Lögberg - 25.12.1924, Blaðsíða 2
Blis. 2
LÖGBERG, FIMTUDAjGINN
25 DEStEMBER. 1924.
Jólahugleiðingar.
eftir Dr. Frank Crane.
Benjamín Franfelín sagði að í
veröldinni væru tvær tegundir
fólks, sem þrátt fyrir hlutfallslega
jafna líkamsiheilbrigði og þægindi
skiftust þannig að önnur yrði ham-
ingujsöm en hin það gagnistæða.
Þegar alt kemur til alls, er í
rauninni mest undir því komið,
með hverjum augum að litið er á
málin. Það væri villandi að halda
því fram, að auður og virðingar-
stöður hefðu ávalt hamingju í för
með sér, því oss er kunnugt um að
slíkt er ekki satt.
Það væri einnig álíka rangt, að
halda því fram, að fátækt og hörð
barátta fyrir tilverunni, leiddi á-
valt til ófarsældar, því oss er það
fullljcst, að sumt gæfusamasta
fólkið, er vér hðfum þekt á lífs-
Ieiðinni hefir átt við skort og erf-
iðleika að stríða.
Sannleikurinn er sá, að munur-
inn á ásigkomulagi mannlegs lífs
er ekki ýkja mikíll. Dvöl vor
hérna megin grafar, er skamm-
vinn. Á því ferðalagi ber oss öll-
um að höndum sitthvað ánægju-
legt, og jafnframt á öðrum tím-
um hitt og þetta, er miður fellur
oss í vil. Er þar í rauninni um
mi.smunandi lífss'kilning að ræða.
Það stendur öldungis á sama í
hvaða verkahring vér störfum. Vér
hittum fyrir oss sitthvað geðfelt
en annað ógeðfelt. í vo.ru daglega
umhverfi mætir oss fólik, sem sönn
ánægja er að mæla máli. En í mót-
sögn við það verða iðulega aðrir á
vegi vorum, er valda sárum leið-
indum. Á. miðdegisverðarborðinu
er stundum gott kjöt og góðir
drykkir, en hinn bóginn einnig oft
og iðulega hið gagnstæða. í hvaða
lo'ftslagi, sem um er að ræða, er
veðrið gott þessa istundina en ilt
hina. í öllu stjó,rnarfari rekum vér
oss á illa og góða löggjöf. í ljóð-
um margra hinna “inn'blásnu”
skáída, koma í ljóis góðar og skað-
legar stefnur, og jafnvel í hverju
andliti, eins og Franklin sagðl,
getur að líta ýmist skýra eða sora-
kenda drætti, góð eða ill einkennl.
Þeir, sem ávalt hafa hið góða I
huga og gera alt, sem í valdi þeirra
stendur til að varðveita það, eru á-
valt ánægjulegir í viðmóti, en hin-
ir, er ýmist af sjálfsþótta eða öðr-
um svipuðumlhvötum, þykjast aldr-
ei sjá annað en galla, eru ógeðfeld.
ir. Auðnist oss ekki að fá þá til að
breyta um lífsstefnu, er ekki um
annað að gera fyrir oss, en tsegja
skilið við félagsiskap þeirra. 'Sam-
leiðin getur ekki orðið lengri. Þeir
eru óánægðir sjálfir og gera þar
af leiðandi samferðamenn sína ö-
ánægða.
Það er eins og ógæfan elti slíka
menn, fylgi þeim hvert sem leið
þeirra liggur, líkt og skugginn.
Það eru ekki atburðirnir sjálfir
í lífi mannanna, er mestu ráða um
bjartsýni og bölsýni Iheldur miklu
fremur það í hvaða Ijósi þeir eru
skoðaðir. Bjartsýni og bölsýni, er
mismunandi afstaða við ;]ífið. Oss
er ef til vill ekki ljóst, hvað raun-
verund er, en afstöðunni til henn-
ar getum við þó að miklu leyti
ráðið. Þeir, sem ávalt eru glaðir
og vongóðir og festa hugann við
það besta í manni og málefni, eru
sannir bjartsýnismenn. Þeir eru
salt jarðar.”
25 ára afmæli.
Fírkirkjusafnaðar í Rvík.
Það eru 25 ár í dag síðan frí-
kirkjusöfnuðurinn hér í Rvík var
stofnaður, 19. nóvemiber 1899 —
Flestir sanngjarnir menn munu
nú kannast við, að stofnun hans
hafi verið merkur og þýðingarmik-
ill viðburður í sögu Reykjvíkur-
bæjar. En ekki er hægt að draga
fjöður yfir þann sögulega sann-
leika, að hann fæddist í ónáð frá
hendi sumra manna; hugtsuðu líka
margir þá, að þessu barni mundl
skömm æfi áskðpuð. — En ________
barnið reyndist lífseigara en marg-
ir ihugðu.
Tvenna má muna tímana. Sú var
einu sinni tíðin, að synódus var
lokað fyrir fríkirkjuprestinum 1
Reykjavík, enda þótt fríkirkju-
prestarnir frá Ameríku væru þang
að samtímis boðnir og velkomnir;
og sú var líka einu sinni tíðin, að
sami fríkirkjuprestur og fríkirkju-
menn með honum voru af prest-
vígðum manni á synódus allir kall-
aðir “uppreistarmenn”; en óþægi-
Hega vafðistþem góða manni tunga
um tönn, er ihann átti að gera
grein fyrir, í hverju að fríkirkju-
mann hefðu landslögin brotið. __
HH P n Hví aS Þjast af
O I 1 bi W synlegur. t>vl Dr
blæBandl og bölg
I li U mni gylllnlæf
UppekurtSur 6nau8
Chasw * Olntment hjálpar þér strax
$0 cent hylklS hjá lyfsölum efa fr
Edmanson, Bates & Co.. Ijmltert
Toronto. Reynsluskerfur sendur 6
kev-<tf, «f nafn t>easa biaðe ar tiltek
li w 1 cent frlmerk1 — *
En sæst er nú á Iþetta mál fyrir
löngu.
Reykvíkingar eru búnir að sýna
það fyrir löngu, að þeir hafa kunn
að að meta það starf, sem fri-
kirkjutsöfnuðurinn hefir beitt sér
fyrir hér í bænum.
Kirkjan er sjálf fædd í stormi
og eldi, og reynslan hefir sýnt á
liðnum tímum, að þau' fyrirtæki
hafa ekki orðið öðrum skammlíf-
ari, sem kent hafa að einhverju
leyti stomis og elds á sinni fæð-
ingarstund og uppvaxtarárum.
Þó fríkirkjan í Reykjavík værl
beinasmá, er hún fæddist, þá heflr
hún með tímanum hlotið vöxt og
þroska; og nú, þegar ihún heldur
25 ára afmæli sitt, þá er hún orð-
inn annar langstærsti söfnuður
landsins, og hefir yfir höfuð “vin-
sældir af öllum lýð,” svo er guði
og góðum mönnum fyrir að þakka.
Fríkirkjan hér í Reykjavík hefir
verið ®vo lánsöm, að margir þeir
menn, sem stóðu að stofnun henn-
ar, sem héldu henni undir skírn,
að segja má, hafa á þessum aldar-
fjórðung, sem hún er búin að lifa,
lagt sitt líf við hennar líf, og
hvorki sparað sig né efni sín í
baráttunni fyrir tilveru hennar.
Og svo er hitt, að á hverri erfiðri
stund hafa henni bæst nýir liðs-
menn og starfsmenn, sem unnið
hafa ihenni gagn eftir mætti, hver
upp á sína vísu, og engu látið sig
skifta um dómana út í frá.
Það reynist jafnan sivo í öllum
geinum, að dagdómarnir og þvaðr-
ið deyr eftir litla stund og verður
að engu; en dáðrík starfsemi lifir
ög tber því meiri og betri ávexti
sem hún er af einlægari og betri
toga spunnin.
Misskilningurinn í mörgum
greinum, sem hvílir eins og dökkur
skuggi yfir Fríkirkjunni framan
af, og auðskiljanlega gerði frí-
kirkjumönnum marga hluti erfiða,
er nú yfir höfuð horfinn. Sam-
búðin milli fríkirkjunnar og þjóð-
kirkjunnar hér i bænum, hefir ein-
lægt farið batnandi. Fjöldamargir
þjóðkirkjumenn hafa á öllum tím-
um, og ekki síst á síðari tímum,
sýnt Fríkirkjunni velvild og sanna
vináttu, bæði í orði og verki. Sam-
foúðin og samvinnan við þjóð-
kirkjuprestana hér í Rvík hefir
verið hin ákjósanlegasta. Þeir hafa
báðir á þessum árum komið fram
í garð fríkirkjuprests og fríkirkju
safnðar, sem góðir og vitrir menn,
með góðgjörnum og skynsamleg-
um s'kilningi á öllu sambandi
Reykjavíkurprestanna inmbyrðis.
Þeim ber á þessu afmæli fríkirkju-
safnaðarins heiður og þökk fyrir
þeirra góðu og vingjarnlegu
framkomu. Þjóðkirkjan og fri-
kirkjan búa nú saman í þessum
mannmarga bæ, eins og systur eða
samJbýliskonur í eining og friði,
standa báðar á sama trúargrund-
velli, og eru báðar jafn réttháar
að landsins lögum; þær ihafa háð-
ar sama þýðingarmikla verkið að
vinna, hafa báðar nóg starfs-
svæði og hafa enga ástæðu til að
reka olnfoogana hvor í aðra. —■
Og þess má ennfremur geta, síðast
en ekki síst, að kirkjustjórn lands-
inis sýnir fríkirkjunni, bæði presti
og söfnuði, sanna velvild og vin-
áttu í öllum greinum.— Þess er
sjálfsagt að minnast með virðingu
ög þakklæti á aldar fjórðungsaf-
mælisdag fríkirkjunnar.
Fríkirkjan í Reykjavík getur ör-
ugg gert þá játningu, að tilgangur
hennar hefir verið og er sá, að
vinna Guðs verk hér í bænum,
enda þótt hún líka játi, að kraft-
arnir ihafi oft verið veikir og alt
starf hennar verið háð mannlegum
veikleika; um ávextina af starf-
semi hennar í hjörtum mannanna
á annar að dæma.
Síðan fríkirkjusöfnuðurinn kom
sér upp kirkju hér í foænum, þá
foefir hann Ihaldið uppi opinberum
guðsþjónustum á hverjum helgum
degi; verður því ekki neitað að
hún bætti hér í ‘bænum bæði úr
prestsleysi og kirkjuleysi; hafa &
þaesum tíma allir prestar bæjar-
ins haft ærið nóg að starfa, og
stundum meira en það. Murf eng-
inn heldur geta fært sönnur á það
nú, að nokkur kirkja væri hér enn
uppkomin við hliðina á dófnkirkj-
unni, ef fríkirkjan hefði ekki ver-
ið bygð, ef ríkið hefði eitt átt um
það mál að fjalla; og á sama hátt
mundi um prestana, ef ríkið hefði
verið eitt um hituna.— Fríkirkju-
söfnuðurinn foefiir lagt Reykjavík-
urbæ til bæði kirkju og prest um
mörg ár fyrir sína peninga. Allir,
sem unna trú ög kristindómi, viður
kenna að þetta hafi verið og sé
Tott verk og nauðsynlegt; og það
að láta sér detta í hug, að þetta
mál sé alt meiningarleysa.
Nú er Fríkirkjusöfnuðurinn að
hyggja kirkjuna sína í þriðja sinn
\ þessum tuttugu og fimm árum,
-em hann er búinn að lifa. Færir
’ann enn út kvíarnar, bæði stækk-
r kirkjuna og prýðir hana á
essu afmælisári, og er gengið op
nnið að því verki með dæmafáum
’ugnaði og fórnfýsi af mörguir
estu mönnum safnaðarins.
Þá er isöfnuðurinn að láta semja
dálítið minningarrit á þessu ári,
sögu fríkirkjunnar hér í Reykjavík
um liðin tuttugu og fimm ár, með
myndum af kirkjunni á hinum
ýmsu æfistigum hennar, og mörg-
um helstu starfsmönnum og styrkt
armönnum safnaðarinis, konum og
körlum. Mun það koma út undir
hátíðarnar í vetur. á sama tíma og
kirkjan verður vígð og tekin til
notkunar.
Að svo mælti óskum vér fri-
kirkjunni í Reykjavík guðlegrar
náðar og blessunar í framtíðinni
Reykjavík, 19. nóv. 1924.
Ólafur Ólafsson.
Jules Jusserand.
Eins og áður hefir v^rið getið
um í blaðafréttum, þá hefir sendi-
herrann franlski í Washington,
Jules Jusserand,' verið kvaddur
heim, eftir að hafa gegnt því
vandasama emlbætti í tuttugu og
tvö ár. Hefir ihann iðulega verið
nefndur James Bryce frönsku þjóð
arinnar í höfuðstað Bandaríkj-
anna. Er hann nú maður allmj.ög
hniginn að aldri og með ,svo lang-
an og merkan embættisferil að
baki, að einstætt mun vera.
Jules Jusserand er fæddur i
Lyong á rFakklandi og gekk í þjón-
ustu hins opinbera þegar á unga
aldri. Hann tók snemrna að gefa
sig við veðreiðum, aflraunum og
bóikmentum. Og þótt lítill skyld-
leiki virðist vera með þessum þrem
viðfangsefnum, þá fórst honum
meðferð þeirra allra vel úr hendi.
Mikið kapp lagði hann á það, að
ná sem allra mestri fullkomnun i
enskri tungu. Tókst honum það
viðfangsefni svo vel, að á því máh
hefir hann nú ritað allmairgar si-
gildar bækur. Áirið 1916
vann hann Pulitzar verðlaun-
in, $2.000, fyrir bók sína er nefnd-
ist “With Americans of Past and
Present Days.” Var bók sú talin
hin langbesta slíkrar tegundar, er
út kom á því ári.
Starf sitt meðal erlendra ríkja,
hóf Jusserand fyrst í Tunis og
Kaupmannahöfn. Því næst starf-
aði hann sem lögfræðilegur ráðu-
nautur frönsku sendiherra Skrif-
stofunnar í Lundúnum. Það fyrsta
sem hann ávalt tók sér fyrir hend-
ur hvar sem hann divaldi var það,
að kynna sér sem allra nánast
lifnaðarhætti fólks og atvinnu-
vegi.
Meðan Jusserand dvaldi í Lund-
únum, reit hann bók um hugaraf-
stöðu Shakespeare’s til þjóðarinn-
ar frönsku. önnur bók hans um
þær mundir hét “The English
Novel and Shakespeare’s Time”.
Þirðju bókina samdi hann um það
leyti. Heitir sú ‘lEnglish Way-
faring Life.” Er þar að finna
margar skýrar lýsingar á lífi betl-
ara, munka, söngvara og margra
annara stétta á fjórtándu öldinni.
J. Jusserand kom sem sendiherra
til Washington með víðtæka þekk-
ingu á hinum enskumælandi heimi
og kom honum það að ómetanleg-
um notum í starfi sínu þar. Hann
var Ikvæntur amerískri konu og
var það því síst að undra, þótt
hann fyndi sig brátt heima í höf-
uðborg ihinnar voldugu Bandarikja
þjóðar.
Jules Jusserand hefir fengið orð
á sig fyrir að vera “takt”-maður.
Hann hefir aldrei talað af sér
hverja tusku, einis óg sagt var um
stéttairbóður hans Bernstorff,
fyrrum sendiherra Þjóðverja í
Wasihington. Hann hugsaði því
meira, sem hann sagði færra. Juss-
erand hefir alla jafnan haft hinar
mestu mætur á Tennis. Lék hann
meðaj annars oft þann leik við
Roosevelt heitinn forseta. Hann
hefir setið, ef svo mætti að orði
kveða við “hirð” þeirra Roeisevelts,
Tafts, Wilsöns Hardings og Cool-
idge og notið í hvívetna óskifts
trausts. Enda er sannleikurinn sá,
að hafi hann nokkru sinni átt í
erjum, þá hefir það miklu fremur
stafað frá París, en Washington.
Þegar Frakkar óðu inn í Ruhr-
héruðin, að stríðinu loknu og
Jusserand stöðu sinnar vegna,
varð að tilkynna þeim, að stjórnin
í Washington væri slíkri ráðstöf-
un mótfallin, var ekki laust við að
stjórn hans léti á Sér skilja, að ef
til vill hefði ekki alt verið með
feldu um framkomu hans. Þetta
ágreiningsatriði getur þó tæpast
orðið skoðað nema smávægilegt,
foorið saman við það er upp kom,
meðan á vopnatakmörkunarstefn-
unni í Washfngton, istóð. Þá Ibáru
ýms Ihelstu blöð Frakka það bein-
línia á hann, að Englendingar og
Bandaríkjamenn hefðu gint (hann
til þess, að ganga inn á fyrir þjóð-
ar sinnar hönd, að fækka herskip-
um og draga úr öðrum vígfoúnaði.
Ekki lét Jusserand þetta mikið á
sig fá, heldur sýndi' fram á með
ljóisum rökum, að allur sá úlfa-
bytur hefði aðeins verið gerður til
Hess að gera hann tortryggilegan.
Eftir tiltölulega skamman tíma,
datt alt aftur í dúnalogn og Juss-
erand sat sem fastast í embættinu.
Nú, þegar hann Ihverfur heim,
kemur hann þangað með óskiftarl
heiðri, en líklegast nokkur annar
núlifandi stjórnmálamaður hinn-
ar frönsku þjóðar, er jafnlengi
hefir verið við opiniber mál riðinn.
Þótt sendiherrar séu yfirleitt al-
varlegir og gefi sig lítt við fyndni,
þá er Jusserand í því tilliti að
minsta kosti undantekning.— I
Ihöfuðlborg OBandaríkjanna hefir
lengi staðið mynastytta af George
Washington, klædd í þunna róm-
verska skykkju. Myndin bendir
annari* hendinni til himinis. Dag
nokkurn var Juisserand ásamt
nokkrum vinum sínum, að skoða
listaverk þetta. “í hvaða tilgangi
haldið jþér, að hann foeini fingr-
inum þannig?” spurði einn af vin-
um hans. “Það skil eg ofurvel,”
svaraði Jusserand. “Hann er að
gera oiss skiljanlegt, að sálin sé í
himnaríki, en fötin á þjóðminja-
safninu.”
Islenzki arfurinn.
Þegar maSur er kominn á þann
aldur, að 50 ár eru í nokkurn veg-
inn fullu minni, og lætur svo hug-
ann hvarfla yfir liðna tíð, þá ber
margt fyrir augu, og margs er aS
minnast, og víst er þaS, aS viS ís-
lendingar, sem nú erum í kringum
60 ára aldurinn höfum ekki allir
skeiöaS eftir lögSum rennisléttum
þjóSvegi, býst viS aS flestum hafi
fundist gatan grýtt meS köflum,
enda margur kolla-hnýsinn orSiS,
og stundum áfram brölt á leggja-
höfSunum, yfir verulegar og í-
myndaðar torfærur. En hvað
um þaS, hingaS er komiS, og guSi
sé lof fyrir, hvaS örfá slysin hafa
yfirleitt orSiS, slysin þau sem ó-
heiSarleg teljast.
ÞaS hefir af mætum mönnum
í þessu landi, veriö orS á því gjört,
aS íslendingar væru sann-heiSar-
legt fólk og bæru af öSrum þjóðar-
forotum hér, í orSheldni, áreiSan-
legheitum, og ýmsu því sem gott
er, ekki ber mér aS efa aS þessir
vitnisburSir séu sanniv. En þaS
kemur upp í huga mínum spum-
ingin: Hvaö veldur? Ekki var
j skólamentuninni fyrir aS fara, og
I fæst af okkur höfum tekiS 1 arf,
“troSinn, skekinn og fleytifullan
| mælir” af gulli og öSrum þess kyns
' gersemum. Höfum viS ekkert
erft, veriS gjörS arflaus? INei,
öSru nær, arf höfum viS fengiS og
hann dýrmætari öllu heimsins gulli
og gersemum, af því aS arfur er
oftast séreign hvers einstaklings\
þá ætla eg aS segja frá, hvaSa teg-
und af arfi, þaö var sem mér
hlotnaSist eftir mína foreldra sér-
staklega, þaS voru bænir móSur
minnar, og heilræSi föSur míns, eg
man þaS vel þegar eg var svo lít-
ill angi, aS á hverju kveldi þegar
eg var kominn í “holuna mína”
fyrir ofan mömmu, aS þa lét hun
mig alt af lesa “bænirnar mínar”,
sem hún kendi mér, og þær voru
bæSi margar og fallegar. Hún
lét mig alt af lesa þær í réttri röS,
foyrja á “FaSir vor”, og halda svo
áfram, aS því bænarversinu sem eg
hafSi alt af yfir seinast, þaS er
svona: >
BerSu nú Jesús bænina mína
blessaSan fyrir föSurinn þinn',
legSu mér svo liösemd þína,
aS líti hann á kveinstaf minn,
fyrir þitt dýra blessaS blóS,
bænheyr þú mig, elskan góS,
þér sé lofgjörö lögS og framin,
lifandi guS um aldir amen.
Mjög mikla áherslu, lögöu for-
eldrar mínir á aS innræta mér
guSsorS, en aldrei nokkurn tima
reyndu þau aS útþýöa þaS fyrir
mér á “vísindalegan hátt”, sem nú
er kallaS. Eg hefi aldrei veriS
i minsta vafa um þaS, aS þau
meintu aö guSsorö yrSi mér styrk-
ur í andstreymi lifsins, og þaS hef-
ir þaS líka sannarlega veriS.
Þegar eg var á þriSja árinu, þá
kvaS faSir minn til mín heilræSis-
vísurnar sem hér fylgja, og sýna
þær glögt, hvaS irnilegt hjartans
mál honum hefir veriS aS gefa litla
drengnum sínum leiSarvisir fyrir
lífiS.
Kæru lesendur, ekki megiS þiS
ætla, aö eg riti þetta til aS gylla
mig, því þá væri eg einungis aS
skreyta mig meS annara fjöörum.
— Ekki heldur er þaS meining mín
aö mínir foreldrar, hafi boriS af
öSrum foreldrum þeirrar tíSar, en
þarna er aSal orsökin til þess, aS
orS er á þvi gert, aS viö séum
sannheiSarlegt fólk; aS viS vorum
alin upp i guSsótta og góSum siS-
um. Þetta er dýrmæti íslenzki
arfurinn okkar, og; hann má sann-
arlega ekki glatast.
AS endingu, lesíö aftur og aftur
vísurnar, og læriS þær, þá má vera,
aS eitthvaS af þeim frækornum,
;em þar eru, sáist í hjarta ykkar
og frjófgist þar, þá er tilgangi
mínum náS.
Jónas Jónasson
irá T-Tiiki
LEIFTUR
Gerðir upp reikningar.
Á eg nokkurn ótta i barmi?
Ægir mér ei neitt?
Get eg jafnt í gleöi og harmi
Glímutökum beitt?
Voga eg: aS segja og sýna
Sannfæring og hugsun mína.
Hef eg háttum breytt?
Get eg svaraS eigin óSi?
Er eg hreinn í mínu ljóSi ?
Nei, — eg óttast. Oft eg hika.
Oft eg þegja verS.
Sýnist mér, ef sverSin blika,
Sorg og vandi á ferS.
HvaS get eg þó öldur æSi?
AS eins sagt í minu kvæSi:
Þetta er galdra gerS!
En hefir þú ei sömu sögu
Aö segja og eg, i minní bögu ?
Hinn sama dóm.
Ljóö mitt eg las i gær *
Ljúf þar sem rósin grær:
AS því menn gjörSu gaman
Glotti aS þvj morgunblær!
Þá sagSi eg: Sjóli hæSa,
Eg safna ei meir til kvæSa.
Hann sagSi: SjáSu blómin
Þau sama reyna dóminn.
Og óö þó siSan æfi
Og alt ei fari 'aS hæfi:
Eg smái drengja-dóminn.
En drottinn sér um blómin.
Við Dimmavatn.
ViS Dimmavatn er hygSin ber.
ViS byrgin lágu þar:
Á hauSri döpru sól ei sér.
En sífriS i köldum mar:
Menn heyra, sem harmstunur vaka.
Á djúpiS út í dimmu þá,
Menn draga og sækja föng;
Og úr því hafi höpp sin fá
Og heill, um dægrin löng.
En dimt er á djúpiS aö sigla.
Og fýsi þig aS ferma þar,
Er förin söm og ein:
AS draga út á dimman mar
— Þin djörf sé lund og hrein —
Þvi annars fæst ekkert á vaöinn.
Ef innri sjón er sönn og hrein:
Þá sýnist birta þar.
Þó dimman veiti vondum mein,
Á viSum undra mar:
Hún gerir ei grand hinum betri.
ViHumenn.
Þeir voru nefndir villumenn!
Og villumenn þeir teljast enn,
Sem raska gömlum sveitasiS
Og sjálfir eigi kannast viS:
AS hugsjón þeirra hími þar,
Sem hetjustofninn forni var.
Og ef þú, vinur, sæir sól
Og settir þig í nýjan stól:
Þá yrSi, veit eg, vitund þín
Eins vilt og öfug — líkt og min!
Og orS þér færu ör af vör,
Þig aS eins vantar sama — fjör!
Og í þeim mikla gauragang
Til giftu margt þú tekst i fang
Og bætir oft hin bágu lög
Og breytir um hin gömlu drög.
Því aldarinnar ölduköst:
Þau ólga og falla í sömu röst.
Vörn í vök.
LífiÖ —> þaö er langur vetur.
LifnaS ei né þróast getur
Hugsjón nein. ÞaS harmi veldur.
Heimurinn er tapi seldur.
Og á jörSu alt þess geldur.
Á ei framtiö nokkurt vor?
HvaS eru þá vor þörfu spor?
ÞaS er orSiif flókin gáta.
Sjálft má lifiö sýta og gráta.
SérSu ei nokkur ráÖ aS gefa
Hinum svöngu, hálfan hnefa?
Ertuá skuld viS skaparann?
SkáldiS mælti. “Hrökk viS þjóSin.
Fór aS grina og lesa ljóSin.
Leita aS efni finna rök. —
Einhverjir, sem illa stóSu,
— öldin vel þaö skilja kann —
Vildi ei hafa viS þá mök.
Þeim, menn sögSu þá, í góSu:
Þessi breytni er varla spök.
ÞiS viIjiS hafa þrælatök.
Þrýsta verSur frá og rýma.
Og viS sigrum einhvem tíma;
Þó aS nú sé vörn í vök.”
• V
Jón Kernested.
Tii Jónasar Jónassonar.
(Orkt af föður hans.)
NOKKRAR' VISUR. '
SérSu frómi sonur minn
sorgarómi fráskilinn,
æskublóma efli þinn
æra, sómi’ og heiöurinn.
Vilja sniSugt legöu liS,
læröu iSinn — þess eg biS —
guösoröiö og góSan siS,
glæddu friö þar kemur viS.
ÆfSu beztan andvara,
iSka lestur guSsorSa,
á því festu athuga
orSin flestu rétt skilja.
Vits á slóÖum vandaSur
vertu rjóSi minn sonur,
þinni móÖur þægastur;
þaö er góSur lífsvegur.
í þrauta-önnum þolgóöur,
þels í rönnum síglaSur,
hógvær grönnum, geSlipur,
guSi og mönnum hlýSugur.
Hýr í lundu hvar sem ert
hljóður grunda taliö hvert,
á mannfundum orSvar sért; —
er þaS stundum mikilsvert.
FlaSurlæti frásneyddur,
frómur, gætinn, siSprúöur,
varast þrætu viSræSur,
vertu ætíö sannorÖur.
Efldu sómann ástvina,
iöka blómann dygÖanna,
ætíÖ fróman forsvara
fyrir rómi ályga.
Glæddu valdan góSvilja,
grættu sjaldan aumingja,
heldur aldrei ókunna,
a3cta ei skvaldur gárunga.
Visku læra fræSin flest
frændi kæri viS nú sest,
góSa æru geymdu bezt,
gráar hærur virtu mest.
Hrelda ætíS huggaÖu,
hrjáSa græta forSastu,
dára kæti dempaÖu,
drembilæti varastu.
Eyddu stygS og ama ver,
aS því hygSu hvar sem fer,
meS vina trygSum veldu þér
vizku, dýgS og hugástir.
í vert kátur andsvörum,
eftirlátur foreldrum,
helzt þann máta hugsa um
aS hafa gát á orÖunum.
Lestu frá mér línuna,
læra mátt þú eins hana,
þetta má eg því segja
þér fyrst á aS leiÖbeina.
ÆÖstu gæöi um hvert sinn
yfir klæSi haginn þinn.
Ljósa græSis lundinn minn
leiSi hæSa kóngurinn.
foingað heim í vetur. Hefir hann
einkum lagt stund á andlibsmyndir
eins og kunnugt er; enda orðinn
snjall við þær, er hann fór að
heiman.
Mlorgunblaðið.
Frá Islandi.
Á hinni heimsfrægu almennu
listasýningu í París, isem opnuð er
ár hvert í byrjun nóvember, er í
fyrsta sinn í ár tvö verk eftir íb-
lenska listamenn.
Mynd af öðru þeirra er eftir Nínu
Sæmundsen. Nefnir hún myndina
“Móðurást”. Þá hefir Gunnlaugur
Blöndal fengið að sýna þar mál-
verk «itt eftir isig. Er það land-
lagsmynd úr nágenni Neapel.
Hin óglögga mynd af listaverkl
Nínu, sem hingað hefir boriist, ber
vott um að listaverik þetta sé hið
hugnæmasta, mjúkar, fínar sam-
stiltar línur, og þó alt formfast.
Virðiist henni hafa tekist vel að
lýsa sálarlífi persónunnar, isem
hér er sköpuð.
N'ína hefir dvalið um hríð 1
París, og stundað þar list sína.
Hefir hún fengið tilboð um að fá
atvinnu þar í foorginni við að-
gerðir á styttum, sem eru á torg-
um úti og eru orðnar veðurbarnar.
'Gunnlaugur ihefir verið erlendis
nú nálega tvö ár, sumpart í Parls,
en all-lengi í ítalíu. Er hans von
i Áður hefir verið sagt frá því i
Lbl. (jan. 1924), að Danir séu
hættir að sótthreinsa eftir skar-
latssótt og diphteri. Þjóðverjar
hafa jafnvel hætt sótthreinsun
við foerklaveiki 0g taugaveiki. Nú
foirtist í þessu tbl. Lbl. frétt ura,
að líkt sé á döfinni á Bretlandi.
Hvernig eigum vér íslendingar að
snúa oss í þessu máli? Hver veit
nema fólki séu gerð óþægindi o£
útgjöld, en þúsundum króna varið
árlega úr ríkissjóði að ójþörfu.
Heilbrigðistjórnin þarf að athuga
| málið.
G. 01. — Læknafolaðið.
Lögreglan hefir gengið röklega
fram upp á síðkastið um að taka
fyrir kverkar vínforuggurunum 1
foænum. Hefir staðið marga að
verki og dregið fyrir lög og dóm.
— Morgunblaðið minnist ekki aft-
ur á afnám bannlaganna. þessa
vegna.
Djúpavogi 12. nóv.
Tiðarfar og almenn afkoma
manna innan sveitarfélagsins1, er
helst á dagskrá; og af því fyr-
nejnda, er það að segja, að vorið
var kalt, grasspretta varð þó að
endingu í allgóðu lagi og nýting
sðmuleiðis, þó stormar einatt
tefðu. Hygg eg 'þtví að menn al-
ment geti allhughraustir horft
gegn komandi meðalvetri. En um
afkomu manna mun óhætt að
segja, að hún sé þolanleg og á
kaupfélag vort e'kki minstan þátt-
inn í 'því.
Vörður 8. nóv.
T a 1 s í m i ð
KOL
B62
COKE
V I D U R
Thos. Jackson &
TVÖ ÞCSUND PUND AF ANÆGJU.
S o n s