Lögberg - 08.10.1925, Síða 1

Lögberg - 08.10.1925, Síða 1
p R O V IN G F A THEATRE ÞESSA VIKU CECIL B. DeMILLE’S MeistaraTerk “The Ten Commandments” ÁreiSanlega bezta myndin sem sýnd hefir verið á þessa árs tímabili. öaheta* pROVINCp 1 THEATKE NÆSTU VIKU “Kentucky Pride” Ástarœfintýri Konnnga og Drotninga Aukasýning: Married Life of HELEN AND WARREN 38. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 8. OKTÓBER 1925 NOMER 41 Canada. Harry Leader, sá er feldi Art- hur Meighen í Portage la Prairie í kosningunum 1921, hefir verið útnefndur sem merkisberi bænda- floíckisns í því kjördæmi, við kosn- ingar þær til samíbandsþingsins, er fram fara hinn 29 þ. m. Frjáls- lyndi flokkurinn hefir ákveðið að veita Mr. Leader að málum og verður því bardaginn háður milli Mr. Meighens og hans. * * * Mál hefir nýlega verið höfðað gegn John H. Reid, þeim er frum- kvæði átti að stofnun Wheat Belt Packing félagsins í Saskatoon. Er hann sakaður um, að hafa gint út úr William Morley að Argo, Sask., $2,500 virði í þlutum. * * * Hveitimylnueigendur í Ontario- fylki, hafa farið fram á það við járnbrautarráðið, að fá lækkuð til muna flutningsgjöld á hveiti úr Vesturfylkjunum, til að geta mætt amerískri samkepni. • • • Þann 2. þ. m„ varð bráðkvaddur á gistihúsi í Halifax, iHon. J. Millis Margeson, dómari í 2S hér- aðsréttarumdæmi Nova Scotia fylkis, hinn mætasti maður að sögn. |: * * * Látinn er nýlega hér í Iborginni, A. Bright, glervörukaupmaður, rúmlega sjötugur að aldri. Hafði hann rekið heildsöluverslub í mörg ár, með góðum árangri. * * * Hveitisamlag Manitobafylkis, telur um þessar mundir, fimtíu þúsund og fimt'u meðlimi. * * * í West Lambton kjördæminu í Ontario, býður sig fram af hálfu frjálslynda floksins, W. F. Goodi- son, forseti Goiodison þreskivéla- verksmiðjunnar. Hafa bændasam- tökin í því kjördæmi, heitið hon- um einnig eindregnu fylgi. Hon. Vincent Massey, hinn nýi ráðgjafi Mackenzie King stjónar- innar, hefir látið af stjórn Massey Harris félagsins og jafnframt sagt af sér meðstjórnarmanns- sýslan við Commerce bankann og Mutu'al lífsábyrgðarfélagsins. Seg- ist hann vilja hafa óbundnar hend ur að öllu- leyti, í ráðgjafastöð- unni. * * * /Látinn er í San Diego, D. C. Curry, sá er gegndi ‘Comptrollers’ embætti hér í borginni frá 1884 til 1907. Var hann á sjötugasta og sjöu'nda aldursári. Mr. Curry var stórauðugur maður og átti fjölda stórhýsa í Winnipeg, meðal ann- ars Curry bygginguna á Portage Avenue. Hann var kvæntur ís- lenskri konu, er lifir mann sinn, ásamt dætrum tveim. * * * Dr. J. P. Howden, hefir verið útnefndur sem þingmannsefni frjálslynda flokksins í St. Boni- face. * * * Thomas Hay, fyrrum sambands- þingfiaður fyrir íSelkirk kjördæm- ið, býðu'r sig fram í Springfield, af hálfu íhaldsflokksins. Nýlátinn er William Branting Snowball, þingmaður frjálslynda fliokksins í Northumberland kjör- dæminu. iHann var fæddur 12. janúar 1865, sonur Hon. Jobeez Bunting iSnowball, er um eitt skeið gegndi fylkisstjóraembætti í New Brunswick. Mr. Snowball komst mjög á dagsskrá, er hann vann aukakosninguna í Northumb- erland í fyrra, en kjördæmi það hafði ávalt áður sent íhaldsmbnn á þing. * * * Hon. John W. Leedy, fyrrum ríkisstjóri í Kansas, býður sig fram í East Edmonton, sem þing- mannsefni bændaflokksins. Hefir verið búsettur rúm átján ár í Alberta og gerst fyrir löngu breskur þegn. SíðastliðiÖ mánudagskvðld var Hon. T. C. Norris, fyrrum stjórn- arformaður Manitoiba-fylkis, út- nefndur sem þingmannsefni í Suð- ur Winnipeg af hálfu frjálslynda flokksins. Verðub Mr. Norris að sögn tekinn inn í ráðuneyti Mac- kenzie Kings, einhvern hinna næstu daga. * * . * Hon. E. J. McMurray, hefir ver- ið útnefndur í einu hljóði, merk- isberi frjálslynda flokksins í Norður-Winnipeg. * * * Þau tíðindi gerðust aðfaranótt síðastliðins þriðjudags, að fimm fangar sluppu' úr fylkisfangels- inu í Winnipegborg og hefir ekk- ert til þeirra spurst síðan. Var einn þeirra John Stanton, sá er sakaður var um að hafá myrt John Penny, sjötíu ára gamlan mann, að 527 Young Street, 19. desem- ber, 1922. * * * Samkvæmt nýútkominni yfirlýs- ingu frá ’landbúnaðarráðuneyti samíbandsstjórnarinnar,''hefir upp- skeran í Ontario fylki, orðið nokkru betri en i meðallagi. * * * Hagsskýrslur sambandsstjórn- arinnar, sýna, að útfluttar vörur frá Canada, yfir tólf mánuðina, sem enduðu hinn 31. ágúst síðast- liðinn, námu $1,130,753,557. Er það $70,648, 075 meira en í fyrra. Víðsjá. Þegar maður í ihuganum hvarfl- J ar sjónum til frumbýilingsáranna og landnámsstríösins í Vestur- Canada, verður mörgum á að í spyrja, hvernig farið hefði, ef konub brautryðjendanna hefðu eigi sýnt slíkt afburða þrek og [raun varð á. Að þær hafi verið sönn kjölfesta heimilanna, verður tæpast dregið í efa. Hin fyrsta kona hvita kynstofns- ins, er bygð festi í Peace River héraðinu, mun hafa verið Mrs. B. D. Brooks, nú búsett við Spirit Rivera í Alberta. Erfiðleikar þe’r, er hún átti við áð stríða fyrstu árin, voru ekkert barnameðfæri, þótt gamla konan geri nú reyndar ekki mikið úr þeim, sé hún um þá spurð. Áður en til Canada kom, dvaldi Mrs. Brooks ásamt manni s?num og börnum í hinum norðlægu bygðum Michigan ríkiisins. Fjöl- skyldan átti þar efnalega ærið örðugt uppdráttar, en það sem svarf þó sárast að, var heilsuleysi barnanna. Hjón þessi höfðu heyrt mikið af því látið hve heilnæmt væri loftslag í Vestur Canada og réðu því af, að flytja sig búferl- um og freista gæfunnar í hinu unga og lítt numda framtíðar- landi. Var förinni heitið til Peace River héraðsins í norðurhluta Albertafylkis. Tóku þau sig upp með börn og búslóð, þann 2. dag marzmánaðar árið 1904. Sóttist þeim ferðin seint, því vegir voru næsta illir yfirferðar. Þurfti ferðafólkið stundum að vaða aur og krap svo mílum skifti. Ekki segist Mrs. Brooks geta borið á móti því, að hún hafi með köflum fundið til þreytu, Þó kvaðst hún hafa leynt því eftir megni, til þess að auka ekki á áhyggjur manns síns, er ásamt samferðamanni þeirra, varð að bera börnin. Þann 5. maí kom ferðafólkið til Peace árinnar, skamt frá Dunvegan og fór yfir hana þar. En sjö dögum seinna, var komið til hins fyrir- heitna dvalarstaðar í Spirit River héraði, þar sem fjölskyldan lang- þreytta, hefir búið jafnan síðan, erjað jörðina og gert hana sér undirgefna. Fjölskyldan kom sér upp litlum bjálkakofa, eins og tíðkaðist í þá daga. Var í honum moldargólf, svo ekki þurfti mikið að hafa fyrir gólfþvotti, að því er Mrs. Brooks isegist frá. Fyrsta barn þeirra hjóna, er fæddist í hinu nýja heim- kynni var stúlka, er kend var við héraðið og köilluð Peace. Dafnaði hún vel, ásamt eldri systkinum sínum, er komust til bestu heilsu og urðu mannvænleg. Aðeins einu isinni segir Mrs. Brook að fjölskylda sín bafi horft fram á tilfinnanlegan vistaskort. Var það vetifrinn 1908, er svo voru mikil snjóþyngsli, að lítt kleift var að ná til kaupStaðar. Sléttufylkin Ihafa skift um svip. síðan 1904, og það hefir heimili Brooks fjölskyldunnar gert líka. Bjálkakofinn er horfinn, en í hans stað komið rishátt nýtízku hús. Húsfreyjan hefir þó tiltölulega lítið breyst, þrátt fyrir fjölgandi ár, — um varirnar leiku'r isama vinhlýja brosið, lífsteinn eigin- manns og barna, í striti, vonbrigð- um og sigrum, landnámsbarátt- unnar miklu. Mrs. Brooks er ekki eina konan, er slíkan feril hefir að baki, við lok fyrsta og stórfenglegaata kafl- ans í landnámssögu SlóTtufyrkj- anna. Kynsystu’r hennar, af ýms- um þjóðflokkum, hafa nákvæm- lega sömu söguna að segja. Við fátt er Mrs. Brooks ver en það, að mikið sé gert úr starfi hennar. Hún segist aðeins af veikum mætti hafa reynt að gera skyldu sína. Við endurgoldna ást til eigin- manns og barna, hafi æfin liðið líkt og ljúfur, ógleymanlegur draumur. Ekki kveðst Mrs. Brooks undir nokkrum kringumstæðum, mundu geta til þess hugsað, að flytja sig búferlum á ný. Svo djúpt hafi “vbstrið gullna” Ibrent sig inn í sálarlíf sitt, að þar, og hvergl annarssúaðar, ætli hún sér að bera beinin. í keðju hinna Hvítu fjalla”, um t.uttugu mílur sunnan við Wash- ington fjall, blasir við sjónum Chicarua hnjúlkurinn, eða “bann- færða fjallið”, eins og hann er venjulegast kallaður. Jörð stend- ur þar iðgræn vetur, sumar, vor og haust, en hnjúkurinn er þak- inn fjölbreyttu kjarngresi. Mætti því ætla, að landkostir væru þar ákjósanlégir fyrir búpening, en svo kvað þó ekki vera. Er mælt að flestar skepnur, er neyta þar fóð- urs, dragist upp cg drepist úr ill- kyhjuðu fári. Fyrir mörgum herrans árum kvað Indíáni einn hafa hafst við undir hnjúk þessum. Hét sá Chi- carrowa, óg var síðastur höfðingi kynflokks síns. Veiddi hann dýr í hnjúknum og fiskaði í nærliggj- andi vötnum, sér til bjargar. Á sumrin tíndi hann einnig ber og skifti á þeim við dalbúa fyrir salt, te og hinar og aðrar kryddteg- undir, er létu vel í munni. Var öllum þeim, er einhver mök við hann áttu, einkar vel til ihans. Svo bar til einhverju sinni, að hvítur maður, búsettur þar í grend, hvarf, er hann gekk á hnjúkinn til að smala kindum sín- um. Leitað var hans um hrið, og loks fanst. líkið sundurtætt í berjarunna, skamt frá kofa Indí- ánahöfðingjans. Öldungurinn var tekinn í hald og sakaður um morðið. Það skifti engu máli, hve rækilega hann reyndi að sýna yfirvöldunum fram á sakleysi sitt,j ftanh var hiklaust dæmdur til dauða. Um það var honum leyft' að kjósa, hvort heldur hann vildi falla fyrir byssu föður hins látna manns, eða stökkva fram af afar— háum kletti og bíða þar við bana. Kaus hann hið síðarnefnda hlut- skiftið. Bað hann áður leyfis að mega ráðfæra sig við hinn “Mikla anda” og var honum sú ósk veitt. Rétt áður en hann henti sér fram af nöfinni baðaði hann út hönd- unum, bannfærSi hnjúkinn og lét það um mælt, að upp frá því skyldi þar engin lifandi skepna þrífast. Svo hvarf hann niður fyrir hamrana. Nokkru seinna komst það upp, að Indíánahöfð- inginn hafði ranglega kærður verið og saklaus til heljar send- ur, með því að annar maður ját- aði á sig glæpinn. Iðruðust bændur þeir, er flasverkið unnu, gerða sinna, og létu reisa hinum látna höfðingja minnisvarða, að fornum sið. * Kletturinn, sem Indíánahöfð- inginn steypti sér fram af-, «r sagður rauðdröfnóttur á að líta. Trúa Indíánar því, að blóð Chic- arrowa’s hafi óafmáanlega læst sig inn í bergið. Island og Grœnland. Á örskömnium v tíma hafa orðið miklii*> atburðir um Grænlandsmál- ið. HeimsálitiS er að vakna. Nor- egur vill styrðja ísland. Heima með- al íslendinga má fullyrða að almenningur hefir nú fengið skiln- ing á iþví, að vér höfum rétt til landsins og að vér verðum að fylgja honum fram. England hefir þegar áskilið sér bestu kjör meðal þjóð- anna um aðgöngu og notkunarrétt til auðæfanna i Grænlandi, og er það sérstaklega markvert fyrir oss að Danir hafa sjálfir í samningum sínum við England áskilið íslend- ingum forgangsrétti fram yfir regl- una um aðstöðu annára þjóða, er sæta þó bestu kjörum. s Með öðrtim orðum Grænlands- málið er komið á dagskrá heimsins og lokuðu hurðinni er hrundið upp. Allur fyrirsláttur um það, að Græn- land sé ónothæft og óbyggilegt er nú orðinn ómögulegur. Hið volduga, fijósama og fagra ættland fslend- inga er nú opnað af Dönum sjálf- um og er það að miklu leyti að þakka því, sem íslensk blöð og tímarit hafa lagt til um málið á síð- ustu árum. Þýðingarmesta atriðið er ein- hljóða ákvörðun síðasta Alþingis á sameinuðum fundi um það, að safna skuli og leggja fram þau sönnunargögn, sem eru föng á til ákvörðunar um stöðu Grænlands að alþjóðarrétti. Nefnd sú, sem kosin var af Alþingi í þessu skyni mun efalaust koma málinu fram á komandi þingi, þannig að það verði rætt. Og með því er hafin réttar- krafa íslands til hinnar fornu ný- lendu vorrar. Eins og mönnum mun vera kunn- ugt, var prófessorinn í ríkisrétti við háskóla þslands á sérstæðri skoðun í þessu máli, og varð þa.ð til þess að rækileg andmæli komu fram heima á íslandi gegn því að landar vorir sjálfir skyldu að óreyndu 'og ó- rannsökuðu máli taka í streng á móti málstað vorum í þessu efni. Allur þorri þjóðarinnar hefir ,ein- m'itt fyrir þetta safnast saman og fengið samhug um sókn Grænlands- málsins. En með ákvörðun sam- einaðs Alþingis var lagður dómur jafnframt á röksemdir prófessors- ins. í allri stjórnmálasögu tslands, að því sem mér er kunnugt, finst ekkert líkt dæmi svo fljótrar og algerðrar sameiningar í almennings- máli, eins og orðið er nú um undir- tektir þjóðarinnar heima í deilunni um Grænland. Það er öllum mönnum skiljanlegt hve öflug lyftistöng Grænlands get- ur verið fyrir vöxt og viðreisn þjóðar vorrár. Einkaleyfi einstakra mann og félaga. til þess að nota náttúruauð Grænlands eiga að gjaldast íslandi, sem er réttur eig- andi að eyðibygðunum þar vestra. Viö þetta bætist að það er til hags- muna fyrir allan siðaðan heim, að réttur vor verði viðurkendur. ís- land er fyrsta vopnlaust ríki, sem hefir öðlast sjálfstæði í sögu heims- ins. Þessar tvær voldugu vígstöðv- ar á Atlantshafinu, ísland og Græn- land, eru verndaðar af réttlætis- kend alþjóða gegn öllum árásum. Bretland og Ameríka hljóta fyrst og fremst að styðja að þvi að þessi tvö miklu herhafnalönd standi und- ir varðveislu heimsréttarins. íslendingar beggja megin hafs eiga ekkert stærra áhugamál, né auðvænna, heldur en viðreisn og notkun hinna óþrotlegu, fjársjóða, sem geymdir hafa verið handa oss í Grænlandi undir hinni dauðu hönd danskrar einokunar og stranda- banns. Eðlilegt er og óhjákvæmilegt að stjórnin á íslandi, að því leyti, sem til hennar kasta kemur, hlynni að framkvæmdum Vestur-íslendinga í hinni fornu nýlendu. Margt ber til þess og ekki síst það, hve feikna- stór hlutverk vor eru heima. En vér megum ekki gleyma því, að fram- tíð þjóðernis vors stendur hátt yfir öllum öðrum málum — enda er oss nú rækilega bent til þess af rás við- burðanna, að reisa þjóð vora, þótt fámenn sé, til veglegrar stöðu i vorum riku, víðáttumiklu óðulum — íslandi og Grænlandi x Einar Bencdiktsson. Á flœðiskeri. “Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa.” Þjóðinni okkar má likja við ung- ling á fermingaraldri. Hún er óþekt enn að mestu meðal stærri þjóða, og lítt reynd enn þeirra á meðal, þó einstaklingum sumum þar sé hún að ýmsu góðu kunn. Hún er einnig lítt kunn að öðru en góðu meðal þeirra, sem dýpra kafa, og fylgjast með í menningarmálum þjóð, o^ því má heldur ekki gleyma. Syndirnar, sem iðulega fylgja betri verkunum, eru sjálfri þjóðinni, en ekki guði að kenna. Fraiutiðin blasir við unglingnum eins og ungri þjóð. Hann þarf að setja sér það mark og mið snemma, að verða að manni, og eigi síður þarf þjóðin að hugsa sér það snemma, að verða að þjóð, sem mannkyninu sé sem mest lið að Tvent er það öðru fremur, sem gefur styrk til sóknar að framtiðar- marki. I vöggugjöf fá einstakl. og þióðir ágætan arf til líkama og sálar, séu þeir af góðu bergi brotn- ir, bví eigi kemur dúfa úr hrafns- eggi, og eplið fellur skamt frá eik- inni. Gott uppeldi fær einnig miklu áorkað, til styrktar og kjölfestu í lifsbaráttunni síðar meir. Foreldr- arnir á heimilunum, trúar- og fræðslustofnanir landsins leggja sinn sl^rf til kjölfestu, svo fleytan afberi stórsjóa, án þess að velta utn koll, og komast heil í höfn fram tiðarlandanna með vonina eins og lýsigull í stafni. Hversu margur hæfileikamaður og kona, af góðu bergi brotin, og með góðu uppeldi, farast nú samt ekki á ólgusjó Hfsins, og má tíðast um kenna því, að þau vantar ein- beittan vilja og áhuga, trú á æðri mátt, til að leiða að ákveðnu marki. Vonin varð feig, lýsigullið varð að skari, og enginn kann þá sögu meir. Hvað skyldi öðru fremur frá fyrstu tíð, búskaparins i úteynni hafa gert okkar fámennu þjóð styrka, til að brjóta mannraunaís- inn, sem cihjá'kvæmilegt hefir verið, í nepju og kulda þssa norðlæga lands, sem hún byggir? Eðlilega hefir þjóðin harðnað við sókiTina upp í veðrið, við kuld- ann og vosibúðina, því hér er um afbragðs læknislyf að ræða, til varnar öllum kveifarskap. Trúin á mátt og megin, bjargaði lengi fram- an af, jafnfram afli því, er menn sóttu í öndverðu til guðlegra afla, því það gerðu landsmenn i heiðni. Eftir að kristni var lögtekin, má eflaust fullyrða, að lífsbjörg þjóð- arinnar i öllum hennar mestu raun- um, hafi verið banin, því “bænin má alderi bresta J>ig.” Hún heldur fleytunni í réttu horfi, þegar á móti blæs, því hún gefur kraft til að komast að markinu. Bænin er eldsókn, menn sækia með henni eld til guðdómsins, hann á að ylja upp tilveruna, lýsa upp framtíðarlönd- in, slá bjarma á mark og mið, svo það eygist og reisa við brotnar borgir. Tilveran stjórnast af orku, sem vér köllum guð. Mennirnir eru hluti af 'henni. “Eldur er bestur með íta sonurn og sólarsýn.” Mér er mjög grunsamt um, að þjóðin okkar unga sæki ekki kraft, sem allar þjóðir' smáar óg stórar, þurfa á að halda í lífsbaráttunni, þangað sem hann bcr að sækja, og því er henni mjög villugjarnt, hún er oft'.e^a eins- og villuráfandi meinakind á landi, og lendir i haf- villum á sjónum. I?ún fer víst ó- sjaldan í geitathús. að leita sér ullar. Það gerir hver sú þjóð, sem á mann raunaísnum, sem er flugháll, í raun- úm og veikindum, í sorg og í stríði, trúir á lægra afl sér til bjargar en sólarafl eða imyndir þess. Ef til vill vantar hana dýrlinga þess ka- þclska átrúnaðar þVí þeir eða þeirra ímyndir eru jarðbundnar í myndum og verkum. Fjarlægðin gerir ekki á vat fjóllin blá, þau sjást -ekki ef langt eru í burtu. Gömul og reynd, góð og gild læknislyf hefir þjóðin yfirgefið á síðari tímum að því er r'irðist og tekið upp ný, er mjög orka tvímælis um að nytsemd fylgi. And- legu kvæði þjóðarinnar frá ýmsum öldum bera þess ljósan vott, hvert krafturinn i lífsbaráttunni hefir verið sóttur. . Þjóðin verður aftur að fara að| svækja þangað “sem laufið vex á viðum og rótin er undir góð ” Ef hún gleymir mörgum lágætum kvæðum og sálmum — ekki síst passíusálmunum hans Hallgríms og öðrum slíkum, eða hættir að skilja þá, má óefað telja hana í hættu stadda. Þjóðlífi og þjóðerni 'hafa þeir gefið kraft og kjölfestu, þegar rgest hefir reýnt á í stórhríðunum, sem óhjákvæmilegt hefir verið að eiga í öðrum þræði. Gróðrí landsins okkar, kjarn- gresi þar frá sjó til jökla má óhætt treysta. Enginn efast um, frjósemi hafs- ins, sem liggur kringum strendur landsins, og 'hve langt norður hún nær, veit enginn til fulls. Sóknin er hörð og verður, ef þjóðin á að erfa lifið hér í landi, sem enginn skyldi efast um og þörf er á að her- væðast. Andaus auð fær þjóðin bestan úr skauti þeirrar menningar, sem hald- ið hefir lifinu i þjóðinni alt frá fyrstu tið. Þekkingarþráin má að- eins sækja ti'l styrktar út í löndin, þá menning, sem samþýðist og eyk- ur þá menning, sem fyrir er í land- inu sjálfu. Með þessu móti^geta föt þjóðarinnar, yst sem inst, orðið ó- fúin. Formenn gá til veðurs, áður en þeir róa. Bliku í lofti hræðast þeir eigi, en hyggja á sjálfsvörn og drottins vernd, þegar veðrið skell- ur á. Einhverja iskyggilegustu blik- una á framtíðarlhimni þjóðarinnar okkar unguýnæst bænleysinu og bringlinu, sem þar af stafar, má telja vaxandi áfengislöngun ung- menna, sem mörgum hugsandi mönnum gerir angursamt. Menn kvarta einnig um vaxandi ósiðsemi við sjávarsíðuna. Já, margskyns bliku dregur á loft, en þjóðin hefir sjálf í sér bætur gegn öllu böli, trúi hún á guð og landið sitt. Meifi vandi er það, en margur hvggur fyri fámenna þjóð, sem er að komarí í menningarstrauminn, að nota aðéins það besta úr honum, til áveitu á þann gróður, sem land- vanur er, og hefir reynst að hafa líf að geyma, sem óhætt megi treysta. ’ / Sú þjóð en getur það, sem ekki er á fiæðiskeri stödd i trúmálum. Hver sú þjóð er á flreðiskeri stödd í trúmálum, sem trúir, þegar raunir steðja að henni, á lægri öfl, sér til bjargar en sólaröfl, eða ímyndir þeirra. Bænin til guðs, gjafara góðra hluta, er sennielga eirihver öruggasta leiðin, til að gefa kjöl- festu, og halda þjóðarfleytunni í réttu ihorfi, hvað sem á dynur. öll- um þem siðum, sem notadrýgstir hafa reynst í iífsbaráttu þjóðarinn ar, á andlega og veraldlega visu, verður þjóðin að bjarga frá glötun, til að gera sig styrka á svellinu. Með því einu móti nær hún því marki siðar meir, að verða mann- kyninu að liði. 26. maí, 1925. Ól. Ó. Lárusson. — Hænir. Mrs. Phillip Wolfe, íslenzk kona frá Calgary, kom til ibæjarins um síðustu helgi, og eftir nokkurra daga dvöl hélt hún heimleiðis. Frá Islandi.r,^ Bréf úr Þingeyjarsýslu. 13. ágúst 19ý5. Tíðarfar hefir verið afbragðs gott hér í Þingeyjarsýslu, það sem af er þessu sumri. Maí, sem hér er oft kaldur, hríðingur þegar eitthvað er úr lofti, var^nú vætu- samur, ennfremur mildu'r, regn oftar en sjófall til dala og frost sjaldan og lítil; aðalátt þó norð- austlæg. En síðan hlýnaði mjög vel er lengra leið á vorið og ætla eg að júní hafi verið jafnhlýjasti júnimánuðurinn, sem komið hefir hér á þessari öld; oft 14—18 stig á C. í skugga og á sólstöðudaginn varð hitinn 42 st. um stund, á móti sól, sem mjög sjaldgæft er. í þess- um mánuði var mjög þurviðrasamt og' sakaði þó eigi vegna votviðra á undan; aðalátt suðvestlæg. í júlí hélt lengst af fram sömu aðalátt og hlýindum, en var nokkru skúra- samara og þó ekki til mikilla tafa né skemda við heyþurkinn. En síðan seint í júlí hefir veðurfar verið norðlægara og svalara og þó gott. Gras spratt snemma og vel og byrjaði sláttur snemma að sama skapi. Eru tún nú víðast al- hirt fyrir nokkru og tðður miklar og góðar; enda allar líkur til að heyskapur verði ágætur yfirleitt. Fiskafli hefir verið góður á Húsa- v k. Árferði að öllu leyti ákjósan- legt.---- Dr. K. J. Backman, er nýkominn til iborgarinnar, sunnan frá Chi- cago, ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hann hefir stundað undan- farandi sérfræðinám í læknavís- indum. Hygst hann að setjast hér að og leggja stund á nýrna og húðsjúkdóma. Dr. Backman býr fyrst um sinn að Ste. 12, Afton Apts., Ellice Ave. Mr. Stefán Eiríksson, frá Djúpa- dal í Skagafirhi, er frá íslandi kom í sumar, er nýkominn til borg arinnar frá Kandahar, Sask., þar sem hann starfaði um hríð að kornslætti og þreskingu. Aðfaranótt 27. f. m. féll Hallgr. Guðjónsson, formaður á vélbátn- um Emmu, útbyrðis og druknaði. Báturinn var á leið frá Rvík til Vestmannaeyja og slysið varð út af Sandgerði. H. G. var myndar- maður á besta aldri og lætur eftir sig konu og börn. —Lögrétta. 1 Or bœnum. Mr. og Mrs. G. J. Oleson, Glen- boro, Man., voru stödd í borginni fyrir síðustu helgi, ásamt syni sínum. Mr. Jóh. Johnson, bróðir A. C. Johnson konsúls, er nýkominn til borgarinnar vestan frá Kyrra- hafi. Á föstudaginn næstkoriiandi, 9. okt., verður systrakvöld í stúk- unni “Heklu”. Eins og jafnan, munu systurnar veita rausnar- lega, bæði af andlegri fæðu og svo kaffinu og kökunum. Goodtempl- arar, munið eftir að koma og njóta ánægjulegrar stundar. Til iborgarinnar kom frá Islandi, fyrir hálfri annari viku frú Val- gerður Freysteinsdóttir, ekkja Gísla Helgasonar, er um langt skeið rak verzlun 1 Reykjavák. Er hún móðir Jóns H. Gíslasonar kaupsýslumanns og Garðars, sem búsettir eru hér í börg. Guðsþjónusta á ensku er á- kveðin í Ralph Connor skóla sd. 18. okt, kl. 2 e. h. Þess er óskað sérstaklega, að unglingar þeir, sem fyrir skömmu voru staðfest- ir, verði þar til staðar. S.S.C. Veitið athygli auglýsingunni um hinn nýja “Beauty Parlor” á Sargent Ave., sem birt er 1 þessu blaði. Ung, íslenzk efnisstúlka, Miss Eyford, dóttir Mr. og Mrs. Guðmundar Eyford, veitir þess- ari nýju viðskiftastofnun for- stöðu. Mr. Chris. Thorsteinsson verzl- unrmaður, lagði af stað ásamt f jölskyldu sinni vestur til Seattle, Wash., á miðvikudagskveldið í þessari viku. Býst hann við að dvelja þar vestra fyrst um sinn. Hér i bænum hafa dvajið um vikutíma Mr. og Mrs. John Fred- erickson frá Cypress River, og Mr. Björn C. Jónsson frá Brú, Man., bróðir Mrs. Frederickson. Komu þau öll sér til skemtunar og hvíldar eftir erfiði uppsker- unnar, sem góð var og mikil í þeirra bygðarlagi. Héldu þau heimleiðis á þriðjudaginn 1 tveim- ur bifreiðum, er þeir mágarnir eignuðust meðan þeir dvöldu hér. Meðlimir stúkunnar Heklu eru að útbúa sína árlegu sjúkrasjóðs- tombólu mánudaginn 26. okt. í G. T. húsinu. Vonast þeir eftir, að verða ekki fyrir neinum von- brigðum eða aðrir fyrir þeim. — Auglýsing síðar. Jóns Bjarnasonar skóli hóf hið þrettánda starfsár sitt 22. f. m. með 24 stúdentum, sem þá innrit- uðust. Síðan hafa rúmlega tutt- ugu bæst í hópinn svo þar eru inn- ritaðir nú 45. Skiftast þeir þannig: 1 níunda, tíunda og ellefta bekk: gagnfæðisdeildarinnar 30. 1 fyrsta ári háskólans 10.og í öðru 5. Ekki er annað hægt að segja en að sú aðsókn sé viðunanleg, þegar mið- að er við aðsókn á undanförnum árum og ekki sízt þar sem von er á nokkuð fleirum. En þó er hún ekki eins góð og hún ætti að vera því á skólann ættu að vera komnir strax á haustin eins margir nem- endur og hann rúmar. Tveír nýir kennarar eru við skólann í ár. Þau Harald W. M. Eastvald, sem áður var skólastjóri við gagnfæðaskólann í Stanley, N. D. Afbragðs. efnilegur maður. Hann er giftur íslenskri konu Eiríku, dóttur séra N. S. Thor- lákssonar í Selkirk og konu hans. Hinn kennarinn er ungfrú Geir- laug Geir, dóttir Jóhanns Geirs og konu hans önnu Jónsdóttur. Mjðg efnileg og myndarleg stúlka. Hún útskrifaðist frá háskólanum í Norður Dakota 1923, og hefir síð- an kent við ýmsa skóla, en síðast við 'búnaðarskólann í Park River N. D. Hinir kennararnir eru þeir þeir sömu og í fyrra, Rev. H. J. Leo skólastjóri og Miss Salome Halldórsson. Tvö björt og rúmgóð herbergi, nú þegar, með eða án húsgagna, að 631 Victor St. Henbergin eru uppi á lofti, hlý og þægileg. Upp- lýsingar veitir Mrs. Benson — sími A-1096. Miss Þórlaug Búason, er dval- ið hefir hér í borg síðan snemma sumars, lagði af stað suður til San Francisco, Cal., síðastliðinn sunnudag. íslenzkur almenningur hér 1 borg er vinsamlegast beðinn. að veita athygli auglýsingunni um Bazaar og “Whist Drive” er fél. “'‘Harpa” heldur næstfic. laugar- dag 10. þ.m.; öllu því fé, sem inn kemur, verður varið til styrktar fátæku og heilsuveilu fólki. Styðj- ið gott málefni 0g fjölmennið á útsölu þessa. j íslenska Stúdentafélagið hefur starf sitt fyrir komandi vetur á laugardagskvöldið kemur með skemtiför til River Park. Gert er ráð fyrir að þeir sem þátt taka í þessari skemtiför mæti við Jóns Bjarnasonar skóla milli klukkan 7.30 og 8, og hópurinn haldi svo í einu lagi út í skemti- garðinn. Einu má gilda ihvernig viðrar, því skemtiskáli, þar sem sitja má í kring um eldinn eða koma í dans, stendur til boða. Allir þeir íslenskir námsmenn og námsmeyjar, eða þeir sem nám hafa stundað við æðri skóla, verzl- unarskóla eða hljómfræðistofnan- ir, eru boðnir og velkomnir til þess að taka þátt í þessari skemti- för Stúdentafélagsins, og koma með kunningja sína. Fyrsti starfsfundur félagsins verður haldinn annan laugardag, 17. þ.m. og verður nánar auglýst- ur síðar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.