Lögberg - 20.08.1925, Side 3

Lögberg - 20.08.1925, Side 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 20.ÁGÚST. 1925. Bl« S Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Miskunnarlausi maðurinn og meinlausi hundurinn. Jarðeplahallæri á Irlandi varð hvergi jafn til- finnanlegt, sem 1 sveit þeirri og bæ, er saga þessi gjörðist. í litlum sveitabæ á Vestur-frlandi bjó fátæk ekkja. Allar eigur hennar eftir manninn voru 2**stúl!kubörn, annað á 3 ári og hitt á 5 ári. Með mestu örbyrgð barðist hún 1 2 ár í ekkjustandi sínu. Hin vesæla og óholla fæða og svo hinn mikli þrældómur er hún varð aðleggja á sig lagði hana að lokum á banasængina og að nokkrum dögum liðnum frelsaði dauðinn hana frá hinum jarðnesku þrautum. örbirgðin í allri sókninni var svo mikil, að enginn treysti sér til að skjóta skjóli yfir börnin. Allir nágrannarnir, þrátt fyrir það, þótt þeir fegnir • vildu hjálpa, voru þá svo fátækir og hlutu sjálfir að láta börn s|n gráta af sulti, án þess að geta gefið þeim einn bita brauðs. “Hér er-u engin úrræði önn- ur en að koma ibörnunum til Kilburn, sem er nokkra mílna leið héðan,” sagði eiiín af nágrönnunum, þá móðir barnanna var jörðuð, því að þar býr föður- bróðir þeirra, og líkjndi til að hann ekki færist undan að taka börnin.” En einhver annar segir þá, að ástandið þar sé engu betra en hér og eg óttast fyrir að þau eigi ekki betra þar, en hér hjá okkur.” En þá segir þá þriðji: “Það getur þó ómögulega verið verra en hérna, tivar hungrið mænir í augu þeirra. Sendum við þau til ættingja þeirra, þá höfum við gjört skyldu okkar,” og þessi ályktun var þegar framkvæmd. Vagnmaður einn sem átti ferð til Kilburn tók að sér að flytja börnin þangað. Lisía, sem var þeirra eldri, 7 ára, en María systir hennar 5 ára gömul. Börnin stóðu hvert hjá öðru á leiðinni og bar ekkert á þeim, jeins og þau væru nú ánægð, en voru þó kjökrandi, vagnmaðurinn leit sjaldan eftir þeim, og skifti sér lítið af þeim. Um miðdegi komu þau þar, er þau áttu að fara úr vagninum því vagn- maðurinn ætlaði þaðan aðra leið. Maðurinn tók nú bæði ibörnin úr vagninum og sýndi þeim hvern veg til vinstri handar þau ættu að fara og sagði þeim að halda beint áfram og ef að þau fylgdu aðalveginum, þá mundu þau innan tveggja tíma finna bæinn, sem þau ættu að fara til, síðan kvöddu þau hann og hann hélt áfram leið sína, börnin stóðu eftir stúrin og horfðu á eftir honum, svo lengi sem þau gátu eygt vagninn en er þau sáu hann ekki lengur fóru þau bæði að gráta, Lisie rankaði brátt við sér og segir við systur sína, að þetta hjálpi ekki, heldur verði þær að herða upp þugann og halda áfram og tók hönd systur sinnar Maríú, er hafði sest í gras- ið, og sagði við hana, hér hjálpar okkur ekki að vera, ef við eigum að komast til Kiliburn.. Eg er svo svöng, segir María grátandi, við höfum ekkert fepgið að iborða í allan dag, og nú fóru báðar að gráta, því Lisie var einnig svöng. Af því bæði börnin voru mjög máttfarin af sultinum, er þær höfðu liðið, gekk þeim ferðin seint og leiddust éftir veginum, Einu sinni sýndist Lisie, sem að hún sæi hús og benti þangað, en það leið þó enn fjórð- ungur stundar til þess að þær komu til bónda bæjar. ',M'eð kvíðandi huga gengu þær inn í garðinn. Því áður höfðu þær aldrei, þrátt fyrir bágindi þeirra beiðst ölmusu. En nú voru þær orðnar sVo hungr- aðar og máttfarnar, að enginn úrræði voru önnur. Þá er þær áttu fá fótrnál til bæjarins, heyrðu þær að bóndinn var að ausa yfir einn af drengjum sín- um óttalegustu skammarorðum. Að því búnu gekk hann inn i húsið og skelti hurðinni hart- á eftir sér, svo að gluggarnir skulfu við og hann hélt enn áfram að svívirða drenginn. Lafhrædd stóðu nú börnin við dyrnar til þess er hviðan var um garð gengin. Þá tók Lisie opnar dyrnar og báðar systurnar gengu inn í istofuna hvar bóndi sat í hægindastól við eld- inn. Hvað viljið þið hingað inn.” mælti böndi byrstur við börnin, sem voru sVo hrædd, að þau þorðu ekki að tala eitt orð, enn síður að segjá frá ósk sinni. Getið þið ekki talað?” spurði ibóndinn í enn hroðalegri róm en áður. Lisie herti upp hug- ann og eins og hvíslaði að honum: “ó, gjörðu svo \^el að gefa okkur dálítið að borða, aðeins lítinn toita af brauði eða tvær kartöflur.” “Átti eg ekki von á,” hrópaði toóndi upp. eg vissi það, að þið munduð vera að toiðja toeininga, þó þið eftir útliti ykkar munuð ekki eiga heima í sveitinni. Vér höfum hér nóg af þesskonar mönnum og þurf- um ekki að sækja þá í aðrar sveitir. Vér höfum ekki brauð hpnda okkur í þessu harðæri, sem nú er og þessvegna fáið þið ekkert. Og farið sem skjótast héðan.” Bæði börnin urðu nú lafhrædd við þenn- an lestur og grétu sáran. “Þetta stoðar ykkur lítið,” sagði maðurinn, þesskonar víl þekki eg fullkomlega; látið foreldra ykkar sjá fyrir ykkur, en þið kjósið heldur að sóa tíð ykkar í iðjuleysi til einkis, í stað þess að vinna eitthvað gagnlegt eða stunda ærlega sýslan.” “Foreldrar okkar eru dánir,” sagði Lisie. “Á þessu átti eg von,” segir bóndi. “Þegar börn eru send út til að ibiðja beininga, eru foreldrar þeirra ávalt dánir, að minsta kosti faðirinn. Þetta er gamla afsöikunin er fylgir beiningum ykkar. Snáfið þið út úr húsinu.” “Við höfum ekki í allan dag bragðað einn bita brauðs,” segir Lisie litla enn grátandi, “við erum isvo þreyttar að við komumst ekki eitt fótmál lengra, að eins þú viljir gefa okk- ur einu sinni að borða, svo erum við ánægðar.” “Eg hefi sagt ykkur að þið fáið ekkert og engir beiningamenn hjá mér.” Hann stóð nú á fætur með hótandi svip. Lisie flýtti sér því að ljúka upp dyrunum og leiddi systur sína út með sér. Þær stóðu nú aftur úti i garðinum, og vissu ekki hvað þær skyldu af ráða. Alt í einu dregur María hönd sína úr hendi s^stur sinnar og gekk til annarar hliðar á garðinum, hvar grimmur hundur lá bund- inn með járnkeðju um hálsinn og var að éta mið- dagsverð sinn úr trogi. María seildist ofan í trog- ið og fór að borða með seppa. Lisie kom á eftir þá hún kom auga á að eitthvað var fljótandi í troginu og saman við torauðmolar og nokkuð af jarðéplum, gat hún ekki stilt sig um að taka þátt í máltíðinni, því hungrið þrýsti eins að henni, hún seildist því og í brauðið og jarðeplin og borðaði með góðri mat- arlyst. Hundurinn, sem ekki hafði vanist slíkum gest- um, setti sig niður og eftir lét börnunum mat sinn, af hverjum hann sjálfur h^fði lítils neytt. í sama vetfangi kom bóndi út í garðinn til þess að vita hvort börnin væru alveg farin eða ekki, verður hon- um þá litið þangað sem hundurinn var og sá hann nú þessa sjaldgæfu sjón. Hundúrinn var alþektur fyrir það að vera hinn grimmasti, allir voru því, yngri sem eldri hræddir við'hann. Hann hlaut því ávalt að vera bundinn. Enginn þorði að koma nærri honum, nema húsbóndi hans. Vinnukonan þorði ekki að koma nálægt hon- um með matinn, og varð að seilast til hans, og það með mestu varúð. Manninum varð fyrst fyrir að hugsa um í hvaða hættu börnin væru “stödd og flýtti sér nú hvað hann kunni til þeirra og kallaði: “sjá- ið þið ekki hundinn, hann sem helrífur ykkur þeg- ar.” En alt í einu stóð hann grafkyr, eins og hann væri negldur niður við jörðina. Hundurinn hafði staðið á fætilr og gengið til barnanna og í sama toili varð honum litið til húsbónda síns og fór að dingla rófunni, og var sem hann vildi mæla: rektu ekki gestina mína frá mér. Við þessa sjón breyttist hugarfar hins 'mis- kunnarlausa manns. Atburður þessi hafði verkað á hann sem með rafurmagni, og þær hugarhræring- ar komið í brjóst hans, er hann aldrei. fyrri hafði orðið var hjá sér. Börnin voru nú staðin á fætur lafhrædd af köllun bónda, og þorðu ekki að líta upp, því þáu töldu sér vísa hegningu fyrir það að þau höfðu í leyfisleysi étið frá seppa. Eftir litla :þögn segir bóndi: “Eruð þið þá sannarlega svona svöng, að þið hafið ekki viðbjóð á því, sem hundinum er gefið, heldur étið með hon- um? Komið inn með mér og þið skuluð fá nóg að toorða og leiddi hann þær nú inn með sér í hús 'sitt, og kallaði jafnframt til vinnukonunnar, er hét Margrét, að hún skyldi koma með volga mjólk og brauð handa börnum þessum og vera svo fljót sem að hún gæti. Hundurinn hafði nú gert húsbónda sínum minkun. G^gnteíkinn af því er hann hafði séð, leitaðist bóndi1 nú með öllu móti við að friða sam- visku sína, er tjáði honum synd hans. Hann setti nú systurnar við toorðið og settist hjá þeim og spurði þær að náfni. Lisie segir til nafns síns og að systir sín héti María. “Er langt síðan foreldrar ykkar dóu?” spurði bóndi. En þá farið var að tala um þetta, einkum móður þeirra, fóru þær að gráta. “Grátið ekki toörn,” segir bóndinn vinsamlega. Guð mun á ein- hvern hátt ala önn fyrir ykkur, en segið mér nú hvaðan komið ^)ið?” "Frá Laughrea,” svaraði Lisie. “Frá Laughrea?” spurði maðurinn, frá Laug- hrea? Það er merkilegt! Það var isem hann færi nú að gruna eitthvað og spurði óttasleginn: “Hvað hét faðir ykkar?” “Marteinn Sullivan,” svaraði Lisie. “#ívað — Martin — Martin — Sullivan?” kall- aði hann upp, og stökk upp af stólnum um leið og hann hvesti augun á börnin er að nýju urðu ó- venju hrædd og kvíðin. Alt’í einu tók andlit hans litaskiftum og augun flóðu í tárum og síðan feikk hann mikinn ekká. Hann tók nú yngra toarnið í fang sér, þrýsti því ^ð brjósti sínu og kysti það. Barninu var þetta nauðugt og bað systur sína að hjálpa sér. Það gat ekki getið sér til hvað maður- inn meinti með þessu, hann slepti því síðan og tók aftur Lisie í fang sér, sem lét sér þetta betur lynda af því að hún sá að maðurinn gjörði systur sinni ekkert ilt. Loksins þegar þessi geðshræring og undrun var um garð gengin sansaði haim sig og varð ró- legri, þurkaði tárin af augum sér og ihælti: ' “Vitið þið hvað eg heiti?” “Nei,” svaraði Lisie. “Hvernig atvikaðist það, að þið eruð komnar hingað?” spurði hann. “Hefir enginn sent ykkur hingað til níin?” sagði hann. “Nei, enginn hefir sent okkur,” svaraði Lisie. Én það var sagt við okkur, að við skyldum fara til Kilburn hvar við ættum föðurbróður, búanda, og menn sögðu okkur, að hann mundi víst veita okkur viðtöku; en eg held nú að það muni ekki verða, því að móðir mín sál. sagði mér oft, að hann væri mikið harðlyndur maður og miskunnarlaus, er engu skeytti um ættingja sína.” “Móðir yðar hefir sagt rétt frá, er hún sagði þetta. En hvað ætlið þið þá að taka tiT bragðs ef að þessi harðbrjósta maður ekki vill skjóta skjóli yfir ykkur?” “Þá hljótum við,” segir Lisie,” að svelta til dauðs.” “Nei, nei!” kallaði maðurinn upp. “Þerrið þið tárin úr augum ykkar. Hinn miskunsami Guð mun miskunna sig yfir ykkur, hann, sem hefir haft í sinni hendi grimmúðlegustu skepnu til þess að mýkja hjarta föðurbróður ykkar, og þessvegna vill hann aldrei yfirgefa ykkur, já aldrei.” Böfnin horfðu hissa á manninn, því að þau skildu ekki hvað hann meinti. Orð hans og breytni var hvorutveggja þeim jafn óskiljanlegt og óvart. Hann tók og eftir þessu og segir því ennfremur. Þið viljið komast til Kilburn og til Patrik iSullivan, og þið eruð nú þegar komin til hans. Eg er föður- toróðir ykkar, og.fyrst eg nú veit að þið eruð bróð- urbörn mín, svo eruð þið velkomin til mín. Grátur barnanna toreyttist fljótt í bros, og maturinn, >sem Margrét lét á borðið hresti þau mjög svo nú voru öll ibágindin gleymcL Patrik 'Sullivan hafði flutt að ibæ þessum fyrir ári síðan. Guð hafði flutt ibörnin til hans. En ef a,ð ‘hundurinn hefði ekki hrærst miskunnar yfir börnunum, Sullivan til eftirdæmis, þá er ekkF að vita hvað orðið hefði um aumingja foreldralausu börnin. En hann, sem er faðir föðurlausra, hann hefði ekki yfirgefið þau. Stormur gamli og vinir hans, í þröngri smágötu í Álaborg á Jótlandi bjó fátæk ung kona með litla dóttur, sem hun átti. Það leit út fyrir að húsið gæti varla staðið lengi. Vegg_ irnirv voru skakkir og stoðirnar voru hálf-sligaðar. Jafnvel ljónshausarnir, sem voru skornir til skrauts utan á stoðirnaí voru að því komnir að týna bæði munni og ne'fi fyrir elli sakir. Fátæku konunni þótti samt vænt um hýbýli sin, bæði vegna þess að húsaleigan var lág og líka af því að hún mátti hagnýta sér ofurtitla kálgarðsholu, sem var við húsið. Öll sú litla lóð, semTylgdi húsinu var vel notuð, hvert fótmál var ræktað og á sumrin uxu allskonar indæl blóm þar, sem fyltu húsið með ilm og angan. Á hverjum degi sást lítil stúlka vera úti í garðinum að vökva og hirða tolómin með þeirri umhyggju, að auðséð var að þau gátu ekki annað en þrifist vel. “Hún er allra mesta galdrakerling við blóm- in,” sagði Stormur gamli. Hann var uppgjafa póst- ur, sem lifði á eftirlaunum, og hafði nýlega flutt sig í húsið. “Blómin þjóta upp undir höndunum á henni alveg eins og arfi. Eg væri til með að fara að læra það hjá henni.” Hiann gerði það líka. Stormur gamli varð bráðlega besti kunningi konunnar. Þau spjölluðu jafnan saman meðan þau voru að ganga milli blómreitanna og hlynna að þeim. “Hvað ætlar þú annars að gjöra með öll þessi blóm iMaría litla. Þið móðir þín getið þó ekki notað þau öll,” sagði hann við hana. “Nei, við seljum blómasalanum þarna á horn- inu þau og getum nærri því borgað húsaleiguna með peningunum, sem við fáum fyrir þau,”*sagði hún. “Það er svo,” sagði gamli Stormur, ‘»en hvers- vegna lætur móðir þín þig gera alt við að rækta þau. Þykir henni ekki lfka gaman að blómum.” “Jú, það þykir henni, en hún hefir kent mér að fara með þau. Það kann enginn eins vel að fara með blóm og hún mamma . . . en nú hefir hún ekki tíina til þess, þvf hún saumar allan daginn. Litla stúlkan stundi lítið eitt við og horfði um% leið framan í gamla kunningja sinn eins og hún væri hálf hrædd um að hann héldi að hún hefði skammast sín fyrir að segja þetta. ^“Við erum líkfi fátækar,” bætti hún við og aum_ ingja mamma verður að vinna allan liðlangan daginn og hefir aldrei augnabliks hvíld. Það er ekki holt fyrivhana.” “,Nei, ónei,” sagði Stormur gam’li og strauk gráa skeggið sitt, hún er líka föl eins og tolómy sem vantar sólskin . . . . Er langt síðan hann faðir þinn dó ?” A Það er nú ár1 síðan, og nú man eg ekkert eftir því. Hann var stýrimaður á skipi, sem fór langar sjóferðir. Honum þótti svo ógn vænt um mömmu. iÞau áttu þá heima i Kaupmannahöfn. Þegar hann kom heim úr ferðunum, þá gaf hann mömmu allra handa fallegt, sem hún geymir enn þá. Það lá svo ■^•illa ’á mömmu seinast þegar hann fór af stað. Hún hefir oft sagt mér, að henni fdnst, að hann mundi aldrei koma aftur. Það varð líka; því skipið fórst og enginn komst af — alls enginn. Litla stúlkan þagnaði og Stormur gamli þagði líka. Hann hafði lagt hendina á öxlina á henni og reykti pípuna sína í ákafa. Alt í kringum var svo þögult, ekkert hljóð heyrðist, nema í svo litlum fugli uppi á þakinu, sem kroppaði á sér fiðrið. Rétt á eftir kom húsmóðirin út í garðinn. Hún var svo ung og lagleg, að það leit út sem hún væri eldri systir Maríu; en hún var líka föl og þreytuleg. Stormur gamli stóð upp og sagði: “Fyrirgefið, að eg treðst svona inn í gavðinn yðar.” , “Það þarf engrar afsökunar við,” sagði hún vingjarnlega og rétti honum hendina. “Eg er þvert á móti mjög þakklát yður fyrir það^ að þér hjálpið Maríu litlu með blómin og talið dálítið við hana, % henni til skemtunar. Hún hefir sagt mé/‘ hvað þér eruð góður við hana.” k “Það þykir mér vænt um að héyra,” sagði Stormur vandræðalega. “Viljið þér ekki koma inn til okkar? Kveld- loftið er svo óþægilegt.” “Þakka yður fyrir,” jú ef eg geri yður ekki ónæðj. María hefir oft tooðið mér að koma inn til ykkar, en eg hefi altaf verið hrædd- ur um að eg myndi trufla yður.” “Nei, okkur Maríu þykir báðum vænt um, ef þér viljið koma.” Stormur gamli fór líka inn. Þar var auðvitað toeldur fátæklegt, en þó þokkalegt og viðkunnanlegt. Þegar karlinn var sestur í hæginda_ stólinn við gluggann, þá fór feimnin fyrst að fara af honum, svp samtalið varð fjörugt og skemtilegt. Rétt á eftir istóð húsmóðirin upp, og fór fram í eldhús, en kom svo aftur með brennheitt kaffi í bolla. Þá roðnaði karlinn út undir eyru og sagði: “Nei, nei, þetta leyfi eg ekki, góða mín . . . . með engu móti. Það væri skárra, áð annar eins fauskur og eg er sæti hér og drykki toddy.” “Jú, í kveld verðið þér að gera það,” sagði hús_ móðirin Ibrosandi, því við María getum ekki tekið það að okkur.” “Jæja, látum svo vera, bara í þetta eina sinni,” sagði Stormur gamli en það er samt.......” — Óttaleg skömm er það ekki?” sagði húsmóð- irin brosandi. “Jú, víst er það,” sagði-Stormur gamli alvarlegur. Framh. DR. B* J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2_3 Heimili: 776 Vlctor St. Phone: A-7122 Winnipeg,'' Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu á aC selja me?5ul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. pegar þér kómiS meS forskriftina til vor, megifi þér vera vtes um, aS fá rétt þa8 sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Jíotre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN U. lögfrtcðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 Ph'ones: A-6849 og A-6840 DR O. BJORNSON , 216-2Í0 Medieal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlniar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 — . Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. v Cor. Graham og Kennedy Sts. ' Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Helmih: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg * Cðr. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-Í834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aÖ hitta ' kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 80'6 Victor St. Sími: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 <4 Sargent Ave. ViÖtals^ími: 1.30—2.30 e.h. ,Tals. B-6006 HeimUi: 1338 Wolsley Ave. Sími: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannluknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talsimi: A-8889 Dr. H. F. THORLAkSON Plione 8 CRYSTAIj, N. DAK. _ Staddur að Mountain á mánud. kl. 10—11 f. h. Að Gardar fimtud. kl. 10-11 f. h. Múnið símanúmerið A 6483 og piWið meðöl yöar hjá oss.— Sendiö' pantanir samstundis. Vér > afgreiöum forskriftir meö sam- vizkusemi og vörugæöi eru óyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsríka reynslu aö baki. Allar tegundir lyfja, vindlan, Is- rjórhi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. Mc Burney’s Drug Store Cor. Arllngton og Notre Dame Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlimx fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 m A. S. BARDAL 848 Sberbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá 'bezti. Enn fremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. , Skrifst. Talsími: N-6607 Heimilis Talsími: . J-8302 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. Islenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-Westl Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 Peir hafa einnig skrifstofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eftirfylgj- and tímum: Lundar: annan hvern miövikudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miövikudag. Piney: þriöja föstudag 1 hverjum mánuöi. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfratðhigur Hefir rétt til aö flytja mál bæöi I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag I hverjum mán- uöi staddur i Churchbridge JOSEPH TAYLOR IÁígtaksmaður Heimatalsfmi: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: A-6557i Tekur lögtaki bæöi húsaleiguskuld- ir, veöskuldir og vlxlaskuldlr. — Af- greiöir alt, sem aö lögum lýtur. Skrifstofa 255 Main St. J. J. SWANSON & CO. Verzla meö fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgÖ o. fl. 611 Paris Bldg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON . TEACHER of PIANO Ste. 17 Emily Apts. Emily St. KING GEORGE HOTEL (Cor. King og Alexander) Vér höfum tekið þetta ágæta Hotel á leigu og veitum við- skiftavtnum öll nýtízku þæg- indi. Skemtileg lierbergi til leigu, fyrir iengri eða skemri tíma, fyrir mjög sanngjarnt. verð. petta er eina hóteUð í Winnipeg-borg, scm íslending- ar stjórna. TH. hjAUNASON Emil Johnson. A. Thomas SEKVICE EEECTRIC • Rafmogns Contraoting — AUs- kyns rafmagnsáhöld seld og við þau gert — Seljum Moffat og McClary Eldavélar og höfum þær til sýnis á verkstæði voru. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin við Young Strcct., Winnipeg. Verskst. B-1507. Heim. A-7286 Verkst. Tals.: A-8383 Heima Tals. A-9384 G. L. STEPHENSON PBUMBER Allskonar rttfmagnsáliöld, svo sem straujárn, víra, allar tegundlr af glösuin og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: 676 HOME ST. Sími: A-4158. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Bjarnason, eigandi. 290 PORTAGE Ave., Winnipeg. Næst biö Liyceun^leikhúsiö. Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta verð. Pantanlr afgreiddar bæíSi fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Hrein og Upur viðskifti. Bjarnason Bakihg Co. 676 SARGENT Ave. Winnipeg. Phone: B-4298 MRS. SWAINSON að 627 SARGENT Ave., Winnipeg, hefir ávaít fyrirligigjandi úrvals- birgðir af nýtízku kvenliöttum. Hún er eina ísl. konan. sem sllka verzlun rekur í W'lnnipeg. fslentí- ingar, látið Mrs. Swainson njöta viðskifta yðar. LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. Pegar þér þurfiö aö ’láta gera HBli- STITCHJNG, þá gleymiöi ekki aiS koma í nýju búöina á Sargent. Alt verk gert fljótt og vel. AUakonar saumar geröir og þar fæst JrmiSlegt, sem kvenfólk þarfnast. MRS. S. GCNNIAUGSSON, KlgaiMU Tals. B-7327. Winnipeg /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.