Lögberg - 23.10.1924, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.10.1924, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN. 23. OKTÓBER, 1924. Bls. 3 ]BSBBSSŒWSSBSBBSSStíS^SSISSS^XSiai idiartrti«iaM>aKM>a>afaHi>aiaaisa»gfaaEfla3BgaBiaBi^^ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga :KRiiaai^i^[i^igi^6^æK.a^íaimfaia^i^iaiag]iaiaiaigBBiiawRiwaEBBiB JiSlBöiS'EIOfc aasiBisiaisiaisia^iaiaaii^^ 3SBB iaQ.B9sæf tMgtSHMSlSKlglSMgial Af náð. (Sbr. Matt. 10, 8; Efes. 2, 8). Einu sinni var mér isagt frá gamalli konu. Barnið hennar lá sjúkt iheima. Hún gekk fram hjá aldingarði konungsins, en þar uxu ihin indælustu víniber. Einu ,sinni sá hún vínyrkja konungs; hún 'bauð honum aleigu sína fyrir eitt vínber handa sjúka barninu sínu. En vínyrkinn færðiist undan. Einu sinni var dóttir klonungs á gangi í víngarð- inum; konan bað hana hinisi sama, en konungsdóttir svaraði: “Ef þér Ihaldið, að þér getið fengið kejrpt vínber Ihérna, þá skjátlaist yður, því að faðir minn er ekki kaupmaður, hann er konungur.” Að svo mæltu gaf ’hún konunni stóran vínlberjaklasa. Þetta er það sem vér þurfum að læra. Guð er ■ ekki kaupmaður, heldur gjafari, gjafmildur kon- ungur. Vér fáum eigi himneska arfinn keyptan fyrir peninga né dygðir eða störf. Einu isinni stóð preistur nokkur hjá banasæng auðugs aðalsmanns. Aðalsmaðurinn spurði, íhvort presturinn héldi ekki að Guð mundi endurgjalda sér góðverkin ,sín. “Hvað íhafið þér gert?” ispurði prest- ur. “Eg hefi látið byggja kirkjur fyrir hér um ibil 2001 þúsundir króna.’’ Haldið þér, að Guð selji yður himnaríki fyrir 200 iþús. krónur?” ispurði prestur. Enginn ððlast Guðs ríki fyrir einhverja sérstaka þjónustu til Drottins. Alt gott, sem vér gerum, er framkvæmt í isvo miklum ófullkomleik. 'Guðs ríki er náðargjöf. Jesús hefir keypt oss það með sínu dýr- mæta blóði. Hvað er dýrðlegra en þetta fyrir oss veika og vanmáttuga menn, að mega þiggja alt ó- keypis vegna Jesú. Einu sinni lá guðrækinn maður fyrir dauðanum. Þá sagði einhver vinur hans: ‘lElsku Ibróðir! Nú fær fþiú ibráðum launin fyrir starf þitt.” “Nei, eg vil ekkert nema náð, og eg þarf hennar jafnt við sem hinn aumasti syndari.” Þetta er satt. Hugprúða stúlkan. Eftir dauða móður minnar gjörðist bróðir minn sjóferðamaður, systir mín fór í vinnumensku, og eg var einsömul eftir hjá föður mínum, sem bjó mitt á heiðinni í vesturhluta Englands. Þessi heiði var full af kalkklettum og lækjum, sem runnu milli þeirra. Til næsta bæjar var hér um ibil hálf önnur míla; þar skarst frjósöm landtunga inn í heiðina, og þar tóku við úthý^i á hinum mikla mjólkurgarði, er faðir (þess manns, sem eg seinna giftist, þá átti. Þessi garður lá í fögrum og blóm- legum dal í skjóli hinna ófrjóu iheiðarhryggja; en þegar komið var upp úr dalnum, var æði-langt í burtu herragarður, sem kalllaðist Hólmemanor, og hét eigandi hans Knifton. Herra Knifton hafði fyrir skömmu gengið að eiga unga konu, sem móðir mín hafði haft á ibrjósti, og gleymi eg aldrei meðan eg lifi, góðvild hennar og vináttu við mig. Faðir minn var steinsmiður, og frá kotbæ hans var eins og fyr er sagt, hláf önnur míla vegar til næsta bæjar; en á hinar hliðarnar voru fjórar eða fimm mílur til manna'bygða. Af því að við vorum fátæk, átti þetta afskekta býli vel við okkur, með því við ekki þurftum að gjalda eftir það. Við þetta bættist, að steinarnir, 'siem faðir minn hafði atvinnu sína af að höggva, voru að kalla rétt fyrir utan bæj- ardyrnar, isvo hann undi mjög vel Ihag sínum. Eg get naumast sagt, að eg kynni þar eins vel við mig, þótt eg aldrei kvartaði yfir því. Mér var óvenjulega vel við föður minn; eg reyndi til að gjlöra alt, sem eg gat, honum til geðs, og það sætti mig við þesisa einlveru, að geta verið honum þörf. Frú Knifton vildi fá mig í sína þjónustu, þegar Ihún giftist, en eg neitaði því boði vegna föður míns, þótt eg tæki það næirri mér. Hiefði eg yfirgefið hann, þá Ihefði hann orðið einmana, og móðir mín lét mig Iheita því á banasænginni, að skilja hann ekki eftir einsamlan á þessari eyði-heiði. Þótt kofi okkar væri lítili, var hann þó trauistlega bygður, og allur úr steini þar úr heiðinni. Veggirnir voru að innan fóðr- aðir með borðum, sem faðir Iherra Kniftons hafði gef- ið föður mínum. Þessar tvöföldu þiljur voru nauð- synlegar, til að byrgja, hina köldlu storma úti., sem mikinn hluta ársins blésu á þessu bersvæði. Faðir minn Ihafði bikað alt húsið að utan, svo það var dökkmórautt á lit, og af nágrönnum okkar kallað “Svartibær.” Nú byrjar frásaga mín. Þegar eg var rúmlega 18 vetra gömul, bar það við á áliðnum degi, að nautamaður á mjólkurgarðinum kom með ibréf til föður míns; sem hafði verið skilið þar eftir. Það var frá húsgjörðameistara, sem bjó í kaupstaðnum, er Já Ihálfa dagleið frá okkur, og var þess efnis, að biðja föður minn að koma þangað og gjöra áætlun um, hve mikið stórkostleg steinlhúss- bygging mundi ikosta. Faðir minn átti að fá borgaða ferðina, og honum var beitið vinnu við steinbygging- una. Hann varð þessiu boði feginn, og b/ó sig sem sikjótast til ferðarinnar. Af því að hann fékk bréfið svo seint á degi, og sakir vegalengdarinnar, varð ekki Ihjá því komist, að hann væri að heiman að minsta kosti næturlangt. Hann stakk því upp á því við mig, ef mér væri á móti iskapi að vera ein eftir í kotinu, að loka bæjardyrunum, fara til mjólkurgarðsins og fá að sofa hjá einhverri mjaltakonunni. Mér stóð stuggur af að isofa hjá mjaltakonu, sem eg ekki þekti og af því að eg hélt að eg þyrfti ekki að vera hrædd við að vera eina nótt einsömul, aftók eg að fara þangað. Þjófar höfðu aldrei gjört vart við sig hjá okkur, því að við vorum svo fátæk, að það var til einkiis' að islægjast fyrir þá, og aðra hættu var ekki að óttast. Eg eldaði því miðdegismat föður míns eg hló að þeirri hugsun, að flýja undir verndarvæng mjaltakonu á mjólkurgarðinum og þá er faðir minn hafði borðað, fór hann af stað, gjðrði ráð fyrir að komast heim aftur um miðdegi daginn eftir og skildi mig og kisu mína “iPolly” eftir, til að gæta hússins. Eg var búin að 'bera af iborðinu og skara í eldinn, og var sest niður við vinnu mína með köttinn sofandi við fætur mínar, þegar eg heyrði fótagang hesta; hljóp eg þá til dyranna og sá, að herra Knifton með frú sinni og meðreiðarmanni komu ríðandi heim að kotinu. Meðal annars ,sýndi hin unga frú mér ætíð þá velvild að sœkja mig heim, hve nær sem færi gafst, og maður hennar var fús að fylgja ihenni. Eg gladdist af komu þeirra, án þesis mér brygði mikið við. Þau fóru af baki, hilógu og voru mjög kát. Eg heyrði þá að þau voru á leið til kaupstaðarinis og ætluðu að vera þar nokkra daga hjá góðum vinum, og fara svo hem aftur sama veg. Eg heyrði þetta, og um leið, að þegar þau riðu heim til okkar, höfðu þau verið eitthvað að ,smá-kíta. Frú Knifton hafði í gamni brugðið manni sínum um eyðslusemi, og sagt, að hann mætti aldrei bera peninga á isér, þegar ihann færi út úr húsinu, því áður en hann kæmi heim aftur, væri hann búinn að farga hverjum skildingi, sem hann ihefði í vasanum, ef hon- um gæfist nokkurt færi á því. Herra Knifton varði sig hlæjandi með því, að allir skotpeningar sínir eyddust í gjafir hennar, og ef hann eyddi og spenti, þá væri það henni að kenna. “Við ríðum nú til Cliverton,” sagði hann við konu sína, og eg spái því, að þú stand- ir þar kyr í öðru hverju spori til að dást að öllu því,. sem þér þykir snoturt í búðargluggunum; þá þarf eg ekki annað en fá þér budduna, og þú kaupir. Þegar við þá komum heim aftur, og þú ert orðin leið á því, sem þú hefir keypt, þá kemur ofboð á þig, svo þú fórn- • ar höndum og barmar þér yfir eyðslusemi minni. Eg er ekki annað en féhirðir, isem geymir peningana, en þú, góðin sæl?” ert eyðsluklóin, sem sóar þeim.” “<Er eg?” mælti frúin, og lést vera reið; “við s'kullum nú (sjá, hvort eg læt bera mér þetta á ibrýn að ósekju.” Því næst snéri hún sér að mér og mælti: “þú skalt dæma um það Bðssie mín! hvort eg á þann vitnis- burð skilið, sem þessum góða manni þóknast að gefa mér. Svo eg er eyðsluklóin, og þú ert ekki nema fé- Ihirðir? vel og gott! Féhirðir, gjör þú, svo vel að fá mér peningana mína!” Herra Knifton hló og tók nokkra silfur- og gullpeninga upp úr vestisvasa sín- um. !Nei, nei!” isagði frúin, “þú þarft, ef til vill, á þessum peningum að halda til nauðsynlegra út- gjalda. Eru þetta allir þeir peningar, ,sem þú hefir. hjá þér? Hvað hefir þú þarna?” og hún klappaði um leið á brjóstið á manni sínum, einmitt þar sem frakka vasinn var. Herra Knifton hló aftur og tók upp bréfave^ski sitt. Frú hans hrifsaði það af honum, opnaði það, tók noíkkra bankaseðla út úr því, en lét þá inn í það aftur, lokaði veskinu og gekk með það yfir um gólfið að litlum bókaskáp úr valhnotaviði, sem var hið einasta búsgagn í kofa okkar, er nokkru verði nam. “Hvað ert þú að gjöra þarna?” sagði herra Knifton og gekk á eftir konu sinni. Frúin lauk upp glerlhurðinni á bókaskápnum, lagði veskið á auðan stað í einni af neðri hyllunum, læti síðan skápnum, fékk mér lykilinn og sagði: “þú kallaðir mig nýlega eyðslukló; hér er svarið mitt. Þú skalt ekki eyða éinum eyri af þessum peningum í mínar þarfir í Cliverton. Láttu lykilinn í vasa þinn Bessie! og hvað sem Knifton segir, máttu ekki fyrir nokkurn mun fá honum hann, fyr en við komum hingað aftur á heimleiðinni. Nei, herra minn! Eg þori ekki að eiga það undir, að þú hafir þes'sa pen- úiga í vasanum í Cliverton; eg vil vera viss um, að þú farir með þá alla heim aftur; þessvegna skil eg Þ áeftir á óhultari stað en hjá þér, þangað til eg kem aftur. Hvernig líst iþér, Bessie, á fyrirlesturinn um sparnað, sem þessi hygni maður hefir haldið fyrir hinni eyðsiluisömu konu sinni?” IMeðan Ihún var að tala, tók Ihún í ihandlegginn á manni sínum og dró Ihann með sér fram að dyrunum. Að sönnu veitti hann til málamynda nokkra mótstöðu en honum þótti 'of vænt um konu sína til þess að lofa henni ekki að koma vilja sánum fram í slíku gamni. Þegar hún gekk út úr dyrunum kallaði hún glaðlega: “Við sjáum iþig, Bessie, þegar við komum aftur; á meðan ertu féhirðir okkar og geymir bréfaveskið.” Mjiður hennar lét hana á bak, og því næst riðu þau á stað yfir heiðina glöð oig kát einis og Ibörn. Þótt það væri engin nýlunda fyrir mig, að frú Knifton trfcrði mér fyrir peningum, þar eð hún ætíð hafði látið mig borga reikninga fyrir sig, meðan hún var ógift stúlka, varð eg þó nokkuð áhyggjufull út af því, að ,hún hafði skilið þetta veski fult af banka- seðlum, eftir í mínum vörslum, því að eg Ihefi ætíð Ihaft óbeit á því að takast peningaábyrgð á hendur, jafnvel fyrir bestu vini mína. Þegar eg nú var orð- in ein míns liðs, fór eg að verða hrædd við að sjá veskið gegnum glerhurðina, og í stað þess að taka aftur til vinnu minnar, fór eg að hugsa um, hvar eg gæti falið það, svo það sæiat ekki, ef einhver, isem færi um farinn veg, kynni að koma við hjá okkur. En þetta var ekki svo hægt, því að við áttum ekkert, sem þuirft'i að læsa niður. Eftir langa umlhugsun datt mér í hug tedósin mín, sem frú Knif- ton hafði gefið mér, og sem eg geymdi í svefnher- bergi mínu, svo ihún skyldi ekkert skemmast. En til allrar ógæfu, eins og seinna kom á daginn, fór eg inn í 'SVefnherbergið og sótti tedósina, í stað þes;s að fara með brefaveskið þangað. Það var í tómu hugs- unarleysi að eg fór svo heimskuilega að ráði mínu, og mér hefndist fyrir það, eins og síðar mun sagt verða. 1 því eg náði tedósinni út úr skSpnum, heyrði eg fótatak í forstofunni: hljóp þá jafnskjótt fram, og sá tvo menn ganga inn í eldhúsið, þaf sem eg áður hafði veitt herra Knifton og frú hans viðtökur. Eg spurði nokkuir byrst og þver, hvað þeir vildu, og ann- ar þeirra isvaraði, að þeir vildu tala við föður minn. Þegar hann isagði þetta, snéri hann sér að mér, og þekti eg, að það var stein'smiður nokkur, af lags- mönnum isínum kallaður Dick refuir. Hann var hið mesta hrakmenni, en nafnkendur glímumaður, eins og margir verkmenn í því greifadæmi. Dick refur var líka orðlagður áflogahundur; Ihann var hár og digur, bólugrafinn í framan og illúðlegur, með óvenjulega stórar og loðnar hendur. Hann var sá maður, sem eg íhræddist mest allra eins og ástatt var fyrir mér. Fé- laga sinn, sem eg þekti ekki kal'laði hann Jerry; hann var kviklegur, liðugur og illmannlegur á s/vipinn; hann tók ofan húfu sína með háðslegri kurteisi, og ivar hann skölilóttur og höfuðið fult af ljótum þriml- um. Eg hafði enn meiri beig hf honum en Dick ref og ireyndi að komast að bókaskápnum, svo hann sæi ekki inn í hann, um leiði og eg sagði þeim, að faðir minn væri ekki Iheima, og að eg ætti ekki von á honum fyr en daginn eftir. Þessi orð voru mér varla sloppin, er eg iðraðist eftir, að eg , til þess að loisast við þessa ðboðnu gesti hafði verið svo ógætn að segja, að faðir minn yrði ekki heima alla nóttina. 'Dick refur og félagi hanis gutu augunum hvor til annars, en létu á engu bera og beiddu mig ein- ungis að gefa sér landivín að drekka. Eg svaraði, að eg hefði það ekki til, og þorði vel að neita þeim um þetta, af því eg visisi, að margir voru við verk í stein- námum skamt iburtu. Þeir gutu aftur augunum hvor til annars', og Jerry tók á ný húfu sína ofan með þorparalegri kurteisi og isagði, að þeir ætluðu að hafa þá ánægju að koma aftur deginum eftir, þegar faðir minn væri kominn heim. Eg kvaddi þá svo óhæversk- ■lega, sem eg gat, og mér létti mikið um hjartaræt- urnar, þegar þeir fóru burt. Þegar þeir voru farnir, horfði eg á eftir þeim úr bæjardyrunum og sá, hvar þeir islangruðu og stefndu á mjólkurgarðinn, en af því að farið var að dimma, misti eg bráðum sjónar á þeim. Eftir hálfa stund leit eg aftur út, og var Iþá komin steypirigning Aldrei áður Ihafði mér þótt svo eyðilegt, ’sem þetta kvöld, að horfa út yfir heiðina, og ekki iðraðist eg eftir öðru meir, en að eg Ihafði tekið veski herra Kniftons til geymslu. Eg gat ekki sagt að eg væri eiginlega hrædd, því að eg þóttist vera viss um, að hvorki hefði Dick refur né Jerry séð það meðan þeir voru í eldhúsinu, en eg var hálfvegis myrkfælin og kveið fyrir að vera einsömul, meira en nokkurn tíma áður, það eg man. Þetta fór svoi í vöxt, að þegar eg var 'búin að loka dyrunum, og kom inn í eldhúsið, og heyrði til steinhöggvaranna, sem, gengu fram hjá bæ okkar á leiðinni heim til sín, þá hljóp eg fram í for- stofuna og ætlaði að segja þeim, hvernig ástatt væri fyrir mér, og leita hjá þeim ráða og ásjár. En óðara Ihætti eg við þetta, því að enginn þessara manna var mér nákunnugur; þeir heilsuðu mér, og egþeim, þeg- ar svo 'bar! undir, og , þeir voru mér ekki kunnir að neinum óknyttum; en heilbrigð skynsemi sagði mér þó, að eg þekti þá of lítið til að eiga svo mikið undir þeim, einkum ef eg segði þeim frá bréfaveskinu. Eg Ihafði séð 'svö m,ikla fátækt og svo marga fátæk- linga, að eg vissi, hve óttaleg freistni of f jár er fyrir þann, sem alla æfi hefir orðið að vinna baki brotnu, til að nurla saman fáeinum skildingum. Það eina sem eg nú gat tekið til bragðs, var að fara með veskið til mjólkurgarðsins, og beiðast þar gistingar; en mér virtist ekki vera fullkomin ástæða til, að grípa til þessa neyðarúrræðis, og satt að segja skammaðiist eg mín, að láta heimilisfólkið á mjólkur- garðinum sjá, að eg væri huglaus gunga. Mó vera, að hugleysi skarti vel á hefðar-kvendum, en hjá fá- tækum stúlkum er hlegið að því. Sérhver stúlka, sem er vönd að virðingu sinni, mundi í mínum isporum hafa Ihikað sér við að verða fyrir 'spottglóisum og fyndni vinnufólksins, og það var fjarri skapi mínu. “Nei, nei,’ hugsaði ég, “mér gæti aldrei komið til hugar að ihlaupa hálfa aðra mílu í rigningu, slyddu- veðri og myrkri, til þess að segja húskörlum og mjaltakonunum frá, að eg væri hrædd. Hvað sem á dynuir, ætla eg að vera ihér, þangað til faðir minn kemur aftur. Þegar eg var orðin fastráðin í þessu, tók eg mér fyrist fyrir hendur að læsa öllum dyrum og gæta þess vel, að alliir hlerar væru fyrir gluggunum. Að því búnu lagði eg að eldinum, kveikti ljós, isettist niður að drekka tevatn og gjörði herbergið isvo hlýtt óg viðkunnanlegt, sem eg gat. Það var nú svo bjart í stofunni, og allar dyr læstar og lokaðar með slag- brönd'um, svo eg átti bágt með að Iskilja í, áð eg rétt áður hafði fundið til hræðslu. Meðan eg var að þvo upp tebollana, var eg að syngja, og jafnvel kisa mín sýndist taka'þátt í þessari kátínu, hún lék sér og malaði, og hafði eg aldrei séð liggja eins vel á henni. Því næst tók eg prjóna mína, eg var að prjóna þangað til mig fór að syfja. Eldurinn logaði svo skært og sikemtilega, að eg gat ekki fengið af mér að skilja við hann og fara að hátta. Eg sat hálf-sofandi og starði á logann með prjónana í keltunni, og það sem eg 'heyrði seinast, áður en! eg Isofnaði, var isnarkið í eldinum og malið í kettinum. Eg vaknaði við það, að eg heyrði mikið högg barið á bæjardyra'hurðina for- stofumegin. Eg ihrökk upp með öndina í hálsinum, með óttalegum hrolli, sem kom yfir mig alt í einu, svo hárin nærri því risu á höfðinu á mér eg hrökk upp og náði varla andanum; eg varð ísköld, og sat grafkyr og beið þegjandi, eg veit ekki eftir hverju, og var fyrst í efa um, hvort þetta hefði verið draumur, eða Ihvort það hefði verið barið að dyrum. Framh. Síðustu orð merkra manna. ‘IGefið mér meira svefnlyf, svo eg lO'SÍst við alla umlhugsun um eilífðina, og það, isem er fyrir höndum!” voru sin síðuistu orð Mirabeus. Þegar Altamont, á banasænginni, leit yfir sitt liðna líf, hrópaði hann: “ó, þú sem eg hefi spottað, miskunnarríkasti Guð, helvíti sjálft er gott hæll, geti það falið mig fyrir reiðisvip þínum. Charteris ofursti notaði líf sitt til að safna auðæfum og vanrækti sálu sína, en þegar hann kom Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 31A-220 MEDIOAIi AinPS BltDG. Oor. Graham a.nd Kennedy Sts. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2—3 HelmlU: 776 Victor St. Phone: A-7122 Wixutlpeg, Manitoba DR. O. BJORNSON 216-220 MEDIOAD ARTS BDDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office tfmar: 2—3 ^elmUi: 764 Victor st. Phone: A-7586 Wtnnipegr, Manitoba dr. b. h. olson 216-220 MEDICAI/ ABTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office Hours: 3 to 5 Hehnill: 723 Alverstene St. Winnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDIOAD ARTS BIiDG. Cor. Grahain and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kL 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-1834. HeimUi: 373 River Ave. Tals. F-2691. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd BuUding Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstakiega berklasýkl og a8ra lungnasjúkdóma. Er a8 flnna á skrifstofunni kl. 11_12 __fdi. og 2—4 e.h. S(ml: A-S521. Heimili: 46 Alloway Ave Tal- sfml: B-3158. DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar aérstaklega kvenn* eg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 í. h. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimlli 806 Vietwr 8tr. Sími A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. þ. Heimili 469 Simcoe, Sími B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAJj ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talaimi A 3621 Heimili: Tala. Sh. 3217 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrtfstofa: Boom 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 of A-684# W. J. UNDAL, J. H. IiIKDAL B. STEFANSSON Islenzkir iögfræSingar 708-709 Great-\Vrcst Perm. Bldg. 356 IMaJn Stnyt, Tals.: A-4963 >eir hafa elnnig skrlfstofur a8 Lundar, Rlverton, Gimll og Pfney og eru þar at hltta i ettirfylgj- andl tfmum: Lundar; annan hvern mlSvlkudag. Riverton: Fyrsta flmtudag. GimU& Fyrsta ml8vikudag Piney: þrlSJa fðstudag I hverjum mft.nu8i ARNI ANDERSON isl. lögmaður í félagi við E. P. G&riand Skrifst.: 801 Electric Rail- way Cthambera Talsími: A-2187 A. G. EGGERTSSON LL.B. fsl. lögfræðíngur Hefir rétt til að flytja mál bæði í M!an. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag f hverjum mftn- u8i staddur í Churchbridge. Phona: Garry Mlé JenkinsShoeCo. 669 Notre Dam* Av«nue A. S> Bardal 84S Sherbrooke St. Sclur likkiatur og annnat um útfnrir. Allur útbúnaður •& bezti. Ennfratn- ur «elur Kann alskonar minnitvaiKa og legsteina. Skrifgt. talsiml N beO@ UelmUis talsími N 6967 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald 8t- Tal.iími: A-8889 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki a8 bí8a von úr vltl. viti. Vinna öll ábyrgst og leyst af hendi fljótt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. A8 baki Sarg. Fire Hal Vér leggjum sérstaka álierzlu á að selja meðul eftir forskriftiuu lækna. Hln beztu lyf, sein haegt er að fá eru notuð eingöngu. . pegar þér komlð með forskrliftum til vor megið þjer vera viss um að fá rétt.það sem lækn- irhm tekur tíl. COLCIxEPGH & OO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7659 Giftingaleyfisbréf seld JOSEPH TAYLOR VG GTAK8M AÐUR IleimlllHtals.: St. Jobn 1844 Skrtfstof u-Tals.: A«« Tekur lögtakl bæBl húsalelguslmlö^ veðskuldir, vlxlaekuldlr. AfgretMr *» sem a8 lögum lýtur. Skrltstofa 255 Main Stwwe Munið Símanúmerið A 6483 og pantifs meSöl y8ar hjá oss. — SendiB pantanir samstundis. Vér afgreiBum forskriftir me8 sam- vizkusemi og vörugæ8i eru övggj- andi, enda höfum vér magrra- ára lærdömsríka reynslu a8 bakl. — Allar tegundir lyfja, vindlar, ls- rjömi, sætindi, ritföng, tóbak o. fi. McBUR^ÍEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave Verkstofu Tnls.: Helma Tala.: A-8383 > A-9384 G I_ STEPHENSON Plumber ftllskonar rafmagnsáliöld, svo sem straujára víra. aUar tegundir »1 glösnm og aflvaka (botteries) Yerkstofa: 676 Home St. Endurnýið Reiðhjólið! Ixátið ekki hjá lfða að endHr- nýja reiðhjólið yðar, áður en niestu nnnimar byrja. Komið með það nú þegar og látlð Mr. Stebbins gefa yður kostnaðar áætlun. — Vrandað verk ábyrgst. (MaBurinn sem allir kannast vi8) S. L. STEBBINS 634 Notre Dame. W’innipeg J. J. SWANSON & CO. Verzla rr.að fasteignir. Sjá um leigu a nusurr.^ Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Giftinga og 1 .A Jarðarfara- plom með litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Áve. Tals. B720 ST iOHN 2 RHNG 3 til endaloka þess, isagði (hann í ejond sinni: “Eg vil gefa 30,000 pund sterl. þeim manni, sem getur sann- að mér að helvíti sé ekki til.” Annar nafnkunnur miljónamaður í Ameríku kvaddi heiminn með þessum örvæntingarþrungnu orðum: “Eg er sá hörmulegasti manndjöfull á jörð- inni.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.