Lögberg - 30.07.1925, Síða 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
30. JÚLÍ, 1925.
Hættulegír tímar.
Eftir Winston ChurchilL
"Hann fékk líka að kenna á því,” sagði Step-
hen, ‘‘því sonarsonur hans var andstæðingur han®
í stjórnmálum, og það virðist, sem hann ihafi gifst
konu, sem var engin liðleskja.”
“Nei, hún var enginn aumingi,” sagði Virginía,
“og eg er viss um, að hún hefir ekki látið manninn
sinn kyssa isig nema _þenni sýndist svo.”
Hún leit upp til hans með brosi á vörunum og
töfrandi.
“En eftir því sem eg hefi heyrt um hann,”
sagði Stephen,” þá var hann nú karl í krapinu, og
hefir ef til vill gert það í leyfisleysi.”
“Það er eina hótin að Marlborough stræti er
ekki mjög fjölfarið,” sagði Virginía.
Þegar þau voru búin að skoða borðstofuna með
útskornu arinhillunni og silfurhúnana á hurðunum,
og danssalinn, sem var í annari hliðarálmu hússins,
gengu' þau út og Stephen lokaði hurðinni aftur.
Þau gengu umhverfis húsið og stóðu og horfðu
niður grashjallana, sem einu sinni höfðu verið
sléttir og vel upp gerðir, en voru nú sígnir niður.
Þarna hafði Dorothy dansað á sléttri flötinni á af-
mælisdag Richards. Þar fyrir neðan var brunnhús-
ið, þar sem lækurinn hvarf á einum stað undir hálf
fallinn vegginn. Þar hafði Dorothy fléttað liljur
í hár.isitt áður en ihún sigldi til Lundúna.
Það sást marka fyrir vegg þar sem verið höfðu
takmörk garðsins sjálfs. Limgirðingarnar,
höfSu verið óhirtar i sjötíu ár, voru vaxnar upp.
Garðurinn sjálfur var fullur af viltum gróðri sem
teygði sig upp úr brúnni laufbreiðunni ,frá síðasta
haustið, sem þakti jörðina. En innan um grasið
spruttu fjólur, og Virginía'sleit upp nokkrar þeirra
og festi þær í frakikaibarm Stephens.
“Þú verður að geyma þær ávalt,” sagði hún,
“af því að við fundum þær hér.”
Þau sáu sæti undir gömlum trjábol, þar hafði
Lionel Caryel setið margan vordag og lesið “The
Gazette’.’ Þau hvíldu sig þar. Sólin var farin að
síga og átti skamt eftir niður að gamaldags húsa-
göflunum hinum megin við garðinn. Og í geislum
kvlödsólarinnar stóð alblómgaða eplatréð eins og
hvítklædd brúður. Loftið var fult af ilm, sem dag-
urinn dregur úr skauti jarðarinnar.
Virginia rauf þögnina.
Manstu eftir deginum íStephen, þegar við vor-
um öll ihrædd í St. Louis og þú komst yfir um frá
Önnu Brinsmade til þess að hughreysta mig?”
“Já, góða mín,” svaraði hann. En hversvegna
datt þér hann í hug nú?”
Hún svaraði honum ekki beinlínis.
“Eg trúði þvi, isem þú sagðir, Stephen. En þú
varst svo rólegur svo styrkur og svo öruggur. Eg »
held að það hafi gert mig reiða, þegar eg hugsaði
til þess hvað kjánaleg eg hlýt að hafa verið.”
Hann þrýsti hönd hennar.
“Þú varst ekki kjánaleg, Jinny.”
Hún ihló.
“Eg var ekki eins kjánaleg og Clume með
klukkuna sína. En veistu hvað eg hafði uhdir
hendinni — hvað það var, sem eg var að bjarga af
öllum eigum mínum?”
^ “Néi,” svaraði hann, “en eg hefi oft hugsað um
það.” t
Hún roðnaði.
“Þetta hús minti mig á það. Það var kjóll
Dorothy Manners og kniplingarnir sem hún hafði
átt. Eg gat ekki skilið þá eftir. Það var það eina,
sem eg hafði til þess að minna mig á kvöldið hjá
Brinsmade, þegar við vorum saman við hliðið þar.”
“Virginía,” sagði hann, “einhver kraftur, sem
við skiljum ekki, hefir fært okkur hvort að öðru,
éinhver kraftur, sem við getum ekki staðið á móti.
Það er heimskulegt af mér nð segja það„ en daginn
sem þrælauppiboðið ivar haldið, þegar eg sá þig
fyrst, hafði eg hugboð um þig, sem eg hefi aldrei
kannast við, jafnvel ékki fyrir sjálfum mér, fyr en
nú.”
Hún hrökk við.
“Nei, og það var það sama ipeð mig, Stephen.”
“Og svo,” hélt hann fljótt .áfram, “var það
undarlegt, að eg skyldi fara til Whipples dómara,
sem var náinn vinur föður þíns. — Undarleg vin-
átta! Síðan kom heimlboðið hjá þér í Glencoe og
hið undarlega atvik á sýningunni.”
“Þegar eg var að tala við prinsinn og leit upp
og sá þig innan um allan mannf jöldann.”
Hann hló.
“Það var nú óþægilegt fyrir mig.”
“Stephen,” sagðihún og rótaði laufunum með
fætinum, “þú ihefðir getað tekið mig í faðm þinn
, nóttiría, sem Whipple dómari dó, ef þú Ihefðir
viljað. En þú hafðir nógu mikið viljaþrek til þess
að gera það ekki. Eg elska þig enn meira þess-
vegná.”
Og svo ibætti hún við eftir stutta þögn:
“En það var þó móður þinnar vegna, sem við
hneigðumst mest hvort að öðru.* Eg tilbað hana
frá þeim degi, er eg sá hana á spítalanum. Eg held
að það hafi þá byrjað að votta fyrir velvild hjá mér
til Norðanmanna.”
“Móðir mín hefði tekið þig fram yfir allar
konur, Virginía,” svaraði hann.
t
Næsta morgun fréttu þau lát Abrahams Lin-
colns. Þau höfðu haft nánari kynni af honum en
flestir aðrir og þeim flaug báðum það sama í hug:
hvernig hann hefði lifað í sorg og dájð sem píslar-
vottur, einmitt á þeim degi, sem helgaður er minn-
ingunni um krossdauða Krists. Og þau trúðu því.
að Abrahan^Lincoln hefði dáið fyrir land sitt, eins
og Kristur dó fyrir heiminn.
Og þannig líka verðum v$ að trúa því að Guð
hafi ætlað þessari þjóð mikið hlutverk á þessari
jörð. » ,
Miörgum árum isíðar las Stephen Brice fyrir
konu sína þessi gullfögru niðurlagsorð úr annari
innsetningarræðu Lincolns:
“Án haturs til nokkurs manns, með kærleik til
allra og með trausti á því sem rétt er, eins og' oss
er af Guði gefið að sjá það, látum ass reyna að
fullgjora það verk, sem við höfum með höndum,
sem er að græða sár þjóðarinnar, að annast þá, sem
hafa staðið í stríðinu, og ekkjur þeirra og hörn —
að gjöra alt, sem miðar til þess að koma á og halda
^ið réttlátum og I varanlegum friði, meðal vor
sjálfra og við allar aðrar þjóðir.”
' ENDIR.
PEG.
«
■ Eftir J. Hartley Manners.
1. KAPÍTULI.
írski æsingamaðurinn.
“Eg hefi aldrei kynst nokkrum manni, sem
hefir talað meira og vitað minna en þér.”
“Um írland eigið þér við, faðir Cahill?”
“Og um alt annað, hr. O’Corínell.”
“Já, þér hljótið eflaust að vera góður dómari
um fávisku, faðir Cahill.”
“Við hvað eigið þér með þessu?”
“Þér búið að jafnaði í samvistum við hana.”
“Eg ®é og heyri hana nú að minsta kosti,
Frank O'ConneM.”
“Þá hefir kraftavei’k átt sér stað, hr. prestur.”
“Kraftaverk?”
“Já, að sjá og heyra sjálfan sig á sömu stundu,
er sannarlegt kraftaverk, hr. prestur.”
Síra Cahill hélt fastara um stafinn sinn, og
beindi neðri enda hans upp undir ríefið á O'Corínell.
“Móðgið þér ekki þjón guðs.”
“Hvað isem í boði væri, vil eg ekki gera það,”
svaraði 0‘Connell alúðlega. “’Svjálfur er eg barn
djöfulsins.”
“Já, það er ejnmitt það sem þér eruð. Og þér
vijljið helst fá aðra til að vera eins og þér eruð
sjálfur; en það skal yður ekki takast á meðan eg
hefi tungu í munninum og prik í hendinni.”
0‘Connell leit á prestinn með egnandi svip í
blágráu augunum.
“Það lítur út fyrir að presturinn þurfi ennþá
eitthvað meira til að snúa ,sér að, finst mér.”
Síra Cahill var ágæt ímynd hinna írsku presta
með gömlu skoðanirnar. Hann var yfiríburða mælsk-
um sem prédikari, og til allra fátækra og þjáðra
bar hann jafn þýtt hugarþel og kvenmaður, svo
það var engin furða þó hann væri í miklu afhaldi
hjá söfnuði sínum í sveitaþorpinu M. í sveitinni <
Clare. Samt var upp á það síðasta farið að bera
á óánægju hjá hinum yngri í söfnuðinum.. Þá skorti
þá virðingu, sem hinir eldri létu svo fúslega í té.
Þeir spurðu í stað þess að svara spurningum, og
þeir byrjuðu alveg gagnstætt vilja og skipunum síra
Cahills að taka þát í baráttunni fyrir sjálfstjórn,
undir hinni ágætu leiðslu Charles Stuart Parnells.
Nokkurir af hinum málsmetandi ræðumönnum
höfðu nú þegar heinlsótt þorpið, og vakið stund-
legan og andlegan óróa. Síra ’ Cahill vann á móti
þessum mönnum af öllu megni. Hann, einis og
margir aðrir framsýnir prestar sá fyrirfram eymd-
ina og blóðsúthellinguna sem yrði afleiðing mót-
þróa íranna gegn bresku stjórninni. Og þó að síra
Cahill væri eldheitur föðurlandsvinur, var—ÍTonum
fyrst og fremst ant um, að því fólki, sem hann
hafði ilifað samvistum við alla æfina, liði sem
* best. Hann v.ar presturinn þeirra, og hann þoldi
ekki að hugsa um það, að þær manneskjur, sem
hann hafði þekt frá bernsku, skyldu verða barðar
og misþyrmt af lögreglunni, og eftir á látnar í
fangelsi, af því þær ihefðu íekið þátt í gagnslausri
, baráttu .fyrir sjálfstjórn.
Honum kom því illa, að mæta þesisum ákaf-
asta af öllum hinum yngri æsingamönnum, á aðal-
götu þorpsins.
Stefnuskifti 0‘Connells vbru síra Cahill mjög
beisk voríbrigði. Hann hafði lokað augum föður
hans, þegar hann dó, og hlynt að syninum eftir
bestu getu. En þegar Tunn ungi O'Connell var
fimtán ára, flutti hann úr smábæ þessum til Dublin,
og það líðu mörg ár áður en síra Cahill heyrði
hans getið. Á meðan þessi ár liðu, hafði hann æft
sig í að verða einn hinna mælskustu úfcbreiðsluv
manna frelsismálefnisins. Það bárust út ótal
margar sögur um það, hvernig hann oft og tíðum
islapp -Vlð að verða deyddur eða látinn í fangelsi.
Hann ihafði alt af fylgd fólksins, og í hvert skifti
sem hann slapp, fól hann sig í fjöllunum eða í jarð-
holum, þangað til óróinn minkaði, til þess að koma
i ljós á nýjum stað og tala þar með mtWefni frels-
isins. 1 \
Og það var einmitt þetta, sem átti sér stað í
dag. ’Hann kom alveg óvænt í ljós í bænum, sem
hann var fæddur í, og hafði boðað til fundar á St.
Kernaus hæðiniý þetta sama kvöld. Það var þessi
fundu^, sem síra Cahill vildi um fram alt fyrir-
byggja.
*
Hann gat nauipast trúað því, að þessi hái sterk-
bygði, sólbrendi maður, væri isá Frank O’Connell,
sem hann hafði séð hlaupa um götur þorpsins sem
fölann og hnugginn dreng, án þess að nokkur kjark-
ur sæist hjá honum. Þar sem hann stóð nú fyrir
framan síra Cahill, og horfði á hann með rann-
sakandi augum, háleitur og beinvaxinn, leit hann '
út fyrir að vera skapaður til að vera leiðtogi fólks-
ihs. Og eitt augnablik hopaði faðir Cahill á hæl.
En aðeins líka eitt augnaJblik.
“Ekkert af mínum sóknarbörnum sækir fund
yðar í dag. Þar verða ekki aðrir áheyrendur 4n
lögregluþjónarnir og fáeinir menn af ruslaralýðn-
um, sem eru áhangendur yðar. Enginn skikkanleg-
ur maður vill stofna lífi sínu og frelsi í hættu, til
að hlusta á yður.”
0 Connell leit til hans með undarlegu augna-
raði, pg voru tár í augum hans er hann svaraði:
“Það er ekki miklu að stofna í hættu, síra
Cahill. Þeir hafa ekkert frelsi og lífið hefir ekki
mikla þýðingu fyrir þá.!’
O’Connell stundi þungan, þegar hann hugsaði
um þau gleðilausu fimtán ár, sem hann hafði dvalið
í þessum litla, fátæka bæ.
“Látið þér sóknarbörn mín í friði, segi eg yður,”
hrópaði presturinn. “Þau hafa verið ánægð með
hlutskifti sitt, þangað til menn af yðar tagi komu
hingað til og vöktu óróa hjá þeim.”
“Þau hljóta þá að hafa verið mjög lítilþæg, ef
dæma má eftir fátæklegu heimilum þeirra og aumk
unarverðu tilveru,” svaraði O’ConneM.
“Kofi er jafngóður og höll, ef guðsorð á heima
í honum,” sagðP presturinn.
“Já, það eru þessar kenningar, sem gera írland
að athlægi allra manna. Guðsorð á að koma með
ljós en hér finn eg aðeins myrkur,” sagði O’Connell.
“Eg hefi víarið lífi mínu til að breiða út ljós!”
sagði presturinn.
Bros lék á vörum O’Connells, um leið og hann
tautaði:
“Það lítur helst út fyrir að það aé skriðbytta,
sem þér notið, hr. prestur,”
“Er það sonur Michael O’Connells, sem talar
þannig til mín?”
Brosið hvarf undir eins af vörum O’Connells
og sömuleiðis háðshreimurinn í rödd hans. Með þeim
ákafa, sem varð hvítglóandi áður en hann hætti,
þrumaði hann: |
“Já það er hann! Það er sonur Michfef O’Conn-
ell sem dó í þjóðbrautarskurðinum og var jarðsqtt-
ur á kostnað fátækra styrktarsjóðsins. Michael
O’Connell, fæddur í mynd guðs, sem lifði í fimtíu
og átta ár við svengd, neyð, veikindi og hörmungar!
Midhael 'O’Connell, er samkvæmt skipun húsbónda
síns var fleygt út úr rúminu, sem hann lá veikur
í, til þess að deyja fyrir utan dyrnar á heimilinu,
þar sem hann var fæddur. Það er sonur hans sem
talar, faðir Cahill, og það er sonur hans, sem ætlar
að tala eins lengi og hann getur hreyft tungu sína!
Það er ómælilegt haf af hatri, sem Michael O’Conn-
ell hefir skilið eftir handa syni sínum, og hvorki
prestar, stjórn, lögregla eða hervald getur ihindrað
son hans frá að ausa úr því!”
O’Connell skalf frá hvirfli til ilja af geðshrær-
ingu. Ak sem hann hafði þjáðst af á æfi sinni,
stóð nú fyrir hugskotssjónum hans.
Meðan síra Cahill athugaði hann með ná-
kvæmni, fór hann, að skilja hvílíkt vald þessi maður
gat haft yfir þeim fátæku og þjáðu. Og eitt augna-
blik fann presturinn til samhygðar með O’Connell,
þrátt fyrir æsingastarf hans.
“Faðir yðar fékk alla þá huggun, sem kirkjan
gat veitt,” sagðí presturinn alúðlega og lagði hönd
sína á öxl unga mannsins.
“Huggun kirkjunnar!” endurtók O’Connell og
hló háðslega. ^ “Þkð var nú svo sem þákkarvert.
Það vantar ekki að vel jsé séð um írska fólkið.
Steinar og mold er nógu góður matur fyrir það,
segir breska* stjórnin. Við gefum þeim huggun
kirkjunnar, segja prestarnir og svo deyja þefr eins
og flugur hingað og þangað á þjóðbrautunum---------
en með huggun og blessun kirkjunnar!”
Rödd sírá Cahills skalf af reiði þegar hann
svaraði:
“Eg vil ekki heyra yður tala þannig, Frank
O’Connell.”
“Nei — eg hefi oft tekið eftir því, að þeir, sem
eru ákafastir að prédika sannleikann, vilja síst af
öllum heyra hann,” sagði O’Connell.
“Hvernig mundi írlandi hafa liðið án prest-
anna? Segðu mér það. ’Hvernig hefir mitt líf
verið? Eg tók að mér hið erfiða starf kirkjunnar,
þegúr eg var ekki eldri en þér eruð nú, og eg hefi
varið æfi minni í hennar þarfir.
Til að hjálpa þeim fátæku og halda við trúnni
og trauStinu á guði í hugum þeirra. Til að kenna
ungu börnunum orð guðs. Eg hefi skírt þau í
hans nafni, eg hefi vígt þas, eg hefi lokað augum
þeirra^ þegar ,‘þau voru dáin, lesið hina síðustu
messu yfir þeim og beðið fyrir sálum þeirra. Og
það eru þúsundir manna einis og eg, sem varið
hafa æfi sinni til fyess, sem reyna að halda hugs-
unum og breytni mannanna hreinum og flekklaus-
um, svo að sálir þeirra fái að koma til guðs, þegar
veru þeirra hér á jörðinni er lokið.”
Faðir Cahil.1 stundi þungan, þégar hann þagn-
aði. Hann hafði í raun og veru lýst æfi sinni. Hann
hafði af fúsum vilja varið henni í þarfir síns litla,
jfátæka safnaðar, aðal ánægja hans fólst í því að
hjálpa og hugga. Og svo varð hann að verða þess
var, að einn þeirra, aem hann h'afði kent að biðja
‘Faðir vor’, sem hann hafði fermt og tekið til alt-
aris, talaði háðslega um starf hans, særði og móðg-
( aði hann með orðum sínum, meir en nokkuð ann-
að gat sært og móðgað hann. Orð hans voru ekki
gagnslaus fyrir O’Connell. Því í raun og veru
elskaði hann föður Cahill fyrir sjálfsafneitun hans,
og störf hans í þessum litla bæ, sem lærisveinn
Krists. En að öðru leyti kendi hann í brjósti um
gamla manninn, að hafa eytt öllum þessum árum í
því fáviskunnar myrkri, er svo margir af lrla»ds
bæjum virtust huldir í.
Þreytt og Tauqaveiklað Fólk
Læknast Við að Nota 4
Nuga-Tone.
pað jilcðal Vinmir BæSi Fljótt
og vel
BlóSiC þarfnast járns og twugarn-
ar fosfór. Nuga-Tdne eykur járniS
f blóPinu og fosfór f taugunum. pa8
er vísindalegt tauga- cig blðömeSal.
pa8 gengur undrum næst, hve Nuga-
Tone eykur skjótt starfsmáttinn og
gerir -gamalt og þreytt fólk lffaglatt
og áhugasamt. BlðSið fær nýtt lífs-
magn og taugarnar, nýjan styrk.
MeCal þetta veitir væran svefn, góSa
matarlyst, beztu meltingu oig kem_
ur yfir höfuS aS tala öllum líffærun-
um í eSlilegt horf. paS er einkar
ijóft aSgöngu og veitir skjótan batifr
Hafi læknirinn ekki ráSlagt y&ur
, þaS, skuluS þér fara beint til lyfsal-
áns og fír ySur glas af Nuga-Tone.—
Varist eftirstœilin|gar. ReyniS meS-
aliS f nokkra daga og bati}i ySur
ekkf, skuluS þór skila þvf aftur og i
endurgrefSir lyfsalinn þá andvirSiS.
FramleiSendur Nuga _ Tone leggja
rfkt á viS lyfsala, aS ábyrgjast ÞaB,
.éSa skila peningunum aS öSrum
kosti.
Fæst hjá öllum ábyggilegum lyf-
sölum.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Offlcs tfmar: 2—3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Winnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS
selja meSul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru
notuS eingöngu. þegar þér komiS
meS forskrifti'na til voe, megiS þér
vera viss ur», aS fá rétt þaS sem
læknirinn tekur til.
COLCLEUGH & CO.
Notre Dame and Slierbrooke
Phones: N-7659—7650
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office tfmar: 2—3.
Heimili: 764 Victor St.
Phone: A-7586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal Arts Ðldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office Hours: 3i—5
Heimili: 921 Sherbume St.
Winnipeg, Manitoba.
------P----------- -------
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdóma.—Er aS hitta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h.
Heimili: 3t3 River Ave.
Tals.: F-2691
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Stundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdóma.
Er aS hitta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: N-6410
Heimili: 806 Victor St.
Sfmi: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMANN
ViCtalstfmi: 7—8 e. h.
Heimili: 1338 Wolsley Ave.
Sími: B-7288.
DR. J. OLSON
Tannlæknir
216-220 Medica! Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-3521
Helmili: Tals. "§h. 3217
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknir
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald St.
Talsfmi: A-8889
Dr. H. F. THORLAKSON
Phone 8
CHRYSTAIi, N. DAK.
Staddur ai5 Mountain á mánud.
kl. 10—11 f. h.
AS Gardar fimtud. kl. 10-11 f. h.
Munið símanúmerið A 6483
og pantiC meCöl yCar hjá oss.—
SendiS pantanir samstundis. Vér
afgreiCum forskrittir meS sam-
vizkusemi og’ vörugæCi eru óyggj-
andi, ænda höfum vér margra ára
lærdómsríka réfnslu aS baki. —
Allar tegundir lyfja, vindlan, fs-
rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl.
Mc Burncy’s Drug Store
Cor. Arlington og Notre Dame
THOMAS H. JOHNSON
Og
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðingar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
íslenzkir lögfræðingar.
708-709 Great-Westi Perm. Bldg.
356 Main St. Tals.: A-4963
I>eir hafa einnig skrifstofur afi
Lundar, Riverton, Gimli og Piney
og eru þar aS hitta á eftirfylgj-
and tfmurn:
Lundar: annan hvern miSvikudag
Riverton: Fyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miðvikudag.
Piney: þriðja föstudag
1 hverjum mánuSi.
A. G. EGGERTSSON
ísl. lögfræðingur
Hefir rétt til aS flytja mál bæSi
f Manitoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
Seinasta mánudag I hverjum mán-
uBi staddur I Churchbridge-
J. J. SWANSON & CO.
Verala meS fasteignir. Sjá
um leigu á húsum. Annast
lán, eldsábyrgS o. fl.
611 Paris Bldg.
Phones: A-6349—A-6310
STEFAN SOLVASON
TEACHER
of
PIANO
Ste. 17 Emily Apts. Emily St.
KING GEORGE HOTEL
(Cor. King og Alexander)
Vér höfnm tckið þetta ágæta
Hotel á leigu og veitum við-
skiftavlnum öll nýtízku |>wg-
indi. Skemtileg hcrbergt tU
leigu, fyrlr lengri eða skenvri
tíma, fyrir mjög sanngjamt
verð. petta er eina hótelið í
Wlnnij>eg-borg, sem Islending-
ar stjóma.
TII. BJARNASON
Giftinga- og Jarðarfara-
Blóm
mcð litlum fyrirvara
BIRCH Blómsali
616 Portagc* Ave. Tals.: B-720
St. John: 2, Ring 3
Emil Johnson. A. Thomas
SERVICE ELECTRIC
Rafmagns Contracting — AUs-
kyns rafmagnsáhöld seld og við
þau gert — Seljum Moffat og
McClary Eldavélar og höfum
þær til sýnls á verksfæði vom.
524 SARGENT ÁVE.
(gamla .Tohnson’s byggingin við
Young Street., Winnipeg.
Verskst. H-1507. Heim. A-7286
VTerkst. Tals.:
A-8383
Hcima Tals.:
- A-9384
G. L. STEPHENSON
PI.VMBER
AUskonar rafmagnsáhöld, svo sem
straujám, víra, allar tcgundir af
glösum og aflvaka (batteries)
VERKSTOFA: 676 IIOME ST.
Sími: A-4153. fsl. Mjmdastofa.
Walter’s Photo Studio
Kristin Bjamason, eigandi.
290 PORTAGE Ave., Winnlpog.
Næst biS Lyceum leikhúsiS.
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur lfkkistur og annast um út-
farir. Ailur útbúnaBur sá bezti.
Enn fremur selur hann allskonar
minnisvarSa og legsteina.
Skrifst. Talsíml:
Heintilis Talsími:
N-6607
J-8302
Islenzka bakaríið
Selur beztu vömr fyrir lægsta
verð. Pantanir afgreiddar b-.cði
fljótt og vel. Fjölbreytt árval.
Hrein og lipur viðsklftl.
Bjarnason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Winnipeg.
Phoue: B-42^8
MRS. SWAINSON
að 627 SARGENT Ave., Winnipeg,
lvefir ávalt fyririiggjandl nrvals-
hlrgðir af nýtízkvt kvcnhóttunv.
Hún er eina ísl. konan. sena slíka
verzlun rekur í Winnipeg. íslcnd-
ingar, látlð-Mrs. Swainson njóta
viðskifta yðar.
JOSEPH TAYLOR
Lögtaksmaður
Heimatalsfmi: St. John 1844
Skrifstofu-Tals.: A-6557
Tekur lögtnki bæSi húsaleiguskuld-
ir, veðskuldir og vixlaskuldir. — Aí-
greiSir alt, sem að lögum lýtur.
Skrifstofa 255 Main St.
LINGERIE YERZLUNIN
625 Sargent Ave.
þegar þér þurfiS aS láta gera HEM-
STITCHING, þá gleyn*i» ekki aS
koma I nýju búðina á Sargent. Alt
verk gert fljótt og vél. Allskenar
saumar gerSir og Þar fæst ýmislegt,
sem kvenfólk þarfnast.
MRS. S. GTJNNLAUGSSON, Eigandl
Tals. Ð-7327. Wlnnipeg