Lögberg - 21.05.1925, Síða 6

Lögberg - 21.05.1925, Síða 6
Bij. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN. 21. MAÍ 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston ChurchilL “Nei, alls ekki,” sagði ofurstinn; “það var minn klaufaskapur.” Hann hélt ekki áfram heldur stóð kyr og togaði fast í langa yfirskeggið á sér. “Fjand- inn hafi ykkur norðanmenn!” sagði hann svo. í sama vingjarnlega rómnum, “þið hafið gert okkur margt ilt. Það hefði ekki liðið meira en vika þangað til að við hefðum orðið að fara að éta svertingjans ” Ofurstinn gretti sig um leið og hann sagði þetta, svo að Stephen gat ekki varist hlátri. Hann hafði tekið eftir góðverki mannsins og hann hafði dáðst að honum fyrir það, að vilja ekki láta neitt á því bera. Ofurstrhn var breiðvaxinn mjög, herðarnnr á Ihonum voru ótrúlega Ibreiðar; andlitið var smátt, ef til vill sökum hungurs, nefið var stórt og bogið að framan og augun voru íblágrá. Hann var í reið- stígvélum, sem voru öll með leirslettum, og var vafalaust sex fet og fimm þumlunga hár; Stephen var smár vexti í samaníburði við hann. “Við skulum ekki rífast um það, herra höfuðs- maður hverjir eru húsibændur hér. *Eitt er víst og það er það, að eg hefi verið hér lengur en þú. Mér finst vera liðin tíu ár síðan eg sá konuna og krakkana i Suður-Karólínu. Eg get ekki boðið þér miðdagsverð, við erum búnir að éta alla múlasna; allar rottur og allan sykurreyr, sem er til í borg- inni.” (Það var sem hann 'bætti við með augunum, að Stephen hefði ékki getað verið þar að öðrum kosti). "En eg get boðið þér nokkuð, sem er betra en alt sem þið hafið fyrir norðan.” Um leið og hann sagði þetta dró thann upp úr vasa sínum 'beiglaðan silfurpela. Hann tók eftir því, að Stephen varð litið á skjaldarmerkið. “Hann var eign afa míns, sem var í her Wash- ingtons. Eg heiti Jennison — Catesby Jennison,” sagði hann. “Þú hefir ekki sagt mér nafn þitt enn, höfuðsmaður.” “Eg hciti Brice,” sagði Stephen. , Ofurstninn hneigði sig mjög kurteislega og rétti um leið út aðra hendiip, svo skrúfaði hann lokið af pelastútnum Stephen hafði aldrei geðjast að tómu whiskey, enhann rendi samt niður sopa, án þess að gretta sig. Það var eins og að ofurstanum geðjaðíst einkar vel að því; hann skrúfaði lokið á aftur, eftir að hann hafði sopið á sjálfur, rétti síðan Stephen handlegginn með mesti viðhöfn og Ieiddi hann með sér niður eftir strætinu. Stephen dró nokkra af vindlum Whipples dómara upp úr vasa sínum, og hinn lauk á þá mesta lofsorði. Alstaðar mátti sjá að borgin hafði orðið fyrir miklum áföllum Sum húsin voru brotin og brömluð og af öðrum var ekkert eftir nema öskuhrúgur og sviðnir staurar; stór tré höfðu fallið og hér og þar voru gangstéttirnar rifnar upp. “Herra minn trúr!” hrópaði ofurstinn, “hvað mig verkjar í eyrun síðan bölvaðir byssuhólkarnir- ykkar þögnuðu. Hávaðinn var orðinn alveg eins • og þögn fyrir okkur, og í gær fanst mér eins og að hundrað eldfjöll hefðu sprungið. Þeir sögðu, að þegar víggirðingin sprakk upp, þá hefði svertingi komið niður lifandi yfir frá hjá ykkur. Er það satt?” “Já,” sagði Steþhen og brosti, “hann kom niður skamt frá þar sem mín sveit stóð. Hann hafði dá- lítinn höfuðverk, en að öðru leyti virtist hann vera jafngóður.” “Hann hefir þá líklega komið niður á hausinn,” sagði Catesby Jennison ofursti, rétt eins og þetta væri ekkert merkilegt. “Og isegðu mér nú nokkuð,” mælti Stephen. “Hvernig fóruð þið að brenna skurða-jafnarana okkar?” Ofurstinn nam staðar og Ihló hjartanlega. “Ja, það var nú svei mér norðanmannabragð.” hrópaði hann. “Einhver slunginn náungi kom upp með það að bleyta kveikiþráð í terpentínu og svo skaut hann þessu samanþjöppuðu úr víðum byssu- hólk.” “Við héldum að þið hefðuð notað sprengikúlur.” Ofurstinni hló aftur og mjög dátt. “Sprengikúlur! Ekki nema það þó. Við áttum fult í fangi með að útvega okkur hvellhöttur. Veistu hvernig við fórum að því að ná í hvellhettur? Þrír af liðsforingjunum okkar — reglulegir þrekkarlar í hverri mannraun—létu sig reka niður ána .á trjábol- um. Einn þeirra kom aftur með tvö hundruð þýs- und. Hann er uppáhald Vicksburg-lhersins. Hræðist ekkert. IMaður, sem ekki lætur neitt fyrir brjósti brenna, maður, sem lætur sér á sama standa um alt. Nóttina, sem þið gerðuð áhlaupið á virkið, fór hann og nokkrir aðrir yfir um til ykkar í róðrarbát- um — í róðrarbátum segi eg — og þeir kveiktu í hús- um í De Soto, til þess að við gætum séð, hvar við ættum að skjóta. Og svo kom hann aftur á móti kúlnahríðinni frá okkur. Þessi maður særðist á svo undarlegan hátt að það var rétt eins og það hefði átt fyrir honum að liggja; hann særðist af broti úr sprengikúlu úr einni fallbyssunni ykkar, þar sem hann ®at við að borða miðdagsverð í Vicksburg. Hann er æði Jangt leiddur nú, vesalingurinn,” bætti ofurstinn við dapur í bragði. “Hvar er hann?” spurði Stephen, sem langaði til að sjá þennan mann. “Hann er ekki langt í burtu héðan,” sagði ofurs*- inn. “Hver veit nema þú gætir eitthvað liðsint hon- um,” hélt hann áfram hugsandi. “Mér þætti leiðin- legt að sjá hann deyja. Læknirinn segir, að honum geti batnað, ef hann fái hjúkrun og nóg af heilnæmu lofti og góða fæðu.” Hann þreif í handleggirn á Stephen með heljarafli og sagði: “þér er alvara?” “Já, það er mér sannarlega,” sagði Stephen. Nei, sagði ofurstinn eins og vlð sjálfan sig, ‘Tjú lítur ekki út fyrir að vera neitt hrekkjatól.” Hann greikkaði Sporið, en áður hafði h3nn gengið hægt og letilega, og eftir nokkra 3tund komu þeir að nokkurs konar gili, þar sem gatan lá á milli tveggja hárra leirbakka. Þar sá Stephen hellana, sem sunnanmenn höfðu grafið, og sem Stephen hafði hert getið um. Jennison ofursti nam staðar fyrir framan opnar dyr, sem voru á leirbakkanum og barði á þær. Kvenmannsrödd fyrir innan kallaði út 1 lág- um hljóðum, að hann skyldi koma inn. Þeir gengu inn í herbergi, isem var grafið inn í þéttan og harðan leirinn. Gólfdúkur var breiddur a gólfið og pappír var lagður á veggina að innan og það hékk jafnvel mytid á einum þeirra. Ofurlítill gluggi var á einum veggnum, þröngur eins og glugg- ar í fangelsum, og undir honum stóð rúm. Miðaldra kona sat við rúmið. Hún var góðmannleg á svipinn, en Stephen sýndist andlit hennar fölt og magurt, er hún snéri sér til þeirra með bendingu um að þeir skyldu hafa hljótt um sig. Hún benti á rúmið. í því lá magur og tærður líkami undir ábreiðu. And- litið snéru upp að veggnum. “Þey, þey!” sagði konan. “Þetta er í fyrsta skiftið, sem hann hefir sofnað í tvo daga.” En maðurinn, sem í rúminu lá, hreyfði sig þreytulega og hrökk upp. Hann snéri sér við. And- litið, sem var gulleitt og mjög magnrt, var eitt af þesssum andlitum, sem verða fallegri við veikindi, og í augunum, sem gljáðu af sótthitanum, var fyrir- mannlegur svipur. Maðurinn starði eitt augnablik á Stephen, svo snéri hann sér aftur til veggjar. Hin bæði horfðu á hinn unga höfuðsmann úr norðanhernum. “Guð minn góður!” hrópaði Jennison og þréif í handlegginn á Stephen. “Er hann þá orðinn svona aumur? Við höfum séð hann á hverjum degi.” “Eg — eg þekki hann,” svaraði Stephen. Hann flýtti sér að rúminu og beygði sig ofan yfir það. “Colfax!” sagði hann, “Colfax!” “Þetta er óþolandi, Jennison,” sagði maðurinn, sem í rúminu lá, með mjög veikri rödd. ‘fHversvegna kemurðu með norðanmenn bingað?” “Brice höfuðsmaður er vinur þinn,” sagði ofurst- inn oe togaði í yfinskeggið. “Brice?” endurtók Clarence, “Brice?” Er hann frá St. Louis?” “Ertu frá St. Louis? “Já, eg hefi kynst Colfax höfuðsmar.íri.” “Ofursta,” leiðrétti Jennison. “Colfax ofursta, fyrir stríðið. Og ef hann vildi komast til St. Louis, þá held eg að eg gæti komið honum þangað undir eins.” Þau toiðu þegjandi eftir því að Clarence svaraði. Steþhen vissi vel um hvað hann myndi vera að hugsa og hann vissi að bann myndi vera ófús á að þiggja greiða af Yankee. Hann var að hugsa um það, hvort að hann myndi hafa sérstaka óbeit á sér. Og hugur hans hvarflaði aftur í tímann og ntrður, og hann nam staðar við endurminninguna mn daginn í sumar- hýsinu í Merimac-hæðunum. Virgi®ía hafði ekki elskað frænda sinn þá, um það var Stephen viss. En nú? Nú þegar allur Viksburg-herinn lofaði hann og hann var bágstaddur — Stephen andvarpaði. Hann hefði þá ángæju af því að hafa hjálpað til þes®. Konan slétti óróleg ábreiðuna, sem var ofan á manninum. úr fjarska heyrðust fagnaðaróp, og það virtist sem það vekti hann af dvala. Hann snéri sér aftur að þeim óþolinmóðlega. “Eg hefi ástæðu til þess að muna eftir herra Brice,” sagði hann með festu í rómnum og svo bætti hann við með meiri ákafa: “Hvað er hann að gera hér í Vickaburg?” Stephen leit á Jennison, sem leit undan. “Borgin hefir gefist upp,” sagði ofurstinn. Þau 'bjuggust við, að Colfax myndi rjúka upp reiður, en hann aðeins stundi. “Þú getur þá staðið þig við að vera göfugmann- legur í tiltooði,” sagði hann og hló bitran hlátur; “en það er enn langt frá því að þið hafið sigrað okkur. Jennison,” hrópaði hann, “Jennison, því í fjandanum gáfust þið upp?” # “Colfax," sagði Stephen og gekk að rúminu, “þú ert of veikur til þess að tala. Eg ætla að finna yfirhershöfðingjann. Það getur verið að eg geti sent þig norður í dag.” “Þú getur farið með fanga eins og þér sýnist,” svaraði Clarence kuldalega. Blóðið kom fram í andlitið á Stephen. Hann hneigði sig fyrir konunni og fór út. Jennison ofursti kom hlaupandi á eftir honum og náði honum úti á götunni. “Þú tekur þetta ekk: sem móðgun, Brice. Hann er veikur, og það veit guð, að hann er stoltur — Eg býst við” sagði hann með auðmjúkum róm að við séum of fjandi stoltir, sumir hverjir — En við erum ekkl tilfinningarlauisir.” Stephefl tók þétt í hendina á honum. ‘Móðgaður!” sagði hann “Eg dáist að mann- inum. Eg fer beint til yfirhershöfðingjans. En lofaðu mér að þakka þér. Og eg vona herra ofursti, að við eigum eftir að sjást aftur sem vinir.” “Bíddu ögn við,” sag«i Catesby Jennison ofursti, “það er réttast að við fáum okkur í staupinu upp á það.” Þegar Stephen kom nálægt ráðhúsinu, sá hann hóp af liðsforingjum, sem sátu þar á tröppunum og hann sá að yfirhershöfðingi Sherman var þar meðal þeirra. “Brice,” sagði Sherman um leið og hann svaraði kveðju hans, “hefir þá verið að halda daginn hátíð- legan með einhverjum vinum okkar af uppreisnar- liðinu?” # “Já,” svaraði Stephen. “Og eg kom aftur .til þess að biðja þig Um að gera nokkuð fyrir einn , þeirra. “Hann sá að svipur yfirhershöfðingjans, sem var góðlegur, breyttist ekki, og það gerði hann djarfari með að halda áfram. “Þetta er einn af ofurstum þeirra. Þú hefir ef til vill heyrt hans getið. Hann er maðurinn, sem Iét sig reka niður eftir ánni á trjábol og kom aftur með tvö hundruð þúsund hvellhettur ” “Já, þó það nú væri,” greip hershöfðinginn framm í; “við höfum víst allir heyrt hans getið eftir það. Hvað annað hefir hann gert til þess að koma sér í mjúkinn hjá okkur?” spurði hann brosandi. “Nú, herra hershöfðingi, hann réri yfir ána í svolítilli kænu og kveikti í De Soto, svo að þeir gætu haft eitthvað til þess að miða á.” “Mér þætti ganian að sjá þennan mann,” sagði yfirhershöfðinginn með sinni venjulegu ákefð. Hvar er hann?” “Það var einmitt það sem eg ætlaði að fara að segja þér. Hann fékk kúlutorot í sig, þegar hann var búinn að komast í gegnum alt þetta, einu sinni, er hann sat og var að borða. Hann er mikið veikur núna, og þeir isegja, að hann geti ekki lifað nema að það verði fárið með hann norður. Eg kannast við hann frá St. Louis og eg hélt að úr því að foringj- arnir verða látnir lausir, þá gæti verið að eg fengi leyfi hjá þér til að senda hann norður í dag.” “Hvað heitir hann?” “Colfax.” Yfirthershöfðinginn hló. “Eg kannast við kyn- ið,” sagði hann. “Eg er viss um, að hann hefir ekki þakkað þér fyrir það.” “Nei, hann gerði það ekki.” “Mér líkar dirfskan í honum,” sagði hershöfð- inginn með áherslu. “Þessir stórættuðu, ungu menn eru aðalstyrkurinn í þessari uppreisn. Þeir eru skapaðir til þess að berjast. Þeir hafa aldrei gert annað en að vera í kappreiðum og etja saman hönum. Þeir kunna að sitja hest betur,en fjandinn, berjast betur en f jandinn og kæra sig kollótta um hvað sem er. Walker hafði nokkra af þeim og Crittenden hafði nokkra. Og hatrið í þeim til norðanmannanna, ja, það er nú ekkert smáræði. Eg þekki þennan Colfax líka. Hann er frændi fallegu stúlkunnar, sem j Brinsmade var að tala um. Þeir segja að þau séu trúlofuð. Það væri slæmt að gera henni ekki þetta til þægðar — eða hvað?” “Já, herra hershöfðingi.” “Bíddu við, höfuðsmaður, eg hélt að þú vildir giftast henni sjálfur. Fylgdu mínum ráðum og reyndu ekki að fara að temja neina urðarketti.” “Mér þykir vænt um að geta gert piltinum eitt- hvað til þægðar,” sagði yfirhershöfðinginn, þega.” Stephen var farinn út með blaðið, sem hann hafði gefið honum. ‘Mér þykir vænt um að geta gert svona greiða hvaða yfirmanni sem er. Tókuð þið ekki eftir því hvernig honum brá, þegar eg mintist á stúlkuna?” Þannig stóð á því, að Clarence Colfax v£tr þetta kvöld komið út á spítalaskip, sem átti að fara norður til St. Louis. Frá Gimli. í gegnum lífsins æðar allar fer ástargeisli drottinn, þinn í myrkrin út þín elska kallar, og allur leiftrar geimurinn, og máttug breytast myrkra ból í morgunstjörnur, tungl og sól. ’ M. J. Þetta þykja nú máské notkkuð sterk og mikilfengleg orð, fyrii ekki stærri grein en eg nú líklega skrifa. En ef vel er aðgætt, er ékkert of sterkt né mikilfenglegt, þar sem um er að ræða hið allra besta, dýrðlegasta og mikilfeng- legasta, sem okkur mönnunum er leyft að þekkja og njóta, bæði með þí að veita þiggja og njóta, sem er kærleikurinn, kærleiki guðs, og kærleiki mannanna hvor til ann- ars. “Mannkærleikinn”, sem þó er máské aðeins dauft endurskin af kærleika Guðs.Eins og spakyrðið segir að óvild, eða hatur til jafn- vel eins manns, geti gjört allan heiminn kaldan og skuggalegan. — eins sé það víst, að velvild eða kærleiki jafnvel til eins manns, geti gert alt lífið gleðilegt og bjart. Hin fagra hlið á heiminum er sú: þar sem blóm kærleikans þróast. — Svo margt hefir verið sagt um það héðan frá Gimli og víða minst á það, þar sem tveir eða fleiri, eru saman komnir, hvað góðvild og kærleiki fólks til þessa heimilis, Betel, sé mikill og óþreyt- andi, þó mörgu ððru sé oft að sinna — að óþarfi virðist að taka það fram hér í þessari litlu grein. ■— Þó get eg eigi stilt mig um að tilnefna hina ýmsu búninga, 3em mannkærleikurinn hefir tekið sér, þegar hann hefir heimsótt þessa stofnun, ÍBetel. Vanalega kemur hann í heimsóknum með þá al's- konar góðgæti í ferðapoka smum, sem hann veit að glatt muni geta gamla fólkið og alla á heimilinu. og aldrei gleymir hann kærleik- urinn, að koma með glatt and'it, bjartan svip og nærgætin orð. — Stundum sendir hann peninga- * gjafir til stofnunarinnar, til að stuðla að feví, að þeim gömlu, og á ýmsan hátt eitthvað veikluðu, sem hafa kosið sér að mega eyða síðustu æfistundum sínum hér á Betel, i— gæti liðið sem allra, allra best. — Oft hefir hann komíð hingað til Betel með sjónleiki til að gleðja okkur þannig. Og nú síð- ast á fimtudagskveldið þaiin 7. þ. m. kom hingað heim, leikflokkur Gimli bæjar til að leika fyrir okk- ur hinn ágæta sjónleik “Syndir annara,” sem bæði er skáldlegur, náttúrlegur og tilþrifamikill á til- finningu manna, án þess þó að hafa nokkuð ruddalegt meðferðis. Hvernig leikendurnir hver um sig gjörðu hlutverk sitt, er með fæst- um orðum hægt að lýsa þannig: Þeir gjörðu allir alveg sömu snild- ina í því að leika, eins og skáldið sjálft, er það samdi leikritið. Þar leika allir vel, og máské þessvegna ekki rétt að tilnefna' neinn sérstak- ann, — Það var ekki laust við það að mér, og máské fleirum áhorf- endum þætti nóg um þegar “jóm- frú Disa” gaf Pétri sínum þenna líka indælis koss, sem ekkert hun- ang, ekkert síróp og líklega eng- inn jarðneskur hlutur getur jafn- ast á við, að minsta kostí ekki fyrir Pétur, sem henni þótti svo vænt um. Það vakti áhuga áhorf- enda ekki lítinn, þegar hin verri öfl í huga frú önnu höfðu yfir- höndina, og hún gat ómögúlega stilt sig lengur. Eins var það á- takanlegt þegar frú Guðrún var að heyja stríð við sjálfan sig, og hið góða, sem í henni bjó hafði sigur. — Tilkomumikið og göfugt hlut- verk í leiknum leysti frú Berg, af hendi, þar sem hún eins og hinn miskunnsami Samverji kemur á réttum tíma til að hella mýkjandi og friðandi viðarolíu ofan í hin blæðandi og svíðandi andlegu sár dóttur dóttir sinnar. Kærleikurinn og vitið hellir þar olíu á hið ólg- andi haf, svo djúpið verður fagurt og spegilslétt. Dauft endurskin af kærleikanum, sem að sigrar alt, leiftrar avo yfir sýningarpalllnn, sem kveðjuorð. — 8. maí 1925. J. Briem. ? | | x T x T x T t t m Kristrúnar-kvöld. Sjá kvöldið í kvöld er eitt Kristrúnar-kvöld, Og kærleikans glóir á arni; Sjá, eining og friður hér eiri eiga völd, Já um það ber vitni glöð systkina fjöld, Er sest hér með sjötugu barni. Já, Kristrún er sjötug og svolítið þreytt, En samt er hún ung og í blóma; Því sjötiu ár gjöra ei sálunni neitt — Ei sálu þess Ibarns, sem í Guði er eitt, Þótt holdið loks dragist í dróma. Vér árnum þér Kristrún vorn kærleik og koss, Og kyssum þig fegin í anda; Alt þökkum og biðjum nú þann, sem bar kross; Hann þóknast sér láti, að bænheyra os®, Um blessun og .heill þér til handa. f f t t t m F. R. Johnson. ♦;♦ V Sérstök og tii^baka Fargjöld TIL MINNEAPOLIS-ST. PAUL FYRIR HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI NORÐMANNA UPPLYSINGAR GÉFUR CANADIAN PACIFIC RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL Tho Manitoba Co-operative Dairies LIMITHD MINNESOTA STATE FAIR GROllNDS FARBRÉ TIL SÖLU Fré Stöðum | 3. til 8. Júní 4. til 8. JONI, 1925 »

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.