Lögberg - 04.09.1924, Side 6
Bls. 6
LÖGBERG, HMTUDAGINN, 4. SEPTElMjBE'R. 1924.
Hættulegir tímar.
Eftir Winston Churchill.
XII. KAPITULI.
Ungfrú Jinny-
Árin hafa liðið fljótt síðan hinn dnungalega
desemíberdag er ungfrú Virginía -Carvel varð átján
ára. St. Louis, sem var skemtilegur suðurríkja
smáfbær, e:r orðinn að stórborg með mikilli umferð,
og nú stendur háreisti ibygging á lóðinni, >ar sem
hið reisulega gestrisnisiheimilli Carvels ofursta stóð.
Ofurstinn var var þennan morgun, meðan Ned var að
raka hann, að hugsa um sveitahérað með lágum
hæðum í Kentucky og hús með hvítum isúlum fyrir
framan, sem stóð inni í eikarlundi. Hann sá sjálfan
sig ríðandi við hliðina á Beatrice Colfax á vordegi.
Hann rétti út ihandleggina, eins og hann ætlaði að
grípa um hendina á henní, ,sem hélt í beizlistaum-
ana, og honum fanst hann finna gæðinginn prjóna
upp í loftið. Smám saman hvarf honum sýnin úr hug
og endurmjinning hans um konuna, sem var dáin,
varð eins og engilbjart andlit í fjarska.
Hann hafði flutt hana til St. Louis og með arf-
inum, sem hann hafði fengið, hafði ihann istofnað
verslunina og bygt stóra tvíbreiða húsið á gatna-
mótunum. Þeim fæddist þarn og það var látið beita
®ama nafni og ríkið fræga, sem hafði gefið svo
marga af sonum sinum 1 þjónustu ílýðveldisin.s.
Fim(m ár full af ánægju og unaði — svo kom
stríðið. ískyggilegt hernámsstríð var það, isem ásamt
öðrum slíkum stríðum jóck frama þjóðarinnar og
mikilleik- Frægðin Ibenti, sæmdin kal'laði>— eða svo
fanst Comyn Carvel. ’Hann kunni ekkert til hern-
aðar annað en það setn Carveis ættinni var meðfætt,
er hann kysti Beatrice að skilnaði og lagði af stað
niður Mississippi ána, sem höfuðsmaður í herdeild
frá Miss'ouri. Konan var ekki vel heilsuhraust. Hún
dó af hugarangri. Hafðl Comyn Carvel verið eigin-
grjarn?
Ned las hugsanir húsbónda síns með hinni und-
arlegu samlhygð, sem sprettur af áat meðan ihann
var að raka hann. |Hann hafði iheyrt hin síðustu,
«áribænandi orð ihúsmóður sinnar; hann hafði hlust-
að grátandi á doktor Posthlewaite, er hann las hin
ihátíðlegu orð handlbókarinnar við útförina- Og Ned
hafði komið á móti húsíbónda sínum, ofurstanum á
bryggjunni við ána og fallið grátandi að fótum hans.
Cfurstinn sat lengi á stólnum hugsandi þennan
morgun, eftir að búið var að raka hann meðan þjónn-
inn var að taka til í herberginu og gaf ihú'sbónda
sínum auga við og við á meðan En dagdraumar
ihans voru skyndilega rofnir, því að dóttir hans
kom inn, kvik á fæti, og settist á stólibríkina hjá
honum, og fóstra hennar Easter kom inn í dyrnar á
eftir henni. Ofurstinn rétti fram ibáðar hendur og
dró hana að sér, svo hélfc Ihann henni frá sér til þess
að hann gæti horft framan í hana.
‘^Eg var að hugsa um hana móður Iþína, góða
mín,’’ isagði hann-
Virginía leit upp á máluðu myndina af henni,
sem hékk á veggnum yfir marmarahyllunni. Andlitið
var þýðlegt, svipblítt og smágert undir þungu, brúnu
íhárvafningunum Það var á því einlhver sorgarsvip-
ur, sem sýndist vera fyrirboði (þess, sem fram hefði
'komið.
Cfurstinn bar höndina upp að ihöfðinu á Virg-
iníu.
“Þú ert ekki lík Ihenni, góða m'ín,” sagði hann,
“þú getur séð það isjálf- Þú ert langtum líkari Bess
frænku þinni, sem átti heima í Baltimore, og hún —
“Eg veit iþað,’’ sagði Virginía, “hún var lifandi
eftirmynd hinnar fögru Dorothy Manners, sem gift-
ist langafa mínum.”
‘^Já, Jinny,’’ sagði ofur|stin,n brosandi, ‘íþað
er rétt Þú líkist langömmu þinni nokíkuð.”
“Nokkuðl’’ hrópaði Virginía og lagði hendina
á munninn. “En að heyra þetta, þið kafteinn Lige
eruð dauðihræddir um að þið komið inn hjá mér ein-
hverju óskapa sjálfsáliti- Eg þarf ekki að vera neitt
fjarska falHeg til þess að vera lík henni. Eg veit
að eg er lík henni. Einu sinni fórstu með míig
Calverts heimilið, til þess að eg sæi Daníel frænda
minn og þá man eg eftir að eg sá mynd af henri
eftir — eftir —”
“Sir Joishua Reynolds.’’
“Já, Sir Joshua.”
“Þá varstu aðeims ellefu ára,’’ sagði ofurstinn-
“Það er ekki erfitt að muna eftir henni.”
“Nei,’’ sagði ofurstinn hlæjandi, “einkum hafi
maður verið henni isamtíða.”
‘^Mig langar ekki til þess að vera eins og hún,”
isagði Virginía, “að gera alla Lundúnarborg ærða
og láta mann vera að ganga á eftir mér í flei.ri ár.”
“En hann fékk ihana á endanum'” sagði ofurst-
inn. ‘IHvar heyrðir þú um alt þetta?” spurði hann-
“Daníel frændi sagði mér það. Hann á dagbók
Riohard Carvels.”
“Og sú dagbók er ekki tii neinnar skammar,”
•sagði fourstinn “Við iskulum lesa hana saman,
Jinny, þegar við heimsækjum Calverts heimilið- Eg
man eins vel eftir gamla mlanninum og ef eg hefðl
séð ihann síðast í gær.”
Virginía var eins og hún væri að velía einhverju
fyrir sér í huganum.
“Pabbi,” sagði hún, “paWbi, sástu nokkurn tíma
perlurnar, esm Dorothy Carvel bar á sér daginn,
®em hún gifti sig? Því hrekkurðu svona við? Sástu
þær nokkurn tíiria?”
„Já, eg held svo sem að eg 'hafi séð þær,” sagði
ofurstinn og horfði fast á hana.
"Daníel frændi sagði mér, pabbi, að eg ætti að
fá perluihálsbandið, þegar eg yrði nógu gömul.”
“Daníel frændi þinn ihefir bara verið að gera
að gamni sínu með þig,” sagði ofurstinn hálf óró-
legur- i
“Hann er ógiftur,” sagði Virginía, “og hvað
hefir hann að gera við það?“
“Hann er svo sem ekki gamall maður enn hann
frændi þinn,” sagði ofurstinn, ‘laðeins fimtíu og
þriggja ára. Eg hefi þekt eldri flón en hann, sem
hafa farið og gift sig. Hvað segir þú um -það, Ned?”
“Já, herra, já reyndar. Eg hefi séð þá um sjð-
tugt og það eins spræka og hanana, sem hann Clar-
ence ætlar að nota í hanaatið- Tökum til dæmis
gam|la Ludlow —”
iHeyrðu, herra Johnson,” greip Virginía fram I
með mestu alvörugefni, segðu ekki eitt einasta orð
meira um Ludlow gamla.”
Ned brosti út undir eyru og misti fatabursta
Ofurstans úr höndunum á sér af eintómum fögnuði,
““Ja, hérna,’ sagði hann, “ihún man það þá ennþá.’,
Hann náði aftur hvorutveggju í senn alvörugefni
isinni og burstanum og ihneigði sig djúpt fyrir Virg-
iníu.
“Cóðan daginn, ungfrú Jinny. Eg ætla sannar-
lega ekki að draga af þér titilinn í dag. Drottinn veiti
þér mikla ánægju, ungfrú, og gefi þér góðan
mann —”
“Þakka þér fyrir, iherra Johmson,’’ sagði Virg-
inía og roðnaði, “þakka þér fyrir.”
"Hvernig stendur á því að ihún man eftir þessu,
herra Comyn? Það liggur í ættinni, það er það sem
það er Þú þarft ekki að segja Ned frá ættarmerkj-
unum, húsibóndi góður ’’
“Og hvenær hefi eg svo sem sagt þér nokkuð
um ættareinkenni, ónytjungurinn þinn?” spurði
ofurstinn hlæjandi.
“Það er ekki nema fólk af bestu ættum, sem
heldur orð sín svona,’’ sagði Ned og fór út til þess að
segja matreiðslumanninum frá þessu.
Mun nokkurn tíma ihafa verið góður matreiðslu-
’maður í þessum iheimi, sem hefir ekki um leið verið
harðstjóri. Ben Carvel, eða Ben frændi, eins og ihann
var kallaður, ríkti eins og keisari í sínu umdæmi;
og sjálfur ofurstinn, hefði hann langað til þess að
koma inn í eldlhúsið, hefði orðið að koma þangao
auðmjúkur og lítillátur. Virginía hafði oft átt í brös-
um við Ben frænda; og það hafði oft verið deilt um
það niðri í húsinu, hvort þeirra hefði borið isigur úr
bytum.
örfáa daga í árinu leyfði Ben að helgi ríkis
síns væri fótum troðin, og sjöundi desember var einn
af þeim dögum- Þessa daga var 'hann vanur að sitja
á brotnum istóil, sem hann hafði ekki skilið við sig í
tuttugu 'og fimm ár, við hliðina á þvottalborðinu. Þar
sat, Ihann og deplaði augunum og nöldraði í hálfum
hljóðum meðan Virginía og stallsystur hennar
hrærðu og söxuðu, suðu og bökuðu og göspruðu
samlan. En vei þeim, sem ekki sýndu honum tilhlýði-
lega vitðingu eða komu inn í eldrúsið án ,þess að
eiga brýnt erinda þangað. Jafnel Easter gekk um á
tánum, þó að hún væri vðn að láta í ljósi megnustu
fyrirlitningu á skipunum Bens þegar hún var að
hjálpa Virginíu til þesis að klæða sig.
“Og Ben skipaði þér að fara út,” var Virginía
vön að segja gletujVlega.
‘ISkipaði mér að fara út! Heldurðu að eg sé
svo sem hrædd við harin, góða mín? Hann skyldi svei
mér fá að kenna á því, ef hann snerti á mér með
isvörtum) krumlunum. Hann ætti bara að reyna að
ikoma hingað upp á loftið einu sinni góðin mín, og þá
skyldir þú fá að heyra hvernig eg tala til hans.
En þrátt fyrir þetta var það þó satt, að Ben
hafði einu isinni iskipað Easter fóstru út og sá at-
burður var ógleymanlegur; og út hafði hún farið í
það skifti. Augu hans hvíldu á henni með einhverrí
grunsemd nú er hún var að hræra deigið í kðkurnar,
sem átti Ibaka fyrir kvöldið.
Hvernig Mæi^l nOkkrum karlmanni mögu|egt
að lýsa öllum þeim réttum, sem voru matreiddir I
eld'húsinu hjá Ben frænda þennan dag? Það var
engin þörf á matreiðsluskólum í þá daga. Hvaða
kona er til í iSuðurríkjunum, aem ekki er góð mat-
reiðslukona frá barnæsku? Jafnvel Ben tók eftir því
og þótti vænt um, að Virginía notaði ekki neina
mæla, og hann rumdi af eintómri ánægju yfir því
að sjá hve nákvæmlega hún gat giskað á, hversu mik-
ið þyrfti af kryddi í hvað eina. Og hann gerði ungfrú
Eugénie þann heiður að samkka á réttinum sem ihún
var að búa til.
Kaftéínn Lige Brent kom stikandi upp strætið
um kvöldið með mesrtu ákefð og leit á úrið sitt undir
hverju ljóskeri. Mitt á milli tveggja istræta, þar sem
var skuggsýnt, rakst hann á gildvaxinn mann, sem
var klæddur í ihá stígvél og gamla hermannakápu.
Hann stóð við hliðina á vagni, isem var fermdur/
með viði.
“Sæll kaftéinn,’’ sagði sá í háu stígvélunum.
l“Nei, grunaði mig ekki,” sagði 'hinn. “Um leið
og eg sá vagninn þann arna, vissi eg að kafteinn
Crant myndi vera nálægur honum.
Hann rétti fram hendina og kafteinn Grant tók
þétt í hana og leit um leið sem snöggvast brosandi á
hendina á sér.
“Eg þori að veðja heilum farmi,’’ sagði kafteinn
Brent um það, að þú ert á leiðinni niður að Plant-
ers hótelinu, til þess að reykja vindil með piltunum.”
Grant kinkaði kolli- “Þú ert fljótur að skilja,”
sagði hann. •
“Eg hefi nokkuð hérna, isem endist heilum degl
lengur en E1 Sol vindill,” hélt kafteinn Brent áfram
og dró sex þumlunga langan sVartan vindil upp úr
vasa sínum. “Reyndu þennan.”
Kafteinn Crant kveikti óðara á eldspýtu á öðru
stígvélinu sínu og sogaði þegjandi að sér reykinn,
vini sínum til hinnar mestu ánægju..
“Eg býst varla við að hann komist út með
vindla þegar þú kemur til hans,” sagði Brent og benti
með fingrinum á húsið, þeir voru hjá — það var hús
herra Jakolbs Cluymes.
Kafteinn Grant svarði þessu engu, enda bjóst
hinn ekki við neinu svari; því það var siður þessa
þögla og undarlega manns, að segja aldrei neitt
ilt um nokícum mann Hann snéri sér við og fór að
láta hleðslustólpana í vagninn.
“Hvert ætlarðu að halda, Lige?” spurði hann.
“Hamingjan góða“! sagði kafteinn Brent, “eg
var rétt búinn að gleyma.” Hann ýtti bögli, sem
hann hélt á fast upp undir hendina á sér. .“Grant,
hefir þú nokkurn tíma séð litlu kærustuna mína,
hana Jinny Carvel?” Hann stundi- “Hún er ekki
lítil ilengur og hún er átján ára gömul.”
Kfteinn Grant lagði hendina á ennið; “Það
minnir mig á nokkuð, Lige,” sagði hann- Fyrir mán-
uði eða eitthvað þar um dró eg náunga upp úr gryfju
fyrir aftan Rénaults húsið, beint á móti húsi ofurst-
ans. Eg hélt fyrst, að hann væri þjófur. Eg sá ofurst-
ann og dóttur hans gegnum! gluggann, þegar Ihann
var farinn.”
Kafteinn Brent varð alt í einu ákafur og þreif
í kragann á kápu hins.
“Heyrðu, hvernig var hann í útliti, Grant?”
“Lágur og gildur með fremur breitt andlit.
“Eg Iheld eg kannist við hann,” sagði kafteinn
Brent og sló með hnefanum í vagnsætið- “Eg hefi
verið að líta eftir honum núna um tíma.”
Hann gekk tvisvar kringum húsaferihyrninginn
þegar Grant var lagður af stað niður eftir forugu
'str^tinu, áður en hann var orðinn nógu rólegur til
þess að fara inn í húsið. Hann tók ekkert eftir því
að Jackson, þjónninn, sem kom til dyranna heilsaði
honum, helldur gekk upp stigann tafarlaust upp í
setustofuna-
“Nei, þú hlýtur að hafa sett vaqngi á skipið þitt,
kafteinn Lige,” sagði Virginía glaðlega um, leið og
hún stóð upp til þeps að fagna honum. “Við vorum
ihætt að vonast eftir þér.”
“Hvað, hætt að vonaist eftir mér!” sagði kaf-
teinn Brent- “Þekkið þið mig ekki betur en það?
Hætt að vona&t eftir mér, þegar þið vitið ,að eg hefi
aldrei enn tapað nokkrum afmælisdegi — og þessi
dagur er bestur þeirra allra. Hefði pabbi þinn séð
mig ryðja viðnum á eldinn og heyrt mið bölva hafn-
sögumanninumj fyrir að Ihægja á ferðinni hjá ferju-
staðnum, þá myndi hann aldrei framar leyfa þér að4
koma út á ,skip með mér. Biill Jenks spurði mig að
hvort eg væri orðinn alveg vitlaus- en eg sagði hon-
um, að það væri afmæjliisdagur Jinny Carvels á
morgun og að eg yrði að komast hingað í tíma, hvað
sem það kostaði. Eg ibýst við að Isá tími sé kominn
að eg verði að fara að ávarpa þig með ungfrúar
titlinum,” bætti hann við næstum raunalega
Ofurstinn stóð á fætur hlæjandi og sló með
hendinni á herðarnar á vini sínum.
“Hvað gengur að þér, Lige, því kyssirðu ekki
Stúlkuna?” sagði hann.
“Sérðu ekki að hún er að bíða eftir því?”
Kateinninn leit snöggvast á Virginíu og roðnaði
út undir eyru-
“Eg má ekki ky.ssa hana altaf,” sagði hann.
“Hvað heldurðu að maðurinn hennar segi?”
Ofuratinn, hleypti brúnum.
“Við skulum ekki tala um manninn hennar enn-
þá,” sagði hann.
Virginía gekk til kafteinsin's, lagaði svarta
íhálsbindið hans og kysti hann á kinnina. Hann
roðnaði enn meira við kossinn.
“Þarna,” sagði hún, “óg þú skalt' aldrei framar
voga þér að tala svi mig eins og eg væri fullorðin-
“Nei, pabbi, hann roðnar eins ög stúlka. Nú skil eg:
hann skammast sín fyrir að kyssa mig núna. Hann
ætlar þá loksins að giftast þassari kreóla-istúlku !
New Orleans.”
lOfurstinn skelti á lærið og drap titlinga framan
í Lige, en Virginía byrjaði að syngja Iag.
“Það er aðeins ein stúlka tiil, sem eg miyndi
nokkurn tíma giftast, Jinny,’’ sagði kafteinninn al-
vírlegur, “og eg er1 alt of gamall fyrir hana. Eri eg
ihefi séð pilt ®em gæti orðið maðurinn hennar herra
ofursti,” bætti hann við ertniislega, “ef hann væri
ekki Yankee- Það er skrítin saga þetta sem sagt er
um kaup þessa unglings, sem er hjá Whipple dómara
á Hester.”
'Ofurstinn var farinn að verða órólegur. Virg-
ginía roðnaði út undir eyru.
“Hann er langur, ógeðslegur, svertingja lýð-
veldis Yankee,” sagði Virginía.
Ofurstinn blístráði. “Nokkuð meira af svo
góðu?” jsagði hann. I ;
“Hann er stækur með þrælahaildsafnámi!’’
“Þarna gerir 'þú honum rangt til, góða mín,”
greip ofurstinn fram í.
“Eg heyrði, að hann 'hefði farið mieð Hester til
ungfrú Crane,“ hélt kafteinninn áfram og hló svo
að glumdi í stofunni. “Hann ihefir nóg af hugrekki
pilturinn, Jinny Eg vildi gjarnan kynnast honum.”
“Þú munt hafa það dýrmæta tækifæri í kvöld,”
svaraði Virginía um leið og hún rýksaði ut úr stof-
unni. “Pabbi hefir neytt mig til þess að ibjóða ihon-
um í afmælisveisluna mína ’’
‘IHeyrðu Jinny, bíddu,” kallaði kafteinninn á
eftir henni, “eg er hérna með nokkuð handa þér.”
Hún nam staðar í stiganum og hikaði. Kafteinn-
inn opnaði í snatri böggulinn, sem hann ihélt á undir
hendinni og tók út úr honum ljómandi fallegt ind-
verskt sjal. Virginía fleygði því yfir herðamar á
sér með gleðiópi og .hljóp að háa s.peglinum, sem
hékk á milli glúfeganna.
“Hver er það isem lætur of dátt með hana. Lige?’
spurði ofurstinn blíðlega.
“Faðir hennar, býst eg við,” svaraði hinn tafar-
laust. ^ i
“Hver lætur of dátt með þig, Jinny?”
“Kafteinn Lige,“ svaraði hún og snéri sér til
hans. Hefðir þú átt allar gjafirnar, sem þú hefir
fært mér frá New Orleans, þá gætir þú selt gufu-
ibátinn þinn nú og verið ríkur maður.”
“Hann er ríkur maður,” svaraði ofurstinn.
“Hefir þú nokkurntíma komið svo úr ferð, Lige, að
þú hafir ekki fært henni einhverja gjöf?
“Já, þegar skipið mitt brann,” svaraði kafteinn
inn-
“Þú sem færðir irfér brunnið stykki af stýris-
hjólinu,” hrópaði Virginía, “þú syntir í land með
það.”
“Já, eg gerði það,” sagði kafteinninn. “Eg var
nú alveg búinn að gleyma því. Það var þá sem
framski kjóllinn með leggimgunum, sem frú Piton
útvegaði mér frá París handa þér, stpaðist.”
“Cg eg held að mér hafi þótt vænna um að fá
stykkið úr hjólinu, Sá sem færði mér það var djarf-
ur maður sem var síðastur manna til þess að yfirgefa
skipið sitt “
“Og hver annar en kafteinninn ætti að vera
> síðastur til þess að yfirgefa skipið?” Eg sá þetta
fljótamdi á vatninu og mér datt í hug að við ættum
að hafa eitthvað til minja um þennan atburð.,
“Manstu eftir frönsku leikföngunum', Lige sem
þú varst vanur að koma með frá New Orleans?”
spurði ofurstinn.
“Manst þú eftir luralegum ungum manni, sem
kom himgað frá Cincimnati með skipinu Wicksburg?
spmrði Brent kafteinn á móti.
“Eg man eftir að hann var svo efnilegur, að
þeir gerðu hann að bráðabyrgðar iskipstjóra í næstu'
ferð og þó var hann ekki fullra tuttugu og fjögra
ára.”
“Og manstu eftir því að þú keyptir Wicksburg
á l'ögtaksuppboðinu fyrir tuttugu þúsund dollara og
fékst unglingnum iskipið og sagði.r. Hérna, drengur
minn, taktu við því- Þú átt það og getur borgað
fyrir það þegar þú vilt ?“
“Uss, Brent,” sagði herra Carvel, þú manst þetta
of vel. En eg var hygginn í það skifti, Jinny, hann
borgaði alt saman á einu ári.”
“Þú meinar þó ekki, að þú hafir látið hann
Iborga fyrir bátinn! Eg hélt ekki að þú værir svo
smásálarlegur, pablbi.”
Þeir ihlóu Ibáðir ihjartanlega. “Jú, og eg var mikið
smásálarlegri en það; eg lét hann Iborga rentur.“
Virginía dró andann ótt og horfði undrandi á
ofunstann-
“Hann er sá smlásálarlegasti maður, sem eg hefi
þektj’’ isagði kafteinnin; “hann ilét mig borga rent-
ur og gefa sér glas af mymtublöndu þar ofan í kaup-
ið.”
“Þessu ihefði eg isannarlega aldrei .getað trúað
um þig, pa'bbi,” sagði Virginía með alvörusvip."
Rétt í þessu kom Jackson inn í hvítri treyju til
þess að segja þeim að kvöldverðurinn væri tilibúinn
og í borðstofudyrunum mættu þau Ned, isem hafði
feykilega stóran rósavönd í fanginu.
"Herra Clarence sendi iþær,” sagði hannj “og
hann tókj þær í blómahúsinu í dag, ungfrú Jinny,”
sagði hann. “Náðu mér í ker undir þær, Jackson.”
“Nei,’ sagði Virginía- Hún tók blóm'in frá Ned,
eitt og eitt í einu og stráði þeim um borðið, þangað
til hvíti dúkurinn á þeim var allur þakinn rauðum
rósum. Bæði kateinninn og faðir hennar undruðuist
þetta og ofurstinn strauk hökutoppinn og hnipti í
kafteininn.
“Lítið þið á þetta,” sagði hún. “Annað kven-
fólk hefði eytt tveimur klukkustundum í það, að
koma þeim fyrir í glerkeri.”
Þegar Virginía var búin að virða þetta verk
handa sinna fyrir sér, og þeir Ned o.g Jackson voru
búnir að láta aðdáun sína í Ijósi, gekk hún kringum
borðið að isæti sínu. Á diskinum hennar lá hálsbanri
úr perlum- Hún klappaði saman höndunum og horfðl
undrandi á það. Enn einu sinni rak hún upp hið
barnslega fagnaðaróp, sem ofurstanum var svo
kærit.1
“Pabbi,” sagði hún, “er þpð — Hún þagnaði,
því hún var hrædd um að það væri ekki, en hann
kinkaði koilli.
“Er það perluhálsbandið, sem Dorothy Carvel
átti? Nei, það getur ekki verið.”
“Jú, lambið mitt,” svaraði ofu'ristinn. Daníel
frændi þinn sendi þér það, eins og hann lofaði- Og
ef Easter hefir gert eins og eg sagði henni, þá finn-
urðu íljósgrænan kjól með bláum blómamyndum
breiddan á rúmið þitt. Daníel hélt að þú vildir má-
iské hafa hann til minningar. Doriothy Manners var
í honum í Lundúnum, Iþegar ihún var ung stúlka.
Virginía hljó til föður- sáns og lagði hendurnar
um hálsinn á honum og kysti hann aftur og aftur.
Og tiil þess að móðga ekki kafteininn lagði hún sjalið
við ‘hliðina á sér og perluhálsbandið ofan ái það-
Þau ihöfðu ánægjulegan kvöldverð saman þessi
þrjú. Rósailminn lagði um alla stofuna og á
sama hátt fylti. Virginía hana með æskugleði og fað-
ir hennar og kateinninn með karlmannlegri glað-
værð. Jackson þrábað kaftein Brent sem var uppá-
haldsgestur á heimilinu, að iborða meira af hænsna-
steik, kökum og vöfflum, unz hann hallaði sér aftur
á bak í stólnum, varpaði öndinni af ánægju og
kveikti sér í vindli. Virgiriía hneigði sig ofurlítið
fyrir þeim' báðum og ihljóp burt, til þess rið iskifta um
föt áður en afmælisveislugestirnir færu að koma.
“Það verður glatt á hjalla hér í kvöld, býst eg
við,” isagðí kafteinn Brent. “Eg vildi ekki missa af
því að sjá það, þótt það kostaði alla þá skipsfarma,
sem unt er að fá til flutninga á Mississippi ánni. Get
eg ekki gert eitthvað?”
“Nei, þakka þér fyrir, Lige,” sagði ofurstinn.
“Manstu þegar eg tók inn í búðina Yankee sem heitir
Hopper, fyrir eitthvað fimm árum. Þér geðjaðiist
ekkert vel að honum að eg Iheld.”
Kafteinn Brent hrökk við og askan hrundi úr
, vindlinum hans ofan á fötin ihans. Hann var búinn
að gleyma samtali sínu við kaftein Grant.
“Nei, eg held ekki,” svaraði hann þurlega.
Eitt augnablik datt honum í hug, að segja frá
atvikinu, sem Grant ihafði minst á, en svo hætti hann
við það. Hann var ekki viss um að það væri Hopper,
eftir lýsingu Grants; Ihann afréð að bíða eftir betra
tækifæri. Kafteinn Brent var jmaður, sem ávalt
vildi vera viss um, hvort leiðin, sem hann ætlaði
að sigla væri fær, áður en hann lagði af stað-
RJÓMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvínnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
The Manitoba Go-operative Dairies
LIMITFD *
I