Lögberg - 25.12.1924, Side 3

Lögberg - 25.12.1924, Side 3
LötdSERG, FEMTUDAGIÍfN 25 DESBMBER. 1924. Bla 3 Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN ÍNGA. H.ún sagði honum nú upp alla söguna frá Jrví hún var barn, og þangað til presturinn fann hana á brúnni við ána, og endaði skjálfandi með þessum orðum: “Já, hefði eg ekki heyrt þetta vers aftur sungið, og ef þér hefðuð ekki komið til miín, ó! hvað hefði þá orðið um mig!” Þegar hún hafði lokið sögunni, sat presturinn litla stund þegjandi. Því næst talaði ihann til hennar öðruvísi en nokkur hafði gjört áður, skýrt ®g skorin- ort, en iblíðlega og ástúðlega. Hann sýndi ihenni alla þá bresti og allr þær vondu tilhneigingar, sem hann þóttiist hafa orðið var við í æfisögu hennar; hann reyndi til-að leiða henni fyrir sjónir syndugt ástand hennar, og sagðist óska þess innilega, að hún fyndi til hrygðar út af þvi, því að iþað væri hið fyrsta stig til betrunar. En jafnframt þessu ibenti hann henni óvenjuleg miidilega á frelöarann, sem kom í heim- inn til að gjöra synduga menn hólpna, deita að hinum týndu og glötuðu og lækna Ihina sjúku. Með lifandi trúarkrafti brýndi hann fyrir henni, hvernig hún gæti fengið frið og sálarrósemi hér í lífi og eilífa sáluhjálp. Hann var ekki fjölorður, en hverju orði hans fylgdi furðulegur kraftur, og það var auðheyrt að hann talaði af iþví að hann trúði. Hin unga stúlka ihlustaði á hann með mestu at- hygli, og það var eins. og ný verö'ld rynni upp fyrir hugskotssjónum hennar. Margt rifjaðist nú upp fyvir henni frá æskuárum, isem hún var búin að gleyma, og henni duttu nú mörg orð í Ihug, sem móðir hennar hafði talað til henar. Nú heyrði hún þau aftur, en tók nú betur eftir þeim, og heimfærði þau til sín með feginleik, sem iðrandi syndari. Þegar presturinn þagnaði, sagði Inga í hálfum hljóðum: “Æ, eg vil fegin vera sannkristin, en hvernig á eg að verða það?” “Það getur enginn kent þér nema Drottinn sjálfur,” mælti presturinn, “en lofaðu mér því að ibiðja Guð á hverjum degi að senda þér sinn anda sakir Jesú Krists, isvo þú getir ilært að þekkja alt, sem þú þarft að trúa og gjöra, til að geta orðið sálluhólpin; iog gjörir þú þetta, munt þú vissulega fá bænheyrslu. En ef þú vilt fræðast um eitthvað af mér, þá getur þú ætíð komið hingað inn til mín, og talað við mig urc það, sem þér býr í brjósti.” Hann rétti höndina að Ingu, sem hún kysti með innilegu þajcklæti. Því næst gekk hún út úr stofunni með tárin í augunum, en henni hafði létt mikið við hjartaræturnar. Presturinn og konar hans ásettu sér að skjóta skjólshúsi yfir þessa umkomulausu stúlku, og getur enginn getið því nærri, hve feginsamlega hún tók þessu boði þeirra, nema sá, sem Ihefir ratað 1 aðrar eins raunir. Allan þennan dag fékk Inga lleyfi til að vera einsömul í svefnlhenbergi sínu, en um kvöldið var kallað á hana ofan til að hlýða húslestri, og voru þar allir heimilismenn viðstaddir, aem sé, auk hjóna og ibarna, gömul bústýra, aldraður verkstjóri, og tvær vinnukonur, sem varð starsýnt á Ingu. Þegar búið var að lesa, mællti presturinn: ‘IStaldrið dálítið við! Við ætlum að taka þessa ungu stúlku, sem þið sjálið hér, og með Guðs hjálp gjöra úr henni dug- lega vinnukonu. Hún misti snemma foreldra sína og kom til vandalausra; þar sá hún ekkert gott haft fyrir sér, heldur ilt eitt, og því má ekki dæma hana mjög hart fyrir það, að hún lét lokka sig til að taka nokkra peninga, sem hún átti ekki. Hún gjörði það til að frelsa vinstúlku sína. Fyrir þessa yfirsjón var hún dæmd til betrunarhússvinnu, og síðan var ihenni oft brígslað um að hún hefði verið þar. Nú hefir Guð leitt hana hingað, og við skulum öll vera sam- taka í að vera góð við hana og hjálpa henni til að ganga hinn rétta veg. Hún er ekki n$ma 17 vetra og vill kosta kapps um að bæta ráð sitt. Eg hefði getað leynt ykkur þessu ,en eg vil ekki koma henni í þá freiistni að segja ykkur ósatt. Mér þykir betra að segja ykkur alla söguna og vona svo góðs til ykkar, að þið reynist henni vel. Skyldi eitthvert misættl koma upp milli ykkar og hennar, þá snúið ykkur jafnskjótt tij konu minnar, eða min og munum við gjöra gott úr því.” Þv! næst sneri hann sér til hins gaiúla verkstjóra og sagði: “Ef við lítum til hennar, sem hefir verið svo mörgum freistingum undirorp- in, þá fin,num við, hve mikið við höfum Guði að þakka. Manst þú eftir, að þúhefir einhvern tíma sagt mér, að þegar þú varst lítill, stalst þú ávöxtum frá nágranna ykkar og að faðir þinn refsaði þér svo harðlega fyrir það, þegar hann var Ibúinn að útlista fyrir þér 7. boðorðið, að þú upp frá þvi fékat hinn mesta viðlbjóð við að taka nokkurn hlut frá öðrum? Þú átt Guði mikið að þakka, að hann gaf þér slíkan föður, sem varaði þig í tíma við syndinni. Og hefir oss öllum ekki yfirséat á einhvern hátt? og fyrir því viljum við ekki áfellast þetta vesalings bárn, heldur hjálpa henni einis og við getum.” Hjúin gengu nú til Ingu, tóku í höndina á henni og báðu hana vel komna. Þegar þau komu út í dag- stofu sína, kallaði verkstjórinn á þau og ispurði, hvort þau vildu ekki fallast á að þegja yfir ávirðingu Ingu við aðra út í frá, svo enginn gæti brígslað 'henni um hana; þau hétu því, og héldu vel orð sín. Nú hafði veslings Inga loksins fengið góðan samastað hjá þessum hjónum, sem vildu henni alt hið besta. Bang prestur og kona hans voru bæði væn og guðrækin, og beiddu Guð daglega að gefa sér náð til þess, að geta sýnt kristilega trú sína í dagfari sínu, og feta í fótspor frelsara síns. Þess vegna voru þau virtög elskuð af öllum, sem þektu þau, og.heim- ilislíf þeirra var öðrum til góðrar fyrirmyndar. Á þessu sannkristna heimili tók nú Inga fram- förum, bæði til sálar og líkama. En það kostaði hana mikla áreynslu að stjórna geði sínu, og stilla sína bráðu skapsmuni. En þó lét hún ekki hugfallast og hinn góði prestur kendi henni að leita Drottins og biðja hann um styrk og krafta. Fyrir tilsögn ástúð- legrar húsmóður sinnar varð hún brátt dugleg vin.iu- kona og vel að sér, og reyndi hún á allar lundir að vera henni til geðs og sýna henni þakklátsemi sína. Að nokkrum árum liðnum kom upp næm og mann- skæð landfarsótt í þorpinu. Prestshjónin reynd^u að bæ'ta úr hinni almennu neyð eins og þau gátu; en af því að þar var ekkert sjúkráhús, urðu þau að ganga hús úr húsi til að veita sjúklingunum hjálp. Prest- urinn var óþreytandi í að tala orð huggunarinnar til hinna veiku og deyjandi og kona hans gjörði alt, isem hún gat til að lina þjáningar þeirra, og á þessum neyðartíma var Inga hennar önnur ihönd. Á prests- setrinu var á hverjum degi búinn til matur handa mörgum nauðstöddum og honum útbýtt meðal þeirra, og daglega fóru þær prestskonan og Inga í hvert hús, til þess að líta eftir hvernig sjúklingunum væri hjúkrað og hvers þeir þyrftu með. Einhvern dag þeg- ar þær voru á heimleið frá sjúklingum, sem þær höfðu vitjað, komu þær að hinu litla skógvarðarhúsi þar sem Inga hafði barið að dyrum, þegar hún fyrst bom á þesisar stöðvar, en fengið svo slæmar viðtök- ur, að hún fór þaðan örvæntingarfull. Frú Bang sagði að þangað væri kominn nýr skógarvörður, teem byggi þar einn isíns liðs og væri nú orðinn veikur; þess vegna hefði hún sent menn þangað til að bera hann heim á prestsetrið, svo honum yrði almenni- leg hjúkrað, og bað hún Ingu að fara heim á undan sér og búa alt sem best undir komu hans. Þegar komið var með sjúklinginn, Ihljóp Inga út til að hjálpa til, ef þesis þyrfti við, og þótt mörg ár væru liðin, þekti hún undir ein,s að það var Viggó Sanding, barndóms vinur hennar, ,sem hún hafði saknað svo mjög. Hinn ungi maður virti hana fyrir sér og kall- aði upp alt í einu: “Hvernig víkur þessu við? þetta eru augun hennar Ingu.” “Já, og Inga sjálf, Viggó!” svaraði hún hálfbrosandi og roðnaði, en bað hann að tala ekki meira, því hann mundi ekki þola það. Landfarsóttin var nú í rénun, og Viggó varð ekki þungt haldinn af henni. Honum var rækillega þjón- að og hjúkrað, og eftir viku gat hann farið á fætur. Þó var hann legni að ná sér aftur og átti Ibágt með að ganga; en á ihverjum morgni var farið með hæg- ihdaisitól handa honum ofan í jurtagarðinn, og þar gat Ihann setið í næði og andað að sér hreinu lofti. Hér sá hann Ingu, þegar hún færði honum eitthvað og stundum, þegar hún átti ekki annríkt, fékk hann hana til að taka með sér vinnu sína og setjast hjá sér litla stund, til þes.s að þau gætu talað saman um fyrri daga og' um móður hennar, sem þau höfðu bæði eliskað svo heitt. Hann isagði að móðir sín væri dáin fyrir tveimur árum, en að iherramaður sá, er hún hafði verið hjá, Ihefði tekið sig að sér og látið sig ganga í skóla. Fyrir tilstilli ihans hefði hann fengið hið lliiðuga skógarvarðaremibætti, sem hann var nýibúinn að taka við, þegar landfarsóttin kom upp. Þannig endurnýjaðist fyrir daglegar samræður hin forna barnæskuvinátta þeirra, og af henni spratt önnur innilegri tilfinning, svo áður en Viggó fór burtu af prestsetrinu, spurði hann Ingu, hvort hún vildi ekki verða kona sín.. Hún sagði ihonum þá æfi- sögu ,sina og skriftaði við hann, eins og hún hafði áður gjört við prestinn. Að því búnu spurði hún — og stóðu tárin í augunum á henni: “Gætir þú enn óskað að eiga mig Viggó? Hvernig gæti eg nokkurn tíma orðið þitt jafnræði eða maklega að giftast þér, sem ert svo göfuglyndur og flekklaus og í öllu tilliti mér langt um fremri,’ Hann tók mál fyrir munn henni með því að faðma Ihana upp að sér og mælti: “Heldur þú Inga að eg þykist vera betri en þú? Þvi fer fjarri að svo sé. Eg hefi aldrei verið reyndur eins og þú; það, sem af æfi minni er, hefir liðið sem langur og lygn sumardagur. iMóðir mín innrætti mér snemma guðsótta og hann hefir verndað mig fyrir hinum mörgu freistingum, sem þú hefir verið undir- orpin. Þegar eg því lít á þig, sem ert svo ung, og hefir fengið svo margt að reyna, og ertt komin út úr eldrauninni, eins og skírt gull, heldur þú þá ekki, að eg finni til þess, að þú ert miklu betri en eg? Þó það sé ólíkt hvað drifið hefir á daga okkar höfum við þó bæði ilært eitt af þvií, sem er að við erum syndug. En fyrir Guðs náð höfum við líka lært að þekkja lausnara syndugra manna, og við viljum því rækilega hjálpaist að, í að elska hann og þjóna honum.. Þorir þú nú ekki að trúa mér fyrir þér, sem hefi elskað þig frá þvi að þú fæddist? Hún rétti að honum höndina og horfði á hann með tárin í aug- unum, en með óvenjulega Ihýru brosi. Hún fann að þessi bæn móður sinnar fyltist: ‘“Drottinn! gef þú henni hið eina nauðsynlega, þá mun henni alt annað gott veitast.” ..Skipið “Stjörnuhrapið.” Blizzarð stórkaupmaður átti tal við einn af skipstjórum sínum, Nitson að nafni og mælti; “Þetta er iherra Pennant, yðar nýi bryti.” “Gjörið sv*o vel, herra Pennant að setjast niður meðan eg tala nokkur orð við skipstjóra Nitson.” “!Verslunarhús vort vill, að þessi fyrsta ferð ‘Sjörnuhrapsins’ sé nokkuð frábrugðin því, sem vant er að vera. Við óskum að þetta nýja skip vort geti orðið hið fyrsta skip, sem kemur til Quebec á þessu ári; með því sparast tollurinn, því að hann er borg- aður aftur því skipi, sem á hverju ári kemur fyrst frá Englandi. Þó er það eigi svo mjög vegna tolls- ins, heldur af því að mönnum mun finnast mikið um það. Við höfum talsverða verslun í Canada og vilj- um, að mikið orð komi þar á verslunarhús okkar. Það er svo sem auðvitað að við vHjum ekki, að þér stofn- ið yður í nokkra hættu. Nei, þetta er ekki svo að skilija: en við viljum, að þér haldið yður sem næst ísnum og hleypið inn í höfn jafnskjótt og færi gefst. Þér komið nálægt Labradór einmitt um það leyti, sem isinn verður þiðnaður, og sé varlega farið, er engin hætta á ferðum.” Meðan herra Blizzarð sagði þetta, var hann að blaðað í farmskrám og öðrum verslunarskjölum. Hann var glaðlyndur, fjörugur og bústinn maður. Öðru hverju hörfði hann á skipstjórann, brytann og yfirstýrimanninn, sem líka var viðstaddur. Nitson skipstjóri var þrekinn og herðabreiður, augu hans voru grá og skær., hendurnar stórar og rauðar; hann var vandaður og áreiðanlegur dánu- maðui’, og lét aldrei hugfallast. 'Cardew stýrimaður bauð ekki 'af sér eins góðan þokka. Hann var lítill vexti, gul-grár í framan og ;sat með fýlu-svip á stól- rönd fyrir aftan ískjlpstjórann. iBrytinn, sem var vaklegur og röskur, ungur maður, sát nokkuð aftar. “Eg iskal fara að eins og þér segið fyrir.” mælti skipstjórinn. Eg hefi aldrei séð og mun ekki sjá ibetra skip en “Stjörnuhrapið”. Hið einasta sem mér þykir að, er, að þegar eg var kallaður heim ti] mín í mjög sorglegum erindgjörðum (hér ypti hann óvenjulega barðatórum íhatti með isorganslæðu utan um), þá gat eg ekki litið eftir ihvernig skipið et fermt og það vil eg þó helst, þegar eg á að vera fyrir skipi.” “Það skiftir engu.” ínælti herra Blizzarð: “eg varð að fara til Manchester og verslunarfélagi minn hefir legið veikur, en yfiilstýrimaðurinn herra Cardew þarna, hefir séð um það ált.” Stýrimaðurinn kvað já við. “iOg hvaða farmur er í skipinu?” ‘Akuryrkjuvélar, smíðatvélar og aliskonar tó- vörur.” Þegar þeir gengu út úr skrifstofunni, sagði skipstjórinn við brytann: “Við siglum snemma á morgun, sem er sunnudagur; það á svo vel við mig, að iheyra blessaðar kirkjuklukkurnar tala saman er eg sigli ofan eftir fljótinu, og iskipshöfninni þykir vænt um það. Það er ein® og landið sé að kveðja mig, segi eg ætíð, og leggi blessun sína yfir skipið. Að minsta kosti ®kil eg það svona, því að eg er blátt áfram.” Brytinn sagðist vona, að hann mundi geta gegnt svo skyldu sinni, að skipstjóranum og skipsútgjöirð- armönnunum líkaði við sig. “Eg er óhræddur um það,” mælti skipstjórinn; “þér verðið góður liðsmaður.” Eruð þér mér ekki samdóma, Cardew? hreinn á svipinn með skærum qugum.’ Cardew ihélt það líka, en leit ekki á b-rytann; hann var að ihugsa um annað. “Heyrðu, Jói minn!” sagði kona brytans, þegar hann kom heim til sín og sagði henni frá, að hann væri skipaður bryti á “Stjörnuhrapinu”; eg veit ekki, hivað til þeiss kemur, að mér segir þunglega um þetta, og eg vildi óska, að þú færir ekki með þessu skipi. Mér hefir aldrei verið mikið gefið um iskip með slíkum nöfnum. Sú besta ferð, isem þú hefir farið, var með Jane Parker, og sú lakasta með Morgunstjörn- unni. Einföldu nöfnin eru bást. Þar að auki er þetta of snemma sumars. Vertu hér enn í IháJfan mánuð og farðu með skipi til Ástralíu. Það er of snemt að sigla til Canada; ísinn er þar enn þá. Það segir madama Thómpson.” “Þú ert dáfalleg sjómann'skona, Jenny min,” svaraði maður hennar; “vertu nú ekki að þessari vitleysu! kom þú heldur og láttu niður í ferðakist- una mína áður en eg fer, og svo er því méli lokið; eg legg ekki trúnab á hugiboð þitt, og með leyfi að spyrja, hver er þessi madama Tompson? Hvers vegna er hún að sletta sér fram í þetta? og hvað veit hún um ísinn? Hversvegna flæmdi íhún mann sinn burt með ruglinu úr isér, isérvisku sinni og dutlungum sínum? í,átum hana eiga sig sjálfa! kom þú nú og láttu dót mitt niður í kistuna fyrir mig!” ‘ En Jói minn góður, manstu ekki, að ljósmynd- in þín datt út úr póstvagninum á þriðjudaginn var? Sama kvöldið var svo mikið stjörnuhrap úti á höfn- inni; það visSi á eitthvað. Farðu ekki burt, Jói, farðu ekki burt!” — “Eg verð að fara iburt, gjörðu mér ekki skilnaðinn of þungbæran! Eg ætla nú að fara upp á loftið með þér, og kyssa börnin okkar; eg skal ekki vékja þau. Því næst skulum við láta dótið mitt niður. Eg kem ibráðum aftur. Skipstjórinn er röskur og ®týrimaður- inn ötull.” “Eg átti ekki von á að hitta yður hérna, skip- stjóri Thompson, og sist sem undirstýrimann,” sagði 'brytinn, þegar hann kom út á skipið og stóð á þil- farinu á ‘IStjörnuhrapinu”, og var að líta eftir flutningi á matvælunum, “mér er mein að því, að sjá yður i svo lágri stöðu. Hvernig hefir það atvik- ast.“ Undinstýrimaðurinn, sem var digur með rauð- brúnum og þrútnum kinnum, veik ihonum til hliðar með aumlegu yfihbragði og sagði: “Það var groggið (enskur drykkur úr vatni og rommi og sykri), sem gjörði það, Jói; ekki annað en blótað groggið. Eg misti seinast skipið mitt, “Rauðu stjörnuna,”, og þá fór alt á höfuðið; en nú er eg hættur að drekka, Jói. Eg var ekki fallinn til að vera fyrir skipi, en í þessari istöðu ætla eg að lei^ast við að rækja skyldu mína. “Og Ihvernig líst yður á skipstjórann og skips- höfnina?” spurði Pennant í hljóði. “Skipistjórinn er sv röskur og góður drengur, sem nokkurn tíma hefir stigið fæti á þilfar, þótt hann sé strangur; en lítið lið er að hásetunum, hérna að segja. Fjórir þeirra eru sjómenn, en hinir allir eru Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 21#.S20 MEDICAIi ARTS BUDO. Cor. Grahatn and Kennedy Sts. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2—3 Helmlli: 77« Vlctor St. Phone: A-7122 Wlnnlpeg, Manitoba Vér leggjum sérstaka éherzlu á a8 selja meðul eftir forskrlftuiu lirkna. Hin he/.tu lyf, sein h;egt er að fá eru notuð eingöngu. . Jiogar þér komlð með forskrliftiun til vor megið þjer vera viss um að fá rétt það sent I;ekn- Irinn (ekur til. COI.CIÆPGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7658—7658 GiftingaleyfIshréf geld DR. O. BJORNSON 216-220 MEDICAD ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—s Heimlli: 764 Vlctor St. Phone: A-7586 Winnljieg, Manltoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAIj ARTS BLDO Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3 to 5 Heimlli: 821 Sherburne St. Winnlpes-, Manltoha DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedj Sts. Stundar augna, ayrna, neí og kverka sjúkdðma.—Er að hltta kl. 10-12 f.b. og- 2-6 e.h. Talsími: A-1834. HeimiU: 373 River Ave. Tals. P-2681. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Bullding Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aðra lungnasjúkdðma. Er að finna & skrifstofunni lcl. 11—12 f.h- og ?—4 e.h Sími: A-3521. Heimili: 46 Alloivay Ave. Tal- sími: B-3158. DR. A BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna cg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Victor Str. Sími A 8180. DR. Kr J. AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. h Heimili 469 Simooe, Sími B-7288. DR. J. OLSON Tannlæltnir 216-220 MEDICAL ARTS BLiDG, Cor. Grahara and Kennedy Sts. Talaimi A 8521 Heimili: Tala. Sh. 3217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Oor. Portage Ave. og Donald St. Talsfml: A-8888 Munið Símanúmerið A 6483 og pantið meðöl yðar hjá oss. — Sendið pantamr samstundis. Vér afgreiðum forskriftir með sam- vizkusemi og vörugæði eru ðyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdðmsrtka reynslu að baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, la- rjómi, sætindi, ritföng, töbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla rr.oð fasteignir. Sjá um leigu a nusurr._ Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 611 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 McAnhni Building, Portage Ave. P. O. Box 165« Phones: A-6848 og A-««4« W. J. LINDAL, J. H. LINDAD B. STEFANSSON Islenzklr lögfræðingar 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Maln Street. Tals.: A-4963 þeir hafa elnnlg skrlfstofur að Lundar, Riyerton, Gimli og Plney og eru þar að hitta & eftirfytgj- andl tlmum: Lundar: annan hvern mlðvlkudas Riverton: Pyrata fimtudag. Glmlii Fyrsta mlðvikudag Piney: þriðja föstudag 1 hverjum raánuðl ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ghambers Talsími: A-2187 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard. Sask Seinasta mánudag i hverjum mán- uði staddur t Churchbridge. FOOTE & JAMES Ljósmyndasmiðir margra ára sérfræðingar Sérstakur afsláttur veittur stúdentum. Síml: A-7649 282 MAIN St. Cor. Graham Ave. Winnipeg Man. A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Selui UkWistui og annast uin útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfretn- ur selur bann alakonar minnisvarða og legateina. Skriíat. talsiuu >1 «•«« Helmills talsirnl N EINA fSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki að btða von úr vltl viti. Vlnna 511 ábyrgst og leyat *f henúi fljött og vel. J. A. Jóhannason. «44 Burnell Street F. B-8164. Að bakl Sarg. Fire Hal JOSEPH TAVLOR Lö GTAKSMAÐUR Hetmiltstals.: 8t. John l«44 Skri f stof u-Tai*.: A «6M Tekur lögtakl bseðl húsaleiguaknUll veðskuldlr, vtxlaakuldlr. A(*ná«k •> sam að lögum tytur. Skrltstofa 255 Maln Stiss* Verkstofu Trvls.: Helma Tmla. A-838S A-9384 G L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsáhökl, svo aesn stranjárn vtra, allar tegnruítr af glösum og aflvaka (batteries) Verkstofa: 676 Home St. Endurnýið Reiðhjólið! Tiátið ekki hjá lfða að endur- nýja reiðhjólið yðar, áðnr en mestu annlmar byrja. Komið með það nú þegar og látið Mr. Stehblns gefa yður kostnaðar áætlun. — Vandað verk ábyrgst. (Maðurinn s»m allir kannast vlð) S. L. STEBBINS 634 Notre Darne, NVlnnlpeg Giftinga og , , , Jarðarfara- 01 om með litlum fyrirvara Hirch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RING 3 illþýði. Þeir Btrjúka undir eins og við komum til Quóbec. Þá er nú yfir&týrimaðurinn — hann er án efa emti fantur. Eg vildi ekki trúa honum fyrir nokkru |kipi, nema ef til vill, sjóræningjaakipi. En liann er stimamjúkur við skipstjórann. Fari hann norður og niður.” Framh. V \

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.