Lögberg - 09.07.1925, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.07.1925, Blaðsíða 1
R O V i i> C THEATHtl E ÞESSA yiKU Fred Thomson og hans nafnfrœgi hestur Silver King í “THAT DEVIL QUEMADO” R O V IN C THEATRE NÆSTU VIKU BUCK JONES -I- E “The Man Who Played Square” Einn mesti sorgar og gleðileikur ársins 38. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. JÚLl 1925 NÚMER 28 Helztu heims-fréttir Fregnir frá Victoria, B. C. hinn 2. þ. m. láta þess getið að miklar líkur séu til að Hon J. H. King ráðgjafi opimberra verka muni Við næstu samibandskosning'ar bjóða sig ifram í Mið-vancouver gegn Hon. H. H. Stevens núverandi þingmanni kjördæmisins og fyrr- um verslunarráðgjafa í stjórnar- tíð Arthur Meighen’s Er mælfc að leiðtogar frjálslynda flokksins í Vancouver, telji Mr. King þar nokkurn veginn vísan sigur. Sem stendur slífpar hann sæti á þingi, fyrir East Kootenoy kjördæmið, og er ekki sagður líklegur til að vilja skifta um. * * * Spanish Kiver félagið, hefir ákveðið að koma á fót pappírs- gerðarverksmiðju í Manitoba. Litlar líkur eru sagðar að vera til þess, að fyrirtæki þetta hafi bteki- stöð sína í Winnipeg, þrátt fyrir vasklega framgöngu borgarstjóra og annara leiðandi manna. Elaðið Winnipeg Tribune segir það hafa komið til tals, að verksmiðjunni yrði komið upp í Selkirk. * * * ■ Vopnaðir bófar réðust inn í St. Regis hótelið hér í borginni, að- i'aranótt hins 30. f. m., og námu á brott um fjögur hundruð dali í peningum. Hræddu þeir nætur- þjóninn til að opna peningaskáp- inn og færðu hann síðan í bond. Hið sama gerðu þeir einnig við unglingsdreng, er þar var á verði. Ekki kvað lögreglunni hafa tekist að hafa hendur í hári bófanna, en sem komið er. * * * Eldur kom upp í Tar^ þorpinu í Bruce héraðinu í Ontario, hinn 3í^ f. m., er orsakaði um fimtíu þús- und dala tjón. * * * Samkvæmt Ottawa fregnum hinn 1. þ. m. er líklegt talið, að Hon. Frank Oliver, muni segja lausri stöðu sinni í járnbrautar- ráðjnu og að e^ftirmaður hans verði Turgeon háyfirdómari í Saskatc- hewan. Verði þetta að ráði, mun mega ganga út frá því sem gefnu, að Mr. Oliver hljóti senat.orsem- 'bætti með því að eitt sæti fyrir Alberta, er autt sem stendur. * * * Hinn 3. þ. m. varð bráðkvaddur í New Westminster, B. C., Rev. W. MT. Röbertson, fangelsisprestur þar í bænum, sjötíu og tveggja ára að aldri. * * * Fullyrt er, samkvæmt fregnum frá Quebec, að Sir Lomer Gouin, fyrrum dómsmálaráðgjafi sam- bandsstjórnarinnar muni ekki gefa kost á sér til þingmensku við næstu kgsnfngar. Þykir sennilegt, að hann hljóti senators útnefn- ingu í náinni framtíð. * * * Dr. Mack Eastman, prófessor í sögu við háskólann í British Col- umlbia, hefir tekist á hendur sýsl- an við verkamálaskrifstofu þjóð- bandalagsins League og Nations í Geneva. * * * Á mánudagskvöldið hinn 6. þ. m. kom til borgarinnar ásamt frú sinni og fðruneyti, Haig jarl, sá, er yfirumsjón hafði með breska hernum á vígstöðvum Frakklands, frá 1915 --1918. Ráðhús borgar- innar og aðrar opinberar bygging- ar voru flöggum skreyttar. 0- grynni manns hafði safnast sam- an á strætum þeim, er næst liggja járnbrautarstöðinni +il þess að fagna hinum tigna gesti. W7'ebb borgarstjóri bauð Haig jarl opin- berlega velkominn fyrir borgar- innar hönd, en því næst var haldið til þinghúss fylkisins, þar sem jarlinn veitti viðtal miklum fjölda hermanna er hann hafði kynst á ófriðarárunum. Þann 2. þ. m. komst hitinn í Springfield, Illinois, upp í 102 stig, milli klukkan tvö og þrjú síðdegis. Er það heitasta veður, er menn muna til á þeim stað, síðan 1879. * * * Sú breyting verður á fram- kvæmd vínbannslaganna í Banda- ríkjunum, samkvæmt Washington fregnum, að frá 1. ágúst r.æst- komandi að telja . verður landinu öllu skift niður í tuttugu og työ bannhéruð, en skiftingin eftir ríkj- um numin úr gildi. Skal alríkis- stjórnin upp frá því, eingöngu annast um eftirlitið. • • • í Wyoming ríkinu, hafa vatna- vextir orsakað víða að undaníörnu, all tilfinnanlegt tjón. • • • Emery R. Bupkner, stjórnarlög- maður í New York, kveðst vera orð inn sannfærur um, að afstaðar al- mennings til vínbannslaganna sé slík, að óhugsandi sé að fyigja þeim fram. Skorar hann á alla andibanninga, að taka höndum saman og vinna opinberlega að afnánii téðra laga. Ríkisstjórinn í Minnesota, Christiensen og Arthur E. Nelson, borgarstjóri í St. Paul, komu hing- að til borgarinnar á þriðjudaginn í ; kemtiför. * * * Þann 4. þ. m. geysaði of.saveður með hagli yfir Indiana-ríkið, og orsakaði þar víða stórkostlegt uppskerutjón. * * » Átta ihundruð starfsmenn spor- brautí.félagsins í Des Moines. Iowa hófu verkfall þann 4. þ. m. Ðró það mjög úr hátíðahöldum þeim, er ráðgerð höfðu veiið. Orsökin til verkfallsins er sögð að vera sú, að framkvæmdarstjóri félagsins vildi eigi reka úr þjónustu sinni vagn- stjóra einn, J. E, Cooper, að" nafni er félagsskapur sporbrautaþjón- anna, hafði vísað á brotL * * * Fólksflutningaskipið Majestic, sigldi frá New York hinn 3. þ. m. áleiðis til Evrópu, með 2.590 far- þegja. Er það stærsti farþegjahóp- ur, er nokkurt skip hefir flutt, síðan 1914. Bandaríkin. James R. Sheffield, sendiherra Bandaríkjastjórnar í Mexico, flutti nýverið ræðu við Yále há- skólann um stjórnmálaástand Mexicobúa. Kvað hann Mexico- stjórn aldrei fyr geta hlotið hylli Bandaríkjanna en hún ábygðist að fullu líf og eignir amerískra borgara þar syðra. Hvaðanœfa. ' Sir Francis Bell, hefir tekist á hendur stjórnarforystuna á New Zealand, í stað Mr. Massey, sem fyrir nokkru er látinn. Hinn nýi stjórnarform. hafði áður gegnt dómsmálaráðgjafaembættinu. * * * S. Parker Gilbert. sá er fyrir hönd Bandaríkjastjórnar hefir á hendi aðaleftirlit með Dawes skaðabótakerfinu, telur fyrirkomu- lag þetta hafa reynst mæta vel, og að allir hlutaðeigendur liafi fram að þessu, fylgt nákvæmlega samningum öllum og sáttmálum þar að lútandi. * * * Mussolini stjórnarformaður ítala, hefir tilkynt Coolidge for- seta, að stjórn sín sé þess nú al- búin að semja um endurgreiðslu þess fjár, er ítalir skulda Banda- ríkjunum frá því á ófriðarárunum. • * • Frakkar og Belgíumenn, eru nú byrjaðir á að kveðja heim setulið sitt úr Ruhrhéruðunum. * * * Stjórnarformaður Frakka, 1 ain- leve, hefir falið Stanislas Naulin á hendur yfirstjórn hins franska hers í Morocco. Hefir hann dvalið þar í landi áður um alllangt skeið og er því gerkunnugur staðháttum öllum og einkennum hins inn- fædda lýðs. MYNDARLEGIR ISLENZKIR INNFLYTJENDUR þakka einnig þeim, þakka öllum, sem hafa stutt mig í starfi mínu, utan skóla og innan. Jóns Bjarnasonar skóli verður framvegis, að eg vona, í huga mínum. Meðal annars býst eg við að vinna eitthvað að fjársöfnun fyrir hann á þessu hausti. Hvað eg kann að gjöra honum til þarfa í framtíðinni, verður síðar að koma í ljós. Loforð eru ekki ætíð arðsöm. Öllum sem unnu að silfurbrúð- kaupi okkar, þeim sem önnuðust allan undirbúninginn, ræðumönn- unum og söngfólkinu, sem skemti og ekki síst kvenfólkinu, sem sá j um veitingarnar þökkum við kon- an mín af hlýjum hug. Þeim sem eg gleymi að þakka, gleymir Guð ekki. Hann bið eg að ! launa. Winnipeg, 6. júlí ’25 Rúnólfur Marteinsson. Benedikt Sæmundsson og 5 börn hans, farþcgar á Canaaian Pacific línuskipinu “Marlock” á leið ; frá Glasgow til Quebec. Mr. Sæmundsson og börn hans frá Reykjavík, komu við hér í bænum um j mánaðamótin, en eru nú komin til MacLeod, Alberta. Kona hans og yngstu börnin eru^ eftir í Rvík og j coma vestur bráðlega. Mynd þessi er auðsjáanlega tekin sökum' þess hve framúrskarandi að skipverj- ] im hefir þótt fjöjskyldan myndarleg. fyrir nokkru fór til Póllands, í þeim tilgangi að kynna sér iðnað- ar bg akuryrkjuástandið þar í landi, er nú komin heim og leggur til að stjórn Breta láni Pólverjum tuttugu og fimm miljónir sterlings punda. 'Skal hálfri upphæðinni varið til eflingar landbúnaðinum B etland. Utanrikisráðgjafi Breta, Rt. Iíon. Austen Chamberlain, lýsti því yfir í þingræðu í neðri málstof- unni, að hánn hefði fyrir því næg- ar sannanir, að soviet-stjórnin rússneska hefði verið að verki við það að koma á uppreist í Kína og víðar. Sum sönnunargögnin kvað hann vera þess eðlis, að eigi væri hyggilegt að gera þau iheyrinkunn að sinni. * * * Nefnd úr breska þinginu, sem Silfurbrúðkaup. Þrítugasta júní s. 1. áttu þau séra Rúnólfur Marteinsson og frú hans Ingunn Marteinsson silfur- brúðkaup og kom fjöldi vina þeirra saman í Fyrstu lút. kirkj- unni í Winnipeg til þess að minn- ast þess merkisdags þeirra og árna þeim heilla. Samkoma sú hófst með söng, og bæn er séra B. B. Jónsson, D. D. flutti. Ræður fluttu við þetta tækifæri Dr. B. J; Brand- -son, séra H. J.' Leó og forseti kirkjufélagsins séra K. K. ólafs- son og afhenti sá síðastnefndi silfurbrúðhjónunum disk úr silfri sem á var letrað “Séra Rúnólfur Marteinsson og frú Ingunn Mar- teinsson á silfurbrúðkaupsdegi þeirra 30. júijí 1925. Frá Skóia- ráði Jóns Bjarnasonar skóla, ætt- ingjum og vinum.” Á diskinum rar þúsund dollara bankaseðill. Silfur- brúðhjónin -bæði þökkuðu gjofina og velvild þá, sem þeim væri sýnd með henni og návist maftnfjðlda þess, er saman væri kominn til þess að samfagna með þeim hjón- um. Flutti séra Rúnólfur skovin- orða og skörulega ræðu og mint- ist starfs síns á því tímabili æf- innar, sem liðið var. Kvað hann að brautryðjendaverkin hefðu haft lokkandi aðdráttarafl fyrir sig, og ef eitthvað væri um sig að segja, sem vert væri að minnast, þá sagði hann að það væri að hann hefði ef til vill verið partur af brautryðjenda í vestur-íslensku þjóðlífi. Einsöngva sungu þau Mr. Paul, Bardal og Mrs. S. K. Hall. Eftir að skemtiskránni var lokið settust um þrjú hundruð manns til borðs í samkomusal kirkjunnar og neyttu þar höfðinglegra góðgerða og skemtu sér við samræður þar til áliðið var kvelds, var svo mann- tagnaðinum slitið með því að allir sungu Eldgamla ísafold og God save the King, og fór svo hver ánægður og glaður heim til sín. Þakklæti. ** Af hjarta þökkum við, konan mín og eg öllum þeim mörgu vin- um, sem áttu þátt í því að tjá okkur vináttu og virðingu á silf- Urbrúðkanpsdegi okkar 30. júní Eg fæ ekki varist þeirri hugsun, að þetta -sé viðurkenning þess, að við höfum lagt hönd á eitthvað Lað sem til heilla mátti verCa hversu lítið og ófullkomið, sem það kann að hafa verið. Þau fáu og veiku blóm, sem við höfum hlúð að, vilj- um við biðja almenning að veita alla þá umönnun, sem þeir geta- besta veitt. Ein kynslóðin tekur ávalt við af annari, en til þess mannfélaginu farnist vel, varíar það mest allra mála að unga kyn- slóðin öll sé búin undir það að leysa af hendi dagsverk sitt sam- viskusamlega, þar næst að dyggi- lega sé, unnið að sameiginlegum velferðarmálum mannfélagsins. Um leið og eg þakka vildi eg óska að eg hefði mátt til að kveikja á kyndli göfugra hugsjóna svo bjart yrði í sérhverri vestur-íslenskri sál. Hvað erum við, að 'nnáttugjöf svo stórfeld skyldi falla okkur í skaut. Mér finst eg sé eins og björk, sem stormur hefir -beygt til jarðar. ófullkomleikar minir blasa við mér hrikalegir og ógnandi. En þakkir séu öllum þeim, sem tóku viljann fyrir verkið. Á silfurdiskinn, sem bar til okk- ar stóru gjöfina, $1000, var letrað það að hún væri “frá skólaráði Jóns Bjarnasonar skóla, ættingj- um Og vinum.” Ekki þykir mér vænna um neitt í þessu sambandi, en það að skóla- ráðið skyldi vera þar efst á blaði. Er það, eins og ollum getur skil- ist, vegna þess, að skólamálið hef- ir, um nkkurra ára skeið verið að- alstarf og áhugaefni mitt. áérstak- lega ljúft er.mér að láta þess getið að vaxandi samhygð hefir verið með skólaráðinu og mér og aldiei höfum við verið samhentari, það og eg en nú í síðustu Jíð. Fyrir allan velvildarvott og lifandi á- huga fyrir málefninu er eg því af hjarta þakklátur. Ennfremur þykir mér sérstak- lega vænt um þann frjálsa blæ, sem á þessari glaðningu vai'. Það að öllum, sem vildu var boðið að koma í kirkjuna til að njóta alls þess, sem þar var um hönd haft; það einnig, eftir því,. sem mér er sagt af einum sem átti forystu í málinu, að enginn maður var beðinn að gefa, heldur aðeins lát- inn vita um það sem var á prjón- um. Við teljum þessa gjöf ,eins og alt annað, sem Guð hefir gefið okkur sjóð, sem við erum aðeins ráðsmenn yfir. Samviskan segir okkur að við eigum að gjöra að minsta kosti Guði reikningsskap á því hvernig við förum með það, seiri hann hefir trúað okkur fyrir. Seinni tími verður að 'leiða í ljós hvernig við höfum reynst í þessari stöðu. Eftir því tökum við, að í þessum vinahópi eru menn af ýmsu'm skoðunum og flokkum. Fyrir allan hlýleikann frá öllum þe-ssum mönn um, erum við þakklát. Vænt hefði okkur þótt um að þakka með hand- taki hverjum einum, en þess verð- ur ekki auðið og verðum við að biðja menn afsðkunar á allri þess- háttar vanrækslu, en við viljum að allir skilji það, að þessi vin- áttuvottur hefir snert hjartataug- arnar, og að það er enginn í hópn- um, sem við ekki þökkum. iSkólafólkinu, nemendum og með- kennurum þakka eg ótal margt frá bærlega gött. Samvinra kehnar- anna hefir oftast nær verið í besta lagi. Nemendur hafa ekki alllr verið mér ætíð góðir. Oftastnær hafa einhverjir, fáeinir kvalið mig með hirðuleysi sínu. Ef að svo- leiðis nemendur væru aldrei til í skóla væri hann, eins og faðir minn sálugi sagði stundum, “ihimnaríki á vorri jörð,” en að búast við slíku væri ósanngjarnt. Kærleikur nemendanna, margra, ávalt meiri hlutans, hefir verið ó- metanlegpr. Jafnvel margir þeir, sem eg hefi átt í stríði með, eru knýttir hjartataugum mínum. Fyrir óteljandi kærleikstákn frá j þeim er eg þakklátur, og þá nú síðast fyrir yhdislega fagra stand- mynd úr marmara “Mignon,” sem skólafólkið gaf mér á árslokahá-1 tíð skólans í vor. Það að eg nú votta opinbert þakklæti út af þessum atriðum, I sem nefnd ihafa verið, minnir mig j á vanrækslusynd. Veturinn 1921— 22 lá eg að allmiklu leyti í rúra-j inu í gigt. Þó seint sé, vil eg nú leyfa mér að votta þeim læknum og hjúkrunarkonum, sem þá veittu mér ókeypis hjálp, hjartans þakk læti. Nöfn þeirra eru Dr. B. J. j Brandson, Dr. Baldur H. Olsoii, Dr Jón Stefánsson, Dr. G. J. Snædal, Dr. Edith M. Ross, Miss Theodora Hermann, Mrs. Elísabet Bjarna-! son, þá Miss Pálson. Alt þetta fólk sýndi mér frábæra umönnun og lét mér fúslega í té sína ágætu þekkingu og vandvirkni. Dr. Olson hélt því sterklega fram að veikin | stafaði af eitursamsafni á ein- hverjum einum stað í líkamanum og að úrlausnin væri í því fólgin að finna þann stað og nema eitrið burt. Þetta vanst þegar Dr. Ste- fánsson skar úr mér hálskirtlana. Að því ■búnu <fór mér að batna. Fjöldi annara manna og kvenna auðsýndi mér þann vetur hlýleik: og hjálp. Eg hefi áður vottað sl^élaráðinu þakklæti fyrir að gjalda mér kaup í veikindunum. Það endurtek eg hér með. Guð launi öllu þessu góða fólki allan þennan kærleika. Eg finn ástæðu til að minnast með sérstöku þakklæti tveggja kennara, sem hafa lengur verið samverkaménn mínir í skólastarf- inu en aðrir. Miss Salóme Hall- dórson hefir víst kent í skólanum lengur en nokkur annar að mér undanteknum. Hún hefir stöðugt unnið með sínum ágætu hæfileik- um seint og snemma að öllu því sem verða mátti skólanum til upp- byggingar og nemendunum að liðij Hún hefir verið-frábærlega sam- vinnuþýð. Hún hefir verið aðalstoð skólans í söng og félagsmálum. Séra Hjörtur J. ,Leó er með af- brigðum gáfaður mafur. sérfræð- ingur í stærðfræði, afar fljótur að hugsa og óvanalega minnugur að minsta kosti á íslenskan skáld- skap. Hann er drengur hinn besti, hefir eins gott hjarta eins og hann hefir góðan heila. Ef hann notar til hins ítrasta það frábæra pund, sem honum er gefið, ætti skólinn, undir hans 'stjórn að taka stór sxref til framfara Námfúsum unglingum hefir hann reynst hinn ágætasti kennari. Fleiri en þau, Miss Halldórsson og Mi*. Leo hafa reynst góðir samverkamenn. Eg Rt. Hon. W. S. Fielding Eins og þegar hefir verið getið | um, ákvað síðasta sambandsþing, að veita Rt. Hon. W. S. Fielding, fjármálaráðgjafa, tíu þúsund dala árlegan lífeyri, eftir að hann læt- ur af emætti, sem búist er við að verði innan ’ skamms. Hefir Mr. Fielding átt sæti á þingi rúm f jöru tíu og þrjú ár, og að heita má all- an þann tíma, gegnt ráðgjafaem- bætti, fyrst sem stjórnarformaður i Nova Scotia síðar, sem fjár- málaráðgjafi sambandsstjórnar- innar. Rt. Hon. W. S. Felding, er fæddur í Halifax þann 24. dag nóvembermánaðar, árið 1848, son- ur Mr. og Mrs. Charles Fielding, er bæði voru af ensku foreldri. Mentun sina hlaut Mr. Fielding í fæðingarbæ sínum. Tók hann snemma að gefa sig við blaða- mensku, varð ritstjóri blaðsins Halifax Morning Chronicle, 1864, og gegndi starfa þeim í tuttugu ár. Árið 1882, var Mr. Fielding kos- inn á fylkisþingið í Nova Scotia fyrir Halifax sveit. Þegar Holmes Thompson fór frá völdum, v'ar Fielding boðin / stjórnarforystan, en hann hafnaði -boðinu. Hann gerðist nokkru síðar ráðgje.fi í -stjórn þeirri, er Mr. Pipe veitti forystu, en myndáði sjálfur ráðu- neyti í júlí mánuði 1884, hafði í hendi yfirráðgjafastöðu þar til árið 1896 og var ávalt endurkosinn i kjördæmi s-ínú með miklu afli atkvæða. Þegar Laurier stjórnin kom til valda 1896, sagði Mr. Fielding af sér fylkisþingmenskunni og lét jafnframt af stjórnarforystunni Tókst hann þá á hendur fjármála- ráðgjafaembættið í hinni nýju sambandsstjórn og var kosinn gagnsóknarlaust í Shelburne og Queens kjördæmunum. Sigraði hann uppfrá því í öllum kosning- um, að undantekinni kosningunni 1911. Árið 1917 var hann endur- kosinn í sínu gamla kjördæmi og enn á ný 1921 er frjálslyndi flokk- urinn undir leiðsögn MacKenzie King kom til valda; Var hann þá tafarlaust kjörinn í sitt fyrrr. em- bætti og gegndi því þar til í fyrra, er hann varð að leita sér hvíldar sökura heilsubrests. Mr. Fielding hefir notið meiri ástsælda á sviði stjórnmálanna, en alment við- gengst um menn, er jafn háar stöður skipa. Mun enda óhætt mega fullyrða, að æfistarf hans hafi orðið eitt hið happadrygsta í sögu þjóðarinnar. iMr. Felding hefir verið miðlun- armaður í tollmálunum. Hátolla- stefnunni hefir hánn verið and- vígur, ,en taldi það jafnan heppi- legustu leiðina, að lækka tollana smátt og smátt. Árið 1897 fór hann til Englands, og útvegaði Canada- stjórn þar lán með margfalt betri kjörum ,en áður hafði þekst. Hann var sá, er mestan og bestan þátt inn átti í viðskiftasamningnum milli Canada og Bretlands, þeiri er hrint var í framkvæmd 1907. Ennfremur sat hann á mörgum ráðstefnum með Taft Bandaríkja- forseta 1910 til þess að reyna að fyrirbyggja tollmálastríðið milli þessara tveggja þjóða, er þa vofði yfir. En kunnastur beggja me'gin landamæranna, er Mr. Fielding þó af frumvarpi sínu til gagnskifta samninga við Banda- ríkin, er leiddi Laurierstjórnina til ósigurs í kosningunum 1911. Fyrir tæpum tveim árum, var hann kjörinn meðlimur í leyndar ráði Bretakonungs. Mr. Fielding á sæti í stjórn Dal- housie háskólans í Halifax. Hefir Viarm VilnfiX mnrffur nnfnhíPtlir. Off Sveinbjörn J. ólafsson, B. A. Þótt íslenska þjóðarbrotið vest- an hafs sé fáliðað, að minsta kosti -borið saman við flokka af öðrum þjóðum þá hefir það þó alla jafnan átt á að skipa góðum liðsmönnum, er á flestum sviðum hafa getið sér hinn besta orðstýr og þá ekki hvað síst á mentabrautinni. Einn slíkra manna, er herra Sveinbjörn J. ól- afsson, er þann 12 júní síðastlið- inn lauk stúdentsprófi við Val- paraiso háskólanp, með ágætri einkunn, Sveinbjörn er fæddur þann 24. nóvember 1897 í Halakoti á Akra- nesi, sonur Jónasar Ikkabcðsson- ar, er síðar nefndi sig ó’.afsson, og konu hans önnu Sveinbjuiuiar- dóttur, sem búsett er í Winnipeg borg. Er Jónas látinn fyrir mörg- um árum. Hingað til lands, fiutt- ist Sveinbjörn ásamt móður sinni og systkinum vorið 1911. Vaknaði snemma hjá honum óslökkvandi þrá, til að komast til menta. Stund- aði hann um hríð undirbúnirgs- nám hér í borginni, en innritaði-st því næst við Valparaiso háskói- ann. Lagði hann hart að sér við námið og vann auk þess af kappi við hvað sem fyrir kom í fiítím- um sínum frá náminu. S\einbjörn er hið mesta snyrtimemii, góðum hæfileikum gæddur, stefnufastur og fylginn sér vel, — harn hefir barist, og barist til sigurs af eigin ramleik, févana, en með óbilar.di sigurvissu í hug og hjarta. Er sigur hans á menta-brautinni eigi aðein^ fagnaðarefni móður, syst- kinum og öðru venzlafólk’, heldur og þjóðarbrotinu vestræna i heild sinni líka. var meðal annars gerður að heið- ursdoktor í lögum við McGill há- skólann. Hann kvæntist 7. septem- ber 1876, Hester Rankine frá St. John í New Brunswick. Eigá þau hjónin á lífi fjórar dætur og einn son. Mr. Fielding er einn af óska- sonum hinnar canadisku þjóðar, víðmentur, djúphygginn og hóg- vær maður, sem aldrei mátti vamm sitt vita í neinu. Framnes P. O. Man. var ákoriit upp af Dr. B. J. Brandssyni á spítala bæjarins 6. þ. m. (keisara- skurður) sjúklingnum heilsast eins vel og frekast er hægt að vonast eftir. Liík-kvöðja móður minnnr, ÞÓRU ÞORVARÐARDÓTTUR AUSTMANN. Dátn 25. júní 1925. Ó, hjarta, scm er liœtt að slá, ó, holdið clskulega, Nú ki'eð eg þig sem kaldan ná Með kvíða, sorg og trega. Það gengur alveg gegn itm mig, Þá gröfina’ ber að sýmtm, Þar húmið eilíft hylitr þig Frá hold-augumtm mínutn. Ó, elsku hrör, scm hvcrfa fer, Þig heimti dauðans kraftur. Það er svo sárt að sjá af þér Og sjá þig aldrei aftur. Eg hanna’ ei sálar svefmnn þinn, Þótt samvist þráði lcngur.-— En hver má saka söknuðinn, Þá syrgir móður drengur? ó, lífsins herra, leyf mér fá Ljósbir.ttnuí þína, Svo mér auðnist senn að sjá Sa’Iu móður mítta. Krlstján J. Austmann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.