Lögberg


Lögberg - 21.05.1925, Qupperneq 4

Lögberg - 21.05.1925, Qupperneq 4
Bb. 4 lOtíBERG, P fMTUDAtílNN 21. MAÍ 1925. 3£ogbn*g Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ambia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tslaimari N-6327 oí. N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáakrift til bláðaina: Tlii COlUNIBIá PRESS, Ltd., Box 317t, Wtnnlpeg, Ran- Utanáskrift ritstjórana: fcO'TOR LOOBEKC, Box 3171 Winnlpeg, K)án. The "Lögberg” ls printed and publiehed by Tne Columbia Preae, Limited. in the Columbia Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. Tímarnir bre) tast og menn irnir með. Stórkostlegustu auðsuppsprettur mann- imna eru tvær: Framleiðsla og tími Til framleiðslunnar hafa menn alt af litið sem undirstöðu undir allri vellíðan, og velmeg- an, og er það að líkjiidum rétt, að minsta kosti að því er hinar ytri kringumstæður mannanna snertir. En framleiðslan var erfið og út- heimti mikla áreynslu fram eftir öllum árum, og gjörir enn í sumum tilféllum, en aðstaða manna gagnvart framleiðslunni hefir breyzt feikilega mikið í seinni tíð. Aður fyrri voru verkefnin mörg, eins og þau eru nú. En í öllum tilfellum var það vit og verklagni framleiðendanna, sem þá varð að afla auðsins úr forðabúri náttúrunnar. 1 hinu daglega verki og viðfangsefnum þeirrar tíðar, mættúst viðfangsefni og vit og vinnuþrek þeirra, sem, við þau stríddu. Hiu löngu og erfiðu dagsverk þreyttu verkamenn- ina, en þau þroskuðu þá á sama tíma. Verka- maðurinn eða framleiðandinn, sem vér hér nefnum, fann andlega nautn í því að glíma við viðfangsefnin og vinna sigur á erfiðleikun- um. trtsjón hans víkkaði og úrræðin fjölguðu sökum þess, að hann var í persónulegu, lifandi sam’oandi við verkefni sín. Þannig héldu menn áfram að framleiða og vinna sín Iöngu dagsverk, ár fram af ári og öld eftir öld, og undu .þá glaðari við sitt, en menn gjöra nú. Svo kom öld ví^indanná, verkfræðinganna, vélafræðinganna, stóriðnaðarfyrirtækjanna og hagfræðinganna. Hvert einasta verk, sem gjðrast áttj í sambiandi vi,ð þau, dregið upp á blað, ög svo par öfan á sagt fyrir nm, jhversu verkið skyldi fhamkvæmt, í stórn og smáu—öll frumleg hugsun framleiðendanna tekin í burtu og lögð í hendur verkfræðinganna. Verka- mennirnir á Örstuttum tíma sViftir hinu lif- andi sambandi við verk sín og gjörðir að þjón- um dauðra véla, sem að fræðimennirnir og stóriÖnaðurinn stóðu á. bak við, er engan áhuga höfðu lengur á verkinu, anha en þann, að fá kaup sitt borgað á langardögum Breytingu þessari 'hafa allir fagnað og nefna hana framfarirnar miklu, því við véla framleiðslu í stað handa, hefir framleiðsl- an magnast og margfaldast og þá líka auður- inn meÖ, og yfir hverju er þá að kvarta? Það er ef til vill helzt til snemt, að svara þeirri spumingu enn sem komið er, en benda má þó á yfirvofandi hættu, sem af þessari breytingu hlýtur að stafa, ef ekki er vel með farið. Samhliða þessari breytingu kemur fram önnur breyting í þjóðfélaginu, sem, þó hún ef til vill eigi ekki rót sína að rekja að öllu leyti til þessarar umræddu breytingar, þá er ekki minsti vafi í vorum huga á því, að hún stendur að nokkru leyti í sambandi við hana En það er hin ákveðna krafa verkafólksins yfirleitt nm styttan vinnutíma Verkalýðnrinn hefir auðsjáanlega ekki fundið til neins taps við komu vélanna og hinn- ar auknu framleiðslu þeirra £>að hafa eigend- , ur vélanna og hinnar auknu framleiðslu ekki heldur gjört, eða ef þeir hafa gjört það, þá er það í tiltölulega fáum tilfellum.1 i stað þess hefir verkalýðurinn yfirleitt -viljað færa sér auknu framleiðsluna í.nyt, með því að krefjast étyttri vinnutíma og hærra kaupgjalds—fá meiri tíma til lystisemda og meira fé til þess að njóta þeirra. Hugur verkalýðsins hefir nú.mjög snúist frá því, að leysa af hendi vel og frúlega unnið dagsverk, fyrir vel úti látíh daglann, en að hinu, að fá sem mest fyrir sent minsta vinnn. Fyrir þessa stefnu, skal verkalýðurinn ekki sérstaklegg ávíttnr, þó stefna sú hljóti að leiða til óhamingju fyr eða síðar, fyrir þá ein- földu ástæðu, að hann er ekki sá eini flokkur mannfélagsins, setn þetta gjörir nú. Mannfé- lagsflokkarnir gjörá það allir, þó heiðarlegar undantekningar, að því er ein^taklinga snertir, eigi sér stað. Það eru allir mannfélagsflokkar nú, sem sækjast eftir fé og makindum, og ber því ekki að lasta einn fremur en annan. En segjum svo, að véla framleiðslan verði nóg til þess að nægja þörfum manna að því er til lífs framfærslu kémur, og að allir fengju að njóta hennar. Hvað ætla nlenn þá að gjöra við tímann, þessa dýrmætustu innstæðu, sem mennirnir eiga? Hugvitsmennirnir og vísindamennirnir hafa lagt fólki marga dægradvölina upp í hendumar, svo sem málvélaraar, radíóana, bifreiðarnar, flugvélarnar, hljóðfæri, sem hug- vitsmennirnir hafa gjört svo úr garði, að mað- ur getur hlustað á hljómföll þeirra áíi þess að nokkur mannleg hönd snerti þau. Ætla menn að eyða tímanum undir áhrifum kaldrg vél- anna, án þess að frá þeim sjálfum komi nokk- ur áreynsla eða afltog, sem geti þroskað þá og lyft þeim út og upp yfir hljóm kaldra og líf- lausra véla. Aðal mótbáran á móti hreyíimynda hús- unum er sú, að fólkið, sem á myudir þær, sem þar eru sýndar horfir, á ekkert ítak í myndun- um. Það tekur að eins á móti því, sem krafta- verkafólkið í Hollywood réttir að því, án þess að leggja minstu vitund á sig. Spursmálin, sem mennimir verða að ráða fram úr, hafa verið og. eru mörg, en eitt það vandamesta af framtíðarspursmálum mann- kynsins, er það, hvernig fólk eigi að fara að því, að eyða hinum sí-vaxandi tíma, sem það krefst og er að fá meira og meira af, til um- ráða fyrir sjálft sig, svo að það mannskemmi sig ekki við eyðslu hans, eða stofni þroska þeim, sem það hefir náð, í beinan voða Auðurinn í MacUgaskar. Það er langt síðan að menn heyrðu Mada- gaskar nefnda. Oss er sagt í landafræðinni, að það sé eyja, er liggi í Indverska hafinu í suðaustur frá Afríku; að hún sé 995 mílur á lengd og um 250 mílur á breidd; og oss var líka sagt, að þar byggju villimenn, sem “Malag- asy” nefndust; að pólverskur maður, að nafni Diogo Diaz hafi fundiÖ eyju þessa hina miklu í ágústmánuði árið 1500; að hún hafi tilheyrt Portugalsmönnum, Bretum og Frökkum, og að hún sé nú frönsk nýlenda. Ibúatalan þar er nálega þrír-fjórðu úr miljón, og af þeirri tölu eru um 11 þúsundir Evrópufólk. En það er ekkert af þessu, sem vakið hefir eftirtekt manna á Madagaskar, heldur sýnis- horn hinna mörgu og margbreytilegu auðs- uppsprettu linda eyjarinnar, er fyrir augu manna báru á sýningunni í Tananarivo. Þa Svar ekki fyr en árið 1892 aÖ hershöfð- ingi Galliéni, með aðstoÖ Joffre, lagði eyjuua undir Frakka, og var þá lítið um mannvirki eða nýtízku fram farir að ræða á eynni. Árið 1896 nam verzlun eyjarbúa 17 miljón frönkum, en árið 1920, undir stjórn þeirra M. Augagneur og M. Garbet, sem þar er nú landstjóri, hafði verzlun eyjarskeggja aukist upp í 500 miljónir franka á ári; og má af því ráða, hvað mikið er um verÖmætar vörur þar að ræða. Auk þess- arar auknu verzlunar höfðu Frakkar gjört og látið gjöra feiknin öll af opinberum verkum, svo sem hafnvirkjum, sjúkrahúsum, opinber- um byggingum o.s.frv., og hefir þeð verið alt gjört af Madagaskarbúum, án þess að leita til aniiara ‘eftir peningalegum styrk. Þegr stríðið síðasta brauzt út í Evrópu, sehdu Míidagaskarmenn 45 þúsund vígra her- manna til þess að berjast með Frökkum, gáfu heimaþjóðinni miljón á miljón ofan í pening- um, auk mesta kynsturs af vörum, bæði unnum og óunnum. Að austanverðu er eyjan skógivaxin; liggja þau skógarbelti til uorðurs og suÖurs, og er þar að finna sumar af hinum verðmæt- ustu viðartegundum. Jarðargróður á. þeim parti parti eyjunnar er fjarska mikill og á sama stigi og í hitabeltinu. Að vestanverðu á eynni er vöxtur strjálli og kemur það til af því, aÖ þar er regnfall ekki eins mikið og að austan. Á milli skógarbelt- anna að austan og vestan, er mikið af opnu sléttlendi, sem liggur mishátt, og er þar hið bezta akuryrkjuland, enda hafa eyjarskeggjar stundað akuryrkju í langa tíð, en sérstaklega eru það þó hrísgrjóp,, sem þeir hafa framleitt. ASferð þeirra við akuryrkjuna er nokkuð gam- aldagsleg. Þeir planta hrísgrjónunum í lang- ar raðir, stinga jörðina upp með járnspöðum með löngu skafti, og sá svo í. Þegar að upp- - skeratíð kemur, slá þeir hrísgrjónin og binda í knippi, þreskja síðan kornið úr stráinu með því að slá bindunum við steina, er þeir bafa á gólfunum í húsum þeim, er þeir þreskja í, og gjörir kvenfólkið mest af þeirri vinnu. 1 Madagaskar er mikið af námum — olíu- námum, gullnámum, járn og kolanámum. Bret- ar eiga mest af gullnámunum, en Frakkar olíu- námurnar, sem víða hafa fundist á eynni. Þar er og blý og ótal fleiri málmar, svo sem silfur, ^°Par °S “nickel ”. Radíum hefir fundist þar í jörðu nýlega, í ríkari mæli en annars stað- ar. Auður sá, sem í námum þessum er falinn, lofar miklu um framfarir þar á eynni. Þó eru þar enn ótaldar auðsuppsprettur, þar á meðal sú auÖugasta, en það eru steinanám- urnar, sem þar hafa fundist. Madagaskar er auðugasta af dýrum stein- um allra landa þeirra, sem þekt eru. Af stein- um þessum hafa fundist og eru alt af að finn- ast fleiri verðmætar tegundir, en í nokkru öðru landi. Á meðal steinategunda þeirra, sem al- gengar eru, eru beryl-steinar- garnet, orthas, topaz, ameþyst og tourmaline. Steinar þessir hafa fundist víða á eynni, og menn eru alt af að finna nýjar steinnámur; lofar sú auðsupp- spretta miklu, ekki sízt þar sem slíkir námar eru mjög að ganga til þurðar í Brazilíu og á Indlandi, en eftirsókn fólks eftir slíknm skrautgripum fer alt af vaxandi, og þarf því sízt að óttast, að þeir falli í verði. Auk hrísgrjónanna rækta Madagaskarbú- ar mikið af maís, baunum, hnetum, sykurreyr, cocoa, vanilla, tóbaki, togleðri og silki. Arið 1921 ræktuðu Madagaskarmenn helm- ing^inn af vanilla forða heimsins. Þeir rækta á ári hverju hnetur á 25,000 ekrum lands, baun- ir á 70,000 ekrum, og maís á 250,000 ekrum. Madagaskarmenn leggja mikla stund á kvikfjárrækt, og ganga hjarðir nauta og sauða þar úti alt árið„ því loftslag er þar milt—frýs einstaka sinnum á nóttum, þar sem kaldast er á hálendi eyjunnar. Madagaskarbúar eiga 10 miljónir nautgripa og selja árlega 250 þúsund- ir til nautakaupmanna og niðursuðustofnana þar í landi og annara staöa. Saufjárrækt hafa þeir allmikla, en fé þeirra er rýrt og óbætt. Einnig hafa þeir nokkra svínarækt, og stórar hjarðir strúts- fugla. Hestar voru fluttir inn til eyjarinnar árið 1815 og eru þar nú um fimm þúsundir hrossa. T I L J6NS SKÁLDS RUNÓLFSSONAR. Þú hefir mengi letrað ljóð, líkt og drengir fleiri. Þau eru fengur,—þrumuhljóð, þó að enginn heyri. Leiftrin hljóðu listaþrá lýsa’ er hróður varðar. Minna ljóðin ljúfar á lindir móðurjarðar, sem að hjala hljótt og blítt heima’ í valaranni, oft er svala þóttu þýtt þyrstum smalamanni. Þínar líÖa ljóðæðar léttar, blíðugjamar. Ekki síÖur ágætar eru þýðingaraar. Þorskabítur. Vinsamleg andmœli. “Samkomulags tilraunir” heitir all-löng ritgerð, er hr. Ragnar E. Kvaran birtir í “Heimskringlu” 15. apríl síðastliðinn. Ræðir hann Iþar um og mælir meb þeirri tillögu séra Alberts Kristjánssonar, að allir yestur-lslendingar taki höndum saman og starfi aS kirkjumálum sínum í einu allsherjar sambandi, hvað sem trúarskoðunum þeirra líSi. BæSi uppástutngumaður og greinarhöf. líta, að mér virðist, svo á, aö mismunur trúaratriða aðal- kirkjuflokkanna hér, sé svo smávægilegur, að slík samvinna með þeim ætti að geta tekist og átt mikila framtíS og glæsilega. Svo björt yrði þá framtíðin, segja þeir, A K. og R. E. K., að ekkert eifi yrði sjá- anlegt, ekki handarstærð af úlfúðarskýjum þeim, er siglt hafa hraðbyri um andalegan himin Vestur- íslendinga á undanförnum árum, þar stafaöi sól í heiði nótt og nýtan dag. Fjarri sé það mér, að gera tilraun til að skjóta á eða kasta grjóti að þessum krystals-kastala, og enn ver sæti á mér, ólærðum og litt-skrifandi almúga- manni, að fara aö þrátta við tvo skólagengna guð- fræðinga um þessi efni. Segi þeir, aS mismunur trú- arstefnanna -sé svo smávægilegur, að jafna megi “í bróðerni”, þá ættu þeir að vita, hvað þeir eru að syngja. Uppástungumaðurinnj Aíibert Kristjánsson, er, sem kunnugt er, margra ára þjónandi prestur Únit- aranna vestur-íslenzku, og' getur þvi djarft um talað, að þvi er viðkemur trúarhugsjónum kirkjuflokks sins, sem hann telur nú svo likar lúterskum sið og öðrum “þröngsýnum” kristindómi, að samvinna ætti að geta tekist. Þótt þetta sé nokkuð á annan veg, en eg, og víst allmargir aðrir lúterskir menn, höfum skilið afstöðu nefndra flokka, eftir hart nær hálfrar aldar kynni af þeim hér, þá hæfir ekki að bera brigður á ummæli prestsins, A. K., um hinar náskyldu trúarstefnur Ún- itaranna og þeirra lútersku. Þó einhver kynni nú að efa orð séra A. K. um téðan skyldleika trúarskoðanna, þá ætti þó vitnis- burður stuðningsmannsins, hr. Ragnars E. Kvaran, að taka af öllu tvímæli i þessu efni. Honum ætti vissulega að vera kunnar andastefnur beggja flokk- anna, hins lúterskra og þess er Únítarastefnunni fylgir. Hann er sem sé guðfræða-kandídat frá lúterska há- skóljnum í Reykjavík, en nú andlegur leiðtogi og um- ferSar-prédikari Únitaranna hér vestra og þeirra ann- ara, er kirkjulegt samfélag hafa með þeim. Augljóst er því, að stuðningsmaSurinn stendur enn hetur að vigi, en séra A. K., þar sem honum eru báðar stefn- urnar jafn-kunnar. Nú vita báðir þessir menn ofur vel — annar að minsta kosti—, að lífæðar og hjartablöð vestur- íslenzkrar kirkju—lúterska kirkjufélagsins, með öðr- um orðum—, eru hin sömu þann dag í dag og þær hafa veriS frá byrjun kirkjulega starfsins í Vestur- heimi, eða um síðastliðna hálfa öld. Þó virðast mér sem þeir vilji koma fólki til að trú því, aS það sé smá- atriði ein, er aðskilji flokk þann er þeir leiða, frá þeim, er innan vébanda kirkjufélagsins lúterska held- ur sig. Sé þetta í raun og sannleika svo, þá er það vissulega gleðiefni. Það er enda mikill gleði- og vonarblær yfir rit- gerS hr. Ragnars E. Kvaran, þeirri er varð mér orsök til andmælanna og nefnd er í upphafi þessara athug- ana. HeiðraSur höf. virðist sérstaklega gleðjast yfir stráum nokkrum, er hann þykist hafa komið auga á í “óheilla”-mörkinni kirkjulegu hér hjá oss, Þetta hafa orSið 'honum slikir undra-njólar, að undir skugga þeirra hyggur hann að allar hjarSir geti hjúfrað sig. Til þess nú að flýta fyrir því, aS allir komist í skjól- ið það, er víst greinin um “samkomluags tilraunir” rituS. , Hvort rökfærsla heiðraðs greinarhöf. nái til gangi hans, flýti fyrir samkomulaginu, um það mikill efi í minum huga. Sannast aS segja finst mér greinin bera nokkurn keim af ádeilu gegn þeim, er öSrum augum lita á málið en höf., fremur en friðar- blæ, er með þýSleik sínum hefði mátt verða til þess að létta samkomulags-leiSina. Til þess nú að finna þessari skoðun minni stað, vil eg í bróðerni benda á ein þrjú atriði í grein hr. R. E. K., sem mér virðast þurfa skýringar við, áður en þau geti skoðast sem veigamikil rök til þess aS til samkomulágs gæti dregið meS skoðanabræðrum hans og oss hinum hér vestra, sem hópað höfum oss undir merki Iúterskrar kirkju. ÞEIR SEM ÞURFA'_ LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& DoorCo. Limited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒÐI x ALVEG FYRIRTAK Það fyrsta, sem þér þurfið að gera á borgunardeginum. er að leggja eitthvað inn í sparisjóðsbókina. Peningar yðar reynast hollasti vinurinn er þér veikist, eða tapið atvinnu — ef þér hafið sparað þá. ‘Sá tími kemur fyrir alla, að tekjur þeirra minka og starfs- mátturinn þverrar. Aðeins eitt getur þá komið í staðinn fyrir núverandi hæfileika til að afla tekna — og það eru peningar þeir, sem þér áður og nú hafið sparað. Biðjið um bæklinginn," The Measure of your Income,” hann mun koma að góðu haldi. The Rp\^al Bank of Cartada Eyrsta staðhæfing heiðraðs gerinarhöf. um kirkjulegt starf Vestur-íslendinga í liðinni tíð, er sú, að því hafi fylgt “óheill —frá öndverðu.” Þetta þykja mér stóryrði mikil, xg óhæfileg í munni manns, sem fiiðar-orð ætti að hera manna á miilli. Slíkum “stóradómi” finsit mér ósæmilegt að taka við án andmæla, og það frá tiltölulega ó- kunnugum manni. Vildi eg helzt mega ímynda mér, að orð þessi hafi hrotið úr penna hr. R. E. K. fremur í ógáti, en af ásettu ráði. Hvernig veit nú greinar-höf. um “óheill” þessa? Vissulega ekki af cigin reynd, til þess er dvöl hans htr alt of stutt. Eða slær hann jæssu út í annara oröa stað? Sé svo, þá vil eg nú í bróðerni trúa honum fyrir því, að í þeim frá- s;.gnar-vef er uppistaða, sem ekki er spunnin úr skíru gulli sannleik- ans, né er ívafið úr hreinu silfri. Og eg þori að fullyrða, að hefði br R. E. K. litast um af óháðum sjónarhóli áður en hann reit grein sina, myndi hann ekki hafa felt slíkan “stóradóm”, sem þenna yf- ir kirkjulega starfinu hér. Ekki aö eins er þetta slag í and- lit núlifandi leiðtogum kikjumál- anna hér hjá oss, held einnig — og það miklu fremur — áfellisorð gegn látnum og göfugum foringj- um, er starfið báru á herðum sér um heilan mannsaldur, alt frá fyrátu frumhýlingsárunum hér vestra. Eg þykist þess fullviss, að1 hefði greinarhöf. af eigin þátttöku, um iengri eða skemmri tíma, kynst kirkjulega starfinu hér og leiösögn þeirri er þar réði, þá myndi hann ekki hraöa sér um of til kirkjulegr- ar samvinnu viö menn, sem jafn- ósönn dómsorð léti sér um munn fara og þau, er hér ræðir um. Þá myndi hann, eins og vér hinir (hér leyfi eg mér að tala í fleirtöluý, sem margfaldrar iblessunar—hæði félagslega og sem einstaklingaú- höfum notið af kirkjumála starf- inu, ekki vilja ganga inn á, að “óheill” hafi verið þar mest áber- andi afleiöingin. Finst nú ’hr. R. E. K., er hann litast um hér vestra og lætur sjón dvelja við hinn sýnilega árangur kirkjulega starfsins, aö honurn megi helzt lýsa með áðurgreindri slaðhæfing? Og vilji heiðraður, greinarhöf. komast að hugarþeli einstáklinganna, sem starfsins hafa notið og í því tekið meiri eöa minni þatt, þá gæti hann reynt að tala viö þá um þetta i bróðerni, og sjá svo hvert svarið yrði. Á sliku finst mér fremur mætti byggja ef dæm.i skal, því það er ávalt betra “að vita rétt en hyggja rangt.” Það veit eg að heiðraöur greinarhöf. muni undirskrifa. Sumum kann nú að finnast, ið eg hafi verið ó*þarflega orðmarg- ur um þetta atriði í grein hr. R. E. K. En mér finst þetta alvarlegasta staðhæfingin í gein hans—sleggju- dómur, eins og áður er tekið fram. Enda hefir greinarhöf. sjálfur auðsjáanlega fundið til þess, aö hér væri hann að ganga full-langt, og hætir því viö óheilla-yfirlýsinguna þessu á eftir þankastriki—“jafn- mikilli atorku og góðvilja og þó hefir verið beitt við þau af ýmsum mætum mönnum.” En frá mínu sjónarmiði getur sú viðhót þýtt alt og ekkert. Þá eru fordæmin, sem greinar- höf. færir fram því til sönnunar, að menn meö ólíkum trúarskoð- unum geti hæglega búið saman i sátt og friði innan vébanda sömu kirkjudeildar. Annaö dæmiS er tilfært héðan úr Canada, en hitt frá Þýzkalandi. En bæði finnast mér athugaverð, söku.m þess, að þar er ekki nema hálfsögð sagan, eða þeim kastað fram skýringa- laust, og jafnvel gefið í skyn, að á báöum stöðunum gangi alt hið kirkjulega starf fyrir sér í sátt og samlyndi. Þess ber aö geta, finst mér, að þótt hinar þrjár kirkjudeildir*, Meþodistar, Presbýterar og Con- gregazíónalistar, sem nú eru að mynda “United Church of Can- ada”, allar standi á sama grund- vellinum: trúnni á þríeinan guð og friðþægingunni fyrir Jesúm Krist, þá er þegar hafin mikil mótspyrna, í hópi Presbýtera að minsta kosti, gegn því, að láta Sambandið svelgja sig. Hversu sterk þau mótstöðu-samtök verða, er enn ekki full-ljóst, en í þeim hópi eru margir mætir og áhrifa- miklir menn, lærðir jafnt sem leikir. Þá má og hins geta, að “United Church of Canada” mun eiga að- ullega rót sína aö rekja til fjár- málalegra ástæðna. Um trúar- grundvöllinn var ekki að þrátta, sem var og er hinn sámi hjá öllum flokkunum, sem áöur segir. Þar sem nú alt ööru vísi stendur á 'hjá oss, að því er mér hefir skilist af opinberum stefnuskrám aðal-kirkjuflokkanna íslenzku hér, finst mér þetta canadiska for- dæmi heiöraðs greinarhöf. alls engin sönnun fyrir því, að Lúters- trúarmenn og Únítarar gætu komið sér saman í stóru kirkjunni, sem þeir A. K. og R. E. K. ætla aö byggja yfir oss. Því miður. — Auka-atriðin gætu flokkarnir að sjálfsögöu komist að samningum um, en á meðan þeir standa á önd- verðum tneiöi hvað snertir sjálft hjartáblað trúarinnar, er sam- komulags-tal orðmælgi ein. Og- að hér sé um grundvallarlegan mis- mun aö ræða, við það er bezt að kannast hreinskilnislega—koma til dyranna eins og maður er klædd- ur, og reyna ekki að hylja sig í þokuslæðum óákveöinna orða, sem þýtt geta bæði já og nei. Kristin trú er of helgur dómur til þess að leika með hana eins og fótbolti væri. Jafnvel þó að slik- ur boltaleikur endaði með hinum marg-dáða allsherjar friöi með oss Vestur-íslendingum, og vér gætum svo bygt yfir oss öfluga Elliotts- kirkju, þá helgaöi tilgangurinn ekki meðaliö. — Þessa aðferð gétum vér heldur ekki lært af sambands- starfi kirknanna í Canada, því það er bygt úr öðrum viðum, eins og eg drap á áður. En hitt getum vér lært af samborgurum vorum hér, þaö, aö vinna að öðrum velferðar- málum lands og lýðs, án þess að spyrja hver annan um trúarskoð- anir og önnur einkamál einstak- linga eða flokka. Um fyrirmyndina þýzku, sem

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.