Lögberg - 20.08.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.08.1925, Blaðsíða 4
 ' iCogbcig Gefið út hvem Fimtudag af The Col nmbia Precs, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Xaloimart N-6327 ofi N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Usan&skríft til blaðains: TI(E eOLUN|BliS PRESS, Ltd., Bo* 3171, Winnlpeg, Har,. Utanáskrift ritstjórana: EOiTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnipeg, IV|an. The “Lögberg” ia printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Þúsund ára alþingisafmæli íslendinga. 1 þessu blaÖi er áskorun frá kunningja vor- uin, Árna Sigurðssyni í Wynyard, til Yestur- Islendinga, um að búa sig undir þátttöku í Þús- und ára alþingisafmæli íslenzku þjóðarinnar, sem hún á árið 1930 og sem landar vorir á ætt- jörðinni að sjálfsögðu halda hátíðlegt. Oss^ er sönn ánægja að flytja þessa áskor- un, því þó vér séum ekki heiðruðum höfundi hennar samdóma að öllu, þá hyggjum vér, að flestir Vestur-lslendingar verði sammála um, að hér sé um svo milálvægt mál að ræða, að þeim sé bæði ljúft og skylt að athuga það og af- stöðu þeirra til þess. Ritstjóri Lögbergs hefir hugsað allmikið urn þetta mál og enda gengið lengra, hann hef- ir átt tal við umboðsmenn gufuskipafélaga, sem fólk flytja á milli Ameríku og Evrópu, í því sambandi, því hann taldi víst, að*fjöldi Vest- ur-lslendinga mundu vilja taka þátt í hátíðar- haldi þessu, ef kostur væri á; eh um árangur þann, sem af því sámtali hefir orðið, er þýð- ingarlaust að tala fyr en maður veit, hvort landar vorir hér vestra hugsa nokkuð al- ment til heimferðar við þetta tækifæri, eða ekki. Að því er ferðakostnað snertir í þessu sam- bandi, er um tvent að velja: Fyrst, að borga gangverð á farbréfum, eins og það kaim að verða árið 1930, og að hver, sem fara vill, sjái um sig sjálfur. 1 öðru lagi, að nefnd manna sé kosin í nálægri framtíð, til þess að standa fyrir ferðinni—að allir þeir, sem fara vilja, gefi sig fram við> hana í tæka tíð og borgi þá að minsta kosti helming fargjalds og að skip sé svo leigt til fararinnar, ef nægur mannfjöldi fæst, og er sú aðferðin að sjálfsögðu æskilegri og ætti líka að geta orðið mönnum að m6ii ódvrari. Um tillÖgu Mr. Sigurðssonar um þátttöku Vestur-tslendinga í hátíðarhaldinu, ef til þess kemur, er það að segja, að frá því sjónarmiði getum vér Vestnr-íslendingar naumast rætt málið, né heldur ákveðið neitt í því sambandi, nema ef hræður vorir á Islandi æsktu þess. Þessi hátíð verður þeirra hátíð og fvrirkomu- lag hennar alt í þeirra höndum. Ef á hinn hóginn að forstöðunefnd hátíðarinnar heima færi þess á leit við Vestur-lslendinga, að þeir tækju einhvern ákveðinn þátt í skemtunum þeim, sem þar verða um hönd hafðar, þá fyrst getum vér tekið ákvarðanir því viðvíkjandi, annars yrðu þeir Vestur-íslendingar, sem heim færu, eins og hverjir aðrir hátíðargestir. Hvað kostnaðinum viðvíkur, sem slík för hefði í för með sér, þá finst oss að þar yrði hver að sjá um sjálfan sig og sína, sem fara vildi. Naumast hugsanlegt að fara að senda stærri eða smærri hópa fólks héðan að vestan á kostnað almennings. Það mundi og draga úr áhuga manna fyrir þessu máli. En þetta er góð vakning málsins og við nán- ari athugun geta menn máske komið sér niður á fyrirkomulag, sem allir eru ásáttir mfeð og sammála um. ------o------ * Askorun til Vestur-Islendinga. Það eru miklar líkur til, að á íslandi verði haldin stórkostleg hátíð árið 1930, þúsund ára minning alþingis. Það er þegar hafin ráðstöf- un í þá átt. Meðal annars er í ráði, að þá verði opnað þjóðleikhús í Reykjavík. Það er engum vafa bundið, að þessi fyrirhugaða hátíð verður sú mesta og merkasta í sögu fslands. Hátíðina sækja vafalaust f.jöldi fslendinga víðsvegar utan xír heimi,‘auk annara þjóða manna. Það hefir eittttvað komið til orða meðal vor Vestur-fslendinga, að vér fengjum skip til far- ar og fyltum fríðu föruneyti. Það væri auð- vitað æskilegt, ef um munaði. En mér finst það ekki nægilegt, að nokkrir Vestur-íslend- ingar sgeki hátíðina, sem hverjir aðrir útlend- ingar. Vespur-lslendingar ættu að taka beinan þátt ' í skemtiskrá hátíðarinnar. Hér fara á eftir nokkrar tilögur til vfirveg- unar: 1. Að ^jölmennur söngflokkyr verði æfð- ur, sem eingöngu syngi lög eftir vestur-íslenzk tónskáld. — Þar er orðið mikið úr að velja af /afbragðsfögrum lögum, og söng-kraftar góð- ir, einkum í Winnipeg, sem vitanlega væri s.jálfsagður staður til æfinga, þar sem ann^rs staðar vrði erfitt að fá nógu margt fólk á ein- um stað. 2. Að fámennur leikflokkur æfi leik, er sýndi í skýrum dráttum landnemalíf Vestur- íslendinga, frá landgöngu til vorra tíma.. Þar er ekki um eins auðugan garð að gresja, leikrit af því tagi ekki til. En enginn efi er á því, ef skorað væri á skáld vor að leggja sig í hleyL og setja útdrátt úr sögu Vestur-Tslend- inga í 4—5 þátta leikrit fvrir 10—12 leikendnr, þá gætu þeir það. Það mundi margur Trorða til að revna, og þá úr mörgu að velja, til að uá því hezta og sannasta. — Slíkan leikflokk gæti einhver af bygðum Isl. lagt til. 3. Að kosinn væri hæfasti og merkasti Vestur-lslendingur sem foringi fararinnar, sem flytti kveðju og hefði orð fyrir Vestur-lslend- ingum á hátíðinni. 4. Að standast kostnað við för þessa, væri leitað almennra samskota meðal Islendinga í Ameríku, og hin mörgu félög méðal Isl. með samkomum efndu til inntekta fyrir þennan há- tíðarsjóð. Með jafn miklum fyrirvara og nú er fyrir hendi, er engin ástæða til að ætla, að þessir tveir áðurnefndu flpkkar gætu ekki Vestur- ’ Islendingum til mikils sóma orðið. Þar sem vel væri liægt að verja einu til tveimur árum til- a'finga og undirbúnings. Þetta fyrirhugaða hátíðahald á íslandi 1930 verður svo merkur viðburður í sögu ís- lenzku þjóðarinnar, að vér Vestur-Islendingar í þessari álfu — sem teljumst, að fróðra manna sögn, að vera nær þriðjungur af ísl. þjóðinni— getum ekki látið jafn þýðingarmikið tækifæri hjá líða, án þess að tryggja bróðurbandið, án ]>ess að taka beinan þátt í þúsund ára minn- ingarhátíð Islendinga á Islandi. Það væri a'skilegt, að Vestur-íslendingar taikju alvarlega í þetta mál, og létu sem flestir til sín heyra. Eg veit að íslenzku hlöðin veita, með ánægju, móttöku'^öllum sanngjörnum um- ræðum um þetta mál. A. S. ---1---o------- Williám Jennings Bryan. Enn þá er of skamt liðið frá / dauða þessa ein- kennilega og merka manns til þess að hægt sé að skipa honum varanleg- an sess á meðal stórmenna v e r- aladarinnar, þar sem sagan áreiS- anlega geymir nafn hans um ókomnar aldaraðir. Þó hef- ir nú þegar veriS ,mikiS um hann sagt í blööum og timaritum, stórum og smáum, og öll íhafa þau minst haná meS vjrS- ingu, aS| undan- teknu vikublaSinu íslenzka, Heimskringlu, sem hefir gert sér sérstakt far um aS svert hann bæSi lífs og liS- inn. og má þaS kajlast furSuleg ástríSa. William Jennings Bryan var fæddur í bænum Salem í Illinois fikinu, ig. níarz 1860, sonur Silas Lillard líryans dómara og konu hans. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum og naut almennrar skólament- itnar. AS henni lokinni fór hann á Illinois College í Chicago og útskrifaSist þaSan meS ágætis vitnis- burSi. Síöar stundaöi hann laganám viS Union lög- fræSaskólann í Chieago og lauk því meS heiSri. Frá námsárum ^lryans er fátt eitt aö segja annaS en það, aS hann þotti frábærlega vel gefinn og efni- legur námsmaSur. í kappræSum þótti hann bera af skólabræSrum sinum og var hann á skólaárum þegar búinn aö fá orö.á sig fyrir ntálsnild og mælsku og var sjálfkjörinn til þess aS flytja skilnaöarræSu /valedictory speach), ^r hann útskrifaSist. Aö loknu laganámi tók Bryan aS reka málafærslu- störf í Jacksonville, og hélt þeím starfa áfram þar til áriö 1887, er hann fluttist til Lincoln, Nebrasca, þar sem hann hélt lögfræSisstarfi sínu áfram og gat sér mikinn orSstír, bæSi sem málaflutningsmaSur og mælskuskörungur. Árið 1891 bauð hann sig fram til þings og var kosinn í kjördæmi í Nebraska, sem um langa tíö hafSi tilheyrt Republicana flokknum. Þegar til þings kom, var honum sýndur svo mikill sómi, að hann var skip- aöur í eina áf þýSingarmestu nefndum þingsins, þegar á fyrsta þingi, sem er mjög óvanalegt, ef ekki eins- dæmi í sögu þess þings. Fyrsta veturinn, sem hann sat á þingi, flutti hann tvær ræður, er vöktu eftirtekt um land alt. Var önnur þeirra um silfurspursmálið, sem síöar varS honum brennandi áhugamál. Hin var um tollmál. En þaS var hvorki sem þingmann eSa löggjafa. að BandarikjaþjóSin dáSi hann og virti, heldur sem leiStpga, er ekki kunni aS hræSast né hopa á þreli, viS hvaSU ofurefli, sem hann átti aS etja. ÁriS i8g6 héldu Demókratar þing mikiS í borg- inni Chicago, til þess aS velja forseta-efni. Þar var William Jennings Bryan, þá þrjátíu og sex ára gamall og líft þektur af fjölda flokksbræSra sinna. Á því þingi. talaði hann með svo miklu og eldlegu afli sannfæringar og mælsku, aS þingheimur allur þóttist sjá í honum þann Móse, er leitt gæti Demó- krata flokkinn út úr hinni pólitísku eyðimörk, og var hann á því þingi valinri forsetaefni flokksins, og meS því vali einnig kjörinn leiðtogi hans, og spurs- mál er vist, hvort nokkru sinni hafi veriS glæsi- legri pólitiskur leiStogi í Bandaríkjunum, en Brvan var þá, og hann hafSi marga þá kostj, sem leiStoga prýSa, sem lika sýndi sig, því liklega hefir enginn maður fyr eða síðar náS jafn-sterkum tökum á flokks- bræðrum sínum, og Bryan gerði. Hann var snjall- astur allra samtiSarmanna sinna á ræðupalli, og tal- aBi meS svo miklu sannfæringarafli, aS mönnum duldist aldrei, aS Aann' sjálfur hafði óbilandi trú á málum þeim, er hann flutti, og af svo* mikilli anda- gift, aS orS hai)s voru tíðum sem neistaflug. Þrek Bryans var óbilandi og kjarkur hans'Svo máttugur, aS hann lét aldrei bugast né viðurkendi tap- aSan málstaS. ViS þessa eiginleika hans bættist lífs- ferill, sem var eins flekklaus og framast er hægt aS hugsa sér, og sú vissa allra. sem hann þektu, aS svik væru ekki hjá honum aS finna. Þrisvar sinnum s'ótti Bryan um forseta-embættiS og þrisvar sinnum tapaSi hann, en þaS einkennilega viS þá ósigra var þaS, aS hann óx viS þá alla—varS meiri maSur, þektari maður, og naut aukinnar virS- ingar hjá flokki sínum og þjóSinni, og svo' var afl hans mikiS og virSing háns víðtæk, eftir alla ósigr- ana, aS á þingi Demókrata í Baltimore igi2, þegar forseta-valiS var á milli þeirra Champ Clarks og Woodrow Wilson, þá réSi William Jennings Bryan kosningunni, og er þaS óefaS eitt af stórverkum Bry- ans. aS hann knúði bingiS þá til aS velia Wilson. ÞaS hefir oft veriS spurt aS, hvernig á því hafi staðiS, aS Bryan náSi aldrei forseta-kosningu í Banda- ríkjunum. Þeirri spurningu er ekki auSvelt aS svara og svo er þaS sjálfsagt fleira en eitt, sem því hefir valdiS. Eitt af því, sem sennilega hefir haft áhrif i þá átt, var sú tilfinning sumra, aS Bryan hefSi veriS meiri hugsjóna, en staðreynda maður, aS því er stjórn- málin snerti, og svo var annaS, aS hann var svo á- kveðinn og fastur fyrir í málum þeim, sem hann lét sig varða, aS hann kaus heldur aS hrjóta mastriS og rífa seglin, heldur en aS slaka á klónni. En slíkt hefir ekki þótt vinsælt á stjórnmáasviSinu, nú um langt skeiS. En þaS er ekki sem stjórnmálamanns, eða flokks- leiötoga,#aS Bryans verSur lengst minst í Bandarjkj- unum, og er hann þó af þeirrar þjóðar blaSamönnúm talinn einn sá snjallasti í sinni tíS, heldur Bryan sjálf- ur—einstakllngurinn, sem lnegst lifir í minni þjóSar sinnar og í hjörtum einsfaklinga hennar. Er það ekki fremur sjaldgæft nú á dögum, og hefir þaS ekki alt af verið sjaldgæft, aS einstaklingar á meðal þjóSa hafi svo mikil persónuleg áhrif á stór- mál þjóöa sinna, aS fyrir þaS hljóti þeir alþjóSar- viSurkenningu — menn, er meS einstaklings lífi s'tnu rita heila kapítula í sögu sinna eigin þjóöa? En einn slikur maöur var Bryan. • Það er alment viSurkent, aS Bryan hafi veriS einn af allra málsnjöllustu mönnum sinnar tiöar, en hann var meira, hann var líka einn af hreinhjörtuðustu og beztu mönnum sinnar tíSar. Hann leit meS skarpri andans sjón á böl samtíS- armanna sinna og meS einlægri samhygS og fals- lausri hluttekningu helgaSi hann krfta sína þeirri há- leitu hugsjón, aS bæta úr því. í blaSi sínu hinu víð- lesna, “The Commoner”, sagði hann bölinu stríS á hendur, og í ræöum sínum og fyrirlestrum, er hann flutti viðsvegar, talaSi hann máli friðarins og rétt- lætisins svo snjalt, að allur heimur hlustaði, og þess- um eina manni var mikiS ágengt. I hans heimalandi, Bandarikjunum, á bindindismáliS honum einum ef til vill miera aS þakka, en nokkrum öðrum manni. Al- þýSan átti í honum hollari og einlægari vin og tals- mann, en hún hafði áður átt aS venjast, og fyrir þaS hlaut hann hina veglegu nafnbót, að vera kallaöur “The Commoner”, alþýðumaðurinn.. Og þó alþýðan aldrei hefði Bryan upp í tignarsæti þaS, er Banda- ríkjaþjóðin á veglegast til aS veita, þá virti hún hann og elskaSi og stóS harmþrungin viS líkbörur hans látins. , FriSarvinur var Bryan einn sá mesti, er Bandarík- in hafa nokkurn tíma eignast. í langa tiö flutti hann / friðarmál í blaSi sínu . Frá einu landshorni til ann- ars skoraSi hann á þióSina í ræðum sínum aö gjöra þaS, sem í hennar valdi stæði til þess að stofna til alheims friðar-bandalags, og þegar hann varS utan- rikisritari í ráðuneyti Wilsons forseta áriö 1^13, samdi hann alheims friSarskilmála, sem náðu svo miklu haldi. ekki aS eins á BandaríkjaþjóSinni, heldur á öðrum þjóSum, aS þrjátíu þjóðir, aS BandaríkjafþjóS- inni undanskilinni, féllust á samninginn og rituðu undir hann, og var hann þanig samþyktur af þremur- fjórSu af öllu mannfólki veraldarinnar, eða umboðs- mönnum þess. En áður en sá samningur náði lög- féstingu, sýndist þeim Wilson og Bryan sitt hvorum í mikilsvaröandi máli, og kaus Bryan þá heldur að leggja utanrikisritara embættiS niður, en láta af mein- ingu sinni. og þaS gjörði hann. ÞaS er naumast hægt aö ljúka þessu máli, án þess aS minnast á trúmálastefnu og trúmálastarf William Jennings Bryan. Hann var einlægur og ákveðinn trú- * maSur, og trúmálin voru honum helgust allra mála, enda lét hann á síSustu árum meira til sín taka á sviði þeirra, en öðrum. Kristindóminn áleit Bryan undirstöðu-atriSi undir allri velferS mannanna, og þaS var meira en vara- játning fvnr honum. Sjálfur var .hann eins og sagt hefir veriS heitur og ákveöinn kristindómsvinur, og var trá hans svo rótföst og þróttmikil, aS hún var afl þaS. er stjórnaði öllu lífi hans. Þegar aö hinir nýju siSir í trúmálum þjóðarinnar fóru aS ryðja sér til rúms, svo sem hin svo nefnda “hærri kritík”, fanst honum aö stefna sú vera nag- andi ormur, er legöist aS rót hins sögulega kristindóms til þess aS eyöileggja hann og deyða. Samfara þeirri hreyfingu sá hann margslags sundurlyndi fara vax- andi, manna á meSal og þjóðarlesti, þótt þeir máske hafi ekki staðið i beinu sambandi viS þá hreyfing, og sízt að þeir hafi veriS ásetningur leiStoga"hennar. Þetta þoldi trúarmeðvitund og dómgreind Bryans ekki. Hann sagSi stefnunni stríS á hendur og barð- ist gegn henni meS öllu afli, en fyrir réttmæti hins sögulega kristindóms, til daganna enda, og lét siðast lífiS fyrir þá trúarsannfæring sína í Dayton í Ten- nessee í Bandffríkjunum 27. júlí síðastl., þar sem síð- asti kapitulinn í lífi þessa einkennilega og merkilega manns gerðist. Til Dayton í Tennessee fór Mr. Bryan í éambandi viö hiS alkunna breytiþróunarmál éEvolution Trial), sem þar var háð þá dagana. BlöSin öll, stór og smá, halda því fram, að hann hafi fariS þangaS til þess að berjast á móti breytiþróunarkenninguuni í heild. Vart mun þa"S þó satt vera. En hann fór áreiSanlega þang- aS til þess aS berjast á móti því atriSi iþeirrar kenn- ingar, eins og hann hafSi gjört í langa tíö, eöa réttara sagt þeirri tilgátu hennar, að mennirnir séu af öpum komnir. MeS öllum sínum trúarstyrk, meS allri sinni ein- lægni og öllum sínum eldmóSi, kom Bryan á staðinn til þess aS tala sínu hjartans máli og hjartans máli samlanda sinna i Tennessee, sem með lögum vildu banna, að börnum þeirra væri kend þessi apafræði sem óyggjanlegur sannleikur. Fyrir réttinum vitnaSi Bryan, og tók þar á móti skeytum og bríxlum frá hinum nafnkunna sakamála- lögmanni Clarence DarroW, sem hann beindi aS hon- um persónulega og öllum þeim, sem meö honum halda enn fast viS sijgulegan kristindóm ritningarinnar. Alt þaö hefði Bryan þolaS og þoldi, ef þaö hefði ekki veriS fyrir annaö atvik, sem (þar kom fyrir — at- vik, sem líkist svo mjög því, er Júdas sveik meistara sinn forðum. Málinu var lokið, og sökum þess hve skyndilega því lauk, hafSi Bryan ekki veizt tækifæri til þess að flytja ræSu, er hann hafði tekiS tvo mán- uði til þess aS semja, og ætlaði aS flvtja fyrir kviö- dóminum. Hann haföi tekið á móti allri þeirri sví- virðingu, sem Clarefice Darrow, guðlaus maður aS eigin sögn, 'þorSi að láta út úr sér í réttinum í garö Bryans sjálfs, kristindómsstefnu þeirrar, er hann var aö verja, og þá líka allra annara, sem þeirri sömu stefnu fvlgja, þegar fólkiö, sérstaklega yngra fólkið, sneri viS honum bakinu og hrúgaSist utan um Clar- ence Darrow, til þess aS þakka honum fyrir frammi- stöSuna, — fólkið, sem hafði beöiS hann aS hjálpa sér i striöinu,— fólkiS, sem hann treysti. Á þeirri stundu fann William Jennings Bryan sverð ótrú- menskunnar nísta sálu sína og eftir örstutta bið lá bann örendur í húsi vinar sins þar i borginni. William Jennings Bryan var lagður til hvíldar í Arlington gráfreitnum 31. júlí 1925. Yfir moldum hans stóðu auk ekkjunnar farlama, börnum þeirra hjóna og barnbörnum, umboðsmenn allra stórvelda f veraldarinnar, leiðtogar þjóSarinnar hans og fiöldi alþýðu, en aSrir, sem ekki gátu verið viðstáddir, beygðíi hófuS sín í þögulli hrygö út af fráfalli leiS- togans og vinarins látna. Jón J. Bildfell. - - ■■ • —— ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash & Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST, - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Velgengni Sonar Ydar ENGINN unglingur laetur sér detta í hug að hann verði undir í baráttunni. Æskan er ávalt von- góð, en vonirnar einar eru hreint ekki fullnægjandi. Ef þér þráið, að drengurinn yðar verði sjálf- stæður og líði vel, sem marga dreymir um, en færri sjá í framkvæmd, þá byrjið strax á nýrri sparnaðaraðferð fyrir hann. Kennið honum í æsku gildi þess, að spara eitthvað af hverjum dollar sem hann innvinnur sér, Undir því er velgengni hans komin. Thc Royal Bank of Canada Æfimmning Frú Þóra Austmann ' A «■' r andaðist, sem áSur nefir verið get- ið í'Lögbergi, 25. júní síSasgiðinn. Hún var dóttir merkishjónanna ÞoryarSar Ólafssonar og Margrét- , ar, sem allan sinn búskapar aldur 1 —aS eg hygg—bjuggu á KalastöS- um á HvalfjarSarströnd í Borgar- fjarSarsýslu. ÞorvarSur var tal- inn stórmerkur maður og vel aö sér ger um alt, sem til nytsemda laut fyrir hans samtíð, og um flest oddvliti sinna héraSsmájla. Margrét kona hans og móðir Þóru, var Sveinbjarnardóttir prests frá Staðarhrauni í Mýrasýslu, talin ágætisRona, fríS sýnum og gervi- leg og vel greind, eins og flest fólk í þessari Sveinbjamarætt, sem eg hefi haft kynni af. Líka hefir þar áitt heima spakmæliS forna, að “annaS er gæfa en gervileiki”. Og þarna inn í Sveinbjarnarættina renna saman skyldleikaþræöir okk- ar>Þóru sál., því langar mig til aö færa ofurlitíar málsbætur fyr£r bresti þessa míns góSa frændliðs. Þeir, sem eiga því láni að fagna af skaparans og náttúrunnar hendi, aS vera bæSi ljótir og leiöinlegir, og gaufast áfram í lifstilverunni þegjandi dg hljóSalaust, skifta sér ekki af neinu, svo enginn þarf neitt viS þeim aS stugga. Hreina á- stríðulausir um alt — eSa flest — sem hætta getur stafaS af. Svo þegar þetta rólynda meinleysis- gauf er á enda og þeir eru sofn- aöir svefninum langa, sem viö eig- um öll fyrir höndum, þá verða þessir jarönesku englar aS sérstök- um merkikertum í hagskýrslum siSfágunar og manndygSa. Hin- ir, sem eru fagrir og föngulegir, elska lífsfjörið og fegurSina, eru gileðimenn, söngmenn, gáfumenn og skáld—og nær þaS jafnt yfir konur sem menn—, um þá vefjast hættur og freistingar aS heita má viS hvert fófmál. Og til þessa flokks teljast fjölmargir af þessu frændliði, sem eg hefi haft kynni af- — Og hvaS sem nú öllu því háloflega heimsáliti líöur og öllum þeim kristilega hreinleik ög kæt- leiksfullu dómum, sem feldir eru, þá verSur mér aS halda því fram, aS smár sé sigur, þar sem stríS er ekkert, en stór, þar sem ástríöur og freistingar sífelt umkringja, jafnvel þó stöku sinnum verði hrösUnar vart. Þanpig hefir sága mannkynsins gengiS, og þannig mun' framhaldiS verða. — Eg biS alla góða menn að fyrirgefa mér þessi hugsana útbrot. Þóra var fædd 11. marz 1864, og ólst upp hjá foreldrum sínum á KalastöSum til fullorSitisára, aö eg hygg, var á sextugasta og öðru ári þá hún lézt. Ekki man eg hvaSa ár hún kom til þessa lands, þá beina leiS til Winnipeg, og dvaldi þar stöSugt nokkur ár. Þann 8. júlí 1901 giftist hún Jóni Aust- man, sem þá var ekkjumaSur og bjó viS góð efni aS Woodside P. O., um 8 mílur frá bænum Glad- stone hér í Manitoba, og fluttist meö honum þ^ngaS út, ásamt tveimur ungum börnum sínum; þar bjuggu þau stórbúi ífj—12 ár; en áriS 1912 seldi Mr. Aust- man lönd og eignir og fluttist al- farinn með alt skylduliðN sitt inn til Winnipeg, keypti þar fasteign og hefir búiS þar siðan og stund- aS flutningastörf í borginni. Þau hjón eignuðust einn son, Jón að nafni, mjög efpilegan mann og vel mentaSan, sem dvélur meS föö- ur sínum, og er nú huggun hans og styrkur, því þótt Jón Austman hafi veriö hetja og hraustmenni, þá er nú ellin farin aö herSa aS honum tökin, þar sem hann/ er orS- inn. 66 ára gamall. — Stjúpbörn hans, og börn Þóru sálugu, eru: I)r. Kristján Austman, giftur Ólöfu dóttur Þorsteins Oddsonar, sem lengi var fasteignasali í Wín- nipeg, merkur maSur og mikilhæf- ur; og Ásta, gift Leifi syni þessa sama Mr. Oddsonar, og albróSir Ólafar konu Dr. Kr. Austmans. BæSi eru þessi stjúpsystkini gáf- uð, eins og þau eiga kyn til, og há- mentuS, og á Mr. J. Áustman lof- legan heiður fyrir þaS, aS hafa reynst þeim einlægur faSir og stoS og styrkur. En hvaö á svo aS segja um þig, framliðna, fagra og góSa frænka mín! Þú varst aS öllu leyti- merki- °g góö kona og húsmóöir. Sál þín og hugsun öll var bundin viS velferS barna þinna og manns þins, og heimili Iþitt ætíS fyrirmynd að reglusemi og þrifnaði. Starf þitt oft æriS erfitt; en þú varst hetja bæði aS sálar og líkams at- gervi, þótt þú tranaSir þér aldrei langt út fyrir þinn verkahring, þú varst þó stórmerk í öllu þínu starfi. Heimiliö var þinn helgi- ireitur, iþar gróðursettir þú alla þína ást og alla þína beztu kosti, og viS þau fögru endurminninga- blóm glitra nú saknaSartár í augum ástvina þinna, bæði aldraöa eftir- lifandi eiginmannsins og barnanna ykkar. BæSi hann og þau munu aldrei gleyma ástinni og umhyggj- unni, sem þú barst fyrir þeim. BlessuS sé minning þín. kæra frænka; góður guö gefi okkur margar konur jafngóöar og þú varst. Lárus GuSmundsson. ------o------ Verðmœtar bendingar til bxnda er selja rjóma. Hinar mikilsverðu bendingar til bænda er rjóma selja, sem hér eru birtar, eru gefnar af Crescent rjómafélaginu í Winnipeg. Félag það hefir síðastliðin 20 ár rekið smjörgerð og mjólkursðlu í þess- um ibæ og talar því af víðtækri reynslu um þetta efni. Það hefir einnig allan þann tíma verið mik- ið áhugamál félagsins, að stuðla að því, að þessi þúnaðar-grein mætti verða sem arðbærust fyrir bændur og hefir að orðið mikið ágengt, því ólíkt er verð rjóma nú og var; fyrir ekki all-löngu var engin sala fyrir rjóma og sú fram_ leiðslugrein því lítilsverð. Bend- ingar félagsins eru þessar: Góður rjómi borgar sig best. Rjómi er nú keyptur eftir gæð- um vörunnar (gr^de) af öllum smjörgerðarhúsum og vegna þess mijkla munar, sem á verðinu er á góðum rjóma og slæmum, viljum vér draga athygli bænda að því, I 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.