenni ekki framar stýflu né
nokkurrar annarar magaveiki. —
Maður minn og börn nota einnig
“Fruit-a-tives.”
“Fruit-a-tives eru unnar úr
jurtasafa.
25c °S 5°° askjan, hjá öllum
lyfsölum eöa Fruit-a-tives, Lim-
ited, Ottawa.
Minni Nýja-Islands,
Eftir Bjarna Marteinsson.
Haldið að Hnausum, Manitoba, 2.
ágúst 1924.
Herra forseti!
Nýja ísland. Þaö er efniö, sem
hin háttvirta nefnd, er stendur fyr-
ir þessti hátíðarhaldi, hefir falið
mér til meðferðar hér í dag. Eins
vel og eg man, hefir þetta verið
umhugsunarefni við öll þjóðhá-
tíöarsamkvæmi, er haldin hafa ver-
við í Nýja Islandi. Þess minst í
Ijóöi eða ræöu eða hvorttveggju
þann dag, samhliða og ættjaröar-
innar, móðurinnar og nöfnunnar
var minst. Þaö gæti því verið
freisting fyrir einhverja aö hugsa,
aö þetta efni væri tæmt, alt, sem
unt væri að segja um N. Isl., væri
búið að segja. En það er ekki svo.
I stað þess að tala eingöngu um
Nýja ísland, ætla eg í dag mejra
að láta N. ísl. tala til vor. Eg ætla
aö draga fram i örfáum dráttum
nokkuö, sem nafnið sjálft getur og
á að mmna oss öll á.
Það er víst mjög mikiö sann-
mæli, að ætíð sé eitthvað i hverju
nafni. I einu nafni getur oft veriö
heill heimur hugsana. Löng keöja
söguríkra viðburða verið við það
tengd, viðburða, sem ýmist hafa
haft heillaríkar afleiðingar fyrir
heilar þjóðir, eöa þá í smærri stíl,
bygðarlög og mannflokka, eöa þá
hið gagnstæöa.
Þegar eg fór að hugleiða þetta
nafn, sem nú er umtalsefnið, verö-
ur strax fyrir mér lýsingar-partur
nafnsins, orðið “Nýja”. Það bend-
ir oss út yfir hauður og haf, til
annars lands, miklu eldra, sem hið
nýja er heitið eftir. Það bendir
oss á eyjuna “hvítfölduöu út viö
íshaf “í svalköldum sævi”; hólm-
ann gamla, “þar sem að vöggur vor-
ar áður stóöu, og vinarorðið fyrst
á tungu lá” — ísland, ættjörð vora.
Hinir íslenzku frumherjar, sem
fyrstir hvítra manna tóku sér ból-
festu á bökkum þessa Winnipeg-
vants, fluttu nafnið meö sér, skráöu
það á merki sitt og drógu að hún,
strax og þeir stigu hér á land. Þar
skyldi það blakta fyrir allra aug-
um, jafnt i stormum sem blíðviðri
minnandi landnemann sjálfan
sitt eigið föðurland og afkomend
ur hans og aðra, eins langt fram
hinn ókomna tíma og nafniö lifði
á hinn þjóðernislega upprurúa
frumbyggjanna. Og þá var sú
von sterk og er vafalaust enn, að
nafnið Nýjg lsland lifði jafn-lengi
og nafnið ísland.
Þetta er þá hiö fyrsta, er nafn-
iö Nýja ísland minnir oss á. Það
minnir oss á ættjörðina.
Oft hefir þess verið minst, að
islenzku landnemarnir hafi komið
frá ættjörðinni allslausir. Þegar
litið er að eins á þá hliö málsins,
að hinn almáttugi dollar—afl þeirra
hluta, er gjöra skal—var af mjög
skornum skamti, þá er víst ekki
ofsagt að segja, bláfátækir. Land-
neminn kom ekki aö eins peninga-
laus. Hann kom hingað einnig
I I W M| Hvt aP hjast af
U I I L synlegur. f>vT T5r.
» - «■ blæöandi ogr bölg-
I I BM inm g-ylllniæS?
UppskurSur ónatiB-
Cha»» s Ointment hjálpar þér strax.
tO cent hylkiS hjá lyfsölum eSa frá
Bdmaneon, Bates & Co., Ijmited,
Toronto. Reynsluskerfur sendur 6-
kev~ls, ef nafn pessa blaBs er tiltek
oent frimerk'-----------*
þekkingarlaus. Eitt góðskáld Is-
lands, fyrir löngu undir grænni
torfu, sagði einu sinni í ljóöi, er
eftir hann liggur, meðal annars
þetta:
Þú kant þegi’ aö spinna
þráð né hör á rokk
og ekki’ að semja sokk
og ekkert verk að vinna.
Eg held að þetta sé ekki mjög
fjarri að eiga hér viö í líkingar-
máli, bæði að því leyti sem hið
raunverulega var, en einnig aö þvi
leyti, sem á oss var litið af hinum
enskumælandi vinum, sem vér
hugðumst að taka oss bólfestu hjá.
Landneminn var framandi í tungu-
máli, háttum og venjum hins ráö-
andi þjóðflokks, atvinnuvegir lands
þessa honum algjörlega ókunnir,
jarörækt og akuryrkja nýtt. Svo
að á þessuin svæðum má vel segja
að vér sigldum aö landi á segla-
!ausu fari.
Þó komum vér ekki allslausir.
Vér komum með staf í höndum.
En stafur sá var allur sá andlegi
auður, sem vér fluttum með oss
og í oss.
Hún móðir vor fyrir handan
hafiö, Fjallkonan, átti og á forna,
fræga, auðuga, göfuga tungu.
Einhver rödd var talandi í brjósti
landnámsmannsins strax og hann
var hingað kominn, já fyr, óðar en
hann var kominn úr ausýn fjall-
anna snævi krýndu. Hver getur
kallaö þessa rödd það, er honum
er geöfeldast. Rödd ættjarðarástar-
innar. Rödd samvizkunnar, eða
þá rödd móðurinnar. En hvað svo
sem sú rödd skal nefnast, þá talaöi
hún hátt og snjalt og skorinort
eitthvað á þessa leið: Gleymið
ekki tungunni fögru.
Hún móðir okkar átti fornar og
nýjar bókmentir, sem margir hinir
mestu andans og mentamenn stór-
þjóða heimsins sækjast eftir að
þekkja, rannsaka og ausa andlegri
auðlegö úr, sér til uppbyggingar og
nautnar. Röddin sagði: lesiö, út-
breiöið og leggið rækt við.
Móðirin átti meira en þúsund
ára viðburðaríka sögu. Og röddin
talaði viö ‘börn Fjallkonunnar:
Lítið yfir þá sögu og reynið að
hagnýta ykkur mína reynslu i bar-
áttunni í hinum vestræna nýja
heimi.
Hún móðir arfleiddi oss einnig
að ýmsum fögrum lyndiseinkunn-j
um og dygðum, sem voru hennar
eigin. Meöal þeirra er islenzkt
drenglyndi, íslenzk sannsögli,
“æðsti aðall íslenzkrar sálar” eins
og eitt góöskáldið okkar kemst svo
fallega að orði. Móöirin sagði:
Þessu megið þið, börnin min, ekki
týna.
Og síðast, en ekki sízt, höfðum
vér með oss, í brjóstvasanum,
Kverið okkar. Marga góða lexíu
úr því lærðu íslenzk börn við kné
móður sinnar á kvöldin áöur en
gengiö var til hvílu, og hennar
minst að morgni endurnærð af
svefni næturinnar. Og röddin tal-
aöi hér hátt og skýrt: Innihaldi
þess megið þið um fram alt ekki
glata, það er hinn sterki partur
stafsins. I innihaldi þess er frjó-
inagn og kraftur til lífs alls þess,
sem bezt er og göfugast í ykkar ís-
lenzka eðli, ykkar íslenzku sál.
Þetta er þá annað, sem nafnið
Nýja ísland minnir oss alla á. Fá-
tæk, en auðug mitt í fátæktinni.
Líkt og ísraelsmenn til forna ráf-
uöu um eyðimörkina álieðis til hins
fyrirheitna lands, þannig voru
fólkshóparnir íslenzku, sem smátt
óg smátt voru að koma frá ættjörð-
inni, að ráfa um þetta mikla land,
leifandi aö stað, girnilegum og lík-
legum til framtíðar búsetu. Vestur,
! vestur var alt af horft. Einhvers
staðar langt úti í hinum víðáttu-
mikla landgeimi í vestrinu var
hugsunin aö hlyti að vera hið fyrir-
heitna land niðja Leifs. Og áfram
vestur héldu þeir, þar til hér var
numið staðar. Hér, á vatnsbakk-
anum hælaöi Islendingurinn fyrst
tjöld sín til varanlegrar búsetu og
hér h^fir hann síðan sétið. Var-
anlegt landnám hafiö. Það er ekki
ætíð, né af öllum litið á landnám
íslendinga fyrir vestan hafið sem
neinn þýðingarmikinn né stóran
viöburö i íslenzku þjóðlifi. En þó
er það svo, þegar hlutdrægnislaust
og vandlega er ihugað.
Landnámið er því hið þriðja, er
nafnið Nýja tsland minnir á.
Naumlega verður sagt, aö við
tökurnar væru mjög aölaðandi.
\returinn i garð genginn. Hvorki
brauð né gull handa á milli. Dimm
og harðneskjuleg ský huldu him-
inn, sem ekki spáðu neinu góðu.
Spáðu að eins þvi, er þau höföu að
innihaldi: kuldum, snjóum og
grimd um fleiri komandi mánuði.
Fáir hafa orðið til þess að bregða
upp mynd af hugarástandi þessa
nýkomna hóps þarna i fjörunni viö
vatnið. Engin fjarstæða er að
hugsa, að kjarkurinn hafi hallast
að mun hjá mörgum. Og ekkert
hefði það verið ónáttúrlegt, þó hann
hefði þrotið alveg. En íslenzka
eðlið “aldrei að vikja” kom til sög-
unnar og bjargaði. Skáldið okkar
eitt segir svo fallega frá þeim
bjargráðum svona:
Verum hugprúðir, vinir, vér erum
hingaö fluttir til þess vakandi’ að
vera, vinna, ryðja merkur, tilreiða
ættingjum tryggan stað — þeim
trúir verum!”
“Og þó oss endist ei aldur
að uppskera það sem vér sáum,
sérhvert verk, sem vér vinnum,
skal verða niðjunum launaö.” —
Fögur og sönn lýsing á hugar-
fari landnemans. Þetta hugarfar
er ofar almennri hversdagshugsun.
Þaö er engin kotungshugsun þetta.
Það er husun þrungin af framsýni,
djúpum skilningi á lífinu, heil-
brigðu viti og kærleika. Ein kyn-
slóð er ætíö, vitandi eða óafvitandi,
viljandi eöa óviljandi, aö einhverju
leyti að ryðja brautir fyrir hina
komandi. Þessi sannleikur var
svo ljós, bráðvakandi og upphleypt-
ur í huga landnemans. Við mun-
um aö sönnu, hugsuðu þeir og
sögðu, uppskera af verkum vorra
handa nægilegt til aö mæta vel öll-
um þörfum vorum, en þungamiðj-
an í verki voru er sú, að vér erum
aö ryðja veg fyrir börn vor og af-
komendur. I þessum anda voru
þeir vakandi, vinnandi, hugrakk-
ir, þolinmóðir, bjartsýnir, alls hins
bezta vonandi.
Viðtökurnar í fjörunni, voru
inngangur aö fyrsta kapjtulanum í
landnámssögu Nýja íslands. Það
er hið fjóröa, er nafnið minnir
oss á.
Hvað var svo gjört? Þeir sett-
ust ekki að og tóku á sig náðir.
Landneminn tók strax til starfa og
vann og vann. I byrjun Var ekki
nema einu afli á að skipa. Hans
eigin stæltu vöðvum og treystu
taugum. Hann ruddi skóg og rækt-
aði tún og engi. Hann bygði vegi
og þurkaöi fen. Aö þessu vann
hann meðan sól sást og dagur
lýsti. Hann vann með ósigrandi
starfsþreki og viljaafli; meÖ fastá-
kveðinni stefnu að ákveönu tak-
marki; því: að skapa fallegt heim-
ili fyrir sig og börn sín i ókomna
liði hér í þessu nýja landi. Heim-
ilin voru bygð. Jarðirnar urðu
smátt og smátt lífvænlegri og meir
arðberandi. Og yfir dyrum húss-
ins oftast nær stóð spjald með
stóru letri, berandi bæjarnafnið
hans í dalnum heima. Og ef nafn-
ið ekki' stóö þar, þá var hvert heim-
ili þekt vítt og breitt með einu slíku
nafni.
En landneminn lét ekki staðar
numið við að ryðja skóga, byggja
vegi og rista fram flóa, að byggja
heimili einstaklingsins. Hann tók
sér annað starf fyrir hendur enn
undraverðara. Hann tók strax til
starfa að byggja sameiginlegt and-
legt heimili. Sameiginlegan ís-
lenzkan þjóðernis jurtagarð, þar
sem þjóðararfurinn skyldi verða
gróðursettur og móðurkirkjan
þeirra grundvöjlluð. Þeir fmynd-
uðu söfnuði, komu á hjá sér sveit-
arstjórn og settu á stofn íslenzkt
blaö. Blaöfyrirtækiö varð. ekki
langlíft. Það stóð ekki til. Tæki
og krafta skorti. — Allir hafa tek-
ið eftir því, að á vorin, þegar nátt-
úran er öll að leysast úr klakabönd-
um og dróma vetrarins, aö upp úr
jörðinni gægist ofurlítill broddur
af strái. Líf strásins er í jörðinni.
Rótin er hulin í moldinni. Þessi
fyrsti broddur er afar viökvæmur
og þolir oft og tíðum ekki vornæt-
urfrostin. Hann deyr, en rótin lif-
ir. Hún safnar kröftum til nýrrar
atlögu fyrir Rfi sinu og tilverú og
svo koma upp ný strá, sem vaxa
og siðar bera blóm. Þannig var líf
hinnar fyrstu tilraunar að gefa út
blað ritaö á móðurmáli frum-
byggjans. Það varö úti í vor-
frosti allsleysis landnemalifsins.
—Hið fyrsta strá. En rótin lifði
og upp af henni uxu þau rit og
blöð, sem þér daglega sjáið og
lesið.
Þetta andlega og þjóðernislega
starf á hinum fyrstu landnámsár-
um er undravert. Að hugsa sér að
mitt í hinni dýpstu líkamlegu eymd
heyjandi hina grimmustu, bitrustu
baráttu fyrir hinni líkamlegu til-
veru sinni, aö byrja strax á að
sameina sig í kirkjulegan og þjóð-
erníslegan félagsskap án nokkurr-
ar hvatningar eða hjálpar annarar
en ijeirrar, er guð og samvizka
þeirra sjálfra bauð. Og að upp risu
menn meðal þeirra sjálfra, er bók-
staflega fórnfæröu sinu eigin lifi
og lifsþægindum til þess eins að
leiðbeina þeim og hughreysta i bar-
áttunni. Þaö er sannarlega ástæða
til að dást að og undrast þann
kjark, dugnað, fórnfýsi og hetju-
skap, sem skín í gegn um alt það
stárf. Það minnir oss áþreifanlega
og sterklega á, að víkingslundin í
íslendingnum er enn bráðlifandi
og lætur til sin taka, þegar tilefni
gefst. Við þetta vil eg nú bæta'
enn einu, sem ef til vill fáir hafa
tekið eftir og enn færri vita, að á
fyrstu fjórum landnámsárunum
^1876—80) varð til hér í Nýja Is-
landi frumritið aö hinu fyrsta stór-
skáldverki, sem út hefir komið hér
vestra.
Starfiö þetta, hiö líkamlega og
andlega, er þá hið fimta, sem eg
læt nafnið Nýja ísland minna okk-
Vor elskaða ættjörð, ísland,
lifði einu sinni sína gullöld. Það
liföi í gegnum langa, erfiða eymda-
öld. Jarðskjálftar, eldgos, hall-
æri, mannfellir, skepnufellir, land-
farsóttir, ófrelsi, haröstjórn og ó-
stjórn hótuöu henni oft og tiðum
dauða. En út úr öllum þeim hörm-
ungum, eins og gulliö úr eldinum,
kom ísland bjart, skýrt og bráðlif-
andi “farsældar frón”. Island er
nú að lifa sina upprisuöld. Island
er sigurælt land.
Dóttirin i vestrinu erföi sigur-
sæld móðurinnar. Nýja Island er
sigursins land. Það átti aldrei sína
gullöld. Það hóf tilveru sina í
umkomuleysi og allsleysi. Eymda-
öld. En þaö kemur sigri hrósandi
út úr allri hinni hörðu og löngu
landnámsbaráttu. Sigurmerkin eru
ljós og ótvíræð fyrir allra augum
hér í dag.
Orðið sigur er þá hið sjötta, er
eg læt nafnið Nýja ísland minna á.
Og svo að endingu : Röddin, sem
talaöi i landnámsmanninum, er enn
talandi, áminnandi og biðjandi.
Hún hrópar hátt og snjalt til þin,
Nýja ísland: Glcym mér ei! Varö-
veit vel og lengi, i anda islenzks
drengskapar, íslenzka óðalið, ís-
lenzka arfinn. Með honum hef-
iröu sigrað og með honum geturðu
haldiö áfram að sigra margar
þrautir á ókomnum tíma. Lát
ekki slikt óðal af hendi fyrir alls-
konar skjaldarskrifli og bauga-
brot.
Margt er það í þjóðlífi þessa
lands, sem er gott og göfugt og vert
að hagnýta sér og gjöra aö sinni
eign. Nemið það. Bræðið alt það
fagra og góöa saman við hiö bezta
í ykkar eigin islenzka eðli og arf-
leiðið börn ykkar að slíkum málmi.
Þá þurfum vér ekki aö bera kvíö-
boga fyrir komandi tíð.
—-----0------
Sleggiudómnr.
I blaðinu Heimskringla 20. ágúst
siðastl. er einhver O. T. Johnson
að setja fram dálitla frásögu um
þá menn, sem hafa verið, og eru
nú að enda við það hreysti og hug-
rekkis starf, aö sigla í loftinu um-
hverfis jöröina.
Grein þessi viröist rituð af
grunnhygni og ber andi hennar með
sér, að þessi O. T. Johnson álítur
sig svo fjölhæfan, að þessir flug-
menn hefðu átt aö fá sig til að
semja ferðaáætlun þeirra og því
ekki að landfesta sig annars stað-
ar en þar sem Johnson hefði fyrir
lagt.
Eg held þú, Mr. Johnson, hafir
skrifað þessa grein þína i hugsun-
arleysi, fyrst og fremst af því, aö
hún ber ljóst með sér, aö þú ert
illa heima í landafræði, , og svo
finst þér, að þessir menn, sem
sem flogið hafa í kringum jörðina,
séu aular fyrir það, að taka land
festu í Hornafirði heldur en
Reykjavík. Þú þykist hafa orðið
undrunarfullur yfir þessu og nærri
skolfið á beinunum.
Eg get fullvissað þig, Mr. John-
son, um, að Hornfirðingar hafa
ekki tekið á móti þfssum gestum
sínum meö neinum aulaskap — og
eg held aö þú sért eini maðurinn á
hnettinum, sem hefir látið þér detta
í hug að nefna þessa menn aula,-
líklegast fyrir að hafa ekki mátt
takmarka þeim fyrst lendingarstað
í Reykjavík.
Eg skal fullvissa alla þá Islend-
inga, sem ekki hafa séö Horna-
fjörð, en vita, að hann er til, um
það, að þessir flugmenn og aörir,
sem um það pláss háfa farið, vildu
ekki íneð nokkru móti hafa mist
af að sjá þá tign og fegurð, sem
Hornafjörður hefir að bjóöa, sam-
fara prúðmensku og kurteisi íbú-
anna.e
Þú, Mr. Johnson, þurftir alls
ekki aö vera á nálum um, hvernig
Hornfirðingar tækju á móti þessum
miklu hetjum, eða hvar annars-
staðar, sem þá hefði borið að garði
á íslandi. En eg veit, að íslend-
inar yfirleitt, bæöi hér og heima á
gamla landinu, hryggjast yfir því,
að enn skuli vera á meðal þeirra
svo lágt hugsandi menn, að halda
aö vit og kurteisi og smekk sé
hvergi að finna nema í stórborg-
um eöa bæjum.
Eg teldi það skemtilegt lesmál,
ef annað hvort íslenzka blaöið hér
vildi safna saman ferðasögu þess-
ara flugmanna, sem þreytt hafa
hugrekki sitt og dugnað við að
fljúga í kringum jörðina, og láta
það koma eins nákvæmt og mögu-
legt er fyrir lesendur, til gam-
ans, en án þess aö setja nokkur
furðumerki um lendingarstaði
þeirra.
Það hefir oft komiö til tals
manna á milli, að blöðin flyttu of
mikið af óþarfa rusli, og finst mér
á því bera meira í Heimskringlu.
Þótt nú sé út á þetta sett, tel eg
samt hag fyrir íslenzka þjóðarbrot-
ið aö vita hvar og hvað margt hún
á af mönnum, sem skrafa og skrifa
án þess að vita um hvað þeir eru
að tala.
t»»ntiiiiiii»»iiiiiiiiiiiiH»»»»»t»»Kt»»n»»»»»t»n»»t»nmKmmtmmmm«tmmmKt:)
Islendingadags-kvæði 2. ág.
flutt að Hnausum. Manitoba.
t 9
Minni Nýja Islands.
’24
Skógdís við öldu skvaldur,
skartklædd, á vatnsins strönd
Roðnaði um óraaldur
Ægis viö handabönd;
þar spruttu þroska hlynir,
þar ólst upp Stefáns bur,
þar uxu Þorvaldssynir,
þar fæddist Guttormur.
Þar, sem aö Orphus’s andi
ómfagra strenginn snart
yfir á Unalandi —
enn er um stað þann bjart.
Þaðan, sem enn þá óma
út yfir hrjóstur lands
harpslættir helgra dóma
í hjáverkum listamanns.
Á ég að kveða’ um kosti,
kýr þínar, smjör og mjólk,
auglýsa sneið af osti,
áir og mör og tólk?
Þá skal eg jafnfús játa,
ég er á röngum stað.
—Bezt mun þaö Bandvinsku láta.-
Biddu mig ekki’ um það.
Þó hafa flest þér fagnað
fósturbörn vegamóö,
fram yfir höpp og hágnaö
hefir þeim verið góð;—
skjólshönd í frosta fári
fátækt þú raungóð varst,
ráðholl í örþrifsári,
alt þegar nögl við skarst.
Þegar aö þrengdi högum,
þá gafstu nýja von,
örfaðir öllum dögum
íslenzkan fósturson;
svo fram úr súld og vetri
senn fór aö rofa til,
brosti við framtíð betri
blikandi’ í ljósi’ og yl.
Hvort að sú hilling hafi
hnigíö í kaldan sjá,
eða hún enn þá stafi
unaði’ í fólksins spá;
hvort aö óráöið rættist
reikulla drauma-ór?
Eitt er þó bezt: að bættist
búiö og vaxa fór.'
Eg hefi’ þig eins að biðja
—að gengur nóttin dökk—:
Nærgættu þína niðja,
nemi þeir ást og þökk
til þeira’, er beinin báru
brjóst þitt og hjarta við;
oft lítið upp þeir skáru,
ávöxtinn tókuð þiö.
Til hvers var öll sú elja?
Eg spyr þig, frændi kær,—
arfan, sem átt að velja ,
ungur, um ttefnur tvær:
önnur er: öllu að týna
ofan í blindni lands;
hin er: í sæmd að sýna
sjálfstæði íslenzks manns.
Öll var hans gangan grimma
gagntroðin fyrir þig;
öll hans örlaga vinna
umbarst í von á þig:
Að þú hans óðul verðir,
—alt, sem að lund hans bast, ____
þó aö þig þreyti MerÖir
þar, áttu’ að standa fast.
Þegar í þungum straumi
þagnar vort feðra -mál;
hefi eg í hulins-draumi
hlúð þeirri von í sál:
Þó að um þrotni hinna
þolgæði ættarbands,
að Skuld muni skjól þér finna
í skógum Nýja-íslands.
Jón Jónatansson.
Z
Minni íslands.
i.
íslendingar allsstaðar
Einum rómi’ og hjarta
Senda þér of svalan mar
Sona kveöju bjarta.
Um þig bezta, móðir, mér
Minning flesta’ eg geymi,
Island, lestu’ í lófa þér
Ljóð frá Vesturheimi.
Þín er tungan helg og há,
Hjartans málið sanna,
Hún er ljósbrot lífsins frá
Landi minninganna.
Hljómsins strengur helgri rún
Hugann lotning fyllir,
Eins og sól við Ægis brún
Allan fjörðinn gyllir.
Kæra, góða, gamla land,
Greind í óöi’ og fræöum
Munarblóm viö sævarsand
Með söngvaglóð í æðum.
I oss togar æskuhlíð,
Útnes, vogar, grundir,
Þegar loga fjöllin fríð
Friöarboga undir.
II.
Kæra, snjalla Snorra þjóö,
Snjór þó falli’ í gjörvöll sporin
Gleymist varla í þrautum þorin
Þinna halla töfraljóö.
Hvar er fegra’ í heimi land?
Himinfjöll í tignar skrúða ,
Dvalins ljóð í daggarúða,
Dalakyrð við Ægisband.
Kynjasögn í koti’ og hól,
Kvæðabrot i dalalæðum,
Dóttir ljóss i dularklæðum,
Dögg mins hugar líf og skjól.
Lif þú strengur bylgjubarms,
Bros þú rós í þagnar heiöi,
Vak þú blóm á lágu leiöi,
Lifsins bros til grátins hvarms.
Lít eg háa heiðarbrún
Hátt í fjallaloftsins angan
Teiga eg drjúgan daginn langan,
Drengur heim við fööurtún.
Lit eg eldskær unnarlog
Eins og vafin töfraslæðum
Ofar dögg og dalalæöum
Dags viö hinzta áratog.
Heiöalandsins hörpuslag,
Húmljóð íslands fjalladala,
Eyjaloftið salta, svala,
Sál min teygar nótt og dag.
Þú ert fögur, fóstra mín,
Frægðarsögum þínum ann eg,
Yndi’ í þínum faðmi fann eg
Fyrst við móöurbrjóstin þin.
III.
Elfarfall, i frjálsu kvæöi
Forna minning íslands geym;
Tæra lind, á töfra kvæöi
Tóna þinna ber mig heim.
Sýn mér öll þin kynjakynni,
Kot og sel og höfuðból,
Andartak á ættjörðinni
Undir ljúfri fjallasól.
Tigni foss í dimmum dröngum,
Drekkur hylur allan þig?
Drynur þú svo dægrum löngum?
Dalajöfur heyr þú mig.
Ert þú svalkalt safnið tára,
Suðu þulur bergs í skál
Landsins dimmu eymdar ára?
Átt þú lífsins huliðs mál? •
Leyf mér teiga af læknum tæra
Lifsins dögg viö fætur þér,
Gef eg kunni’ að lesa’ og læra
Ljóöin fögru’, er söngst þú mér.
Elfarfall, í frjálsu kvæði
Forna minning Islands geym,
Tæra lind, á töfra klæði
Tóna þinna >ber mig heim.
IV.
Elskum, geymum mál og minning,
Mannvit heilt og feðra leið,
Þá mun öll vor ættarkynning
Endurskína’ á Vínlands meið.
Lifi í stafni ljósið bjarta,
Ljós hins forna ræktarbands,
Látum bæra hug og harta
Hljómastrengi Isalands.
Beri hver í sálu sinni
Sifjarækt og drengja lund,
Hver og einn sé íslands minni
íslendinga’ á Vínlands grund.
S. B. Björnsson.
mœtnmœititttttmttttttuMUttœtætæittæittiiœiMUMmmmitumumvni t:
Keewatin, Ont., 23. ág. 1924.
B. Sveinsson■
“Fagurt er fram undan, sjáum! ur öll á.
Eijtt og annað.
Eikki mun frítt við að sumum
hafi fundist Lögberg nokkuð ein-
hæft um kirkjujþings leytið, að
innihaldi og margir voru stans
hissa á því hvað litla kirkjutolað-
ið Heimskringla gat verið nákvæm
eftirstæling af Lögbergi að iþví er
svo nefnd kirkjumál álhrærði; því
læra börn málið að þau heyra það
fyrir sér haft, segir málsháttur-
inn. Lögberg hefir nú fyrir nokkru
verið að flytja greinar eða pistla
eftir einhvern Arna lækni að
heiman, og féll mér það yfirleitt
fremur vel í geð en eitt atriði er
þar |j?ó, sem; eg held að verði m.iög
misskilið, hann isegir að kirkjan
kenni að allir menn séu guðs ibörn.
Þetta held eg að kirkjan ;hafi aldr-
ei kent, því ef svo væri að það
meinti sama að vera guðs börn og
að vera guðs skepnur, þá væru
djöflarnir einnig guðs börn. Eg
toendi ekki á þetta til að deila a
höfund greinanna, heldur itil að
leiðrétta rangan skilning.
M. I.