Lögberg - 11.12.1924, Qupperneq 1
pað eru ekki tveir ínáuuðir tij jóla, svo þér œttuð
vissulega að fara að hugsa uin að láta taka mynd
af yður til að senda lieiin.
W. W. KOBSON
fEKHR GÓÐAR MYNDIR AÐ 317 PORTAGE AVE.
PROVINC 17
* THEATRE 1
pessa viku
Tom Mix in “Oli, YouTony”
Næstu vlku:
“Daughters of the Night“
35. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 11. DESEMBE.R 1924
NÚMER 50
Helztu heims-fréttir
Canada.
Þótt kosningar til sambandsþings
séu enn eigi sýnilega í nánd, þá
hefir frjálslyndi flokkurinn í Al-
berta þegar útnefnt þingmannaefni
í tveim kjördæmum, sem sé þá
Mr. Cross í Athabaska og Mr. W.
J. Rae fyrir hiS nýja Peace River
kjördæmi. Þá er og fullyrt, aS
innanríkisráSgjafinn, Hon. Charles
Stewart, nruni leita kosningar í
West Edmonton.
* * *
Fjármála frumvarp Oliverstjórn-
arinnar í British Columbia, hefir
veriS afgreitt meS 12 atkvæSa
meiri hluta. Greiddu þvi atkæði.
auk stjórnar eSa frjálslynda flokks-
ins, þingmenn bænda og verka-
manna. Stjórnin er, sem kunnugt
er, í minni hluta á þingi, en fregn-
ir frá Victoria telja hana tryggfe í
sessi, meS því að enginn andstæS-
inga flokkanna, sem í raun og veru
eru þrir, kæri sig um nýjar kosn-
ingar fyrst um sinn.
* * •
BlaSiS Moose Jaw Times, er
þeirrar skoSunar, aS Dunning,
stjórnarformaSur í Saskatchewan,
muni áSur en langt um líSur tak-
ast á hendurl ráSgjafaembætti í
Sambandsstjórninni. Óskar blaSiS
þess, jafnframt, aS Saskatchewan
fylki fái aS njóta hans góSu og
miklu hæfileika sem allra lengst.
• ♦ •
E. Clarence Settell, fyrrum
einkaritari Sir Adams Beck, for-
seta raforkunefndarinnar 4 Ont-
ario, hefir veriS dæmdur í þriggja
ára fangelsi, fyrir tilraun er hann
gerSi til aS stela $29.925 af Com-
merce bankanum.
* *
EylkisþingiS í Quebec kemur
saman hinn 7. janúar næstkomandi.
AfstaSa flokkanna er sem hér seg-
ir: frjálslyndir 64; íhaldsmenn 20
og 1 verkam. — Áttatíu og fimm
þingmenn alls eiga sæti á fylkis-
þinginu.
• • •
Fjórir vopnaSir þorparar réSust
hinn 4. þ.m. inn í eitt af útibúum
Hochelaga bankans í Montreal,
miSuSu skambyssu á bankastjór-
ann, meSan þeir létu greipar sópa
um fjárhirzluna. Fengurinn nam
nokkuS á áttunda hundraS dala.
HypjuSu bófarnir sig síSan á brott
hiS bráSasta og hefir ekki til þeirra
spurst fram aS þessu.
• * *
Hon.George S. Henry, samgöngu-
málaráSgjafi Fergusons stjórnar-
innar í Ontario, hefir lýst yfir þvi,
aS hann hafi ákveSiS aS leggja
fyrir næsta þing frumvarp til laga
um skatt á gasolíu.
• • •
Ræningjar brutust inn í póst-
húsiS í Moose Jaw hinn 1. þ.m. og
námu á brott $38.000 í peningum
og verSbréfum.
• * *
Nefnd manna frá Sléttufylkjun-
um þremur og British Columbia, er
stödd í Ottawa um þessar mundir,
í þeim tilgangi aS krefjast af
stjórnarinnar, aS úrskurSur meiri-
hluta' járnbrautarráSsins í Crow’s
Nest málinu, verSi ógiltur og vöru-
flutningataxtinn, sá er gekk i gildi
7. júlí síSastliSinn, skuli innleidd-
ur tafarlaust af nýju. LögmaSur
sléttufylkjanna, er H. J. Syming-
ton frá Winnipeg. Byggir hann
kröfu sína aSallega á því, aS meiri-
hluti járnbrautarráSsins hafi virt
aS vettugi skýlausan vilja sam-
bandsþingsins, hvaS flutningsgjalda
taxtanum viSvíkur. Á meSal þeirra
er þátt taka í sendiför þessari, auk
Mr. Symingtons, má nefna Brack-
en stjómarformann Manitobafylk-
is, Greenfield yfirráSgjafa í Al-
berta, og S. J. Farmer, borgar-
stjóra í Winnipeg.
• • •
J. P. Balharie hefir veriS kosinn
borgarstjóri í Ottawa. Hann hafSi
áSur gegnt bæjarfulltrúa sýslan.
• • /*
Laugardaginn hinn 29. f.m., bauS
W. S. Dunlop lyfsáli, 180 vinnu-
lausum mönnum inn í búS sína aS
293 Portage Ave., Wpeg, og gaf
þeim öllum máltíS. KvaS Mr.
Dunlop sér vera þaS ofraun, aS
horfa upp á hungraS fólk.
• • *
Fregnir frá Ottawa hinn 8. þ. m.
láta þess getið, að samkomulag
hafi náðst milli allra aðilja í Nor-t
mán orkustöðva deilunni og timb-
urtekjuleyfi því, er McArthur fór
fram á að fá til að stofnsetja
og starfrækja pappírsmylnu í Win-
nipeg. Þeir Bracken stjórnarfor-
maður eg Farmer iborgarstjóri,
eru nú komnir heim úr Ottawa-för
í samhandi við þessi mikilvægu mál
og láta hið besta yfir árangrinum.
* * ♦
W. W. Davidson, hefir verð end-
unkosinn borgarstjóri í Moose Jaw
Sask.
------o-------
Bandaríkin.
Látinn er nýlega að heimili sínu
í Benedict Canyon í Californía-ríki
Thomas H. Ince, einn af frægustu
kvikmyndakóngum Bandaríkjanna,
fjörutíu og tveggja ára að aldri.
* * *
Hinn 21. nóvember síðastliðinn
lést að heimili sínu í Columbus,
Ohio, Mrs. Harry M. Daugherty,
kona hins fyrverandi dómsmála-
ráðgjafa Harding — Coolidge
stórnarinnar. Hafði ihún átt við
langvarandi heisuleysi að stríða.
* * *
Á nýafstöðnu jþingi hinna sam-
einuðu verkamannafélaga — Am-
erican Federation of Labor, höldnu
að E1 Paso í Texas, var uppá-
stunga um að stofna nýjan stjórn-
málaflokk, feld með feykilegu afli
atkvæða.
* * *
Nýllega var Addison Proctor, að
Fremont, Midh., haldið (heiðurs-
samkvæmi í tilefni af því, að
hann er eini núlifandi maðurinn,
er þátt tók í hinu fræga Wigwam
þingi er útnefndi Abraham Lin-
coln til forseta, árið 1860. Var Mr.
PrOctor þá tuttugu og eins árs að
aldri.
* * *
Skýrslur frá landbúnaðarráðu-
neyti Bandaríkjanna, sýna að þjóð-
in hefir á fyrstu níu mánuðum
yfirstandandi ár,s notað sér til við-
urværis rúmlega fimtíu miljónir
punda af smjöri umfram það, er
hún neytti á sama tímibili í fyrra.
* * *
Sagt er að svo sé mikið um glæpl
í Boston um þessar mundir, að
lögreglan standi uppi því nær ráð-
þrota. Ríkisstjórinn í Massachu-
setts, Mr. Cox, hefir boðist til að
senda þangað herlið til aðstoðar
borgarstjóranum og lögreglunnl.
Meginið af glæpum þessum og
glæpatilraunum, er sagt að standi
í sambandi við brot á vínbannslög-
unum.
• • •
Maður að nafni S. W. Thornton
einn af auðugustu og áhrifamestu
bændum Texas-ríkisins, skaut ný-
lega til dauðs, nágranna sinn, er
Osear Norris hét, út af níu dala
skuld.
* * *
Fregnir frá Atlantic City, N. J.
hinn 6. þ. m. segja að verið sé í
þann veginn að hefja smíði á hót-
eli þar í íborginni er kosta muni tlu
miljónir dala. Hótel þetta skal bera
nafn Benjamíns Frnklin.
* * •
Ríkisstjórinn í Illinois, Len
Small og sonur hans, lentu í bif-
reiðarslysi hinn 5. þ. m. og sættu
talsverðum meiðslum.
* * *
Coolidge forseti hefir vikið frá
embættl Röberí 0. Harris, stjórn-
arlögmanni í Boston, Mass., fyrlr
lélega embættisfærslu, að því er
viðkom framkvæmd vínbannslag-
anna.
--------o---------
Bretland.
Robert Cecil lávarði, hafa verið
veitt fyrstu friðarverðlaun Wood-
row W/?lson’s stofnunarinnar, að
upphæð $25,cxx>. Var lávarðurinn
einn þeirra manna, er hvað vask-
ast vann að stofnun Þjóðbandalags-
ins—League of Nations—, ásamt
Wilson heitnum forseta.
* * *
Herforinginn nafnfrægi, Allenby
greifi, fulltrúi Bretastjómar á
Egyptalandi, er sagður að hafa
komist áb samsæri í þá átt að
myrða ýmsa af núverandi ráðgjöf-
um Baldwinstjórnarinnar. Að feng-
inni þessari yfirlýsingu, hefir inn-
anríkisráðgjafinn skipað svo fyrir,
að hlutaðeigandi ráðgjafar skuli
hafa um sig strangan vörð dag og
nótt.
Austen Chamberlain, utanríkis-
ráðgjafi Bretastjórnar, hefir setið
á ráðstefnu í París undanfarandi,
að sögn í þeim tilgangi, að leita
hófanna við Herriot stjórnir.a um
greiðslu á skuldum Frakka við
Breta.
* * *
Látin er nýlega í Lundúnum Mrs.
Smith-Wilkinson, miðaldra kona,
sú er fræg varð út um allan heim
fyrir það, að hafa á einu ári eytt
$300,000 í kjóla og annan skraut-
klæðnað.
* * *
David Lloyd George hefir verið
kjörinn leiðtogi frjálslynda flokks-
ins í brezka þinginu. Sagt er að
val hans hafi valdið talsverðri óá-
nægju innan vébanda flokksins.
Leiðtogi frjálslyndu stefnunnar í
heild sinni, verður Herbert H.
Asquith þó eftir sem áður. Eins og
kunnugt er, beið hann ósigur i síð-
ustu kosningum, og þess vegna hef-
ir þessi bráðabirgðar ráðstöfun ver-
ið gerð.
• * *
Hin nýja stjóm Breta, hefir á-
kveðið að fullgera herskipakvína í
Singapore. Verður fé veitt til fyr-
irtækisins nú þegar á yfirstand-
andi þingi.
------o------
Hvaðanœfa.
'Sex hundruð manna hafa látið
líf sitt í landskjálfta, er geysaði á
eyjunni Java 'í vikunni ®em leið.
* * #
Efri málstofa franska þingsins
hefir með 176 atkvæðum gegn 104
veitt Joseph Calliaux, fyrrum yf-
irráðgjafa uppgjöf saka ásamt
irráðgjafa uppgjöf saka og veitt
honum full borgararéttindi. Var
ihann fundinn -sekur, sem kunnugt
var, fyrir óleyfileg mök við Þjóð-
verja, meðan á stríðinu stóð. Er
búist við að hann verði tekinn i
Herriot ráðuneytið, þá og þegar.
• * •
Dr. Rudolph Ramek hefir mynd-
að nýtt ráðuneyti í Austurríki í
stað Ignas1 Seipel, er nýlega fór
frá völdum.
* * *
Frá fyrsta janúar næstkomand:,
skal ihöfuðborg Noregs, Kristjaia,
nefnast Osló.
* * *
Peter Hutghes þingmaður Dail
Eireann, hefir verið skipaður
sendiherra fríríkisins írska í
Washington.
* * *
Hin nýja stjórn Portugalsmanna
undir forystu Domingenez Sanbos,
hefir fengið traustsyfirlýsingu 1
þinginu með miklu afli atkvæða.
* * *
Fullyrt er að Ðe Rivera, sá er
undanfarin ár hefir stjórnað
Spáni með alræðisvaldi, muni inn-
an skamms takast þar á hendur
forsætisráðgjafaembætti sam-
kvæmt venjulegum þingræðisregl-
um.
• • • •
Nýlátinn er að San Juan í Porto
Rico, General Cipriano Castro, sá
er um eitt skeið var einvalds-
drotnari í Venezuela, 66 ára að
aldri.
* * •
Almennar þingkosningar fóru
fram á Þýskalandi síðastliðinn
sunnudag og lauk þeim með sigri
fyrir Marx-stjórnina 0g þá aðra, er
fylgja vildu fram tillögum Dawes-
nefndarinnar í skaðafoótamálinu.
Jafnaðarmönnum og Demokrötum
jókst allmikið fylgi, en Nationalist
arnir, eða keisarasinnar, svo að
segja stóðu í stað. Oommunistum
og öðrum gerbyltingamönnum
fækkaði til muna. Vafasamt þyklr
hvort Marx muni framvegis ihalda
ríkiskanzlarembætti. Að honum
fráförnum er Stresemann núver
andi utanríkisráðgjafi, talinn lík-
legastuir til stjórnarforystu.
* * *
Oommunistar hafa verið ærið
uppvöðslusamir í París undanfar-
andi og það svo mjðg, að lögregl-
m Ihefir átt í vök að verjast. Hófust
óeirðir þessar fyrir alvöru, er hinn
nýdujbbaði sendiherra sovietstjórn
arinnar, Krassin tók við embætti.
------o------
Eimskipafélag tslands.
Ræða Sveins Björnssonar í gær
á aukafundi félagsins.
Á þessum aukafundi er aðeins
eitt mál á dagskár, lagabreyting.
sem ekki varð löglega afgreidd á
síðasta aðálfundi. Eg vil þó nota
tækifærið , utan dagskrár, til þess
að gefa félagsmönnum stutta
skýrslu um 'hag og starfsemi fé-
lagsins!
Batnandi hagur.
Reikningar félagsins (áætlun)
fyrir liðna 3 ársf jórðungana 1923. j
30. septeniber 1923 var hagnaður-
inn kr. 74.774.63 30. sept. 1924. var
hagnaðurinn kr. 229,480.52, mun-
urinn verður kr. 154,705.89. Eftir
útlitinu að dæma má og vænta
hagnaðar af síðasta ársfjórðungn-
um, sem nú er hálfnaður.
Vöruflutningarnir frá Englandi
(Hull), sem félagið hóf siglingar
til á fyrra ári, virðast smá aukast.
Og á þessu ári hafa flutningarnir
til Húll aukist mikið (fiskur).
Hve mikið má þakka það, að út-
koman er þetta skárri en í fyrra,
góðærinu, sem hefir verið hér í ár,
er erfitt að segja. En líklegt má
telja, að það eigi hér nokkurn þátt
í*. Hinsvegar má segja að innflutn-
ingshöftin, sem lögð voru á síðast-
liðið vor, hafi dregið^nokkuð ýr
fJutningnum með skipunum, að
minsta kosti í vor og sumar.
Það hefir verið haft talsvert á
orði, að hagur Eimskipafélagsins
væri ekki góður, því væri ekki vel
stjórnað, kvartað undan, að það
gæti ekki greitt hlutlhöfum sínum
arð 0. s. frv.
Eg, sem kom í stjórn félagsins
á þessu ári, hefi ekki átt þátt I
stjóm félagsins undanfarin ár, og
á því ekki sjálfur um neitt sárt að
binda um stjórn á félaginu síð-
ustu 4 árin, lít svo á, eftir að eg
hefi nú aftuir kynst högum félags-
ins, að félaginu hafi verið vel
stjórnað, svo vel að vér megum
vera þakklátir fyrir.
Erfiðleikar allra.
Félagið býr að gömlum fjár-
hagskvillum. Það hefir orðið fyrir
sama barðinu, sem öll önnur skipa-
félög í heiminum. Það varð að
auka skipakost sinn einnig á þelm
tima, sem alt kostaði miklum mun
meira en nú og verður því að þola
verðfall á eignum sínum. Þau fáu
félög, sem áttu nóg fyrir til að
jafna Ihallann, hafa komist vel af.
Hin munu fleiri, sení ekki þoldu
hallann, mörg farið á höfuðið.
Okkair unga félag er eitt þeirra fé-
lag, sem hefir lifað af» en verður
að reyna að koma undir sig enn
fastari fótum.
Mörg félög hafa thaft beinan
reksturshalla eða aðeins vegið salt
síðustu árin, aðeins fá þeirra haft
verulegan hagnað. En okkar félag
hefiir á hverju þessara vandræða-
ára haft nokkurn hagnað, þótt ekkl
hafi það greitt hluthöfum arð. Því
tel eg því hafa verið vel stjórnað,
er það hefir synt svo vel fram úr
iðunni, þrátt fyrir alt það, sem það
hefir orðið að gæta, sem ekki mið-
ar í hagnaðaráttina.
Hlutverk Eimskipafélagsins fyrir
þjóðina.
marka, þeirra, sem forsvaranleg
verður að telja. E,g skal í því efnl
nefna nokkur atriði.
Spamaðarráðstafanir,
Á síðasta ári hefir skrifstofu-
fólki verið fækkað um 5, daglegur
vinnutími jafnframt lengdur.
Með samkomulagi við stjóm
vélstjórafélagsins (hiefiir1 véla-að-
stoðarmönnum, á skipunum verið
kipt burtu.
Starfsmenn félagsins hafa bætt
við sig vinnu þeirra, sem fækkað
hefir verið um.
Bankarnir hafa góðfúislega lækk
að vextina á láni því, sem hvílir á
húsi félagsins, að talsverðum mun.
Vátryggingargjald á skipum fé-
Iagsins hefir femgist lækkað.
Stjórnin ihefir nú leitað samn-
inga við ríkisstjórnina um aukna
borgun fyrir útgerðarstjórn ríkis-
j sjóðisskipanna, en því máli ekki
lokið.
Framkvæmdarstjóri og stjórn
I hafa fleira á prjónunum í þessu
1 efni. Og eg hygg, að eg megi full-
! yrða, að framkvæmdarstjóri og
stjórn muni halda sleitulaust áfram
að reyna að finna leiðir til að bæta
hag félagsins í smáu sem stóru. En
vér eigum jafnframt þá ósk, að á
móti komi áhugi hjá þjóðinni um
að styðja félagið,.
Þess er þörf af fleiri ástæðum
en einni.
Samkepnin við félagið er að
aukast.
Slík samkepni er góð að ýmsu
leyti, hvetur til umibóta og á að
geta orðið til að bæta samgöngur
vorar. en í sanxkepninni verðum
við að eiga styrk hjá okkar mönn-
um; getum ekki vænst hans frá
keppinautunum. Þeir fá sinn istyrk
hjá sinnar þjóðar mönnum.
Björgvinarfé’lgið Ihefir á þessu
ári aukið ferðir sínar afarmikið.
Það keppir við okkur um flutn-
inga bæði við Noreg, Bretland,
Þýskaland, Miðgarðanhafslöndin
i og Ameríku (með umhleðslu). Það
mun fá mjög ríflegan styrk til
þessara ferða úir sjóði Noregs —
og frá norskum kaupýslumönnum,
um notkun skipanna . Það mun
mega nefna dæmi þess, að norskur
seljandi vöru hafi ekki sint ósk
íslensks kaupanda um að senda
vörur með skipum vorum, heldur
sent þær með skipum Bjögrvinai-
félagsins — til þess að styrkja sitt
félag.
Nýlega hefir verið iborin fram
í ríkisþingi Dana uppástunga um
að styrkja Smeinaðafélagið ríf-
lega úr ríkissjóði Dana, til að
| auka siglingar milli Danmerkur og
íslands.
Þann styrk, Ibeinan og óbeinan,
j sem erlend félög fá frá sinni þjóð,
i þarf Eimskipafélagið að fá hér a
landi. 1
Á því hefir hvílt, að halda niðri
farmgjöldum og fargjöldum, og
það hefir gert það, til mikils hagn-
aðar fyrir landslýð. Þessi hagnað-
ur nemuir saman talinn sjálfsagt.
miljónum.
Á félaginu hefir hvílt að sjá
þeim landshlutum, sem örðugast
eiga að fá skipaferðir til sín, fyrir
siglingum, og það hefir gert það
eftir mætti, til mikils Ihagnaðar
fyrir þessa landshluta.
Á því hefir hvílt að reyna nýjar
siglingaleiðir og hagkvæmari
markaðsleiðir; það hefir knýtt
samband við England (Hull),
væntanlega til hagnaðar fyrir
landsmenn í nútíð og framtíð.
Því þarf að vaxa fiskur um hrygg.
En betur má, ef duga skal. Fé-
lagið þarf að auka svo bagnað
sinn, að það geti komið undir sig
enn fastari fótum, aukið flota sinn
og greitt mönnum sparisjóðsvexti,
að minsta kosti af fé því, er þeir
liafa lagt í félagið — og haft bol-
magn til að standast samkeppni.
Félagið þarf að verða svo, að það
verði því vaxið að fást við þau við-
fangsefni, sem bíða þess, og altaf
munu vakna ný, eftir því sem fram-
þróun vex hér í landi. Þetta er fé-
laginu nauðsyn; og eg tel þjóðina
eiga svo mikið undir velgengni
þessa félags, að eg fullyrði, að það
sé þjóðinni nauðsyn.
Til þess að auka hagnðinn eru
tvær leiðir: Að minka gjöldin og
auka tekjurnar.
Félagsstjórninni er fjarri skapi
áð vilja reyna að auka tekjurnar
með hækkun faúmgjalda og far-
gjalda, fyr en í ítrustu neyð. Hins
vegar hefir framkvæmdarstjóri
og stjórn látið sér mjög um það
hugað að draga úr útgjöldum fé-
lagsins, auðvitað' innan vissra
Brestur á samúð, sem er
óafsakanlegur.
Á því vill stundum verða brest-
ur; má jafnvel nefn dæmi um, að
einstaka íslendingur vinni heldur
í öfuga átt.
Skal eg aðeins nefna tvö dæmi:
Verslun utan Reykjavíkur fær í
sumar sem leið annað skipa Sam-
einaða félagsins til að koma við á
höfn sinni utan áætlunar. Með
þessu skipi Sameinaða félagsins
flytur verslunin mikið, en með
skipi voru ekkert. Verslunin gefur
þá ástæðu fyrir þessu tiltæki að
Eimskipfélagið hafi fleiri áætlun-
arferðir á aðra höfn nærlendis en
þessa höfn. Ástæða, sem alls ekki
átti við, einmitt í þetta skifti, því
bæði skipin, Sameinaða fél. og
vort, voru á ferðinni um sama
leyti.
Maður hér í bænum hefir ný-
lega þrá-auglýst í fjóllesnu blaði
í Khðfn með áberandi fyrirsögn
þetta:
‘Eimskipafélag íslands. Hlutir
seldir ódýrt gegn vörum. Bréf
merkt 469 afhendist Politiken.”
Þetta lítur út eins og gert sé til
að kasta rýrð á félagið. Vér vitum
hver maðurinn er.
Hvorugt þetta Iber vott um þann
stuðning og vinarþel sem félagið
þarf að eiga Ihjá landsmönnum.
Stuðnjngur þjóðarinnar
nauðsynlegur.
Hins vegar á félagið auðvitað
mairga góða stuðningsmenn hér á
landi.
Margt bendir á ,að mikið sé
úndir því komið fyrir framtíð
þessa lands, að vér komumst vel
fram úr þrautum þeim, sem þessi
fjárhagslegu byltingarár, sem nú
standa yfir, hafa á oss lagt. Hvort
vér höfum þá þrautseigju, sem
þarf til að halda út; hvort vér vilj-
um og getum nokkuð að okkur lagt
til að standast raunirnar.
Og óvarlegt mundi vera, og bera
vott um, að vér hefðum lítið lært
af reynslunni, ef vér létum góð-
ærið í ár stinga oss svefnþorn á
þessu sviði; teldum oss sjálfir trú
um, að með því sé komið yfir erf-
iðleikana.
Ein raunin er, að halda við vexti
og viðgangi þessa félags. Félags-
stjórnin vill eiga von á því, að
þing og stjórn, viðskiftamenn fé-
lagsins, starfsmenn félagsins, alllr
fslendingar, vilji standa sem fast-
ast saman um félagið á þessum
reynsluárum, sýna því vinarþel,
sanngirni og góðan stuðning.
Slíkt á að gefa hagsvon, fjár-
hagslega, menningarlega, og um
sjálfstæði íslenska ríkisins.
iMorgunblaðið 16. nóv.
-------o------
Samsæti.
var sr. Jóhanni Þorkelssyni hald-
ið 12. þ. m. í Iðnó, til minningar
um að iþá voru 35 ár Hiðin frá því
að hann var kosinn dómkirkju-
prestur hér í Ibænum.
Sóknarnefndin gekst fyrir sam-
sætinu. Oddviti Ihennar S. Á. Gísla-
son, hélt aðalræðuna fyrir minni j
heiðursgestsinls og flutti honum
jafnframt 3000 kr. minningar- og!
heiðursgjöf frá ýmsum safnaðar-1
mönnum í prýðilegu skríni, sem
ungfrú Soffía Stefánsdóttir Eiríks-
sonar hafði skorið. Þá var sungið
kvæði er sr. Friðrik Friðriksson
hafði ort. Síðan fluttu ræður: Sr.
Árni Björnsson prófastur í Görð
um, isr. Krstinn Daníelssion fyrv.!
prófastur, séra Bjarni Jónsson |
dómkirkjuprestur, ungfrú Laufey
Valdimarsdóttir Sigmundur Sveins
son umsjónarmaður og fiú Guð-
rún Lárusdóttir. Mintust þau öll
vel og innilega á heiðursgestinn.
En hann svaraði með tveim ræð-
um.
Hefði nokkur efast um að sr. Jó-
hann Þorkelsson ætti vini víðsveg-
ar um þennan bæ, þá mundi sá efi
hafa horfið við Iþetta tækifæri. ,
Gestirnir voru 148, voru úr öll-
um stéttum og stefnum, þessa bæj-
ar, ósammála um ótal margt,' en
sammálla og samtaka um að gleðja
og heiðra gamla sóknarprestinn
sinn og þakka honum sannkristi-
lega framkomu hans fyr og síðar
hér í bæ.
Var ánægjulegt að sjá alt þetta
ólíka fólk sitja saman eins og stór-
an vinahóp í svo góðum tilgangi.
Og þegar gestirnir sungu að skiln-
aði nokkur fögur lög, vhr sem hlý-
samúðaralda færi um þá, þelr
fundu að aflið, sem tengdi þá við
heiðursgestinn, gat lyft hug þeirra
yfir alt dægur|þras ti.1 æðri heima;
þeim fanst þeir hafa varið þessarl
kvöfldstund vel, og báðu að lyktum
séra Jóihanni allrar blessunar.
Viðstaddur.
Séra Jóhann Þorkelsson.
fyrverandi dómkirkjuprestur
Sungið í samsæti í Iðnó 12. nóv. ’24
Grandvar í lífi, geyminn Drottins
orða,
Gnótt á til varnar sér 0g nægan
forða,
Þarf hann ei jarðnesk vopn né
beittan vigur,
Vinnur 'þó sigur.
Vopnlauisan munu’ hann vættir
allar flýja,
Vei.t hann sér óhætt stigu’ kanna
nýja,
Hvort sem hann reikar einn á
auðnum víðum
Eða með lýðum.
Glaður og rór með gleðibros á
vörum
Gengur hann jafnt í neyð og sæld-
arkjörum,
Prúðmenskan jöfn í hreysum og í
höllum,
Hugljúfur öllum. ,
I Lausnarorð kröftugt kraftinn
honum veitir,
Kjöixvrði því mót allri hættu’ hann
heitir;
Þaðan er afl og óhúltleikinn
sprottinn,
Orð það er; Drottinn!
Kirkjunni gefi Guð æ marga slíka
Göfuga menn af trú og kærleik
ríka
Grandvara’ í lífi, andans orku
fylta,
Auðmjúka og stilta.
Þannig við reyndum þig á löngum
vegi,
Þjónn Guðs íhins æðsta, sem á
heilladegi
Kjörinn ihér varst og vannst hér
meðal þjóða.
Verkið þitt góða.
Þjónustu góða þökkum vér af
fojarta.
Þér veiti Drottinn elli rika’ og
bjarta.
Lengi oss trú og bæn þín tblessun
færi,
Bróðir vor kæri.
Fr. Fr.
Á sunnudagskvöldið brann tíl
kaldra koía hús Jóns Guðmunds-
sonar gestgjafa í iStykkisfoólml.
Um það leyti, sem eldurinn kom
upp í húsinu, stóð yfir hlutavelta
í samkomuhúsi bæjarins, og voru
á henni flestir bæjarbúar, og með-
al þeirra allir íbúarnir í húsi þvi,
er brann. Um klukkan 8.30 var
komið með þau tíðindi á hlutavelt-
una, að kviknað væri í ihúsi Jóns
og þustu allir þangað. En þá var
alt efsta loft hússins alelda, svo
engin tök voru á því að slökkva,
með því líka að brunatæki reynd-
ust ófullnægjandi, og erfitt er að
ná til vatns, því þarna eru aðeins
litlir brunnar er þrjóta strax. Af
efsta Hoftinu var engu bjargað, en
mest öllu úr veitingastofu óg íbúð
Jóns, sem er á fyrsta lofti, og eins
varð 'bjargað öllu úr kjallara, svo
sem matvælum og öðru, er þar var
geymt. Á efra loftinu voru gesta-
rúm, og brunnu þau öll og rúm-
fatnaður, og einnig mikið af fðt-
um heimafólks, er þar voru geymd.
Vafasamt er talið, lhvort% kvikn-
að hafi út frá múrpípu uppi undir
þekju, eða i einhverju gestaher-
berginu. En þau höfðu verið notuð
rétt áður, því allmargt var af gest-
um i kauptúninu um þessar mundlr
Húsið var vátrygt fyrir 12,000
krónur og innantokksmunir fyrir
8000 þúsund, en þeir náðust mest
alllir. Tap húseiganda er því ekki
mjög tilfinnanlegt. En verri er sá
atvinnumissir er hann verður fyr-
ir, iþví atvinna hans var eins og
gefur að skilja, bundin við foúsið,
þar sem það var gisti- og greiða-
sðluhús.
Bæjarfógetaembættið hér I
Reykjavík mun nú vera lang-anna-
mesta embætti landsins. Eru dag-
lega á döfinni vínsmyglaramál,
togarasektir og f jöldi annara mála
Má nokkuð marka, hve embættið
er umfangsmikið, á því, að síðasta
laugardag voru kveðnir upp 16
dómar 1 gestarétti Reykjavíkur.
í norskum blöðum stóð fyrir
stuttu, að símað hefði verið til
þeirra frá Khöfn, að á Laugalandi
hefði verið fyrir stuttu lokið við
að grafa upp 2 hús frá steinaldar-
tímunum. Eru þau öíl í heilu lagl,
og talin að vera 4000 ára gömul.
í fyrra va.r manni nokkrum í Nor-
egi stefnt fyrir rétt, af þeim or-
sökum, að hann hafði selt berkla-
veikum manni stofublómaáburð og
sagt það vera hið nýfundna danska
berklalyf. Maðurinn var dæmdur
í. 10C' daga fangelsi.
------o------
í Noregi hefir vínsmyglun um
langan tíma vaxið yfirvöldunum
algerlega, yfir hðfuð. Hafa það
eins og venja er til, altaf verið
karlmennirnir, sem fengust við ,þá
atvinnu. En svo mögnuð er smygl-
unin orðin, að kvenfólkið er farið
að stunda Ihana. Hafa margar
konur í Larvík verið teknar og
settar í varðhald vegna smyglun-
ar. En sjálfsagt eru þær ekki verrl
en annarstaðar, þó ekki hafi orðið
uppvíst enn um aðrar.
------o------
danska blaðinu “Köbenhavn.”
ir verið stungið upp á því, að
isk, norsk og sænsk blöð beittu
fyrir þvi, að safna fé, er nægði
þess að bj.arga Roald Amund-
í úr þeim skuldum, sem hann er
- en hann hefir, eins og kunnugt
nýlega orðið gjadþrota — og
ifremur til þess að foann gætl
dið áfram hinni fyrirhuguðu
ferð sinni. Er það tekið fram, að
ta eigi ekki að vera nein ölm-
,, heldur endurtborgun á þvl,
1 Amundsen foafi lagt fram til
indalegra rannsókna.
urðsson, foreppstóri í Stóra-Lamfo-
haga í Skilmannahreppi, kunnur
sædmarmaður, fullra sjötíu og
tveggja ár, fæddur 7. febrúar 1852.
j Hann verður jarðsunginn að Leirá
næstkomandi miðvikudag.
Morgunblaðið 26. okt.