Lögberg - 09.07.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.07.1925, Blaðsíða 6
«J. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 9. JÚ'LÍ. 1925 Hættulegír tímar. Eftlr Winston Churchill. Hann hefir ekki fbrey8t heldur. Eg held aö miklir menn breytist ekki. IBurt með alla ykkar Napóleona og Marlboroughs og Stúarta. Þetta eru dagar hinna yfirlætislausu manna, sem stjórna af manndómsþreki og þekkingu. Guði sé lof fyrir Ameríkumanninn! Eg trúi því að hann muni breyta heiminum og eyðileggja hégómaskapinn og hræsnina I ihonum. Um kvöldið, þegar við sátum kringum eldinn hjá Hancock, kom undirforingi inn til okkar og spurði: “Er majór Brice hér?” Eg stökk á fætur. "Forsetinn sendir þér kveðju sína, majór, og spyr að, hvort þú viljir finna sig ofurlitla stund. - “Hvort eg vildi finna hann! Undirforinginn varð að ganga hratt fil þess að geta fylgt mér ofan á bryggjuna. Hann fylgdi mér út á “River Queen” og nam staðar við hurðina í lyftingunni. Lincoln sat undir lampanum í þessum stellingum sem eg mundi svo vel eftir. Það var rétt eins og eg hefði skilið við hann í gær. Hann var að tálga og hafði íbúið til eitthvert leikfang handa syni sín- um, Tad, sem hljóp út, þegar eg kom inn. Forsetinn stóð upp og teygði úr sér, þegar hann sá mig; hann er mjög hár og alvarlegur og svart- klæ^dur. Hann hefir gisið skegg á vöngunum núna. En þunglyndislega torosið, góðlátlegu augun í djúpu augnatóftunum og röddin — þetta var alt eins og það var áður. Eg nam staðar um leið og eg sá fram- an í hann. Andlitið hafði verið hrukkótt og með sorgarsvip, þegar eg sá það, en nú var sem allar raunir allra miljónanna væru þryktar á það. “Manstu ekki eftir mér, majór?” spurði hann. Undrið mesta var það, að hann skyldi muna eftir mér. Eg tók í stóru beinaberu hendina á hon- um, sem minti mig á hendurnar á Whipple dómara. Já, þa?5 var rétt eins og eg hefði ávalt verið með honum og að hann væri enn hái og magri smábæjar- Jögmaðurinn. “Jú, það geri eg yissulega,” svaraði eg. Hann leit á mig með þessum skrítna kátínu svip, sem hann hefir stundum. “Eru þetta Boston hættir, Steve?” spurði hann. “Þeir loða við. Eg hélt ekki að nokkur maður, sem kemst í náin kynni við Sherman, gæti Ihaldið þéim.” “Það eru óheppilegir hættir,” mælti eg, “ef þeir verða til þess að þú misskiljir mig.” Hann lagði hendina á öxlina á mér, rétt eiras og hann hafði gert í Freeport. “Eg þekki þig, Steve,” sagði hann. “Eg kaupi ekkert óreynt. Eg hefi veitt þér nokkra eftirtekt siðustu fimm árin, og þegar eg frétti að Sherman hefði sent hingað mann, sem héti Brice, sendi eg eftir þér.” Það sem eg sagði við þessu var barnalegt. '“Eg reyndi alt sem eg gat til þess að sjá þig í dag.. Mig langaði til að sjá þig þó ekki væri nema rétt í svip aftur.” Það var auðséð að honum féll þetta vel í geð. “Mér þykir vænt um að heyra það, Steve,” sagði hann. Þú hefir þá ekki enn fylt flokk þerra, sem em óánægðir. Þú hefir ekki verið einn af þeim, sem hafa viljað stjórnað landinu einn eða tvo daga, til þess að sýna mér hvernig eigi að fara að því.” “Nei,” svaraði eg hlæjandi. “Það er ágætt sagði hann og sló á hnéð. “Eg hélt ekki að þú værir einn af þeim. Sestu nú niður og segðu mér eitthvað um þennan yfirhershöfðingja minn, sem á sjö mílna stígvélin. Hvað var það nú aftur — fjðgur hundruð og tuttugu mílur á fimtíu dögum? Hvað margar skipgengar ár varð hann að stíga yfir?” Hann fór að telja á lóngu fingrunum á sér: “Edisto, Broad, Catawba, Pedee og —?” “Cape Fear,” sagði eg. “Er — er yfirhershöfðinginn skemtilegur mað- ur?” spurði hann og glotti ofurlítið við. “Já, það er hann,” svaraði eg með áherslu. Og það er ekki nokkur maður f hernum, sem vanhagar um nokkurn hlut, þegar hann er nálægt. Þú ættir að sjá Mississippi-herinn. Það var alt í ágætu lagi, þegar hann kom til Golddboro.” Hann stóð upp, stakk frakkalöfunum undir hendurnar og fór að ganga um gólfið. “Hvað kalla piltarnir yfirhershöfðingjann ?” spurði hann. Eg sagði honum að þeir kölluðu hann “ViIIa frænda,’ og eg hélt að honum myndi þykja gaman að sögunni um hvítu sokkana, svo eg sagði honum hana. Hún sannarlega skemti honum. “Jæja,” sagði hann, “það getur ekki verið margt að þeim manni, sem hefir svona gælunafn. Það er það toesta, sem þú getur sagt um yfirhershöfðingj- ann — bara “Villi frændi.” Hann lét munninn aft- ur svo að önnur vörin lagðist utan yfir hina. “Þú hefir gefið ‘ Villa frænda” góð meðmæli Steve,” sagði hann. Hefir þú nokkurn tíma heyrt söguna um írska garðyrkjumanninn hans herra Wallace?” “Nei.” “Jæja, þegar Wallace var að ráða til sín garð- yrkjumanninn spurði hann hann að hjá hverjum hann hefði verið. Hjá herra Dalton,” svaraði hann. “Hefir þú nokkur meðmæli?” “Meðmæli! Þarf hann að fá meðmæli?” “Meðmæli! Þarf hann að fá meðmæli’ Eg hefi að vísu ekkert á móti herra Dalton, þó eg hiras vegar verði að segja, að hann beri ekki r.ógu mikla virðingu fyrir ágætum garðyrkjumanni.” Hann hló ekki. ,Hann hlær mjög sjaldan, að því er virðist að sínum sögum. En eg gat ekki annað en hlegið að meðmælunum, sem eg hafði gefið yfir- hershöfðingjanum. Hann sá að eg var vandræða- legur og sagði góðlátlega “Segðu mér nú eitthvað um “slæpingana” hans Villa frænda. Mér er sagt, að þeir séu furðu dug- legir við að rífa upp járnbrautirnar.” Eg sagði ihonum frá útbúnaði Poes, og því hvernig hægt væri að lyfta upp þyngstu járnbrautar- teinum með honum; hvernig járribrautarböndunum væri hrúgað upp og brent og teinarnir beygðir og snúnir. Forsetinn hlustaði með mestu athygli á hvert orð. “Herra minn trúr!” sagði hann. “Við sannarlega höfum hershöfðingja í honum. Caesar brendi brýr að baki sér, en Sherman brennir járnbrautarteina. Segðu mér nú eitthvað meira.” Hann hjálpaði mér mtð því að spyrja spurninga. iSvo fór eg að segja honum frá því, hvernig svert- ingjarnir hefðu þyrpst til herbúðapna okkar og hversá blátt áfram og látlaust hershöfðinginn hefði talað við þá, ráðlagt þeim að hafa ekki í frammi neitt ofbeldi og skýrt fyrir þeim, að “frelsi” þýddi það, að þeir mættu vinna fyrir sér eins og þeir vildu helst en ekki frjálsræði til þess að gera ekki neitt. “Við höfum sannarlega hershöfðingja,” sagði hann. “Hann talar við þá Iblátt áfram isvo að þeir skilja, eða er ekki svo? Eg segi þér það satt, Brice, að það er ekki hægt að gera of mikið úr því hvaða gagn það gerir að tala blátt áfram. Hver hugsun, hversu djúp, sem hún er, verður sögð á máli, sem hver drengur eða svertingi getur skilið. Hver einasta bók, hversu mikla speki, sem hún hefir að geyma, verður skilin ef maður aðeins leggur nógu mikið á sig til þess. Þegar eg var drengur, hlustaði eg á nágranna mína, og mér þótti það slæmt að eg gat ekki skilið það, sem þeir sögðu; og eg lá vakandi hálfar og heilar nætur, til þess að hugsa sjálfur. Eg vissi ekki hvað það þýddi að leiða rök að ein- hverju, svo eg hætti að læra og náði mér í rúmmáls- fræðina eftir Euclid. Áður en eg var toúinn með hana, gat eg fært rök að öllu því sem í henni stóð, og síðan hefi eg ekki verið í neinum vandræðum með röksemdafærslur.” Mér duttu í hug hinar framúrskarandi ljósu ræður hans — Freeport kappræðuna^eg munurinn á ræðum hans og andmælanda hans þar. Douglass. Og nú sá eg að lokum orsökina til mismunarins. Eg skil^di nú þennan mikla gáfumann, sem hafði hugsað út spurninguna, er hann lagði fyrir andstæðing sinn í Freeport. Og þar sem eg stpð frammi fyrir hon- um við lok ófriðarins komu mér í hug orð guð- spjallsins: “Og hinir síðustu munu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir; því margir eru kallaðir en fáir útvaldir.” Eg vildi óska þess að allir þeir, sem hafa talað illa um hann og kvalið hann, gætu talað- við hann eins og eg talaði við hann. Að þekkja hans göfuga hjartalag myndi snúa mótspyrnu þeirra í meðhald. Þeir myndu finna til þess sama og eg finn til, að líf haras er miklu göfugra en líf þeirra og að hans byrðar eru miklu þyngri en þeirra byrðar, svo að þeir myndu ganga tourt og blygðast sín fyrir útá- setningar sínar. Eitt af því sem hann sagði við mig var: “Brice, eg vona að það fari að draga að leikslokum nú; eg vona að við getum Jokið stríðirau án fleiri bardaga. Eg vildi að eg þyrfti ekki að sjá fleiri af lör.dum mínunwdrepna.” Og svo bætti hann við, eins og hann væri að tala við sjálfan sig: “Og þá verðum við að sýna þeim miskunn — miskunn.” Eg hélt að tíminn væri- hentugur til þe'.s að minnast á Colfax. Eg hefi ekki annað getað en hugsað um hann ávalt síðan. Lincoln hlustaði r.íeð athygli. Einu sinni stundi hann, og hann sat og fléttaði saman löngu fingurnar á sér meðan eg tal- aði. / “Eg sá þegar maðurinn var tekinn,” sagði eg að lokum. Og ef að það er nokkur málsbót fyrir hann, þá var hann innan takmarka síns liðs, þegar það gerðist; samherjar hans voru ekki lagðir á flótta til toeggja hliða við hann.” “Brice,” sagði hann, “þess konar ástæða gæti bjargað Colfax, en hún tojargar mér ekki. Er þessi maður vinur þinn?” Þetta var spurning, sem vandi var að svara. “Eg held að hann sé það,” svaraði eg. ‘“Eg vildi gjarnan mega kalla hann vin minn. Eg dáist að honum.” Og svo sagði eg honum hvað hann hefði gert í Wicksburg en gat ekkert um það, hvaða þátt eg hefði átt í því, að koma honum norður. Forsetiffn notaði hérumbil sömu orð og Sherman. “Þessir náungar,” hrópaði hann, “eru fæddir til að berjast. Það er þeim að þakka að Suður- ríkin hafa ekki gefist upp fyrir löngu.” Svo leit hann á mig með þessu skrítna augnaráði óg sagði: Heyrðu Steve, það hlýtur að vera einhver sérstök ástæða til þess að þú mælir svona með þessum Colfax, ef hann er ekki'beinlínis vinur þinn.” “fíú, jæja þá,” sagði eg að lokum, “eg vildi gata losað hann vegna frænku hans, ungfrú Virginíu Carvel.” Og svo sagði eg honum nokkuð um ung- frú Carvel og /hvernig hún hefði hjálpað þér með liðþjálfann í spítalanum og hvernig hún hefði stundað Whipple dómara. “Hún er fyrirtaks stúlka,” sagði hann. “Það eru þessar konur, sem hafa hjálpað þeim til þess að lengja stríðið þrjú ár. En samt verðum við að vernda þær þjóðarinnar vegna. Þær eiga að verða mæður föðurlandsvina okkar í framtíðinni. “Er hún líka vinstúlka þín, Steve?” Hvað átti eg að segja? “Ekki sérstaklega,” svaraðí eg a^ lokum, “Eg hefi orðið að styggja hana of oft til þess. En eg veit að henni þykir.vænt um móður mína.” Nei, hrópaði hann og spratt á fætur, “hú-n er dóttir Carvels ofursta! Eg hefi altaf dáðst að þeim manni. Hann er fyrirmyndar sunnanmaður, eftir gömlum sið, kurteis sæmdarmaður, hreinskil- inn og hugaður eins og ljón. Þú hefir heyrt sög- una um það hvernig hann kastaði manni, sem Balbcock heitir, út úr búðinni sinni, þegar hann reyndi að múta honum.” 'i “Eg heyrði þig segja þá sögu í gistihúsinu,” sagði eg, “og eg hefi heyrt hana siíðan. Mér þótti vænt um að heyra ofurstann lofaðan. Mér hefir ávalt líkað sú saga,” sagði hann. “En meðal annara orða, hvað er orðið af ofurst- anum?” “Hann komst tourt — suður,” svaraði eg. “Hann þoldi ekki mátið lengur. Það hefir ekkert til hans spurst síðan sumarið 1863. Þeir halda að hann hafi fallið í Texsas, en þeir vita það ekki með vissu. Þeir vita það líklega aldrei,” bætti eg við. Hann þagði stundarkorn. “Það er slæmt,” sagði hann, “það er slæmt.” Þeim er ekki fysjað saman þessum mönnum. Og þú vilt að eg náði þennan Colfax?” “Það væri nokkuð mikil framhleypni af mér að fara fram á það,” sagði eg. “En eg var að vona, að þú vildir minnast á það við hershöfðingjann þegar hann kemur. Og mér þætti vænt um að mega toera vitni.” Hann gekk nokkur iskref ifram og aftur um gólfið. “Það er minn breyskleiki,” sagði hann “að náða að segja já. Það er með það fyrir mér eins og drykkjumanninm, sem ávalt ætlar að láta hvern dryjkkinn vera síðastan. Það” — hann brosti —• “þáð gefur mér rólegri nætur. Eg er búinn að náða nógu marga uppreistarmenn til þess að fylla New Orleans. Rétt á^ur en eg fór frá Washingtm kom einn senatorinn ykkar frá Mis*>uri með skrá yfir uppreistarmenn, sem sátu í fangelsi í Mc Dowell og Alton. Eg sagði við hann: “Ætlar þú að biðja mig um að sleppa þessum öllum I einu. senator?” i “Hann sagði alveg það sama og þú, þegar þú varst að tala um Missouri rétt áðan, að hann væri hræddur við smáskærur þar og að stríðinu væri bráðum lokið. Eg skrifaði undir. Og hvað held- urðu að hann hafi þá gert? Hann dró upp hjá sér annan lista enn lengri en þann fyrri.” “Hvað er þetta?” sagði eg “Á eg- að sleppá þessum líka?” “Já, herra forseti,” sagði hann. “Eg held að það toorgi sig að vera vægur.” “Ja, svei mér þá, ef eg verð það ekki,” sagði eg og skrifaði aftur undir.” Á skipinu River Queen, 9. apríl 1865. Hjartkæra móðir mín:— t Mér þykir vænt um að frétta, að símskeytin. sem eg hefi sent þér hafa komið til þín með skil- um. Eg hefi ekki haft tíma til þess að skrifa, og þetta verður stutt bréf. * Þér mun verða starsýnt á skipsnafnið efst á blaðinu. Eg er á skipi forsetans og í föruneyti hans, eg er á leið með honum til Washington. Það stendur svona á því, að eg er þar: Sama daginn og eg skrifaði þér, kom Sherman hershöfðingi til City Point á gufuskipinu Russia. Eg heyrði kveðju- skotin og eg var niðri á bryggjunni til þess að heilsa honum. Þennan sama dag fór hann með Grant og Porter aðmírál um borð í skip forsetans, til þess að tala við hann. Mér hefir þótt það meira en lítil skemtun, að vera viðstaddur samtal þeirra. Þegar samtalinu var lokið, komu þeir allir saman upp úr lyftingunni. Grant var þögull og reykti, eins og hann er vanur; Sherman lét móðan mása; og Porter og forsetinn brostu og hlustuðu. Það var minnisverð stund. 'Eg býst aldrei við að sjá annað eins aftur á minni æfi. Þú getur toara ímyndað þér hvað forviða eg var, þegar forsetinn kallaði á mig, þar sem eg stóð ásamt hinum for- ingjunum. Hann lagði hendina á öxlina á mér og snéri sér að Sherman. “Brice majór er vinur minn,” sagði hann,“ eg þekti hann í Ulinois.” ‘1Hann hefir aldrei isagt mér frá því,” sagði hershöfðinginn. “Eg býst við að hann þegi yfir heilmörgu, sem er töluvert mikilsvert,” sagði forsetinn ertnislega. "En hann gaf þér góð meðmæli, Sherman, hann sagði að þú gengir í hvitum sokkum og piltunum líkaði vel við þig og kölluðu þig “Yilla frænda.” Og eg sagði honum, að það væri þau ibestu með- mæli, sem hann gæti gefið nokkrum manni.” Eg varð hræddur en ihershöfðinginn gerði ekk- ert annað en að líta á mig með þessum augum, sem horfa gegnum alt, og svo hló hann. “Þú éyðileggur örðstír minn, Brice,” sagði hann. “Þú þarft ekki á majórnum að halda strax, Sherman,” sagði Lincoln. “Láttu hann vera dálít- - inn tíma hérna hjá mér. Eg held að honum Teiðist ekki.” Hann leit á yfirhershöfðingjann, sem brosti ofurlítið. “Eg hefi einhvern óljósan grun um að Grant ætli sér að gera eitthvað.” Svo hlóu þeir allir. “Já, Lincoln,” sagði yfirforingi minn. “Þú mátt hafa Brice. En varaðu þig á, að hann tali þig ekki í rot. Hann hefir sagt of mikið nú þegar.” ISvona atvikaðist það að eg varð kyr. Eg hefi engan tíma til Jþess að segja þér frá öllu, því, sem eg hefi séð og heyrt. Eg hefi ferð- ast með forsetanum bæði þegar hann hefir verið að gegna miskunnarerindum og þegar hann hefir f verið í þeim erindum að hughreysta aðra. Eg hefi næ^tum því séð orusturia, sem við vonum að verði síðasta orustan í þessu hræðilega stríði. Eg hefi hlostað á fallbyssuskotin í Five Forks, þar sem Sheridan og Warren báru sjálfir merki fyrir fylk- ingum sínum. Eg var með Lincoln meðan stóð á orustunni í Petersburg. Það stóðu tár í augum hans þar. Svo kom flptti Lees og eftirför Grants — fall Richmonds. Hershöfðinginn kyrláti gerði ekki svo mikið sem að víkja til hliðar og halda inn í toorgina, sem hann hafði setið svo lengí um og sem nú var í rjúkandi rústum. En eg fór þangað með forsetanum; og ef eg ætti þess kost að lifa aft^ur upp eina stund æfi minnar, þá vildi eg óska að það yrði þessi stund. Þegar við fórum upp ána lá bil- aður skipsskrokkur þversum í ánni innan um staurana, sem Sunnanmenn höfðu sett þar til þess að stöðva umferð. Lincoln vildi ekki bíða. Við vorum ekki margir, svo við fórum ofan í tólfróna Ibátinn hans Porters og það var róið með okkur til Richmond, þar sem enn rauk kolsvartur mökkur- inn úr rústunum. Við lentum ðrskamt frá Libby- fangelsinu. Ræktunarsjóðurinri. \ Um síðustu Krossmessu voru það ekki allfáar fjölskyldur hér í Reykjavík, sem urðu að flytja úr lélegum húsakynnum, og gátu hvergi fengið leigt skýli yfir höf- uðið Fólkstraumurinn til Reykjavíkur er svo ör, að ekki eru tök á að toyggja nægilega mikið árlega, til viðbótar. Eftir Krossmessuna var nokkr- um húsnæðislausum fjölskyldum leyft að hafast við í Verkamanna. skýlinu við höfnina. Annars er Verkamannaskýlið til þess ætlað, að verkamenn þeir, sem vinna við höfnina geti snætt þar mat sinn. Og þegar þá vantar atvinnu, biða þeir þar eftir færi, að fá eitthvað að gera. Verkamannaskýlið við höfnina hérna í Reykjavík minnir mann á Ræktunarsjóð Islands. í verkamannaskýlinu hérna á hafnarbakkanum toíða menn eftir atvinnp- dögum saman, menn, sem flæmst hafa burt úr sveitum lands ins, fyrir jarðnæðisskort — fyrir vöntun á ræktuðu landi. í verkamannaskýlinu hafa þeir athvarf, þegar eigi þarf á skýlinu að halda handa konum og börnum, , sem hvergi hafa annarsstaðar höfði sínu að að halla. Dapurlegt er það öfugstreymi í þjóðlífi voru, að sveitirnar, mó- arnir og mýrarnar um land alt, bundruð ferkílómetra að stærð, bíða eftir að mannshöndin yrki og rækti — en á sama tíma bíða hópar manna eftir aurum fyrir lfísnauðsynjar, — lifa á vinnu- snöpum við höfnina hérna í Reykjavík. Hver á orð yfir alt það þjóðar- böl, sem af þyí hefir hlotist, og pnn kann að hljótast, að toændur og búalið hrekst úr sveitum, vegna þess að eigi eru úrræði þar til ræktunar og framleiðslu-auka. Árið 1925 á að verða merkis- ár í ræktunarsögu íslands. Með viturlegri löggjöf var ræktunar- málið þá gert að alþjóðarmáli, sem langt er hafið yfir allan flokkaríg. Með lögum um Ræktunarsjóð ís- lands leggur sjávarútvegurinn all- verulegan skerf fram til þess, að bændur fái fé til ræktunar. Fullur skilningur á nauðsyoi þessa er nú að verða almennings- eign. Stétta- eða atvinnurígur kem ur þar ekki til greina. Og þó eru uppistandandi á Iandi héf fáeinir menn, sem dirfast. sem hafa þá óskammfeilni ti’. að bera, að reyna að blása eldi að stétta- hatri, reyna að ýfa sjávarútegs- menn gegn bændum, — reyna að afla sér póitísks stundarfylgis, með því að telja bændum trú um að útgerðarmenn séu bær.clum ó- vinveittir, reyna með öðrum orð- um að spilla fyrir ræktunarmálinu. Og þessir menn kalla sig bænda- vini. Morgunblaðið. Jarðarför. Ólafs Briem frá Álfgeirsvöllum fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. í heimáhúsum töluðu séra Bjarni Jórasson og séra Sig- fús Jónsson frá Mælifelli, en séra Bjarni Jónsson flutti líkræðu í dómkirkjunni, en Sigurðúr Birkis söng þar sálminn: “Ó, tolessuð stund.” — Skagfirðingar báru kistuna frá heimilinu að líkvagn- inum, starfsmenn S. í. S. báru hann í kirkju en alþingismenn úr kirkjunni, en inn í kirkjugarð báru hana starfsmenn fjármálaráðu- neytisins. Silfurskjöldur var á kistunni frá S. Í.-S., og fjöldi blómsveiga frá opinberum stofn- unum og einstökum mönnum. RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. • Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðihn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. 4 \ SENDIÐ kJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITBD -

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.