Lögberg - 20.08.1925, Side 6

Lögberg - 20.08.1925, Side 6
rt.i. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 20.ÁGGST. 1925. PEG. Eftir J. Hartiey Manners. “Það hélt Kilkee líka. “Gefðu þeim aðvörun,” sagði hann. “Fleygðu þeim út á þjóðbrautina.” Hann hélt líka að hann vissi hvernig hann ætti að stjórna þeim. En honum varð mjög bilt við, þegar hann einn daginn fékk bréf um, að hinn skozki umboðsmaður hans lægi í sjúkrahúsinu með kúlu í maganum, og að hið fagra hús og ait þorpið væri ein öskuhrúga.” “Mér finst eins og samþykki slíkrar breytni felist í rödd yðar, hr. Burke.” “Burtreksturinn eða bruninn?” “Þér vitið eflaust. hvað eg á við. Kingsworth hækkaði röddina reiður. “ó já, eg held eg viti það,” svaraði Burke rólegur. . “Eg þarfnast umboðsmanns, sem lætur mína hagsmuni sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum fólks- ins. “Þá verðið þér að skrifa til Englands eftir slík- um manni hr. Umboðsmenn, sem eru hlyntari land- eigendum heldur en fólkinu, eru mjög fáir hér. sé það annars nokkur.” "Er það meining yðar, að eg skuli byggja af- leiðingarnar á orðum yðar?” “Ef þér viljið það, hr. Vinnu mína getið þér fengið fyrir borgun, en sannfæring mín er ekki fá- anleg, hvaða upphæð, sem þér bjóðið fyrir hana.” “Gott, þér getið hætt að vinna fyrir mig að mánuði liðnum frá þessum degi.” “Mér kemur það vel, Kingsworth.” Svo fór hann. Gegnum opna gluggann heyrðist fótatak margra manna og lágar H-addir.. Kingsworth hraðaði sér út, og sá hóp af mönn- um og konum nálgast með hægð og í miðjunni her- menn, sem báru börur úr trjágreinum, og á þeim lá maður. Við hlið þeirra reið Angela systir hans og hestasveinn hennar. Hvaða voða vandræði hafa nú átt sér^ stað, hugsaði hann og gekk á móti hópnum. 5. KAPÍTUU. Angela. Wilderforce Kingsworth átti þrjú börn: Nath- aniel, sem haði tekið í arf hörku og ráðríki föður síns að miklu leyti, Monicu og Angela. Nathaniel var uppáhald föðursins.. Meðan hann var ungur drengur, voru rótfestar hjá honum allar siðferðislegar, pólitískar og við- skiftalegar skoðanir, sem höfðu stuðlað að framför föðursins í efnalegu tilliti, hörku og ráðríki. Fjölskyldudramb, óviðráðanleg ágengi gagn- vart undirgefnum, lotning fyrir lögum og reglum og trygð við konungsvaldið. Þetta var undirstað" an, sem Wilderforce Kingsworth bygði áflundarfar og lífsskoðanir sonar síns. Sem nr.-tvö, til að njóta hylli hans, var e^dri dóttir hans, Monica. Með laglega andlitið, dramb- sömu framkomuna og sérkennilega náttúrufarið var hún sönn Kingsworth. Hún hafði engar erfiðar skoðanir, enga löngun eftir neinu fyrir utan hennar heim, það svæði, sem hún lifði á. Hún \»ar ánægð með tilveruna, eins og hún var lögð fram fyrir hana, og var sérlega hreykin yfir því, að vera af Kingsworth ættinni. Hún var söngelsk, sat fallega á hestbaki, tók þátt í velgerðarstörfum með yndi og tíguleik, — eins og Kingsworth bar að gera — en leit a5 öðru leyti með kæruleysi á heiminn í kring um sig, frá hinum ókleifa virkisgarði, sem gamalt nafn mynd- ar. Þegar hún giftist Friðrik Chichester, ungúm og velmetnum lögmanni, í ætt við sex af bestu fjöl- skyldum greifadæmisins, var það gleðiefni fyrir gamla Kingsworth. Ættbálkur hans var aðalléga orðinn ríkur af verslunarviðskiftum, en Chichestarnir höfðu auðg- ^st af því, að stunda námsgreinar. Það e*r gerður allmikill munur á þessu í Englandi. Menn svara nauðugir þess manns kveðju, sem selur mönnum nauðsynjavöru, en eru fúsir til að þrýsta hendi þess manns, sem selur glysvarning. :Og í Englandi eru lög og réttindi eitt hinna dýrustu óþarfamuna, og þeir, sem stunda þá, njóta hinnar mestu virðingar. Friðrik Chechester var afkomandi langrar rað- ar lögmanna — einn þeirra hafði jafn vel komist svo langt að verða dómari. Hann var því maður í mikils virtri stöðu. Chechestarnir höfðu tekið þátt í því, að búa, til lög landsins í neðri deildinni, og einnig í því, að farið yrði eftir þeim. Wildforce Kingsworth var himinglaður. Hann gaf eldri dóttur sinni ríflegan heiman- mund, og áleit sig hafa breytt rétt við hana, eins og hún við hann. Sonur hans og eldri dóttir, voru honum til sannarlegh heiðurs. Fimm árum eftir að Monica fæddist bættist enn við ein dóttir. Hún var veikbygð og lasiburða. Það var eins og öll hreysti og heilforigði ættarinnar hefði lent hjá þessum tveimur eldri börnum. Angela þurfti og fékk nákvæma umhyggju í uppvexti sínum. Frá því að vera viðkvæm en ein- urðarfull stúlka. Engar af hinum hörkulegu lífs- skoðunum, sem Kingsworth hafði innrætt hinum börnunum, höfðu nein áhrif á Angelu. Hún var'út af fyrir sig. Þar eð hann ekki þarfnaðist hennar sér til á- nægju, lét hann hana afskiftalausa og þoldi hana aðeins. Hún var of veikbygð til að ganga í skóla til náms, lét hann því kenna henni heima. Á vetrum var hún á ferðum ásamt móður sinpi, og þegar móð- irin dó, með ættingjum og vinum. Hið hráslagalega | * og raka, ensl^a andrúmsloft, var óholt þessjari viðr kvæmu jurt, sem þarfnaðist alt af sólskins. Angela var alveg ólík systkinum sínum; hún forðaðist þau og þau hana. Þau skildu hana ekki — en hún skildi þau of vel. Hún, sem þráði að vera skilin og að njóta blíðs viðmóts, eins og viðkvæmar manneskjur gera oftast, fann sárt til hins fráhrindandi viðmóts syst- kina sinna og tízkan réði skoðunum þeirra og skiln- ingur þeirra var reirður'böndum vanans. Hún elskaði fegurð og kendi í brjósti um alla sem leið illa. Frá hendi skaparans var veröldin fögur að hennar skoðun — það voru manneskjurnar sem voru orsök alls hins vonda. Hún vorkendi mannkyninu með hlýjum tilfinningum, hv<e illa það notaði hinar góðu gjafir, sem guð hafði veitt því. Það var í fyrsta skifti, þegar Angela kom heim til Englands, eftir dauða móður sinnar, að athygli hennar vaknaði fyrir hinni írsku landeign föður síns. Af undarlegri tilviljun fo^r svo við, að Angela kom heim daginn eftir að Wilderforce Kingsworth hafði flutt hina eftirtektaverðu ræðu, þegar hann bað forsjónina um að skifta sér af írlandi. Ræðan var eina umtalsefnið við dagverðinn, og það var við þennan dagverð, að hún gerði föður sinn alvarlega reiðann, og opnaði hyldýpi á milli þeirra, sem ekki varð brúað á meðan hann lifði.. * Gamli maðurinn hló rúddalega við hugsunina um þessa ræðu kvöldið áður, og var hreykinn yfir henni. , ' Manica, sem var komin að heimsækja föður sinn brosti með samhygð. i Nathaniel kinkaði koíli ámegður. Angela, sem sat við hlið föður síns, spurði stillilega: “Hefir þú nokkru sinni komið til Irlands, pabbi?” * . “Nei, þangað hefi eg aldrei komið,” svaraði hann hörkulega. “Og eg ætla heldur ekki að stíga fæti á það land.” “Þekkir þú þá írana að nokkru leyti?” spurði Angela. “Hvort eg þekki þá? Betur heldur en enska stjórnin. Á eg máské ek&i landeign þar. “Eg á við, hvort þú þekkir fólkið?” “Eg veit að það er hópur af þjófgefnum bóf- um, sem eru of latir til að vinna, og of óheiðarlegir til að borga skuldir sínar, þó þeir hafi peninga.” “Er þetta alt, sem þú veist um þá?” “Alt?” Hann hætti að borða og horfði gramur á dóttur sína. Honum líkaði ekki þessar flækjuspurningar. Angela bætti við: “Já pabbi; er þetta alt, sem þú veist um Irana?” “Er þetta ekki nóg?” - ^ Hann hækkaði röddina gramur í skapi. Þetta var í fyrsta skifti. í mör^ ár, sem nokkur hafði leyft aér að brúka þetta hataða orð’“írar” og “írland” við matborð hans. Það þurfti að stöðva Angelu. En áður en honum gafst tími til að stöðva hana, svaraði hún sjálf spunningunni: “Þetta væri mér ekki nóg, ef á mér hvíldu skyldur og ábyrgð landeiganda. Sá sem er eigandi lands, ætti að breyta sem vinur undirsáta sinna, sem faðir þeirra, ráðanautur á góðu tímunum og aðstoðari á þeim vondu.” “Nei, er það? Má eg spyrja hvar þú hefir öðl- ast þessa visku, ungfrú framhleypin?” spurði hinn undrandi faðir. Án þess að gefa því gaum að hann greip fram í, bætti Ang*ela við: “Hversvegna á ékki land og þjóð að hafa sjálfs- stjórn, þegar synir þess í raun og veru stjórna öllu Englandi? Er annars nokkur mikilhæf staða í hinu núverandi Englandi, sem írlendingar ekki skipa? Hugsaðu þig um. Aðal hershöfðingi okkar er írsk- ur, admírállinn einnig. Hið enska hervald, bæði á sjó og landi, er því á valdi franna, og samt sem áður segir þú, að þeir séu allir óaidarseggir, þjófar og þorparar?” Kingsworth ætlaði að segja eitthvað, en Angela hækkaði röddina og sagði: “Lít þú á dómarana — sá æðsti er írlending- ur. Lít þú á neðri deild þingsins, lögin okkar eru búin til eða ganga í gildi með atkvæðum íranna, og samt sem áður erum við svo blind og fávís og þrjósk í okkar bresku hleypidóms framkvæmd, dð við neifo- um þeim að stjórna sér sjálfum, eins og þeir í stað- reynd stjórna Englandi.” Kingsworth leit óttaslegihn á dóttur sína. Vél- r.æði í hans eigin húsi! Hans eigin dóttir vogaði við hans eigið foorð, að tala þau ósvífnustu orð, sem hann þekti í— tala þau með þeirri viðurkenningu, að þau væru sönn. Hann gat næstum þvi ekki trúað sínum eigin eyrum. Hann horfði eitt augnablik mállaus á hana, og þrumaði svo: “Hvernig þorir þú að leyfa þér! Hvernig vogar þú!” Angela brosti að hálfu leyti með umburðar- lyndi, leit svo beint í augu föður síns og svaraði: “Já, það er þesskonar rödd, sem við Englend- ingar notum gagnvart því, sem við ekki skiljum. Og þessvegna ganga aðrar þjóðir fram hjá okkur, og samt sem áður er miljónum af Englendingum jafn ókunnugt um hana, eins og hún ætti heima í Sena- ganibíu.” \ . Hún þagnaði, leit aftur í augu föður síns-og sagði: “Og þú virðist vera einn þeirra fávísustu, faðir minn.” “Angela!” hrópaði systir hennar öskuvond. Nathanael laut að henni með umburðarlyndi og sagði: “Eg sé að systir mín hefir lesið æsingafolöðin.” “Eg hefi gert meira en það,” svaraði Angela. “Eg talaði við tvo enska þingmenn í Nizza, sem höfðu gert sér þá erfiðismuni að heimsækja það land, sem þeir áttu ásamt öðrum að stjórna. Þeir I sögðu mér, að í öllu frlandi ríkti sú eymd, sem væri •óhugsanleg undir mentaðri stjórn.” “Þeir hafa auðvitað verið byltingamenn,” sagði faðirinn. “Nei, þeir voru íhaldsmenn. Annar þeirra hafði verið ráherra írlands og einn af beiskustu óvisium þess, þangað til hann heimsótti það. Þegar foann með eigin augum sá neyð fólksins, skifti hann um skoðanir, og fór að hugsa um ráð, sem gætu bætt, úr þjáningum þjóðarinnar.” “Hann hefði átt að skammast sín að tala þannig við unga stúlku, og þú ættir að skammast þín fyrir að hafa hlustað á hann. Konservative, segir þú! Hann er sparðatínir flokksins, verð eg að segja.” “Já, það er hann. Eg get ekki skilið hversvegna libðral flokkurinn á að hafa einkarétt til allrar uppfræðslu, og hinn konservativi að láta sér nægja aðeins trúhræsni.” “Vektu ekki æsingu hjá pabba,” sagði Monica. “Angela litla er komin heim aftur sem alger byltingapersóna,” sagði Nathanael. “Farðu upp í herbergi þitt,” þrumaði faðirinn æstur af reiði. Angela stóð upp án þess að segja eitt orð, og gekk með kyrð út um dyrnar. Hún hafði látið sína instu sannfæringu í ljósi. Að hún var á annari skoðun en faðir hennar, hafði enga þýðingu fyrir hana. Hún hataði alla harðstjórn, og þá aðferð sem hann notaði til að loka munni allra, er voru á annariskoðun en hann, hataði hún sérstaklega. Hún var líka gagnslaus gagnvart henni. Frá bernskuárum sínum hafði hún alt af sagt skoðun sína hiklaust, engin kensluvenja gat hindrað það. Frelsi til að hugsa ög frelsi til að tala, fanst henni jafn sjálfsagt og óumflýjanlegt og að anda. Eftir þetta umgekst hún föður sinn mjög lítið. Þegar hann dó, fól hann bróður hennar á hendur að sjá um hana. Hann arfleiddi hana að engu ákveðnu; hún átti að vera Nathanael háð að öllu leyti. Ef hún giftist þeim manni, sem Nathanael áliti viðeig- andi, ætti hann að gefa henni álitlegan heimanmúnd. * * * Þegar Nathanael fór til írlands, lét hann að ibeiðni Angelu að fá að verða samferða. Maður Monicu var þá í annríki miklu við stórt glæpamál, og þessvegna fór hún lika með þeim. Alt sem Angela sá í írlandi, vakti meðaumkun hennar og samhygð. Það var alveg eins og hún hafði hugsað, lesið og heyrt: Góðlátt fólk, fallið í fátækt og eymd, eyðilagt af veikindum, sem orsök- uðust af matarskorti. Ágætar manneskjur, sem eyðilögðust af óhentugri stjórn og vanþpkkingu valdhafanna á kringumstæðunum. Angela gekk frá heimili til heimllis og reyndi að tiá hylli bændafólksins, en það var í foyrjuninni feimið og fráhrindandi. Hún var af þessari höt- uðu engilsaxnesku ætt. Hvað vildi hún, systir þess manns, sem aldrei hafði látið sjá sig hingað til? En hún sigraði það bráðlega með sinni hreinskilnu vin- semd og sinni aðlaðandi framkomu. Það, sem hún gerði, var þvert á móti vilja iÍ6róð_ ur hennar og áminningum systurinnar. \ Daginn, sem að fundurinn á St. Kernau’s Hill átti sér stað, hafði hún riðið nokkrar mílur til að líta eftir fátækri fjölskyldu. Það voru fimm per- sónum og þrjár þeirra lágu rúmfastar í hitaveiki. Hún útvegaði þeim lækni, gaf þeim peninga, til að kaupa fyrir lyf og annað, sem þær skorti, og reið svo heim aftur, en hafði lofað að heimsækja þær næsta dag. Þegar hún nálgaðist landeign bróður síns, tók hún eftir miklum fólkstraum, sem stefndi upp á hæðina. Hún reið þangað, og var þar í felum bak við trjárunna meðan fundurinn stóð yfir. Þegar O’ConáelI fór að tala, varð hún hrifin af hreimnum í rödd hans. smátt og smátt fann hún til sömu geðshræringarinnar og hinir áheyr- endur hans. í fyrsta sinn varð hún vör þess mikla valds, sem geymist 1 föðurlandsástinni. I fyrsta skifti stóð hún gagnvart manni, sem stofnaÓi lífi sínu og frelsi í hættu fyrir föðurlandið. Og hugs- anir hennar og aðdáun snérust um hann. Þegar herliðið kom, varð hún dauðhrædd. Þeg- ar skipun var gefin til að skjóta, ætlaði hún að ríða þangað og koma í veg fyrir það, en hún gat ekki hreyft einn fingur, hvað þá annað. Þegar reykurinn leið í burt,- og hún sá lík þeirra, sem fyrir augnabliki síðan höfðu verið me,ð fullu fjöri, liggja á jörðunni, þegar hún heyrði kvein hinna særðu, datt henni fyrst í hug að flýja frá þessum hörmuflgum. En hún sigraði kvíða sinn og hræðslu, og reið í stað þess inn í miðju múgsins. Það sem svo bar við, hefir áður verið skýrt frá. Hin langa, kveljandi heimferð, með þennan hreyfingarlausa^ líkama á greinabörunum, var sá viðburður, sem hún gleymdi aldrei. öðru hvoru leit hún niður á náföla andlitið á særða manninum, og hrylti við að hugsa til þess, að hún fengi máské aldrei oftar að heyra rödd hans, eða sjá hin stóru grábláu augu geisla af kjarki og guðmóði. Aðeins einu sinni hreyfði hann varirnar, og þá fór hún undir eins af hestbaki og stöðvaði her- mennina. En um leið og hún laut niður að O’Conn- ell, leið yfir hann aftur. Hópurinn héít áfram. Þegar hann nálgaðist aðalbygginguna, fóru nokkrir menn og konur að flytja sig til. Þau vissu að þetta var fórn nýrrar valdavonsku, sem á börunum lá. Tötrum klædd, ellileg ungfoörn komu hlaupandi á eftir þeim fullorðnu, eða hlupu grátandi í burt og földu sig. • Það var alls ekki nein nýjung að bornir væru limlestir menn inn í þorpið. Engan furðaði á því. Þegar þeir voru komnir inn í lystigarðinn, sendi Angela mann'á undan þeim, sem átti að sjá um að herfoergi væri búið út, og lækninum gerð fooð. I Þegar hún sá bróður sinn koma gangandi brúna þungan og ilskulegan, vissi hún að hún átti foar- daga í vændum. “Hvað er þetta, Angela?” spurði hann heiftar- lega. “Einn píslarvottur okkar skammsýnu , stjórnar, Nathanael.” Og hún hraðaði sér heim að húsinu með þeim, er börurnar báru. • 6. KAPfTULI. Angela segir nieiningu sína. Reiði Nathanaels yfir hegðun systur sinnar var óstjórnleg, þegar1 hann heyrði hver hinn særði var, og skipaði dátunum að fara undir eins í fourtu með hann. ' Lénsmaðurinn kom nú til sögunnar og bað land- eigandann að lofa O’Connell að vera í sínu húsi, þangað til Iæknirinn væri búinn að foinda um hann. Það gæti verið hættulegt að bera hann lengra, áður en það væri gert. Undir eins og hann væri fær um að vera fluttur, skyldi verða farið með hann í hér- aðsfangelsið, sagði hr. Roche. Nathanael gekk »ftur til starfsstofu sinnar, og hópurinn hélt áfram að aðaldyrunum. . Hann sendi undir eins boð eftir Angelu. Hún lét svara því, að hún skyldi tala við hann við dagverðinn. Hann iskipaði henni að koma strax. Eftir faár mínútur stóð hún fyrir framan hann, náföl og spurði: “Hvað vilt þú mér?” “Hversvegna -hefir þú flutt þennan mann hing- að?” “Af því hann er særður.” “Slíkir bófar verðskulda aðeins að deyja.” “Það er ekki mín skoðun. Eg álít hann heldur ekki vera bófa.” “Hann er kominn hingað í þetta pláss, til þess að spilla fyrir landeigendunum — fyrir *mér. Og þú kemur með hann í mitt hús ásamt öllum þessum skríl. Það er óþolandi.” “Eg gat ekki látið hann liggja og deyja í hönd- uhi þessara tilfinningarlausu hermanna.” “Hann verður að fara úr mínu ihúsi undir eins og læknirinn hefir foundið um sár hans.” “Nú, jæja. Hefir þú meira að segja?” “Já, það hefi eg.” Kingsworth reyndi að foæla niður reiði sína. Eftir stutta þögn, bætti hann við: “Eg ætla ekki að líða þér fleiri misgrip af þessu tagi, þau eru alveg óþolandi og ósæmandi fyrir þig. Eg hefi heyrt að þú hlaupir á milli húsanna og heimisækir hitaveikar persónur. Þú ættir þó að hugsa um stöðu þína og hvernig þér foer að hegða þér hennar vegna.” “Eg vildi að þú gerðir það.” “Hvað þá?” orgaði hann, stjórnlaus af reiði. “Þú þarft ekki að skrækja svona hátt.” svaraði Angela róleg. “Eg stend nú rétt hjá þér. Eg end- urtek, að eg óska að þú hugsaðir meira um skyld- ur þínar. Ef að þú og aðrir í þinni stöðu geríju það, myndu ekki slíkir viðburðir eiga sér istað, eins og við höfum verið vitni að í dag *— að maður skuli vera skoti-rtn af sínum eigin löndum, af því að hann sagði sannleikann. “Sást þú það?” “Já, það gerði eg. Eg sá ekki aðeins, eg heyrði lika. Eg heyrði mann leggja hjarta, sál og hugs- anir fram fyrir aðra, til þess að kveikja ljós í þeirra huga. Eg sá mann stofna lífi sínu í hættu vegna þeirra. Það var aðdáanlegt! Það var mikilfenglegt! það var háleitt!” ‘Ef eg heyri þig nokkru sinni endurtaka þessa vitleysu, sendi eg þig strax aftur til London.” “Þetta er alveg eins og pabbi, hefði sagt það.” “Eg ætla ekki að gera mig hlægilegan þín vegna, skal eg segja þér.” “Þú gerir þig sjálfan hlægilegan, eins og faðir okkar gerði á undan þér. Kingsworth! Hvaða þýðingu hefir nafn þitt? x Af því einn af forfeðrum okkar narraði fólk til að kaupa, vörur af sér, fyrir hærra verð en sanngjarnt var, höfuni við reynt að koma honum í helgra manna tölu, og umkringja nafnið Kingsworth með geislabaug. Eftir mínum skilningi er þetta ímyndun alls þess, sem er lágt, eigingjarnl, hégómlegt og fávíst. Peningunum er gefið vald-yfir sálinni. Kvernig fórum við að eign- ast þetta lélega land? Einn af Kingsworth ættinni gat falsað það frá hirtum rétta eiganda. Lánaði honum peninga með okurvöxtum, keypti víxlana hans og veðbréfin, og fleygði honum svo út, þegar hann gat ekki keypt þau aftur. Engin furða, þó það hvíli foölvun bæði yfir landeigninni og okkur.” Kingsworth reyndi að tala, en hún stöðvaði hann. “Biddu dálítið! Það voru kæp viðskifti að ná i þessa landeign. Okkar nafn er rótfest á kænum viðskiftum. En eg verð að segja þér, að það eru ljót viðskifti, þegar slíkar persónur, sem og við Kingsworth erum og höfum sýnt okkur að vera, rænum valdi yfir mannslífinu.” “Þegiðu” hrópaði Natanael æstur. “Þey! Þú talar ekki eins og ein af fjölskyldunni, heldur sem frávillingur >—<” “Eg álít mig ekki heyra fjölskyldunni til. Þú ert Kingsworth. Eg er foarn móður minnar Minnar vesalings stiltu, góðu, móður, sem lifði megnið af lífi sínu í undirgefni, og tók dauðanum, sem frels- ara frá harðstjórn. Kallaðu mig ekki Kingsworth. Eg þekki ykkur of vel — veit hvað það nafn þýðir fyrir alla þá, sem hafa þjáðst undir því.” v “Það besta, það eina, sem við eftir þetta verð- um að gera, er að skilja,” sagði Nathanael. “Nær sem þú vilt.” ‘fEg skal gefa þér ákveðna upphæð að lifa af.” “Láttu mig ekki vera þér til byrði.” “Eg hefi aldrei á æfi minni verið jafn æstur — I jafnmikilli geðshræringu.” “Það gleður mig. Eg hefi verið æst og skelfd síðan eg skildi við vögguna. Það er huggun að heyra að þú hefir slíkar tilfinningar. Eg hélt satt að segja, að þú hefðir þær ekki.” “M'ig langar ekki til að tala meira um þetta.” /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.