Lögberg - 25.12.1924, Blaðsíða 4
Bls. 4
iiöCBERG, F ÍMTUDAGINN 25 DESEMBER. 1924.
Gefið át Kvem Fimtudag af The Col-
ambia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Tslt.inn.ri N-6327 «6 N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utan&skrift til btaSsins:
TKE COLUIKBIA PRESS, Itd., Box 3172. Winnlpeg, Mar|.
Utan&akrift ritstjórans:
EO.TOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, IV(an.
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited. in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba.
Kvittun.
I Heimskringlu, sem út kom io. þ.m,. er afar-
löng skammargrein til vor. Vafalaust hefir hinn
'iærði” maður, ritstjórinn, “sem blaðiS má sizt án
vera ’, skrifaS hana sjálfur.
Þar sem grein ]>essi er skammargrein af lægstu
og verstu tegund, og ekkert annaÖ en skammargrein,
mundum vér ekki hafa svarað henni et5a á hana
minst, ef ekki stæði svo á, að hún væri bara fram-
hald af þeim Iátlausa rógburði, er blað það hefir um
langt skeið verið að flytja lesendum sínum um oss.
Það er nú orðið svo augljóst, að engum getur
dulist, að Heimskringla hefir sett sér það rriark, að
rægja ritstjóra Lögbergs við islenzkan almenning hér
í landi, þangað til aö fólk fari alment að trúa því,
að hann sé með öllu óhæfur fyrir stöðu sína. Heimsk-
ur og meira heimskur. Ómentaður, og meira
ómentaður og aftur heimskur og ómentaSur, á rit-
stjóri Lögbergs að vera, og þaS svo mjög, að ekki sé
nokkurt viðlit að líSa þann mann lengur í ritstjóra-
sessi.
Með þvi að segja þetta nógu oft, og meS rægi-
legri ósvífni, er búist við, að þetta muni, fyr eSa síð-
ar takast. Og hver veit, nema það takist?
Haraldi konungi þótti rógur HildiriSarsona ekki
trúlegur fyrst í stað, en si?o fór, aS hann trúði. Skarp-
héðni heldur ekki rógur Marðar, en trúði þó, þegar
Mörður hafði boriS fram illmæli síri nógu oft.
Þarna eru fyrirmyndir Heimskrínglu, og á þeim
byggir hún vonir sínar.
Vér höfum nú satt að segja aldrei búist við
öðru en þessu eSa þvílíku frá Hildiríðarsonum. En
þaS er ekki laust við, að vér vorkennum Sigfúsi
"lærða”, að hann skuli láta hafa sig til aS taka þátt
í þessum leik. Rógburður er í eðli sínu svo auðvirði-
legur og hraklegur, að hann er jafnvel ritstjóra
Heimskringlu ósamboSinn.
Líklega vill Heimskringla, að svo líti út, að allur
þessi rógburður ög illmæli um oss, sé framborinn af
einskærri umhyggjusemi fyrir andlegri þroskun Vest-
ur íslendinga: Tilgangurinn helgar njeSaliS. Það á
að losa fólkið við þennan “ólærða” ritstjóra, sem nú
í mörg ár hefir stjómað Lögbergi. Það er jafnvel
gengiS svo langt í þessari síðustu skammargrein, að
bent er á eftirmann vorn. Heimskringlu er auðsjá-
anlega farið aS finnast, aS hún eigi að ráða töluvert
miklu um ritstjórn Lö^bergs.
Allir, sem vita vilja, vita þó, að það sem hér
ræður, er ekki umhygggja fyrir neinu góðu. Það
stendur heldur ekki til úr þeirri átt. Hitt er held-
ur, að út af bendingum vorum á ýmsar vitleysur og
fjarstæður í Heimskringlu, hefir ritstjóri þess blaðs
orSiS svo fullur vonzku í vom garð, að út af flóir á
alla vegu. Þetta er svipað, eins og þegar Stephan
G. vanvirðir ljóðadís sina með því, aS yrkja og birta
auðvirðilega hrak-'bögu. Ekki vegna þess, að ljóð
hans hafi verið misskilin, heldur sökum þess, aS sum
þeirra hafa veriS skilin og skýrð réttilega og mak-
lega.
En hvernig er þaS svo með allan þenna lærdóm
Sigfúsar “lærSa” Halldórs frá Höfnum, sem svo er
mikill og merkilegur, að ætlast er til að Vestur-ís-
lendingar setjist, við fætur hans eins og spámanns
eða læriföður, og það fáum mánuðum eftir aS hann
kemur til þessa lands?
Einhvem tíma mun þessi “lærði” maður hafa
tekiS stúdentspróf frá almenna mentaskólanum á ís-
landi. Margir hafa nú gert það sama fyr og síðar,
og ekki orSið lærðir menn að heldur, þótt oss hins
vegar detti ekki í hug aS gera lítið úr þeirri undir-
búningsmentun, ef vel er með farið. Annars vitum
vér ekki til, að þessi “lærði” maður hafi viS lærdóm
fengist að neinu ráði.
En hann 'hefir ferðast eitthvaS töluvert, og er
haldið aS hann hafi mentast mi'kið á því. Má vel
vera. En hér er þaS naumast sennilegt. Ef til vill
kannast hinn “lærði” maður viS söguna um unga
manninn, sem heimtaði þann hluta fjárins, sem hon-
um bar, og fór í fjarlæg lönd. En það gekk eitthvað
lítið með mcntunina. Jafnvel af stúlkunum, fállegu
og aðgengilegu, lærði hann lítið gott, og þær urSu
honum aukheldur til mikillar armæðu. En svo lenti
hann hjá svínunum í svínastíunni, og þótt lítið væri
um bóknám þar, sem vonlegt var, þá tók hann þar
samt miklum framförum. Hugur hans og hjarta
mentuSust. Hann varð meiri og betri maður. Hann
lagði niður hrokann, stærilætið, gorgeirinn og hé-
gómaskapinn. Hann fann sjálfan sig. Lærði að
skilja sjálfan sig. Nú er einmitt þannig ástatt fyrir
Sigfúsi “lærSa”, að allar líkur eru til, að hann ætti
að geta notiS hinnar sömu blessunar og þessi ungi
maður. Vér ætlum að vona, að hann noti tækifærið
og sjái að sér. Það er honum sjálfum að kenna, ef
hann gerir það ekki. Skilyrðin eru sannarlega fyrir
hendi.
----—o-------
Kötturinn úr sekknum,
í siðasta blaSi Heimskringlu, jólablaSinu, birtist
fjögra dálka löng kesknisgrein út af athugasemdum
og leiðréttingu er vér gerðum viS grein, er i því blaði
stóð um leigu á skóglendum í Manitoba og stofnun
á pappírsverksmiðju í sambandi við leigu þeirra
skóglenda.
LTm þá ritgerð ætlum vér ekki að ræða, því blaS-
inu sjálfu og öllum íslenzkum lesendum er nú ljóst,
aS staðhæfingar, sem gerðar voru í greininni, voru
ósannar og villandi. AS vísu gengst blaðið ekki við
því hreinlega, en slær svona úr og í, og út í alt önnur
efni, en um var að ræða, eins og þess er siSur, þeg-
ar það gétur ékki staðið við orS sín og staShæfingar.
En í þetta sinn ætlum vér ekki að eltast við þann
feluleik, heldur halda oss viS málefniS.
Það voru fáir af hugsandi mönnum þessa fylkis,
sem töluðu með léttúS og kæruleysi um þetta mikils-
verða mál—stofnun pappírsverksmiðju í St. Boni-
face i Manitoba—verksmiðju, sem kosta átti fimm
miljónir dollara að byggja, og sem veita átti meira
en þúsund mönnum atvinnu árið um kring. Þeim
var það hiS mesta alvöruál. Manitoba fylki átti og
á nægan forSa af timbri og þurfti að koma því í pen-
inga. Og Manitobafylki þarf aS fá til sín verk-
smiðjur, sem veita stöðuga atvinnu alt árið. Hér var
því tækifæri til þess að fá þá stærstu verksmiðju,
sem enn er til í fylkinu, og mikill meiri hluti fylkis-
búa vildi fá hana og stóð^í þeirri meiningu, að þeir
mundu fá hana, þangað til þann 16. þ.m. að uppboS-
ið á þessum timburlendum fór fram, að þeirri von
manna var veitt rothögg.
Uppboðið fór fram hér í Winnipegí eins og til stóð.
Skjöl öll og skilmálar, sem stjórnin setti, voru lögð
fram. Skilmálarnir voru, að leigjandi borgaði $i.oo
fyrir hverja fermlu af landi, sem hann tæki á leigu
á ári, en landsvæði það, sem um var að ræSa, nam
40,000 fermílum. Auk þess var tekið fram, að borg-
ast skyldi í skatt af hverju greinviðar “cord”i 80 cent
minst og 40 cent af hverju “cord”i af öðrum viðar-
tegundum, aS sá sem boðiS hrepti, borgaSi $100,000
sem tryggingarfé, og sem hann tapaði ef samningum
öllum yrSi ekki fullnægt innan 90 daga frá uppboðs-
degi. Að leigjandi byggi pappírsmyllu, sem ekki
kosti minna en $2,000,000, og að því verki sé lokið
innan tveggja ára frá því að samningar séu undir-
ritaðir — að $200,000 af þeirri upphæð sé varið til
þessa fyrirtækis innan þriggja mánaða frá því að
samningarnir eru undirritaSir, og leigjandi leggi fram
$150,000 í tryggingarfé ?bondj, sem hann tapi, ef út
af þessum ákvæSum sé brugðið. Öll þessi atriSi voru
tekin fram í útboðsskjali því, er frá fyrstu lá öllum
til sýnis á landa skrifstofu ríkisins hér í borginni.
Svo hófst uppboðið, og það einkennilega kemur
fyrir, að félag frá Bandaríkjnuum, sem Spanish
River Paper Co. nefnist, býður $1.55 um fram biS
uppsetta verð, sem gjörir $2.35 fyrir hvert “cord”,
auk leigunnar. Samt fékk þetta félag ekki viðarrétt-
inn, því J. D. McArthur bauð $2.00, eSa $2.80 fyrir
“cord”iS. Slíkt verð hefir aldrei áður veriS borgað
í þessu landi fyrir við til pappírsgerðar, og er talið
svo fram úr hófi keyrandi, að litt er hugsanlegt, að
framleiðslan fái staðist það.
Fyrst vissu menn ekkert hvernig á þessu stóS.
En nú hefir McArthur skýrt málið. Hann hefir
lýst yfir því, að pappírsgerðarfélög þau, sem halda
þeirri iðnaðargein í hendi sér bæSi í Canada og
Bandaríkjunum, hafi komið því til leiðar, að menn
þeir, sem höfðu lofað að leggja féð fram til stofnun-
ar starfrækslu þessa fyrirtækis, hættu við þaS, og
ekki nóg með þaS, heldur tóku þau sig saman um að
koma þessu fyrirtæki fyrir kattarnef, og þeim hefir
aS öllum likindum tekist það.
Þessir einvaldsherrar i pappírsiðn Ameríku boð-
uðu McArthur á fund sinn suður til St. Paul, Minn.,
rétt áður en uppboSið átti fram að fara, og gjörSu
honum þar tvo kosti. Annar var sá, aS selja þeim
réttinn til þessa timuburleyfis án þess að þeim væri
nokkur skilyrSi sett með að byggja pappirsverk-
smiðju í Manitobá, því það sögðust þeir ekki vilja
gjöra fyr en þeim sjálfum gott þætti, ef það þá yrði
nokkurn tíma.
Hinn var sá kosturinn, aS fara norður til Win-
nipeg og kaupa leyfið sjálfir, hvaS svo sem það
kostaði, og varð það úr, þegar McArthur neitaði aS
ganga að hinum kosti þeirra.
Þarna eru þá lok þessa máls, að auðfélög frá
Bandarikjunum taka miskunnarlaust fyrir kverkarn-
ar á einu hinu þarfasta fyrirtæki, sem hreyft hefir
verið í þessu fyl'ki í langa tið, og fylkisbúar verða
nauSugir-viljugir að beygja sig undir ofríki þeirra
og yfirgang—beygja sig undir þaS, að útlendir auS-
kýfingar ráði og “regeri” yfir þeirra eigin auSIegð,
framfarafyrirtækjum þeirra og framtíðarvonum, og
Heimskringla—vesaling^ |Heimskringla, — gjörðist
taglhnýtingur aftan í þeim ósóma.
------o------
Alvarlegt mál.
Fundur sá, sem stjórnarnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins boðaSi til í Good Templara húsinu á föstu-
dagskvöldiS var, var fremur vel sóttur. En hann var
eins og fundarboSið bar með sér, boðaður til þess að
ræða um mál hins ógæfusama landa vors, Ingólfs
Ingólfssonar, sem dæmdur hefir verið til lífláts í
Edmonton, Alberta, fyTÍr morð. Allmikil bið varð
á, aS fundurinn yrði byrjaSur. Menn urðu að bíða
nærri klukkutima eftir skilríkjum þeim, sem fram
átti að leggja. En þegar þau loks komu, skýrði for-
seti, séra Albert Kristjánsson, máliS og lagði fram
bréf frá Árna lögfr. Eggertssyni í Wynyard, Sask.,
og þjóðræknisdeildinni þar, þar sem skorað var á
Þjóðræknisfélagið að hefjast handa og sjá um, að
rannsakaS væri, hvort hinn dæmdi hefði notiS vernd-
ar þeirrar, er lögin veita í sllkum tilfellum ,eða
hvort nokkur vörn væri til í máli hans, sem gæti á
nokkurn hátt breytt dómi þeim, sem upp hefir verið
kveSið yfir honum.
Eftir aS forseti hafði skýrt málið, var lögfræð-
ingur Hjálmar A. Bergmann, sem á fundinum var
samkvæmt ósk forseta, beðinn að benda á, hvað ráð-
legast væri aS gera í málinu, því sjálfsagt þótti öllum
fundarmönnum, sem til máls tóku, að sinna málinu
aS einhverju leyti.
Mr. Bergmann kvað það eina, sem hægt væri að
gjöra, væri að kynna sér gögn þau, sem fram voru
lögð við yfirheyrslu mannsins, og sjá, hvort um
nokkra réttarbót gæti veriS að ræða, og ef það væri,
þá að leggja þær málsbætur fram fyrir dómsmála-
ráðherrann í Ottawa, þar sem hæsti réttur Alberta-
fylkis hefði synjað um áfrýjun málsins.
Eftir nokkrar meiri umræður í málinu, kom
fram uppástunga um, að Mr. Bergmann væri beðinn
að taka málið að sér, þó seint væri orðið, og sjá hvort
nokkuS væri hægt að gjöra til þess að varna þess, aS
maðurinn yrði líflátinn, og var sú uppástunga eða á-
skorun samþykt með því, að allir fundarmenn stóðu
á fætur.
Mr. Bergmann gat ekki gefið endilegt svar á
fundinum um það, hvort hann gæti orðið viS þessari
áskorun, eða ekki, en sagðist skyldi láta framkvæmd-
arnefnd ÞjóSræknisfélagsins, sem falin var fram-
kvæmd málsins á fundinum, vita mjög bráðlega, og
það gerSi hann daginn eftir, með því að taka við
málinu, og er því þeirri hlið málsins eins vel borgiS
og unt er, því í höndum hæfari manns en Hjálmars
Bergmanns, var naumast hægt að láta það að minsta
kosti ekki í þessum parti landsins.
En þaS er önnur hlið þessj sem á þarf að minn-
ast—fjárhagshliðina. Hinn dæmdi maSur er alls-
íaus. ÞjóðræknisfélagiS ekki svo fjáð, að það geti
staðist straum af kostnaði þeim, sem þetta hlýtur að
hafa í för með sér, — svo í þetta hefir verið ráSist
upp á væntanlegt drenglyndi íslenzks almennings, og
þaS hefir heldur aldrei brugðist, þegar á hefir reynt,
og um sóma þess og velsæmd hefir verið aS ræða, og
það gjörir það ekki enn. Samskota var leitað á
fundinum, og komu inn $225 í peningum og lof-
orSum.
Vér höfum ekkijmeira um þetta mál aS segja að
sinni, en vér munum eftir föngum kunngjöra ís-
lendingum allan gang þess, því til þeirra verður aS
leita með fjárstyrk þann, sem þarf til þess aS frelsa
mann þenna frá gálganum, ef til þess er nokkur
vegur.
Annað mál, sem vakið hefir allmikla eftirtekt á
meðal Islendinga, var nokkuð rætt. ÞaS voru um-
mæli skáldkonunnar Mörtu Ostenso um íslendinga,
er birtust i blaði einu í Toronto fyrii skömmu og voru
tekin upp í Lögberg. Skýrði ritstjóri Lögber-gs frá
því á fundinum, að sú hraklega lýsing á íslending-
um, væri''ekki tekiri eftir bók Miss Ostenso, heldur
hefði hún átt að láta sér þau um munn fara í samtali
viS mann, en þau svo aftur birt í þessu Toronto-
blaði, og benti á, aS slíkar fréttir væru oft óábyggi-
legar, kvaðst hafa sent Miss Ostenso ummæli þessi,
og farið þess á leit við hana, aS hún annað hvort
kannaðist við þau eða mótmælti þeim. En sagðist
ekki enn hafa fengið svar, og var við þaS látiS
sitja.
fór aldrei í. Hann skifti aldrei um garmana, sem
hann var í, á meðan hann var hjá mér.
Þrátt fyrir fátæktina, þá borgaSi hann mér alt-
af reiSilega og á vissum tíma. Eg vissi ekki, hvar
» hann fékk sér að borða, en annars varði hann all-
miklu af tima sinum í safnhúsunum. Eg held, að
hann hafi verið í öllu hinn háttprúðasti maður. Eg
varð vör við breytingu á honum fyrir viku síSan, og
eg heyrði hann hósta á nóttunni. Eg^held, að hann
hafi fátæktar vegna, ekki getaS vitjaS læknis.
Eg er spíritisti. Laugardagskveld eitt var mér
órótt. Það var eins og hvíslað væri að mér, að eitt-
hvað mundi koma fyrir Mr. Hogan (svo hét þessi
maður). Eg gat ekki hrundið þeirri kend frá mér,
og á sunnudagsmorguninn snemma fór eg yfir aS
herbergisdyrum hans. HurÖin var læst, en inn um
skráargatið sá eg, að fötin í rúmi hans fóru illa. Eg
sendi eftir lögreglumanni, og þegar hann kom, braut
hann upp hurðina, og var þá Mr. Hogan örendur í
rúmi sínu.”
MaSur þessi hét James Francis Hogan, og var
íri,—þektur blaSaniaður um eitt skeið og þingmaður
fyrir Tipperary kjördæmið í brezka þinginu frá 1895
til 1900, merkur og mikilhæfur maður, sem lífið lék
grátt, og enti aldur sinn hjá þessari göfugu konu, alls-
laus og yfirgefinn.
Nóttin helga.
JÉSOS KRISTUR FÆDDUR.
Heilaga nótt!
Hví er alt þögult og hví er alt hljótt?
Mannkynið alt iiggur sofandi’ í syndum
Og svartnættið fyllist af bölskugga myndum.
í draumórum ógnaði alda spilling.
Það augnablik varð tímans fylling.
Himnarnir opnast, í hilling fjær
Frá hásæti Guös kom ljómi skær.
-------o------
Dimma lífsins.
I.
í blaðinu Daily Cronicle, sem gefið er út í
Lundúnum, er sagt frá tveimur atvikum, sem, þó
þau séu ekki ný að því leyti, aS þetta er ekki í fyrsta
sinni, sem svipuð atvik koma fyrir, þá samt minna
þau átakanlega á einstæðingsskap lífsins og hið dul-
arfulla, sem allsstaðar umkringir mann í lífinu.
' *
>
II.
Týnd málverk.
Nýlega dó í Lundúnaborg kona, sem Blanch
Edith Deeble hét. I sex ár hafSi hún búið ein i litlu
herbergi í einni af hinum fátæklegri götum borg-
arinnar. Á morgnana fór hún vanalega út, og kom
aftur aS áliðnum degi. Hún var fáskiftin—talaði
sjaldan við annað fólk, sem í húsinu bjó, og þaö tal-
aði heldur ekki við hana. Hún borgaði leiguna fyrir
herbergið á vissum tíma, og þó hún væri lág, þá átti
hún auðsjáanlega fult i fangi meS það.
Svo hvarf hún, og sást ekki í þrjá daga. Hús-
ráðandanum þótti þetta einkennilegt, því þaði hafSi
aldrei komiS fyrir fyrri í þau sex ár, sem hún hafði
búið í húsinu, svo hann fór að grenslast um, hvernig
á þessu stæði.
Það fyrsta, sem hann gerði, var að fara til her-
bergis þess, sem hún bjó í. Herbergishuröin var lok-
uð að innan. Hann leit inn um skráargatið og sá
kontna liggja á gólfinu, og flaug undir eins í hug,
að hún mundi vera dáin, svo hann kallaði á lögregl-
una. Lögreglan kom og braut upp hurðina að her-
bergiuu og lögreglumennirnir og húsbóndinn gengu
inn.
. [nni í herberginu var nærri því hálfrökkur, þó
bjartur dagur væri úti. GluggatjaldiS var dregiÖ
ffá til hálfs. Húsgögnin voru fátækleg, borð, stólar
og rám—fátæklegt, en þokkalegt. Á veggjunum í
herberginu voru ýmsar myndir, en á gólfinu lá kno-
an örend.
Þegar um er að ræða tilfelli líkt og þetta, þá
vita aienn hvernig með er farið. LíkiS var sent til
grafara til þess aS hola því ofan í jörðina einhvers-
staðar. En af þvi að mál þetta komst í hendur lög-
reglunnar, þá varð að fylgja þeirri siSvenju, að láta
líkskoðun fara fram og yfirheyrslu í því sambandi,
til þe?s að sanna, aö endalokin hafi verið eðlileg, en
ekki if ofbeldisverkum. En til þess þurfti aS rann-
saka herbergi þeirrar látnu. Við rannsókn þá fanst
ekkert fémætt og ekki heldur neitt athugunarvert.
Munjirnir, þessjir fáu og fátæklegú, voru seldii—
borðií, stólarnir, rúmið, en áöur en myndirnar voru
seldai, tóku menn eftir því, að þær voru eitthvað
frábrugðnar myndum þeim, sem venjulegt er að
finna í slíkum híhýlum, svo sérfræðingar voru fengn-
ir til þess aö skoða þær,. og kom þá í ljós, aS þetta
voru afar verðmæt málverk eftir þá Tumer og
Gaipsborough. Á meSal myndanna er ein af Venice,
önnur af flóalandi, og sú þriðja af svartklæddri
konu. Auk þeirra eru margar smærri myndir eftir
þessa nafnkunnu listamenn.
Göfug húsnwðir.
Kona, sem Mrs. Jenny heitir, heldur gistihús við
Daugherty stræti, W.C. í Lundúnum. Var hún köll-
uð fyrir rannsóknarrétt í Lundúnaborg út af dauðs-
falli, sem viljað hafði til í húsi hennar, og sagði eft-
irfylgjandi sögu:
“Hann kom heim til mín tötrum klæddur fyrir
ári síSan, og hafði þá veriS neitað um gistingu alls-
staöar þar sem hann hafði beiðst hennar. Hann leit
út fyrir að vera flækingur, og eg vildi ekki hýsa
hann, en hann var svo brjóstumkennanlegur, að eg
hafði ekki hjarta til þess að úthýsa honum. Hann
var mjög fálátur maður. Talaði aldrei orð við
nokktirn mann í minu húsi, nema þegar að hann bauð
mér “góöan dag” eða “góða nótt.”
Hann átti enga vini eöa kunningja og fékk aldrei
bréf. — Hann borgaði mér 15 shillings fyrir her-
bergiS, sem hann hafði. Hann sagði mér, að hann
gæti ekki borgað meira, og aldrei var kveiktur eldur
í herbergi hans til þess að yla það.
Eg vissi aldrei til þess, að hann ætti sokka til aS
fara í og ekki heldur skóreimar til þess að reima
með skóna sína, og föt hans öll voru rifin og tætt.
Þaö rar ósköp aS sjá útlitið á manninum og nokkrir
af gestum mínum fóru burtu frá mér vegna hans.
En það hefði verið ókristilegt, að vísa honum á dyr.
Það var eitthvað leyndardómsfult við hann, sem eg
gat aldrei skiliS. Hann hafði með sér böggul, sem
brúnn bréfi var vafið utan um. í honum voru bux-
ur og ullarnærföt, hvorutveggja nýlegt, sem hann þó
Friður á jörð!
Sendar frá GuSi meS sáttargjörð,
í ljósinu himneskar hersveitir skína,
Heilagi bróðir! við fæðing þína.
Fögnuður englanna ómar um geiminn.
Endurlausn mannanna’ er borin í heiminn.
Pg stjarna leið yfir lög og torg,
Þeim ljóma sló niður í Davíðs borg.
Enn eru jól!
Elskunnar friður og kærleikans sól
Úti’ undir himni heilagrar nætur
Hjartað í eilífum fögnuði grætur,
Þvi ljóminn frá stjarnanna stórveldi þínu
stafar niður of höfði mínu.
Og enn fyllist loftiö engla klið,
Enn boðar himinn á jörðu frið.
Guðs frumgetinn sori,
Vor frumlega guðsmynd, trú, kærleiki, von,
Þin fæðing var tímans fyllingar kraftur,
í fylling tímans svo kemur þú aftur.
Að reka burt myrkrið úr mannanna hjörtum,
Svo mannríkið verði aS sólheimi björtum.
Því alt, sem vér nefnum eymd og synd,
Er ömurleg dauða- og skugga-mynd.
Þorsteinn M. Borgfjörð-
Nýársdagsmorgun.
Þorpið stóð f hvammi fram við
sjóinn. Á fjallinu bak við og um-
hverfis grúfði skógurinn dökkur
og þögull. Báruist þaðanVæl nátt-
uglunnar og ýlfur villidýranna,
annars var þar alt kyrt og hljótt.
Fjalllendið stórskorið og hrikalegt
tók við þegar fjær dró. Var þar
fáferðugt og lítt kannanlegt vegna
torfæra. Náttúran bjó þar ein yfir
sínum töfrandi leyndardómi.
Hvammurinn lá niður að sjónum
með jafnlíðandi halla, var þar
lendingarstaður góður fyrir flest-
um veðrum. Þorpið var aðsetur
fiskimanna og annara, sem vioru
riðnir við þau störf. Fram undan
breiddi sig hið marglita og |í-
kvika haf. Mfeð ómælilegum
tíguleik og takmarkalausum mætti;
minti það á eilífðina og hin mörgu
lífsspursmál.
í djúpi hafsins voru geymd ör-
lög þorpsbúa. Það reyndi karl-
mensku þeirra. Það lagði þeim
björg og það tók iðulega líf þeirra.
All langan veg til hægri handar
lá tangi fram í sjóinn, sem endaði
í klettum og dröngum. Þar lék
ægir sinn uppihaldslausa hörpu-
slátt; var það nokkurskonar veður-
viti. Það var óbrigðult merici óveð-
urs þegar hátt lét í dröngum þessr
um, eða þegar ihvítfreyðandi
straumar féllu umhverfis þá. Þá
var tími fyrir sjómanninn að halda
til lands. Stundum bar óveðrið
svo brátt að, að menn náðu ekki
lendin,g í tíma. Eitt líkt tilfelli átti
sér stað fyrir sex árum síðan,
þegar mannskaðabylurinn ógleyrrr-
anlegi gekk yfir strðndina, og
fjöldi sfkipa og manna týndist. Þá
fórust fimm skip úr þorpinu með
allri áhöfn. Margar konur urðu
ekkjur þann dag.
Hús þorpsins voru^flest smá, en
snotur. Þau stóðu skipulega með
hvíta veggi og dökk |þök. Umhverf-
ið var hátt og hreinlegt. Dálítill
lækur rann í gegnum þorpið, sem
átti upptök sín í fjallinu fyrir of-
an. Þar tóku menn sér neysluvatn.
f þoprinu, auk íbúðarhúsanna
stóðu nokkrar búðir, ein kirkja og
sjúkralhús.
Efst í þorpinu, undir skóginum
stóð lítið hús hvítt með dyrum og
tveim gluggum á framhlið.
Pallur með grænum 'bríkum var
fyrir dyrum. Glugga umgjörðir
voru og grænar. Skorsteinn var
fyrir miðju þaki.
1 ihúsi þessu flbjó ekkja með dótt-
ur sinni, er Kristín hét. Manninn
sinn miisti hún í mannskaðaílpylnum
á gamlárskvöld fyrir sex arum.
Það ihaði verið róið um daginn,
og menn ætluðu að flytja aflann
til bæjarins og sækja sér vistir til
nýjánsins. Þá skall á voða veður
með hörku frosti og hríð. Sum
skipin náðu aldrei lending, en önn-
ur seint og síðar við iHan leik.
Ingiibjörg, einkadóttir þeirra
þjóna hafði dafnað vel í fyrstu, en
fyrir nokkru síðan hafði hún tekið
veiki þá er reyndist ólæknandi.
Hún lá alÞlengi. Og í nótt, síðustu
nótt ársins, hafði hún andað eitt
síðasta.
Kristín vakti yfir henni. En nú
gerðist iþess ekki þörf lengur.
Þreytt og úrvinda lagðist hún til
svefn,s.
Þegar Kristín vaknaði var far-
ið að birta. Nýársdagurinn var
runninn kaldur og ömurlegur. Hún
lagði að í eldistæðinu og fékk sér
sæti við ylinn.
Kristínu fanst hún vera í nokk-
urskonar martröð. Hún fann ekki
til gleði né sorgar og ,gat naumast
áttað sig á því að líf sitt mundí
verða kalt, fátæklegt og einmana-
legt. Hún fann til þreytu og sárr-
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef þér liaflð ekkl þegar Sparlsjóðsrelkniug, þá getið þér ekkl
breytt hyggllegar, en að leggja penlnga yðar Inn á elttlivert af vor-
um næstu fjtibúum. par bíða þelr yðar, þegar réttl tíminn kemur tll
að nota þá yður til sem mests hagnaðar.
Union Bank of Canada hefir starfað í 58 ár og hefir á þeim tíma
kornið iipp 315 útibúum frá strönd til strandar.
Vér bjóðnm yður lipra og ábyggilega afgreiðsiu, hvort sem þér
gerið mikil eða lítil viðskifti.
Vér bjóðum yður að heimsækja vort nsesta útibú, rúðsmnðurinn
og starfsmenn hans, munu finna sér Ijúft og skylt að leiðbeina yður.
ÚTIBÚ VOR ERB Á
Sargent Ave. og Slierbrooke Osborne og Corydon Ave.
Portage Ave. og Arlington I.ogan Ave og Sherbrooke
Poétage Ave, og Good St. og 9 önnnr útibú í Winnipeg.
A BA LS K It IF STO FA:
UNION BANK OF CANADA
MAIN and WILIA.VM — — WINXlPEG