Lögberg - 03.09.1925, Page 4
Bfa. 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
3. SEPTEMBER 1925.
Ss
♦ JogbErg
Gefið út Kvem Fimtudag af The Col-
ambia Prets, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Talsimart N-6327 og N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Ltan&skrift til blaðsina:
TKE COlUMBIf PKESS, Ltd., Bok 317Í, SHnnlpeg. M«K-
Utanáakrift ritst)6rans:
ED1TO8 LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
The •'Lögherg’' ls pr'lnted and publlshed by
The Columbia Prees, Limlted. In the Columbia
Building, 6»5 Sargent Ave , Winnipeg, Manitoba.
Til kaupenda Lögbergs.
Uppskeran í flestum bygðum íslendinga í þess-
ari heimsálfu fer nú í hönd, og í þetta sinn eru allar
horfur á, aS hún verSi arftvænlegri, en hún hefir ver-
iS á undanförnum árum og er það ósegjanlega mikið *
gleðiefni hlutaÖeigendum og öllum öðrum — gleöiefni
aö vita, að hagur bændannn, sem alt hvílir á, er að
batna, — gleðiefni aÖ vita, aÖ bændurnir í Canada eru
nú komnir að þeim vegamótum, þar sem ársvinnan
mætir ekki að eins útgjöldum, heldur gefur líka arö.
Á undanförnum árum hefir arður landbúnaðarins
verið af svo mjög skornum skamti, og þá lika arÖur
allrar annarar starfsrækslu, því hann er bundinn svo
mjög viÖ afkomu bændanna, eins og öllum er ljést.
Afleiðingarnar af því hafa veriö þær, að viðskifti
manna á meðal hafa verið fremur erfið. Menn hafa
orðið aÖ vera eins vægir í skuldakröfum sínum og unt
hefir verið, og því þafa þeir, sem tilveru sína áttu
undir gjaldþoli almennings, orðið að liða og það all-
tilfinnanlega i mörgum tilfellum.
Rlaðið Lögberg er ein af stofnunum þeim, sem
hefir oröið að líða við þær kringumstæður, og hafa
útistandandi skuldir þess farið tilfinnanlega vaxandi
á síðustu árum — svo mjög, að fram úr því verður að
ráða á einhvern hátt á þessu hausti. Vér hðfum ekki
viljað ganga hart að þeim, sem blaðinu skulda, af of-
angreindum ástæðum, því vér höfum það fyrir satt,
að jiað séu kringumstæður manna, en ekki vilja-
leysi, sem valda því, að svo margir af kaupendum
blaðsins hafa dregist aftur úr með að borga. Og oss
finst að vér höfum verið að gjöra þeim þægð með
að biða með þolinmæði eftir að kringumstæðurnar
breyítust. En slík hið getur ekki orðið takmarkarlaus
eða endalaus, enda væri það rangt bæði gagnvart út-
géfendum blaðsins og kaupendum þess.
Útgefendur blaðsins hlytu að stórskaðast, þvi
svo er lítið upp úr því að hafa að halda út íslenzk-
um blöðum í Vsturheimi, að það er óhugsandi með
öllu, að þau geti staðist, ef þau eru ekki skilvíslega
borguð.
Fyrir kaupendurna er það heldur enginn vel-
gjörningur, að láta þá safna stórskuldum við blaðið.
Fyrst og fremst er sú aðstaða óheiðarleg, því blöðin
eru vara, sem fólk kaupir eins og hverja aðra vöru,
og því eins sjálfsagt fyrir það að standa í skilum við
þau, eins og við manninn, sem' selur kaffi, sykur, skó
eða eitthvað annað.
í öðru lagi er það blettur á því drengskapar-
orði, sem Islendingar hafa getið sér í þe^sari heims-
álfu og sem þeir ættu að varðveita, og það er ráð-
vendni.
Það er eins og það hafi komist inn í tilfinning
margra íslendinga, að það sé ekki neitt drengskapar-
spursmál, að borga íslenzku blöðin, því oss virðist, að
sá vandræða siður, eða sú vandræða tilfinning hafi
frá upphafi vakað fyrir þeim, að þau mættu sitja á
hakanum — jreirra eigin blöð, blöðin, sem hafa verið
og eru að revna að leggja rækt við það, sem þeim
sjálfum er helgast og' hjartfólgnast, — hlöð, sem frá
byrjun hafa átt við hinn harðasta kost að búa, hvað
fjárhag snertir, og það gerði svo sem ekki mikið til
um þau. — Ef menn taka önnur blöð, þá borga þeir
þau reiðilega, verða að gjöra það, því annars fá þeir
þau ekki. Hví skyldi ekki mega koma jæirri reglu
á, að íslenzku blöðin séu borguð fyrir fram, eins og
öll önnur blöð í þessu landi ? Eru íslendingar ekki
svo sanngjarnir menn, að þeir geti unt sínum eigin
blöðum að njóta sömu verzlunarhlunninda og önnur
blöð landsins njóta? Vér erum vissir um, að þeir
vilja gjöra það, það er bara vani, sem á er kominn,
°S hugsunarleysi, sem aftrar sumum þeirra frá
því.
Þennan vana hefir Lögberg nú ákveðið að reyna
að brjóta, með aðstoð allra góðra vina blaðsins, og
það hefir lika ákveðið, að hreinsa upp allar útistand-
andi skuldir blaðsins í haust — verður að gjöra það.
Það er hvorki til uppbyggingar fyrir blaðið né held-
ur kaupendur þess, að skuldir þeirra haldi áfram að
vaxa.
í því augnamiði ferðast umboðsmaður hlaðsins
um eitthvað af bygðum íslendinga síðari part þess-
arar viku og komandi vikur, og eru menn vinsam-
lega beðnir að greiða götu hans sem bezt, og sjá um
að ferð hans geti orðið að tilætluðum notum.
Leifur IVÍ
agnússon
Það er ánægjulegt að frétta ut»i Islendinga, sem
öðrum fremur, eða öðrum betur, ryðja sér til rúms
á f>essu meginlandi, og enn þá. ánægjulegra að vita,
að þeim fer altaf fjölgandi. — Einn í tölu þeirra Is-
lendinga, sem mannvirðingum og tiltrú hafa náð hjá
nágrannaþjóð vorri, Bandarikjajijóðinni, er Leifur
Magnússon, verkamála umboðsmaður Bandaríkj-
anna.
Ungur að aldri,— að eins fjögra ára gamall, —
kom hann til þessa lands með foreldrum sinum, Sig-
fúsi og Guðrúnu Magnússon. Hvenær þau hjón
komu frá íslandi, eða hvaðan af landinu þau eru
ættuð, vitum vér ekki. En þau, eins og margir aðr-
ir, urðu snortin af frelsis- og framtíðar-von lands-
ins nýja í vesturvegi. Þau gögn, er vér höfum fyrir
hendi, sýna, að þau leituðu gæfunnar sunnan landa-
mæra Canada. Mr. Magnússon segir, að faðir sinn
hafi átt kost á að eignast frá 40—80 ekrur af landi
í Xebraska. sem vel var fallið til aldinræktar, fyrir
lítið verð, en að hann hafi ekki sint því sökum þess,
að lengra vestur voru 640 ekrur lands til boða kostn-
aðarlaust. Slikt landflæmi dró huga föður hans ti!
sín, svo þeir fluttu vestar í það sama ríki og bygðu
sér þar torfkofa til bráðabirgðar. Með atorku tók
Sigfús, faðir Leifs, að yrkja landið og sá, en á fyrsta
ári komu vindarnir og feyktu lausa jarðveginum úr
akrinum og sæðinu með.
inlandsins myrka ásamt konu sinni og yngsta barni.
Hin tvö urðu eftir á Englandi.
Þegar þau komu til Afríku var kona Living-
stones svo veik að hann varð að skilja hana eftir í
“Cape colony” ásamt syni sínum en sjálfur hélt hann
áfram til héraða þeirra í meginlandinu myrka, sem
drógu hann til sin með órhótstæðilegu afli.
Eftir nokkra dvöl í Cape Colony réði María
Livingstone við sig að halda ferðinni áfram þangað
sem maður hennar var, þrátt fyrir fréttir sem henni
bárust um vilta þjóðflokka, sem á lðiðinni voru og
skæðustu drepsóttir, sem geysuðu á trúboðástöðvum
þeim, sem Linvingstone var á, en á þeirri ferð dó
hún, — veiktist snögglega og dó 27. apríl 1863.
Ekki leizt föður Leifs á að ílengjast þar, sVo
hann tók sig upp með fjölskyldu sína og fluttist til
Duluth í Minnesota og gjörðist þar verzlunarþjónn.
og fékk $1.25 í kaup á dag. Þar fékk Leifur ment-
un sína og útskrifaðist frá háskóla þess ríkis Eftir
skólanámið gjörðist hann kennari um hrið, en í sam-
bandi við þá stöðu kemst hann sjálfur þannig að orði:
“Skap mitt hefir vist ekki verið sem bezt fállið til
þess að standa í þeirri stöðu. Mér var of hætt við
að fljúga áfram með þeim, sem gáfaðastir voru ”
Næst tók Leifur að lesa lög við Georgetown laga-
skólann í Washington ásamt því, að vinna við verka-
máladeild Bandaríkjastjórnarinnar, og lauk þar prófi
í Iögum með sæmd.
Tiu árin næstu, eftir að hann útskrifaðist, tók
hann að: kynna sér verkamanna spursmálið frá öllum
hliðum. Sjálfsagt hefir það verið af innri hvöt, enda
rísa menn hæst, þegar þeir fá að fylgja innri þrá
sinni á verksviðum lífsins.
, f
Árið 19x9 var hann búinn að vekja eftirtekt
þeirra, sem völdin höfðu, á sér, því það ár er hann
fenginn, með samþykki Wilsons forseta, til þess að
vera yfir skrifstofustjóri á fyrsta alþjóða-verka-
manna/binginu, sem samkyæmt boði Wilsons forseta
var kvatt saman í Washington.
Árið 1920 fór hann1 til Geneva og tók að sér rit-
stjórn á riti alþjóða verkamanna, sem nefnist Inter-
national Labor Rcvieiv, og hélt þeirri stöðu unz hann
tók embætti það i Washington, sem hann nú hefir—
í janúar 1924. En það var umsjón á verkamála-
skrifstofunni í Washington, sem út af fyrir sig er og
i vissri merkingu alþjóða skrifstofa, því hún er i
samhandi við verkamanna mál og verkamanna hre^f-
ingar um heim allan, svo menn geta séð, að hér er um
stórkostlega vanasamt verkefni að ræða, og ekki sízt
þegar það er athugað, að Leifur er aðal málsvari
verkamála Bandaríkjanna að þvi leyti sem þau snerta
alheims verkamannaskrifstofuna í Geneva, þar sem
hann er nú staddur.
Mary Moffat Livingstone.
Sagan geymir mikið af myndum um hrausta og
hugprúða menn. Menn, sem lögðu sig í alls konar
hættur og erfiðleika, meðbræðrum sínum, til hjálp-
ar og huggunar. En það er sjaldnar, að slikum
myndum sé haldið á lofti, þegar um konur er að
ræða. Þó er engum blöðum um það að fletta, að
lífið er auðugt af þeim — þær eru að líkindum eins
margar á meðal kvenfólksins, eins og karlmann-
anna og máske fleiri.
Eina slíka mynd getur að líta í lconu David Liv-
ingstone, Maríu Moffat.
Um æsku og uppvaxtarár hennar vita menn lítið
annað en það, að hún var komin af hinni nafnkunnu
Moffats ætt, og að foreldrar hennar bjuggu í Kuru-
man í Bechuanalandi í Afriku, og veittu þar kristni-
boðsstöð forustu, og var hún elzta dóttir þeirra.
■ Fjögur fyrstu árin, sem Livingstone var í Afríku,
var hann einn síns liðs og ógiftur, en hann hefir víst
fundið til þess, eins og svo margir aðrir, að mann-
inum er ekki holt einum að vera, og leitaði sér því
ráðahags við Maríu Moffatt, sem þá var ung, en þó
gjafvaxta, og sem hann kyntist r í Kuruman, er var
um það leyti miðstöð trúboða á þeim svæðum. Um
bónorð sitt farast honum sjálfum þannig orð: “Eg
herti upp hugann og bað hennar undir einu af ávaxta-
trjánum og afleiðingin varð sú að eg og elsta dóttir
Mr. Moffats giftum okkur.”
Þegar María Moffat gekk út i hjónabandið var
henni ljóst að hún mundi ekki eiga þess kost að baða
í rósum. Giftingartúr þeirra var til hins lítt þekta
Mabatse dals, þar sem Livingstone hafði sjálfur
bygt þeim hús. Þegar þangað kom var ekki til setu
boðið. Tafarlaust tóku þau til að byggja kirkjur og
skóla og að öðru leyti að vinna að trúboðsstörfum, þau
ræktuðu matjurtagarð, sinn, og undu við kjör sín með
ánægju þeirri, er sólbjört von framtiðar elskendanna
vermir með sínu undra afli. En eftir nokkra ára
dvöl þar urðu þau að flytja og reisa sér heimili á ný,
í Chonuane a meðal Bakwain kynflokksins og er
starfi þeirra þar lýst svo að þau hafi eytt ölluib
stundum til þess að kenna fólkinu húsagerð, garðrækt
skósmíði og þau önnur verk er nauðsynleg voru og
hann'auk þess prédikað og kent, en hún kendi því að
sníða og sauma föt, húa til kerti og sápu. Á þessu
timabiH fór Livingstone í margar langferðir, og fór
hún þá oftast með honum, og árið 1850, þegar Liv-
ingstope fór að leita Ngami vatnsins fór hún einnig
ásamt þremur börnum þeirra. Þegar þau komu til
baka úr þeirri ferð réði Livingstone við sig að senda
konu sína.og börn til Englands og lögðu þau upp í þá
ferð í april 1852. >
I fimm ár hélt Livingstone áfram starfi sínu í
Afriku en árið 1875 hann-og til Englands og
dvaldi þar í átján mánuði. Hvaða áhrif að veran á
Englandi og fjærvistin frá manni sínuiri hefir haft
á þessa göfugu konu má sjá af ljóði einti er hún orti
við heimkomu hans til Englands. Partur af því
hljóðar svo:
You’ll never leave me, darling — there is promise in
your eye;
I may tend you while I’m living, yoú will w
when I die.
How did I Iive without you through those long, long
years og woe?
It seems as tho’ ’t would kill me to he parted from
you now.
And if death but kindly lead me to the blessed home
on high.
What a hundred thousand welcome will wait you in
tlíe sky.”
En Livingstone undi sér ekki lengi á Englandi,
fanst lifið tilkomulítið þar, þráði aftur að hverfa til
starfsins sins í Afríku, svo hann sigldi aftur til meg-
^tch me
I Shupauga, sem liggur í einu af hinum ægileg-
ustu hita^ikishéruðum út frá Zambesi ánni er leiði,
sem margir ferðamenn fara til að skoða, það er leiði
Maríu Livingstone, einnar af hinum ágætustu konúm
siðari tima. Þar hvila hinar jarðnesku leyfar hennar
i helgri ró eftir dagstarfið, sem hún með dæmafárri
sjálfsafneitun og fórnfýsi helgaði manni sínum og 1
meðbræðrum.
í dagbók David Livingstone stendur ritað ix.
maí 1862: “í kveld eru tvær vikur síðan mín ást-
kæra Maria gekk inn í dýrð himnanna og nú í fyrsta
skrfti á æfi minni þrái eg að mega deyja.”1
-------;—o---------
Loftið, sem vér neytum,
Vísíndamennirnir segja okkur, að við neytum
daglega frá tveimur til þremur pundum af mat, frá
fjórum til fimm pundum af vökva og frá þrjátíu til
fimtíu pundum af lofti.
Eins og mönnum er kunnugt, þá hafa ýms lög ver-
ið samin til þess að tryggja mönnum holla og hreina
fæðu, sem þó er minsti partur þess, er menn nevta, en
stærsti partur fæðunnar getur verið og er eins óhreirtn
og frekast er hægt að hugsa sér. Hvað eftirkomendur
okkar, sem hreinsuðu lofti anda að sér, halda um
okkur, sem daglega öndum að okkur eiturlofti, er ekki
gott að átta sig á nú. Afsökun okkar í þeim efnum,
ef hún antiars er nokkur til, getur vissulega ekki verið
stí, að við höfum ekki vitað betur.
Nefnd sú, er um lofthreinsun, eða hreint loft sér
á Bretlandi, hefir nú i tolfta sinn gefið út skýrslu um
það efni, sem er alt annað en glæsileg. Skýrsla þessi,
sem nær frá marz 1923 til marz 1924. sýnir, að ástand-
ið i iþessu tilliti er verra en það var á árinu þar á und-
an. Hinir hraustu ibúar Rochdale, sem vanir eru að
anda að sér árlega 800 tonnum af sóti i hverri fermílu
lofts. önduðu meira af loftóhreinindum að sér en fólk
1 nokkrum öðrum bæ á Englandi. Að vetrinum skar-
ar fólkið í Mið-Birmingham fram úr i sótáti. Aðrir
bæir eru framarlega í röðinni, svo sem Manchester
Þar segir Dr. Owens, að maður andi að sér eða eti
um tuttugu þúsund niiljón sótagna á hverjum tiu
klukkutímum, eða nógu miklu af sóti til )>ess að niynda
óslitna sótlínu frá jörðinni og til tunglsins, en tekur
um leið fram, að slík sótneyzla sé hundin við þoku-
daga. A öðrum timum, þegar létt er í lofti, sé húh
miklu minni. En samt hugsar maður um það með
kvíða, hvað útkoman muni verða. ef Dr Owens má-ldi
með verkfæri því; seni hann hefir nýlega fullkomnað
til þess að mæla óhreinindi loftsins með og gæfi opin-
bera skýrslu ufn þann part hinnar daglegu fæðu vorr-
ar. Þetta astand úort er augljóst, þegar þokan hylúr
bæi og bygðir, en það heldur áfram líka, þegar sóHn
skin heldur áfram vetur, suntar, vor og haust, að
auka kostnaðinn við þvotta af fötum vorum, hækka
raf josa reiknmginn og sjúga lífsþróttinn úr okkur
sjalfum. Við ættum að minsta kosti að vera Dr
Owens þakklátir fyrir, að halda reikning yfir eitrið’
sem við daglega leggjum okkur til munns. Hver veif’,
ner^a að við rumskumst með timanum, ef eiturloftiðH
vex og margfaldast, til þess-að krefjast þess. að eitt-
hvað se gjort til að bæta andrúmsloftið. — Man-
chester Guardian.
Kveðja
frá Hallson söfnuði til séra Kristins K. ólafssonar
og frúar hans.
Nú sólblærinn andar á angandi blóm,
og ylþiðum hjalar með framleiðslu róm,
við alveldis árgeisla bjarta.
Svo fögur er útsýn um Iífs orða lönd,
]>ar letrið á mörkinni nemur vor önd.
Nú er sumar og sólskin í hjarta.
Þvi leiðtoginn prúði, sem lýsir hér braut,
hann lagði’ okkur ómælda fneðslu í skaut
hann vörð hélt og vita hér kynti.
Hann lærisveinn meistarans útnefndur er,
1 utnboði drottins hann starfaði hér,
með árvekni ávalt því sinti.
Hann kendi þeim ungu, að Kristur er einn
sa kæreikans herra,.og annar ei neinn,
sem vísar á veginn þann rétta;
að fylgja hans dæmi, að elska hans orð,
að i5ka hið góða. og nálgast hans borð,
pao alla má unaði metta.
Hér atvikin breyta - og, tíðin er tvenn,
þvi trurækni hirðirinn fer héðan senn—
aðnr hans óska að njóta.
Wð gefum hann eftir og gleðjumst af því,
ai gæfunnar sól honum upprennur ný;
hann verðskuldar virðing að hljóta
Hver sá, sem meistarans merki fram ber,
mikils er um vert ,að breytni hans hér
lýsi sem ljós fyrir mönnum;
og Kristinn. senx ávalt ’i áliti grær,
með áhrifum kristnum til hjartnanna nær.
er Vaxinn að vísdómi sönnum.
Með kærleik og þakklæti kveðjum við nú '
þig. kenriarinn mæti. og börn þin og frú
Himininn heill ykkur krýni.
Þókk fvrir sannleikans lýsandi ljós
og lifsorða fræði — sem gróaúdi rós
sa Ijomi á leið okkar skíni.
Kristm D. Johnson.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash & Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
Til scra K. K. Ólafssonar.
Ort 18. júlí, 1925.
Vegir aðskiljast um vengi,
Vinirnir tvístrast um heim.
Leita sér gæfu og gengi,
Guð er i verki með þeim.
Vegir aðsklja okkur, vinur.
Verð eg á bak þér að sjá.
Strengur í hjarta mér stynur,
Er styrkja nú Drottinn einn má.
Hjarta mitt helzt kýs því hlýða,
Er hefirðu lagt því i skaut.
Nú vanmegna verður að stríða.
Er vinar ei lengur hér naut.
R.lómgist æ starfið þitt blíða.
Björt sé þin framtíðar braut.
Styrki þig Drottinn að stríða.
Stýri frá hættu og þraut.
Blómsveigum braut þin sé þakin
beztu að gæðum og lit.
Þú verður í huga mér vakin
Þá vanmegna heima. eg sit.
G. J. Jónasson.
Um danska leikfimi.
Eftir Harald Sveinbjörnsson.
Háttvirtu landar!
Af mínurn litlu efnum vil eg fara
nokkrum orðum um danska fitn-
leika-brautryðjanda Niels Bukh,
og leikfimi hans, sem hann kallar
“primitiv” eða grundvallar leik-
fimi, — byrjunar leikfimi.
En þar sm eg er óþektur hér,
leyfi eg mér að byrja með því að
gera grein fyrir komu minni’ hing-
að frá íslandi. Fyrir rúmum þrem-
ur árum síðan fór eg frá íslandi til
Danmerkur á skóla hins þekta
fimleikafrömuðs, Niels Bukh’s_. og
þaðan til Bandaríkjanna, og’komst
þar að danska álþýðuskólanum í
Nebraska. En hingað kenx eg til
að hitta og heilsa upp á landa, þvi
þá hefi eg varla séð séðan eg fór
frá íslandi.
Ekki hafði eg dvalið lengi hér,
áður en eg heyrði um íþróttasanj-
komu þessa, og datt mér þá í hug,
að hér væri máske gott tælcifæri
fyrir mig að vekja athygli á leik-
fimisaðferð þeirri, er eg nota, —
þar með reyna að vekja áhugann
fyrir lílcams-mentuninni meðal
landa hér. Mín heitasta ósk er, að
það geti lukkast, því eg veit af
eigin reynslu og reynslu mér miklu
færari manna, að réttilega iðkaðar
líkamsæfingar eru til blessunar,,—
þannig að skilja, að iðki ungling-
urinn líkamsæfingar, verða æsku-
árin fleiri, og hann býr eflaust að
því í ellinni.
Fimleikanna fyrsti tilgangur er,
að hjálpa til að varðveita heilsuna,
styrkja og glæða andleg og líkam-
leg efni.
Það hljómar víst undarlega, þá
er eg tala um þroskun andlegu efn-
anna með líkarnsæfingum. En nú-
tíma leikfimisfrömuðir berjast við,
að búa til leikfimiskerfi, sem
þroslcá sál og líkama, með því að
gera æfingarnar svo erfiðar og
marghrotnar að hugsun þurfi til að
framlcvæma þær. Þetta gera þeir.
því að reynslan sýnir að andlegur
og líkamlegur þroski nái lengst, )>á
er jafnvægi' tekst. Það er skiljan-
legt, því þjáist maður í líkama, er
það oft á tíðum til að hefta fram-
för hinna andlegu efna og gagn-
stætt.
Einu sinni sagði lærður læknir
þessi orð og þau eru sönn:
“Visdómurinn kemur ekki fram,
ei heldur listir,
kraftar í dauðadvala,
Auður einskis virði,
mál máttvana, —
Þegar heilsan er þrotin, og þeg-
ar svo ér komið, er sem maður
hugsi ekki um annað, en að verjSa
hraustur aftur, — hvað svo sem
það kostar, hugurinn leikur á þessit
— hvaða meðul ska.1 nota, og hve-
nær verð eg frískur. Því ver eru
alt of margir i þessu ástandi. Það
getuni við fullvissað olckur um,
nxeð því að heimsækja heilsuhælin
og yfirlíta og tala við hinn altof
stóra líðandi hóp, manna, sem þar
kvelst. Án efa hefði fjöldi þessa
fólks getað komist hjá veik-
indum þessum, og þeir, sem ekki
gátu komist hjá þeim, hefðu getað
hert sig og styrkt með likamsæf-
ingurn, til að geta þolað betur þján-
inguna.
Fyrir utan og í heilsuhælunum,
um heim allan, þekkjum við fólk,
sem áreiðanlega hefði gott af að
komast í kynni við líkamsæfingarn-
ar, því fólk þetta liður mest undir
sínum eigin þunga, en leikfimi hef-
ir að bjóða léttleika og lipurð, þvi
virðist liggja í augum uppi, að þess-
ir sælci meðul við ófögnuði þessum,
— þangað sem hreyfingin og létt-
leikurinn er, — og þar sem revnt
er a@ útrýma klunnaskap og þung-
lamalegum hreyfingum. Þessir
hafa eftir eðli sinu tileinkað sér hið
alkunna nafn “ístrubelgir.”
Máské virðist ylckur að alt þetta
komi eins og sá gamli úr sauða-
leggnum, því mig þekkið þið ekki,
og fáir leikfimisaðferð ])á. er eg
tala um. Það skiftir ,ekki máli,
hvort þið lcomist í kynni við mig
eða ekki, en leikfiminni er eg sann-
færður um að þið hafið gott af að
kynnast, því hún er ætluð alinenn-
ingi.
Ef til vill lítið þið svo á, að fólk
sem vinnur og hefir daglega hreyf-
ingu, hafi ekki»þörf fyrir líkaihs-
æf\ngar. En hin daglega vinna,
hvort hún er við skrifborðið eða
úti á landi á plógnum setur títt leið-
inda merki á fólk, og á þeim ber
meira og meira eftTr því sem mað-
urinn eldist, og Evaða erfiðleika
hann hefir viíj að stríða. — Merkin
sjáum við daglega, þau eru bogið
bak og limir. .Til að flýta fyrir af-
myndun þessari, er óhóf með vín,
tóbak o. m. fl. t
Hér vantar meðul, til að rétta úr
kengnum, — til að mótvinna hfn
samanbeygjandi áhrif, er hið‘dag-
lega líf réttir að oss, til að varðveita
hina eiginlegu líkamsbyggingu, er
minnisvarði af grísk-rómverskum
“ungling” frá eldri tímum, því sem
við munum voru Grikkir og Róm-
verjar framúrskarandi íþróttamenn
á sínum tima og geta því verið
fyrirmyndir þann dag í dag.
Meðul til þessa, þau er eg þekki
best, er Primitiv eða grundvallar-
leikfimislcerfi eftir Niels Bukh. —
Því þar með er leytast við að liðka,
styrlcja og viðhalda líkamanum, svo
að þungi hins daglega erfiðis fái
ekki á unnið.
Eitt af aðal atriðum þessarar leik-
fimi, er að allir vöðvar séu notað-
ir, og þó einkum þeir, sem minst
eru notaðir við daglega vinnu.
Að nemendurnir verði heitir,
sveittir, strax i byrjun tímans, því
þá fyrst eru möguleikar til að rétta
úr kengnum, þ. e. a. s að teygja úr
og mýkja þá vöðva, sem eru of
stutir og harðir og stæla þá sem eru
of langir og slappir. Og æfingamar
eiga að falla saman, eins og tónar í
lagi án stans á milli. Með öðrum
orðum, vinnur þessi leikfimi alt af
að því, að ryðja hindrunum úr vegi,
að finna fastann, tryggan grund-
völl og byggja svo þannig, — að
leggja stein á stein ofan af fimni,
lipurð, krafti ög fegurð, þar til um
síðir húsið, líkaminn, ber vitni um
mentun utan og innan þ. e. á sál og
likama.
Niels Bukh hefir kynt Danmörku
með leikfimisflokkum á hinum
Olympsku leikjum, einnig með
flokka ferðast um Norðurlönd og
ekki álls fyrir löngu um Bandarik-
in og allstaðar hlotið ,hrós og þar
af er hann víða þektur.
En þó er meira vert um það, sem
hann hefir gert fyrir sitt föðurland.
Hann hefir bygt stórann skóla úti
á Fjóni, sem hann kallar leikfimis-
háskóla, en jafnhliða er skólinn
alþýðuskóli eftir dönsku alþýðu-
skóla sniði.
Þar hefir hann stórann íþrótta-
völl, sem hægt er að æfa allskonar
íþróttir á, og í sumar er hanrt að
byggja súndhöll og sú á að >»rða
svo vel úr garði gerð, að hún’geti
jafnast með hinum bestu í Ame-
ríku. Það er líka áætlað að kostn-
aðurinn verði um tvö hundruð þús-
und krónur.
Svo eru skólinn, íþróttavöllurinn
og sundhöllin sett i ramma meö
myndastyttum af hinum tilkomu-
mCstu grísk-rómversku iþriótta-
mönnum, svo sem SpjótkajÉpirinn
og Diskuskastarinn o. m. 1™ Þar
að auki er staðurinn prýddur hinni
fegurstu náttúru svo sem trjám,
grösum og allavega fögrum blóm-
um, svo að nú er þar að verða feg-
urstur staður í Danmörku.
Danir, ásamt nokkrum útlend-
ingum árlega, nota sér óspart skól-
ann, því alt af sækja fleiri um að
vera þar, en skólinn rúmar. Flest-
ir koma til að herða og styrkja
líkamann, aðrir til einnig að læra
að kenna leikfimina.
N. Bukh er einn af þeim mönn-
um, sem hefir fórnað sér og öllu
sem hann átti, til að berjast fyrir
málum þeim, er hann sá að gátu
orðið landinú og þjóðinni til blees-
unar. Það hefir lika lukkast iþví nú
standa Danir einna fremst á leik-
fimissviðinu, fyrir hans drengilegu
baráttu.
Svo vil eg til frekari skýringar
sýna nokkrar æfingar úr N. B.
leikfimiskerfi.
Sumar hreyfingarnar eru barna-
legar, en það er skiljanlegt, því það
er barnalipurðin, sem við sækjumst
eftir að varðveita. Þið skuluð því
ekki dæma æfingar þessar, eftir
ytra útliti, heldur eftir áhrifum
þeim, er þær hafa á líkamann, því
þar er þýðing 'þeirra fólgin.
Hon. ). A. Cross, dómsmálaráð-
gjafi Dunningstjórnarinnar í Sas-
Icathewan. sá er ósigur beið í síð
ustu fylkiskosningum, hefir verið
kjörinn til þings gagnsóknarlaust,
í Willow Bunch kjördæminu.