Lögberg - 19.02.1925, Qupperneq 6
Bls. 6
LöGBERG FIMTUDAGINN.
19. FBBRÚAR, 1925.
Hættulegir tímar.
Eftir Winston ChurchilL
Hún leit upp og framan í hann. Á andliti hans
var auðsæ geðshræring og þreyta; en þó bar mest á
geðshræringunni. Hún vissi að áikafinn og hugaræs-
ingin voru honum sama og matur og drykkur. Henni
flaug í hug, hvort það myndi vera það, sem veitti
honum þrek nú. Hún bægði þeirri hugsun frá sér
sem væri hún eitthvert illræði. Þessi reynsla hlaut
að breyta þessum dreng í mann. Hér var veiki blett-
urinn á herklæðunum, sem hún bar, frænda síns
vegna. Hann hefði vaxið upp í iðjuleysi; hann hefði
' ekki haft neinar áhyggjur og ekki borið ábyrgð á
neinum verkum sínum. Hans eina löngun frá barns-
beini hafði verið að berjast og lenda í æfintýrum, og
þetta var samgróið ættarstofninum. Virginía hafði
aldrei fyr haldið, að þetta væri sprottið af lðngun
eftir að láta á sér bera, né að í því fælist nokkur
eigingirni. Hún horði framan í hann; og í andliti
hans sá hún það, sem aðeins konum er gefið að sjá.
Það var sem hann væri að hugsa um eitthvað í mik-
illi fjarlægð. Þótt hann héldi utan um hana virtist
sem hann hefði gleymt henni og því, að hún hafði
komið alla leið út þangað til þess að sjá hann. Hend-
ur hennar sigu máttlausar niður af öxlunum á hon-
um og hún færði sig frá honum, því það var sem
hann tæki ekkert eftir því. /
Svona er karlmönnunum farið. Þótt konan fórn-
færi lífi sínu og maðurinn njóti þeirrar gleði að
eiga ást hennar óskifta, eiga sál hennar, þá er ávalt
annað í huga hans, sem er þessu meira og eftirsókn-
arverðara — frægð og orðstýr, frægð og orðstýr
fyrir hann sjálfan. Konan má að vísu vera hluttak-
andi í þessu ogihún á að vera ánægð með þann ljóma,
sem af því leggur. Mun ríkistsjórinn, sem heldur
innsetningarræðu sína, ávalt hafa í huga aðstoð þá,
sem konan hans hefir veitt honum? Hugsum við á
fagnaðarstundunum, þegar framtíðin toirtist okkur
í dýrtíðarljóma, um ástúðina og sæluna, sem okkur
fanst svo eftirsóknarverð á hversdagslegri tímum?
Virginía færði sig fjær honum, og hann varð
ekki var við rannsakandi augnaráðið, sem hún leit
með á hann. Hann var að horfa á eitthvað í mikilli
fjarlægð Það komu tár fram í augun á henni og hún
snéri sér frá Ihonum og horfði út yfir garðinn um.
hverfis vopnabúrið, sem var blautur eftir rigning-
una um nóttina. Veðrið var dimt og drungalegt. Hún
fór að hugsa um kvöldverðinn, sem verið var að
matreiða heima. Hann yrði ekki borðaður héðan af.
Og samt elskaði Virginía hann á þessari sáru
raunastund. Þannig er konunum farið, jafnvei þeim
stoltustu, sem elska land sitt líka. Það væri auð-
vitað rétt, að hann væri ekki að hugsa um hana,
þegar heiður Suðurlandsins væri í veði; og reiðin,
sem svall í torjósti hennar, var við hina níu hundruð
níutíu og níu, sem höf?>u þegið eins og aumingjar
að verða látnir lausir.
“Hvervegna kom ekki Comyn frændi?” spurði
Clarence.
“Hann fór til Jefferson City til þess að finna
ríkisstjórann.”
“Og komst þú ein?”
“Nei, Brinsmade kom með mér.”
<‘0 mamma?”
Hún var að toíða eftir þessari spurningu og varð
því fegin, að hún kom með þeim fyrstu.
“Henni líður mjög illa. Hún var í hertoerginu
sínu, þegar eg fór. Hún var hrædd um (hér gat
Virginía ekki varist því að torosa) að Norðanmenn.
irnir myndu drepa þig.”
“Þeir hafa hagað sér mjög vel, eftir því sem er
að toúast við af Norðanmönnum,” svaraði hann. “Þeir
leyfa engin þægindi og mega ekki heyra á það minst
að eg hafi þjón. Þeir eru vanir við að gera alla smá-
snúninga sjálfir. En þeir hafa farið mikið betur með
mig síðan eg afsagði að sverja þennan viðurstygðar
eið þeirra.”
Og þú verður hafður í toeiðri fyrir það þegar það
fréttist til borgarinnar.”
‘Heldurðu það, Jinny?” spurði Clarence ákafur.
“Eg held að þeir haldi að eg sé einhver tojáni.”
“Þeir ættu að láta mig heyra það,” sagði hún
með þykkju. “Nei, vinir okkar neyða þá til þess að
láta þig lausan. Eg er ekki fróð í lögum. En þú hefir
ekki gert neitt, sem þér verður haldið í fangelsi
fyrir.”
Clarence svaraði ekki undir eins. Loksins sagði
hann:
“Eg vil ekki verða látinn laus.”
‘Þú vilt ekki verða látinn laus !” endurtók hún.
“Nei,” sagði hann. “Þeir geta haft skifti á mér
og öðrum. Það hefir meiri áhrif fyrir Suðurríkin ef
eg verð kyr í fangelsinu.”
Hún (brosti aftur, að hinu háif barnalega stæri-
læti í þetta skifti. Mtoð reynslunni og meiri átoyrgð
myndi hann venjast af ðllu þess konar. Hún mundi
eftir því, að einu sinni hafði móðir hans lokað hann
í refsingar skyni inni í hertoergi, og þá kvaldi hann
hana með því að vera þar inni í tvo daga.
Það var orðíð áliðið dagsins, þegar hún ók aftur
til borgarinnar með Brinsmade. Hvorugt þeirra hafði
toorðað síðan um morguninn og hvorugu hafði dottið
matur í hug. Brinsmade var þögull og hallaði sér
aftur á toak í horninu á vagninum og Virginía var
sokkin niður í hugsanir sínar. Þegar þau komu ná-
lægt borginni hrukku þau upp við að heyra trumbU.
slög, sem var hljóð, er menn óttuðst þar. Svo heyrð-
ist skothvellur og vagninn hristist af viðbragðinu,
sem hestarnir tóku, þegar þeir hentust yfir Walnut
stræti toyrjaði skothríðin. Virginía hallaði sér út að
vagnglugganum og Ieit út. Niðri á strætinu var
mergð af bláum einkennistoúningum og hvítleitur
reykur var í loftinu umhverfis turnana á gömlu
presbýtera kirkjunni. Brinsmade tók með hægð í
hana og dróg hana niður í vagnsætið.
Skotin hættu og í >stað þeirra heyrðist ógurleg
háreysti, sem gerði hana d'auðhræddta. Hestamir
þutu áfram á harðastðkki og Nikódemus toðlt í
taumana af öllum kröftum; stórar forarslettur köst-
uðust upp á vagngluggana. óp og háreysti mann-
fjöldans lækkuðu og urðu sem lágar og ömurlegar
atunur. Þá fyrst veitti hún því ’eftirtekt að Brins.
made mælti eitthvað fyrir mnni sér:
“Frelsa oss, Drottinn, frá orustum og mann-
drápum og slysalegum dauða, frá öllum landráðum,
samsærum og uppreistum.”
Það var kafli úr toænaisðngnum, sem tíðkaðist í
■kirkjunni, sem hann var að fara með. Þessi bæna-
söngur haifði gengið í erfðir kynslóð eftir kynslóð;
menn höfðu sungið hann á dögum Cromwells, þegar
heimili voru eyðilögð og saklaust fólk drepið niður;
hann hafði verið sunginn í þröngum, dimmum og
fbyrgðum stigum í París Bartólómeusarnóttina, þeg-
ar mjóu og hlykkjóttu strætin þar flutu í blóði;
menn höfðu sungið hann á Indlandi áður fyr, og nú
heyrðist hann aftur í hinum nýja heimi, í hinu nýja
lýðveldi friðar og góðvilja.
“Uppreisn!” Þetta orð, sem valmennið bar fram
í bæn sinni, lét óviðkunnanlega í eyrum stúlkunnar.
Gæti hún þá kallast ótrú fánanum, sem feður og
forfeður höfðu barist fyrir í þremur stríðum? Upp.
reísn! Hana sárlangaði til að afmá þetta orð fyrir
fult og alt úr handibók kirkjunnar. Ó, hversu mikill
var ekki sársauki (þessa dags, og hann var fyrirboði
hin's stærri sársauka, sem var í vændum.
Það var aftur farið að rigna er Brinsmade fylgdi
henni upp dyratröppurnar heima. Hann hélt ofur-
litla stund í hendina á henni, er þau skildu og talaði
kjark í hana. Ef til vill rendi hann grun í leiðindi
þau, sem hún ætti í vændum um kvöldið með frænku
sinni, móður Clarence. Brinsmade fór ekki beint
heim; hann kom fyrst við í litla húsinu, sem var næst
húsi hans. Frú Brice og Whipple dómari sátu í stof-
unni. Enginn veit um hvað var rætt þar inni, en eftir
nokkra stund komu þeir út dómarinn og Brinsmade,
og þeir stóðu lengi og töluðu saman fyrir framan
húsið, án þess að skeyta nokkuð um regnið.
XXXIV. KAPÍTULI.
Hræðslufát.
Sunnudagurinn rann uppp og fólSrið þyrpti'st í
kirkjurnar. En jafnvel í húsi Guðs var sundurlyndi
og stríð. Virginí-a isat í bekk Carvels fjölskyldunnar
í kirkju doktors Posthelwaites og hún sá menn og
konur, sem krupu á kné, standa upp og ganga 'út, föl
í framan af reiði. í sankti Markúsar kirkju var slept
að biðja fyrir forseta Bandaríkjanna. Russell og
Catherwood samþyktu með höfuðhneigingum ræð-
una, sem var öll um það að verja afstöðu íSuðurríkj-
anna og finna stofnunum þeirra réttlætingu í heil-
agri ritningu. Þessir menn duldu ekki áægju sína
• yfir því, að meðbræður þeirra, sem þeir höfðu starf-
að með árum saman gengu tourt úr kirkjunni, þangað
til að Brinsmade stóð upp og gekk fram gólfið í síð-
asta sinn. Þannig skellur ófriðurinn eins og eyði-
leggjandi flóðalda, yfir hina helgustu staði, án þess
að menn fái veitt honum viðnám. Söfnuður séra
Davitts var samihuga þennan sunnudag, það er að
segja, að það gekk enginn út hjá honum. Hopper, sem
átti nú sæti í bekknum með ungfrú Crane, sat og
hlustaði á ræðuna með lotningarfullri eftirtekt, sem
var vanur.
Loftið var þungtoúið og strætin tolaut er fólk talaði um
viðburði morgunsins, sumir með reiði og sumir með
sorg. Einn prestur hafði beðið þess, að menn mættu
frelsast frá Irum, Þjóðverjum og djöflinum. Ef til
vill1 var það hann, sem kom af stað orðasveimnum,
sem hleypti svo miklum æsingi í fólkið síðari hluta
dagsins. Þessir villimenn í útlendu toorginni, sem
voru óðir yfir sigri sínum, áttu að hafa í hyggju, að
brenna og ræna borgina. Fregnin þaut með leiftur-
hraða yfir strætin og húsa á milli. Ned, sem hafði
meira frjálsræði en aðrir þjónar í húsinu hjá Carveig
fjölskyldunni, kom þjótandi inn í borðstofuna, þar
sem Vinginía og frænka hennar sátu. Hann rang-
hvolfdi augunum og á andliti hans var skelfingar-
svipur, er hann sagði þeim að Þjóðverjarnir ætluðu
að koma með eldibranda í höndunum, til þess að
drepa og ræna.
“Yfirhershöfðinginn, hann hefir gefið út yfir.
lýsingu, ungfrú og hann segir, að hann ráði ekkert
við þá þýsku!” hrópaði hann.
Það leið yfir frú Oolfax undir eins, er hún
heyrði þetta.
“Ó, ungfrú Jinny! ætlarðu ekki til Glencoe, ætl.
arðu ekki að flýja burt? AHar fjölskyldurnar á þessu
stræti ætla að flýja, þær ætla allar að fara út á
land. Heyrirðu ekki til þeirra? Hvað ætli hann faðir
þinn segi við Ned gamla, ef hann kemur þér ekki
burt? Heyrirðu ekki til vagnanna fyrir utan? Þeir
eru allir að fara út á land.”
Virginía stóð up óróleg, en reyndi þó að vera
róleg, því hún vissi að undir sér einni væri komið
hvort heimilinu væri hætta búin. Þetta var sú hugs-
un, sem hreyfði sér hjá henni og sem hafði verið
rótgróin hjá mörgum kynslóðum af fyrirrennurum
hennar, að heimilinu væri óhætt að hinn lítilmótleg-
asti þræll, sem þáði lífsviðurværi sitt hjá föður
hennar, væri óhultur. Hún óskaði þess heitt, að ann.
aðhvort Lige eða faðir hennar væri kominn heim, að
hún hefði einhvern styrkan mann til þess að styðj-
ast við. Hún var að hugsa um hvort það myndi
vera viturlega gert að flýja.
“Vilt þú fara, Ned?” spurði hún. Hún hafði
margoft áður séð Hða yfir frænku sína, og hún vissl
að vinnustúlkan hennar, Súsanna, vissi vel, hvað til
bragðs ætti að taka, þegar það kom fyrir.
“Vilt þú fara, Ned?”
“Drottinn minn góður! nei, Jinny. Eins og það
standi ekki alveg á sama um einn niggara eins og
mig. Hústoóndi minn myndi spyrja: “Hversvegna
skildirðu við húsið og lést Þjóðverjana leita í því?”
Hvað á eg að segja þá? Þið kvenfólkið getið farið
með Jackson og hinir niggararnir geta gengið. Við
Ephum setjum bara hlerana fyrir gluggana og hlöð-
um svo byssuna ofurstans.”
Stofan var nú orðin full af svertingjum. Sumir
þeirra grétu; aðrir hlóu af æsingunni. Ben hafðl
komið upp úr eldhúsinu og Jackson var þar, en
amibáttirnar þyrptust saman æpandi í einu horninu.
Virginía horfði á þá með ástúðlegu augnaráði. Hún
gekk að glugganum. Jú, það stóð heima, vagnar voru
á ferð fyrir utan, þótt helliskúr væri rétt þá að
ganga yfir. Hinum megin við strætið var einn af
heimamönnum Rénaults að bera böggla og poka
fram í dyrnar, og Rénault sjálfur æddi út í rigning-
una og baðaði út höndunum í mesta ákafa. Hann sá
Virginíu við gluggann og kallaði eitthvað til hennar
og hljóp 'svo inn aftur. Virginía opnaði gluggann og
hlustaði eftir trumbuslögunum, sem mest var óttast.
Svo gekk hún fljótt þangað sem frænka hennar lá á
legubekknum.
“ó, Jinny!” æpti hún. Þeir koma hingað á
hverju augnabliki til þess að ræna, til þess að drepa
okkur til þess að — Getum við eikki gert neitt? Ves.
lings drengurinn minn! ó, að hann skali ekki vera
hér til þess að vernda móður isína. Hversvegna var
Comyn svo hugsunarlaus, svo ónærgætinn að skilja
okkur einar eftir núna?”
Eg held að það sé alveg ónauðsynlegt að vera
hræddur,” sagði Virginía og var svo róleg, að
frænka hennar skalf af reiði' yfiri því, að sjá hana.
“Þetta er líklega ekkert annað en einhver lausafregn.
Hlauptu yfir til Brinsmades, Ned, og spurðu hann
um það.”
Ned fór strax af stað, þótt honum væri það ekki
Ijúft. Þessir gömlu svertingjar, sem nú lifa aðeins í
endurminningum manna, eiga allan heiður skilið.
Trúmenska þeirra við húsbændur sína gekk næst
guðsótta þeirra.
' Ned var ákaflega hræddur, en hann fór samt.
Og hann trúði því fastlega, að hann myndi aldrei
framar sjá hina ungu húsmóður sína.
Meðan Ned var að fara til Brinsmades fékk frú
Colfax það hugrekki, sem stundum kemur yfir fólk
með sama skapferli og hún hafði, þegar svona
stendur á. Hún lét alt ■gullskraut sitt í dálítinn poka
og föt sín lét hún niður í kistu með skjálfandi hðnd-
um, þó að hún væri toúin að ná sér fyllilega eftir
yfirliðið. Mynd af Clarence, sem var í umgerð, er var
sett demöntum, lét hún í barm sinn undir kjóltreyj-
una. Hún sagðist ekki ætla að fara til Bellegarde, því
það væri of nálægt borginni. Hún flýtti sér að loka
kistunni, 'sem Ephum og Jackson toáru niður á milli
sín og settu á milli sætanna í vagninum. Ned hafðl
haft hestana tilbúna síðan komið var heim frá kirkj-
unni. Úti væri ekki óhætt að vera. En hvert ætti hún
að fara? Til Glencoe? Klukkan var orðin þrjú, og
Jackson sagði henni, að með svo þungt æki væri ekki
unt að ná þangað fyr en um miðnætti, ef að á annað
borð væri unt að komast þangað um nóttina. Ætti
hún þáað fara annaðhvort til Kirkwood eða Wetoster?
Já, margt af heldra fólkinu ætti þar heima, og þar
myndi hún geta fengið að vera yfir nóttina. Vagnar
af öllu tagi voru að fara fram hjá; vagnar, sem ein-
staklingar áttu og leiguvagnar. Svörtu ölkumennirnir
smeltu svipuólunum yfir hestunum, sem stukku sem
þeir komust. Fótgangandi menn flýttu sér fram hjá
með toögla undir höndunum; sumir hlupu vestur,
isumir austur og sumir stöldruðu við til þess að tala
um það í hvaða áttina myndi best að halda. Frá ánni
heyrðust fblísturshljóð úr gufupípum, skipanna, sem
rufu þögn helgidagsins þar. Eftirminnilegt hræðslu-
fát hafði gripið toorgartoúa.
Virginía hallaði isér á járngrindurnar, sem voru
umhverfis dyratröppurnar og toeið eftir að Ned kæmi
aftur frá Brinsmade. Það var hræðslusvipur á and-
liti hennar, sem við var að Ibúa'st. Fóik hrópaði upp
til hennar hverja voðafregnina eftir aðra neðan af
strætinu, og hún bjóst við að sjá kolsvartan reykjar-
mökkinn gjósa upp í suðri þá og þegar. Þjónarnir i
húsinu söfnuðust saman umhverfis hana, flestir
þeirra grátandi og sábbændu hana um að yfirgefa
sig ekki. Oig þegar kistur frú 'Oolfax voru bornar
ofan og settar í vagninn, þar sem þrír hefðu getað
setið og Ibjargast burt úr hsettunni, þó komu þær
vonleysis stunur og bænir frá þessum litla, trúa hóp,
að henni rann ótti þeirra til rifja.
“Þó ætlar ekki að slkilja eftir gömlu fóstru þína
Jinný?”
“Vertu róleg, fóstra,” sagði hún. “Nei, þið skul_
þð öll fara, þó eg verði að verða kyr sjálf. Farðu út
í íhesthúsið, Ephum og náðu í annan vagn.”
Hún fór sjálf upp í herbergið sitt, sem var tómt
til þess að ná fáeinum hlutum, sem hún ætlaði að
taka með sér — gimsteinakassanum með perlufest-
inni, sem langamma hennar hafði haft, þegar hún
gifti sig. Rósetta og Easter fóistra hennar, sem fóru
upp með henni, voru aðeins til tafar, svo að hún varð
að senda þær ofan aftur. Bún opmaði fataiskápinn
með skjálfandi hendi, til þess að líta í síðasta skifti
á kjólana þar. Það var fyrirgefanlegt. Þeir voru
niokkur hluti þeirrar gleði, sem hún hafð notið á liðn-
um dögum. Hún lagðst á knén Og opnaði stóra
skúffu neðan í skápnum, og efst í skúffunni lá kjóH-
inn, sem Dorothy Manners hafði átt. Tár féll af
augum hennar ofan á Ikjólinn. Atvik frá grímudans-
leikskvöldinu komu í huga hennar með ómótstæðí-
legu afli — atburðurinn við hliðið, sem hún hafði
svo oft hugsað um með djúpri blygðun.
Raddirnar niðri urðu háværari, en hún heyrði
ekki til þeirra. Hún var í flýti að torjóta kjólinn sam-
an í dálítinn böggul. Hann hafði tilheyrt langömmu
hennar, og var helsti erfðagripur hennar að undan-
skyldum perlunum. Silki frá París og annar dýr.
indis vefnaður var skilinn eftir. Hún leit einu sinni
á rúmið, sem hún hafði sofið í, síðan hún var barn,
og á myndima fyrir ofan það,------1-----------------
*
Opíum.
Eftir Dr. Frank Crane.
Ópíumverslunin er hvorki meira
né minna en alþjóðahneyksli.
Italski sagnaritarinn Guglielmo
Ferrero, kalar ópíum iháskalegasta
graftrarkýlið á andliti nútíðar-
menningarinnar.
Ástandið í þessu tilliti, eins og
því nú er farið, leiðir enn átakan-
lega í Ijós, toaráttuna gömlu milli
velferðar mannkymsins og hinnar
takmarkalausu fégræðgi.
Það liggur í eðli mannsins, að
vilja helst þræða sínar eigin
brautir, samkvæmt óskum .hans og
þrám. Sérhverjum einstalklingi,
finst sér 'bera til þess réttur, að
kjósa isinn veg, jafnvel þó hann
stefni til glötunar. Honum virðist
afskiftasemi, í hvaða mynd sem er,
óþörf takmörkun á persónufrelsi
sínu.
Útá þetta væri ekkert að setja,
ef hver mannvera væri einangruð,
hver einstaklinguir isjálfum ,sér
nógur og stæði ekki í neinum sam-
böndum við annað fólk. En slíku
er ekki að heilsa. Sérhver sál,
stendur í samböndum við ein-
hverja aðra sál. Maðurinn^á konu
og toörn, Wörnin systkyni og þar
fram eftir götunum. Sifjabönd
verða ekki auðveldlega slitin.
Þessvegna er það, að eyðilegging
eims, hefir að jafnáði í för með sér
ógæfu margra annara.
Menningin sjálf er látlaus bar.
átta, milli llaga og persónurétt-
inda.
Enginn einasti maður í sið-
mentu landi nýtur þeirra persónu-
réttinjla, er hann helst hefði IkOs-
ið. Maður getur til dæmis ekki
hrækt á gangstéttina, hvernig svo
sem ástatt er, án þess að lenda I
mótsögn við Qögin. Bannað er og
með lögum, að aka í toifreið
vinstra megin á amerískum þjóð-
vegum og margt annað mætti til-
nefna, isem ríður í toága við per-
sónufrelsi einstaklingsins og af-
stöðu ihans til samtoorgara sinna.
Maður getur tæpast snúið sér svo
við, að ekki séu einhverjar tálm-
anir í vegi ihans af hálfu þess
opintoera.
ÍMenn hafa mótmælt bannlögum
sökum þess, að þau leggi höft á
einstaklings frelsið. En þau lög
eru árekstur milli þjóðsamviskunn
ar og hins ómótmælanlega réttar
einstaklingsins til þe3s að stjórna
sjélfur isínum eigin athöfnum.
Eini staðurinn undir sólinni,
þar sem einstaklingurinn getur
hagað sér eftir vild, án íhlutunar
frá öðrum, er eyðieyjan útilokuð
frá isamgöngum. Jafnskjótt og
hann kemur aftur til toygða, getur
hann ekki umflúið afskifti annara.
Verða þá samstundis lögð höft á
hvatir hans og þrár.
Þegar um ópíum er að ræða, ber
« þess að gæta, að þar eru að verkl
vo'ldug iðnaðaröfl, er fyrst og
seinast hafa arðinn fyrir augum.
Á Ihinn toóginn er aftur að finna
menn, sem mótfallnir eru ópíum-
nautn, sökum toölvunarinnar, er
hún leiðir yfir mannkynið.
Hugtakið það, að fara sínu fram
án tillits til annara, getur innan
vissra takmarka, verið vænlegt til
ábata. Það er ekki aðeins barátta
milli isiferðismeðvitundarinnar og
fégræðginnar einnar, heldur er
þar um að ræða toaráttu milli sið-
ferðiskendar heimsins og hvata ein
staklinganna, til að lifa og láta
eims 'og þeim sjálfum þóknast toest.
ISamviskan, ef svo mætti að orði
kveða, Iber ávalt fyrir brjósti vel-
ferð annara. Hún er ekki bundin
við veiferð eintaklingsins. Trúar.
torögðin istarfa að því, því nær
undanteficningariaust, að brýna
fyrir oss skyfldur vorar við náung-
ann, hvað svo sem takmiörkunum
á vorum eigin rétti Hður.
iSérhver sá, er lifir undir lög-
um, og nýtur verndarinnar og á-
nægjunnar, er þau veita, — nýtur
verndar gegn yfirgangi annara,
verður að greiða fyrir slíka vernd,
með því að troða ekki rétt með-
bræðra isinna undir fótum.
Þess tima hlýtur að vera til-
tðlulega skamt að bíða, að ópíum
hverfi úr sögunni. En fyrsta si>or-
ið í þá átt, verður vitanlega það,
að takmarka framleiðslu þess með
lögum.
Gufuskipa <>g Járnbrauta
FARBRÉF
Til og Frá öllum stöðum í Heimi
HÖFUM UMBOD ALLRA
GUFUSKIPALINA
Borgið Fargjaldið í Canada
VJER GirrlM HJÁIiPAD YDl’Il AI> KOMA
VINl'M OG VANDAFÓLKI TID OAN'ADA
Snúið yðnr til Umboðsmanna
Ganadian National Railways
Hln stutta leið mlllt Vestur-Canada og Gamla landslns er Cauadiun
Natlonal járnbrautin gegn um Hallfax, N&, og Portlond, Mnlne.
Má velja um braut beint eða gegn tun Toronto.
Aðstoð Veltt Alls ókeypis
Vlð titvegun Vegabréfa, Delðarvísls og
Dandgönguleyfa, o.s.frv.
VELJID UM
LEIDIR
—á —
Landi og Sjó
RJOMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið lélag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fnrdæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
Tbo Manitoba Co-operative Dairies
LIMITKD