Lögberg - 04.12.1924, Síða 4
LöGBERG, I fMTUDAGTNN 4. DESEMBER. 1924.
y#«#«#«^#<#^^^*#'#»^#^#^>#>#^#>#^>##^>##>##»#^>#>#^^#><»#>#«##^'#v##»#»^^*'* ,
Xogbcrg
Gefi8 út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
TalMÍmari N-6327 04 >'-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáskrift til blaðaina:
TIJE SOLUMBIA PRESS, Itd., Box 317Í. Wlnnlpog, M*H-
Utan&akríft rítstjórans:
EDlTOII LOCBERC, Box 3172 Wlnnipsg, IRan.
The '‘Lögberg” la prlnted and publlshed by
The Colurabia Presa, Limited, in the Columbia
Building, 6S5 Sargent Ave , Wlnnlpeg, Manitoba.
Feykilegt málæði.
I síðustu Heimskringlu hefir ritstjóri þess
blaðs ritaS sex dálka langloku, út af athugasemd,
sem vér gerSum viS hneykslisgrein, er hann reit í
blaS sitt, sem út kom 12. f. m., þar sem að hann
veitist sérstaklega aS þjóðinni brezku og bendir op-
inberlega á hana sem sérstaka hræsnisþjóS—þjóð,
sem níSst hefir á friSsömu fólki og svift þaS efnum,
og líka lýsa yfir því, aS stór hópur kristinna manna
í Ameríku séu erkihræsnarar fyrir yfirlýsinguna, er
kirkjudeild þeirra gjörSi í sambandi við stríS.
Satt aS segja gátum vér ekki varist því aS brosa,
þegar vér vorum aS lesa málæSi þetta, sem fram er
sett meS furSulegum rembingi, eins og þeim mönnum
er titt, er sjálfsálitið hefir blindaS. Og vér lásum
og lásum alla þessa sex dálka, án þess aS finna
minstu tilraun geröa til þess, aS sanna illkvittnis-
áburSinn á Englendinga, né heldur til þess að færa
rök fyrir hræsnis-kærunni á hendur kirkjufólki því
í Ameríku, sem fyrir bægslinu á ritstjóranum varS,
sem reyndar var ekki aS búast viS, þvi í hvorugu til-
fellinu er ritstjórinn fær um aS standa viS stór-
yrSi sín.
En í staS þess aS sanna, að þeir menn, sem þessa
yfirlýsingu gerSu, hefðu verið hræsnarar, það er, aS
þeir hefSu ekki meint þaS, sem aS þeir sögSu—meint
aS vinna aS góðvild og friSi á meSal manna, þá prent-
ar hann upp yfirlýsingar, sem tvær af þessum kirkju-
deildum gerSu, fórnar upp höndum og hrópar: “sá
sem ekki fær séð mismun á einlægninni, sem felst á
bak við þessar tvær yfirlýsingar, sá maður er ekki
kominn langt fram yfir stafrófskveriS.”
ÞaS er ekki um neinn skilning, eSa misskilning
á yfirlýsingu tveggja eSa fleiri trúarbragSafélaga að
ræSa i þessu sambandi, á milli vor og ritstjóra
Heimskringlu, heldur um þaS, hvort stór flokkur
kristinna manna i þessu landi séu erki-hræsnarar,
sem aS “gyðja réttlætisins spýti út úr munni sínum á
öllum timum með viðbjóSi”, fyrir þaS, aS þeir vildu
frið á öllum tímum, en aS eins heiSarlegan friS.
Vér sögSum, að fyrir þá yfirlýsing, eSa réttara
sagt fyrir þá afstöSu sína, þyrftu þeir ekki aS vera
hræsnarar, og viS það stöndum vér enn. Hræsni er
það, þegar menn látast vera þaS, sem þeir ekki eru,
og leitast viS aS villa samferðamönnum sínum sjón-
ar á sjálfum sér. Ef því þa'S hefir verið einlæg
meining þeirra manna, sem yfirlýsingu þá gerSu, sem
hér um ræSir, — aS vilja ekki taka þátt í neinum ó-
friði, nema um sjálfsvörn væri aS ræSa, eða leysa
undirokaða bræður þeirra úr viSjum, þá er ekki um
neina hræsni að ræSa frá þeirra hálfu, heldur einlæga
skoSun þeirra á friSarmálinu, þó sú skoSun sé á ann-
an hátt, ef til vill, en skoðanir annara.
ÞaS að annar kirkjuflokkur, Meþodistarnir,
gengu lengra i friðaráttina, í yfirlýsingu sinni, sann-
ar engan veginn óeinlægni hinna eSa gefur ritstjóra
Heimskringlu rétt til þess aS brennimerkja þá sem
erki-hræsnara. Vér efumst satt að segja stórlega
um, aS Meþodistarnir mundu standa við þessa yíir-
lýsingu sína, ef á reyndi. Sjálfsvamartilfinningin er
sterk hjá öllum mönnum—hjá öllu því, sem lifir, frá
hinni lægstu lífstegund til hinnar æSstu. Og vér
teljum óliklegt, aS nokkur mannrola sé til, sem ekki
reynir aS verja líf sitt og sinna, ef á það er ráSist,—
jafnvel ekki ritstjóri Heimskringlu, hvaS svo sem
menn segja í daglegu tali eða yfirlýsingum sínum á
mannfundum. Og þá er eins heiSarlegt fyrir menn
aS viðurkenna þann sannleika, það lifslögmál, eins
og ekki.
Þá komum vér aS hinu aSal-atriSinu í þessu
skrifi ritstjórans—meSferð Englendinga á Indíánun-
um í Canada og Búunum í SuSur-Afríku, sem í fyrri
grein sinni aS ritstjórinn gefur til kynna, að ekki hafi
veriS mjög glæsileg, en í þeirri síðari, að þeir hafi þó
fariS “skárst” meS þjóðir þær, sem þeir hafi rekiS
undir sig”! Og þetta “skársta” er, aS færa Búana,
“friSsama bændur úr sauSargærunni”—fletta þá
eignum. Það, samkvæmt staShæfingum ritstjórans,
var aðal ástæðan fyrir BúastriSinu og afskiftum
þeirra af málum Búanna í SuSur-Afríku, og til sönn-
unar máli sínu tilfærir ritstjórinn ummæli þau, er
Gladstone lét sér um munn fara í kosninga-bardag-
anum á Englandi 1879: “Þó þessi fengur fland Bú-
anna í SuSur-Afriku, sem þá var búiS aS leggja und-
ir brezku krúnuna með þingsamþykt Búanna sjálfra)
væri jafn-verSmikill og hann er verSlítill, þá 'myndi
eg samt hafna honum, af því aS hann væri fenginn
með ráSum, sem setja smánarblett á skapgerð þjóð-
ar vorrar.” Þetta er talaS í kosningahríSinni 1879.
En áriS 1880 er Gladstone kominn til valda á Eng-
landi og þá leita þeir Kruger, sem var la|unaSur
starfsmaður brezku stjórnarinnar, og Joubert, beint
til Gladstones í sambandi viS þessi uminæli hans, og
frá svari hans gleymdi Heimskringla aS segja. En
þaS var: “að réttarbætur þær, sem þið biSjið um, et
fljótast og auSveldast aS veita Transvaal innan
SuSur-Afríku sambandsins.”
Þessi tilvitnun í ummæli Gladstones í Heims-
kringlu sanna því ekki neitt, annaS en það, aS skoSun
hans á málinu hafði breyzt, eftir að hann var orðinn
forsætisráðherra Breta—hafSi kynst málinu betur og
bar ábyrgSina á gjörSum stjórnarinnar í þvi; og gefa
þau ummæli Heimskringlu því engan rétt til þess aS
fella stóradóm yfir Englendingum í sambandi viS
BúastríSið.
Ummæli Heimskringlu ritstjórans um tildrögin
aS BúastríSinu, eru bamsleg tilraun til þess að villa
mönnum sjónar á sannleikanum í því máli. Hann
heldur fram, aS Jameson uppreistin 1895 hafi verið
upptökin, og ber fyrir sig ummæli sagnritarans Frank
R. Cana (ekki Frank R. Cane, eins og ritstjóri
Heimskringlu kallar hannj. En Frank R. Cana hef-
ir aldrei sagt neitt því líkt. Hann þvert á móti bend-
ir á, aS áður en sá atburgSur kom fyrir, hafi rótgróin
óvild átt sér stað á milli Búanna og Útlendinganna,
sem þeir svo kölluSu. AS Búarnir hefSu veriS búnir
aS ganga á hendur Englendingum meS þingsamþykt
1877. Búnir að neita aS borga skatta, sem var or-
sökin aS hinum svo nefnda Majuba Hill bardaga
1880. Kruger forseti var búinn að lýsa yfirf því
,1892), þrátt fyrir tillögur Kotze dómara, aS hann
skyldi aldrei veita útlendingunum “neina réttarbót,
eSa breyta um stefnu sína gagnvart þeim”, og bætti
við: “Látum nú skrugguna skella”, þrátt fyrir þaS,
þótt þessir útlendingar borguðu meira en þrjá-
fjórSu af öllum tekjum Transvaal, og að þeir væru í
nokkrum meiri hluta, og hann bendir og á, aS þegar
35,000 þessara útlendinga sendu bænarskrá til Trans-
vaal þingsins í ágúst 1895 ("þremur mánuSum áSur
en Jameson uppreistin hófstj, um jafnfrétti í lands-
málum, þá var þaS eina svariS sem þeir fengu, að
einn af þingmönnum Búanna hrópar á þingfundi:
“Látum útlendingana koma og berjast fyrir rétti
sínum, ef þá vantar hann.”
Nei, vér tökum þaS aftur fram, í nákvæmu
samræmi við niSurstöSu' sagnritarans Frank R.
Cana, aS framkoma Englendinga í sambandi við þessi
Búamál, gefur hvorki ritstjóra Heimskringlu, ' né
neinum öðrum rétt til þess aS benda á þá sem svörtu
sauSina, en Búana sem hvíta Engla í sambandi viS
þau viSskifti.
Á tveimur orSum, er vér notuSum í svari voru,
hneykslast ritstjórinn mjög. AnnaS þeirra er
“Volksraad”, sem meinar á íslenzku fólksráS. ÞaS
fanst oss geta vakiS misskilning hjá sumu fólki, því
oft er talaS um stjórnarráS, sveitarráS, leyndarráS o.
s.frv. En ekkert af slíkum ráSum er hér átt viS, og
notuSum vér því orSið þing til skýringar.— Hitt orð-
iS er “uitland”. Útlendingarnir í Transvaal voru
nefndir “uitlanders”, eins og ritstjórinn segir, en
landsvæði þaS er þeir bygðu, var stundum nefnt
land útlendinganna (Uitland), og var orSiS notaS af
oss í þeirrri merkingu aS eins, og er ritstjóranum
meir en velkomiS aS henda gaman aS þessu, ef hon-
um skyldi vera þaS hugarfró. <
Um illa meSferð Englendinga á Indíánum hér í
Canada, þarf ekki að rita langt mál. Ritstjórinn
hefir aS eins boriS þá sök á Englendinga, en ekki
reynt meS einu einasta orði, til þess aS sanna þá stað-
hæfingu, sem ekki er heldur aS búast viS, því þeir,
sem lesiS hafa sögu Canada, vita, aS slíkur áburSur
er út í bláinn—vita, aS á tímabili því, sem stjóm
Canada var í höndum Englendinga, var svo langt
frá, aS þeir færu illa með þá. Þeir þvert á móti
leiddu í gildi lög til þess að vernda þá og eignir
þeirra fyrir möngurum, sem vildu ásælast lönd
þeirra.
Ritstjóra Heimskringlu þykir furSuIegt, að vér
skyldum segja, aS hvorki hann né aSrir ættu að
“sverta Breta um skör fram”, og finst, aS þar með
sé gefiS til kynna, aS dálítiS megi þó sverta þá. Og
bætir svo viS: “Flatara höfum vér aldrei séS falliS
fram í auSmýkt.”
Vér fáum ekki séS, aS hér sé um neina auðmýkt
að ræða. Með því, sem sagt er, er aS eins um þaS
að ræSa, aS láta Erlglendinga njóta sannmælis—segja
satt frá hinni björtu og lika hinni dökku hliS þeirrar
þjóðar, eSa hvaða þjóSar sem um er aS ræða. En ef þar
er einhverju bætt viS, eins og ritstjórinn gerði viS hina
dökku hliS Englendinga að því er hún snerti Indíána
í Canada og Búana í Suður-Afríku, þá er þaS um
skör fram, og mundu allir algáSir menn hafa getaS
skilið þaS, aðrir en ritstjóri Heimskringlu.
Ritstjóri Heimskringlu segir í þessari grein
sinni, aS vér höfum aS fyrra bragSi gjört tvær til-
raunir til þess aS stimpla sig sem “landráSamann”.
Þetta eru eins mikil ósannindi, eins og nokkur maS-
ur getur látiS út úr sér. Ritstjóri Lögbersg hefir
aldrei stimplaS hann sem landráðamann. Vér höfum
aS eins svarað tveimur níSgreinum, sem ritstjóri
Heimskringlu hefir ritaS. Annari um Canada; hinni
um England. AllmikiS af niSinu um Canada át
hann ofan í sig aftur og baS velviröingar fyrir, og
var þaS drengilega gert. En þá var hann nýtekinn
viS ritstjórn Heimskringlu. .Nú er eftir aS vita,
hvaS hann gjörir í sambandi viS þetta niS sitt um
Englendinga—hvort aS vera hans við blaSiS hefir
haft sömu áhrif á hann og sagt er að hinn líSandi
timi hafi á heiminn—aS hann hafi farið versnandi—
svo mjög, aS hann kunni ekki lengur að blygSast
sín.
Bækur sendar Lögbergi.
1.
Hafræna. SjávarljóS og siglinga. SafnaS af
GuSmundi Finnbogasyni. FélagsprentsmiSjan. Reykja-
vik. 1923.
ÞaS fyrsta, sem oss kom í hug, þegar vér fórum
aS blaSa í þessari bók,' sem er 286 blaðsíSur auk for-
mála, skýringa og registurs, var: Hvernig stendur á
því, aS engum skyldi hafa dottið í hug að gefa út slíka
bók áSur ? Bók. þar sem dregið er saman í eina heild,
þaS sem íslendingar hafa sungiS um hafiS—hafiS,
sem þeir frá alda öSli hafa átt svo mikiS af lifsforSa
sínum undir; hafiS, sem seitt hefir svo marga af
hraustustu sonum þjóðar vorrar til sín, og aldrei skil-
aS aftur; hafiS, sem hefir breitt sig við fætur þjóðar-
innar íslenzku síSan hún varð til, spegilfagurt og blítt
eSa úfiS og ægilegt, og vaggaS hinum veiku fiskiför-
um þeirra á brjóstum sér, eSa aS haföldurnar hafa
hent þeim á milli sín eins og leiksoppi.
ÞaS er því sízt aS furSa sig á, þó hafiS hafi sett
innsigli sitt óafmáanlegt á sálir Islendinga, þó að niS-
ur þess brjótist fram í bókmentum þjóðarinnar, en
einkum í ljóöum skáldanna, því hann er orÖinn partur
hinnar íslenzku þjóðarsálar.
Bók þessi, þar sem mikiS er af ljóSum þeim, er
um sjóinn og sjóferÖir hafa veriÖ ort, er því kærkom-
inn gestur. Ekki aS eins fyrir þaS, aS með útgáfu
hennar er svo og svo mikiÖ af slíkum ljóSum dregiS
saman á einn stað, þar sem menn geta átt aðgang að
þeim og látiS sálir sinar dreyma viS brimniðinn, haf-
rænuna og sólgylt segl. Heldur er hér um aS ræSa
safn af snildarlega kveÖnum stökum og kvæSum, sem
áÖur hafa ekki verið prentuS, en lifaS hafa á vörum
og í minni þjóSarinnar, og svo kvæSi og ferskeytlur,
sem fáir munu hafa haft hugmynd um áSur.
Höfundurinn byrjar bók þessa meS sýnishorni frá
fyrstu tíð, teknu úr Völsungakviðu, og heldur svo á-
fram mann fram af manni, ár fram af ári og öld
fram af öld„ og er lesturinn svo hugðnæmur, aS hann
heldur manni föstum og bergmálar í sál manns svo aS
maður getur naumast slitið sig frá honum — frá
hinu volduga máli þeirra Egils Skallagrímssonar,
Sturlu Þórðarsonar, Snorra Sturlusonar og fleiri af
snillingunum fornu og nýju.
Hve oft hafa ekki sorgartilfinningar þær, sem
lýst er í þessu erindi úr Víglundar sögu, hreyft sér í
hjörtum Islendinga:,
“Eigi má eg á Ægi
ógrátandi líta,
sízt er málvinir mínir
fyr marbakka sukku;
LeiSr er mér sjávar sorti
ok sogandi bára,
heldur gjörSi mér haröan
harm, í unna farmi.”
Þá er haldiÖ áfram röSinni fram eftir öldunum,
og ber margt á góma—ótal myndir sýndar af viður-
eign Islendinga viÖ sjóinn.. Vér tökum hér af hapda
hófi tvær vísur, eftir Árna Þorkelsson frá Meyjar-
landi í Hegraþingi, 1730:
“SkúmaSi froða skeiðum á,
skall á súðum alda,
reisti boða bylgjan há
og bauðst að troða land upp á.
GrenjaSi úSur, glotti mar,
geisaði norSan Kári,
orgaði lúSur Ægis þar,
ógeSprúöur nokkuð var.”
Kafli sá, er flytur sjávarljóð hinna síðari tíma
skálda, er fjölbreyttur og auSugur. Margt er þar
af kvæÖum, sem áður voru á hvers manns tungu, eins
og “Heyrið morgunsöng á sænum” eftir Steingrím
Thorsteinsson. En þar er líka margt af fallegum
ljóSum, sem alþjóS hafa ekki veriÖ áSur kunn, svo
sem “Sumarnótt” eftir Ólöfu SigurSardóttur; þar
stendur þetta:
“Sezt í rökkurs silkihjúp
sæll og klökkur dagur.
Er aS sökkva í sævardjúp
sólar nökkvi fagur.
Fjöru boga bröttum í
bárur soga, renna.
öll í loga eru ský,
áll og vogar brenna.
I logni bátur, létt sem ský,
líður státinn, hraður.
Þar er káta æskan í,
ómar hlátur glaður.”
KvæSi eftir Herdísi Andrésdóttur, sem heitir:
‘,‘Ein á bát”, — /
• “Eg hefi fengið af því nóg,
oft meS sára lófa,
úti á lífsins ólgusjó
ein á báti að róa.
Sjaldan hefir lognblíð lá
létt á þreyttum mundum,
þaS hefir gefið oftast á
og yfir gengiS stundum.”
I kvæði eftir Ólínu Andrésdóttur stendur þetta:
“Gyllir sólin sumar rík,
sveipast ró um Faxavík,
Esjan glóir gulli lík,
GleÖi bjó mér fegurÖ slík.
BreiSa fyrst í firðinum
fékk eg vist á ,bátunum,
hjá afla þyrstum þrekmennum,
þrauta og lista formönnum.
Öllum stundum starfsamar,
styrkum mundum konurnar
ýttu á sundin ára mar,
ösluðu og bundu sáturnar.
Slíkur skáldskapur er bókmentalegur gróöi.
HvaS skyldi íslenzka kvenþjóðin eiga mikiÖ af honum
í huga sér og minni?
LjóS eftir vestur-islenzku skáldin, þá Stephan G.
Stephansson og Kristinn Stefánsson, eru í bók þess-
ari, ásamt stöku eftir séra Adam Þorgrímsson, er
svo hljóðar:
“Upp viS dranga, hnjúk og hól
hallast langir skuggar;
rjóð á vanga runna sól
Rán í fangi huggar.”
Siðasta vísan í bókinni er eftir GuSmund Frið-
jónsson og hljóðar þannig:
“Þar til hinsti dagur dvín,
djörfum huga, gljúpri sál
Rán og Ægir syngja sín
SólarljóS og Hávamál.”
Um valiS á þessum ljóÖum mætti rita langt mál.
Sumum kann að finnast, að ýms af kvæÖunum heyri
sjávarljóðum ekki beint til, svo sem “Skilmálarnir”
eftir Þorstein Erlingsson; “KirkjugarSsvísur” eftir
Grím Thomsen, og fleiri kvæði, sem eru aö eins lík-
ingarmál, en ekki beint sjávarljóð, og finst oss sú at-
hugasemd á nokkru bygS, jafnvel þó aS hafiS eigi svo
stórt itak í sálarlífi þjóðar vorrar, aS niSur þess heyr-
ist í hjartaslætti hennar og brimhljóSiS í orðum
hennar.
Frágangur allur á þessari <bók er hinn prýðileg-
asti, og bókin sjálf hirj eigulegasta—ókjósanlegasta
jólagjöf, sem hægt er að gefa, aS minsta kosti hinni
eldri kynslóS íslendinga. Hún er til sölu hjá bók-
sala Finni Jónssyni, 666 Sargent ave., Winnipeg, og
kostar í fallegu bandi $2.75.
mmmm
mmmmm
| Ein
! fæða
frægasta kraftgefandi
Ljúffengt með hvaða
rétti sem er.
The Canada Starch Compnay, Ltd. J
AFnciid oi ihcFamilv
80 áraminnmg K.F.U.M.
“Kristel. Dagblad” í Rhöfn
flutti nýlega grein, skrifaða í Lon-
don, um þessa 80 ára minningu,
og er <hún hér lauslega þýdd.
“Föstudaginn 6. júní síðastl.
voru 80 ár liðin frá því er fyrsta
K. F. U. M.-félagið var istofnað hér
í London.
Við þsisa hátíð var í raun og
veru ekkert óvenjulegt hér innan
K. F. U. M., annað en hátíðlegur
dagverður og guðsþjónusta í St.
Pauls dómkirkjunni, sem er i
grend við dvalarstað stofnanda K.
F. U. M., Sir George Williams —•
og ,svo óvænt heimsókn vinar vors,
séra Friðriks Friðrikssonar frá
íslandi, er ikom tiil London vegna
minningardagsins.
En víst mun dagjsins hafa verið
minst af ungum og gömlum í hin-
um mörgu félögum út um ailan
heim er vita sig vera í þakkarskuld
við hinn ágæta ibrautryðjanda
æskulýðssarfseminnar, sem fyrir
80 árum gekk sjálfur Guði á hönd
og Ihóf sitt mikla og göfuga æfi-
starf: «ð leiða unga menn til Jesú
Kri/sts.
Einkunnarorð George Williams
var alla æfii þetta: “það, sem ium
er að gera, er ekki hve lítið —
heldur hve mikið við getum gert
fyrir aðra.” Sjálfur lifði hann
bænarlífi með Guði. Og stöðugt
minti hann vini sína í K. F .U .M.
á það, að í öllu starfinu fyrir æsku
lýðinn ætti bæn og biblíulestur að
vera fyrsta atriðið. G. W. var ekk!
fræðari eingöngu; hann fylgdl
Meistara sínum, sem um var sagt:
“iHann gekk í kring og gjörði gott.”
Og það gjörir K. F. U. M. enn í
dag. /
“K. F. U. M. er ekki skemtifélag,
heldur starfshreyfing,” sagði G.
W. — “ekki að eins heimili fyrír
unga menn, heldur krossferð” —
og þannig er það nú um allan heim.
Upptök hreyfingarinnar urðu í
Bridgewater í London, er 16 ára
piltur kraup á kné bak við búðar-
borð, þar sem hann var lærisveinn,
og gaf Guði hjarta sitt. Þetta var
1837. En 6. júní 1844 var fyrsta
félagið stofnað í London, og
skömmu seinna í öðrum borgum og
úti um land. Aðalstöðin var í Ald-
ersgötu, þar sem fyrsta félagið
varð til.
í Ástralíu og Nýja-Sjálandi festi
K. F. U. M. rætur 1853. Árið 1855
var fyrsta alþjóðaþingið haldið í
París. Voru meðlimir þá orðnlr
28.800. — TM Rússlands og Nor-
egs kom K. F. U. M. 1865 ,til Ind-
lands 1870 Austu.rríkis 1873, Dan-
merkur 1878, Japan 1880, Kina
1895. (íslands 1899) o. s. frv. Til
hreyfingarinnar teljast nú full
9000' félög með meira en 1,500.000
meðlima.
í aðalfélagshiúsi K. F. U. M. í
London hangir stór mynd af Ge-
orge Wiliams og undir hennír
letruð hjartfólgnasta óskin hans:
“Þór ungu menn, gefið Guði
hjörtu yðar meðan þér eruð á unga
aldri.” Og á öðrum stað eru letruð
ein síðustu ummæli hans: “Nú er
ekki tími til ihvíldar, heldur til
baráttu.” Og ennfremur: “Eg fæ
yður í hendur arfleiðsluskrá mína
— Kristilegt félag ungra manna.”
Hvernig föirum vér nú með þessa
arfleiðsluskrá? Er það vor heit-.
asta ósk og einasta takmark starfs
vors, að fá unga menn til að gefa
Guði hjörtu sín? Er K. F. U. M. f
stiöðugri framsókn að takmarkinu
—eða er það aðeins skemtifélag,
þar sem nokkrir menn koma sam-
an til gleðskapar? — Eg fór út
til að sjá, hvernig þessu væri hátt-
að hér í London nú að 80 árum
liðnum.
Ýmsir höfðu sagt mér það heima
(í Danmörku), að sitthvað væri að
K. F. U. M. að finna; mig langaði
mest að leita hins góða. Eg leitaði
uppi nokkra af leiðtogunum, —
hugði það ráð best til að kynnast
starfinu fyrir Guðs ríki. Og eg
komst að raun um ,að trú þeirra
var Iheit og óskin einlæg ,að fá
unga menn til að ganga á Guðs
vegum.
Eg fór út í borgina, til að kynn-
ast starfinu. Kom eg þá einmitt í
það félagið, er fyrst var stofnað
og ihefir aðsetur sitt í fjölfarnasta
viðskiftahverfi Lundúna, þar sem
þúsundir ungra mann vinna dag-
lega. Það var rétt í miðdagstíman-
um, er margir þeirra höfðu stund-
ar frí. Stórar götu-auglýsingar
voru úti fyrir Ihúsinu og ungir
verslunarmenn, með smárit og
fundarboð, sögðu þeim er fram hjá
gengu, að kl. 1—2 ætti að vera
samkoma og bænafundur í “stóra
salnum.” Eg fór þangað, ásamt
mörgum öðrum. Margir þeiirra
voru vanir að vera þar, aðrir höfðu
aldrei komið þar áður. Allir fengu
hvatningu að skilnaði og vinsam-
legt tilboð, að koma á kvöldfund-
inn.
Eg fór yfir á aðra götu. Þar
rakst eg á stóra K. F. U. M. bygg-
ingu, er á var letrað: “K. F. U. M.
heimili indverskra stúdenta.” Sam
feldur straumur ungra, ibrúnleitra
Indverja, gekk þar út og inn. Þrír
indver.skir framkvæmdarstjórar
stjórnuðu starfinu. Og undir eins
voru þeir boðnir og búnir að sýna
mér bygginguna, en fyrst varð eg
þó að borða með þessum brúnleitu
herrum indversk hrísgrjón me£j
karrí og mangó-ávöxtum. í þes'su
félagi voru 509 með'limir, alt Ind-
verjar. Fáir þeirra voru kristnir,
flestir Múhameðstrúar og Hindú-
ar. En heimilisbragurinn var krist-
inn. Síðan félagið var stofnað,
fyrir fjórum árum, hafa 1600 stú-
dentar verið meðlimir þess og ver-
ið þar daglegir gestir. Af þeim eru
nú 800 horfnir heim til Indlands
aftur. Kristnum mönnum höfðu
þeir ef til vill aldrei kynst, fyr en
þeir hittu K. F. U. M.-félagana í
London. Og n'okkrir þeirra gengu
Kristi á hönd. — Hver fæir nú met-
ið þýðingu þessarar útréttu hand-
ar K. F. U. M. í London til ind-
versku bræðranna?
Ársekýrsla þessarar starfsemi
byrjar þannig: “Þegar vér lítum
til baka yfir liðna árið, fyllast
hjðrtu vor þakklæti til Guðs fyrir
það, hve ríkulega hann hefir bless-
að alt vort starf,” — og endar á
!
Stórkostlegasta gullstáss
— ■iiwii
ace !
$100,000
SALA
$100,000
Nýtísku Kvíta-gulls kvenna úlnliöa úr, sett með 16 stein-
um, ábyrgst að öllu leyti. Vanaverð 4
$20,00, Söluverð........1 X • § t)
Mitchell-Copp Ltd.
286 Portage Ave. Athugið rafmagns nafnspjaldið
!