Lögberg - 09.07.1925, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.07.1925, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 0. JÚLt. 1925 Bto. T \ Gjörðabók Kirkjuþingsins. Framh. frá 2. bls. PRESTSVIGSLA. VitS hádegis guösþjónustu, í kirkju Selkirk safn^öar, suunudag- inn þann 21. júní, var prestvígöur cand. theol. Valdimar J. Eyiands. Vígsluna framkvæmdi forseti kirkjufélagsins, séra Kristinn K. Ól- afsson, meö aöstoð hinna prestanna, er þetta þing hafa setiö. Fór athöfnin fram með þeim hátíöleik, er þar til heyrir. Hinn nývígöi prestur og nokkur hópur fólks var til altaris. Var guösþjónustan öll fráböerlega ánægjuleg og aösókn feikna mikil. ATTUNDI FUNDUR—kl. 7 e. h. sama dag. Fundurinn hófst meö bænagjörð, er séra Sig. Ólafsson stýröi. Viö nafnakall voru fjarverandi: Dr. B. B. Jónsson, séra Páll Sigurðsson, J. J. Bildfell, Kris^án Ólafson,'Árni Eggertsson, Ben. Stefánsson, Árni Árnason, R. 'S. Benson, Gunnl. Oddsson, G. B. Björnsson, K. Valdimar Björnsson, Snorri Kernested og Thorst. J. Gíslason. Fundurinn var trúmálafundur þingsins. Umræðuefni: Trú- bdösskylda kristins manns.” Málshefjandi var séra Jónas A. Sig- urösson. Flutti hann ítarlegt og skörulegt erindi. Var honum, að erindinu loknu, greitt þakklætis atkvæði meö þvi að allir stóöu á fætur. — Var máliö síöan rætt -af fjöri og áhuga all-langa stund. Söngflokkur Selkirk-safnaöar skemti með kórsöng. Fundurinn all- ur ánægjulegur og uppbyggilegur. Séra N. S. Thorláksson tilkynti, að skemtistund sú, er þinginu haföi verið boöiö til á þriðjudag e. h., hefði verið færö til og yrði kl. 4 e. h. á mánudag. sHefði breyting þessi verið gjörö samkvæmt ósk sumra þingmanna. Aö lokum var sunginn trúboössálmurinn: “í fornöld á jörðu var frækorni sáð” (nr. 180 í sálmab.J. Lýsti síöan forseti hinni f»ost- ullegu blessan, og var svo fundi frestaö þar til kl. 9. f. h. næsta dag. '\ NÍUNDI FUNDUR—kl. 9 f. h. þl 22. júní. * Fundurinn hófst með bænargjörð, er séra G. Guttormsson, stýröi. Fjarverandi við nafnakall voru: Dr. B. B. Jónsson og sérxa Rún- ólfur Marteinsson, er báðir höföu embættisönnum aö sinna. Gjöröabók 5., 6., 7., og 8. fundar lesin og staðfest. Fyrir hönd kjörbréfanefndar skýrði Jón Hannesson frá, að til þings væri kominn E. A. Brandson, frá Víkursöfnuði. Var samþykt, að hann tæki sæti sitt í þinginu, og skrifaði hann um leiö undir játn- ingu þingsins. . , __ Forseti lagði fram bréf frá séra Valdimar J. Eylands, um inn- töku í kirkjufélagið: “Undirritaður leyfir sér hér meö aö mælast til, að þingið viður- kenni sig sem prest Hins Ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, samkvæmt xv. grein grundvallarlaga félagsirts. Valdimar J. Eylands.” 1 nefnd til að leggjja til um inntökuna, skipaði íbrseti séra N. S. Thorláksson, séra Sig. 'Ólafsson og Thorst. J. Gíslason. Þá var tekið fyrir tíunda ihál á dagskrá: National Lutheran Council. Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði séra G- Guttormsson fram þetta nefndarálit: Nefndin, sem skipuð var til að íhuga samband kirkjufélagsins við National Lutheran Council, og þátttöku þess í Lutheran World Conference, /eyfir sér að leggja fyrir kirkjuþingið eftirfylgjandi til- lögur til þingsamþ^ta: 1. Þar sem kirkjufélagið hefir nú í sex ár verið meðlimur í National Lutheran Council, og átt þar kost á samvinnu með öllum kirkjufélögum lúterskum í Vesturheirui, nema Synodical Conference og Iowa Synod; og þar sem National Lutheran Council er að vinna á- ur, sem gefur sig við líknarstörfum undir umsjón lúterskra kirkju- manna, og starfar auk þess að eining og framför lúterskrar kristni um allan heim; og þar sem National Lutheran Council er að vinna á- gætt verk í þarfir kristindóms og mannúðar, einkum á Rússlandi og í Mið-Evrópu, í neyðinni óskaplegu, andlegri og likamlegri, sem styrjöldin mikla lét þar víða eftir sig; og enn fremur, þaúsem þátt- takan í þessu mikla og nauðsynlega starfi hefir tiltölulega léttar byrðar fjárhagslegar, í för með sér, og útgjöldin, sem í því sambar.di falla í hlut kirkjufélagsins , verða víst ekki nema rúmir 100 dalir á komandi ári; og að síðustu, þar sem það er kirkjufélagi voru til lít- ins vegsauka, að standa í félagsskap þessum að nafni til, en van- rækja þó að vera með í verki, þá skorar þetta þing á alla kirkjufé- lagssöfnuði, að láta ekki gleymast á þessu ári að leggja fram fé til styrktar Nat. Luth. Council og verkinu, sem það hefir með höndum. 2. Þar sem séra N. S. Thorlaksson er nú á förum til Norður- Ianda, þá felur þingið honum að mæta fyrir hönd kirkjufélagsins á allsherjar þingi Mótmælenda, sem haldið verður í Stokkhólmi í sum- ar annan ágúst óg næstu dagana á eftir. 3. Aö öðru leyti felur þingið forseta kirkjufélagsins að fara með umboð þess í sambandi við National Lutheran Council, mælir með huginyndinni um Luthcran World Convention, og felur forseta kirkjufélagsins umboð til að taka þátt með öðrum lúterskum mönn- um í framkvæmum þess máls, eftir því sem ástæður leyfa. 4. Þingið metur og þakkar þá sæmd, sem félagi voru var auð- sýnd með heimsókn hins stórmerka leiðtoga lúterskra manna í Vest- urheimi, dr. J. A. Morehead, og mun oss seint gleymast hið snjalla og hjartnæma erindi, sem hann flutti þingheimi. 5. Þingið felur skrifara kirkjufélagsins að tilkynna dr. More- head efni þessarar samþyktar. Á kirkjuþingi, 20. júní 1925. Haraldur Sigmar. S. S- Christopherson. Jónas A. SigurSsson. Gutt. Guttormsson. G. Thorleifsson. Samþykt var að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið. Fyrsti liður samþyktur. 2. og 3., 4. og 5. sömuleiðis. Nefndar- álitið síðan í heild sinni samþykt. Samþykt var, að fela skrifara að senda fréttir af kirkjuþinginu til Dr. J. A. Morehead. Þá var samþykt, að forseti skipi útpefningarnefnd. 1 nefndina voru skipaðir: séra Sig. Ólafsson, Ó. Anderson og Finnur Johnspn. Með því að þá Iá ekki tilbúið verkefni fyrir þingi, var samþykt fundarhlé frá kl. 10.30 til kl. 11 f.h. Þegar fundur kom saman aftur, var enn ekki verkefni tilbú^S. Var því samþykt áframhaldandi fundarhlé. Eftir að sálmur hafði verið sunginn, var fundi frestað til kl. 2 e.h. sama dag. TÍUNDI FUNDUR—kl. 2 e. h. sama dag. Fjarverandi við nafnakall voru: Dr. B. B. Jónsson og séra Rúnólfur Marteinsson. , Séra Sig. Ólafsson bar fram álit nefndar þeirrar, er átti að leggja til um inntöku séra V. J. Eylands, svo hljóðandi nefndarálit: Þar sem nefnd sú, er samkvæmt lagafyrirmælum á að rannsaka játningarafstöðu presta, er sækja um inngöngu í kirkjufélagið, mæl- ir eindregið með umsókn séra Valdimars J. Eylands, þá leyfum vér oss, sem ‘skipaðir vorum, til þess að hafa með höndum umsókn hins nývígða prests, að mæla með því að hann sé tekinn í kirkjufélagið og t þingið lýsi ánægju sinni út af þvi, að eignast með honum nýjan starfs- mann, og árni honum allrar blessunar Drottins. N. S. Thorlaksson. Sig. ólafsson. T. J. Gíslason. Var það samþykt i einu hljóði. Þá var tekið fyrir fjórða mál á dagskrá: Ungmennafélög. Forseti skýrði frá, að fulltrúi ungmennafélaganna, er væntan- Iegur var til þings, gæti ekki komið. Gjörði þá séra J. A. Sigurðsson þá tillögu, og G. Thorleifsson studdi: Að vísa þessu máli til framkvæmdarnefndar. — Tillagan var samþykt. Þá spurði forseti um tilboð um þingstað næsta ár. Séra Sig. Ólafsson bar fram boð frá Gimli-söfnuði. — Samþykt var, að boðið sé þegið og þakkað. Séra N. S. Thorláksson skýrði frá, að Mr. A. F. Gemmel, skozkur maður, en íslenzku-talandi, búsettur hér í bæ, væri staddur á fundi og æskti eftir að fá að ávarpa þingið. Var samþykt, að leyfa Mr. Gemmel að tala, og flutti hann kirkju- þinginu árnaðarósk frá kirkjufélagi Presbýtera i Canada. — Var samþykt að þakka fyrir kveðjuna og þar með biðja Mr. Gemmel að flytja Dr. Scott, forseta kirkjufélags Presbýtera, hjartanlegar þakk- ir fyrir árnaðaróskina, og að þing þetta árni Dr. Scott og kirkjufé- lagi hans blessunar Drottins. Þá var tekið fyrir áttunda mál á dagskrá: Fjármál. Fyrir hönd þingnefndar lagði J. J. Bildfell fram þetta nefndar- álit: » , Fjármálanefnd þingsins leyfir sér að leggja fram eftirfylgjandi tillögur í sambandi við fjármál, er henni hafa verið falin af þing- inu: 1. Benda viljum vér á, að fjárframlög í heiðingjatrúboðssjóð hafa verið minni á árinu, en þau voru á fjárhagsárinu næsta á und- an. Hefir sá sjóður því gengið til þurðar svo, að hann er nú $362.98 minni, en hann var í fyrra, og er því nauðsynlegt, að því máli sé* haldið vel vakandi í söfnuðum kirkjufélagsins á árinu, ekki sízt þar sem þingið hefr samþykt að borga $1,200 af launum trúboðans ís- lenzka á þessu komandi fjárhagsári. Aðrir sjóðir kirkjufélagsins eru í svipuðu ástandi og þeir voru í í fyrra, samkvæntt skýrslu féhirðis og yfirskoðunarmanna. Einn þeirra, kirkjufélagssjóðurinn, er i' dálítið betra ástandi en hann var í fyrra. — Jafnaðarreikningurinn, eins og hann er útbúinn frá hendi yfirskoðunarmanna, sýnir að fjárhagsleg afturför á fjárhagsárinu hefír numið $227.69. 2. Við athugun skýrslu stjórnarhefndar “Betel” verður ljóst, að mjög t/lfinnanleg þurð hefir orðið á tllögum fólks til starfs- rækslu þelrrar stofnunar. Við síðastliðin fjárhags áramót, átti stofnun sú í starfrækslusjóði $1,796.92; nú að eins $539.79. Um leið og vér bendum þingmönnum og prestum kirkjufélagsins og öðru fólki á þetta, þykjumst vér vita, að stofnun sú muni eiga svo rót- tækt ítak í huga og björtum manna, að úr þessari afturför verði bráðlega bætt. 3. Nefndin leggur til að styrkur til séra S- S- Christophersonar skuli stjórnast af launum þeim er hann fái hjá söfnuðum og missí- ■ónarsvæðum er þjónustu hans njóta á árinu, og að upphæð sliks til- lags meg nema alt að $200 fyrir fjárhagsárið. 4. Nefndn leggur til, að fyrir prestsþjónustu á Betel sé goldið úr Betel-sjóð, eins og á undanförnum árum. 5. Að féhirði séu greiddir $100 úr kirkjufélagssjóði sem þókn- um fyrir hið mikla starf hans. • ' 6. Að skrifara kirkjufélagsins sé greiddir $50 úr kirkjufélags- sjóði sem þóknun fyrir starf hans. 7. Að áætlaðar tekjur kirkjufélagsins fyrir næsta ár séu $500. Chr. ólafsson. Haraldur Sigmar. Kl. Jónasson. Jón J. Bildfell. G. B. Björnsson. Samþykt var að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið. Fyrsti og annar liður þóttu sjálfsagðir án formlegrar sam- þyktar. Um þriðja lið urðu nokkrar umræður. Árni Eggertsson gerði þá breytingartillögu, að séra S. S. Christophersop sé greiddir skil- yrðislaust $200 til heimatrúboðsstarfs á komandi ári. Tillöguna studdi Jón Halldórsson. 4. liður, 5., 6. og 7. liður allir samþyktir. — Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt. Séra Guttormur Guttormsson bar fram svohljóðandi tillögu til samþyktar: “Kirkjuþingið vottar Selkirk-söfnuði hjartanlegt þákklæti fyrir ágætar viðtökur, kristilega alúð og gestrisni, sem kirkjuþingsmenn og aðrir gestir þingsins hafa enn einu sinni notið á þessum stöðvum. Þingið árnar söfnuðinum blessunar Drottins á komandi tíð, og biður góðan Guð að veita presthjónum safnaðarins, Mr. og Mrs. N. S. Thorlaksson, farsæld og gleði á hinu fyrirhugaða ferðalagi þeirra til Norðurlanda.” Tillagan var samþykt með því að allir stóðu á fætur, Þá lá fyrir kosning embættismanna: Forseti var endurkosjnn í einu hljóði: séra Kristinn K. Ólafsson. Vara-forseti var endurkosinn í e. hlj.; séra R. Marteinsson. Skrifari var kosinn í e. hlj.: séra Jóhann Bjarnason, samkvæmt tillögu séra Sig. Ólafssonar. Vara-skrifari var endurkosinn í e. hlj.: séra Sig. Ólafsson. Féhirðir var endurkosinn í e. hlj.: hr. Finnur J^hnson. Vara-féhirðir var endurkosinn í e. hlj.: hr. Jón J. Bildfell. í framkvæmdarnefnd voru kosnir, auk forseta, skrffara og fé- hirðis, þeir: séra N. S. Thorlaksson, Dr. B. J. Brandson, séra J. A. Sigurðsson og Dr. B. B. Jónsson. I skólaráð Jóns Bjarnasonar skóla voru kosnir: Jón J. Bildfell, Dr. Björn B. Jónsson og O. Anderson. 1 stjórnarnefnd gamalmennaheimilisins Éetel var kosinn til 3 ára: Kristján Ólafsson. Fulltrúi kirkjubyggingarsjóðs var kosinn: Finnur Johnson. Yfirskoðunarmenn voru kosnir: T. E- Thorsteinsson og F. Thord- arson. Gjörðabók 9. og 10. fundar lesin og staðfest. Mælti forseti þá nokkrum kveðj,uorðum til þingsins, las síðan Matt. 5, 13-16 og Matt. 7, 24-29 og bað bæn. Var svo sunginn sálm- urinn: “Lát þitt ríki, ljóssins herra” (xit. 182). Lýsti siðan forseti hinni drottinlegu blessan, og sagði svo þingi slitið kl. rúmlega 4 e. h. \ Séra Friðrik Hallgríms- son kominn heím. ViðtaL í sama mund og kirkjuklukkurn- ar hér í Ibæ tilkyntu helgi hvíta- sunnuhátíðarinnar á laugardags- kvöldið, og ómar þeirra bárust út um bæinn, steig sá maður fæti á land hér, eftir langa fjarveru, sem tekinn er nú við 2. prestsembætti við Dómkirkjuna — séra Friðxik Hallgrímsson. — Hefir Morgunbl. fyrir nokkru síðan sagt frá því, að hann væri á leiðinni hingað hoim. Hann kom með Botníu á laugar- dagskvöldið ásamt með fjölskyldu sinni. Múgur og margmenni var statt niðri á hafnarbakka, er Botnía kom. Og það leyndi sér ekki, að mikill hluti þess fjölda var þar kominn til þess að “heilsa séra Friðrik.” í fyrradag var hann settur inn í embætti sitt, og hélt hann þá fyrstu ræðu sína hér í þetta sinn. Það þarf ekki að taka það fram, að óvenjulega margt fólk sótti kirkjuna. Morgunbl. hefir hitt séra Frið- rik að máli, og spurt hann um, hvernig honum likaði að koma heim aftur og taka við embætti hér. Talið barst fyrst að Vestur- Islendingum. — Islendingar vestan hafs munu hafa kvatt yður og fjöl- skyldu yðar af héilum hugí — Já, það gerðu þeir áreiðan- lega. Mér voru haldin þrjú sam- sæti, tvö hjá söfnuðum þcim, er eg þjónaði, og eitt hjá Islendingum í Winnipeg. Eg þóttist nokkuð geta séð hug landa minna við mig í þessum samsætum og á þeim gjöfum, sem okkur hjónum voru gefnar. Söfnuðir mínir gáfu mér stórlega fallegt mahogani-skrín, er var fult af siUurborðbúnaði og fylgdi allstór peningagjöf. í sam- sætinu, sem okkur hjónum var haldið í Winnipeg, af stjórn Ev. lút. kirkjufél., var mér gefin þessi Sjöf. Séra Friðrik leggur forláta úr fram á foorðið, hina mestu gersemi og er sá. er þetta ritar, ekki fær um að segja hvers virði það muni vera. Á lok þess er grafið: “Frið- rik Hallgrímsson. Frá Hinu Ev. lút. kirkjufél. ísl. i Vest’irheimi, 20. april 1925.” •— Hvernig segir yður hugur um, að setjast hér að? — Vitanlega vel. Eg hefi altaf verið bjartsýnn maður Og eg hlakkaði til að koma hinagð heim. En það verð eg að segja, að eg bjóst ekki við að rnæta jafn mikl- um hlýleik og annari eins alúð cins og mér hefir verið sýnd þenn- an stutta tímá. Mér hefir rnætt í jdlJi fólks, sem eg hefi i raun og vfciu ekkert kannast við, en sem hefir sýnt mér framúrskarandi vinsemd. Mér finst þetta mikils virði, þegar eg íiugsa til starfs míns hér, því eg álít það grund- vallarskilyrði fyrir góðu og ávaxta ríku starfi hvers prests, að hann njóti samúðar og trausts, og vel- vildar safn<íða sinna. f þessu sambandi vil eg geta þess að eg hefi notið þessa alls, þau 21% ár, sem eg hefi þjónað isl. söfnuðun- um vestan hafs. Þessvegna hefir dvölin orðið mér svo ánægjuleg þar, sem hún hefir orðið. — Hvað er annars að frétta af Vestur-fslendingum? — Eg held að eg megi fullyrða, að frá þeim sé alt gott að frétta. Sumir höfðu vitanlega átt við f jár- hagslega örðugleika að stríða, eins og aðrir, að styrjöldinni lok- inni. En mér virðist, *að mjög sé nú farið að birta yfir öllum við-- skiftum, og að löhdum okkar sé nú farið að liða betur. — fslendingar eru vel liðnir vestan hafs? ■ — Mér finst ástæða til fyrir aðalþjóðina að miklast af þeim, og fagna yfir því, að þeir hafa al- staðar gott álit á sér. ‘fslendingar eru bestu innflytjendur hér,’ kveð- ur æfinlega við. Og svo maður taki bændurna sérstaklega, þá þori eg' að fullyrða, að þeir standa fylli- lega jafnfætis öðrum bændum þar vestra. Og eg vil taka það fram, að á flestum sviðum eiga íslendingar vestra ágæta menn, eg vil segja afburðamenn, eVo sem meðal lög- fræðinga, lækna, presta og lista- manna. —ÍTvaða Vcstur-fslenskur lista- maður er nafnkunnastur í Ame- ríku ? — Emile Walter. Hann er vel kunnur bæði á Englandi og i Ame. ríku, hefir fengið myndir sýrdar í London, og eftir hann eru til myndir á helstu listasöfnum í Ameríku. Hurðinni er lokið upp að stof- unni og inn koma tvær fulltíða blómarósir og telpa innan við fermingu. — Þetta eru dætur mínar, segir séra Friðrik. Og þær tala vitan- lega allar íslensku. Ein þeixra, Þóra, er útlærð hjúkrunarkcna. Talið berst aftur að Vestux'- fs- lendingum. — Hvernig er hugarfar landa vestra til þjóðar og lands hér heima. __ Eg þori að fullyrða, að það er ákaflega hlýtt. Alt islenskt er þeim hjartfólgið, og þegar minst er á mál íslands eða sagðar frétt- ir þaðan, er eins og komið sé við hjartarætur þeirra. __ Haldið þér, að nokkuð væri hægt að gera til þess að halda við nánara sambandi milli þjóðarþrot- anna? — Eg gæti nefnt eitt, sern nxér hefir oft dottið í hug að ætli að gera. Og það er það ,að blöðin hér heima og vestra kærxu því skipu- lagi á sín á milli. að senda héðan og að vestan helstu fréttir símleji'ð- is. Við skulum taka t. d., að hér heima andist þjóðkunnur maður.. öllum Vestur-íslendingunx mundi þykja mikils um vert að fá fregn- um það sem fyrst. Og margt fleira mætti nefna. Eins er það, að bær. ist Vestur-íslendingum eitthvert hnoss upp í hendur á einhverju sviði eða með einhverjum hætti, þá ættu blöðin vestra að láta vita um það hélr heima með því að síma str: x til blaðanna héc Mér finst vanta milli þjóðarbrotanna greið- ari andlegár samgöngur, meira sámneyti, meiri þekkingu. Þetta vorn með síðustu orðum, sem séra Friðrik sagði við Morg- uniblaðið, og það sýnir hvern hug hann hefir á því, að halda lifandi sambandinu milli íslendinga hér heima og hinna vestur frá. Séra Friðrik Hallgrimsson býr þersa viku hjá mági sinum Axel Tulinius, en flytur svo i Þir.gholts “íiæti 28. Morgunblaðið. “Landið” og eyðibýlin. i. Nú síðustu árin fara ihagrir til Heklu. Af tindum hennar er víð- sýni fagurt og varla betra af öðr- um stöðum á landi hér, ef loft er bjart og skygni gottl Næstu sveitir við hana eru Rangárvellir og “Landsveit.” Til- breyting er mikil þar á landi og gróðri. Víðáttumest eru þar þó hraun (Hekluhraun) og sandar. Grasblettir eru þar hér og hvar og bæjir á stangli. Fjöll eru þar og fossóttar ár. Skógar eru þar enn eftir og iblómskrúð þar mikið. Jöklar eru þar í austri og norðrií sem bakveíðir, vikurhryggja og gamalla gíga. Þar er orustuxnöllur lífs og dauða; ógnandi öfl elds og jökla berjast þar um völdin. Kaldir öræfavindar af norðri há þar harðan' heljardans við sól og sunnanvind. Norn eyðilegging- arinnar berst þar móti guðdóm- legum lífskrafti framþróunarinn- ar, og læknandi hönd almættis- kraftar. Gamlar bæjarrústir og blásnir grafreitir eru merki ósigra þeirra manna, sem þar hafa búið og bar- ist fyrir brauði handa sér og börn- um sínum. II. Árna Magnússonar jarðatal 1702, eða þegar jarðatalið fór fram telur þessi býli í ábúð, sem nú eru í auðn: 1. Merkihvoll .......... hdr. 5 2. Ósgröf ................... — 12 3. Irjur ....................— 20 4. öskjuholt ................ — 14 5. Mörk .................... — 10 6. Suðurhjál. (Leirub.) .... — 5 7. Réttarnes ................ — 5 8. Biorg (hjáleiga frá .... Stóra-Kl..................— 8 9. Litliklofi ............... — 8 10. Kollakot ............... — 4 11. Garðar (hjáleiga frá .... Skárði) .................— 10 12. Erill ................. - - 5 13. Áribær (hjáleiga frá.,.. Hvammi) .................. 10 14. Hrólfsstaðir.............— 10 15. Tjörfastaðir.............— 20 16. Kýraugastaðasel ..... — — 16 býli hdr. 146 Auk þess eru eftirfarandi býli, sem komin eru í auðn og ekkert mat á, um 1700. 1. Skógarkot (frá Skarði). 2. Hvammshjáleiga frá Hvammi. 3. Gata (hjáleiga frá Helium). 4. Vindáis (hjáleiga frá Fells- múla). 5. Járnlaugsstaðir. 6. Hólakot (hjáleiga frá Stóru- völlum.) 7. Minnivallahjáleiga (frá Minni Völlum.) 8. Kýraugastaðir (var 30 hundr. uð áður.) 9. Kýraugastaðahjáleiga. 10. Stóruvallahjáleiga. 11. Litla-Skarð (lagðist í eyði um 1850.) 12. Gloppa (hjá Galtalæk? ) 13 Stampur (frá Galtalæk) Auk þessara 29 býla, sem nú eru öll í eyði — en áður hafa verið í foýgð, 6um sjálfstæðar jarðir, en nokkur ljjáleigur þeirra jarða, scm enn eru foygðar, hafa bæir verið fluttir á eftirfarandi býlum: „ 1. Stóruvellir. 2. Minnivellir. 4. Fellsmúli. ' 5. Skarð. 6. iHátún (nú Króktún). 7. ISkarðssel. 8. Klofi. 9. Skarfanets. 10. Húsagarður. 11. Hellir. 12. Bjalli. Vel má vera, að bæirnir séu fleiri í Landmannahreppi, sem fluttir hafa verið áður, það hefi eg ekki rannsakað vel. Skaðinn er mikill, sem þessi sveit hefir hlotið af sandfoki og uppfolæstri. Enn er ekki séð fyrir endann á eyðingu býlanna; t. d. eru Jírjur nú að leggjast í eyði. Kofar hafa staðið þar að þessu, og fólk oftast búið þar. Unöir mestu hættunni af sandfoki er Skarfanes, og óvíst. hvort þeirri jörð verður bjargað. Samt verða fleiri eyðifoýli á Rangárvöllum og skemdir þar ekki minni. III. Með sjálfsafneitun, viljafestu og sparsemi, hefir fólkið búið þarna — en undanhaldið er aug- ljóst. Býlunum fækkar, lancið eyðist og auðnirnar stækka. Hvað á að gera? Á að láta þcssa ágætu sveit eyðast og stofna ná- grannasveitunum í voða? Eða á að berjast við rótgróið aðgerða- leysi og eyðandi náttúruöfl, og reyna að fojarga því, sem eftir er? Hér er við “raman reip’” að draga, og þarf samhug og réttan skiln- ing allra, sem hlut eiga að máli. Sé fjrtgt eftirfarandi atriðum get- um árangurinn orðið góður: 1. er að þekíkja nauðsynina á starfinu, skilja hættuna, sen^er framundan. 2. að finna ráð og tæk5 til þess að verjast hættunum. 3. að fylgja ráðunum fram, þ. e. að koma þeim í framkvæird. 4. að taka vel eftir árangri af öll- um fáðstöfunum og tilraunum, sem gerðar eru. 5. að hafa trú á verkinu, vilja sigra örðugleikana og vinna til gagns. Það er að velja um tvær leiðir; önnur er sú, að vinn-t með dáð og drengskap að græðslu landsins og viðhaldi arðsamra bletta og hér- aða. — Hin eru tómlæti um land og heildarhag, en hugsa alt um eigin hagsmuni og líðandi stund. Hugsa aðejns um, að ná öllum þeim arði, sem hægt er að ná af landinu. Höggva skóga, beita og slá allan gróður og rífa grasvörð og rótartæjur. Alt slíkt flýtir fyrir skemdunum — en afleiðingin verð- ur eyðing býla og byggilegs lands. Þá er gengið í lið með eyðandi öfl- um náttúrunnar. Með því er fylgt lægstu hvötum aurasjúkra sálna, og ekki hugsað um annað en stundarhagnað. Það er undanhaldið, sem stefn- ir til landauðnar, flótta frá einu býlinu til annars. Frá einni sveit til annarar. Það erbrot móti dreng skap, sómatilfinningu og ættjarð- arást. Er það ekki aúgljóst brot, sem hefnd keimur fyrir, og kemuf þar ekki fram sannleikurinn í orðum skáldsins, að “Feðranna dáðleysi er barnanna böl” o. s. frv. Allir gerist landvarnarmenn á landi hér og vinni skyldu sína í þarfir þjóðarinnar. Gunnlaugur Kristmundsson. Morgunbl. 6. júní. Iloldgrant Fólk Ætti Að Lesa Þetta^ Hin nýja afcferS til aS koma hold- grönnu fólki I hold, er stöSugt aS rySja sér til rúms. Margir hafa skrifaS framleiSendum þessa nýja meSafs og tilkynt þeim, aS þeir hafi þyngst um 5---10 pund & 30 dögum. þetta nýja iyf er búiS til samkvsemt srl'öngustui vtsindiareglum. |>a8 er ijúffengt mjög, auSgar blðSiS, eykur matarlystina, skerpir meltinguna og kemur yfirleitt öllum llffærunum betra horf. Engum er um megn, aS afla sér meSals þessa, þvl skerfur, sem nægir tii múnaSar, kostar aS eins $1.00. Og þér þurfiS ekkert annaS aS gena, en fylgja forskrift- inni. 1 því fal'li, aS þér séúS ekkl ft- nægSir m«S meSaliS, þá getiS þér skilaS afganginum og fengiS and- virSiS til baka. Sýnir þaS betur en nokkuS annaS; hve mikiS traust framleiSendur Nuga Tone bera til meSaleins. FúiS flösku 1 dag. MeS- aliS heitir Nuga-Tone. Fæst hjú. öllum úbyggilegum lyf- sölum. / (

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.