Lögberg - 28.05.1925, Page 7

Lögberg - 28.05.1925, Page 7
LÖGBKRG. F1MTUDAGINN.28. MiAÍ 1925. BIb. 7 Hörundið þarfnast AÐ VORINU I/,«'Unar UláSaflörlng og útbrot, blöðrur og sprungnr. 50c li.já lyfsölum. Frá Alþingi Islands. Fjárlögin til 2. umræðu í Neðri deild. Kafli úr ræðu framsögumanns fjár (veitinganefndar, Þórarins Jón's- sonar. önnur umr. fjárlaganna hófst í gær. Þórarinn Jónsson hafði fram- sögu af hendi nefndarinnar um fyrri hluta frumvarpsins, og var upphaf ræðu hans á þessa leið:— Undrihúningur fjárlagafrum- vaprsins nú og á síðasta þingi er ólíkur. í fyrra þurfti fjárveitinga- nefndin að hækka lögbundna gjaldaliði um 310.000 krónur, nú hækkar hún þá um 2.000 kr. Þessi verkaléttir hefir verið jerinn. Og þess utan má segja um gjaldahlið- ina, að hún ihefir verið réttur spegill af því, sem stjórnin vill leggja til. En þó þessu sé þannig varið þá er þó þessi gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins það \ um- þráttaða í nefndinni á Ihverju þingi. Umþráttuð á þann hátt, hversu mikið megi hækka hana. Viðjeitni nefndarlnnar verður því ávaltsú að færa þennan ramma út eftir því sem hún telur fjár- hag ríkisins þola. Skoðanir á þessu hafa ætíð verið misjafnar og voru það enn. Sumir vilja treysta á þann undramátt teknanna, að jafn- an megi eiga víst að þær jafni sakir þá óvarlega sé farið, enda sé aldrei hægt að binda sig við það, að afgreiða, eða ætlast til, að fjárlög verði afgreidd, tekjuhalla- laus. Það er nokkuð í þessari skoð- un, þegar hún er^athuguð í því ljósi, sem reynslan hefir varpað á hana. Það má segja, að góður ásetningur ýmsra háttvirtra þing- manna fari þar út um þúfur. Þeim fer iíkt og þeim manni, sem færi í stríð með þeim ásetningi að út- hella ekki blóði nokkurs manns. En þegar í bardagann er komið verður þar fyrsta verkið að drepa mann. Aðstaðan er þannig: Annarvegar er framkvæmdaþörf hvers kjöi*- dæmis á ýmsum sviðum, meira og minna aðkallandi, hinsvegar er sjálfstæðisþörf þjóðarheildarinn- ar Þó að menn trúi ekki á krafta- verk þá mildar þó vonin um góða afkomu ríkissjóðs æfinlega þá, stundum hörðu viðleitni þing- manna að ná sem mestu inn til sinna kjördæma, og er þetta síst að undra, því venjulega stendur kjörfylgi í nokkuð réttu hlutfalli við árangurinn af og það ekki síð- ur hjá þeim kjördæmum, sem jafn- framt fjárkröfum leggja ríkasta áherslu á spárnað á ríkisfé. Þegar þjóðarheildin þolir það, að uppfyltar séu framfaraóskir og þarfir landshlutanna og hér- aðanna, þá er þjóðarhagurinn í góðu lagi. Þá er þjóðin á virki- legri framfarabraut. En verði þetta til þess, að skattarnir íþyngi gjaldþoli einstaklinganna, skuld- irnar vaxi þeim yfir höfuð svo þeir vanmegnist undir greiðslunni, þá er ekki verið á réttri leið. Þjóðin hefir orðið fyrir árekstri, sjálfstæði heildarinnar stóí hnign- aði út á við og peningar hennar féllu mjög í verði. Þingið tók í taumana í fyrra á þá leið að teppa allar framkvæmdir, dragá þannig úr útgjöldunum og höggva þar gem hægt var af annarsstaðar, en það var ekki nóg, heldur þurfti að beita þeim hörkutökum samhliða, að hækka skattana að mun. Þetta mátti heita að treysta á síðustu þolrif þjóðarinnar eftir alla dýr- tíðina. En hún samþykti þetta, viðurkendi réttmæti þessarar stefnu og kvartaði ekki. En meðan Nýtt meðal, sem byggir upp blóð og taugar. Læknar segja það l',\ rirmynilar ínfcii- al fyrir ungtt og aklna. púsundir manna og kvenna, nota þetta nýja lyf Nuga-Tone, og batnar á fáum dögum. Nuga-Tone endur- verkar starfsáhuganm og styrlcir taugar og vöðva. BlóðiS veríur einn- ig hreinna og hraustara. ViS stíflu, höfuSverk og svefnleysi, er ekkert. meSal ibetra en Nuga-Tpne. Enginn þarf aS bíSa von úr viti eftir árangr- inum. Nuga-Tone, er einnig ágætt/ meSal viS nýrnaveiki. peir, sem þjást af einhverjum áSurgfeindum kvilla, ættu ekki aS láta hjá líSa aS fá sér Nuga-Tone sem allra fyrst. FramJieSendur Nuga-Tone þekkja meSal þetta svo vei. aS þeir hafa faliS öllum lyfsölum aS ábyrgjast þaS_ eSa skila peningunum aS öSrum kosti. MánaSarlæikning kositar aS- eins,$1.00. Pæst hjá öllum lyfsöl- um. þjóðin þolir þessa ofþyngingu í sköttum á hún líka fulkomna kröfu á því, að grynt sé á skuldunum og þannig losað fé til aukningar framkvæmdum og afléttingar á sköttum. Hefir hæstvirtur fjár- málaráðh. greinilega sýnt fram á það, í hinni glöggu skýrslu er hann gaf um fjárhag ríkissjóðs við 1. umræðu þessa máls, að í árslok 1927, værum við búnir að losa 2 miljónir til aukningar at- vinnuveganna, ef nú væri gengið að því, að greiða lausu skuldirnar á þessum árum. Hvort er nú betra, að láta standa í stað athafnar- möguleika ríkissjóðs, um langt árabil, eða hrista af sér nokkuð af hlekkjunum og taka svo djarf- ara á framkvæmdunum með þrótti og uppliti til hins frjálsara manns. Úr þessu sker þingið. Árið sem leið var veltiár, sér- staklega fyrir annan aðal-atvinnu- veg landsins, sjávarútveginn. — Hagur ríkissjóðs batnaði og hag- ur fjölmargra einstaklinga batn- aði líka. Þe'tta er gott og blessað og við skulum vona, að framald verði á þessu eitthvað, enda þótt byrjun þessa yfinstandandi árs sé ekki nærri eins glæsileg. En þó það yrði jafngott, er samt sem áður rétt að nota hvern eyri til ýmsra útgjalda, en grynna ekkert á skuldum ríkissjóðs? Sama svarið og áður. — úr þessu sker þingið. Alveg er það víst að eftir góð- ærin koma erfið ár. Væri það á- stand betra að þurfa ef til vill aftur að teppa allar framkvæmdir, geta ekki meira en með erfiðleik- um greitt vexti og afborgun af skuld.asúpunni, og vita sig hafa varið fénu fremur ógætilega en gætilega. Úr þessu sker þingið. En eitt er víst, að þjóðin veitir því nána athygli hverri stefnunni fylgt verður. Og annað er víst, sem þjóð- in veit vel, að skuldagreiðslan eykur peningagildið og verður sá þáttur ómetanlegur. Að lokinni ræðu framsögumanns og fjármálaráðh. tóku þingmenn til máls hver af öðrum. Kl. 7 var fundi slitið og málinu #restað til morguns. Þess er ekki að vænta, að þessari umræðu verði lokið fyr en á laugardagskvöld. Efri deild. Kvennaskólinn í Reykjavík. Annari umr. þessa máls var haldið áfram, þar sem frá var horfið í fyrradag. Umræður stóðu í 4 klukkustundir. Með frv. töl- uðu aðallega forsætisráðh. og for- stöðukona skólans, 6. landsk. (IHB). Sótt ihún málið af miklu kajppi, sem von var til, þar sem framtíð skólans og mentun kvenna hér á landi er svo mjög komin undir afdrifum frumvarps- ins. JJ geystist á móti frv. og deildi við forsætisráðherra um fyrirkomulag skóla í framtíðinni. SE kvað málið vera eingöngu fjárhagsmál fyrir sér; skólinn myndi verða ríkinu dýrari en nú er. GÓ Ihélt fram breytingartill sínum, sem fóru fram á, að ríkið tæki jafnframt að sér kvennaskól- ann á Blönduósi. Brtt. GÓ voru feldar með 9 gegn 5 atkvæðum, en frv. vísað til 3 umr. með 8 gegn 6 atkv. (BK, EP, IHB, HSt., HSn, JóhJós JóhJóh og JM gegn EÁ, GÓ, IP, JJ, SE og SJ). Dósentsem.bætti í málfræði ísl. tungu var tekið fyrir þessu næst, og var umræðunni skamt komið kl. 7, er forseti frestaði málinu og sleit fundi. Ný frumvörp. Þjóðjarðasala. Bjarni Jóns-I son frá Vogi flytur frumv. um Hteimild til að selja Boga kaup- manni Sigurðssyni í Búðardal, á- býlisjörð hans, Fjósá í Laxárdal. Siglufjörður. Einar Árnason flytur frv. um skatt af lóðum og húsum í Siglufirði. Er Kaupstaðn-' um þörf á miklum tekjuauka, til þess að standast kostnaðinn við sjóvarnargarð, isem verið er að leggja. Kleppshæli og landsspítalinn. Halldór Steinsson flytur svolát- andi þingsályktunartillögu. Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að leggja fram fé úr ríkissjóði til að stækka geðveikra- hælið a Kleppi og til byggingar landsspítalans, og skal því fjár- framlagi hagað svo, sem hér seg- ir: 1. Árið 1925 veitist stjórninni heimild til að verja úr ríkissjóði alt að 100 þús. kr. til byggingar á Kleppi/ þannig, að bygð sé ein hæð ofan á þann kjallara, sem þegar er fullegrður. Þingið vænt- ir þess, að byggingunni verði svo haldið áfram og henni lokið í árs- lok 1927. 2. Árið 1926 veitist stjórninni heimild til að verja alt að 100 þús. kr. úr ríkissjóði til byggir.g- ar landsspítala, gegn jafn miklu framlagi úr landsspítalasjóðnum, enda hafi á árinu 1925 verið var-1 ið til hennar að minsta kosti 100 þús. kr. úr þeim sjóði. Þingið ger- ir ráð fyrir, að þessu verki verði hagað samkvæmt síðari ispítala- teiknun húsameistara ríkisins, með þeirri breytingu, er síðar kynni að þykja nauðtsynleg og framkvæmanleg án verulegs við- bótarkostnaðar. Ennfremur ætlast þingið til þess, að verkinu verði haldið áfram á næstu árum, og byggingunni lokið á árslok 1929, ef ekki ófyrirsjáanleg fjárhags- vandræði ríkisins gjöra ókleift að halda henni áfram. Morgunbl. 27. marz. Stúdentagarðssjóðurinn. Yfirlit yfir störf stúdentagarSs- nefndarinnar. (Stúdentagarðsnefnd Stúdenta- ráðsins Ihefir leitað til Alþingis um 100 þús. kr. tillag til væntan- legs Stúdentagarðs, •— og til vara farið fram á 100 þús. kr. lán. Birtum vér hér skýrsu þá, er form. nefndarinnar, stud. theol. Lúðvíg Guðmundsson, gaf þann 1. des, s. 1. (Og birt er í Stúdenta- blaðinu), um starfsemina á liðn- um tveimur árum. Síðan hefir f jár- söfnun haldið áfram og orðið vel ágengt; m. a. hafa læknar lands- ins lofað 5000 kr. til herbergis, sem beri nafn próf. Guðm. sál Magnússonar. Mun nefndin enn halda áfram fjársöfnun til garðsins og er það von hennar að geta reist garðinn að fullu sumarið 1926; en það verður þó því aðeins hægt, að Al- þingi veiti nú umbeðið tillag). Forsaga stúdentagarðsins verð- ur síðar skráð. Hér er eigi rúm til þess. Verður nú aðeins getið helstu framkvæmda á síðastliðn- um tveim árum og árangurs þeirra. Haustið 1922 tók Stúdentaráðið að sér stúdentagarðsmálið; hefði það þá legið í dái i 5 ár. Með bréfi lögregluistjóra dags. 30. nóv. 1922 veitti landsstjórnin leyfi til útgáfu 100,000 happdrættisseðla. Verð hvers seðils kr. 1.00. Vinningar 35. Virðingarverð þeirra kr. 13,985,00. Var þá stofnað til happdrættisins. Seðlasala og almenn fjársöfnun hófst á fullveldisdaginn, 1. des. 1922, en sá dagur er jafnframt ihátíðisdagur stúdenta og háskól- ans. Sex manna nefnd var falin fjársöfnun og framkvæmdir í mál- inu. Valdir voru: hæstréttardóm- ari L. H. Bjarnason, próf., dr. phil G. Finnbogason, dr. phil. Alex. Jó- hannesson, stud. jur. Ástþór Matt- híasson, gjaldkeri nefndarinnar, stud. med. Luðvig Guðm. form., nefndarinnar og stud. theol. Þorst* Jóhannesson, ritari nefndarinnar. Haustið 1923 gengu úr nefndinni hr. hrd. L. H. B. og stud. theol. Þ. Jóh, 1 stað þeirra tóku sæti í nefndinni stud, jur. Thór Thors og istud. jur. Tómas Jónsson, gjaldk., en Á. M. tók við ritara- störfum. Illæri var til lands og sjfvar, er nefndin hóf starf sitt. Þrátt fyrir það safnaðist svo mikið fé, að kleift ætti að verða að reisá nokk- urn hluta stúdentagarðsins á næsta sumri. Happdrættið var stærsta fyrr- tækið. Það kom iskriði á málið, 100 þús, seðlum var dreift um all- ar sveitir af þeim en 600 útsölu- mönnum, emlbættismönnum, stú- dentum og öðrum. Þann 16. febr. s. 1. var dregið og númer vinninga birt. Lántaka. Nefndin leitaði til Alþ. 1923 umst.vrk eða lán til stú- dentagarðsins. Veitti Alþ. ríkis- stjórninni heimild til þess að á- byrgjast lán alt að 100,000 kr. til húissins gegn tryggingu í II. veð- rétti. Blókaútgáfa. Hr. skrifstofustj. Alþ. Jón Sigurðsson, gaf nefnd- inni þýðingu sína á Pan, eftir K. Hamsun. S. 1. haust kom bókin út í mjög vandaðri útgáfu, 1000 eint., þar af 500 tölusett. Söluverð kr. 12.00 Hr.' rith. Sig. Kr. Pétursson gaf þýðingu sína á Abdallah, skáldsögu frá Austurlöndum, eft- ir E. Laboulay. Sá nefndin sér eigi fært a'ð ráðast í útg. á þeim tíma. Gaf þá L. Guðmundsson bók- ina út á eigin kostnað; væntan- legar tekjur renna í Stúdenta- garðssjóðinn. Sönglag. Hr. læknir og tón- skáld, Sigvaldi Kaldalóns gaf 3000 eintök af sönglagi, er hann hafði ort við: “Þú nafnkunna landið,” og helgað Stúdentagarðinum. Sölu verð kr. 1.50. íslendingar í Vesturheimi. Samkv. tilmælum nefndarinnar tók Þjóðræknisfélag Vestur-íslend- inga að sér fjársöfnun meðal landa vestra. Sala happdrættis- miða er lögbönnuð í Canada. Sum- arið 1923 fór próf. dr. phil. Á. H. Bjarnaison vestur. Flutti hann þar mál nefndarinnar. Hafa þegar borist þaðan kr. 874,00. Heldur fjársöfnun þar áfram. íslendingar í Danmörku hafa sýnt góðan skilning og lofsverðan dugnað í þessu máli. í stúdenta- garðsnefndinni í Kbh. tóku sæti: stórkaupm. Þór. E. Tulinius, form. sendiherra Sveinn Björnsson, gjaldkeri, stud. mag. Pálmi Hann- esson, ritari, próf. Finnur Jónsson, mag. B. K. Þórólfsson og hr. H. J. Hólmjárn. Við heimför Sveins Björnssonar tók við starfi hans í nefndinni hr. Jón Krabbe, sendiráðsstjóri. Hefir nefndin þegar sent heim rúmlega 10,000 kr. Ennfremur á hún í loforðum c. kr. 5600.00 (auk ef til vill danskra króna 5000,00). — Auk þess gáfu konungshjónin kr. danskar 1000.00 og erfðaprins- in kr. danskar 500,00 Herbergjagjafir. Sá er greiðir kr. 5000.00 til stúdentagarðsins, fær að ráða nafni eins herbergis, og getur trygt þeim, er hann á- kveður, forrétt til þess og sérrétt- indi. Málaleitun þessa efnis var send bæjar- og sýslufélögum. Siglufjarðarkaupstaður reið á vaðið og greiddi kr. 5000,00 fyrir eitt herbergi handa stúdent þaðan. Víðar góðar undirtektir, þtót enn sé eigi lengra komið. Hr. útgerðarmaður Thor Jensen og frú hans Margrét Jensen gáfu kr. 10.000,00. Ákvað nefndin að tvö herbergi skuli bera nöfn þeirra hjóna, og afkomendur þeirra, sem þurfand kunna að verða, hafa for- gangsrétt að þeim, að öðru jöfnu. Enn hefir hr. verksmiðjueigandi Jón Jóhannesson í Kbh. gefið stú dentagarðinum 5000.00 krónur til minningar um látinn föður sinn, hr. verksmiðjueiganda Sigurð Jó- hannesson. Gjafaloforð. Á meðan á happ- drættinu stóð og hingað til, hefir lítið verið unnið hér að söfnun beinna gjafa eða gjafaloforða. Þó hefir nefndin fengið loforð fyrir kr. 2050,00. Þessar gjafir greiðaist á ákveðnu árábili með jöfnum áregum greiðslum. Auk þessa hef- ir hr. læknir Hinrik Erlendsson í Hornafirði, lokað að gefa kr. 100. 00 á ári hverju til dauðadags, og kandídat, sem eigi vill láta nafns síns getið kr. 50.50 á ári til æfiloka (áheit). Selskinna. Sðastliði haust lét nefndin gera bók mikla bundna i selskinn og ispjöldin prýdd og styrkt greyptum málmspjöldum og hornhlífum. Ber bókin nafnið ís- lendingabók; á að safna í hana rithöndum íslendinga. Sá er ritar þar nafn sitt greiðir um leið kr. 1.00 til stúdentagarðsins. Skemtanir o. fl. Nkkuð fé hef- ir safnast við skemtanahöld, sjón- leiki stúdenta, söngskemtanir, fyrirlestra o. s. frv. Minnismerki fullveldisins. Herra stórkaupmaður Þór E. Tulinius bar fram þá tillögu, að stúdenta- garðurinn yrði reistur sem minn- ismerki fengins fullveldis íslensku þjðarinnar. — Nefndin isamþykti fyrir sitt leyti tillögu þessa. Fjárhagsútkoman er nú þessi: 1. a. Peningar í Landsb. kr. 41,468,0g b. Peningar í Landslbankan- um yfirf. frá Kbh..... kr 9,987,13 — ----,—i— 51,455,22 2. Hjá gjaldkera, að mestu í skuldabréfum ........ 17,627,00 a. óseld 278 eint. Pan kr. 2,502,00 •b. ó'seld 659 eint. lag ...I Kaldalóns kr 741,37 c. aðrar eign. kr. 344,70 ----------- 3,588,07 4. útistandandi hjá út- * sölumönnum fyrir Pan, Kaldalónslagið og ógr. happdrættiseðla .... 15,088,15 5. Gjafaloforð innanl. 2,050,00 . kr. 89,808,44 Við 3, a. og b.: Eint. þessi of Pan og lagi Kaldalóns liggja hjá nefndinni. Við 4.: Liðurinn er óviss og verður eigi sagt hvers virði hann getur talist, en má gera ráð fyrir talsverðum afföllum á honum. Auk þess eru loforð tveggja manna um árl. tillag til æfiloka (annar kr. 100.00, hinn kr. 50.00). Enn eru ótalin gjafaloforð í Kbh. i c. kr. d. 5600,00, auk, ef til vill, kr. I danskra 5000,00. All® nemur þetta rúmlega 100 þús. kr., 90 þús. vissar er varla of hátt reiknað. En það er ekki nærri nóg! Stúdentagarðurinn kostar j miklu meira! Hér hefir verið stiklað á stærStu I steinunúm. Nöfn fjölmargra j styrktarmanna hefði átt af nefna; það verður gert þótt síðar verði. Hafi þeir allir kærar þakkir fyrir góðan stuðning. Margt handtak er óunnið enn áður en Stúdentagarðurinn rís. En næsta sumar verður að leggja hornsteininn — og meira: næsta sumar á að reisa a. m. k. íbúðir handa 25—30 stúdentum! Þetta er hægt, lafhægt, ef allir leggjast á eitt! 1 Lúðvíg Guðmundsson stud. theol.! p. t. form. stúdentagarðsnefndav-! innar. , Morgunbl. 24. marz. ! Konungsheimsókn í ár. \ í norksum blöðum er þess getið, j eftir bestu heimildum, að komið J hafi til orða, að konungur vor, | Christian hinn X., muni hafa 1 hyggju að koma hingað til ís- lands í sumar og stunda hér lax- veiðar í nokkra daga. Þess er jafn- framt getið, að þetta eigi ekki að vera á neinn hátt opinber heim- •sókn, heldúr einungis skemtiför. Island og bókmentir Norðurálfu. Ungfrú Þóra Friðriksson hefir að undanförnu dvalið í París. — Á heimleið þaðan til Islands kom hún við í Kaupmannahöfn og hélt þar fyrirlestur í dansk-íslenska félaginu 27. f. m. — Talaði hún einkum um þá rithöfunda erlenda, er sótt hafa til íslands yrkiefni í bækur sínar, bæði sögur og leik- rit. “Það er einkennilegt” mælti fyrirlesarinn, “að síðasta bókin um ísland, sem út hefir kopið á víðlesinni þjóðtungu, heitir Vítis- eyjan, og er skrifuð af frakknesk- um höfundi.” Ungfrú Þ. Fr. benti því næst á j margt harla spaugilegt, sem ritaðj var um fsland á 11. og 12. öld, skringilegar lýsingar á landi og þjóð og þjóðháttum úr ritum Adams af Brimum og annara sagnaritara þeirra tíma. Síðari híma rithöfundar hafa margir sókt yrkisefni til íslands, svo sem Victor Hugo, Hall Caine, Jules Verne og Pierre Loti. — Jafnvel á hinum miklu heims-leik- sviðum, svo sem: “Opera Comiqe” og “Drury Lane” hafa íslensk efni verið tekin til meðferðar. Og á báðum þessum leikhúsum báru verkefntn með sér greinileg ein- kenn íslenskra fjrrirmynda. Ungfrú Þóra Friðriksson lauk máli sínu með skemtilegri frásögn að lýsingu Hertz á íslenskum stú- dentum >— Samkoman þakkaði henni erindið með lófataki. — Ungfrú Þóra Friðriksson mur. vera fyrsta íslenska konan, sem flutt hefir erindi í dansk-íslenska félaginu (Nationaltidende). Þriðju umræðu í Neðri deild um fjárlögin var lokið í gærkvplai skömmu fyrir miðnætti, og var þá gengið til atkvæða, en fundi varð ekki slitið fyr an kl. 2,15 um nótt- ina. — Meðal margra annara breytinga, sem samþyktar voru, var 100.000 kr. fjárveiting til byggingar landsspítala í Reykja- vík. Ingunn Stefánsdóttir, móðir Þorst. Gíslasonar ritstjóra og þeirra systkina, andaðist hér í bænum um kvöldið þ. 8. þ. m. Hún var fædd 9. nóv. 1842, dótí ir St. Jónssonar umboðsm. á Snarta- stöðum í Núpasveit og Þórunnar Sigurðardóttur frá Eyjólfsstöðum á Völlum. En sá Sig. var Guð- mundsson," Péturssonar, sýslum. í Krossavík bróður Sigurðar sýslu- manns og leikritaskálds. En Pétur faðir þeirra var giftur Þórunni Guðmundsdóttur, dóttur séra G. Pálssonar á Kolfreyjustað og Þór- unnar, dóttur Páls prófasts á Valþjófsstað og Þóru, dóttur séra Stefán skálds LVallanesi. “Eg var hartelikinn af verkjum íbaki‘« Mr. Alfrcd McNeill, Chapel Rock, Alta, skrifar: til kvelds, án þess að finna til “Veturinn 1920-1921 þjáöist eg af sárum bakverk og gat við illan leik sint mínum daglegu störfum. Þvagið komst í þá ó- reglu, að eg varð iðulega að fara á fætur oft á nóttu. £g reyndi árangurslaust fjölda meöala, þar til eg að lokurn fór að nota Dr. Chase’s Kidney-Liver Pilla og þær læknuðu mig, áður en eg var búinn úr fyrstu öskjunni. Mér hefir aldrei liðið betur á æfi minni, en nú, og er eg þó á 67. árinu, get unnið frá morgni þreytu. Dr. Case’s Kfdney-Liver Pflls 60c. a.-.k jnn. hjá lyfsölum eða Edaanson, Bates & Co., I.td., Toronto. Ingunn giftist árið 1864 Gísla Jónssyni, og bjuggu þau í Eyja- firði og iMúlasýslu, og eignuðust fjölda barna. Af þeim eru nú á lífi: Þorsteinn ritstjóri, frú Hólm- fríður Knudsen, frú Jóhanna 01- geirsson, Björn og frk. Steinunn, öll hér í Reykjavík, Sefán og Jón- as kaupm. á Fáskrúðsfirði, og Hjálmar, Vilborg og Ragnheiður, öll gift í Ameríku. Þau hjónin Ingunn og Gísli. fóru 'til Vesturheims árið 1904, og döldu hjá börnum sínum, sem þar eru. Þar andaðist Gísli 1906, en Ingunn fór heim aftur, ásamt Steinunni dóttur sinni 1918, og hafði verið hjá börnum sínum síðan, og andaðist hjá frú Hólm- fríði dóttur sinni, á 83 aldurs-. ári. Ingunn sál. var ágætum gáfum gædd, fróð, minnug og skemtileg í viðræðum. Hún var þrekkona og bar ellina vel alt fram yfir átt- rætt, en var þrotin að heilsu síð- ustu mánuði æfinnar. Vísir 14. apríl. 1925. I tvöföldu silfurbrúð- kaupi. Situr hérna sveitin fríð við silfurbrúðkaup, það er gaman, til að líta’ á liðna tíð, Og ljúfra stunda minnast samafl. Hér sé samúð hugum þekk, hér svo gleði allir njóti; Þau sem sitja á brúðarbekk bið eg alla gæfu hljóti. Um kvennþjóðina kann eg síst að kveða, eins og Ijóðið sýnir; en þeirra get sem þekki víst, það eru báðir vinir mínir. Þeir hafa báðir búskap rækt; barist vel í þessu stríði; Mikið hreinsað meira pláegt, og mokað flór af list og prýði. Það er iðja þjóðum holl, ‘ þó að bændur oft séu’ snauðir, ylti mannlíf alt um koll, ef þeir féllu niður dauðir. Gott á hver ef getur hann, gleði vakið hal og fljóði, þeir hafa báðir blossa þann, bjartan kveikt í ræðu og ljóði. Ástin lýsa veg þeim vann; verkadaginn létu strangann, aldrei btrga innra mann, erfið þó að væri gangan. Þeir hafa sigur þegið laun; það eru menn sem lukkan hossar, því að veittu þrek í raun, þeirra Maríu ástar-kossar. Ungu sveinar ykkur ibið, að þið veljið konur slíkar; og fagnið ef þær fáið þið, að faðma og kyssa, þessum líkar. Böðvar H. Jakobsson. ÁVARP. Til hjónanna Baldvins Halldórs- sonar og Maríu konu hans í silf- urbrúðkaupi þeirra 4. maí 1925. Sitjið heil við sæmd og gleði silfurbrúðhjón prúð og þekk, vinafögnuð glöðu geði glæða skal um ykkar bekk. Þessi farna förin langa fjórðungsaldar mund vi^ mund, ykkur varð sem unaðsganga yfir slétta blómagrund. Þegar náum þessum hjaila þar má útsjón góða fá, yfir förnu ferðina alla fljúga hugarsjónir þá. Þar er margt, sem muna kætir, margt sem verður ávalt nýtt. Minninganna söngvar sætir, sólblik unaðs, bjart og hlýtt. Við þá una dýru dóma dável megum litla stund. Glitskrúð þeirra gullnu blóma glæðir fögnuð vorri lund. Trygðin ykkar traustar rætur tvinnað hefir vorar í. Vinaþel, ®em þroskast lætur, þótt upp dragi mæðuský. Áfanginn til enda runninn; annar hafinn nýrri dáð. Þökk og hylli hvers mann unnin, hátt var stefnt og marki náð, Ekki máttu andann lama áhyggjur né mæðu-spor. Orðsnildin er enn hin sama, óðarflug og hugar-þor. Heillaóskir okkar þiggið: ykkur verndi Drottins náð Lengi með oss bæð’’ byggið, bles^ist ykkar ráð og dáð. Gæfan sendi gleði bríma, góðra starfa verðugt kaup. Láti oss svo á settum tíma, sitja ykkar gull’’< úðkaup. B Th. Frá Guðrúnu og Sigurði Indriða- syni í Selkirk. Á fundi G. T. stúkunnar Skuld þann 6. þ. m. voru eftirfylgjandi meðlimir settir í embætti af um- boðsmanni stúkunnar Ingib. J6- hannesson. F. Æ. T. — Ásbjörn Eggertson, Æ. T. — Daniel Bjarnason frá Ásgarði, Rit. Gunnl. Jóhannsson, A. R. — Pétur Johnson, F. R. — Sig. Oddleifsson, Gj. — Magnús Johnson, V. T. — Steinunn Thorarinson, Kap. — Katrín Josephson, D. — Láura Thordarson, A. D. — Ida Josephson, Vörður — Pálmi Berg, U. V. — Sigríður Thorlacius. Nú er starfsemi Goodtemplara í mikilli endurlífgun og fundar- sókn og áhugi að aukas+, enda sjá allir, “að nú er verk til að vinna.” Ritarinn. FXCURSI ONS Frá 15. Maí til 30. Sept. Gilda til afturkomu 31. Okt. AUSTUR CANADA' VESTUR AÐ HAFI Austur-Canada ferð inuifelur í sér að vclja má um livort heldur ferðast skal með jámbraut alla leið eða með jámbraut og vötnum. HEIMSÆKIÐ MINAKI TIIE HIGHIjANDS OF ONTAKIO NIAGAKA FAUjS THE 1,000 ISLANDS TIIE ST. IAWRENCE THE MAKITIME PROVINCES AS sigla á vötnunum frá Port Arthur, Foiv William og Duluth, er einn af allra skemtileg- ustu tímum. Skipin (S.S. “Noronic", "Hamonic“. “Iluronic”), sem tilheyra Northern Navigation Co., flytja ySur hvert sem þér viljiS sameinast járnbraut til Austur Canada. Fárra daga viðdvöl í JASPER NATIONAL PARK Skemtið yður við Goif. Bifreiðaferðif. fjallgöng- sund, Tennis- ur, göngutúra, á smábátum, við leiki og dans. JASPER PARK LODGE HÝSIR GESTI pRÍHYRNINGS FERDIN Hvort heldur meS járnbraut eSa á sjónum. FariS er á járnbraut frá Mt. Rabson Park til Prince Rupert. Auknferð til Alaska einnig innifalin, ef viU. SuSur til 'Vancouver, 550 mílna vegalengd á beztu hafskipum. Fara má og meS járnibraut frá Van- couver, þriSja liSinn af hríhyrningnum, norfiur gegn um Fraser ár dalinn eg Thompson dalinn t.il Jasper National Park. Allar upplýsingnr fást hjá umboðsmönnum CANADIAN NATIDNAl RAILWAYS

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.