Lögberg - 04.09.1924, Page 7

Lögberg - 04.09.1924, Page 7
LöGBERG. FIMTUDAGINN, 4. SEPTEMBER. 1924. Bla. 7 /- --------------------------------- “Eczema á andlitinu algerlega lœknuð.’’ Miss Winifred Ernest, Box 46, Blockhouse, N. S., skrifar: “Frá því eg var bam, þjáðist eg af eczema á andlitinu og voru komin á það stór sár. Eg hafði reynt fjölda meðala, sem öll reyndust árangurslaus. Þannig var ástatt fyrir mér í tuttugu ár. Loks ráðlagði lyfsalinn mér að reyna Dr. j Chase*s Oint- ment. Eftir að hafa not- að meðal þetta í nokkra daga, voru sárin tekin að gróa og innan skamms tíma var eg með öllu laus við þenna þráláta sjúkdóm.” DR. CHASE’S OINTMENT OOc. aakjan, hjá lyfsölum eðn, Ixlxnanson, Bntes & Oo., Utd. Toronta Sitt af hverju. 1. Blaðið Lögberg, dags. 31. júlí birtir grein meS fyrirsögninni: “Eitt og annað”, eftir herra B. Rafnkelsson ,sem meSal annars beinir spurningu til mín, út af greinarstúf, er eg reit í Heims- kringlu. Vil eg því allra vinsamlegast biSja hinn heiðraða ritstjóra nefnds blaðs um dálitinn blett í blaðinu til svars, og sem eg á fullan rétt á samkvæmt algengri sanngirni og blaðamanna reglu. Það skal tekiS fram til aS byrja með, að hinn áminsti greinarhöf. er mér aS góðu kunnur frá fornu fari, eSa frá bernskustöSvum mín- um, Vík í Lóni, ef sá er hinn sami maÖur, sem Kristján Ásgeir gat um í ferðapistli til Lundar hér um áriS, þar sem hann var að telja fram hina betri búhölda og atkvæðismenn þar í grendinni og á Lundar, þar byggi Bensi riki. “Á ávöxtunum skuli þér þekkja þá.” Það er sjálfsagt ekki sagt í niðrunarskyni aö kalla menn ríka, því um þaS eitt snýst aðal kapp- hlaupið hér í álfu, og með það í huga, aS verSa ríkur, er völdum og mannvirSingum náð í öllum mann- félagsmálum. Oftast minna spurt að andans atgjörfi. Hinn fátæki verður sem fyrri að sætta sig við molana og bíSa betri tíma. Nú, ef rétt er til getið, leyfi eg mér að segja: heill og sæll, kunn- ingi. Mér er heiSur og sómi, ef eg má tala við þig opinberlega um al- vörumál, og þess vegna hefir þér sjálfsagt sýnst að krefja mig sagna á almanna færi, að þér hefir þótt málefniS markvert og þess virSi að koma fyrir almennings sjónir. En áSur en eg leitast við að yf- irvega grein þina, langar mig til að geta þess, að mér þykir sárt aS heyra, að þú hefir liðiS heilsu- tjón. Það getur alla hent, en tjá- ir ekki um að tala. En eg óska og vona, að þér auðnist bati hiS bráS- asta. Ekki verður séð af grein þinni, hvaS þungt þú ert haldinn, og hversu mikið mótlæti þú þolir. Og enginn frami þykir mér í því, aS ráðast aö þér i rúminu. En af henni má ráða, að þinn andlegi maður sé í góðu lagi, meS því þú hugsar þér að etja kapp við Dr. Sig. Júl., og áttu þó mikiS á hættu; sérstaklega vegna þess, að málstað- ur þinn í þeirri orSasennu er með öllu verri. Því, eins og mér skilst, ætlar þú þér aS verja bjartsynu hliðina á móti Sigurði með bölsýn- isvolið, sem þú svo kallar. En þið um þaS. Vist megið þiS lejSa hesta ykkar saman fyrir mér. Nú fer eg bráðum að komast að efninu. Ekkert liggur á. Þú seg- ist líka þurfa eitthvað til aS lesa, þér til skemtunar. Og kunnugra er þaS en frá þurfi að segja, að stritvinnumenn hafa sjaldan mikiS frí til bóknáms, utan matmálj. og veikindatíma sinn. Langar mig því til aS teygja dá- lítið lopann, og gjarna vildi eg gjöra þér þann greiSa, ef gæti eg haft nokkuð hressandi og upp á borgar móðinn. Þú fyrirgefur því sjálfsagt, þó eg dirfist að benda þér á ósam- ræmi í grein þinni gagnvart mönn- um þeim, sem þú sakar um bölsýni og barlómshátt. Dr. S. J. J. og fleiri þjóðholla böl- sýnismenn blöskrar mest og skelf- ast yfir bölinu í heiminum, og fyll- ast sorg og kvöl yfir ófarsæld mannkynsins, sem einn flokkurinn skapar öðrum, og kannske báðir sjálfum sér, að vissu leyti. Þú, góði kunningi, telur búið þitt ómyndar búskap, sem tekur þó tylft manna að viðhalda í þinni fjarveru á spitalanum. Og sann- arlega áttu þeir þökk skilið. Því aldrei veit maður betur hvort mað- ur á vini, en þegar vandræSi ber að höndum eða líf manns er í hættu. — Og svo maöur taki gild þín eigin orð fyrir tiund búpen- ings, jafnvel þó ekkert sé undan- dregið, þá finst mér barlómsand- inn hvergi koma skýrara í ljós, en einmitt hjá þér sjálfum. Og svo í síðari köflum greinar- innar ertu að draga upp dásamlega fallega mynd af ástandinu, eins og þaS er, og sem bölsýnin með bar- lómsandann er að berjast viö að fá bætt ag lagaö. Bölsýnismanninn verður aö skil- greina frá landeyöunni, hann er þarfari en svo. Það er ekki rétt að lá honum, þó hann nemi staöar til að benda á spilling þá og mein- semdir, sem umhverfi mannlífsins er baneitrað af. Það gagnar litið nú orðið, meiningarlausir helgi- síðir. Nei, Hér þarf einlægni í orSi og verki, bygða á lifandi trú og kærleiksríkum og þróttmiklum framkvæmdum. Þáttur sá í sögu Canada hlýtur aS veröa eftirtektaverður um þaö, þegar beztu bölsýnismennirnir hér um árið voru dæmdir i tukthúsiö fyrir landráð, og frelsaðir þaðan aftur og kosnir á þing til að fara með ábyrgðarmestu þjóðmálin. MeS slíkri yfirlýsingar velþóknun sést bezt, hvað þessir menn eru virtir hjá fólkinu. Og þama eitt heillaráSið til umbóta, og blátt á- fram vantrausts yfirlýsing á réttar- farið í landinu fyrir aö dæma þessa menn seka. Já, og hvar er þetta mikla frelsi, sem svo mjög er gum- aS af, ef ekki má segja sína sann- færingu og skoöanir og rétta hluta alþýðunnar ? Satt er það, að til eru of margir slæpingar, sem ekkert vilja hugsa né gjöra. Sérstaklega bryddib meira á því nú i seinni tíð á meðal ungu kynslóðarjnnar, sem mest lætur sitt litla heilabú snúast um það í sællegum munaSi, aS sóa og spila með hinn efnalega og andlega feðraarf sinn. Því þó mikið sé gortaS af mentun nútimans, þá held eg það sé hún, sem er aS fara meö ungdóminn gandreið út á villustigu eyðileggingar og glötun- ar, með bjartsýnismenn í broddi fylkingar. Bjartsýnismaðurinn á miklu sælli daga, honum veitist svo undur létt að hrista af sér ábyrgðartilfinning- una. Honum blæSir ekki í augum hörmungarástandið, sem umkring- ir mannkyniö eins og geigvænlegur skógareldur. Ættbróðir hans aftur á móti fyll- ist skelfingu og finst eins og hjartað ætli aö stanza viö aS heyra t. d. að 60,000 stúlkur hverfi ár- lega undan verndarhendi laga og löggæslu í Bandarikjunum, mestu þjóð heimsins, sem svo er kölluS. Eða finst þér ekki voðalegur bar- lómsháttur, að vera að fárast nokkuð um slíkt? Sumir þeirra allra bjartsýnustu segja, aS fólkið sé aS veröa of margt í heiminum, hvort sem er. Jæja, nú þarf eg að fara aö herSa ganginn aS efninu, en alt af þarf að hugsa vel um þaö, að láta ekki neitt út úr sér hrjóta, sem stygt geti náungann eða orðið að ádeilumáli, þvi blöðin hata alt þess konar. Hitt hugsa eg minna um, hvaö langt mál eg skrifa, því ekki hefi eg svo oft leitaö til blaðanna, og hefi ekki heldur ekki eins gott lag á aö þjappa efninu saman eins og þessir læröu, sem hafa pennann eins og samgróinn milli fingranna. Mig minnir þetta sé þriöja greinin þín, sem eg hefi séS á tiltölulega stuttum tíma, og er þaö dável að verið úr hópi leikmanna. Því ef allur sá aragrúi hinna ýmsu ís- lenzku mentamanna, sem ungað er út hér árlega, legði til jafnan skerf, mætti vona betri daga þjóðræknis- málinu! okkar til eflingar og við- halds í framtíðinni. Oft er þörf, en nú er nauðsyn, því svo mikil tíS- indi gjörast nú með þjóöbrotinu hér, aS trautt veröur séð hvað langlíft það verður, því oftast meira talaS en minna framkvæmt í því efni. II. í þessum síðari kafla veröur góöfúslega áréttuð sú umsögn, er eg gat þess í áminstri Héims- kringlugrein, að S. Vilhjálmsson hefði gefið B. L. Baldwinssyni verðskuldaöan löðrung fyrir þaö, að hann eitt sinn i tækifærisræðu hefSi sagt meðal annars níðmælis í garð íslands, en á sama tima hafið enskinn til skýjanna, aS á íslandi heföi ekki einu sinni verið hægt að feöra mann. Þá var það, að S. V. sagðist geta sagt B. L. B. þaö, að sér þætti meiri sómi aS vera óskilgetinn íslendingur en skilgetr inn Englendingur. Þessi ummæli finst Mr. B. Rafnklessyni hin mesta goðgá, og gefur i skyn, að eg Ijúgi þar lofi upp á Sigurð, meö því er eg tilfærði eftir hann. Orð B. R. eru þessi: “En af ummælum, sem Helgi lætur falla i stað oröa Sigurðar”, og svo spyr hann: “Og fyrir hvað á hann þennan löSrung skilið ? Máske fyrir alla uppá- hjálpina aö fornu fari, sem alla tíð var búinn og boðinn til aðstoS- ar okkur hér í fyrri daga endur- gjaldslaust, eða máske fyrir þaö, að hann er líklega sá mesti Islend- ingur núlifandi af hinum eldri ís- lendingum? Eða fyrir þaö, að hann endurreisti 'Heimskringlu, svo Helgi gæti komiS þar inn grein til aö gefa honum löðrung? Nei, það getur ekki veriS neitt af þessu. Við skulum segja, að þaö hafi veriö fyrir hugmyndina um víkingaskipið, sem er orðið hljóS- bært um allan heim, íslendingum til sóma? Mér fellur einkar illa, þegar ráðist er svona á menn alveg aö ófyrirsynju, og með allri virS- ingu fyrir Sig. Vilhjálmssyni, þá verð eg að segja, aS eg er fullviss um, aö Sigurður kemst aldrei með tærnar þangað sem Baldwin hefir hælana.” Þennan kafla fanst mér sjálfsagt að taka upp úr grein B. R., svo sjá megi hverju ber aö svara. B. iL. Baldwinson er sjálfsagt flestum Islendingum kunnur og fjölda mörgum að góðu einu hér vestra. Og sú persónulega við- kynning, sem eg hefi af honum, er meö öllu ólastanleg. Og mér kem- ur ekki til hugar að neita því, að hann hafi veriö löndum smum bjargvættur hér í fyrri daga, eins og B. R. segir. En má þá ekki einnig álíta, aö B. L. B. hafi orðiö aSnjótandi endurgjaldsgreiða frá þeim, með því að spursmál er, hvort B .L. B. hefði nokkurn tíma öölast þingmannsstöðu tign og launabót, ef landinn hefði ekki jafn-drengilega róiö hann út á fiskimiðið. Og meðal annars mun dubbaS hafa verið upp á Heimsr kringlu gömlu til þess að nota hana sem þvöru i stjórnmálapott- um, 'þvi á þeim dögum þótti borga sig allvel aö vera góSur að hræra i. Og ótaldar munu allar þær þús- undir, sem bruölað var í allar áttir á Roblins tímabilinu. Og haldiS er því fram, að Heimskringla hafi fyllilega fengið sinn skerf. Það mun óhætt að fullyrða, að B. L. B. hafi vakiS á sér eftirtekt sem snjall fjárhyggjumaður og góður merkisberi afturhaldsstjórn- arinnar, og traustur agent Canada heim; til Islands. Og ef með þvi er alt talið, verSur spursmál, hvert hann fyrir það verður talinn mesti íslendingurinn, eins og B. R. vill halda fram. Afstaöa hans gagnvart íslandi og sögur hans um þjóöina eru tæp- lega þesslegar. Hvort orsakirnar til þess, að B. L. B. getur ekkert séS nýtilegt á íslandi, eru þær, aö hann á agents- ferðum sinum mætti mótspyrnu heima fyrir af ættjarðarvinum, og sé því að hefna sín, þá sýnist meS því of langt gengið. Hitt er með öllu líklegra, aS hann hafi brugð- ist ástum móðurinnar, eftir að vera kominn á stjórnarspenann hjá henni elskulegu fóstru sínni. Og heldur ekki tií einskis barist, að innvinna sér lífstíðarlaun, og meö því foröa sér frá gamalmenna- heimilum og liknarstofnunum. öllum ætti að vera nógu ljóst, að B. L. B. hefir aldrei látiö tækifæri ónotað að miklast af auölegð og vellíðan í Canada ,og jafnan not- að þær öfgar til lýrðar gamla land- inu. Mætti þar benda á grein síö- astliðið vor með fyrirsögn: “ViS erum matvinnungar”, svar til Dr. Ágústs H. Bjarnasonar. En má eg spyrja: Eru þeir mat- vinnungar, sem sitja flötum bein- um frá morgni til kvölds á atvinnu- skrifstofum stjórnanna, og biða þess óþreyjufullir aö fá eitthvað aS gjöra til þess aö geta satt hung- ur og þorsta? Eða geta allar þær þúsundir, sem ekkert hafa til að lifa á, en verða aS þiggja hjálp frá borgarráðinu, talist matvinnung- ar? Þó nógur auður sé í landinu, þá sannar það ekkert að- öllum líði vel. Menn minnast sjálfsagt þeirra dásamlegu skrumsagna í Heims- kringlu frá 1903, þegar Baldvin lét smíöameistarann Svein Eiríks- son bláfátækan, þá nýkominn frá íslandi, vera búinn aö græða $1,250 (sem innstæðu á nýbygðu húsi) á sex mánuðum, og þar að auki kosta hingaS til lands konu og sjö böm. Dálaglegur hagnaöur fyrir 6 mán- aöa vinnu hér í landi, segir Bald- vin. Svo, eins og venjulegá, fer hann að reikna alt út í krónum, og þessir 1,250 dollarar eru undir eins orönir 5,000 krónur. Núna mundi þaS verða 10,000 krónur. Það var engin furða, þó hinn blásnauði Lazarus á horlandinu færi að yfta brúnum, taka saman pjönkur sínar og leggja á stað í leiSangurinn til allsnægtalandsins, eftir að búiö var að silfra það og gylla með mælsku Baldvins. Skrumsögnum þessum var samt myndarlega mótmælt af Selkirk-búa, S. Stefánssyni. Eitt er víst, að þessi sami S. Eiríksson hröklaöist skömmu seinna burt úr Winnipeg, eitthvaS vestur í land, og eftir því sem mér er kunnugt, varS minst aðnjótandi þess mikla gróöa, sem honum svo rikmannlega var skamtaður á papp- írnum af Mr. Baldwinson. Það voru svo margir í þá daga, sem reiknuöu sér fyrirfram gróða og brendu margir sig á.því soðinu. Með samanburSi Ameríku og íslands hafa menn oft gjört sig hlægilega, af því inn í hann hefir verið blandaS auðmanna gorgeirn- um, en hinu, sem meira er virði, manngildinu, slept. Alt af hinn al- máttugi dollar, brúkaður sem egn- andi afl á þjóðina heima til vest- ferða. Og þjóöræknislega skoöað tel eg þá aöferS lúalega, að vera að narra fleiri burt af íslandi, til að glatast í svelginn meS hinum, sem fyrir eru hér. Þess vegna gegnir furðu, aS árs- þing Þjóðræknisfélagsins skyldi stinga undir stól áskoraninni frá Jóhannesi Jósefssyni um að lýsa vanþóknun sinni á þeirri aöferð, sem blöðin notuðu til að narra fólk ^ð heiman. Þó má alls ekki skilja svo við hér, að ekki sé minst á hneykslið, sem kom fyrir á íslendingadaginn i fyrra. Forstöðunefndinni fanst vel viö eiga, aS bjóða öllum viðstöddum, sem búnir voru að vera hér í landi 50 ár, heiðurssæti. Var B. L. B. einn þeirra ,og eins og hans var von og visa, hélt hann þrumandi ræSu. Þarna bauöst lika ágætt tækifæri til að sýna gömlu listina. Hélt hann því fram, að Canada væri bezta landiö undir sólinni, en ísland þaS versta, að hann kendi í brjósti um hræBurnar á íslandi og óskaöi eftir að þær væru komnar hér vestur, því hann vill sjá land- ið í eyði. Það mætti þó sjá, aö þeir væru fegnir sumir þar heima að ferðast hér um vestra til aS kynnast og ef til vill afla sér aura. Varla heföi mátt minna vera, en forseti dagsins hefði haft hugsun á því, að afsaka slika ókurteisi þá strax. Allra helzt, þegar nú ein- mitt stóS svo á, að viSstaddur var hátíSarhaldið heiðursgesturinn Dr. Ágúst H. Bjarnason. En því láni var ekki að fagna, aS tilraun yrði gjörð til afsökunar. Og blöðin þögSu. Fanst það víst ekki í sínum verkahring, að blanda sér i þaS mál. Ekki er sjálfsálitið neitt smá- ræSi hjá Mr. B. R. Og það er eins og hann skoSi Canada, jafnvel Winnipegborg allan heiminn, þar sem hann lætur ■ víkingaskipi|S hljóta heimsfrægð, og náttúrlega eignar Baldvin allan heiSurinn. Kunnugt er þaö, að hann var í nefndinni, og hefir sjálfsagt unn- ið þar vel og trúlega, eins og hann gjörir æfinlega í samkepninni hér. En mér er nær að halda, að fleiri en B. L. B. komi þar til greina, og ekki síst Mr. F. Swanson. En hitt skal eg fallast á, að B.L. B. hafi ráöið rnestu um það, hvern- ig ágóðanum var varið, því ekki var hann látinn renna í islenzkan sjóð. Hvort meira verk liggur eftir Baldwin eða S. Vilhjálmsson verða liklegar skiftar skoönir um. Skil- yrðin til aö komast áfram, verÖa þá líklega að takast til greina. Báðir eru skósmiðir, og báðir hafa skrifað nægilegt. En hvor þess- ara tveggja manna sé meiri og sannari íslendingur frá þjóðrækn- islegu sjónarmiöi, er ekkert vafa- mál. Helgi Sigurðsson. Bretland hið mikla og Súdan. Óánægja sú, sem gert hefir vart við sig i Sudan upp á siðkastið, stafar vafalaust aS miklu leyti frá þeirri ótilslakanlegu kröfu Egypta, aö ráða landi því aS fullu og- öllu sjálfir. Siðan 1899 hefir Sudan veriö stjórnað samkvæmt samningi milli Egyptalands og Bretlands. Æðsta umboðsvald í borgara- og hervamarlegum málum hefir land- stjórinn, skipaður af Kedívanum egypzka, eftir tillögum Bretastjórn- ar.. Landstjóri skal meö tilstyrk herliðsins, tryggja innnanlandsfrið. Kostar herinn um eina miljón og tvö hundruð þúsundir sterlings- punda á ári og greiða Egyptar fimm sjöttu þeirrar upphæðar, en Bretar einn sjötta part. Hefir her Egypta verið þar alla jafna mann- fleiri, þótt eigi hafi veriS í jöfnum hlutföllum viö fjárveitinguna til hans þarfa. Nú hafa Egyptar opinberlega krafist þess, að fá full umráö yfir Sudan og Bretar kveðji alt^her- liö sitt heim. Svar Bretastjórnar við þeim kröfum hefir verið það, aö senda þangað aukinn liðsafla, réttindum sínum til varnar, ef á þyrfti að halda. Kröfur Egypta til Sudan eru margar. Er þó meginkrafan bygð á legu og staðháttum. LandiS hef- ir hvað ofan i annað lotið Egypt- um, en svo siðast en ekki sízt, er það sannað og viðurkent, að yfir- ráS yfir Sudan er sama sem full- komin og óhindruö umráö yfir Nil- árdalnum, en á honum hvílir fjár- hagsleg velgengni Egyptalands að miklu leyti. Frá 1823 til 1883 stjórnuöu Egyptar Sudan, sem fylki, eftir hinn mikla sigur Mehemet Ali. Svo var þá mikilli hörku beitt við ibú- ana, aS þeir tóku sig saman, stofn- uöu til frelsishreifingar þeirrar, sem kend er viö Mahdists, og stöktu Egyptum úr landi. Var þá helzt eigi annað fyrirsjáanlegt um hríð, en að egypzka þjóðin mundi leysast upp og líða undir lok. En fimtán ára baráttan, er endaði 1898, og Bretar lögðu fram fé til, braut Mahdista hreifinguna á bak aftur. AS visu veittu Egyptar Bretum liSstyrk mikinn, en mundu þó upp á eigin spýtur aldrei hafa unniö sigur á mótstöðumönnum sínum. I stjórnskipulags samningunum, ei* þar fylgdu á eftir, var Bretum veitt skilyröislaust vald til þess að hafa eftirlit meö Sudan og hönd í bagga meö iönaðar og atvinnumál- um lýðsins. I öllum samningsum- leitunum við Egyptaland á hinum siðari árum, hafa Bretar forðast að blanda Sudan inn í, eins og frekast mátti verða. Nefnd sú, er brezka stjórnin sendi til Sudan undir forystu Milner lávarSar, er kynna átti sér ástandiö þar og leið- beina landsmönnum, tilkynti stjórn Egypta, aö loknu starfi, að svo hefSi eftirlit Breta haft í för meS sér mikla blessun fyrir lýðinn, aö ekki kæmi til mála að breyta nokkru til um stjórnarfarið fyrst um sinn. Þegar stjórn Breta viðurkendi fullveldi Egyptalands, árið 1922, áskildi hún sér fullan rétt til samninga um afstöðu Sudan síðar, ef svo byöi við aS horfa. Nú er ráðgert, aö samningsumleitanir milli þeirra Zaghlul •forsætisráS- gjafa Egypta, og stjórnarinnar brezku, hefjist í Lundúnum innan skamms, þar sem búist er viS, aö Súd'andeilunni verði TáðiS til lykta, þótt óvíst sé með hverjum hætti slíkt kann að verða. Allir stjórnmálaflokkarnir brezku virð- ast nokkurn veginn sammála um það, aö eins og sakir standi, geti Bretar ekki með nokkru móti slept hendinni af Sudan-búum, þvi það væri sama sem aö ganga á bak gefinna loforða um stjórnarfars- lega vernd. Aftur á móti halda Egyptar því fram, að Sudanbúar séu sár-óánægöir meö núverandi fyrirkomulag og vilji fyrir hvern mun losast undan yfirráSum Breta. Lávarður Parmoor, einn af ráð- gjöfum MacDonalds stjórnarinnar, flutti fyrir skömmu ræðu í efri málstofunni, þar sem hann lýsti því yfir, að ráðuneytiö vildi und- ir engum kringumstæðum bregð- ast því trausti, sem Sudanbúar bæru til brezkra stjórnarvalda, eöa stiga nokkurt þaö spor, er stofnað gæti umboSsstjórn þess lands eöa landshluta í hættu. Þessu reiddist Zaghlul yfirráðgjafi og kvaS ó- þarft fyrir sig að sækja hinn fyrir- hugaða Lundúnafund, ef stjórn Breta hefði fyrirfram lokaS öllum leiðum, er til samkomulags hefðu horft. Nú hafa þeir Zaghlul og Mac- Donald skifst á bréfum að nýju, þar sem báðir tjá sig fúsa til s.>m- vinnu og mun því afráöið, aö þeir hittist i Lundúnum, ásamt helztu trúnaöarmönnum beggja, í þeim tilgangi að reyna að ráöa vandræða- máli þessu til farsællegra lykta. Gömul saga frá Danmörku. Einu sinni var maöur á ferS, sendur af embættismanni meö nokkuð af peningum, sem hann átti að flytja til háyfirvalda í höf- uðstað landsins, Kaupmannahafn- ar. En á leiðinni mætti hann stiga- manni, sem inun hafa haft grun um hvað hann haföi meðferöis. Stigamaður segir: “Láttu mig hafa peningana, sem þú hefir.” “Nei, það gjöri eg ekki; eg þarf að skila þeim þangað, sem þeir eiga að fara,” svaraöi sendimaður. “Já, þú getur nú gjört sem þú vilt,” sagSi ræninginn og dró upp úr vasa sínum skammbyssu; “ef þú lætur mig ekki hafa peningana þegar i staö, þá læt eg þig fá kúlu í gegn um höfuðið.” “Jæja,” segir hinn. “En eg þarf að hafa eitthvert skirteini til aö sýna þaö, að eg hafi veriS neyddur til að láta peningana lausa, þú gætir til dæmis skotið nokkur göt á yfir- höfn mína,” og um leið fletti hann frá sér kápunni út frá báðum hlið- um og sagSi hinum svo að skjóta. Já, stigamaðurinn var fús til aS gjöra það fyrir hann, að skjóta sundur yfirhöfnina hans, skaut svo nokkrum skotum á báðar hliSar viö manninn í gegn um kápu hans. Loks segir ræninginn, aö þetta ætti aö vera nóg. “Já,” segir hinn, “en þvi fleiri sem götin eru, þess gildari og fleiri eru skilyrðin,” og hélt um leiö hattinum sínúm upp og sagði hon- uin að skjóta göt á hann, ein tvö. Stigamaðurinn sendi skot í hatt- inn, en það varð að eins púöur- reykur og smellur. “Hvi gerirðu þetta? Það sannar ekkert,” sagði sendimaðurinn. . “Ja, eg get ekki skotiö fleiri göt á þig,” segir stigamaður, “og láttu mig nú hafa peningana undir eins.” “Nei, nú erum viö orðnir jafn- ir og nú skulum viö sjá hvernig leikar fara,” svaraöi séndimaður. Stigamaðurinn varð þá ösku- vondur og réð þegar á hinn. En hann var viö öllu búinn og urðu því harðar sviftingar. En svo lauk með þeim, að ferðamaðurinn haföi yfirhönd og lúbarði ræningjann svo hann varö aö lötra burt sem hýddur og halakliptur rakki. Svona fer þaö jafnan, að rétt- læti, ráövendni og trúmenska við guð og menn, samfara sönnum hyggindum, vinnur sí og æ sigur að lokum. En það stendur líka ó- haggaö, sem Davíð segir í Sálm. 1, 6. v., að “vegúr óguðlegra er slys.” N. A. H. Mestur ÁgóSi og Fljót- astur með því að senda oss RJDMANN Baendur hafta reynt af reynst- unni að afgreiðsla vor og við- skifta aðferðir hafa orðið þeim til mests hagnaðar og þess vegna senda þeir oss rjómann. Skrifið eftir merkiseSlum. Canadian Facking Cd. LIMITKD Stofnsett 1852 WINNIPKG CANADA HER FÆST BŒÐI GŒÐIOG ÞJONUSTA! .í okkar 8 Service Stöðum No. 1 Cor. Portage og Maryland Main St. ámóti Unionjárn- brautarstöðinni. McDermot og Rorie Street á móti Grain Exchange No. 2 No. 3 ? T T T T f T T T T T T ± T T T T T T T X T T ♦♦♦ ? T T t t T t t T t t T t T t t ? ♦;♦ ▼^T Wa No, 4 Portage Ave. og Kennedy No. % Rupert og King, bak við McLaren Hotel No. 6 Osborne og Stradbrooke St. No, 7 Main St. North & Stella Ave. No. 8 Portage Ave. & Strathcona ♦V>V^.V^V*V*V*V*V*V*V*V*V/V*V*V»V*V*V*V*V*V*V*V*V*V*V*t. ? t t T T t t t T T t t ? T t t T t ♦;♦ Veitið Bílnum Tœkifœri. Byrjið nú þegar og látið oss hreinsa gömlu olíuna og fituna úr bíl yðar. Loftþrýsting ókeypis Fjórar loftlínur á hverri stöð, stöðug loftþrýsting. 150 pd Alemite Service Byssur með 5000 punda þrýstingi, gera oss kleift að hreinsa bíl yðar á fám mínútum. Grease Rack Service Olíunni skift á fáum mínútum. “Distilled” vatn ókeypis alt af við hendina fyrir Batteríið 66 ELECTRO GASOLINE” Best by Every Test Praipie City Oil Company Áðal Skrifstofa: 601-6 Somerset Block, WINNIPEG, MAN. ? T ? ? T ? ? f f ! ! f ♦;♦

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.