Lögberg - 11.12.1924, Qupperneq 7
LOGBBRG, FJMTUDAGINN, ll. D
3EB .1924.
Bto. T
I Tíl minningar um SOLVEIG GRÍMÓLFSSON,
húsfrú INGIBJÖRGU SKARDAL, sem dnilcnaði í WLnnip^gvatni 13. Júlí 1024.
Dáin í Marzinánuði 1924. Ástkæra dóttir mín, alt er svo hljótt;
Hrynja af hvörmum tár, í anda eg sé þig, þó koldimm sé nótt. Hnípin eg þreyi, því harmurinn sker;
hjörtum blæða sár, það huggun samt eykur, að vel liður þér.
þvi fourt er farin ástrík, hugprúð hetja; gáfum prýdd og góð,
Guðelskandi fljóð, Þú svifin ert burtu svo saklaus og ung,—
er vildi fram hið fagra og rétta hvetja. sannlega skil eg hvaö byrðin er þung.
Þitt broshýra andlit mér blasir samt við,—
Vinum trú og trygg, þú birtist mér ávalt í heilögum frið.
tállaus, einlæg, dygg,
helgaði Guöi hugsun hjartans hreina; sárt vér söknum þin; þú sefur, vina mín, Þú elskaðir pabba þinn, sorg hans er sár;
þín systkinin mörgu þau helga þér tár.
og bót hefir fengið þinna mörgu meina. Vel varstu gefin, svo vitur og dygg,
, viðkvæm og einlæg og glaðlynd og trygg.
Þú huggaðir hrelda á harmanna stund, — — —
og hjúkraðir sjúkum með lipurri mund; þin minning þvi geymist hjá mörgum svo kær, Helköld bára blá
ímeð þökk fyrir starfið, þó þú sért oss fjær. þig burtu hreif oss frá,
Ástvini1 þína, er harma þig hér, rósin fögur, reifuð æsku blóma. Sæl er sálin þín.
huggi Guð Faðir, sem veit alt og sér, sólin Guðs þér skin
hjá honum þú lifir nú ljóssins í geim, i allra hæstum himins dýrðar-Tjóma!
laus við alt mótlæti’ í táranna heim. Uíndir nafni móSurinnar.
Kristjana Hafiiðason. Kristjana Hafliðason.
Fyrir þetta
Vonda Kvef
verður þú að taka
peps
Niðursett Verð 25c
Til R. J. Davíðson.
Myndar gæða liðug ljóð
lærð í kvæða sesisi,
skemtin bæði og greina góð
grundin klæða þessi.
Forlátsbón.
Arnarsetri ofan frá
óðinn lét eg detta,
virtu betri veginn á
vísnaletur þetta.
I. I. A.
Dagbók “flakkarans”.
Með naumindum náðum við lest-
inni, sem átti að flytja okkur frá
Grand Forks til Seattle. Lestin, er
við 'komum á hafði orðið á eftir
áætlun meira en klukkustund, að
sumu leyti að m. k. var það fyrir
ofsa veðrið á móti, einnig var hún
látin stansa og gefa öllum flutn-
ingslestum aðalbrautina, það hafði
eg ekki vitað gjört áður. En að
ájStæðulausu er þetta iþó ekki. 1 ár
eru fádæmin öll til að flytja bæði
út og inn í N. Dak. Járnlbrautar-
fðlögin höfðu lofað að gjðra alt
sem hægt væri til að sá flutning-
ur gengi sem greiðast og hafa efnt
það líka, því öll þau ógrynni af
korntegundum, sem út hafa flust 1
haust auk gripa og alls annars hef-
ir haldið áfram istanslaust, að
undantekinni fárra daga tof vio
að afferma í Duluth og Superior
á meðan þresking gekk hraðast í
Ihaust.
Nú var komið kvöld og myrkur,
vindofsanum var nú að slota og
alt var að breytast til batnaðar,
sem viðkom ferðalaginu. Nú bar
mest á borðallögðum mönnum,
bústnum konum, bobbuðum stúlk-
um, bísipertum drengjum og bjðrt-
um ljósum. Við farseðla-“vind-
augað” fengum við fljótt farseðil
og tveggja nátta rúmlán tíl iSeattle
fyrír 60' spesíur og eitt uppgerðar
“thank you Sir” og með því að við
þóttumst hafa borgað hátt verð
fyrir bælin, þá fórum við í þau í
skyndi til að fá sem meist fyrir
dollarinn. /
Nú lá leiðin þvert vestur yfir
N. Daícota, en yfir hana sváfum
við og sáum ekkert, enda er hún
mér vel kunn. A N. D. mold er eg
nú búinn að standa flesta daga
hátt upp í hálfa öld, þar hefir öll-
um manndómsárum mínum verið
eytt /)g mestir starfskraftarniir
hafa verið þar úttæmdir, þar hefir
mér oftast liðið beist á æfinni, en
stundum líka lakast. Þar Ihafa vin-
irnir flastir orðið til, og eru þar
lang flestir, sem enn lifa. Því mun
N. D. ætíð eiga mína sterkustu
ræktartaug, á meðan nokkur sú
táug er til.
Næsta morgun vö>knuðum við
austarlega í Montana, nú höfðum
við skjól að hlífa okkur við öllu
utanað ógeðfeldu nema því að
nudda olnbogum saman við fjölda
af ókunnu fólki af alslags tægi að
útliti og reynd. Ekkert var það þó
á móti skapi okkar, því nú reið á
að eignast málkunningja til
stunda styttis á ferðinni. Tala alt-
af sjálfir ef þeir væru málstirðir,
eða láta þá hafa orðið sem oftast
ef þeim líkaði það betur og ihlusta
þá á með þoiinmæði. Þessa aðferð
þekkja allir sem á járnbrautar-
lestum hafa ferðast að mun. Að
hafa engann til að tala við eða
hlusta á, ier reglulegt hunda líf,
þegar til lengdar lætur, þó að
stundum komi það fyrir að maður
verði sárfeginn að hætta og glápa
út um gluggann þegjandi, við þvl
er að sjálfsögðu hættast þegar
heimskuæ mætir heimskum eins og
öft vill verða.
Við þessa samtalsviðleitni kem-
ur oft ýmislegt einkennilegt í Ijós,
sem maður Ibýst varla við, en oft-
ast hættulaust, ef varlega er farið
út I allar sakir, sem á góma berast,
tvent skal eg nefna, sem þarna
vakti athygli mína lítillega. Annað
var, að í samtali við öldung frá
Boston kom það í ljós að hann á-
leit alla þá ihalda áfram að vera
útlendinga í Bandar., sem ekki
befðu talað enska tungu er þeir
komu þar, og einnig áleit hann að
af öllum þeim istafaði stórhætta og
hefði ætíð gjört. Á móti þessu
maldaði* eg með Ihægð, en hvor
okkar hélt sinu. Hann spurði mig
ekki um þjóðerni mitt, svo að eg
fékk ekki tækifæri að fræða hann
um að ísland værí til, eins og oft-
ast verður að gjöra því min
reynsla er að fæstir af þeim sem
vitrir þykjast, þdkkja ekki það
nafn. Annað nýskéð sárlangaðl
mig tíl að fræða hann um, það var
það að við nýafstaðnar kosningar
var einn innfæddur Bandaríkja-
maður er eg þekki, spurður hvar
hann stæði í stjórnmálunum, og
hann svaraði. ‘1Eg hefi ekki fylgst
mikið með þeim málum. Hver elg-
inlega að “renna” fyrir forseta?”
Ekki lét eg þó efltir mér að ,segja
honum þessa sögu. Hitt sem vakti
athygli mitt var að maður einn á
lestinni, í einkennisbúningi, póst-
þjónn að eg held, enn þó dóni, tal-
aði til mín er eg var í samtali við
aðra í reikingaklefanum og segir:
“You got your man elected.” Eg
skildi ekki í svip hvað Ihann
meinti og svaraði: “What man”,
“Coolidge” segir hann. Þá mundi
eg eftir að eg hafði á mér Oool-
idge hnapp, er eg Ihafði gleymt.
Eg ispurði hann, “do you not like
him,” en hann hreytti nokkrun
setningum af ónotum til Coolidge,
Republicana, og síðast til míni og
fór svo, en eg tók hnappinn og
fleygði honum í hrákadallinn, því
eg vissi nú að eg var að baka mér
óvild iLafollette-sinna og kærði
mig ekki um meira af því í þessari
ferð.
Nú rann lestin gegnum Montana
þar sem ein mílan er annari mjög
lík yfir heil svæði. Oft hefir mér
fundi,st að Montana ríkið hafa
íheldur lágan séss í hugum margra,
foorið saman við margt aooað sem
meiri aðdáun hlýtur og sem meiri
unað og auð veitir, að það hverfi
sjónum margra. Mundi það þó ekkf
ganga guðlasti næ,st að Títilsvirða
stórhaf jarðar, en dýrka stórvirki
manna, við þessu Ihættir þó mörg-
um helst þjónum Mammons. Mön-
tana ríkið líkist helst stóru isjávar-
hafi, öldurnar hafa sama isamræmi
og víðáttan er svo ægileg gróður-
inn svto fíngjörður, vatnið tært og
hreint, og þá loftið — Ihvergi í
víðri veröld getur það verið
hreinna og heilnæmara. Og enn er
eitt sem má telja Montana til gild-
is það er, að skílduna þá að “elska
náungann eins og sjálfan sig,” er
þar að sjálfsðgðu auðvelt að upp-
fylla, þar er manntafl guðs teflt
á stórum reitum, þar eru menn og
það ekki í sífeldum árekstri, þvl
útlit alt bendir til að til jafnaðat
séu þau margar mílur á milli “ná-
unga.” Þegar að Klettafjðllunum
dróg var komið kvöld og útsýni þvi
horfið, og þó eg hafi áður ferðast
yfir þau í björtu þá finn eg það
ofurefli mitt að lýsa á víðeigandi
hátt þeim alkunna og merkilega
fjallgarði.
INæsta morgun vðknuðum yið I
Spokana, fallegum bæ á milli
Klettafjalla og Cascadefjalla 1
IWashington-ríkinu. Yfir hálendið
á milli þessara nefndu fjalla, er
heldur eyðilegt og fátt ber fyrir
augu ferðalangsins, víða eru þar
bændafoýli á stangli en öll fremur
lítilfjörleg tilsýndar og víst þarf
N. Dak. maðurinn ekki að öfunda
þá stéttarbæður sína, sem þar foúa,
þó frost séu þar vægri og stormar
minni en austur frá, þvi landkostir
eru þar auðsjáanlega sára litlir.
Undir kvöld var íarið yfir Cascade
fjöllin í krapahríð og í gegnum
dyngju af nýjum snjó, og er vest-
ur af þeim dróg, snerist hríðin I
hæglátt regn, þetta blessamKyrra-
hafsstrandarregn, sem manni dett-
ur þó ósjálfrátt í hug að forsjón-
in hefði átt að dreýfa jafnar yflr
vesturströndina, meira suður til
Calif. en minna tif Washington og
einnig hefði átt að láta nokkuð aí
sólskininu í Calif. ná norður til
Washington. Bkki var regnið þó
ákaft og enginn getur með sanni
annað um það sagt, en að það sé
sönn guðsblessun í raun- og veru,
þó það sé af mörgum oft vanþakk-
að og yfir þvi sé oft moglað. Um
kvöldið kl. 9 var eg kominn heim
til döttur minnar og fólks hennar
í 'Seattle. Hér hefi eg nú dvalið í
3 daga, en fer héðan suður eftir 1
eða 2 daga. Seattle er eins og
kunnugt er ein af ein af aðalstór-
borgum á Kyrrahafsströndinni,
það má lengi þrefa um ihver þeirra
er besta borgin, en eg leiði minn
hest frá því, því alllar munu þær
hafa sína kosti fyrir sig og líka
sína galla, þó skal eg ekki leyna
því, að mér hefir ávalt litist mjög
vel á márgt í Seattle , og ekkert
Ihefir það breyst við komu mína
hingaðí í þetta skifti. Á parti getur
þetta stafað af því að hér eru fleiirí
íslendingar en í nokkrum af hinum
borgunum, og margir þeirra eru
vinir og kunnningjar mínir að
fornu og nýju. En orsakir eru til
fleiri ,ein er sú að þrátt fyrir al-
ment daufa tíma, innflutning
fjölda af verkamönnum og þvl
talsverðan atvinnuskort yfirleitt
j hér á ströndinni næstMðin missiri
j virði'st að atvinna í Seattle vera
j mjög mikil jafnvel nú þegar vot-
viðrin sýnast að mundu standa i
vegi. Tími minn foér foefir mest
eyðst við að éta, drekka, tala og
sofa eins og allir skilja, sem mig
j þekkja. Eg hefi þó séð talsvert
j marga og haft skemtun af. Einn
| þeirra er Fúsi Ólason ungur N.
Dak. maður" fyrir skömmu fluttur
hingað með konu og foörn. Eg get
han<s sérstaklega vegna þess fyrst
að hann var nábúi minn í N. Dak.
og líka vegna þess að það gladdf
mig að vita að foann foefir nú þegar
1 eignast gott heimili á góðum stað
í bænum og hefir haft .stöðuga og
góða atvinnu við byggingar síðan
Ihann kom hér, enda er hann dreng
urinn sá með hrauteta sál í stein-
steyptum llíkama og stál í vöðvum
eins og hann á kyn tíl. Guð blessl
hann og alla aðra Dakota-drengl
sem fara frá föðurhúsum til að
leita gæfu sinnar hvar sem er I
heiminum.
Meira síðar.
ER NÚ í GILDI
Austur
. Canada
TIL SÖLU
Daglega allan Desember og
þar til 5. jan. 1925.
3 mánaða dvalartími.
Yestur ad
Kyrrahafi
TIL SÖLU
Sérstaka daga í Desember
Janúar og Febrúar
Dvalartími til 15. Arpíl 1925.
Til Gamia
La tdsins
TIL SÖLU
Daglega allan Desember og
þar tíl 5. Jan. 1925 til strand-
siglingastaða.
(St.Johns, Halifax, Portland)
SJERSTAKAR LESTIR og Svefnvagnar
Til skipshliðar í St. Johns fyrir þá sem fara í Desember.
LÁTIÐ
CANADIAN PACIFIC
Haga ferð yðar
Jan Mayn.
Hver á eyjuna.
Bæði í Noregi og Danmörku eru
nú talsverðar umræður um Jan
Mayn. Og ilítur út fyrir að úr
þeim umræðum geti spunnist
þrætumál ekki ósvipað Grænlands-
málinu.
“Nationaltidende” í Danmörku
hefir til dæmis nýlega sagt að sú
staðreynd, að Norðmaður hefir
fyrir stuttu selt eignarrétt sinn
yfir einhiverjum hluta af Jan
Mayn í hendur amerískum manni,
hafi orðið tíl þess að nú sé farið að
gera í Noregi þær kröfur, að
ríkið lýsti yfir umráðum
sínum yfir eyjunni. Þvi
nokkur ótti hafi komið fram við
það að þetta mundi verða til þess,
að Bandaríkin færu að ásælast
eyna. En blaðið bætir því við. að
engin ástæða sé til að óttast þetta
þar sem Jan M'ayn ihafi alla tíð
verið álitin tilheyra Grænlandi og
standi því undir foirræði Dana.
Hafa þessi ummæli blaðsins verið
símuð til enskra blaða, og hafa
vakið athygli og umtal í Noregi.
Benedikt Syemison
sýslumaður og Alþingisforseti.
Fullhuginn djarfi,
Fróns högum þarfi,
lif í lífs arfi
þó að léttir starfi,
sjá þinn andi,
sífelt hœkkandi,
loga ieiftrandi
ljóma yfir íslandi.
(Matth. Joch.).
Nú tekur fast að líða að 10C1 ára
fæðingarafmæli Benedikts forseta
Sveinssonar hins eldra, en á það
hefir ekki enn verið minst, svo að
eg hefi séð. Tek eg mér jþví þann
kost að gera það. Þes(s manns má
ekki óminst vera. — Hann var
borinn 20. jan. 1826, og eru því
1926 liðin 100 ár frá fæðingu hans.
Eg hygg að engum manni megi
dyljast hve þarft verk hann vann
föðurlandi sínu, er hann tók við
að Jóni Sigurðssyni látnum að
hefja upp ættland sitt og sjálf-
stæði þess. — Tel eg honum það
mest að þakka hvað nú er á veg
snúið, þó að ýmsir góðir drengir
hafi þar að unnið, og enn sé mikið
eftir. Minning bestu drengja ætt-
jarðar verður í heiðri að hafa, og
er það skýlt bverri þjóð, en iBene-
dikt var einn þeirra manna. Vann
hann sér aldrei til fjár né gekk á
mála.
Þessar línum rita eg til þess að
benda öllum mönnum er unna
sjálfstæði þessa lands á ,að á 100
ára afmæli Benedikts, 20 janúair
1926, verði hans minst "svo sem
best má 'kostur á vera. Verði það
ekki gert ,tel eg Iþjóð þessa minni
en ella.
Eg enda þessar línur mð tveim
vísum úr eftirmælum, er Hannes
Hisftein kvað eftir ÍBenedikt:
Hvíldu þig nú ljúft og létt,
lands þín,s réttar vörður,
faðmi þig nú fast og þétt,
fósturlandsins svörður.
Þar má ísland minnast manns,
muni hann fljóð og sveinar,
standa munu á haugi hans
háir bautarsteinar.
Þá steina verður hin íslensika
þjóð að reisa.
Ritað 9. okt. 1924.
Egill.
(<
Bezta meðal Keimsins íyrir
veikluð stúlkubörn.”
Mrs. Johtt Bennett, Boggy Creek Man., skrifar:
“Litla stúlkan mín þjáðist af taugaslappleik og fékk ekki notið
svefns. Þannig var hún í þrjú ár og þrír læknar fengu engu um
þokaS. Eftir að hafa lesiö um hin
góSu áhrif Dr. Chase’s Nerve Food,
ákvaS eg aS reyna þaS meSal. ÞaS
hreif. Nú er stúlkan orSin eins og
alt annaS barn, og er nú falleg og
vel hraust.
“ViS höfum notaS Dr.
Chase’s Nerve Food fyrir
aSra meSlimi fjölskyld-
unnar, svo sem í inflúensu
og skarlatsveikis tilfeQ-
um, og gefist vel.”
DR. CHASE’S NERVE FOOD
60c. askja af 60 pillum, Iklmanson, Batcs & Oo., Ijtcl., Toronto.
J
hjarta fyrir þess kærleiksríku hjálp
og alla þá alúð, sem það sýndi okk-
ur; sömuleiöis þökkum við öllu þvi
fólki, sem ekki er hér nafngreint,
en sem hefir sýnt okkur á einn eð-
ur annan hátt bróðurlegan kærleika
og síðast, en ekki sizt, þökkum við
Mr. Bergmann, nuddlækni, fyrir
alla hans góSu hjálp og þá miklu
alúð, er hann sýndi okkur.. Við
biðjum Guð að blessa ykkur, vinir;
því vinur er sá i raun reynist.
Mrs. E. Vestman.
Einar Vestman.
Sextug verður á morgun frú
Camilla Bjarnason cand. phil.,
^Laugaveg 8. Frú Camilla tók stú-
dentspróf 1889 og er því fyrsta ís-
lensk kona, em tekið hefir stú-
dentspróf. Hún hefir verið ein af
nýtustu konum þessa lands og hef-
ir komið ýmu góðu til leiðar, m. a.
stofnaði hún kvenfélagið Ósk á Isa-
firði og setti þar á stofn hús-
mæðraskóla, sem hvorttveggja er
enn starfandi’. Hún kom auk þess
á fót að nokkur hluti af skóginum
fyrir innan fsafjörð var umgirtur
og grisjaður, íbúum kaupstaðarins
til gagns og gleði, og mætti margt
annað telja. í seinni tíð hefir hún
vegna lasleika ekki tekið þátt í
opinberri starfsemi. — Það ættl
vel við, að ísl. kvenstúdentar
sýndu henni sóma við þetta tækl-
færi. K.
Guðmundur P. Guðmundsson.
Hann lést að heimili sínu í
Haukadal. í Dýrafirði 14. septem-
ber síðastliðinn rúmlega 52 ára
að aldri.
Guðmundur heitinn ól allan ald-
ur sinn á heimili feðra sinna, fyrst
hjá föður sínum, þar til hann hætti
búskap 1915, og eftir það hjá Jóni
bróður sínum.
Hann var hinn mesti dugnaðar-
maður, bæði til lands og sjávar,
og stundaði hvorttveggja, sjó og
land, allan sinn aldur jöfnum
höndum. -Var hann fyrirmynd að
dugnaði og atorku, og ætíð reiðu-
búinn til þess að veita nýjum fram-
förum móttöku, þeim, er miðuðu
til endurbóta fyrir sveit hans. Og
hefir hann sjálfur reist sér minn-
isvarða í Haukadal með verkum
sínum. G.
Tveir menn úr Köldukinn fór-
ust i Kinnarfjöllum nýlega. Ganga
þar þverhnípt hamrafjöll fram í
sjó og er ekki fært fram hjá þeim
nema með því einu móti að ganga
fjöru. Höfðu menniirnir ætlað að
reyna að komast fjöruna, en sjór
náði til þeirra og skolaði þeim út.
Mennirnir hétu Jónas Vilhjálms-
son frá Torfunesi og Þiðrandi
Friðriksson frá Skál. Tveiir menn
aðrir voru með þeim, en komust af.
í fyrra dag andaðist hér í bæ
húsfrú Wilhelmína Magnúsdóttir
kona Bergs Rosenkranssonar,
innheimtumanns Morgunblaðsins.
Banamein hennar var heilahlóð-
fall.
Vísir.
Gimli, Man., 24. nóv. 1924.
t tilefni af veikindum mtnum finn
eg mig knúðan til að minnast þeirr-
ar mannúðar, er Gimli fólkið hefir
auðsýnt okkur, og vil eg tilgreina
þá, er helzt hafa látið til sin taka
að hjálpa okkur, þá eg gat ekki séð
fyrir heimilisþörfum: — Mrs. B.
Frtmannson sendi okkur 5 til 6
dollara virði af matvöru; kvenfé-
lag Sambandssafnaðar 25 dollara;
Mr. Th. Thordarson kaupm. um 20
doll. virði af matvöru; Mr. Sveinn
Björnsson kaupm. um 6 doll. virði
af matvöru; Egill Egilsson $5, Kr.
Ásgeir $1, Mrs. S- Kristjánsön $2,
Mrs. M. Jakobsson $1, Ketill Val-
garðsson $5, Mrs. Ásdís Hinriksson
$5, Oli W. Olafson $25. — Öllu
þessu fólki þökkum við hjónin af
Því læturðu höíuð hanga.
þú hafðir ei fyr þann sið —
er harmur þinn hug að fanga —
er fojarta þitt gagntekið. —
Virðist þér vont að hata,
þó vorsólin lýsi hér —
er ei þín greiðfær gata —
er gaddur í iljum þér. —
Hefir þig svefninn svikið,
svíða þér heitar forár —
er alt frá þér yndi vikið —
ertu að féla tár.
Hugsarðu um horfna tíma —
er hjarta þín*s nöguð rót, —
ertu við gátu að glíma —
eða gengurðu upp á mót —.
Heyrirðu klukknahljóma —
helfarar þungan óm —
hugsarðu um hulda dóma —
harmarðu dáið blóm.
Hefirðu tafli tapað —
teiknarðu kæra mynd —
er ljós þér af himni hrapað —
forellir þig nokkur synd—
Blöskra þér .brennifórnir —
er foilaður máttur þinn —
meiða þið máské skórnir —
er mióti þér vindurinn.—
Þvingar þig einnig þreyta —
þráirðu vinar-hönd —
þú virðist ei veröld skeyta —
vefja þig nokkur foðnd. —
Er eitthvað sem áður brosti
af sínum fallið tind —
þig ef til vill þjáir þorsti -—
og þú finnir enga lind. —
Hefir í hug þér flogið
til himins sé vegur mjóri—
hvað getur bak þitt borið —
er foyrðin þín svona stór.—
Hugsarðu um himingeima
hafið og auða strðnd —
eða þig er að dreyma —
ónumin gróðurlönd.—
R. J. Davíðson.
------o------
SMÆLKI.
dag janúar mánaðar 1905 í ólafs-
vík í Snæfellsnessýslu á Islandi,
6 ára gamall fluttist hann með
foreldrum sínum til þessa lands, í
Winnipeg dvöldu þau rúmt ár en
hugurinn mun þó hafa hneigst
meira að land en bæjarlífi svo
foreldrar han.s fluttu norður að
Manitolbavatni og settust að í svo-
nefndri Blaffar-tfovgð, þá alsTaus
og hefir farnast vel þrátt fyrir
þunga ómegð. í Blöff, ólst Brandur
sál. upp og við þau árin eru margar
minningar bundnar nú þegar hann
er farinn fourtu frá föður og móð-
ur, má það vera þeim gleði í sorg-
ina að vita að ihann var af öllum
er honum kyntust álitinn hjarta-
hreinn, trúr og vandaður til orða
og verka, vildi ekki vamm sitt vita
í neinu. Skóllamentun mun hann
hafa fengið litla í æsku. en mjög
var hann minnugur á alt er hann
lærði og las og gerðist æ bók-
hneigðari með aldrinum, svo það
mun hafa verið með Ihann eins og
marga fleiri, sem lítinn kost eiga
á skólagöngu að lestur góðra bóka
bætir nokkuð upp það sem mist
er. Þung hafa þau sporin verið, sem
móðir þessa unga manns hlaut að,
stíga er hún stóð við Ibanasæng
elsta barnsins síns og svona ó-
vænt sem það var og svo Tnnilega
sem hún elskaði góða drengfnn
sinn, Nú er hjálpfú,sa höndin
stirðnuð en um gröfina hans
leiftra minningar foréldra og sist-
kyna hins látna mann,g í þakklætí
til Drottins. Guð huggi þau.
Vinur hins látna-
Til Iðunnar.
Frægt þú rómar feðra-mál
földu dóm að göllum,
hneptu úr dróma hnipna sál
hlúðu að folómum öllum.
Til Björgvins.
Hafðu fest í huga þinn —
heilræðið hið dáðaríka —
sem þú dæmir drengur minn—
þér dómur verður kveðinn líka.
Við stóra dóm þinn brjóttu bla,ð —
þitt bölsýni ei veldur bótum. *—
Þú hefir borað bitrurn nað
bróður þíns að hjartarótum.
Blöðin.
Oft þau særa sárum klóm,
að synd og skærum leita,
þessum ærið þunga dóm,
ei þú etrt fær að neita.
i. Daviðson.
Œfiminningar,
Eins og áður hefir verið frá
skýrt andaðist að Reykjavík P. O.
Man. ungur og vel látinn maður
að nafni Guðbrandur Brandsson,
þetta óvænta dauðsfall bar að 16.
marz s. 1. eftir fárra daga þunga
og þjáningafulla legu. Guðbrand-
ur sál. var þá um tíma til heimilis
hjá Mrs. G. Erlendson og naut þar
góðrar aðhilynningar og læknls-
hjálpar. Endirinn varð þó þessi,
Guðbrandur sál. var fæddur 13.
Sonarminning.
Hórð var fréttin flutt að. norðan,
fregn sú olli táraregní.
Sonurinn elsti sáru lostinn
sverði feigðar á dauðans báru,.
lá þá og foeið að Tífið unga
liði í burtu en þung var biðin.
Hugsaði um skarð í heima garði,
harða fátækt og margt hvað annað-
Ástrík móðir, sem alið hafði
ótal vonir um góða soninn
kraup í auðmýkt að kvalabeði,
kallaði Drottinn sér til hjálpar,
bað þennan súra burtu að taka
foikar svo eigi drekka þyrfti,
En dauðinn (hafði dóminn harða
dregið á vegg með köldu neggi.
1
Nú er hann liðinn ljóss í sólum,
lifir andinn firtur grandi.
Hann sem fyr í heima-ranni,
hjálp var mqst og traustið besta,
hátta prúður, hlýðinn föður,
0g hjartagóður við sína móður.
Sú er minning sæl þá geymir,
sofnað holdið ísköld moldin.
Harmþrengd móðir,
hugann láttu hvSla í von þó mistir
soninn,
gerðu sætt við sjálfan dauðann.
því sendur var hann af Drottins
hendi,
bræðstu ei þó himin skýist,
hækkar sól á bak við póllnn,
sendir yl og endurlífgar
andað hold úr aldri moldu,
Vinur hins látna.
Blaðið Isafold er vin^samlegast
beðið ,að taka upp þessa æfiminn-
ingu. G. B.
Stórkostlegt Hjarta- og Nýrna-
Meðal.
Ijicknar eru nndrandi yfir, hve skjótt
rni-íial þetta verkar í slíknm
tilfellum.
þúsundir manna nota meðal þetta
á hverjum einasta m&nuSi og fá fulla
heilsubót. Bf þér kenniS hjartveiki,
andarteppu, stlflu, meltingarleysis eða
taugaveiklunar, þá skuiuð þér reyna
Nuga-Tone. Yfiur mun undra á, hve
fljótt þáS læknar. Nuga-Tone styrk-
ir taugarnar,, skerpir m'eiltinguna,
hreinsar blóðið og veitir væran svefn
Ef yður líSur ekki reglulega ve,l, þá
ættuS þér að reyna þaS me'Sai. þaíS
kostar yóur ekki neitt, ef yóur ekki
batnar. MeðaliS er ljúft afgöngu og
veitir framúrskarandi fljótan bata.
Batni ySur ekk skulu'S þér skila lyf-
salanum því, shm eftir er af meSal-
inu og fá peningana ,til baka. Fram-
leiSendur Nuga-Tone hafa lagt ríkt
á viC iyfsala, aS ábyrgjast meSallS og
skila peningunum aftur, séu menn
ekki ánægSir. Fæst hjá ölium lyf-
sölum.
1