Lögberg - 30.07.1925, Síða 5

Lögberg - 30.07.1925, Síða 5
LÍXJBERG FEMTUDAGINN, 30. JÚLl, 1925. Bla. B legum samgöngum við umheiminn. Grænlendingar sjálfir virðast ekki hafa átt haffær skip þeir hijfðu ekki í landi sínu efnivið til að byggja þau. Eftir að Grænlending- ar höfðu af fúsum vilja gengið Noregskonungi á hönd um miðja 13. öld var verslunin 1294 gerð að einskonar konunglegri einokun. Eftir það hefir alt verslunarsam- band verið í því fólgið að kon- ungsskipið “Knorr'’ frá Björgvin sigldi til Grænlands, oft svo að mörg ár liðu milli ferða. Þessi “Knorr” fórst, og auk þess vantaði konungsvaldið oft fé til þess að gera hann út, og því kom 'það fyrir, að svo liðu langir tímar, að ekki kom skip til Grænlands. jVTenn hafa hugsað sér þá skýr- ingu á endalokum norrænu 'bygð- anna, að stórstreymi Eskimóa hafi flætt inn í Suður-Grænland, bor- ið Norðurlandabúana ofurliði og útrýmt þeim. En mér virðist það ósennilegt. Það er í fyrsta lagi víist, að Eskimóar voru í Græn- landi og þá líka í Suður-Græn- landi, löngu áður en hinir fyrstu íslendingar komu þangað. í öðru lagi hafa Eskimóar hvergi verið herskáir; jafnvel ekki á norður- strönd Ameríku, þar sem Indíánar oft réðust á þá og rændu þá. Það má vera að stundum hafi slegið í bardaga með Eskimóum og ís- lendingum, og þá einkum vegna þess að hinir síðarnefndu hafi ibeitt harðýðgi við frumbyggjana, sem þeir hugðu vætti og tröll, sem í sögunum eru ekki kallaðir annað en tröll eða skrælingjar, og þá sennilegt að Eskimóarnir hafi varið sig eða hefnt sín. En þeir höfðu engin skilyrði til að geta útrýmt þeim. Þeir eru ekki “a fighting race.” lEftir að uppgröftur kirkjugarðs ins á Herjólfsnesi hefir veitt oss svo óvænta fræðslu um lífskjör á síðustu tímum hinna norrænu bygð, þá hlýtur sú ágiskun að vera úr sögunni um aldur og æfi, að Eskimóarnir hafi útrýmt kyn- frændum vorum. Það þarf hvorki stríð eða yfirgang til þess að skýra það, hvernig svo lítið og veiklað þjóðfélag líður undir lok, og þessir veaslings einangruðu og máttþrotnu Grænlendingar hafa víst ekki látið svo ófriðlega, að það hafi getað freistað Eskimó- anna til árása, jafnvel þótt þeir hefðu verið herskáir í eðli. Og ekki verður séð að þeir hafi getað unnið neitt við að ráðast á þá. (Próf. Nansen sýnir því næst fram á, að engar ástæður séu til að halda að veðrátta hafi versn- að <svo mjög í Grænlandi á 14. og 15. öld, að það hafi gert út af við norrænu nýlendurnar, en þeirri skoðun hafa sumir hallast að). Vér vitum að Grænlendingar lifðu á kvikfjárrækt, á dýraveið- um og fiskveiðum. Fæstir þeirra hafa vitað hvað korn var og það er sýnt, að það muni aldrei hafa verið flutt inn svo nokkru neiri. Það kolvetni, sem þeir þurftu að fá í daglegri fæðu sinni, fengu þeir í mjólkinni, og þeir átu líka dálítið af grænmeti, t. d. hvannir, ýmsar mosategundir og ber (mest- krækiber). Þeir höfðu sauðfé og geitur og dálítið af nautgripum. Þeir námu land inn af fjörðunum og reistu þar bæi <sína, til þess að geta heyjað handa fénaði sínum. En á þessu ráði var sá galli, að vænlegra var að búa út við haf- ströndina til fiksiveiða og sela- dráps.' Þegar nú samgöngur við um- heiminn tóku að leggjast niður á 14. öld og stöðugt varð örðugra að auka kvikfjár- og nautgripa stofninn eða endurnýja hann eftir hallæri, þá hefir búnaði Græn- lendinga hrakað, þeir hafa stöð- ugt orðið háðari fiskiveiðum og sela- og hvaladrápi og lífið inni í fjörðunum hefir orðið örðugra með hverju ári. En til veiða skör- uðu Eskimóar fram úr þeim. Kaj- akar þeirra voru léttir og þeir höfðu harpúna með blöðrum. Það er því sennilegt, að að minsta kosti nokkur hluti norrænu íbú- anna hafi lært af Eskimóum og smámNsaman tekið þeirra lifnað- arháttu upp, blandað blóði við þá og flust út að hafinu, þar sem auðveldara var að afla sér viður- væris. Og við blóðblöndun hafa afkomendur þeirra orðið Eskimó- ar, meðan hinir sem eftir urðu inni í fjörðunum, áttu stöðugt erfiðara með að fleyta sér fram. Þannig hefir mér virst eðlileg- ast að skýra endalok hinna fornu norsk-íslensku bygða á Grænlandi. Því er nú haldið fram, að grafar- rannsóknirnar í Herjólfsnesi af- sanni þessa skýringu, þar sem þær ekki hafi leitt í ljós bein áhrif af Eskimóa-menningunni. Fötin eru að mestu leyti al-evrópsk að sniði cg hauskúpur þær, sem fundist hafa, bera engin einkenni blóð- blöndunar norræna kynsins við Eskimóa. En þessar mótbárur virðast mér lítt sannfærandi. Þar sem ka- þólska kirkjan taldi það ófyrirgef- anlega synd að blanda blóði *við heiðingja eða taka upp þeirra lifnaðarháttu, þá væri fásinna að ætla að allir norrænir Grænlend- ingar hafi gerst Eskimóar og gifst inn í ættir þessara heiðingja og trölla. Það hafa áreiðanlega verið margir, sem buðu neyðinni byrg- inn Og héldu trygð við forna siði og trú. Og þeir hafa einmitt haft öll 'skilyrði til þess að geta bjarg- a<st í lengstu lög úti á Herjólfs- nesi, því það lá út við haíið og þar var gott til fiskiveiða. En grafa- rannsóknirnar sýna greinilega, að ■ lífskjör þespara síðustu nor- rænu Grænlendinga hafa farið hríðversnandi. Mér virðist það fyllilega óhugs- andi, að meiri hluti norræna kyns- ins hafi ekki, eftir að bústofninn tók að minka og engin ráð voru til að auka hann, tekið upp lifn- aðarháttu Eskimóa, þegar sýnt var hve þeir sköruðu fram úr til hvers konar veiða á sjónum, svo ágætan útbúnað, sem þeir höfðu. Áreiðanlega hafa það einkum ver- ið hinir hygnustu, sterkustu og ötulustu, sem það hafa gert. Þegar þeir áttu ekki annars úrkost en að velja milli banns kirkjunnar og lífsins, þá hafa þeir kolsið hið eíðara. En þegar þeir höfðu tekið upp lifnaðarháttu Eskimóa og lært af þeim, þá hafa þeir líka blandað blóði við þá og í næsta ættlið hafa börnin verið Eskimóar og talað eskimósku, eins og nú á tímum jafnan verður þegar Danir og Eskimóar giftast. Eftir nokkra mannsaldra hefir svo hið norræna ætterni gleymst að fullu og áhrif hinnar norsk-íslensku menningar hafa smám saman máðst ýt. Vörður 20. júní ‘25. Œfiatriði. Valgcrðnr pórólfsdóttir. Fyrir 2—3 árum birtist í blaðinu “Free Press”, hér í Winnipeg, mynd af aldraðri konu, Valgerði Þórólfs dóttir, að 532 Beverley St. Mynd- inni fylgdi nokkur umsögn um starf- semi hennar. Vel hefSi mjmdin mátt bera yflrskiftina: Mslenzk iöju- semi”. Gamla konan sat viö rokk- inn sinn, aS vanalegri vinnu. ÞaS var samt meira en iSjan ein, sem þar kom í ljós. Sá sem horfSi á andlits- myndina, sagSi blátt áfram viS sjálf an sig: “Þetta er islenzk sómakona.” Nú er störfum hennar lokiS hér á jörSu. 1 hárri elli, á þriSja ári yfir nírætt, var hún kölluð héSan 15. dag maímánaSar síSastliSinn. ValgerSur sáluga var fædd aS ÁrnagerSi í FáskrúSsfirSi í SuSur- Múlasýslu á Islandi, 27. dag rióvem bermánaSar áriS 1832. Þar bjuggu foreldrar hennar allan sinn búskap. FaSir hennar var Þórólfur Jóns- son; var miklum hæfileikum gædd- ur, því þrátt fyrir skort allrar skóla- mentunar, var hann sveitungum sín- um önnur hönd og ráSunautur í hverju sem var, enda var hann hreppstjóri -í FáskrúSsfirSi í 20 ár. Til hans var leitað, ef eitthvaS var aS manni eSa skepnu, eSa ef eitthvaS fór úr lagi, sem gera yrSi'viS. Hann var smiSur bæSi á tré og járn og 'börn, sem náSu fi(llorSinsaldri: Richard, ValgerSi, Elízabetu og Jó- hann. Hinn síSasttaldi dó er hann var 21 árs og var hans sárt saknaS af ættingjum og vinum, sökum ljúf- mensku hans og hinna miklu hæfi- leika, sem hann var gæddur, því hann var hinn mesti snillingur í höndun- um og óvanalega gott mannsefni. ValgerSur sáluga ólst upp hjá for- eldrum sínum í ÁrnagerSi þar til hún giftist fyrri manni sínum, Vigfúsi Eiríkssyni, og settust þau aS fyrsta áriS hjá foreldrum hans aS Brim- nesi í sömu sveit. ÞaSan fluttu þau aS Vattarnesi í ReySarfirSi, til ÞórS ar bróSur hans, dvöldu þau þar tvö ár, og fluttu þá aS KolfreyjustaS í FáskrúSsfirSi, til sóknarprestsins þar séra Ólafs IndriSasonar. ÞaS ár losn aSi jörSin Litla-BreiSavík í ReySar- firSi. Fengu þau haria til ábúSar og bjuggu þar eins lengi og dagar hans entust. Þau hjónin eignuSust 9 börn. Tvö þeirra dóu í æsku, Þórunn og Bjarni. \{ þeim, sem náSu fullorSinsaldri, eru nú dáin þrjú: Eiríkur, SigvíSur Elísabet og SigurSur. Á lífi eru: Þórólfur, Þórunn, Jóhanna, Jóhann og Vigfúsina. Seinni maSur ValgerSar var Páll Jónsson, og voru þeir bræSrasvnir, hann og fyrri maSur hennar. Þau eignuSust þrjú börn, sem öli eru lífi: Jón, Jóhann og Vigfús. Flutt- ust þau ásamt börnum sínum og sum- um börnum hennar frá fyrra hjóna- bandi tii Canada áriS 1900. Hafa þau dvaliS hér í Winnipeg síSan EkkjumaSurinn Páll, nú hrurnur af elli, hefir veriS alblindur í 20 ár, en bíSur þo.linmóSur lausnarstuhdar- innar. Mest’an hluta æfi sinnar var Val- gerður viS góða heilsu, að því und- anteknu, aS öll hin síSari árin liafSi hún meiri og minni erfiSleika af gigt. SíSustu 9 vikurnar var hún í rúm- inu. ÞaS var aS eins ellin, sem var aS yfirbuga hana. Smátt og smátt færSist húmiS yfir, þangaS til siS- asta jarSarljósiS var sloknaS. “í friSi legst eg fyrir,” mátti hún segjá. ValgerSur sál. var ágæitis kona, ein af þessum hreinlunduSu sæmd- arkonum, sem ekki vijja vamm sitt vita í neinu. HemiliS var hennar aSal-starfsheimur, enda lá hún þar aldrei á HSi sínu. Þar leysti hún af hendi dagsverkiS rneS samvizkusemi og snild. Fyrir velferS þess, fyrir vellíSan manns og barna. lagSi hún fúslega alt í sölurnar. Þar naut sín< glfaSlyndi hennar og greind og gest risni. Bóklestur var henni hin mesta enn fremur bókbindari. Vefari var unun, enda hafSi hún svo góSa sjón, hann hinn bezti, er þar þektist, smíS- aSi líka vefstólana sjálfur. ViSur- jkenningu fyrir nytsemdarstarf sitt, aS hún gat til hárrar elli lesiS gler- augnalaust. Barnatrú sinni hélt hún óskertri æfina út. ÞaS verSur meS laufum búin og blómskrauti. Horfin er ættar hæsta prýði — óskadóttir, sem aldur langan geislum stráSi af gnægS síns hjarta. Hún er í sölum — hröpuS stjarna. Æfin löng var og auSug dygSa, hartnær hundraS ár, hjartans þakkir. Kældi ei elli andans glóSir; síung, sumarkær Hlýjan frá hjarta úr höndum streymdi; brunnu eldar í augna djúpi; svipur sólarhýr; sæmdi < enni sigurkóróna silfur-hára. 0 öllu unnir þú, sem æfi fegrar; léttir löngum spor lítilmagna. Sást því lífs þíns á síSsta degi brautir farnar í blómum glitra. Sælt er það land, er sinna meSal sona og dytra slíka telur. AuSugra mörgum, þótt eigi hrósi námum gulls eSa glæstra steina. KveSjur vinaval vandar hlýjar; frændur glitblóma flétta kransa. Börn og ástvinir aörir blessa nafn þitt, ValgerSur, vel er unniS. Lands þíns vættir í lotning krjúpa; lýsa minninga leiftur fcígur. Veit eg fagna þér og vélkomna bjóða Bergþóra, Unnur og aSrar slíkar. Richard Beck. í þarfir sveitunga sinna og annara, ^ sanni sagt, aS hún rækti garSinn lilaut hann meS því aS vera feæmdur ’sinn vel, reitinn, sem guS hafSi falið heiSursmerki frá konungi Danmerk- hcnni aS annast. Hún varpaSi ur. MeSvitundin um þaS, aS hafa geislum á leiS samferSafóIksins. getaS rétt einum og öSrum hjálpar-| Allir sem þektu hana, minnast henn- höud, mun samf safa veriö honum ar meS hlýleik og viröingu. meira viröi en heiSurinn. Kona Þólólfsí, móöjr ValgerSar, var Þorunn Richardsdóttir Long. Var hún gáfuö kona og manni sín- um samhent i allri hjálpsemi. Sami myndarskapurinn var á þá höndina sem hina, svo til þeirra hjóna var leitaS í margvíslegum þörfum. Þór- ólfur og Þórunn eignuðust fjögur ‘.‘Þú móSir blíSa, milda sál, sv<? margur viS þitt kærleiksbál sig vermdi í kulda lífsins; svo hfeit og sönn og trygg og trú, mót táli heimsins stríddir þú og leiöst svo inn til lífsins.” R. .Vf ð ÞaðSemMiiin "agið Hefir Afreka i Til bœnda í Vesturlandinu! 0 HVEITIBAMLAG yðar innan fylkjanna, hefir nú starfað fyrir yður í ár. Meirihluti yðar eru félagar þess og eruð upp með yður af því. Áður en langt um líður, væntum vér þess, að þér teljist allir til sam- Iagsins, því hver einasti bóndi Vesturlandsins hagnast af starfræislu þess. . Þér hafið kent heiminum það, hve skyn'samlegt og arðvænlegt það er, að bænd- ur ,selji sjálfip uppskeru sína samkvæmt samstarfsaðferðinni, í stað gömlu samkepni-aðferðanna, og ef bóndinn vill verða fulls verðs aðnjótandi, þá verður hann að læra að selja vöru sína sjálfur. ' ' Hveitisamlag það, er þér hafið sett á fót og stafrækt er í yðar þágu, var stofnað undir erfiðum kringumstæðum. öll hugsanleg gögn, er líkleg þóttu til að gera málið tortryggilegt í augum bænda, voru notuð. Þess gerist ekki þörf að framkvæmdarstjórar þessa félagsskapar.yðar, fari að endurtaka þær hinar mörgu og ramefldu ástæður, sem voldug samtök færðu fram gegn þess- ari nýju hreyfingu, frá því er samlagið fór að selja korntegundir yðar. Allar slíkar árásir hafa brugðist og halda áfram að bregðast, eftir þvf sem samlaginu vex fiskur um hrygg. Andstaðan smáminkar unz það verður alment viðurkent að þér hafið eigi aðeins fullan réfct til að selja vöru ýðar í sameiningu, heldur einnig að slíkt sé márgfalt ábatavænlegra, en að sélja þær kornkaupmönnum, er láta sig það engu skifta, hvert verð að bóndinn fær fyrir uppskeru sína. Fyrir tilstilli samllagsins, gerðu þeir bændur, er undirskrifuðu samning- ana í fyrra, það kleift að senda samlagshveiti úr öllum pörtum Vesturlands- ins. Samlagsmeðlimir hafa sannað, að hveitiframleiðendur geta self hveitið sjálfir við betra verði, með samtökum, en nokkrir aðrir einstakir menn gátu gert. ' Þér fenguð frá samlaginu $1.00 fyrir mælinn þegar hveitið var sent, en létuð verja afganginum til að annast um fceglubundna sölu, í ðtað þess að fleygja öllu hveitinu skilyrðislaust á markaðinn. Þér fenguð einnig 85 cents á mælinn í marz til þess að starfrækja sán- inguna. Og önnur 20 cents á mælinn' hafa verið send út, samtials um fim-' tán miljónir daga, til þess að standast kostnað af kornslættinum. Með enga aðra tryggingu en samlagið, hafa meðlimir gegnum það losnað við tap það, er þeir áður sættu er þeir neyddust til a,ð selja á lágum márkaði til að fá allra nauðsynlegustu starfrækslupeninga. ÖHu þessu fékk samlag yðar til vegar komið, og hafði þó ekki umráð yfir nema sem svaraði 45% af markaðshveiti í Vestur-Canada. Þrátt fyrir alla örðugleika og hinn breytilega markað, hélt samlagið starfi sínu áfram jafnt og þétt og seldi vöru sína truflunarlaust. Með umrá.ð yfir 75% af Vestur Canada hveiti mundi samlag yðar verðá sem traust skjaldborð. Ef helmingur samlagsmanna fengi einn nýjan samn- ing hver, mundi samlag yðar fá þessi umráð. THE INTERPROVINCIAL WHEAT POOL. ' VALGERDUR hóRÖLFSDÓTTlR AuSn er í skóg þá eikin hæsta fellur aS mold, er fyrri gnæföi tignust viS himinn; hló viö sólu Nokkrar hringhendur. um Kyrrahafsströndina, tileinkað- ar lestrarfélaginu Jóni Trausta, Blaine Wash. Ströndin fríða laðar lýð ljósaprýði um nætur og í hlíðum Iblika blíð blómin þýðu Jætur. Gyllir hæðir. grund og sjá geislum klæðist fínum, sólar flæða öldur á aftanklæðum þínum. I Nóttin varma vinahót vökvar hvarmi Ijósum, breiðir arma opna mót aftan bjarma ró<sum. Litlu síðar Iætur þá ljósin fríðu skína Stara blíðar stjörnur á stolta prýði þína. Rökkurglætu reifuð þá rísa lætur prúðan er hún sæti sínu frá sendir næturskrúðan. Leika og hossa um loftin blá ljósafossa traðir, eins og blossi æsku frá ótal kosáá raðir. Ljósafána lægði lit loft af blánar degi. Silfurrnána geislaglit gylti Ránar vegi. Skuggamyndir flýja frá, fram sér vindur dagur ljósatinda líður á ljómi yndis-fagur. Röðulfágað rósaskraut rís á háu beðij blómið smáa lágt í laut lyftist þá af gleði. Greinir hátt um gleði brag glymur kátt í runni fuglar sáttir sumardag syngja náttúrunni. Fagna véit eg flesta því, fjallasveitin hlýja, þú, sem breytir elli í æskureiti nýja. Eftir langan liðinn dag lúnum fangið býður. Signir vanga um sólaríag svipur angurblíður. Þig ef brestur þrek og fjör þegar verst á stendur, þú skalt festa þínum knör þar við vestur strendur. Hræðstu ei þó hamist dröfn hafðu á vegi gætur. Síðan fleyið heim í höfn hægt þú sveigja lætur. Vek ófeiminn vinabönd vart þér gleymist sýnum fjallaheimur! fagra strönd! faðmi geym mig þínum. Svanborg Jónasson. Fyrir nokkru urðu hjón^n Od-tný og K. T. Sen, <sem nú éiga heima í Amoy í Kína fyrir þeirri sorg, að missa eldri son sinn Erlend Ring- hwa Sen. Var hann bitinn af hundi Sárið gréri fljótt, eftir þvi sem séð varð, en eftir sex vikur tók það sig upp aftur og kom blóð- eitrun í það, og dó hann eftir einn sólarhring. WONDERLAND. Það mun óhætt mega þuliyrða, að sjaldan eða aldrei hafi betri og tilkomumeiri myndir verið sýndar á Wonderland leikhúsinu, en þær, fjem sýndar eru seinni part yfirstandandi viku og þrjá fyrstu dagana af þeirri næstu. Þrjá síðustu dagana af þessari viku sýnir leikhúsið myndina “Wages of Virtue,” með Gloria Swanson í aðalhlutverkinu. En á mánu, þriðju og miðvikudag í næstu viku, verður sýnd myndin “Dangerous Money,” þar sem Bebe Daniels leikur veigamesta þáttinn. Fjölmennið á Wonderland, því þar eru ávalt úrvals myndir. Séra Brynjólfur Jónsson á ól- afsvðllum liggur veikur hér í bænum og er þungt haldinn. Swcdish-American Line f f f f f f HALIFAX eða NEW YORK Ss Drottingham REYKJAVIK Ss Stockholm 2. og 3. farrými ISLANDI 2. og 3. farrými Á þriðja farrými $122.50. Fáið farbréf yðar hjá næsta umboðsmanni, eða hjá t Swedish-American Line 470 Main Street, WINNIPEG, Phone A-4266 a A. A AA A A A y y I I f f f f t f f f Framúrskarandi kjörkaup á fyrirmyndar RAF-ELDAVÉLUM The Beach Sigur raffrœðingsins! Draumur húsmóðurinnar rætist! FULLRAR STÆRÐAR CABINET RAFELDAVÉL með sérstökum umbótum þrátt fyrir það. , The Beach er etórkostlega fögur rafvél. Og það sem er meira um vert, hún meira en jafnast á yið allar aðrar vélar á markaðinum, hvað viðvíkur þægindum. Skarar að einu leyti fratn úr öllum öðrum Hún hefir hitunaráhald, sem kemur hitanum á hástig á skemri tíma en mínútu —- engin vandræða bið eftir fullum hita. The Beach rafeldavélin er árangurinn af margra mánaða umbótatilraunum. vUlir stálpartarnir eru enameleraðir, fuses og snúningsáhöld öll auðveld í meðförum. Bökunarhólfið á engan sinp líka, og sama er að segja um hólfið, þar sem halda má mat og ílátum heitum. ' Eldavél þessi er ai fullri <stærð, með geymslu og hitunarhólf og fyrirtaks bökunarofn. Stórfagur og gagnlegur munur fyrir hvert einasfca eldhús. Þegar tekið er tillit til þess að eldavél þessi kostar ekki nema $125,00 þá má það undrum sæta, hversu afar fullkomin hún er. T. EATON C° LIMITED |

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.