Lögberg - 16.10.1924, Blaðsíða 4
BVI. 4
6
ItóGBERG, B fMTUDAGÍNN 16. OKTÓBBR, 1924.
-33—— ... ii iii ■■■■wWMMMegaBB—Be
3L‘dqlmq
Gefið út Kvern Fimtudag af Tbe Coi-
umbia Prets, Ltd., )Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tnlsimari N-6327 ofi N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Ijtanáskríft tíl blaðains:
T^í COLUM|BI«\ PgESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, N|at).
Utanáskrift ritetjórans:
EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, tyan.
Tho “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave , Winnipeg, Manitoba.
Umburðarlyndi.
Þaö er álitiÖ, að umburÖarlyndi sé ein af dygÖum
mannanna, og er það réttilega athugaS, því um það
getur nauamst verið að villast, að umburðarlyndið á
sér tilverurétt í lífi manna og meira aö segja er einn
af hinum fegurstu ávöxtum lifs þeirra, þegar það er
notaS innan véband^ þeirra, sem það getur þróast og
borið ávöxt. En það er með umburðarlyndiS, eins og
hvað annaS, að það má misbrúka það—má gera það
aS hættulegu rúannlífsmeini í stað dygSa.
UmburSarlyndiS í viðskiftum manna getur oft
verið þarft, umburðarlyndi við ófullkomleika og bresti
náungans oft óumflýjanlegt, en umburðarlyndi í skoð-
unum um skör fram er hættulegt á sama tíma og það
er Iítilmannlegt. •
Ef maður lítur yfir hugsanalegt ástand manna í
heiminum, eins og þaS er í dag, þá hlýtur maður aS
komast að raun um, að þar sé um þann mesta hugs-
anagraut að ræða, sem heimurinn hefir séð í lengri tíS.
Ef menn fara aS leita að ástæðunni fyrir þessu,
þá verður fyrir manni þetta orS umburðarlyndi—um-
burSarlyndi við allar mögulegar og ómögulegar skoð-
anir og stefnur, þar til svo er komið fyrir sjálfum
manni, aS maður hefir ekki hreina og ákveðna skoSun
í nokkru máli né heldur ákveðna og einlæga stefnu.
Þegar himininn er skýjaður, þá byrgja skýin sól-
ina og heiðblámann, þangað til vindurinn þeytir skýj-
unum í burtu.
UmburðarlyndiS er orðið að þykku skýi, sem
grúfir sig yfir mannfólkinu svo óvíSa sér til ákveð-
innar meiningar og djarfrar hugsunarstefnu, og það
heldur áfram að skyggja á þá kosti þeirra, unz þeir
verSa nógu ákveðnir til þess að þeyta þokunni í burtu
meS rótgróinni sannfæringu og djarfmannlegri fram-
sókn.
Umburðarlyndið, sem lífslögmál, eitt út af fyrir
sig, er óheilbrigt—það, að slaka til, eða slá af við aðra
til þess aS þroska þá eða stefnur þeirra, er í beinni
mótsögn við lífsþroska, eSa lífsvilja þess, er það gjörir
og gjörir hann því að veikari og minni manni. Þann-
ig er það í öllu verklegu í lífinu og þannig er það líka í
andans heimi.
1 hvert sinn, sem menn slá af skoðunum sínum í
andlegum eSa veraldlegum málum, til þess að þóknast
öðrum eða kaupa sér vinsældir, þá eru þeir að svíkja
sjálfa sig og sannleikann.
f ræðu þeirri, sem hr. John Wl. Davis, forsetaefni
Democrata í Bandaríkjunum, flutti, þegar honum var
tilkynt, að hann hefði verið útnefndur forseta-efni
flokks síns, komst hann þannig aS orði: “ÞaS er
heilög skylda allra, sem unna stofnunum Bandaríkja-
þjóðarinnar, að mótmæla (oppose) hinum helga boð-
skap um umburðarlyndi í trúmálum.”
MeS því, sem hér er sagt, eigum vér ekki sérstak-
lega við trúmálin, þó þau séu mönnum róttækari en
flest eSa jafnvel öll önnur mál og því áhrifameiri á
hugsanalíf einstaklinga jafnt sem fjöldans. Vér eig-
um við Öll mál, sem nokkru varða og menn hafa kom-
ist að sannleiksniðurstöðu í. Sannleikurinn er það,
sem á aS vera hornsteinn hugsana allra manna —
sannleikurinn, eins og þeir hafa fundið og vita hann
réttastan, og af þeim sannleika eiga menn aldrei aS
slá, við hann eiga menn að standa, hann eiga menn að
verja með kurteisi, en allri einurS, þegar á hann er
leitað, og með hann letraðan efst á fána sinn eiga
menn stöSugt að sækja fram til sigurs.
AS berjast fyrir því, sem manni er heilagur sann-
leikur fsannleikurinn er ávalt heilagurj, það er hin
göfugasta köllun.
Að sýna gagnstæSum skoðunum umbyrSarlyndi
—vera vorkunnsamur við þær, er ekki að eins lítil-
menska, heldur stórvillandi.
Menn eiga aS berjast fyrir skoðunum sínum,
gera línurnar á milli þeirra og skoðana annara skýrar
—berjast drengilega og standa eða falla meS þeim. Á
þann hátt einan, getur það haldið velli í skoðanaheim-
inum, sem hæfast er.
------o------
“Circumstantial Evidence.”
Svo heitir dálítið kver, sem Bogi Bjarnason, rit-
stjóri “Kelvington Radio”, hefir sent oss. Er þaS
saga um fjölskyldur tvær, sem óvinátta hafði staðið á
milli í langa tíð og frá þeim gengur í erfSir til sona
þeirra tveggja, sem John og James heita. Þeir eru
einkasynir foreldra sinna og alast upp á heimilum
þeirra, sem liggja nærri saman. Ganga báðir á sama
skólann og fá báðir ást á sömu stúlkunni, sem er skóla-
kennari í héraSinu og sem gefur þeim báðum undir
fót, þótt hún meini ekkert með því annað en draga þá
á tálar.
Óvildin gengur í erfSir til drengjanna og svo bæt-
ast ástamálin þar ofan á, sem magnar óvildina á milli
þeirra, þó þeir sjálfir haldi sér vel í skefjum.
Ein aðal persónan í sögu þessari, er karl, sem
Garrick heitir, og er kallaður Garrick málugi. Er það
nokkurs konar flakkari, þó hann gefi unnið vel. Ka/1
þessi kemst í ónáð hjá föður Johns og gengur svo bæ
frá bæ, þó hann hallist helst að hjá föður James, og
fyllir fólk fordómum út af óvináttu Johns og James
og foreldra þeirra, unz alt fólkið í sveitinni var orðið
sannfært um, að ekki yrði stýrt hjá vandræðum.
Svo koma vandræðin. John og James eru á ferð
í bifreiðum og mætast í skógarlundi, þar sem vegurinn
er bæði blautur og mjór. Enginn er þar nærri, nema
Garrick; hann er nokkur hundruð faðma í burtu og
sér þegar báSir fara inn í skóginn. Svo bíður hann, :
fullviss um, að eitthvað ægilegt muni koma fyrir, en
fer þó ekki á vettvang—bíður, unz annar þeirra,
James, kemur út úr skóginum í bifreið sinni og heldur
íeiðar sinnar. Þá fer Garrick að líta eftir John, og
finnur hann örendan á brautinni, með áverka á annari
augabrúninni, sem blóðið rennur úr. Garrick var ekki
í neinum vafa um, hvað fyrir hefði komið, nefnilega,
aö mönnunum hefði lent saman í illu og aS James
hefði drepið John, og samkvæmt þeim vitnisburði var
James tekinn af lífi.
En sagan skýrir hvað fyrir kom. Mennirnir
mættust á brautinni og véku úr vegi hvor fyrir öðr-
um. Ytri hjólin á bifreið Johns höfSu fariS ofan í
vatnið í skurðinum. I vatninu var tré, sem sporð-
reistist, en á trénu var slanga, sem kastaSist framan í
John, en hann hafSi verið óvanalega hræddur við slöng-
ur frá þvi aS hann var barn, og honum varð svo níikíð
um, að hann henti sér út úr bifreiðinni, kom á höfuS-
ið niður á enda á tré og rotaðist.
Þrent er það sérstaklega, sem þessi saga hefir aS
fyltja: Flysjungsskap eða tál i ástamálum. HvaS
ægilegar afleiSingar slúður manna getur haft. Og hve
óttinn, þegar hann nær haldi á mönnum, getur dregið
úr lífskrafti þeirra og gert þá hjálparlausa.
Kver þetta er laglegt, frágangurinn góður, en
málið er naumast eins létt og laSandi og það gæti
verið.
-•-----o-------
0
Að þekkja sanna ánægju.
(Þ$tt.)
Það, sem mest er vert í sambandi við lífsgleSi og
ánægju, er ekki að leita hennar, heldur, þegar þú
finnur hana, að þekkja hana, og sumir lifa svo i gegn
um alt sitt líf, að þeir gera þaS ekki. Ef allur metn-
aður, öll eyðslusemi, öll viðleitni, óhóf, afbrýSissemi,
ósamlyndi og athafnir hins blinda mannlífs væri gagn-
rýnt, eða sáldað, þá er að eins eitt orS, sem liggur til
grundvallar fyrir því öllu saman, og orð það er
ánægja.
Nálega allar bækur, sem ritaðar hafa veriS, snú-
ast um persónur, sem rötuðu i ófarsæld, eða þá aðr-
ar, sem við hana losnuðu á einhvern hátt og urSu lífs-
ánægjunnar aðnjótandi.
’ Nálega alt samtal manna, hvort heldur um er aö
ræða samtal Alexanders og hershöfðingja hans, eða
saklausu barnanna ungu, þar sem þau eru aS leikjum,
er ánægja.
í klúbbunum í stórum og smáum bæjum eru menn
að talá um hana á kveldi hverju, hvort heldur tal
þeirra hneigist að “golf”, hjónaskilnaði, stjórnarbylt-
ingu, gjörir ekkert til í þessu sambandi, og á morgn-
ana gjöra konurnar það, þegar þær eru aS senda ó-
hreint lín i þvottahúsin og ákveða hvaða réttir skuli
hafðir til miðdegisverðar, eða fá nágrannakonur sínar
til þess að vinna í starfsnefndum.
Sú kona er farsælust, sem á ánægSan eiginmann
og börn. Kennari, sem getur gert nemendur sina á-
nægða, er góSur kennari. Og þegar alþýðleg bók eins
og Pollyanna kemus út, þó hún sé laklega skrifuS og
ónáttúrleg, sem flytur mönnum sanna lífsgleði, þá
tekur fólkið henni með opnum örmum, 500,000 eintök
eru seld á stuttum tíma, og fólkið, sem hungrar og
þyrstir eftir lífsgleði og ánægju, gjörir hinn óbrotna
boðskap hennar að átrúnaði.
Óbrotin? Pollyanna var eSlilega látlaus. Svo er
heimur sá, sem ánægjan byggir—eins yfirlætislaus og
trúarbrögðin, þegar þau felast í orðinu kærleikur, —
eins eðlileg og sólarljósiS, berglindin og bláfjallaloftið.
Alt hið mikla, sem í heiminum þekkist, er eðlilegt og
einfalt..
Það varð hlutskifti mitt fyrir nokkrum árum síð-
an, eftir aS eg hafði verið veik, aö þurfa aS fylgja
ströngum matarreglum, og þegar eg heyrSi s'tóran og
föngulegan lækni segja mér, að eg yrði að hætta að
borða kjöt, sætmeti, kjötsósu, blandaða ávexti, og
hætta að drekka kaffi með rjóma í, þá varð eg alveg
utan við mig.
í þá daga fanst mér þeir, sem héldu því fram, að
menn ættu að eins aS neyta ávaxta, vera blátt áfram
hlægilegir. Mér fanst þeir vera sérvitringar, sem væru
að rjála við kálleggi og gulrófur á diskum sínum, til
þess að hinir, sem kjötmatinn átu, litu út sem glor-
hungraðir villimenn. Én það er óþarft fyrir mig að
taka fram, aS eg væri með öllu ófáanleg til þess að
fara aftur að neyta hinnar þungu fæðu, sem eg neytti
áSur fyr. Sauðakjöt, muldar kartöflur, kjötsósa og
þess háttar réttir, virðast mér nú ekki matur.
Lifsánœgja og einfalt líf.
Eftir alt, þá er ekki ánægjan í því fólgin, að troSa
sig út hugsunarlaust með þungri fæðu, hvenær sem
manni dettur í hug aö bera hana sér til munns; hún er
fólgin í einfaldleikanum—í þeim einfaldlej^a, að skilja
hvaða fæða er hagkvæmust,yhollust og minst þving-
andi fyrir líkama manns og sál, og sneiða hjá öllu
öðru.
ÞaS er dálítið erfitt í byrjun, en þaS kemst fljótt
upp í vana og verður eðlilegt konum þeim, sem borSa
ávaxtasúpu, ómengað brauS og smjör, og gjörir þær
frjálsar. Hinar, sem troða sig út með sætabrauði,
kjöti og krydduðum eftirmat, eru þrælar. Flest af
fólki borðar fimm sinnum meira en þaS ætti að gera.
Og hvorar eru svo frjálsari, þær, sem boröa það, sem
þeim er holt og ekki meira, eða hinar, sem ekki geta
melt nema einn fjóröa part af því, sem þær láta ofan
í sig?
Eg minnist á þetta til þess að sýna hvað flest okk-
ar gera í leitinni eftir lífsánægju. Við gefum jbkkur
aldrei tíma til þess með hugarró og bæn, að Komast
að, hvaS það í raun og veru er, sem veitir hverjum
einum af oss sanna lífsánægju. Við æöum áfram og
gleypum fimm sinnum meira, en við fáum brotiö til
mergjar, eða notið, og verðum svo að kannast við það
eftir á, aS það veitti okkur harla litla lifsánægju.
Fjórar veizlur, fjórar leikhússýningar, fjórar
skemtisamkomur af hverjum fimm, sem viö njótum,
hafa ekkert nema vonbrigði í för meö sér. Við erum
spurð að, hví við höfum verið að fara, og koma svo
ekki heim fyr en klukkan tólf og þrjátíu þreýtt og ó-
ánægð, og veltast svo vakandi í rúminu hálfan klukku-
tíma meö eitt af þessum spennandi tímaritum, sem til
þess eiga aö vera að koma kyrS á taugarnar og sefa
skapið, þegar það er ilt.
Og eftir slika næturhvíld og morgunkaffi með
þykkum rjóma í, heitt brauð, egg og ávexti, liggur
dagurinn eins og þungt farg á mönnum, svo til þess
að hann verði ekki leiSinlegur og jafnvel óþolandi,
verður maður að finna upp á einhverju mikilfengu og
spennandi. Það sýnist nú orðiö of dauft að koma
heim til sín, fá sér kalt vatnsbaö, borða svo rúgbrauð
og perur og að því búnu taka sér í hönd góða bók og
lesa dálitla stund. Nei, slíkt er nú oröið óþolandi.
Miklu skemtilegra að síma til Smiths hjónanna og
biðja þau að koma og borða hjá sér kvöldverð, sem
sóttur hefir veriö í bakaríiS og búðina og slá svo upp
í slag á eftir.
En, ef þú ert ánægður—verulega ánægður og
finnur til þess í þinni eigin sál, ef þú vaknar glaSur
á morgnana og þykir fyrir því að þreyta eftir ærlegt
dagsverk knýr þig til þess að ganga snemma til rekkju
á kveldin, þarftu þá að vera aS fást um nokkuð
annað ?
Gerir þér það nokkuð til, þó fólkið líti á þig fyr-
irlitningaraugum ? Gjörir þér það nokkuS til, þó þaS
hakli að nægjusemi þín sé lítilþæg og fávísleg? Er
það sjálft ánægt? Þessir menn og konur, sem þjóta
úr einum stað í annan í bifreiðum, ávalt að breyta til,'
ávalt að skifta um félaga og maka, smeygja sér fram
hjá allri ábyrgö í lífinu, spila upp á peninga, drekka,
flyssa, og dansa án þess að gefa sér tíma til þess að
kasta mæðinni ? %
Að lifa lífi sínu aftur.
Fyrir nokkrum árum var kunningja mínum ein-
um sagt, að hann ætti aS eins fáa mánuði eftir ólifaða
og það með þvi að hann flytti út i óbygðir og héldist
þar viö þann stutta tíma. Þetta var efnamaður 35
ára gamall, sem heima átti í stærstu borginni 0g var
félagi í golf-klúbbnum, siglingaklúbbnum, átti fleiri en
eina bifreið og fór á hverjum degi á skrifstofu sína,
sem var í Wall stræti.
Maður þessi fór með konu sína og dreng fjögra
ára, sem þau áttu, og Kínverja til þess að matreiða,
út í óbygSir. Fyrsta verk veika mannsins, þegar út
í óbygðirnar kom, var að smíða hyllur í húskofann,
sem þau bjuggu í og dytta að honum. Svo fóru þau
að lesa saman og læra spönsku; og/þarna mættu þau
drengnum sinum litla í fyrsta sinni sem faðir og móS-
ir. Við húsiö var ofurlítill leikvöllur, sem þau not-
uðu, en hlóðir til þess að elda á varð hann aS hlaöa úti
fyrir húsinu úr múrsteini. Við húsið voru fíkjutré og
tré meö þrúgum, og varð maðurinn aS borða fæðu þá,
sem hr. Holt (svo hét læknirinnj skipaöi honum, og
konan, eins og konur vanalegast eru, var hneigö til
ávaxta neyzlu og nýmjólkurdrykkju, og þau tóku öll
framförum—urSu hraustari og ánægðari.
En ekkert á milli himins og jarðar hefði getað
komið þessum hjónurn til þess að gjöra þetta annað
en dauðadómur sá, er læknirinn kvaö upp yfir mann-
inum og jafnvel, þegar hinir auðugu kunningjar
þeirra heimsækja þau og öfunda þau af útsýninu, á-
vaxtatrjánum og hinu yfirlætislausa lifi þeirra og
hlusta á sögu þeirra, þá dettur þeim ekki í hug að I
gjöra slíkt hið sama.
Þessi kunningi minn reykir vindil sinn í næSi aS
loknum miðdegisveröi og fullvissar gesti sína um, að
hann hafi höndlað leyndarmálið: Einfalt fæði, ódýr
klæði og góðar bækur, einveru, náttúrufegurð, sólskin
og stjörnublik.
En þess verður ekki langt að bíða, aö hann líka
hverfur til baka—hverfi aftur til steinlögöu stræt-
anna, “golf” klúbbanna, “bridge”, hávaða, ofáts, of-
tals, ofdrykkju í öllum tilfellum.
Lifsánægja, sem svo er sjaldfundin, er eitt af því,
sem allir segja ósatt um. Manns eigin sál gerir þaö
ekki. Við sjáum lífsánægju á hinum ýmsu sniðgötum
lífsins, í fórnfýsi, einfaldleik, þjónustu. En við leit-
um hennar ekki þar. En í stað þess rennum vér aug-
|Um vorum til bifreiðanna stóru og glæsilegu, sem
þjóta í ryktnekki fram hjá okkur, til blaðanna, i tízku-
bókunum, þar sem sögur eru skráSar um sjálfsmorð,
bruðl heimsku, hjónaskilnað, málaferli, til þéttskip-
aSra samkomu staða, herbergja þar sem ekki heyrist
mannsins mál fyrir hávaSa, þéttskipuðum mönnum og
konum, sem ekki eru matarþurfi, en borga $3.00 hvert
fyrir þá náð, að fá að sitja við borð, sem áður voru
alskipuS, til þess að fá að ganga úr skugga um það,
hver þaS sé, sem lengst getur gengið í því aS mis-
bjóða þeim.
Auður og ánægja.
Þrátt fyrir reynslu þá, sem vér höfum, þá samt
er það fast i meðvitund vorri, að auðurinn auki á lífs-
ánægjuna. Ef við fréttum um miljónairtæring, sem
aukið hefir einni miljóninni enn við eignir sínar, þá
fyllumst viS afbrýöissemi, og höldum, að hann hljóti
að hafa þeim mun meira af lífsánægju. Þó að konan
hans hati hann, þó sonur hans sé dauður og dóttir
hans mishepnuð, hvað gerir það til? Hann hefir
miljónirnar, bifreiðarnar, stórhýsi í borginni og sum-
arbústað við Palm Beach—hann hlýtur að vera á-
nægöur.
Eg býst viö, að þetta veröi að vera sona, eins lengi
og heimurinn er viS líði. Við urðum fyrir þeirri ó-
hamingju, að verða leiddir út á villibrautir. Manns-
öldrum áður en viS fæddumst, þegar veröldin var svo
mikið minni og lífiS einfaldara en það er nú, þá voru
það valdsmennirnir, sem hefðu átt aS vera talsmenn'
jafnréttisins, einfaldleikans, hinnar sönnu auðlegöar,
sem er leyndardómur fátæktarinnar, sem brugðust.
Konungar í hamingjuleit rökuðu saman auSi og dóu
svo úr siðspillingu. Jafnvel kirkjan var blekt, svo
hún barðist fyrir landeignum, nafnbótum og virS-
ingastöðum.
Og syndir þeirra koma okkur í koll. Það er aö
eins við og viS, að konan dirfist að brjótast í gegn
um vanans glys, dirfist að lifa og klæðast og fæða
börn sín upp hóflega og auSga sál sína við göfugar
hugsanir og hvíla augu sín við sólsetriS, vornáttúr-
una og lífið og haustfegurðina, sem verömeiri er en
auður allra konunga heimsins, sem andann hafa
dregið.
Og þegar hún gerir það, þá fyrirlítum viö hana.
Við erum virkilega komin á það stig, að þegar við
mætum henni, með knyppi af viltum blómum í hönd-
um og heilbrigðu stúlkuna sína litlu við hlið sér, sem
hún hefir fætt upp á kúamjólk, og laglegan heimatil-
búinn hatt á höfðinu, þá berum við sérstaka fyrirlitn-
ingu fyrir henni.
Hún les Browning á kveldin. Við þjótum flyss-
andi hjá í bifreiðinni okkar og allrir hlæja og—
stynja.
o
ÞRUMA.
Eftir Einar Benediktsson.
Að forðast og þrá — það er líf alls lýðs.
Lopthafið sjálft er veröld stríðs.
Eins hrærist öll eiIífS í himnanna geim,
við hjartaslög alvalds i kerfum stjarna.
Og s'kammsýnin iðar aptur og fram,
til enda þess ríkis, sem skaparinn nam
— unz aflið kastar efnisins ham
og andinn þreifar á frumlunnar kjarna.
Alt eðli sem hratt, frá hinu, sem dró
í himninum jafnvel að lokum fær nóg.
Þá slöngvast á afgrunniS eldleg brú.
Hvað yfir sig lifði skal hrökkva úr vegi.
Af mollu og kyrS urSu skyggjandi ský;
eins skapaði rótleysið pollanna slý.
En dýkisins lágmark náðist á ný.
Náttvofur hörfuðu enn fyrir degi.
— Vér sökumst þungt um vorn svikafrið
þá sögunnar blaði skal snúið viö;
þá' fólk undir lygarans lágu þögn,
við ljóstandi elding af svefninum hrekkur.
Af því hefir fjandinn en guð ekki gagn,
að glópskan hreykist. sér sjálfri um magn. —
Þar heimskingi gleypti sitt eigið agn
opt *eldaðist þrældómsins rammasti hlekkur.
— HingaS ei lengur. Hendi er lypt.
Á himnanna vegg stendur drottins skrift.
Þér bygöuS í lopti hillingahöll.
Hún hrynur í rústir og kolmyrkar tóptir.
— Menn dreymir um komandi dómsins kall,
er dynur bergrödd við 'klett og fjall.
Um drungahengjunnar 'hrapandi fall
hrópar þruma, eldingar dóttir.
Og ljósvaldur kastar loganum fram.
Hann lausbeizlar kraftanna þeysandi gamm.
Almáttka veran, eilíf og sæl,
slær orðlausri þögn yfir dauðlegar varir.
Vér hlustum á guð. Hvað er moldar mál,
er myrkvarnir höggast meö leiptrandi stál.
Tíminn er kominn. Nú tendrar sín bál
tjaldbúðin helga með blaktandi skarir.
• *
— Sem ljós eitt má bregða Ijóma í höll,
hver lopteind á kraft fyrir þúsund tröll.
Hér birtist nú andinn í efnis heim.
Hans eldfákar stökkva með sUknaða tauma.
Og þó fer hver regndropa orka í átt, —
sem orð eitt af sannleik aö hinstu fær mátt.
Brjótist til dómarans himinhátt
hergnýr af fangbrögöum andvígra strauma.
—Vísir.
Útdráttur úr rœðu.
Rt. Hon. W. L. MacKenzie Kings.
fluttri í Iðnhöllinni í Winnipeg,
ihinn 4. þ. m.
íMr. King hóf mál sitt
með því að þakka Iborgarbúum fyr-
ir hinar alúðarfullu viðtökur, er
hann og ráðgjafar hans hefðu
orðið aðnjótandi.
æsíkja kosninga aðrir en þeir, sem
enn væru að reyna að hamra það
fram, að verndartollalækkun
stjórnarinnar leiddi til þess að
verksmiðjur landlsins neyddust til
að loka dyrum sínum. Verksmiðjur
vorar standa opnar enn og starfa
með fullu fjöri, þrátt fyrir blekk-
ingarnar og hrakspárnar, og þeim
j verður áldrei lokað til lengdar í
Hann kvað sér hafa verið það! þgeggaj-gjfyni vjg ákvieðinn stjórn-
vel ljóst, er honum var falið að: ,, , _,,, .„ „. , ... , ,
j ,. ... * : malaflokk. Folkið yfirleitt, dæmir
mynda raðuneyti sitt, að erfiðleik-; _ 17
ar ihefðu margir verið á vegi, sem Iíl sínum tíma um atíhafnir og
yfirtíga varð, hvað svo sem það, stefnu vora í bollmálunum og dómi
kostaði. Hið fyr.sta sem sér hefði j Þeim kvíðum ivér ekki.
skilist að hlyti að vera hornsteinn! Það; að ,stjórnin naut ekki á-
undir sannri fólksstjórn hefði | kveðins meirihluta í þinginu, gerði
verið iþað, að Ihvert einasta fylki j henni þegar í upphafi örðugra
út af fyrir sig, ætti fulltrúa í I fyrir> en ella mundi verið hafa. Að
ráðuneytinu, að samhuga canadisk
þjóð væri takmarkið, íhvað svo sem
mismunandi þjóðernis og ættarupp
runa viðkæmi. Þetta hefði sér
Ihepnast, því í fyrsta sinni frá
stofnun fylkjasambandsins ætti
sérbvert fylki sinn ákveðna full-
trúa 1 stjórninni.
Fáir
stjómarstuðningsmenn
Vesturlandinu.
ur
“Yður er kunnugt um,” sagði
Mr. King, “að Yestuirlandið sendi
06S ekki marga stuðningsmenn við
síðustu kosningar. En þaklklátir er-
um vér fyrir þá fáu, er vér hlutum.
Því miður fengum vér engan þing-
mann frá Alherta, en samt sem
áðuir á það fylki öruggan talsmann
í stjórninni. feem lengi var stjórnar
forseti þess fylkis og er þar af
leiðandi kunnugri högum fólks þar
en líklegaist nokkur annar maður
Eg á þar við Mr. Stewart, innan-
ríkisráðgjafa, sem reynst hefir
stjórninni hinn nýtasti maður I
íhvívetna. Saskatchewanfylki
reyndist oss vitund hliðhollara, þvl
þaðan fengum vér Mr. Motherwell
núverandi landbúnaðarráðgjafa.
Manitoba sendi oss Mr. McMurray
er nú á ,sæti í ráðuneytinu. Kjós-
endum Winnipeg iborgar er eg sér-
staklega /þakiklátur fyrir að senda
hann til Ottawa og veita mér þar
með tækifæri til þess að verða að-
njótandi í stjórninnni Ihans góðu
og miklu hæfileika.”
!í samibandi við örðugleika þá,
sem stjórnir yfiirleitt hefðu haft
við að stríða, eftir að ófriðnum
lauk, gat Mr. King þess að eftir
skamma setu við völd, ihefði Bald-
win-stjórnin fallið á Englandi og
Ramsay iMacDonald tekið stjórn-
artaumana í sínar hendur. Hert-
zog hefir tekið við af Smuts í Suð-
ur-Afríku og á Newfoundland
væiri ný stjórn klomin til valda. Mr.
King klvað þeirri yfirlýsingu sinn!
að ekkert yrði af kosningum hér í
landi í haust, hafa alment verið
bekið með fögnuði. Engir virtust,
vísu hefði hún notið dyggilegs
stuðnings frá bændaflokknum en
þrátt fyrir það, hefði Ihún átt örð-
ugt aðstöðu oft og tíðum sökum ó-
nógs þingfylgis. “E'g vænti þess
fastlega,” sagði Mr. King, “að þjóð
in láti það aldrei viðgangast að
afturhaldsiliðið komist til valda
sökum klofnings innan vébanda
frjálslyndu stefnunar.” Slíkt hlyti
að teljast óhapp, sem örðugt yrði
að 'bæta fyrir. Það sem þjóðin
þarfnaðist meist, væri sameining
undir merki firjálslyndu stefnunn-
ar.
Þá mintist Mr. King þess, hve
örðugt stjórnin ætti aðstöðu, sök-
um samsetnings stjórnþjónustu
nefndarinnar, er hefði ótakmark-
að vald til embættaiveitinga, en
væri skipuð mönnum, or allir væru
áklveðnir andstæðingar stjórnar-
innar og frjálslynda flokksins. Sliik
nefnd, ef hún ætti tiiverurétt á
annað iborð, mætti til með að
*standa utan flokkanna.
Sparið
GEGN
4%
Á YÐAR EIGIN Sparistofnun fá
innlög yðar 4 prct. og eru trygð af
Manitobafylki, Þér getið la«t inn
eða tekið út peninga hvern virkan
dagfrá9tiI6. nema á laugardögum.
þá er opið til kl. 1, eða þér getið gert
bankaviðskifti yðar gegnum póst.
Byrja má reikning með $1.00
FYLKI TRYGGING
Provincial Savings Otfice
339 Garry Sí- 872 MaSn St.
WINNIPEG
Utibú: Brandon, Portage la Prairie,
Carman, Dauphin, Stonewall.
Stofnun þessier starfrœkt í þeirn til-
gangi að stuðla að sparnaði og vel-
megun manna á meðal.