Lögberg - 11.12.1924, Blaðsíða 4
Blo. 4
uöGBERG, í ÍMTUDAGINN 11. DESEOÆBER .1924.
3£ogbcr§
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
ambia Press, Ltd., iCor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tslaimari N-6327 o£ N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáakiift til blaðsin*:
T«t SOIUIHBIA PRESS, Ltd., Box 3l7i, Wlnnlpog. N|an.
Utan&skrift ritatjórana:
iOiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipeg, K|an.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Bullding, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba.
“Ottawastjórnin og skógarlönd-
in í Manitoba.”
MeS þsesari fyrirsögn birtist grein í blaðinu
Heimskringlu í síðustu viku, sem er svo stórgölluð,
að óhugsandi er að láta hana fram hjá sér fara án
þess að leiðréttar séu stærstu missagnirnar. Annars
er það nokkuð erfit verk, því greinin er litið annað
en missagnir, svo maður viðhafi ekki sterkari orða-
tiltæki, og er það meir en leitt, þegar um jafn-
þýðingarmikið málefni er að ræða, eins og hér á sér
stað.
Máli þessu er þannig varið, að undanfarandi ár
hefir J. D. McArthur, kunnur timburverzlunarmaður
og stórakkorðsmaður, verið að reyna til þess að
koma á stofn pappírsgerðar verksmiðju hér í Mani-
toba, en ekki gengið vel að fá stofnfé, sem til slíks
fyrirtækis þarf, og hefir öllum fylkisbúum verið
kunnugt um þessar tilraunir hans og líka um erfið-
leikana sem hann hefir átt við að striða í því sam-
bandi.
Nú á þessu ári rættist fram úr f jármálavandræð-
unum fyrir McArthur á þann hátt, að hann fékk lof-
orð fyrir nægu stofh- og starfsfé frá félögum eða
einstaklingum í Bandaríkjunum. En þau loforð voru
því skilyrði bundin, að hann trygði fyrirtæki þessu
3,000,000 “cords ’ af við til pappírsgerðar. Þetta var
engan veginn hægt, nema að fá leigurétt á landi inn-
an Manitobafylkis, þar sem hægt væri að fá slíkan
við.
McArthur fer því til Ottawa-stjómarinnar, sem
leigurétt hefir á þessum skógarlöndum, sagði henni
frá öllum ástæðum og bað hana að láta bjóða upp
skóglendur í Manitoba, 40,000 fermílur á stærð, og
varð stjómin við þeirri bón, og á nú þetta opinbera
uppboð að fara fram hér í Winnipeg 16. desember
1924, kl. 2 e.h. Með því skilyrði þó, sem innanríkis-
ráðherra Stewart tók skýrt og greinilega fram, að
áður en nokkrir Ieiguskilmálar gætu öðlast gildi, yrði
fylkisstjórnin í Manitoba að gefa samþykki sitt til
þeirra.
Þetta er í stuttu máli saga þessa máls, og hafa
blöð þessa bæjar ekkert haft út á tilraunir McArth-
ur’s í þessa átt að setja, fyr en nú að uppkast að leigu
samningum þessum var gjört og kom fyrir almenn-
ings sjónir. Þá fóru bæði einstaklingar, félög og blöð
að gjöra athugasemdir við þá, en þó eirikum blaðið
Free Press. En aðal kjarninn í athugasemdum þess
blaðs er sá, að Manitobastjómin, en ekki Ottawa-
stjórnin, ætti að hafa ráð yfir skóglendum fylkisins
og annari náttúruauðlegð þess, og bendir enn fremur
á ýmislegt, sem athugavert sé í sambandi við þessa
væntanlegu leigusamninga.
Þá galla tinir Heimskringla upp og fer svo með,
að úlfaldi verður úr mýflugunni í öllum tilfellum, og
sumstaðar verður úlfaldinn til, þar sem engin er mý-
flugan.
I. Heimsikringla segir, að ótakmarkað einkaleyfi
eigi að veita á öllu skóglandinu í Manitoba, norður
og austur að Hudson-flóa. Þetta er ekki rétt. Svæði
þetta nær ekki nema frá suðurenda Winnipegvatns
og norður að La Pas að norðan. En þaðan eru svo
hundruðum mílna skiftir norður að Hudson-flóa, sem
ekki eru innan þessa svæðis. Landsvæði það, sem
bætt var við Manitoba að austan og norðan árið 1912
nam 168,000 fermílum. Svo þessar 40,000 fermílur
eru ekki einu sinni einn fjórði á borð við það land-
flæmi, sem alt saman er meira og minna skógi vaxið.
Nefnd sú ,er eftirlit hefir með skóglendum þeim í
Manitoba, er timbur nothæft til pappírsgerðar er á,
og sem rannsakað hefir verið, telur að á því svæði
séu á tíundu miljón “cords” af slíku timbri, og geta
menn af því ráðið, hve ábyggileg staðhæfing Heims-
kringlu er í því efni. •
2. Heimskringla segir, að stjórnin í Ottawa
selji þetta timbur í Manitoba til leigjendanna fyrir
$1.00 fermíluna. Þetta er satt og ekki satt. Leiga
sú, sem stjómin krefst eftir þetta land, er $1.00 fyr-
ir hverja fermílu á ári—sem meinar $40,000 á ári
í 50 ár, eftir því sem blaðið Free Press segir, og
gjörir það $2,000,000. En auk þess verða leigjend-
umir að borga timburskatt, sem samkvæmt 4. grein
leiguskilmálanna ekki getur farið ofan úr 80 centum
af hverju “cord”i af grenivið (spruce), og 40 centum
á “cord’ i af öðrum viðartegundum, en sem byggist
á boði þvi, sem fæst um fram 80 og 40 cent, þegar
selt verður. Og ef um 3,000,000 “cords” af grenivið
er að ræða, netnur það gjald á lágverði $2400,000.
En þeim timburskatt getur þó stjórnarráðið breytt—
fært hann upp eða niður, ef þurfa þykir.
3. Heimskringla segir, að á þessu svæði, sem
hér um ræðir, séu 30 til 40 smá sögunarmylnur, sem
allar missi rétt til viðartekju innan svæðisins. Þetta
er rangt. Réttur þeirra manna, sem hafa timbur-
svæði á leigu innan þessa landsvæðis, er ekki skertur
á neinn hátt og starfræksla stofnana þeirra trygð
með því, að þeir geta fengið leiguskilmála á skóg-
löndum þeim, sem þeir nú hafa á leigu, framlengda
,og fengið ný leyfi á timbursvæðum, þar sem eldur
hefir farið um og brent timbrið, svo að það er orðið
dautt og þurt. Enn hefir félag þetta (’McArthur og
félagar hansj boðið mönnum, sem sögunarmylnur
hafa, er þeir geta fært úr stað, að fara inn í skóg-
lendur þær, er þeir nú hafa timburleyfi á, þar sem
um sögunarvið er að ræða, og vinna úr honum gegn
hinni lögákveðnu borgun. Sú eina krafa, að því er
vér bezt vitum, sem McArthur og félagar hans hafa
ekki viljað gefa eftir enn sem komið er, er krafa við-
arsala hér í bænum, er Brown and Rutherford heita,
um að setja til síðu 4 “township” þeim til handa úr
þessum 40,000 fermílum, þar sem þeir eru nú við
skógarhögg.—Tala þeirra manna, sem nú eiga timbur-
rétt innan þessa umrædda landsvæðis er 53, sem allir
halda rétti sinum óskertum, auk þeirra manna, sem
búlönd eiga, sem þessir leigusamningar ná náttúr-
Iega ekki til.
Heimskringla gjörir lítið úr hlunnindum þeim,
sem slík iðnaðarstofnun veiti fylkisbúum, og kveður
vafasamt, hvort þau jafnist á við skaða þann, sem
fylkisbúar líði við að missa timbrið. Um það skal hér
ekki deilt. En ekki sjáum vér til hvers að náttúru-
auðlegð fylkisins er, ef ekki á að hagnýta sér hana,
og ef ekki er hægt að gjöra það með innlendu stofn-
fé, þá vildum vér segja: Látum oss um fram alt fá
starfsféð, þar sem hægt er að fá það þó að við
þurfum að borga fyrir það—heldur en standa að-
gerðalausir og sjá þann auð, sem hér um ræðir, verða
eldi og tímans tönn að bráð.
Pappírsmylla þessi, ef hún verður reist, kostar
rúmar $5,000,000, og skal hún fullgerð á þremur ár-
um. Stöðuga atvinnu við hana, ef hún kemst á, hafa
um 1,160 menn, og nemur kaupgjald þeirra um
$1,445,000 á ári. Auk þeirra þarf menn til skógar-
vinnu og telst svo til, að til þess þurfi 3,000 í hundrað
daga auk manna þeirra, sem vinna við akstur á tibmr-
inu, manna, sem vinna á gufubátum, við að ferma og
afferma og ýmislegt fleira.
Mylna þessi á að framleiða og senda burtu'úr
fylkinu 45,000 tonn af blaðapappír á ári, sem eftir nú-
verandi verði kemur upp á $5,400,000
Svo geta menn lagt dóm á það, hvort fylkisbúarn-
ir í Manitoba mundu græða eða tapa við það að fá
slíka iðnaðarstofnun og hvort það sé hollara fyrir þá
að vaka og starfa, eða sofa og sálast.
Um óverðskulduð brígslyrði í garð Kingstjórnar-
innar í Ottawa í sambandi við þetta mál, nennum vér
ekki að fást að þessu sinni, þau eru, hvort sem er, ekki
á meiri sannleika eða sanngirni bygð heldur en önnur
ummæli blaðsins í þessu sambandi.
Síðan þetta er ritað, hefir samningnum milli
allra hlutaðeiganda í þessu máli verið lokið Verzlun-
arfélagið Brown & Rutherford, hefir fengið kröfu
sinni framgengt og til síðu hefir verið sett sögunar-
timbur innan þessa landsvæðis, sem vinna má úr tvær
miljónir feta af byggingarvið og virðast nú allir máls-
aðilar ánægðir.
Bœkur sendar Lögbergi.
11.
Helrciðin. Saga eftir Selmu Lagerlöf.. I ís-
lenzkri þýðingu eftir Kjartan prófast Helgason. Út-
gefandi: Finnur Jónsson, bóksali. Winnipeg 1924.
Fyrir löngu er Selma Lagerlöf orðin heimsfræg
fyrir ritverk sín, og hafa þau verið þýdd á' tungumál
flestra þjóða, þar á meðal íslenzku. Saga þessi, Hel-
reiðin, sem nú birtist í íslenzkri þýðingu eftir einn
þeirra manna á ættlandi voru, sem náð hefir fegurð
og valdi íslenzkrar tungu manna bezt, og þarf því ekki
að spyrja að, hvernig frá þýðingunni er gengið yfir-
leitt.
Efni þessarar bókar er stór-alvarlegt—sýnir manni
ofan i hyldýpi mannlegra eymda og angistar, sem leið-
ir af ofdrýkkju og skipströndum þeim, sem henni eru
oftast samfara. Davíð Holm, efnilegur og vel gefinn
maður, lendir út í slíka ógæfu og sekkur dýpra og
dýpra niður í eymd og mannvonzku, þar til að erfitt er
að hugsa sér, að lengra verði komist í lifanda lífi. En
vonzkan og þrjózkan enda ekki þar, þær fylgja hon-
um út yfir landamæri lífs og dauða og fjötra hann
jafnvel þar.
En höfundurinn skilur hann ekki eftir í þessum
eymdarfjötrum mannvonzku og haturs. í gegn um
þann raunalega, harða, kalda hjúp, ná geislar ástar-
innar. Kona stórgöfug—forstöðukona á auðnuleys-
ingjaheimili sem Sáluhjálparherinn hefir reist—fær ást
á þessum manni—kona, sem höfundurinn bendir á að
hefði að.eins getað felt ást til þess sem “bágt ætti ” og
það sú ást—sterk, göfug og hrein, sem að síðustu þíðir
kuldann og klakann úr sál Daviðs, þó það sé ekki fyr
en andi þeirra er skilinn við líkamina og að hún fög-
ur og blíð , eins og blikandi sól, er návistum við hann
þar sem hann liggur fjötraður í Helreiðinni.
Saga þessi er meistaraverk frá upphafi til enda.
Myndirnar eru svo skýrar, að þær standa manni lif-
andi fyrir hugskotssjónum, og á bak við þær verður
maður var við sál höfundari-ns, sem tárast út af böli
og vonzku mannanna og yfir glötun fegurðar tæki-
færa lífsins.
Sagan dregur nafn sitt af reið, sem höfundurinn
kallar Helreið, og er það kerra gömul og töturleg, sem
veltur ískrandi yfir vegi, fjöll og firnindi. Fyrir
henni gengur jálkur, blindur á öðru auga og illa út-
litandi. Aktýgin eru bundin saman með snærisspott-
um og táin. í henni situr ökumaður með sigð dauðans
í hendi og er sá, sem deyr síðast á gamla árinu og
þyngst straff hlýtur, kjörinn til þess að aka henni um
mannheima í heilt ár,.en ár það er svo langt, að á því
veitist hounm tími til þess að heimsækja alla, sem burt-
kallaðir eru, og má engin grið gefa hvernig sem á
stendur — verður að slá jafnt með sigð sinni blómin
fogru og vænu, sem reyrinn fölva og grasið gróna,
sem legst svo þungt á hann, að hann hrópar í angist
salar Sinnar, með eymd og misgjörðir mannanna í
huga. Guð, láttu sál mína verða fullvaxna, áður en
slattumaðurinn kemur.”
Hér er bók, sem hver maður hefir gott af að lesa
sem hver einasti íslendingur ætti að lesa, og því einkar
vel fallin til jólagjafa. Hún fæst hjá Finni Jónssyni,
boksala, 666 Sargent Ave., og verðið er ekki neitt fyrir
slíka bók, að eins $1.00.
-------o------
Þögul leiftur.
Jón Runólfsson. Þögul leiftur. 270 bls. City
Pubhshing Company. Winnipeg, 1924. Kostnaðar-
maður: Sveinn Thorvaldsson.
Mig minnir að það væri um vorið 1901, er eg
fyrst veitti eftirtekt nafni Jóns Runólfssonar og
varð snortinn af blæfegurð hans og orðfimi í ljóði.
hyrsta kvæðið, eða þýðing hans á Nykrinum eftir
Welhaven, sem birtist í Laufblöðum frú Láru
Bjarnason, brendi sig inn í huga minn og hefir
fylgt mér jafnan síðan.’Upp frá því sá eg aðeins eftir
hann kvæði og kvæði á stangli, þá sjaldan að eg
rakst á vestanblöðin heima, þar til eg hitti höfufcdinn
1 Reykjavík 1913 og hann las fyrir mig hitt og þetta,
er hann hafði í fórum sínum. Allflest, er eg sá af
kvæðum hans þá, bar á sér sama vandvirknisblæinn,
er einkennir hið nýja heildarsafn af ljóðum hans:
“Þögul leiftur.”
Jon Runólfsson er ekkert umbrotaskáld, hann
er hvorki skáld þrumuguðs né brimgnýs, en skáld er
hann þó engu að síður, — viðkvæmt alþýðuskáld,
mótað við arineld einlægrar ættjarðarástar, skáld’
sem leitar sér fremur líkinga í kvaki lóunnar en
hmna, sem meira ber á og geystara fara með arnsúg
í flugnum.
Fyrsta kvæðið er samnefnt bókinni og kallast
“Þögui leiftur”. Þykir mér það lýsa svo vel hugar-
afstöðu höf. til móðurinnar heima, að eg get ekki
stilt mig um að prenta. upp tvö erindi þess. Er það
fyrra á þessa leið:
Nú fellur vængjum aftans af
í alkyrð húmið grátt;
og leiftrin þögul líða hjá,
sem lifa í vesturátt;
þau bruna ljósfleyg austur um
hinn endalausa geim
sem sálir ljóss, er sjafnafund
nú sæki’ í austurheim.
Síðasta erindi þessa gullfallega kvæðis hljóðar
þannig:
Þótt mín sé liðin æfiár
í útlegð mörg og köld,
þá Iæt eg þau nú liðin hjá
sem leiftrin þöglu í kvöld.
Það líður ’fram við leiftur-sýn
mitt ljúfa æskusvið:
Mér hljóma raddir heiman að
í helgum *kvöldsins frið.
Það er ekki ætlan mín, að vera margorður um
bók þessa, vil að eins draga fram fáein sýnishorn, er
mér finst glegst einkenna hugarstefnu og formsnild
skáldsins. -
Á blaðsíðu 34 ’birtist kvæðið “Mig heilla þær
hægstrauma lindir,” að minni hyggju fegursta frum-
samda kvæðið, sem til er í allri bókinni. Kvæðið er
svo samfelt, 'að tæpast er unt í það að vitna. nema
prenta það alt upp ,og því er svo gert hér:
Mig heilla þær hægstrauma lindir ‘
í haglendið iðgræna, bjarta.
Mig lýr þessi brimsjóa bræði, 1
sem brýtur mér sífelt við hjarta.
Mig langar úr útlegð. En engan
á að, sem mér vinarhönd réttir.
Eg þrái nú blíðviðris blæinn, (
sem beljanda stormsins fer eftir.
Seg ekki, að alt sé lífið v
ein eilíf, hvíldarlaus senna,
fórn ástríðna tindrandi tundra,
sem taugarnar spenna og brenna.
Hvort spegla’ ekki heiðvötnin hæðir
guðs himins í einskærum friði?
og líða þau /eigi að ægi
fram engið með lífsöngva niði. ?
Eins þrái’ eg í heiðlindum hugar:
frið himins ihð spegla sig megi,
og til liðsinnis stundum þeim standa,
sem stríðandi finna hann eigi.
Ó, fagnandi, eg eitt sinn kem utan
og útlegðartárin mín sjatna,
og hvíli í haglendi grænu A
við hægstreymi lifandi vatna.
Mottó fyrirlkvæði þessu er:
“Guð var ekki í storminum,
Guð var í hinum blíða blæ.”
Jafnvel valið á þessu eina mottó út af fyrir sig,
beinlínis sannar, að höf. er ekki íkáld sviftibylja,
eins og áður hefir verið vikið að, heldur skáld hinna
þöglu leiftra og hins blíða blæs.
í bókinni er að finna mörg önnur 1 gullfalleg
kvæði, sem standa þessu lítt að baki, svo sem kvæð-
ið “Mig dreymdi”, er byrjar þannig:
Mig dreymdi svo sætan þá sumarnótt
í sólbjarmans gullrökkur næði.
Mig dreymdi svo hugljúft, en hrökk upp
svo skjótt
við heimlandsins mófuglakvæði.
Af stökum og lausavísum kennir í bókinni
margra grasa, og er þar víða vel að orði komist, þótt
yfirleitt jafnist þær tæpast á við kvæðin. Á blaðsíðu
96 birtist þessi ágæta staka: ,
Verða mun svol víst í bráð;
eg velt á öldum kífsins;
eg á heldur engin ráð
á andartökum lífsins.
Efst á blaðsíðu 991 stendur þessi vísa;
Mitt er hjarta brigðum beitt,
bifað sorg út máta. /
Enginn held eg elski neitt,
sem ekki lærði að £ráta.
Á blaðsíðu 129 birtast tvær vísur, sem bregða upp
nokkuð annari mynd af kveðskap höfundar, en bent
hefir verið á hér að framan, og eru þær báðar
meinlega smellnar. Hin fyrri heitir “Aumingja
Stjana”:
Aumingja Stjana, i
aumka jeg hana,
að eiga’ ’ann svona vílinn og vælinn.
Alvaldur kæri,
átt’ ekki snæri, •
að hengja helvítis þrælinn?
Síðari vísan heitir “í myrkri”: |
Eg mætti henni á myrkum stað
og mælti: “Ert þú Iþað. elskan mín ?”
“Ekki er nú svo, að það sé það,
það er bara konan Iþín.”
Jón Runólfsson hefir verið einmana alla æfi.
Er því í raun og veru sízt að undra, þó sum ljóð
hans sé þunglyndisleg og það eru þau líka. Stakan
sú arnalþess vegna vafalaust engin tilviljun:
Nú mér ornar enginn korn;
ylhugs þorna lindir.
Út í hornið ill og forn
æ mér nornin hrindir.
Allflestar ljóðaþýðingar þær, er í bókinni standa.
hafa áður verið prentaðar og hlotið sérstaka lýð-
hylli, i svo sem “Draumur konu Pílatusar” eftir
Bandaríkjaskáldið Edwin Markham, sem er hrein-
asta meistaraverk. Þó hefir eigi áður komið fyrir
almennings sjónir síðari hlutinn af þýðingu höf. á
hinu heimsfræga söguljóði Tfennyson’sf “Enoch
Arden.” Kvæði þetta er eigi að eins viðurkend perla
í bókmentum Breta, heldur og út um allan hinn ment-
aða heim, og með þýðingunni hygg eg, að Jón Run-
ólfsson hafi reist sér þann bautastein í túni íslenzkr-
ar braglistar ,sem seint muni sorfinn verða til agna.
Fyrir þetta eina stórvirki út af fyrir sig, stendur ís-
lenzka þjóðin, ekki þó hvað sízt þjóðarbrotið
vestræna, í stórri þakkarskuld við Jón Runólfs-
son og væri vel að hann yrði að einhverju leyti lát-
inn njóta þess, áðu? en það er um seinan.
Bók þessi er hin vandaðasta að öllum frágangi,
'kostar $2.00 og fæst til kaups hjá herra Skúla Hjör-
leifssyni i Riverton og hjá höfundinum að 724
Beverley Street hér í 'borginni.
E. P. J.
Stjörnuhrap,
NORÐURÁTT.
Stend eg hvar stjömur hrapa
Stari á það fram á nótt.
Kvöldhimnar kúlum tapa.
Kyrt er samt alt og rótt. ^
Bjart er við brunna þína,
Brosandi Norðurátt:
Flugeldar fagrir skína,
Færðir um loftið blátt.
Oft þó um aldaraðir,
Ómi þín kuldaél:
Hugsum vér hirnin-glaðir
Helzt, um þitt fagrahvel.
Norðurlog öll, sem áttu:
Eld-fagra birta sjón.
Tignarleg töfra máttu
Teig hvern, um lög og frón.
Jón Kermsted.
SJÖSTJARNAN.
Sjöstjarnan um svala geima,
Sigurverkið norður heima:
Náttmörk sýnír settra bygða,
Sól er gistir hafið skygða.
Hún er landsins leiðarstjarna,
Ljós á vegi foldar bama.
Man ég það: Við móður klæði
Mín var lítil stjörnufræði.
Ungur samt um aftna heiða
Oft ég starði á hvelið breiða.
Þá var 'stjörnu þessa að finna.—
Það var sint um hinar minna!
Þegar hún á vissum vörðum
Var, og gömlum fjallaskörðum;
Þá var haldið háttatíma, I
Hætt við það, að kveða og ríma.
Og svo önnur verk að vinna.
Verður slíkt og lengi að finna.
Óríons um beltið breiða
Brenna vendir sólar heiða.
Leiðbeining er landsins börnum
Löngum, að þeim fögru stjörnum.
Og um dreifar andans leiðir '
Endurskin frá þeim sig breiðir.
Jón Kernested.
HAUST.,
Enn er kominn ís og haust,
Enn þá vetrar mjöllin.
Kveður enn við kalda raust:
Kári, sær og fjöllin,
Jón Kernested.
Ný bók*
Jón S. Bergmann—Ferskeytlur—
72 bls.—Reykjavík, 1922. Prent-
smiðja Acta.
Höfundur bókar þessara er löngu
orðinn víðkunnur heima á Fróni
fyrir kveðskap sinn, einkum þó fer-
skeytlurnar, þenna einkennilega og
ástsæla minjagrip íslenzkra bók-
menta. Er hann nú jafnvel talinn
einn með allra snjöllustu ferskeytlu
höfundur þjóðar vorrar.
Þó bók þessi sé ekki fyrirferðar-
mikil, má samt margt af henni læra,
höfundurinn er enginn launkofa-
maður, hann gengur beint til verks
og hittir í mark,
Aðeihs fá sýnishorn:
“Til fjallkonunnar,” heitir kvæði
sem birtist á 6. bls. Síðasta vísan
en þannig:
“Eg hef altaf elskað þig
eins og guð á hæðum,
þú munt síðast sveipa mig
sumargrænum klæðum.”
I kvæði til Bjarna Jónssönar frá
Vogi, er eitt erindi á þessa leið:
Þeim, sem aldrei þrekið brást,
það var styrkur andans:
sannleikur og sólarást,
sigur brautryðjandans.
Á 19. bls. birtast þrjár tækifæris-
vísur og er sú fyrsta þannig:
Ljóðadísin leikur þýtt
lögin öllum stundum
þeim, sem, vefja hana hlýtt
hreinum listar mundum.
Ef ráða má af ljóðunum einum
er höf. nautnamaður og fer heldur
ekki dult með að svo sé, eins og
eftirfarandi erindi benda til:
Oft við skál eg fer um fold
furðu—hála rinda,
þegar sál og syndugt hold
saman bálið kynda.
Hvorki víl né vonasvik
verður hjá mér skrifað;
ég hef allsæll augnablik
ást og víni lifað.
Efst á 33. bls. birtist eftirfylgj-
andi vísa, en nefnist “Gull”
Andann lægt og manndóm myrt, •
mauranægtir geta:
Alt er rægt og einskisvirt,
sem ekki er hægt að éta.
“Tízka” nefnist staka á 34. bls.
Meyjan er á svipinn súr,
seyrð af lægstu kvöðum,
en fötin hennar eru úr
alheims tízkublöðum.
Á fertugustu blaðsíðu stendur
vísa þessi: ■.
Heldur yrði hæpinn sál
himnaríkis friður,
heyrðist aldrei íslenzkt mál
eða fossa-niður.
Kver þetta er næsta margbreyti-
legt og ber vott nm mikla hag-
mælsku. Kostar $1.00 og fæst hjá
Jónasi Jónassyni, 663 Pacific Ave.
og hr. bóksala Finni Johnson, 666
Sargent Ave., Winnipeg.
Heilbrigðistíðindi.
Vikuna 12. til 18.’ október. —
Þessa viku hefir hvergi orðið
vart við mænusótt. í Reyikjavík sáu
læknar 108 nýja mislingasjúklinga
en þeir hafa vafalaust verið miklu
fleiri. Má meðal annars marka það
af því, að mjög fá ibörn hafa kom-
ið í neðstu bekki barnaskólans. Er
það álit lækna að veikin sé nú hér
í bæ upp á sitt hið hæsta. Héraðs-
læknir hyggur að eitt barn hafi
dáið úr mislingum, veit annavs
ekki um nein dauðsföll.
Annarsstaðar á landinu ber enn
mjög lítið á mislingunum. Einn
i taugaveikissjúklingur hefir bæst
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef þér liaflð ekki þesrur SparisjófSsrelknlníí. þá Ketið þér ekki
breytt hyKgileRar, en að lefTKja peniiiKu yðar inn ii eittlivert af vor-
um næstu útibúum. par bíða þeir yðar, þegar réttl tfminn kemur til
að nota þá yður til sem mests hagnaðar.
TJnion Bank of Cannda liefir starfað í 58 ár og Jicfir á þeim tima
komið upp 345 útibúum frá strönd tU strandar.
Vér bjóðum yður lipra og ábyggllega afgreiðslu, livort sem þér
gerið mikil eða lítil viðskifti.
Vér bjóðum yður að heimsiekja vort næsta Útibú, ráðsmaðurinn
og starfsmenn lians, munu fiima sér Ijúft og skylt að leiðbetna yður.
CTIIií VOR ERU A
Sargent Ave. og Slierbrooke Osbome og Corydon Avc.
Portage Ave. og Arlington I.ogan Ave og Shcrbrooke
Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú í Wlnnipeg.
AÐALSKRIFSTOFA:
UNION BANK OF CANADA
MAIN and WTT1T1IAM — — WINNIPEG