Lögberg - 16.10.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.10.1924, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, HMTULAGINN, 16. OKTÓRER, 1924. Hættulegír tímar. Eftir Winston Churchill. Það varð þögn. Öldurnar á mannhafinu fyrir framan lægðust. Magur og illa vaxinn maður með flaksandi föt sprattupp líkt og loddari á skemtisýn- ingu. Það var enginn sjálfstraustssvipur á honum. Abraham Lincoln byrjaði að tala niðurlútur, og Stephen Brice hengdi niður höfuðið og það fór um hann kvíðahrollur. dat það verið að þessi hvella ónáttúrlega rödd væri sama röddin og hann hafði hlustað á um morg- uninn? Gat þessi stirði maður með gulleita hörunds- litinn og'hendurnar fyrir aftan bakið, verið maðurinn sem hann hafði tilbeðið? Háðshlátrar heyrðust til og frá, bæði á ræðupailinum og niðri í mannfjöldanum. Hann leið þrefalda kvöl þessi augnaiblik. En hvers konar tilfinning var þetta, sem-var að koma yfir hann smám saman? Undrun? Hann leit upp varlega. Hend- ur Lincoln voru farnar að færast fram á við. Önnur þeirr kastaðist skyndilega aftur í snöggri ibendingu til að gefa orðum ihans meiri áherslu; höfuðið rétt- ist upp hátt og djarfmannlegt. Stephen gleymdi því að hann hefði blygðast sín fyrir þennan mann. í stað iblygðunarinnar var komin undrun. Og jafnvel henni gleymdi hann líka, því Ihugnr hans sveif burt óravegu, og þegar hann mundi eftir sér aftur varð honum litið á Lincoln, sem nú var orðinn sem nýr maður Rödd hans var ekki lengur hvell; hún var nú orðin lík hljómsterku hljóðfæri, sem hafði undarleg áhrif á alla þá, sem hana heyrðu. Stundum hækkaði hún, en stundum lækkaði hún, þangað til hún aðeins megnaði að koma af stað hreyfingu í hugum áheyi’- endanna, slem breiddist út eins og smábárur á vatni, unz þær að l'okum brotnuðu við ystu takmörk mann- fjöldans fyrir framan hann — “Getur fólik, sem býr innan takmarka Bandaríkj- anna á nokkurn lagalegan hátt útrýmt iþrælahaldi á móti vilja nokkurs iborgara Bandaríkjanna úr sínu héraði fyr en ríkisetjórnarskrá hefir verið samin?” Loksins var hún þá komin fram þessi spurning. Hvort sem það var verra eða hetra, var hún letruð á spjöld sögunnar, og þaðan varð ihún ekki máð aft- ur. Hvorki stjórnmálamennirnir né flokksnefndin gátu kállað hana aftur. En hver var þar meðal allra þeirra, sem heyrðu hana og urðu hrifnir, islem gæti sagt, að þessar fáu mínútur ,sem þá voru að sogast út í 'haf eilífðarinnar, væru mesti hættutíminn fyrir þá þjóð, sem heimurinn allur hefir sett von isína á? Ekki Douglas dómari, sem sat þar brosandi. Hin næma fyndni hansthafði oft komið honum að góðu liði, er hann komst í kröggur. Hann fann ekki ennþá hvar skórinn krepti að sér. Hann grunaði ekki að svar sitt myndi verða landinu til frama eða til falls. Hann gat ekki séð tvö stutt ár fram í tímann og séð lýðveldisferjuna klofna á klettunum hjá Gharleston . ■ og Baltemore, þegar máttur sá, er fýlgdi nafni hans, hefði megnað að koma henni heilli í höfn. En hvað var það, sem þessi maður, er hann fyrir- leit, var að gera? Hann var að taka sundur vélina, sem iDouglas hafði fundið upp til að knýja áfram þjóðarfleytuna. Hann hélt stykkjunum úr henni í höndunum, án þess að blanda þeim saman og sýndi áheyrendunum, að þau voru sviksamlega gerð, þótt ekki bæri á því að utan. Abraham Linooln ræddi flóknar spurningar á Bvo einföldu máli, að margur bóndinn, sem var orð- inn s'ljór af erfiði, heyrði, iskildi og undraðist. Ræð- ur rhans hafa einfaldleika ritningarinnar og þær iheyra til hinum sígildu ritum í bókmentum þjóðar- innar. Það sem Stephen undraðist mest, var hvernig íþessi maður, sem gat verið svo grófur í orði og lát- bragði, gæti verið slíkt istórmenni í baráttu fyrir sið- ferði og sannleika. Margur annar hefir og undrast yfir því, bæði fyrir og eftir Freeport kappræðuna. Klukkustundin leið af fljótt, og iþegar forsetinn gaf Lincol^ merkið um að hætta, var það hinn stór- vaxin félagi Stephens, sem lét í ljósi tilfinningar ’ þeirra, sem sátu Umhverfiis ihann. “Hann svei mér kemur Steve í hann krappan!” hrópaði- hann. Eg hefði aldrei trúað því að Abe gæti þetta.” Hinn æruverði Stephen A. Douglas virtist nú samt ekki vera í neinum vandræðum er hann stóð upp tia þess að svara Látbragð hanis, meðan hann stóð og beið eftir að lófaklappið, sem fagnaði hon- um, hætti, bar vott um að hann þættist ekki í nein- um vanda staddur. Spurningin virtist ekki valda honum hinnar minstu áhyggju. En í augunum á StepOien Brice stóð dómarinn þarna afhjúpaður öllum þem frægðarljóma^ esm áður hafði af honum stafað, rétt eins og stjórnmálakenningar hans höfðu verið flettar allri svikagyllingu af Lincoln og skildar eftir naktar fyrir augum áheyrendanna. Jafnvel í vexti “litla risans” vár sama ósam- kvæmnin og í sál hams. Hann var smár vexti, en hann hafði Ijónsihöfuð og herðar og hann hafði jafn- vel öskur Ijónsins. Hin djúpa- bassarödd hans var mjög í mótsetningu við hina ihvellu rödd Lincolns, er Ihann byrjaði. Hafi Stephen búist við að hann skylfi á beinunum, er hann stóð upp, þá sannarlega skjátl- aðist Ihonum. Hann kom áheyrendunum til þess að undrast orðafimleik sinn með því að leika sér að því, sem Lincoln hafði sagt eins og sjónhverfingamaður á leiksviði. En Stephen, sem hlustaði eins nákvæm- Iega og hann gat, fanst dómarinn samt færa fram meiri vörn heldur en búast hefði mátt við af honum, eftir látbragði Ihans að dæma. Var hann ekki mitt á meðal flokksbræðra simna, Norðanríkja demókrat- anna, þarna í Freeport? Og samt var sem það veitti honum einhverja ánægju að titla á'heyrendur sína meðhaldsmenn hinis “svarta lýðveldis.” “Ekki isvart1” var Ibrópað hvað eftir annað framan úr manmþröng- inni, og einu sinni spurði einhver hann að, hvort hann gæti ekki dregið ofurlítið úr þesisu og kallað það mórautt. "Nei, alls ekki,” sagði dómarinn og kall- aði þá Yankees, þótt hann sjálfur væri fæddur í Verrruont. Hann gaf jafnvel í skyn, að flestir þessir svertingja meðhaldsmenn vildu fá sér svartar kon- ur. En svo var spurningin og henni varð hann að svara. Hvernig átti hann, þótt hann væri fimur í orða sennum, að svara henni, án þess að móðga hin vold- ugu Suðurríki? Hann svaraði fyrstu ispurningunum mjög fimlega. Þögnin var svo mikil, að þar heyrðist ekkert nema þýtur vindsins í trjánum, fremur en að þar væri ekki nokkur lifandi maður. En áheyrendurn- ir þyrptust nær og nær ræðupallinum, þangað til hann nötraði. Æ, dómari góður, um síðir rennur upp reikn- ingsstundin fyrir alla menn, sem fara með fals. Hvernig gast þú séð fyrir vissan dag í framtíðinni, er þú yrði staddur undir hvolfþakinu á þinghúsinu? Hefðir þú iséð fram í tímann, þá hefðir þú hikað áður en þú svaraðir. HefÖir þú séS nógu langt fram í tím- ann, þá ihefðir þú séð þennan ófríða mann, Lincoln standa berhöfðaðan frammi fyrir þjóðinni og sjálf- an þig haldandi á hatti hans. Sú athöfn ein hefir bætt fyrir yfirsjónir þínar, Dlouglas dómari; hún hefir gefið þér göfgi, sem menn héldu að þú ættir 'ekki til. Guð gaf þér að lokum styrk tiLþosls að vera auðmjúkur, og þessvegna hefir þú verið taflinn með föðurlandisvinunum. Þú bjóst við, herra dómari, að þú gætir. siglt gegnum sundið milli Scylla og Charybdis. “Það gerir ekkert til,” hrópaðir þú, “það gerir ekik;ert til, hvern veg hæstiréttur hér eftir ákveðúr um þá spurningu, Ibvört þrælahald megi eða megi ekki leyfast í nýjum hóruðum undir istjórnarskránni. Fólkið getur með lögum leyft það eða barfnað, ef það víll, vegna þess að þrælahald getur ekki ihaldist við á nokkrum stað einn einasta dag nema að lögregluvaldið á þeim stað leyfi það.” Þú munt ekki hvíla rólega næstu nótt, dómari góður; þú hefir gert^þig sekan um stjórnmálalega villukenningu. Það eina sem eftir er að segja frá er það, hvern- ig Stepíhen Brice fann Lincoln aftur, er hann kom heim í veitdngahúsiið. Á knjám Lincolns sat lítill drengur, sem var í sjöunda himni af fögnuði, og Lincoln var að leika á munnhörpu ihans mjög hátíð- legur á svip. Við hlið hans stóð faðir drengsinis, sem var mjög upp með sér af þessu. Hann hafði komið með drenginn með isér yfir Iheila tvo hreppa í flutn- ingsvagni, og næsta morgun mundi hann halda heim og skrásetja þennan atburð á fremsta blaðiS í bibliu ættarinnar. 1 einu horni herbergisins voru nokkrir málsmetandi menn, sem biðu með óþreyju eftir því að ræða við Lincoln um spurninguna. • Þegar Lincoln sá Steplhen leit hann upp með brosi á vörunum, sem Stephen man enn eftir og mun ávalt muna. “Segðu Whipple dómara, Steve,” sagði hann, “að eg hafi litið eftir þessu lítilræði fyrir hann.” “En herra Lincoln,” sagði Stephen, “þú 'hefir ekki haft nokkurn tíma til þess.” “Eg (hefi tekið mér tíma til þesisv” svaraði Lincoln “og eg held að það hafi iborgað sig fyrir mig, og ef mér skjátlaist ekki, þá held eg að þú sért nokkuð fróð- ari í dag en þú varst í gær.“ “Já, það er eg,” sagði Stephen. “Heyrðu nú, Steve, vertu nú hreinskilinn. Vor- kendir þú mér ekki í gærkveldi?” iStephen roðnaði. “Eg geri það aldrei framar,” sagði Ihann. Hinu undarlega brosi, sem kom sivo flótt og hvarf jafnskjótt aftur, brá fyrir sem snöggvaist. Svo kom óségjartlegur sorgarsvipur í istað þess á einkenni- lega andlitið — það var sorgin úr mestu Iharmleikjum heimisins, grýting Stefáns og krossfesting Krists. “Eg vildi biðja þess að þú vorkendir mér aftur,” isagði Lincoln. Barnið sat enn á kné hans hrætt. Stjórnmála- mennnirnir voru farnir út. Lincoln hafði tekið í hönd Stephens og hélt í hana. “Eg geri mér góðar vonir um þig, Stephen,” sagði hann. “Mundu eftir mér.” Stephen Brice hefir aldrei gleymt Lincoln. Hvero- vegna var honum hrygð í Ihuga, er hann gekk ti! járnbrautairstöðvarinnar? Þa?5 var meðvitundin um manninn, sem hann var nýskilinn við, eins og hann hafði verið og átti eftir að vera, þennan Lincoln, sem hafði erjað jörðina, bygt bjálkakofa nágranna síns og upprætt illgresið úr akri hans; sem hafði verið kaupmaður, póstafgreiðslumaður, og bátsstjóri; sem ihafði fylgt hörðum dómra, sem úthlutaði ómildri réttvísi til manna í héraði, sem var erfitt viðfangs; sem hafði lagt ófriðarseggi flata í forina, bjargað konum frá því að vera móðgaðar og setið við rúnlstokk margs hugdeigs sjúklings, sem hræddist hinn hinsta dóm; þennan Lincoln, sem sagði grófar sögur sitj- andi á tunpubotni og ávarpaði menn með óþvegnum orðum á róstusömum stjórnmálafundum og hljóp niður af ræðupallnum og þeytti óróaseggjunum í ýmsar áttir; þennan lækni sem átti eftir að hjúkra þjóðinni er hún var dauð.sjúk, sem hélt með sinni stóru hendi um lífæð henrtar, og sem með skilningi sínum og þekkingu, er var næstum guðdómileg, veitti .henni undraverða lækningu. Þannig var það sem meistarinn mikli læknaði og þegar verki hans var lokið', dó ha’nn sem píslarvottur. Abraham Lincoln dó í nafni hans. -------o------ XIX. KAPÍTULLI. GLencoe. Það var komið fast að hádegi næsta dag, þegar Stephen kom inn í skrifstofuna, þreyttur, rykugur og sveittur. Hann kom ^angað beina leið frá ferjunnf, án Iþess að fara heim fyrst. Og hann hafði hugsað sér að iborða í ró og næði með Richter undir trjánum fyrir framan þýsku öldrykkjustofuna og tala við hann um Abraham Lincoln. Hann var að hugsa um það með sjálfum ,sér, bVort Richter hefði heyrt getið _um Abraham Lincoln. Þjóðverjinn mætti honum efst í stiganum og hann var alvarlegri en bann átti að sér að vera, þótt hann hann heilsaði Stephen með brosi. “Þú kemur nokkuð seint, vinur minn. Hvað hefir komið fyrir þig? Fékk ekki dómarinn skeytið frá Lincoln?” spurði Stephen, órólegur. Þjóðverjinn ypti öxltim. ‘lEg veit það ekki,” sagði hann. “Hann er farinn . til Glencoe. Dómarinn er veikur, Steþhen. Doktor Polk segir að hann hafi lagt of mikið k sig alla sína • æfi. Doktorinn og Carvel ofursti reyndu að fá hann til þess að fara til Glencoe. En hann fékst ekki til að hreyfa sig fyr en ungfrú Carvel kom sjálf í gær alla leið og skipaði honum að koma. Ó, það eru dásam- legar konur hér í Ameríku.” hrópaði Ridhter frá sér numinn. Eg verð alveg utan við mig þegar eg bugsa um ungfrú Canvel. “Og ungfrú Carvel kom hingað?’’ sagði Stephen í spyrjandi róm. “Gengur nú ekki alveg fram af mér”! hrópaði Richter sem honum þætti miður.. “Það er rétt eins og þér standi á sama um þetta.” Stephen gat ekki varist hlátri. “Og því skyldi mér ekki standa á sama,” svaraði bann, og bætti svo við alvarlegri: “Nema að því er snertir Whipple dómara. Hefir þú frétt af honum í dag, Karl ?” “'Einn af þjónum Carvels ofursta kom í morgun til þess að sækja bréfin hans. Honum hlýtur að líða betur. Eg — eg óska þess og bið ,að honum batni,” sagði Richter og varð klökkur við. Hann hefir verið mér mjög góður. Stephen sagði ekkert, en ihann hafði fundið til iþess þetta augnablik, að sér þætti vænna’um dómarann en sig hefði grunað. Á leiðinni heim til sín síðari hluta dagsins klom hann við í búð Carvels ofursta til þess að fá nánari fréttir. Hopper sagði honum, að dómaranum væri að batna, og bætti við, að hann ibyggist ekki við því, að ofurstinn kæmi til bæjarins í heila viku. Þetta var laugardagur. Eliphalet ,sat í einkaskrifstofu ofurstans og var að gefa nokkrum starfsmönnum verslunarinnar fyrir- skipanir ,sínar. Hann var svo umsvifamikill og fann svo mikið til sín, að hann mátti naumast vera að því að isvara Stphen, ,sem fór burt hugsandi um það með sjálfum sér, hvort hann hefði verið hyggihn í því að fara að nema lög. Eliphalet mátti alis ekki vera að því að tala við Stephen þegar hann kom aftur í búðina næsta mánu- óag. En Ephum, sem var sendur á hverju kvöldi út til Glencoe með skilaboð viðvíkjandi versluninni sagði hounm, að dómarinn væri mikið lakari. Á miðviku- daginn var engin breyting orðin á, svo frú Brice vogaði ,sér að isenda lyf með Ephum. Síðari hluta föstudags, þegar Stephen yar niðurtsokkinn í að lesa lagabók Whittlesey og nýja lagabálkinn vissi hann ekki fyr en Ephum stóð við hliðina á honum. Hann spurði iStrax eftir Ihvemig dómaranum liði, og Ephum ,svaraði : “Eg held að hann sé betri. Hann og ofurstinn eru famir að rífast um einhvern mann, sem þeir ♦ kalla Linkum. Héraa er bréf, sem orfurstinn skrifaði þér.” iBréfið var mjög kurteislega orðuð beiðni til Stephens um að koma þenrtan dag til Glencoe og hafa með sér öll .skjöl og bréf, sem líklegt væri að dóm- arinn vildi líta yfir. 0g 'þar sem að engin lest færi til baka um kvöldiff, kvaðst ofurtstinn \(ona, að Stephen gerði sér þann heiður að vera þar um nótt- ina. Hann nefndi lestina, sem hann sagðist búast við að Stephen kæmi með. Missouri me£in við ána Mississippi er landið mjög ólíkt heitu, skógarlausu sléttunum í Illinois. Þegar Stephen steig af járnbrautarlestinni á litlu stöðinni í Glencðe og settist upp í léttivagn ofurst- ans sjálfs fyrir aftan Ned, iSem var ökumaður, ibyrj- aði hann að anda að sér hinu hreina, ilmandi lofti Meramec dalsins. Það hafði komið rignjnarskúr og sólin glitraði í regndropunum á grasinu og blómun- um, og greinar trjánna ihéngu þungar yfir veginum. Loksins komu þeir að hvítu hliði á girðingu, sem var fyrir framan fremur ólögulegt timburthús, ,sem hafði veggsvalir meðfram fremri hliðinni, er voru þaktar með vafningsviði. Stephen kom auga á ofurstann, sem var.klæddur í hvít föt og var að reykja vindil. Þetta var veruleg sveitasæla. Stephen gekk heim að húsinu eftir helluistein- unum, sem mynduðu götu gegnum háa grasið. Ofurst- inn stóð upp til að fagna honum. “Vertu velkominn,” sagði hann alvarlegur. “Dómarinn er sofandi núna,’’ bætti hann við. “Því miður varð okkur ofurlítið sundurorða í morgun, og dóttir mín segir mér, að það sé betra að láta hann ekki komast í meiri geðsihræringu í dag. Jinny er hjá honum núna, annars væri hún hér til þess að skemta þér. “Jackson!” hrópaði ofunstinn, “sýndu herra Brice herbergið hans.” Jackson kom strax, tók tösku Stephens og gekk á undan honum upp á loftið. Það var skuggsýnt og svalt í húsinu. Hann vísáði honum á lítið, snoturt hertbergi, sem snéri mót suðri. Það var dúkur á gólf- inu og nokkrar rósir í keri á borði. Stephen sat stundarkorn og starði á blómin og út í blómagarðinn fyrir neðan, gegnum rimlana í gluggahlerunum; svo þvoði hann sér og bustaði' af sér ferðarykið og fór ofan. Ofurstinn sat enn í hægindastól sínum á vegg- svölunum. Hann hafði kveikt sér í öðrum vindli, og á borði við hlið hans stóðu tvö há glöiS af svala- drykk. Hann stóð á fætur og rétti Stephen annað glasið. Eg drekk þér til, 'herra Brice, eg vona að þú kunnir vel við þig hér. Jackson mun færa þér hvað sem þú biður um, og ef þú skyldir vilja aka eitthvað út, skal mér vera ánægja að sýna þér umlhverfið.’’ Stephen drakk svaladrykkinn fullur lotningar og ofurstinn rétti honum vindij. Hann var alveg forviða á iþví, að sér bláfátækum Yankee skyldi vera tekið svona höfðingléga. Ofurstinn mintist ekki á istjórnmál; það var þvert á móti hugmynd hans um þá gestrisni, sem ibæri að sýna ókunnugum rr\anni. Hann talaði um hesta og Stephen gat fljótt skilið, að hann væri góður hestamaður. “Eg var vanur að eiga hesta,” sagði hann, “áður en þeir eyðilögðu þá skemtun skárri manna með þess- um brokkjálkum fyrir tíu árum. Já, við vorum í Lexingfön eina viku og svo hér aðra í Louisville og svo hér yfir á Ames1 skeiðvellinum eftir það. Hefir þú nokkurn tíma heyirt getið um Water Witch og Netty Boone?” “Já, Stephen ihafði heyrt Jack Brinsmade minn^ ast á þessi nöfn. Það glaðnaði heldur en ekki yfir ofurstanum. “Eg skal segja þér!” hrópaði hann, “eg skal segja þér, að hann Ned, svertinginn, sem flutti þig Ihingað, hann reið vanalega Netty Boone í kapþreið- | unum. Geturðu trpað þessu? Hann var sá besti reið- maður, seim nokkurn tíma isettist á hestbak á Ell- eardisville kappreiðaibrautinni. ÍHann ibar guja og græna merkið mitt þangað til hann var orðinn yfir 125 pund á þyngd. Og eg Ihélt honum' við þá þyngd heilt ár, já, heilt ár, skal eg segja þér.’’ “Hélst honum ivið?“ sagði Stephen. “Já, eg vafði hann innan í teppi og lét hann sitja á ,stól ,sem hafði göt í sætinu; svo kveiktum við á spíritus lampa og settum hann undiir hann. Eg lét hann oft léttast um tíu pund með þessari aðferð. Það þarf eld til þess að ná fitunni af svertingja.” Ofurstinn veitti því enga eftirtekt að gestur hans var orðlaus af undrun. i m “Svo byrjuðu þeir á þessum bölvuðu brokkreið- um. Þær eru Ibara fyrir 'hvít úrþvætti.” “PaJbbi!” Ofurstinn þagnaði. ISteplhen stóð upp. Eg vildi óska, að þú, lesari góður, hefðir getað séð ungfrú Virginíu Carvel eins og hún istóð þar. Hún var í hvítum þunnum kjól og hélt á tebakka í hendinni. Hún bar höfuðið hátt, eins og konur vanalega gera, er þær bera ibyrðar. Svona tóku þesisar suðurríkja- fjölskyldur, sem hötuðust við norðanríkjamenn og afnámsmenn, á móti þeim, þegar þeir voru fátækir, svona hjúkruðu þær þeim, þegar þeir voru veikir Stephen gat ekki komið upp orði. En Virginía snéri .sér til Ihans alveg feimnislaust. “Hann hefir verið að þreyta þig með þesisu hrossatali ,sínu, herra Brice,’’ sagði hún. “Er har:n búinn að segja þér hvaða fyrirtaks kappreiðamaður Ned var, áður en hann varð hundrað tuttugu og fimm pund?” Hún hló. “Er hann búinn að segja þér frá löllum kostum Water \^itch og Netty Boone?” Hún hló aftur og Stephen varð enn vandræðalegri. “Eg er margbúin að segja þér það pabbi, að þú flæm- irTivern gest í iburt af iheimili okkar. Þetta tal þitt um kappreiðarmenn er alveg óþolandi.” Cartvel ofursti náði sér í nýjan vindil. “Hvernig líður dómaranum, góða mín?” spurði hann. ‘IHann er sofandi,” sagði Virginía. “Easter fóstra er hjá honum og er að reyna að komast að hvað það er sem Ihann er að tala um upp úr svefnin- um. Hann talar upp úr isvefninum, rétt eins og þú.” “Og um hvað talar hann í svefninum?” spurði ofurstinn forvitinn. Virginía setti niður bakkann. “Hvert það ríki, sem er sjálfu sér sunduirþykt, fær ekki staðist,” sagði hún og gerði stbra isveiflu með handleggnum.. “Eg trúi^Jþví ekki að þessi stjórn fái staðist til lengdar, að hálfu með frelsi og að Ihálfu leyti með þrældómi. Eg býst ekki við að isamibandið leysist upp — eg býst ekki við að ríkið falli — en eg býst við að það ihætti að vera sjálfu sér sundur- þykt.” Þetta er það sem hann er að segja sofandi,” •sagð Virginía. “Viltu heyra meira?” “Nei,” sagði ofurstinn og ibarði hnefanum í borð- ið. “Fari bölvað” sagði hann hugsandi og strauk- hökutoppinn, ‘.‘ef þetta er ekki úr ræðu, sem'þessi bóndagarmur, Lincoln hélt á fundi þrælahaldsand- stæðinga í Illinois í júní.” Virginía fór aftur að hlæja. Og .Stephen gat varla variist hlátri, því honum var mjög vel við of- urstann. Ofurstinn stilti sig og snéri sér að Stephen. “Eg 'bið þig fyrirgefningar,” sagði hann; “eg geri ráð fyrir að þú hafir sömu skoanir í stjórnmál- um og dómarinn. Þú mátt trúa því að viljandi myndi eg ekki móðga gest minn.” Stephen brosti.. “Þetta er engin móðgun fyrir mig,” sagði hann. Ourstinn leit áhann snögglega, er hann sagði þetta; en hann vejtti því eng» eftirtekt, því ihann horfði á Virginíu. Ofurstinn stóð upp. “Þú fyrirgefur, þó| eg bregði mér buirt sem snöggvast,” sagði ihann. ‘IDóttir mín skemtir þér á meðan. Þau horfðu þegjandi á eftir honum þar sem hann gekk burt gegnum háa grasið undir trjánum með gulan hund á hælunum á sér. Einhver undarleg ró færðiist ýjfir Stepihen. Skuggar trjánna ,Voru iað lengjast og kvöldloftið var þrungið af blómailm frá gróðursælu landinu umhverfis; ómar af iþýðu söng- lagi ibárust frá bústað þræ\anna bak við húsið. Hon- um fanst þetta sælustaður eftir hitann í borginni. Hann hugsaði til móður sinnar, sem nú sæti á litlu veggsvölunum við smáhýsið, isem þau bjuggu í. Fyrir einum tveimur árum hefði hiún verið í sumarbústað er hún átti sjálf í Westbury. RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. \ * Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fnrdæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvínnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjóikurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL Tlie Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.