Lögberg


Lögberg - 11.12.1924, Qupperneq 5

Lögberg - 11.12.1924, Qupperneq 5
JjötrjSETRG, FIMTUDAGINN ll. DB9BMBER .1924. ft RotnnHood •ju lij: Porridge Oat f þessiim nýja, stóra, fer- kantaða poka, munuð þér finna bragðgóða, heilnæma og kjarngóða morgunfæðu, sem inniheldur öll gæði og heilnæmi, sem einkenna allar hinar Robin Hood teg- undirnar. — J?ér munuð og finna í hverjum poka eitt- hvert þarft eldhússáhald úr aluminum. EdbinHood Mills Ltd. (Pan-Dried) MOOSEJAW ÍREMIUM PORRIDGE OATS við úr Viðey, og er það lltið eftlr því, sem á ihorfðist, enda hefir margt fólk þar verið bólusett. f Reykjavík hefir orðið vart við 1 sjúkling með ibarnaveiki. Yfirleitt er heilsufar gott um land alt. 22. október, 1924. G. B. Baráttan við rotturnar. öllum er kunnugt um skaða þann og skemdir, sem rottur valda á húsum og allskonar vörum og varningi. Hann nemur stórfé, ef- laust meira en flesta grunar. Þa eru og rottur hin mestu óþrifa- kvikindi, sem ala aldur sinn innan um alt hið versta skarn. Að lokum geta irottur flutt ýmsa sjúkdóma t. d. smitandi gulu og svarta dauða. Hvervetna þar sem hætta er á svarta dauða — en það er í öllum mestu siglingahöfnunum, — stafar mönnum alvarleg hætta af þessum kvikindum. Gagnslitlar varnir. Að sjálf- sögðu hafa menn reynt áð verjast þessum ófagnaði, og varið til þess miklu fé. Allskonar gildrur hafa menn notað óteljandi ‘eitur,’ og einnig reynt að iborga dálitla upp- hæð fyrir hverja rottu, sem drepin er (10—20' aur.) ógrynni af rott- um íhafa menn drepið þannig, (t. d. 2 miljónir á ári í Tókíó), en á- rangwinn er ekki annar en sá, að rotturnar eru hvarvetna, þar sem skip geta lagst að landi. Það sér ekki högg á vatni. Þessi rottustyrjöld kostar fé. Árið 1928 — 24 jhorgar bæjarsjóð- ur Rvíkur fyrir rottueitrunina um 4500 kr. á ári að meðaltali og hafnarsjóður áuk Iþess um 3,600 kr. á ári (192(X—24.) Um 8000 krónur borgar því Rvík árlega til þessa, og hvað það snertir að vinna ibug á rottunum, þá má ó- hætt segja, að eitrunin sé einskis nýt. Einstaka hús geta þó haft gott af þessu að minsta kosti í bili. Til þess að geta gert sér skilj- anlegt hver ráð séu álitlegust móti þessum faraldri, verða menn að gera sér ljóst, hve gteysilega frjð- söm rottan en. Hún gýtur 2—3 á ári 5—20 ungum og þeir ná svo fljótt þroska, að afkvæmi einnar j-ottu árið yfir geta skift fleiri hundruðum. Það er aðallega sult- ur og skortur á æti, sem heldur þessari geysilegu fjölgun í skefj- un. Það er sagt að ratíneitur drepi ekki meira en 40% af irottum, sem éta það. Ef 40% af rottum er drepið, fjðlgar þeim, er eftir lifa jþá hraðar, svo fljótlega er hópur- inn jafnstór og fyr Þá er og annað, sem styður mjðg að útbreiðslu rottanna, nefnilega að þær eru nálega í öllum skipum, sem fara á milli landa, og hvar sem skip legst að hafnarbakka má búast við því, að skipsrotturnar gangi á land og auki iþar kyn sitt með geysihraða. Tvö ráð. Engin iráð eru einhlýt gegn rottunum en einkum eru það tvö, sem að haldi koma. Annað er að byggja húsin rottutraust” (ratproof), hitt að svifta þær ö'llu æti ,að svo miklu leyti sem mögu- legt er. Allar skynsamlegar ráð- stafanir gegn rottum verða að ‘byggjast á þessu tvennu, þó flein geti og að nokkru gagni komið. Vöruskemmur. Það er sérstak- lega mikilsvarðandi, að rottuir þrífist ekki í vðruskemmum eða “pakkhúsum” sem kallað er hér i Reykjavík. Bæði geta þær valdið þar miklum skemdum og svo er þar allajafna fult af ýmsri mat- vöru, sem gerir rottunum auðvelt að fjðlga í tryllingi. 1 stórum varn- ingslhlöðum, kðssum o. fl. geta dýrin fundið víðsvegar afdrep, því ekki er hlaupið að því að færa slíkt til. Þó húsin séu rottutraust geta dýrin komist inn í þau, hæði um opnar dyr og í varningi, sem fluttur er af skipi. Hér þarf þvl sérstakra ráða ef duga skal. — Læknadeild Alþjóðafélagsins — (Norman White) — gefur þessa forsögn í nýútkomnu riti um ibygg- ingu vöruskemmu: iSkemman er gerð rottutraust eftir venjulegum reglum (stein- steyptir veggir, loft og gólf) og þess gætt, að hvergi komist nein deigla eða raki í hana, því vatn þurfa rottur eins og öll önnur dýr. Að utanverðu er steypt brún eða kragi, sem gangi 25 cm. út úr öll- um veggjum, sléttur að neðan en hallandi að ofan, og sé hann í 1 , metera hæð frá jarðvegi, þar sem lægst er. Hann er til þess, að rott- ur geti hvorki klifrað eða stokkið inn í húsið. (Þær geta stokkið um 1 meter upp í loftið!). Framund- an öllum útidyrum er kraginn hafður 0,75;—1 m. á breidd, svo þar myndast vænn pallur utan dyranna, sem verða þá í 1 m. )hæð frá jarðvegi. Vagnar geta því ekki gengið inn í húsin. Þeir ganga að- einsi að pallinum og vörunum er lyft af þeim þar, en um húsin má flytja þær á loftbraut eða öðrum flutningatækjum. Tröppur eru engar hafðar við hús þessi. Nú geta rottur íborist eigi að síður í varningi og komist þrátt fyrir alt inn í húsin. Undir gólfinu eru því lagðar steinsteyptar pípur meðfram öllum veggjum en hall- andi pípur liggja upp úr þeim gegnum gólfið með 4. m. millibil- um. Rotturnar leita ofan í pípur þessar að deginum, gjóta þar ung- um sínum o. s. frv. Einu sinni eða' tvisvar á mánuði eru svo pípurnar fyltar af vatni, þegar húið er að loka opunum, og rottunum drekt. Yrði of langt mál að lýsa þessu nánar ,en umbúnaður þessi er ekki svo dýr, að verulega nemi I húsverðinu. , Það kann nú að þykja óþægilegt, að vagnar geti ekki gengið inn í húsin og að ekki séu einu sinni tröppur eða stigi til þess að kom- ast inn í dyrnar. Það er þó kleyft að hæta úr flestum þessum óþæg- indum svo vel sé. Hinsvegar verð- ur að taka sérstakt tillit til að- fennis að húsinu á vetrum, svo W. B. Scanlan. J. F. McComb ALFÖT og YFIRHAFNIR petta er bú8in, sem vi'Surkend er fyr- ir beztu kjörkaupin. Sú búSin, er mesta gerir umsetningu meS karl- mannaföt. Komið og litist rnn hjá Scanlan & McComb Hafa úrvals fatnaði karla POBTAGE AVE. Að norðanverðu, Ifiilli Carlton og lidmonton. rottur geti ekki notað skafla fyrir stiga, en ráð er einnig til þess. Vöruskemmurnar við höfnina I Rvík eru flestar upplögð rottuhælí Þetta þyrfti að breytast, þegar ný hús verða hygð . Vöruskemmur eiga að minsta kosti að vera rottu- traustar. G. H. Framh. Morgunblaðið 2. nóv. Œfintýr eða Glettur. í Hólaskóla 1747—1749. Herra Halldór Brynjólfsson bisk- up, í hvers tíð eg var í skóla, brúk- aði mikinn stofu reikning til bú- skapar sins, og varð oft of reikn- ings glöggur með þá, en var svo “prócessa” kær, að til laga vildi leggja, ef að út af har því, er hann hafði með pennanum gjört. Kom nú þetta fram í skólahaldinu eður vorri forsorgun, að það hann hafði tilætlað komst aldrei að sínu tak- marki. Kendi hann um vorum um- gangi um það, sem þó varð ei be- vísað, meðal annars, að við réttum kannske munnbita að hungruðum aumingja, sem kom að lúkugati einu, hvar maturinn var inn látinn í timburstofuna, er þá hafði staðið í 500 ár eftir Auðunn biskup, hvar sem við neyttum matar. Hann fékk hér af þá skikkan af þáverandi amt- manni, að hverjir þeir skólapiltar, sem yrSu uppvísir að því að gefa öðrum af skólafæðinu, skyldu án vægSar úr skólanum útrekast. Bjarni Halldórsson var þá sýslu- maður í Húnavatnssýslu og bjó að Þingeyrarklaustri. Hann var búl- duleitur og framþykkur maður, sér- deilis af ýstru og másaði mikið þá hann gekk. Pétur Björnsson var þá í skóla, hafði uppalist hjá Bjarna og kunni svo vel að herma eftir honum, að lítið sýndist út af bregða. Herra Ólafur stiftamt- maður vissi og alla hans takta og siði. Hjá Bjarna hafði verið vinnu- maður í 5 ár, mjög dónalegur og lurkalegur í vexti, en svo mikið átvagl, að enginn vissi til, að hann hefði orðið saddur. Höfuðráðs- konan eða fata-búrkonan á stóln- um var ættingi; kom hann nú til að finna hana. Af unggæðis for- vitni kom oss saman um að ná til hans og reyna, hvaS mikið hann gæti etið. Var til vonar, að um kveldið kæmi að borði fyrir oss illa soðinn bygggrjónagrautur, hverjum við gerðum oft lítinn kostnað nema fyrir sultar sakir. Var hann bor- inn inn til vor í 8 trogum, 4 á hvert borð. Þá viS vorum búnir aS borða okkar lyst, heltum við grautnum í tvö trog barmafull, nokkuð var i þaS þriðja, hrærðum þar svo miklu smjöri saman við; náðum svo þess- um kompán, svo enginn vissi af. Át hann með hægð úr fyrsta trog- inu og nærfelt úr öðru, því hasaði upp af smjörinu; var honum þá fengið brauð aS eta meS, svo lokið gæti úr því; en við hið þriðja gafst hann upp. Var hann þá búinn að spretta öllu frá sér og leit út sem kálffull kýr. Hann segir: mikiS blessaðir menn séu hér saman kom- nir, sem sér hafi gefið svo vel að eta, að hann muni ei aS hann hafi fyr fengið slíka saSning. ViS biðjum hann upp á æru og trú að segja engum frá þessu, þvi þar liggi mikið við. Nær hann verði kallaður til borSs, skuli hann segja, að hann sé ólystugur í kveld til þess og biðja því að hafa sig af- sakaðan, hverju hann með dýrum eiði lofar, og segir þá sé alt of illa launaSur slikur velgjörningur. Komum viS svo honum i væntan- legt rúm i gestaskemmunni svo enginn viti af. Við féllum í for- undrun út af áti hans og trúðum nú betur það sem Handarpíus skrif- T a 1 s í in i ð KOL COKE V I D U R Thos. Jackson & Sons TVÖ ÞÚSUND PUND AF ÁNÆGJU. ar um átvagla. Nú kemur að því, að hann er kallaður til borðs; er það ei að orðlengja, að hann bregð- ur öll sín orð, segir við höfum gef- ið sér svo vel aS borða, að hann þurfti nú ekki matar við; og skrif- ar nú biskupinn með þénurum sín- um alt eftir honum eins og til gekk. Vildu svo átta verða sekir, er þeir fyrir útrekast áttu. Líkindi komu og til að minna var í trogunum til offurs, en venjulegt var, Að þessu gjörðu lét biskupinn alt sitt fólk hátta og sína þénara, sem voru i biskupsstofunni, forsiglar svo fyr- ir allar dyr og hurðir, að enginn sem vissi skyldi út komast eSa bera oss nokkra njósn um þetta, Dæt- ur hans sváfu í lofti þar og fleiri herbergja stúlkur. En þá alt var komið í svefn, smeygir sér ein her bergjastúlkan í nærklæðunum út um stofuglugga, er var á hjörum í loft- inu, og hleypur upp að skóla og nær til þeirra, er hún þekti þar fyr- irliSa og segir þessar ólukku frétt- ir, og eftir bænir og lestra á morg- un eigi skólameistarar aS kallast inn í stað og að afgerast, hverir skuli útrekast. Svo fór hún aftur sína leið. Vel fékk hún launaðan trúskap sinn. Nú tókum við að ráðslaga, hvað til skyldi gera að verja sig föllum, og láta þennan ólukku kjaftaskúm og ótrygðarsegg fá nokkra verSuga forþénustu aftur. Að voru fengin þar í staðnum hjá trúum siglinga- manni ,er þar var, rauð klæSi, hatt- ur, parrúk, korði, stokkur, stígvél, en larfar af smalamanni. — Um morguninn, þá nærfelt búnir vor- um með lestra vora, heyrum vér að biskups þénari komi, híður á með- an bar. fram erindi, að skólameist- arar séu kallaðir inn í stað til bisk- ups. En þá þeir voru komnir úr hvarfi, fara tveif, þó torkendir, inn í stað ná karlinum svo enginn veit af, bjóða honum meS vinsemd upp í skóla að sjá hann sér til gamans. Nær hann kemur, er þar þjófur bundinn við stoð, og böSull í lörf- um að hýSa hann, þó ei á bert hör- und, og læst vera orðinn þreyttur. Hann spyr hvað þetta sé; honum er sagt, að þjófurinn sé hestastrákur Bjarna, sem stolið hafi frá þeim peningum og tóbaki, en staðar böð- ullinn se að dusta hann. Hann seg- ir þá: Mikil skömm er að þér ó- lukku strákurinn þinn, aS þú skyld- >r fara að stela frá svo góðum mönnum, sem hér •ertl.,, Hinn svar- ar: ‘‘Haltu saman á þér kjaftinum; Þú manst ei, aS þú varst rekinn frá Þingeyrum fyrir það og það,.” Við þetta gremst honum í geði óg segir: “Eg vildi að eg mætti jafna nokkuð um belg þinn.” Við biðj- um hann þess og gefum honum þar leyfi til, þvi böðullinn var orðinn uPPgefinn með skyrpum og mási. fÞetta yoru reyndar 2 af oss). Mitt i því, er hann var að leggja i hann 2 eSa 3 högg, æðir sýslumaður Bjarm Halldórsson inn í skólann í sínum klæSum með korða og stokk, og hans þénari uppfærður gengur á eftir honum (það voru séra Pét- ur og amtmaður Ólafur), 0g spyr: “Hvað er hér verið að gera ?” Þjóf- urinn hrópar upp: “Ó, góði herra, hjálpa mér, að þessi bannaður fantur drepi mig ei.” Sýslumaður þrífur i hár hans og fleygir honum flötum, ber hann og lemur með stokknum, trampar hann með stíg- vélunum, svo hann verSur blár og blóðrisa. Við berhöfSaðir biSjum hann af allri alúð að vægja honum og segjum, að þessi góði maður hafi gjört það fyrir okkar tilmæli; þjófurinn hafi og ert hann upp á sig, svo hann lætur þar af; yfir- lýsir hvaða fantur hann sé, skipar að leysa þjófinn, sern skýst úr bandinu, en karlinn lætur hann upp standa, rekur fótinn i rass honum og rekur hann út úr skólanum. Tveir fylgja honum með vinalát- um og meðaumkvan og segja hon- um aS flýta sér upp í rúm sitt og láta ei sýslumanninn sjá sig fram- ar. — Hér stóSst svo á, að þessi kómedía var búin, aS biskup með sínum skólameisturum að taka sinn frúkost og tedrykk á eftir, sendir nú biskup til karlsins og kallar hann fyrir sig. Hann kemur svo útleikinn sem sagt er; biskup spyr hver hafi svo útleikið hann. Karl- inn svarar: “Sýslumaðurinn Bjarni Halldórsson.” — Biskup svarar : “Ljúgðu ei uþp á sýslumanninn, hann er hér ei.’.’ Hinn svarar: “Það var enginn annar en hann; mun eg ei þekkja hann, sem hjá honum hefi verið í 5 ár.” Segist og hafa þekt hestastrák hans, sem staðarböðullinn hafi verið að hirta, og brigslyrði hans hafi hann slík frá honum fyr fengið. Biskup spyr enn þá meir hvar þetta hafi fram farið. Hinn svarar; “í skól- anum.” Hinn spyr, hvort þetta hafi eigi skólapiltar verið. Hinn svarar þaS sé fjarri. . “Þeir eru betri menn en svo, eg afsaka þá að ölltr leyti; þeir fara öðru vísi með mig; eg ætla að sýslumaðurinn hefði drepið mig, hefðu þeir ei beðið fyrir mig og friSstilt hann.” Biskup áminnir hann um, að aftur- kalla orS sín og frá ganga að sýslu- maSur Bjarni hafi svo útleikið hann. Hann svarar: “Eg veit þið eruð vinir og viljið þér fylgja hon- um í þessari vondu athöfn við mig, og eg bæti enn við: hann laug upp á mig lýtum og skömiuum í áheyrn blessaðra skólapiltanna, sem eng- inn af þeim kunni að vita; hafði hann mér það sama fyr gjört í drykkjurússi sínu, og þó hann sé hér ei heima við bæ, þá er hann þó hér í grend einhvers staðar, og ætl- aði eg ei, aS eg myndi sækja þetta til yðar.” "'v dodd’s IKIÓNEYI Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf- sölum eða. frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. Nú varS biskup reiður og segir: “Farðu burtu frá mér, þú bannað- ur fantur og lygari. Ilt er heimsk- um að leggja lið”. Og þar snaut- aði karlinn burtu. Eyn svo var til- stilt, aS tveir af oss skyldu heyra hvernig þetta tilgekk, því öndverðu var sigtið i öllu leikspili þessu, að gera hann aS lygara. svo hann heyrðist um ekkert; líkingar, en engar bevísanir fengust. Við kunn- um ei að bera í sjálfs okkar sök, og ei falla án votta eSa órækra rök- semda. — Svo komu skólameistar- ar aftur frá biskupi glaðir af brennivíni og gengu í hús sitt. — Eftir er grenslað hvað þeir segi um þetta tilfelli. Skólameistari segir: “Eg veit til svo eða svo mörg ár, og hef i eg aldrei heyrt né vitaS að svo sniðugt skelmisstykki hafi ver- ið gjört í skóla.” — Hinn skóla- meistarinn svarar: “Satt er þetta, verkið var ilt, en skarpleikinn að verja það er svo mikill.og með for- undrunarlegu snarræSi, að það gengur langt yfir biskupsins og okkar skarpleika. Við .verðum að láta af og þegja, þó við þykjumst sjá sannleikann, ellegar verða okk- ur til skammar með þá sókn. ÞaS er auðsjáanlegt, að af þessum drengjum, sem nú eru i skóla, verð- ur eitthvert stórt höfðingjaefni, og enn fleiri, því trautt hefir einn alt þetta svo tilbúið, að fleiri hafi ekki í ráðum verið.” — Hefir þetta orS- ið sönn spá, því fyrirliðinn fyrir öllu þessu var herra Ólafur stift- amtmaður. Man eg og hverjir hinir voru. -------o------- Ljóðabréf Kveðið af Gesti Jóhannssyni. Sönn ánægja og sérhvað er, sorga lægir hrynur; gleði haginn gefi þér og góðan daginn, vinur. Löngun hef, en minni mátt mál í stef að binda; þánkinn sefur, furSu fátt fléttar vef hugmynda. Rétt er það, eg þekki svar þitt, sem að hér lýtur; sér er hvað, ef þú ert þar, sem þankinn skaða hlýtur. Móins láða meið eg spur minn hvert hrjáður andi var svo áður víötækur, var hann bráðlifandi? Leið er slögótt lífs um haf, láni mjög því týnum; fáar sögur fara af fyrri dögum mínum. Lítinn fékk eg fróðleik sníkt, furðar rekka’ að heyra, jeg nenni ekki’ aS nöldra um slíkt nú hvort þekki fleiri. Eitt eg veit, þó minst sé mér menta heitir forðinn, talsverð breyting á mér er að ýmsu leyti vorðin. Hitt má vera, virðist þér vafann gera ljóta, hvert hún er í sjálfu sér sannra mér til bóta. Eg veð í svíma vonin hvað, viö sem rímist blíða, ' fráleitt skíma fæst um það fyr en tímar líða. Og hversu háttar hérna til, um hagnaðs mátt útvega, sára fátt eg sjálfur skil og sé það náttúrlega. Það skyldi’ óringum rökum stutt, er rekka syng af högum, ef eg hingað hefði flutt á hinum yngri dögum. Mörg aðhlynning mannúðleg, mjög þó grynni trega, gamla minnist íslands eg og tilfinnanlega. Við fossa nið að fá ei þar og fugla kliðirm vakna, eins og liðins ástvinar eg því miSur sakna. Hugann særa má í mynd, mína kæru drauma, sárt þín ærið sakna, lind, og silfurtæru strauma. Raun skal kjörð af meining min máls þó umgjörð tapi: sauðfjárhjörð, eg sakna þín, svás og hörð í skapi. Eg sakna allra söngfugla, er svífa of hjalla og bala; eg sakna vallar sóleyjar, eg sakna fjalla og dala. Hafís vörðu veðrin þá vorin hörð sem Þorri, burt oss gjörðu flæma frá fósturjörðu vorri. Margt þar bagar bóndans hag, beiskum daga röðum, skulda rag og skatta jag skreytt með laga kvööum. Mörgum bjóst þar betri dvöl, en bragna þjóstur spáði, þeim er hrjóstugt þreytti böl á þeirra fósturláði. Hér er fagurt frjálsum lýð, flestum baga smærri, efnahagur, hægri tíð og hungurs dagar færri. Frelsið hríðum hrindir meins, helgur lýða auður, sem að þíðir sálu eins og sumars blíðan hauður. Frelsis hetjum hósanna hæfa metur skjalið, okkur betri innlenda ekki get þó talið. Meining annars mín ófróð, meiður hrannar bála, verða kann um þessa þjóð, það er sannast mála. Hér frábærri hræsni slíkt held ei nærri meira, dygðir hærri, einnig ilt öllu stærra og fleira. Fátækt snauðum færir rögg og ferill nauðum háður; fýkn i auðinn er svo glögg eins og rauður þráSur. Enginn hikar fé að fá, flest eru svik hér brölluð, góS og mikil má þó sjá manna stryk svo kölluð. Frelsis kvenna kjör svo góð og kjarkur mennilegur, bezt einkennir þessa þójð —og það er hennar sigur. Þó reynast megi mitt ástand mjög svo beygist hreldur, þgtta eigi lasta landí líka þegi heldur. Mér blöskra gjöld, ef bréfmiðann býður höldum léðan, þá spésöldin ætlar hann að æra f jöldann héðan. Vill hann líka ljóða skrá látast flíka prúðri, til að svíkja okkur á Ameriku slúðri. Hart er blendin heim til hans hnútu sendum valda, svo skal féndum fööurlands fullu endurgjalda. Eg skal ei hrína þó mér þá þessir týnist vinir, skoðun mína einn eg á, eins og sína hinir. Og þó fengin sé mér sök, sízt við drengi ræði. Eg hefi enga tíð né tök til að lengja kvæSi. Örfa nérður, athuga, ósk þá verður brýna: kært ef sérðu kunningja kveðju berðu mína. Eg vil þú innir vinskaps þá vors tilfinning svöraum kærri minni kveöju frá konu þinni og börnum. Heilsaðu lóu, heitt eg bið, hennar sóa bönum, heilsaðu spóum hreiðrin við, heilsaöu ótal svönum. Kyrjaðu tröllum kveðjurnar í kletta höllum svölum; heilsaðu öllum heima þar hálsum, fjöllum, dölum. Lífs þér ei um sorga sæ svipir fleygi bráðir, farsæld hneigist að þér æ. Amen gegjum báðir. -------o------- Meira af þriðja farrýmis skip- um í framtíðinni. Áætlan Cunard — Anchor — Don- aldson fyrir 1925. Montreal, 25. nóv. “Árstíð sú, er nú er að enda, hefir ótvírætt leitt í ljós þörfina á auknu þriðja fari-ými fyrir fólk, sem ákveðið hefir að ferðast héðan úr landi til Evrópu. Skilyrðin fyrir því að geta ferð- ast ódýrar til Evrópu, en átt hefir sér stað fram að þessu hafa dregið svp mjðg að sér Ihugi stúdenta, I kennara og fólks yfirleitt að undr- | um sætir eftir því sem einum af j umboðsmðnnum Cunard eimskipa- 1 félagsins segist frá. Umiboðsmenn téðs félags í Mont- real, hafa lýst yfir því, að ferðaá- ætlanirnar fyrir næsta ár, hafi samdar verið með tilliti til hinna auknu krafa um aðgang að þriðja j farrými. Hefir það því verið á- : kveðið að haga þannig ferðum til | á árinu 1925, að sem allra flestir kennarar og námsmenn geti í sum- | arleyfinu heimsótt vini sína aust- | an við hafið, með sem allra minst- í um tilkostnaði. Fyrsta farþegaskipið, í samræml við áðurgreindan tilgang, Athenia, eign Anchör — Donaldson llínunn- ar, siglir frá Montreal til Glasgow undir umsjón Guy Tombs Limited og heimsækir frægustu sögustaðí í fimm Norðurálfulöndum, sem sé á Skotlandi, Englandi, Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Ferðalag þetta iheimilar þriggja vikna dvöl í Evrópu og koma ferðamennirnlr tiil Ibaka úr ferðinni til Montreal frá Southampton á skipinu “Au- sonia” þann 17. júli. önnur skemtiför, undir umsjón W. H. Henry Limited hefst frá Montreal hinn 27. júní, með Cun- ard eimskipinu “Ausonia”, en far- þegar koma heim aftur þann 24. júlí með einu allra fegursta skip! Cunardfélagsins “Ascania”. Ferða- mannaflokkur þessi lendir fyrst I Cherbourg og fer svo í hægðum sínum um Frakkland, Belgíu, Hol- land og England og siglir heim á leið frá Liverpool. Lagt verður upp í þriðju skemti- förina héðan hinn 3. júlí undir um- sjón Guy Tomlbs Limited. Hið nýja og veglega skip Anchor — Donaldson fél. ‘Letitia’, er bygt hefir verið við Clyde, flytur fólkið til Skotlands, en heim kemur það aftur með Cunard-skipinu “And- ania”, er siglir frá iSoutihampton 31. júlí áleiðis til Montreal. Allar þessar ferðir eru með svipuðu sniði. Fylgja hverju skipi þaulæðir leiðsögumenn. Hið tórhrífandi útsýni meðfram St. Lawrence fljótinu og víða ann- ars staðar hlýtur að heilla huga fjölda Ameríkumanna og má þvi ganga út frá því sem gefnu, að fleira fólk ferðist eftir hinni fðgru Canadaleið á næsta ári, en nokkru einni fyr. ASTR0NG RELIABLE BUSINESS SCHOOL D. F. FERGUSON Principal Prcsident It will pay you again and again to train in Winnipeg where empíoyment is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of employers and where you can step right from school into a good position as soon as your ’ course is finished. The Success Business College, Winni- peg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. THE BUSINESS COLLEGE Limited 38S'A PORTAGE AVE. — WINNJPEG, MAN.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.