Lögberg - 11.12.1924, Síða 3
/
LÖGBERG FIMTUDAGINN.
11. DESEM3BER .1924.
Bls. S
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
íí, íí íí íí ií !>' ” " !« ” ‘« ” *» *» '« ’í "! '« '« '* '«
HHISIHHIglHgBSi-
í stórbæ nokkrum bjó fátækur iðnaðarmaður
Hinrik Fransson að nafni. Hann var trésmiður og
hafði fult) í fangi með að hafa ofan af fyrir sér og
sínum. En þetta olli ihonum ekki áhyggju, iþví hann
var ungur og heilsugóður og hafði eigi fyrir öðrum
að sjá en konu sinni og einu ibarni. Þar að auki kom
hjónunum vel saman, og heimilislíf hans var skemti-
legt. Á daginn hafði hann að sönnu lítinn tíma til að
vera heima, því hann var að smíða úti í ibænum frá
því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin,
og skaust heim snöggvast til að borða miðdegismat;
en þó var hann glaður og ánægður við vinnu sína og
hlakkaði allan daginn til þess að koma heim á kvöld-
in. 'Háns, unga og ástúðlega kona. María að nafni,
hjálpaði honum líka eins og íhún gat til að hafa ofan
af fyrir sér. Hún saumaði fyrir aðra, og af því að hún
gjörði það vel og var þægileg í viðmóti og kurteis,
fékk hún ætíð nóg að starfa. En sökum þess að hún
var brjóstveik, sem einatt bakaði henni aodvökunæt-
ur, biluðu kraftar hennar oft, þegar hún ætlaði að
ljúka við það, sem hún hafði tekíst á hendur. Hún
vildi þó láta bera sem minst á þessu heilsuleysi sínu,
og þegar hún á kvöldin átti von á manni i sínum,
reyndi hún að gjöra stofuna svo viðkunnanlega, sem
hún gat, og tók ætíð á móti ihonum með ástúðlegu
brosi og Iblíðum orðum.
Inga litla var yndi foreldra sinna; |hún var ó-
venjulega frítt barn, með stórum dökkleitum augum
og nærri því kolsvörtú ihári. Hún var vingjarnleg og
auðsveip, þegar farið var vel að henni, en svo áköf
og ofsafengin, ef talað var harðlega til hennar, að
móðir hennar varð hrædd við það. Ef önnur börn
ertu hana upp, sat hún lengi með ekka og gráti, og
ekkert gat huggað hana nema blíðleg orð móður
hennar. Það var eitt barn, sem Inga aldrei reiddist.
Það var fríður, ljóshærður piltur, Viggo Sanding að
nafni. Móðir hans var fátæk ekkja og hafði í mörg
ár búið í sama húsi og Fransson; Ihún lifði á því, að-
þvo fyrir aðra, og þegar þau fluttu þangað, kendi
María í brjósti um þennan dreng, «em þá var ungur,
en varð þó að vera einsamall heima allan daginn,
þegar móðir Ihans var að þvo annastaðar. Hún tók
hann þá inn til sín, og meðan hún var að sauma, sat
hann hjá henni og lék sér að myndablöðum eða á
annan hátt, og var að tala við hana.
Þegar Inga litla fæddist, skoðaði drengurinn
ihana eins og ibarnaglingur, lék sér að henni og var alt
af að hugsa um hana. Honum leiddist alldrei að vagga
henni, sitja undir henni, leika við hana og fá hana
til að 'brosa. Þegar hún fór að geta gengið og talað,
kallaði hún á hann, hvar sem hún sá hann, og rótti
að Ihonum hendurnar, og þegar hún fór að ganga í
skóla, sat hún löngum í gluggakistunni og var að
gæta að því, hve nær Ihann kæmi úr skólanum og þeg-
ar eitthvað gekk að henni, þá varð Viggo ætið að
hugga hana og hjálpa henni.
Þannig leið ibarnæska Ingu þangað til hún var
sjö vetra. Þá missti hún leikbróður sinn, því að móðir
hans vistaðist sem þvottakona á stórum herragarði
og tók Viggo, sem þá var 12 vetra, með sér. Báðum
börnunum þótti svo piikið fyrir að skilja, að þau
grétu fögrum tárum. ,‘Æ! að eg mætti æfinlega
vera hjá þér,” sagði Viggo; “eg skyldi vera góður
við þig og láta alt eftir þér. Eg hefi svo oft heyrt
hana móður þína óska þess, að þú værir hjá góðum
mönnum, því að þá yrðir þú góður og eg síkyldi sí'á
um það.”
Inga tregaði Viggo lengur en börnum er títt.
Um sama leyti fór Maríu að versna hóstinn og
'brjóstþjmgslin og kraftar hennar tóku ti'l að þverra.
í skammdeginu um veturinn varð hún að halda kyrcu
fyrir, sat hún þá mestallan daginn og hallaði bakinu
upp að koddum, sem hin litla dóttir hennar hlóð utan
um hana, og þegar voraði, gat hún ekki lengur kom-
ist úr rúminu, því ef hún hreyfði* sig, fékk hún éþol-
andi hótsaköst. Brjóstgóð grannkona kom á hverjum
morgni og hjálpaði til að búa um Ihana og gópa gplf-
ið, en hinn tímann lá hún í rúminu og fékk ekki aðra
hjálp en þá, sem Inga gat veitt henni. María bar
þjáningar gínar með þolinmæði, en þó var það
auðséð, að ein'hver kvíði lagðist þungt á
hjarta hennar. Sjúkleiki sjálfrar hennar fékk henni
þó ekki mikillar áhyggju því hún vissi, á hvern hún
trúði, og hlakkaði til að losast við þjáningar líkamans
og komast til frelsara síns, sem hún elskaði af öllu
(htjarta. En hún kveið fyrir að skilja svo fljótt við
barn sitt, og hún var óvenjúlega sorgbitin út af
háttalagi manns síns, sem áður hafði verið svo reglu-
samur, góður Og ástúðlegur.
Hinrik var meinlaus og góðmenni, en táplítill,
og hlýddi of-mjíög á fortölur þeirra, sem hann komst
í kunningsiskap við. Hingað til hafði kona hans verið
stoð hans og verndarengill. Hann gjörði það fyrir
hana, að vera iðinn og kappsamur, og til að þóknast
henni hélt hann sér frá svalli og solli félaga sinna.
Hún hafði líka á fyrri árum fengið hann til að fara
með sér í kirkju, en vegna hviklyndiis síns hafði
hann þó aldrei með alvörugefni hugsað um guðsorð
eða sáluhjálparefni sín. Þessvegna hafði hann engu
að treysta og var varnarlaus, þegar sorgir og sjúk-
dómar vitjuðu han® og freistingarnar réðuöt á hann.
Þegar María varð svo veik að hún gat ekki veitt
honum eins fjörugar og skemtilegar viðtökur eins og
áður, þegar hann kom heim frá vinnu sinni á kvöld-
in, gat ekkert lengur laðað hann að heimilinu og hann
fór þá að 'leita sér skemtunar annarstaðar og finna
félaga .sína, sem fögnuðu honum vel og fóru með
hann á gildaskálann. Þar varð hann stöðugur gestur,
og drakk og spilaði á hverju kvöldi fram á nótt. Ein-
att kom hann þá svo drukkinn heim, að hann gat
varla staðið. Þegar hann var ódrukkinn, grátbændi
kona hans hann að hætta þessum ólifnaði, og það
leit stundum svo út, sem hann vildi bæta ráð sitt;
en þegar hann fann félaga sína, sótti aftur í sama
horfið fyrir honum, og hann reyndi til að svæfa sam-
visku sína með því að drekka enn meira. Vesalings
María sá, að allar Ibænir og aðvaranir sínar voru
árangurslausar og gjörðu ekki annað en að fæla
hann burt firá Ihenni, svo hún ihætti .seinast að tala
um þetta við hann og leitaði sér ihuggunar í foæninni
tilí Guðs. Eins og nærri má geta, leiddi örbirgð og
volæði af þessu ráðlagi hans; hann drakk upp hvern
skilding, sem hann vann sér innn, eða spilaði honum
út.
María var þó svo heppin, að læknirinn, sem
vitjaði hennar tók ekkert fyrir fyrirhöfn sína, heldur
útvegaði henni styrk og reyndi á allan hátt til að
lina þjáningar ihennar. Einhvern tíma að áliðnum
degi sat María upp við Iherðadýnu, ein og hún var
vön. Læknirinn hafði þá eftir innilegri ibeiðni hennar
sagt ihenni ,að hún, eftir því sem séð yrði, ætti skamt
eftir ólifað, og að dauða hennar gæti að borið á
hverri stund. Hana langaði nú til að tala við mann
sinn og hafði sent eftir honum; en hvorki var hann,
né sendimaðurinn kominn aftur. Hún áleit það líka
skylldu sína að búa barn sitt undir skilnaðinn, og
tók hún þó nærri sér að hryggja þessa litlu dóttur,
sem var svo elsk að henni. Inga sat hjá rúmi foennar
og var að prjóna. Þá sagði móðir hennar í foálfum
hljóðum:, MKom þú nær, Inga mín, og sestu á rúm-
stokkinn. Þú veist, að eg þoli ekki aö tala hátt, en eg
verð að segja þér notókuð.” Inga stóð upp, kysti móð-
ur sína og laut ofan að henni. Móðirin gat með
naumindum lagt handlegginn um háls foennar og
mælti: “Manst þú eftir því Inga mín! að eg hefi oft
talað við þig um dauðann, sem oft aðskilur ástvin-
ina?” Inga svaraði “já”, en svo lágt að varla heyrðist.
MEn þú veist líka,” mælti móðirin, “að ástvinirnir
skilja etóki til fulls, heldur eigum við, ef við trúum á
frelsarann, að sjást aftur á himnum.’
'riíversvegna segir þú mér þetta, móðir mín?”
sagði Inga. “Af því að eg vil,” svaraði móðirin, ”að
þú hugsir til þess, að Guð getur kállað mig burt frá
þér innan skamms, og ef til vill, einhvern þessara
daga.” Inga forökk saman, en, móðir hennar hélt á-
firam og sagði: “Já, Inga mín! Þú veist, að eg er
mjög veik, og þú verður því að venja þig við þá
foúgsun, að eg kunni að verða tekin frá þér. En eg
get ekki dáið róleg, nema eg viti, að eg muni fá að
sjá þig aftur á himnum. Viltu lofa mér því, að þú
skulir vera gott ibarn og ætíð elska Guð? Æ, Drott-
inn, gef þú henni foið eina nauðsynlega, þá mun henni
veitast alt annað gott!” Þá bilaði raustin, og Inga
varð hrædd af að sjá þá sinadrætti, sem hún féfek.
“Eg skal gera alt sem þú vilt móðir mín!” sagði foún.
María beiddi hana nú að iiesa sálm fyrir sig, því næst
stundi hún og lá grafkyn svo Inga hugsaði að hún
svæfi. Því næst settist Inga niður hjá rúminu, en
var orðin svo þreytt, að hún sofnaði, og þégar grann-
konan kom þangað að stundu liðinni, fann hún foarnið
sofandi og sá, að María var látin. Henni varð þá svo
ilt við, að hún ihljóðaði upp, og við það vaknaði Inga,
sem Ihugsaði að móður sína vantaði eitthvað, en þeg-
ar hún fann að foún var ísköld varð hún hrædd og
foörfaði aftur á bak. í sama bili foeyrðist skarkali og
hávaði, og einhver kom rambandi upp stigann. Dyr-
unum var lokið upp, og maður, setm bjó þar í húsinu
og hafði leitað Hinrik uppi, kom inn með hann svo
drukkinn, að hann gat varla staðið. Hann hafði víða
leitað foans og ioksins fundið hann í afskektu veit-
ingahúsi, en Ihaft mikið fyrir að fá hann heim með
sér. Þegar Hinrik kom slingrandi inn, stóð grannkon-
an fojá-rúminu, og var að hugga Ingu; en þegar hún
sá hinn drukkna mann, snéri hún sér til hans og
mælti: “Þér farið fállega að ráði yðar; þér hlaupið
um allan bæinn og eruð að drekka og sla.rka alla nótt-
ina en vesalings konan yðar liggur hér heima og deyr
af hrygð og gremju; komið hingað og sjáið, hvað þér
foafið gjört; það er ekki nokkurt lífsmark með henni;
þér hafið séð um það!” Inga rak upp Ihræðilegt hljóð
og fleygði sér grátandi ofan yfir móður sína. Hinrik
hneig niður á stól, og hélt foöndunum fyrir augun.
Hann varð alt í einu afdrukkinn, stundi þungan og
mælti: “Æ María, fyrirgefðu mér.” ókunnugi maður-
inn og granntóonan gengu út úr stofunni, og Hinrik
varð nú einn eftir hjá líkinu og barni sínu. Sam-
viska hans var nú vöknuð og átölur hennar voru ó-
bærilegar. Hann hafði foirðast að hugsa um dauðann
en gat nú ekki lengur komist hjá því. Hann fór að
hugsa um, fovað fyrir sér mundi liggja, hvað um sig
mundi verða í dauðanum, og hvort foann þá mundi
fá að sjá aftur konu sína. Hann var gagntekinn af
angri og ótta, og sat álútur, án þes® að hreifa sig: þá
fann foann að lítil hönd kom við öxlina á sér, Leit upp
og mæt'titárfullum augum dóttur sinnar. Hann faðm-
aði foana að sér, og hún lagði foendur um hálsinn á
honum; þá hneigði hann höfuðið og fór að gráta.
Ag stundu liðinni kom grannkonan inn og sá, að
Hinrik var orðinn veikur, svo hún fékk hann til að
foátta. Bráðum snérist sjúkleiki hans upp í tugaveiki
og að viku liðinni var Inga búin að missa föður sinn.
Inga átti nú iengan að í veröldinni, er skifti sér
af henni, eða tæki hana að sér; hún komst því á
sveitina og var sett niður hjá verkamanni nokkrum,
sem sjálfur átti fjölda barna og varð feginn að fá
það, sem gefið var mleð Ihenni. “Það er lítið,’ sagði
hann, “en það er föst inntekt og þar sem átta munn-
ar eru fyrir, munar lítið um foinn níunda.”: Inga
kunni þar mjög illa við sig; hún hafði vanist fámenni
og ástúðlegri aðhjúkrun viðkvæmrar móður; nú brá
híenni við að koma í fjölmenni til allra ókunnugra.
Bóndinn var svo hastur og hrytssingslegur, að Inga
varð þegar fyrsta daginn, sem hún var þar, dauð-
hrædd við hann, og þessari hræðslu gat hún aldrei
síðan útrýmt, með því líka að börn hans voru eins
hrædd við hann.
Hann yar alllan daginn annarstaðar í vinnu, en
þegar Ihann kom heim á kvöldin, stukku börnin laf-
'hrædd út í skot, og urðu að sitja þar grafkyr, því að
annars voru þau rekin burt úr stofunni. Konan foans
var sú einasta, sem þorði að standa u.ppi í hárinu á
honunm, og þar eð hvorugt hjónanna vildi undan
öðru láta, voru það stundum ófögur læti, sem á gengu
milli þeirra. Fósturmóðir Ingu, sem hét madama
Jónsson, var þrifin og reglusöm. Hin stóra stofa,
sem var bæði dagstofa og svefherfoergi, var ætíð
hrein og þokkalega útlítandi og sömuleiðis eldhúsið,
sem var við hiliðina á stofunni, og eins voru börnin
vanin á hreinlæti og reglusemi.. En þessi kona var
bæði bráðlynd, dutiungafull og ágjörn, og fengu allir
sem eitthvað áttu saman við hana að sælda, að kenna
á því. Inga var látin ganga í bamaskóla, og þegar
ihún kom heim og var búin að læra það, sem foenni
var sett fyrir, varð foún að fojálpa fóstru sinni með
ýmislegt smávegis, og með ti'lsögn hennar bæði
sauma og prjóna, staga og foæta föt. Þannig lærði
foún að gjöra fleira en mörg stúlkubörn á hennar
aldri læra, en fékk aldrei að ileika sér eða foafa nokkra
skemtun.. Þegar hin börnin sáu, hvernig móðir þeirra
fór með þetta tökufoam, fylgdu þau hennar dæmi, og
voru bæði ertin og ónOtaleg við hana án þess að þeim
væri bannað það. Þessi aðbúð apilti geðslagi Ingu.
Ákaflyndr hennar, sem móðir bennar hafði verið svo
hrædd við, varð nú að sönnu bælt niður með harðri
meðferð, en það snerist upp í þrjósku og þverlyndi.
Hefði einhver verið góður við foana og talað blíðlega
til foennar, þá foefði farið foetur fyrir foenni; en þetta
atlæti rak allar góðar og blíðar tilfinningar hennar
á flótta. Fyrst framan af syrgði foún mjög foreldra
sína, og settist oft á kvöldin út í horn, lét ekki á sér
foera, og grét þar fögrum tárum; en húsmóðir hennar
rak hana þaðan með harðri hendi, og ávítaði hana
svo oft fyrir þetta, að hún foætti því og með tímanum
sefaðist söknuður hennar. Þannig óx vesalings
Inga upp, þangað til foún var fermd. Þá átti hún að
fara í vist; en rétt fyrir krossmessuna var hún ein-
hvern dag einsömul iheima, sat við glqggann, og var
að keppast við að sauma kjól, sem húsmóðir foennar
hafði harðlega skipað henni að flýt sér með, og fara
með hann til einhverrar konu, þegar hann væri bú-
inn. Alt í einu var hurðinni forundið upp, og inn
þusti ung stúlka Emilía að nafni. Hún var einka-
dóttir eltókju no'kkurrar, sem bjó skamt þaðan og foafði
Inga kynst henni í skólanum. Emilía var léttúðarfull
og illa siðuð, en góðsöm og greiðvikin, svo Inga vildi
ekki slíta allan kunningsskap við hana. Inga Ihafði
oft ámint hana og einkanlega um, að segja ekki móð-
ur sinni ósatt um brall og foáttalag sitt, því að Inga
vildi alldrei skrökva, þótt foún þannig hefði getað
komist hjá refsingu. öðruvísi var Emilíu varið, því
að hún hafði frá blautu barnsbeini vanið sig á að
skýla yfirsjónum sínum með alls konar ósannindum.
Hún þusti nú inn, fleygði sér niður á stól með önd-
ina í hálsinum og sagði hágrátandi: “Æ Inga, hvað
á eg til ’bragðs að taka? Sjáir þú nú ekkert ráð, þá er
eg gjörsmlega farin.” Inga varð hrædd og sagði:
“Hvað e.r um að vera?” Þá sagði Emilía foenni — og
gat ekki talað nema orð á stangli — að vinstúlkur
sínar foefðu svo oft brígslað sér um, að föt hennar
væru svo léleg, að þær gætu ekki verið þektar að því
að ganga með henni; þessvegna foefði hún látið
leiðast til að kaupa marga foluti í skuld, og nú foefði
einn búðar þjónn sagt við sig, að ef foún ekki nú
þegar borgaði þrjá dali, sem foún skuldaði fyrir kjól,
mundi hann kalla hana fyrir rétt. Hún sagðist hafa
beðið foann um frest til morguns, en hann hefði þver-
neitað því; engin af vinstúlkum sínum vildi lána sér
þessa peninga, og ef Inga nú ekki hjálpaði sér, vissi
foún ekki hvað úr sér yrði. Inga varð forædd og mælti:
“Hefir þú gjört þetta án vitundar móður þinnar?”
“Já, vissulega,” svaraði Emilía; “en það er nú
ekki tími til að koma með áminningar. Hjálpa þú mér
í þetta eina sinn, og eg lofa þér þvi að. verða ráð-
settari eftirleiðis. Átt þú ekki peninga?” “Nei,” svar-
aði Inga, “ekki nokkurn skilding.”
<t‘Á madama Jónsson etóki heldur peninga?,”
spurði Emilía; “fovar er hún vön að geyma þá? hún
hlýtur þó stundum að eiga nokkra.” Inga svaraði:
“Hið litla sem hún getpr sparað af vinnukaupi sínu,
hefir hún 1 kistli þarna í dragkistunni og af því að
hún hefir fengið mikla vinnu í vor, veit eg að hún
hefir lagt eitthvað til hliðar til að kaupa föt íyrir
foanda börnunum. En það er svo sem auðvitað, að
þú getur ekki fengið hennar peninga.”
Það er fljótt yfir sögu að fara. Þegar Inga færð-
ist undan að fojálpa Emilíu, hótaði foún loks að fyrir-
fara sér og Inga, sem hræddist þessa foótun, lét þá
undan. Hún gat etóki fundið lykilinn að kistlinum en
þegar hún reyndi lykil, sem gekk að saumastokk
hennar, gat hún lokið kistlinum upp með (honum og
Emilía fékk þrjá daili. Hún þakkaði og flýtti sér í
fourt. Þá fór Inga að hugsa um hvað hún hafði gjðrt.
Að sönnu hafði Emilia lofað að borga þessa peninga
deginum eftir, ®vo að konan þyrfti ekki að sakna
þeirra. En mundi það samt ekki komast upp? og hafði
hún ekki hvort sem var .stolið peninguniim? Var foún
þá orðin þjófur? Hún settist titrandi niður, og beið
þess með mikilli sálarangist, að fólkið kæmi heim. Að
stundarkorni liðnu var barið að dyrum, og stökk foún
fram óttaslegin. Úti fyrir stóð lðgreg'luþjónn, §em
bað hana að korna undir eins með sér. Hún fór
skjálfandi með honum og spurði kjökrandi, hvað um
væri að verr.; fékk foún þá að heyra, að verslunar-
þjónn sá, sem Emilía átti kaupin við, hafði misgrunað
hana, þegar hún kom svo fljótt til han;s með foorgun-
ina. Hann hafði spurt hana, en þegar hann fékk ekk-
ert upp úr inenni, og með því að hann áður grunaði
hana um smáþjófnað hafði foann fengið foana í hend-
ur lögregluþjóni, sem gekk fram hjá. Hún hafði undir
eips meðgengið að foún hefði fengið peningana hjá
Ingu, og þessvegna var hún sótt. Var hún nú dæmd
til ibetrunarhússvistar.
Framh.
INGA.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
216-220 MEDIOAIi ART8 BliDG.
Oor. Grabam and Kennedy Sta.
Phone: A-1834
Offlce tlmar: 2—S
Helmili: 776 Vtctor St.
Phone: A-7122
Whudpes, Manitoba
Vér leggjum sérstaka áherzlu & aS
selja meðul eftir forakriftum lækna.
Hln beztu lyf, sem liægt er að fá eru
notuð eingöngu. . pegar þér komið
með forskrliftum til yor meglð þjer
vera viss um að fá rétt það sem lækn-
lrinn tekur tll.
COLCTiEDGH & OO.,
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: N-7658—7656
G i fti ngaleyfisbréf æld
DR. O. BJORNSON
216-220 MEDIOAIv ARTS BIiDG.
Cor. Graham and Kennedy Bta
Phone: A-1834
Offlce tlmar: 2—2
Heimill: 764 Victor St.
Phone: A-7586
Winnipeg, Manltoba
DR. B. H. OLSON
216-220 MEDIOAD ARTS BHDG.
Cor. Graham and Kennedy Sta.
Phone: A-1834
Office Hours: S to 5
HelmiU: 921 Sherburne St.
Wlnnipeg, Manltoba
DR J. STEFANSSON
216-220 MEDIOAD ARTS BtDO.
Cor. Graham and Kennedy Sts.
Stundar augna, eyrna, nef o*
kverka ajúkdöma.—Er aB hltta
kL 10-12 f.h. og 2-5 e.h.
Talsíml: A-1834. Heimill:
373 Rlver Ave. Tals. F-2691.
DR. B. M. HALLDORSSON
401 Boyd Buildlng
Oor. Portage Ave. og Edmonton
Stundar sérstaklega berklaeýkl
og a8ra lungnasjúkdöma. Er að
Onna á skrifstofunni kl. 11—12
f.h. og ?—4 e.h. Slml: A-3521.
Heimili: 46 Alloway Ave. Tal-
elmi: B-3158.
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Stundar sérstaklega kvenna eg
barna sjúkdóma.
Er að hitta frá kl. 10—12 f. k.
8 til 5 e. h.
Office Phone N-6410
Heimill 806 Vletor 9tr.
Sfani A 8180.
DR. Kr. J. AUSTMANN
Viðtalstími 7—8 e. h-
Heimili 469 Simcoe,
Sími B-7288.
DR. J. OLSON
Tannlæknir
216-220 MEDIOAL ARTS BIjDG.
Cor. Graham and Kennedy Sta.
Talsími A 8621
Heimili: Tala. Sh. 8217
J. G. SNÆDAL
Tannlæknir
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave. og Donaid St.
Talsínil: A-8889
Munið Símanúmerið A 6483
og pantitS meCöl yCar hjá oss. —
SendiC pantanír samstundis. Vér
afgreiCum forskriftir meC sam-
vizkusemi og vörugæCi eru öyggj-
andi, enda höfum vér magrra ára
lærdömsrlka reynslu aC bakl. —
Allar tegundir lyfja, vindlar, Is-
rjömi, sætindi, ritföng, töbak o. fl.
McBURNEY’S Drug Store
Cor Arlington og Notre Dame Ave
J. J. SWANSON & CO.
Verzla rr.að fasteignir. Sjá
um leigu a nusuir.^ Annast
lán, eldsábyrgð 0. 11.
611 Paris Bldg.
Phones. A-6349—A-6310
THOMAS H. JOHNSON
og
H. A. BERGMANN
ísl. lögfræðingar
Skrifstofa: Room 811
Bulldlng, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Ptaones: A-6849 og A-6646
W. J. LJNDAL, J. H. IjINDAL
B. STEFANSSON
Ialenzklr lögfræðingar
708-709 Great-W'est Perm. Bldg.
356 Mjain Street. Tals.: A-4963
>eir hafa einnig skrifatofur atS
Lundar, Rlverton, Glmll og Piney
og eru þar aC hitta & •ftlrfytgj-
andl timum:
Lundar: annan hvern mlCvtkudac
Rlverton: Fiyrsta flmtudag.
Glmliá Fyrsta miCvikudag
Plney: þriCja fðstudag
1 hverjum mánuCl
ARNI ANDERSON
ísl. Iögmaður
í félagi við E. P. Garland
Skrifst.: 801 Electric RaiL
way Ghambers
TalHÍml: A-2167
A. G. EGGERTSSON LL.B.
ísl. lögfræQingur
Hefir rétt til að flytja mAl
bæði í Mlan. og Sask.
Sikrifstofa: Wjmyard, Sask.
Seinasta mánudag I hverjum mán-
uCi staddur 1 Churehbridge.
FOOTE & JAMES
Ljósmyndasmiðir
margra ára sérfræðingar
Sérstakur afsláttur veittur
stúdemtum.
Sími: A-7649 282 MAIN St.
Cor. Graham Ave. Winnipeg Man.
A. 3. Bardal
S4S Shorbrooke 8t.
Selut líkkistui og annast um útiarir.
AUur útbúnaður sá bezti. Enafrem-
ur selur hann alakonar minniavarSa
og legsteina.
» M66
N 6*67
Skrifat.
Helmllis tatalmt
EINA ÍSLENZKA
Bifreiða-aðgerðarstöðin
í borginni
Hér þarf ekki aC blCa von úr vlU.
viti. Vinna öll ábyrgst og leyst af
hendl fljött og vel.
J. A. Jóhannsson.
644 Ðurnell Street
F. B-8164. AC baki Sarg. Fire Hal
JOSEPH TAYLOR
LÖGTAKBMAÐUR
HeLmiltatata.: St. Jobn lMd
Skrtfstofu-Tal*.: A 66M
Tekur lögtakl bæCl húMleUrtmtoulM
veCakuidir, vlzlarituldlr.
sem aB lögum l^tur.
Bkrllstofa 265 MlUn
Verkstofn Tala.: Heim* Ttla:
A-8383 A-9364
G L. STEPHENSON
Plumber
áltakonar rafmagnsáhöld, svo sesn
straujárn víra. allar tegnndlr af
glösum og aflvaka (batteriee)
Verkstofa: 676 Home St.
Endurnýið Reiðhjólið!
Ijátið ekki hjá líða að endur-
nýja reiðhjélið yðar, áður en mestu
annimar byrja. Komið með þ»8
nú þegar og látið Mr. Stobhinfl
gefa yður kostnaðar áætlun. —
Vandað verk áhyrgst.
(MaCurinn sem allir kannast viC)
S L. STEBBINS
634 Notre Dame, Wlnnipeg
Giftinga og 11 ,
Jaröartara- blom
með litlum fyrirvara
Birch blórasali
616 Portage Ave. Tak. B720
ST IOHN 2 RPNG 3
r .5HOPEARLY *
$5$ Jor Qirístmas '
and
Early in
theDay.