Lögberg - 23.10.1924, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.10.1924, Blaðsíða 5
LötrJÖERG, FIMTUUAGINN 23. OKTÓBER, 1924. t urðu að fara, icl. 6 síðdegiis. Það .þótti viðiburður, að sjá eina af flugvélum amerísku skipanna koma svífandi yfir 'hálsinn. Aldrei hefir fyrri flugvé'l sést i Svínadal. Ein vika í slíkri útilegu líður fljótt. Hver dagur var eins <og há- tíð. Ekkert kom jþað fyrir, er skygði á skemtun vora, því gleðln og fjörið var jafnt í skini og skúr- um. Enginn varð lasinn, og ekkeirt varð að meinum, nema hvað menn urðu útiteknir og einstaka fengu nokkrar mýflugnastungur; en slíkt var ekki talið til meina. Vart er unt að hugsa sér fegurn etað né yndislegri í íslenskri nátt- útru en þenna. Þar er stór iskógur í vaxtarblóma og í framför með ári hVerju. Niðri í dalbotninum eru 3 stöðuvötn, og synda á þeim syngjandi slvanir. En gegnt skóg- inum hinum megin vatna blasa við há og tiílkomumikil fjöll, þar á meðal iSkarðsheiði. Gjörir hún og hin ifjöllin kring um Svínadalinn útsýnið isvipmikið bg tignarlegt, en bjart og blíðlegt gjöra það vötnin og vellirnir grænir og grös^ ugir, skógurinn með blágresis- breiður milli bjarkanna og blóm- leg ibýli, er blaisa fyrir sjónum. Vegna mislingabanns í sveit- inni gátum vér því miður ekki kynst unga fólkinu þar í sóikninni, þvi enginn mátti koma til kirkju eða heimsækja oss, nema þeir, sem mislinga höfðu fengið. Samt fund- um vér anda hlýtt að oss frá fólk- inu þar efi-a, og mikilli velvild mættum vér hjá prófastinum og frú hans og þótti oss það gott ná- grenni. Það var heldur ekki laust við að vér öfunduðum þá, sem voru í skóginum í fyrra og fengu ágætis kvöldstund í boði að Geitabergi. En nú bönnuðu mislingarnir slík- ar samgöngur. Síðasta kvöldið er hvor flokkurinn var uppfrá, héld- um vér dálítið skilnaðargildi og höfðum þá gleði að hafa prófasts- hjónin sem gesti vora í fyrra skift- ið og prófastinn aftur í seinna skiftið og jók það hátíðahaldið. Sílkar útilegur í sumarbúðum eru ákaflega hollar og hressandi fyrir líkama og sál.; hygg eg að menn komi heim úr þeim auðugari að ýmsu en þeir ifóru, og gefa þær efni í góðar minningar. Vonum vér að fleiri geti nötið þeirra að sumri en þeir, sem nú áttu kost á því. Lýkur isvo þessari sögu. Mbrgunblaðið 12. sept. Vitnisburður vor. Vér höfum þegar talað um nauð- syn þess, að vitna um Guð á heim- ilinu. Börnin vor veita oss nákvæma eftirtekt. Það er auðvelt fyrir móöur, að kenna dóttur sinni tízku- prjál og óhollan matartilbúning. Það er auðvelt fyrir föður, að kenna syni sírium ágirnd og grimd. Á sumum heimilum heyra börnin og sjá ekki annað dag eftir dag, en þolinmæði, skammir, vargalæti, bindindisleysi, ljótt orðbragð og gjálífi. Það er auðvelt fyrir sum heim- ili, að vera tilbúin fyrir guðsþjón- ustu helgidagsins, fimtán mín- mínútum eftir .sólarlag. Víða er morgunguðsþjónustan ekki iðkuð, éins og áður var, og kvöldguðs- þjónusta alveg gleymd, og það þrátt fyrir allar áminningar. Það ætti ,að vera ákveðinn tími fyrir guðsþjónustu kvöld og morgun. Á mörgum heimilum sjá börnin, að hirðuleysi og andvaraleysi föðurs- ins byrjar við dyr herbergis hans. En vér verðum að vitna á öðr- um stöðum fyrir Jesús. Vér verð- um að ná lengra út í umhverfið. Hvernig vitnar líf þitt um Guð í hvíldardagsskólanum ? Hvaða á- hrif hefir þú á þinn eigin söfnuð? Kostar þú kapps um að komast á- valt til guðsþjónusturinar á réttum tím? Þeir, sem ávalt eru of seinir til guðsþjónustunnar, munu ein- hvern tíma vera þúsund árum of seinir til að komast inn í hina nýju Jerúsalem. Gerir þú þitt bezta til að gera hvíldardagsskólann að sterkum lið í frelsunarverki Guðs? Getur verið, að vér gerum oss ekki ljósa grein fyrir iþví, hve miklu góðu góður hvildardagsskóli getur til vegar komið. Hve margir ungir menn frá hvíldardagsskóla þínum hafa orðið verkamenn fyrir Guð? Hve margir eru erindrekar kon- ungsins í framandi löndum? Hve margir, er farið hafa frá skóla þín- um, þjóna nú heiminum? Hve margir hafa endað með því, að verða sem Kain, Haman, Demas, Júdas eða Piltus, sem hefðu getað orðið líkir Jósef, Daníel, Páli, Liv- ingstone, eða Moffat? Það vann einu sinni ungur mað- ur, á skósmiða verkstæði í Boston. Hann gekk reglubundið í biblíu- skóla. Kennarinn hans varð mjög hrifinn af honum, svo dag nokk- urn fann hann sig knúðan til að heimsækja unga manninn á verk- stæðinu og tala við hann um sálu- hjálp hans. Hinn góði, guðhræddi kennari valdi hentugan tíma seinni part dags, þá fáir komu á verk- stæðið. Umsvifalaust snýr hann sér að unga manninum og spyr hann, hvort honum finnist ekki kominn tími til að gefa Guði hjarta sitt. Ungi maðurinn hugsaði sig um stundarkorn og gaf síðan sam- þykki sitt. Þeir krupu því næst báðir niður í hliðarherbergi verk- stæðisins og sögðu Guði frá á- kvörðun unga mannsins. Seinna lagði þessi sami ungi maður aðra hönd sína á Ameríkuð en hina á England, og leiddi bæði þessi lönd áfram að krossi Krists. Maðurinn var D. L. Moody. Er hvíldardags- skóli þinn sálnaveiðari ? Hve mikið gerir þú fyrir söfnuð þinn ? Þar sem þú ert á leiðinni til guðsþjónustunnar, þar sem þú sit- ur í sæti þínu, þar sem þú syngur með söngflokknum, um hvern vitn- ar þú þá? Um hvern vitnar þú, er þú situr heima og ferð ekki á bænasamkoniuna? Einn af prestum vorum var að ferðast á jarnbraut- arlest, er ung kona, sem þækti hann og sat nærri honum spurði hann, hvenær hann hefði guðsþjónustu á tiltéknum stað, er hún nefndi. Alt í einu sneri presturinn sér að henm og spyr: “Hve langt er siðan þú yfirgafst sannleikann ?” Undrandi leit konan upp á prestinn og seg- ir: “Hvað er þetta? Eg hefi ekki yfirgefið sann(!eikann.’J Prestin- um hálf gramdist, því hann álykt- aði svona vegna háhæluðu stigvél- anna hennar og fjaðranna í hatt- inum, hún var nefnilega öllu öðru lík, en lærisveini Jesú Krists. “En,” sagði nafnkristin kona nokkur, sem elskaði tízkuprjálið, “get eg ekki borið gullhringi, háls- festar, blóm og fjaðrir og klætt mig samkvæmt nýjustu siðum og verið hógvær kristin kona? Hennar guð- hræddi prestur svaraði: “Kæra kona, þegar eg sé tóuskott standa út úr holu, þykist eg viss um, að tóan sjálf sé ekki langt i burtu” — Svarið var samþykt......... Það var hepni fyrir týnda son- inn, að faðir hans enn þá var lif- andi, er hann ákvað að snúa heim- leiðis frá sult og seyru og svínalíf- inu, þvi eldri bróðir hans mundi ekki hafa haft mikla meðaunikun með honum. Það eru of margir “eldri bræður” líkir honum í söfn- uðinurn á vorurn dögum. Eg las fyrir skömmu æfisögu hins guð- hrædda manns, Charles G. Finny. Þegar hann var ungur, sótti hann kirkju að eins vegna þess, að hann söng vel og naut þess, að vera með í söngflokknum. Hann var þá að lesa lög. Dag nokkurn samþyktu embættismenn kirkjunnar og prest- urinn, að biðja þennan unga mann að koma ekki til kirkju sinnar, PROVINCE THEATRE Alla nœstu viku mest hrífandi mynd árstíðarinnar “Dantes Inferno“ Framúrskarandi hrífandi leikur, stórfengileg lýsing á skilningi Dante’s á undirheimum. SÝNINGARNAR ÓVENJU TILKOMU MIKLAR Verðið er við hæfi allra—ríhra sem fátœkra Frá klukkan 11 f. m. til 1 e, m T a I s í m i ð KOL B62 COKE - V I D U R Thos. Jackson & S o n s | TVÖ ÞÚSUND PUND AF ÁNÆGJU. Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluvn lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. vegna þess að áhrif hans á hitt unga fólkið væru ekki góð. En Finny þurfti aldrei að vita neitt um þessa ákvörðun, því þá sömu viku lét hann að náðarrödd Guðs anda og gaf Guði hjarta sitt. Aleinn úti í skógi gaf hann sig þar fullkomlega Guði á vald, að hann hætti við lögfræðisnám sitt og á- kvarðaði að verða prédikari. Hann byrjaði þar sem hann stóð á meðal æskulýðsins og kom þeirri vakningu af 'stað, er fór nálega yfir alt Nýja England. Reynum þá að læra þetta, að þótt vér getum ekki haft meðaumkun með syndinni, að fyr- irlíta ekki syndarann. En vér verðum að ná lengra út í umhverfið heldur en til hvíldar- dagsskólans og safnaðarins. Þér ber að vera áhrifamikið vitni Guðs á meðal nágranna þinna. Alstaðar eru menn og konur, sem mundu gefa Guði hjarta sitt og lifa sam- kvæmt sannleikanum, ef að eins þú vilt sá sæði sannleikans og lifa sannkristnu Iífi þeim til vitnisburð- ar. Eg þekki gamla, gráhærða systir, sem aldrei hefir verið laun- aður starfsmaður, en öll siðari ár æfi sinnar hefir leitt marga ná- granna sina inn í hina kristnu fjöl- skyldu, hvar sem hún hefir verið. Sneiddu þig aldrei hjá neinum. Eg hefi lesið um ungan mann, sem var þjónn á drykkjuknæpu. Marg- ir halda, að þvilikar manneskjur séu ekki guðsrikis verðar. En dag nokkurn gekk Jesús fram hjá jæss- um unga manni, náði honum á vald sitt, og Jressi ungi maður var Ge- orge Wthitefield, höfðingi prédik- aranna. Þar var annar ungur mað- ur, lastmáll svardagamaður. Hann segir sjálfur, að nágrönnum hans hafi hrylt við, er hann tók að sverja og blóta. Enginn vildi hafa hann til að gera handtak fyrir sig, ef unt var að fá nokkurn annan. Seinna skrifaði jressi ungi maður “För Pílagrímsins.” Þú mundir ekki hafa búist við slíku af þeim manni, en Guð geröi jiað. Guð hans. Sá maður, sem veitt hfir hjálpi þér til að láta ljós sannleik- ans skína fyrir nágranna þina. Seinna koma svo hinar fjarlægu heimsálfur að vitna fyrir. Ef þú ert dyggur vottur Guðs á heimil- mu, í hvíldardagsskólanum, söfn- uðinum og á meðal nágranna þinna, þarf eg ekki að minna þig á miljónirnar, sem í myrkrunum sitja. Þá berð þú umhyggju fyrir ollum heiminum. Heitasta ósk þín verður þá, að Guðs ríki eflist og útbreiðist á jörðunni, svo Kristur geti komið og stofnsett sitt friðar- ríki og að engu gert synd, sorg og dauða. Ef þú ekki hefir alt þetta til að bera, er þýðingarlaust fyrir nug að minna þig á heiðingjana, því þú þarft þá sjálfur að taka sinna- skiftum. Sem kirkjufélag gefum vér tölu- vert af peningum til útlenda trú- boðsverksins — ekki of mikið, en saman borið við ýms önnur félög, töluvert. Stundum er eg hræddur um, að blessun Guðs hvíli ekki í eins ríkum mæli yfir þeim gjöfum, eins og hún ætti að gera, og jrað af tveimur ástæðum: “Guð elskar glaðan gjafara.” Eg tel það al- gilda reglu, að jjegar Guð vinnur þig, þá hafi hann unnið alt þitt. Ef þú telur þitt ekki hans, er það aug- ljóst, að þú sjálfur ert heldur ekki hans. Sá maður, sem veitt hefir Kristi inngöngu í hjarta sitt, skoð- ar með gleöi Guð senr eiganda eigna sinna og þær allar sem hjálparmeö- al málefnis hans. Sá maður ekki einungis gefur, heldur biður líka. Bænir lians fylgja gjöfunum. Guð blessar peninga gefna með því geði —gefna af því vér elskum Guð, elskum málefni hans, elskum j)ær sálir, sem Jesús dó fyrir. Það þarf ekki annað en að skýra jreim mönn- um frá þörfunum, og þeir koma með buddur sínar ásamt bænum jæirra. Eg vildi að ípenn hefðu jrað hugfast, að hver einasti dollar, sem eytt er til óþarfa, er dollar ó- leyfilega notaður úr þeirn sjóði, sem oss öllum að eins er trúað fyrir. y EDWAHDSBURG CROWN BRAND Hið hreina ipmeíi síróp, er skarað heíir fram úr i 25 ár — biðjið um það! Skrifið eftir Edwardsburg Recipe b<Mc. The Canada Starch Co., Limited. Montreal. Ef það er ekki eitthvað Jæss kon- ar, sem heldur blessun Guðs burtu frá gjöfunum, þá er það einmitt þetta, að vér, eins og margir aðrir kristnir, gefum til málefnis Drott- ins, j>egar vér höfum fengið allar vorar þarfir uppfyltar. Vér gef- um Guði það, sem vér ekki höfum þörf fyrir. Vér gefum Guði af- ganginn. Margir, sem gætu gefið miklu meira, og sem Guð ætlast til meira af, eru ánægðir er þeir hafa gefið einhvern tiltekinn skamt. Kirkjurnar eru að setja mönnum fyrir vissa skamta að gefa, og það vegna j>ess, að áhrif Guðs anda eru ekki nógu öflug. Hvítasunnu vakn- ingin mundi framleiða hvítasunnu- fórnfýsi. Það, sem vér mest j>örfnumst, er sannkristið innræti. Það er ekki hægt að aftra þeim manni frá að gefa til Guðs málefn- is, sem elskar Guð af öllu hjarta. Þú hefir ef til vill heyrt um fjölskylduna, sem var að tala sam- an við borðið, hvað hver og einn gæti gert fyrir trúboðsstarfið. Faðirinn sagði: “Eg skal hætta við kaffið, og gefa þá peninga til trú- boðsstarfsins. Móðirin sagði: “Eg skal hætta við teið og gefa þá pen- inga. “En j>ú, Tom, sagði faðir- inn, “hvað ætlar þú að gefa?” “O,” sagði drengurinn eftir dálitla um- hugsun, “eg skal gefa saltaða mak- rilinn, mér hefir hvort sem heldur er alt af þótt hann vondur.” Hve margir eru eins og Tom? Gefa Guði það er þeir ekki þarfn- ast. Er þeir hafa fengið allar ósk- ir sínar uppfyltar, þá má gefa Guði afganginn, ef hann er þá nokkur. Eg trúi ]>vi, að Guð blessi þær gjafir, sem eru regluleg fórn, sem eru teknar nærri sér. Margir með- limir vorir vita hvað það er. Eg hefi fengið tár í augun oft er eg hefi séð vora kæru trúföstu vini gefa af sínu litla. En margir svo- kallaðir kristnir fórna aldrei neinu Guði til handa. Þeir reisa sér dýr hús, fá sér dýrindis bifreiðar, rík- mannleg húsgögn, skjfta um föt eftir tízkunni fjórum sinnum á ári, hafa nóga peninga fyrir “tyggi- gúmi”, sælgæti, og myndir, en kvarta svo og klaga yfir kröfum trúboðsstarfsins. Sherman A. Nagel Pétur SigurSsson þýddi. ---------o------- Á ferð til Churchill. 2. okt. 1924. Herra ritstjóri, Kæri kunningi! Eg lofaðist til að senda þér fá- einar línur, þegár eg kæmi vestur þangað, sem við ætlum að fiska; en af því að við erum veðurteptir og ekkert til að starfa, þá tek eg tæki- færið til að klóra fáeinar línur. — Nú er eg staddur við vatn, sem liggur inn í Churchill ána, og á eftir 40 mílur; á þeirri leið þarf þrisvar að selflytja báta og allan flutning, en stutta leið i hverjum stað. Við eruni nú komnir um 840 milur frá Gimli; á járnbraut fór- um við 485 mílur, á gufubát 130, og hinn hlutann höfum við farið á canoes. Við erum búnir að vera á ferðinni samfleytt tvær vikur, frá sólaruppkomu til sólseturs; við höfum orðið að bera flutning okk- ar á landi í 22 stöðum, og lengsti flútningurinn var ein míla í Tam- raks mýri eða réttara sagt í mosa- dyngju og vatni, og sumstaðar skógi; í 12 stöðum rendum við bátunum ofan strengi og bullandi flúðir, innan um stói;grýti og kletta. Ferðin hefir gengið slysalaust, og fremur lítið skemst hjá okkur. Við erum allir vel friskir og nú erum við komnir í gegn um allar verstu torfærurnar, og liggur vel á öllum. í mínum hópi eru 4 fransk- ir, 1 Indíáni, Jónatan og eg. Við höfum um 4,000 pund af matvæl- um og netjum, og ofan á það bæt- ast 17 hundar; bátur okkar hefir að eins staðið 7 þumlunga upp úr vatni. — Vinur minn Jónasson hefir þrjá canoes, 4 Indíána, einn hvitan mann auk sonar síns, og er hann kominn á undan okkur, j>ví hann hefir mótor-vél, en við höf- um orðið að moka okkur áfram með spöðunum. Það munu fáir trúa þvi, að menn færu yfir alt, sem við höfum farið í gegn um, nema jæir hefðu farið j>að sjálfir. Þrjú ágætis vötn hefi eg fundið, sem eru lifandi af hvít- fiski og silungi, og honum mjög stórum, sem viktar alt upp í 40 til 50 pund hver. Ár og vötn eru hér öll spegiltær, og sést í botn á 8 til 10 feta dýpi. Landslag er mjög hrjóstugt, mest fjalllendi, en alt vaxið með háum skógi; en með- fram ám og lækjum er nokkurt lág- lend'j. vaxið w'illow-buskum, en sumstaðar þó allgóður bygginga- viður. Eg held að það eigi langt i land, að þessi hluti Manitoba-fylk- is verði bygður; en það er óefað ágætis dýrariki, enda er stór auður tekinn hér upp. Þeir, sem hefðu gaman af að sjá á kortinu hvar við erum staddir, þá rita eg nafnið á síðasta vatninu, sem við förum yfir, og heitir það Kississing Lake, og áin sem úr því rennur til Churchill River, heitir BÖKUNIN bregst ekki ef þér notið MAGIC BAKING POWDER Það inniheldur ekki alúm og er ekki beizkt á bragðið. Lessissing River; þetta eru ind- versk nöfn, en á íslenzku heitir vatnið Kaldavatn, og áin Kaldaá, og er það sannleikur, vatnið í jieim er jökulkalt. Við erum rétt komnir norður úr ánni og sterkur vindur er á móti okkur. Við fengum moskusdýra- kjöt hjá Indiánum, svo við höfum kjötkatlana alt af yfir eldinum. Það versta við ferðina var, að bera farangurinn fram hjá fossum og öðrum tálmunum í ánum. Sumt af mönnum Tryggva Jónassonar báru alt að 400 pundum eina mílu vegar; flestir báru }>etta 200 til 250 pund; eg þóttist gjöra vel á mínum 60 ára aldri að halda á 150 pd. Það er æfingin, sem gerir Indián- ana svona duglega við burðinn, og hafa þeir alist uj>p við jietta burð- ar-lif. Nú fer að styttast leiðin þang- að til við getum farið að bragða á styrjunni. Eg hefi hugsað mér að reykja fáeinar þeirra, og ef eg tóri næsta vetur og kemst til baka, þá hefði eg gaman af að geta gefið einstaka kunningja mínum einn eða svo munnbita. Ekki hafa Frakkarnir, sem við erum með, staðið sig betur en við landamir. VSð íhöfum alstaðar haldið okkur í broddi fylkingar og munum halda þvi áfram. Nú angar súpulyktin fyrir vitum um mér, eg er orðinn svangur við þetta klór. Bið eg alla, sem lesa þetta að fyrirgefa, hvað lélegt j>að er og líklega leiðinlegt. Meira seinna. Með vinsemd og kærri kveðju. Capt. B. Anderson. —o- 1 gær andaðiist hér í bænum Svava Halldórsdóttir, 16 ára göm- ul, eftir langvinnan sjúkleik. Móð- ir hennar, ekkjufrú Ólöf Jónsdótt- ir, er systir Sigurðar skólastjóra Jónsssonar. Vísir, 16. sept. VERIÐ UM JÖLIN OG NÝÁRIÐ í GAMLA LANDINU SJERSTAKAR LESTIR WINNiPEG TIL SKIPSHLIDAR, HALIFAX FVRSTA I/EST fer frá Winnlpeg kl. 10 fli., 4. Desember, til að ná sainbandi við S.S. Regina 7. Desember til Glasgow, Relfast og Jjivertxtol. ÖNNIIR IjEST fer frá Winnipcs kl. 10 f.li. 5. Dcs., til að ná sambandi við S.S. Aiulanin 8. Des., til Plymoutli, Cherbourg, og London, og S.S. Satumia 8. Des. til Glasgow. pRIDJA I/EST fer frá Winnipeg kl. 10 f.lt. 8. Des. til að ná sambandi við S.S. Pittsburg og S.S. Orduna 11. Des. til Cherbourg, Southampton, og Hamburg. EJÓRDA LEST fer frá Winnlpeg kl. 10 f.it. 11. Des. lil að ná sambaudi vlð S.S. Cammnia 14. Des til Queenstown og Livcrpool, og S.S. Canada 14. Des. til Glasgow, Belfast. og Liverpool. SERSTARIR SVEFNVAGNAR I’RA VANCOUVER, EDMONTON, CALGARV, SASKATOON og REGINA TENGJAST í WINNIPEG VID OI AXM ENDAR LESTIR Sérstakir nútíma ferðamanna svefnvagnar verða í lestinni a'la leið frá Vancouver, Edmonton, Calgary, Saskatoon, Reghta. og Winnipeg, til að ná sambandi við skipin S.S. Athenla, 21. Nðv. frá. Montreal til Glasgow. || S.S. Doric 22. Nóv. frá Montreal til Liverpool. S.S. United States 4. Des. frá. Halifax til Christlan- II S.S. Stockholm, 4. Des. frá Halifax til Gauta- sand, Kristjaníu og Kaupmannahafnar. II borgar I Sviþjóð. ______________________ Sérhver umboðsmaður Cauadian National brautamui mun með áiuegju velta yður allar upplýsingar og aðstoð \ ið að sernja ferðaáætlun, útvega svefnklefa og önnur þtegindi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.